Lögberg - 21.05.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.05.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGJ.NN 21. MAÍ, 1942 ----------lögberg----------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba lltanáskrift ritatjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lög-beríir” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 32 7 Hugsjón gegn hnefa Woodrow Wilson var vafalaust einn hinna víðskygnustu stjórnmálamanna sinnar samtíð- ar; hann lagði í rauninni hornstein að Þjóð- bandalaginu, og þó sú stofnun, illu heilli, vegna skammsýni og jafnvel beinna svikráða úr hörðustu átt, lognaðist út af, þá er hitt degin- um ljósara, að upp af rústum hennar hlýtur aö rísa, að loknum núverandi hildarleik, hliðstæð stofnun, hverju nafni, sem hún nefnist, er það göfuga markmið skal hafa með höndum, að gera út um ágreiningsmál þjóða, án þess að gripið verði til þess ægilega órétts, sem kall- aður er hnefaréttur. Woodrow Wilson var í pólitískum skilningi krossfestur af þjóð sinni, og það bætir ekkert úr skák, þó hliðstæð dæmi ætti sér áður stað með öðrum þjóðum, er djarf- sæknir hugsjónamenn áttu í hlut. Þegar Woodrow Wilson kom heim af frið- arþinginu í Versölum, snerist ameríska þjóðin óð og uppvæg gegn honum, og þvoði hendur sínar af hinum nýju mannfélagssamtökum austan við haf; forkólfar andspyrnunnar, töldu það hvorki meira né minna en fáránlega fjar- stæðu, ef ekki hreint og beint óhæfu, að halda því að amerísku þjóðinni, að öryggis síns vegna, væri henni það fyrir beztu, að ganga í þjóðbandalagið, og styðja það af ráði og dáð; einangrunarstefnan hefir orðið þessari vold- ugu þjóð dýrkeypt, eins og nú er komið á daginn; nú er Ameríka sjálf í hættu, og má að nokkru sjálfri sér um kenna; ef hún, með alt sitt feikna bolmagn, hefði frá byrjun átl sæti í þjóðbandalaginu, er engan veginn óhugs- anlegt, að viðhorfið á vettvangi heimsmálanna, kynni að hafa verið næsta ólíkt frá því, sem nú er raun á. Vegna einangrunar hinnar voldugu Bandaríkjaþjóðar, var þjóðbandalagið frá upp- hafi vega vængstýft og þróttminna, en það ella mundi verið hafa. Nýja bandalagið, hve nær sem það fyrst lítur dagsljósið, verður að njóta óskifts áhrifamagns Bandaríkjanna, og má víst telja, að eins og þá horfir við, verði ekki um neina fyrirstöðu að ræða í því efni, því tím- arnir breytast og mennirnir með. Alt það, sem fegurst er í mannheimi, á rót sína að rekja til frjófgandi hugsjónalífs; í draumþinghá hugsjónamannanna skapast fyrir- myndir þeirra afreksverka, er síðar verða aö heillaríkri staðreynd, öldum og óbornum til blessunar, og þegar hugsjónir deyja, líða ein- staklingar og þjóðir með auðvirðilegum hætti undir lok. Ranglætisstefnan, hnefaréttarstefnan, er ill- mennisins eina vopn; slíkan óvinafagnað verð- ur að kveða þannig niður, að hann eigi aldrei afturkvæmt í mannheima; þessvegna ríður nú lífið á, að hert sé á átökum til útrýmingar Hitlerismanum og öllum þeim skaðsemdaröfl- um, er í kjölfar hans óhjákvæmilega hljóta að sigla. Mannfrelsið er einstaklingsins dýrmætasta eign; fegursta hugsjónin, sem mannkynið hlaut í vöggugjöf! Nýr forsætisráðherra á Islandi Samkvæmt útvarpsfregnum, er hingað bárust á sunnudaginn, hafa stjórnarskifti orðið á íslandi, og þingkosningar fyrirskipaðar þanri 22. júní næstkomandi; samvinnustjórn, undir forustu Hermanns Jónassonar, samsett af megin þingflokkunum þremur, framsóknarflokknum, sjálfstæðisflokknum og alþýðuflokknum, hefir farið með völd um nokkur undanfarin ár, þó alþýðuflokkurinn, eins og vitað er, nýlega sliti samvinnunni, og léti ráðherra sinn í stjórninni segja af sér. Nú hefir þannig skipast til, að leiðtogi sjálfstæðisflokksins, hr. Ólafur Thors, hefir tekist á hendur stjórnarforustuna, en áður hafði hann gegnt atvinnumálaráðherra embætti, auk forustu utanríkismálanna, er hann jafnframt annaðist um síðustu mánuði. Hinn nýi forsætisráðherra, sem er skarp- gáfaður og málafylgjumaður mikill, er sonur sæmdarhjónanna víðkunnu, Thors Jensen og frú Jensen, en bróðir Thor Thors, sendiherra íslands í Washington, og þeirra systkina. Vingjarnlegt sambýli Á bökkum Rauðár, liðugar tuttugu mílur norður af Winnipeg, liggur bærinn Selkirk, þar sem fjölmennyr hópur íslendinga hefir átt langa og gipturíka dvöl í vingjarnlegu sambýli við margs konar annara þjóða fólk, eins og vitanlega hvar annarsstaðar, sem spor landans liggja í þessari álfu; landinn kemur sér alstaðar vel, og mun það eiga í því sinn góða þátt, að 'hann treður engum um tær, og líður það heldur engum, að sér sé troðið um tær; sver slíkt sérkenni sig glögglega í ætt við hið norræna kyn. Margir þeirra Islendinga, er fyrstir settust að í Selkirk, og enn standa ofar moldu, bíða nú harla veðurbitnir sólarlags; þeir yngri, eða þeir, sem landið skulu erfa, hafa nú tekið við, eða eru í þann veginn að taka við forráðum, og er ekki nema gott eitt um það að segja, því margt er í þeirri sveit álitlegra manna og kvenna, sem líklegt er til góðra nytjaverka, og svarið hafa hollustu glæsilegum menning- ararfi forfeðra sinna; mun þá og jafnan vel fara, er lífræn ræktarsemi skipar fyrirrúm. Um ameríska háskóla Viðtal við Þórhall Ásgeirsson, B.A. Ein gleðileg undantekning frá hinum hörmulegu skaðræðis- áhrifum núverandi heimsstyrj- aldar er aukin viðkýnning okk ar við Ameríkumenn, traustari amerísk-íslenzk tengsl en áður hafa þekst. f heimsstyrjöldinni 1914—18 færðust viðskifti okk- ar við Vesturheim stórurn í auk- ana, en það er naumast fyr en í þessu stríði, að nauðsynin hef- ir kent okkur, að fleiri tegundir wðskifta við Ameríku en vöru- skifti gætu verið okkur hag- kvæm. Það er fyrst nú, að mentalíf Vesturheims heíir opn- ast íslenzkú námsfólki héðan að heiman. Hafa upp á síðkastiC allmargir íslenzkir stúdentar lagl leið sína vestur um haf til há- skólanáms. —Það er ekki auðgert. Ame- rísku háskólarnir eru svo margir og misjafnir, að örðugt er að tala um þá sem eina heild. Þeir beztu eiga naumast sinn líka í viðri veröld og svipuðu máli gegnir ef til vill um þá lélegustu. Stúdentatalan er hærri í Banda- ríkjunum en i nokkru öðru landi. Þar eru um 1,300,000 stúdentar árlega innritaðir í há- skólana, og myndi það samsvara ff/yfnrelieve ,,, ... .. HUMAN SUFFERINS $9,000,000.00 REQUIRED PLEASE DO YOUR SHARE This space donated by 3>newn^d M.D. 74 Ekki verða Selkirk-fslendingar til auð- manna taldir, og er það vel, því jöfnuður bezt- ur allur er; en ofsagt er það ekki, að þeir hafi verið, og sé atorkumenn, er séð hafi sér og sínum jafnan vel farborða; atvinna jafnan sótt af kappi, hverrar tegundar, sem var; við fiski- veiðar hafa margir þeirra gefið sig mikið, lán- ast það hið bezta, og unað sér vel í fangbrögð- um við dætur Ránar. íslendingar í Selkirk halda manna bezt hópinn, og þar af leiðandi hafa mannfélagssam- tök þeirra verið til hollrar fyrirmyndar; hefir þetta einkum komið fram í kirkjulegri starf- semi þeirra á meðal, er teljast má til Grettis- taks, ekki fleiri höndum, en á er að skipa; fyrir löngu stofnuðu þeir söfnuð, sem þróast hefir vel, og borið ríkulega menningarávexti; kirkja þeirra, er hin skrautlegasta, og svo vel um hana hirt, að aðdáun veldur. íslenzka mannfélagið í Selkirk hefir alla jafna átt ágætis prestum á að skipa, er reynd- ust því hollir leiðtogar; lengstrar þjónustu naut það af hálfu séra Steingríms Thorlákssonar, og hinnar prúðu frúar hans; og þó þau séu nú fyrir alllöngu farin frá Selkirk, má glögt sjá hvar spor þeirra láu þar um slóðir, og finna í andblænum þökk fyrir drengilegt mannúðar- starf. Mikið kvað að séra Jónasi A. Sigurðs- syni, bæði sem presti og skáldi, og mælsku þeirra séra Carls Olson og séra Theodórs Sig- urðsson; séra Valdimar J. Eylands, orðlagður gáfumaður, þjónaði Selkirksöfnuði um stutta stund, en var brátt kvaddur þaðan til víðari verkahrings. Nú njóta Selkirk-lslendingar prestsþjón- ustu séra Sigurðar Ólafssonar, sem kunnur er að ljúfmensku og drenglund; nýtur hann í verkahring sínum ómetanlegrar aðstoðar frá hinni gáfuðu konu sinni, frú Ingibjörgu. En það eru ekki einungis kirkjumál, sem íslendingar í Selkirkbæ láta til sín taka; þeir starfrækja þar þjóðræknisdeild, reka ýmiskon- ar viðskifti upp á eigin reikning, og hafa með höndum mikilvægar stöður í annara þjónustu, bæði við Manitoba Rolling Mills, og á mörgum öðrum atvinnusviðum; þeir eiga líka í hópi sín- um eitt snjallasta, íslenzka skáldið vestan hafs, þar sem Kristján Pálsson er. — Oss er minnisstætt samtal, er vér áttum við Mr. Robert Smith forstjóra við Manitoba Rolling Mills, um haustið 1937, en þá gegndi hann framframt bæjarstjóraembætti í Selkirk; vér vorum þá á ferð í bænum í auglýsinga erindum fyrir hálfrar aldar minningarblað Lögbergs. “Eg skal annast það, að þér fáið sæmilega auglýsingu frá bæjarstjórninni,” sagði Mr. Smith; “annað kæmi ekki til mála, eins og íslendingar eru mannmargir í Selkirk, og eins almennrar virðingar og þeir njóta.” En svo bætti hann við: “Eg ætla líka að senda yður í minnnigarblaðið auglýsingu, sem um munar frá Manitoba Rolling Mills, fyrirtækinu, sem eg stjórna þérna í námunda við bæinn; eg hefi þar í þjónustu minni marga ágætismenn, sem ávalt og á öllum tímum má treysta til ábyggilegra framkvæmda; menn, sem mér per- sónulega þykir vænt um.” Oss þótti vænt urn þenna vitnisburð, því vér vissum að hann kom frá drengskaparmanni; manni, sem veit hvað hann vill, og er frekar kunnur að öðru en innantómum fagurgala. Eins og Lögberg að þessu sinni ber með sér, flytur það allmikið af auglýsingum frá verzlunum og viðskiftastofnunum í Selkirk-bæ, er láta sér ant um hag Islendinga, og íslenzkra mannfélagssamtaka; þetta ber að þakka og meta. Áskriftargjöld fullnægja aldrei þörfum íslenzks blaðs í þessu landi, og þessvegna er það óhjákvæmilegt, að öll hugsanleg rækt sé lögð við öflun auglýsinga; kaupendur mega ekki kippa sér upp við það, þó vitund sé meira af auglýsingum í blaðinu í einn tíma en annan. Samtíðin hefir snúið sér til eins þessara stúdenta, Þórhalls, sonar Ásgeirs Ágeirssonar banka- stjóra, og beðið hann að svara nokkrum spurningum viðvíkj- andi amerískum háskólum, Þór- hallur Ásgeirsson hóf hagfræði- nám við Stokkhólmsháskóla haustið 1937, dvaldist hér í sum- arleyfi 1939 og komst ekki aftur til Stokkhólms vegna stríðsins. Fór hann því vestur um haf sumarið eftir og hefir síðan stundað nám sitt við háskólann i Minneapolis. —Hvernig lízt þér á amerísku háskólana? spurði eg Þórhall Ás- geirsson. —Það eru stórkostlegar stofn- anir. Af engu hefi eg orðið jafn- hrifinn í Ameríku og þessum risavöxnu mentasetrum. Há- skólasvæðin, byggingarnar sjálf- ar og aðbúnaður allur skarar mjög langt fram úr því, sem eg hafði áður kynst í Sviþjóð eða haft kynni af í Evrópu. —Þú varst tvö ár við há'sköl- ann í Stokkhólmi. Geturðu gert stuttan samanburð á sænskum og ameriskum háskólum? Fyráta vorregn Nú falla ársins fyrstu gleðitár Á fannalög og veðurbarin svæði. Úr vetrarreyfi himinn hlýju-grár Af hagleik vefur sumardögum klæði. Nú kallar vorið: “Klæðist ljóssins skrúða, Mín kæru blóm, og eikin limaprúða.” Nú syngja lækir upprisunnar óð, Og áin straumþung guðspjall dagsins tónar, En þar sem áður herbúð Helju stóð í hofi ljóssins, engill vorsins þjónar. En vorsins andi vekur þrá í geði Og vígir alt til sumar starfs og gleði. í rót og fræi falið lífsins afl Úr fjötrum leyst, nú rís af dauðans beði Hin máttka hönd er teflir lífsins tafl, Hún teflir eins því minsta lífsins peði. Hið minsta korn úr minni Guðs ei líður, Þeim minstu eins hann vorsins gleði býður. Er nokkur sál svo húmsins böndum háð, Slær hjarta það er vorsins boð ei skilur? Er yfir himin, haf og freðið láð Frá hjarta lífsins streymir ljós og ylur. Er nokkrum hulinn Drottins kærleiks kraftur, Er kalinn gróður rís af moldum aftur? Kristján Pálsson. Róttækar nýjar reglugerðir er takmarka sölu á nýjum, endurgerðum og notuðum tíerum, og nýjum og notuðum túbum, ásamt retreading afgreiðslum eru nú í gildi Aðeins tiltölulega fáir eigendur nauðsynlegra samgöngutækja, geta nú fengið nothæfa tíera og túbur, eða notað sér retreading afgreiðslur. Að undanskildu leyfi, sem þessar nýju reglugerðir veita, má engin persóna kaupa, selja, lána, skifta, gefa, veðsetja, brenna, skera, eða láta af hendi á annan hátt, slíka tíera eða túbur. Eigendum bifvéla, sem téðs leyfis njóta, er skift í þrjá flokka, eins og hér segir: Flokkur: peir, sem mega kaupa: “A” Læknatv Heimsóknar hjúkrunarkonur, Slökkviliðsmenn Lögregla, Vissar vörubila- tegundir, o. s. frv. pað, sem hann má kaupa: Nýir, retreaded eða notaðir tíerar; nýjar eða notaðar túbur; retreading viðgerðir. Hvernig gcra má innkaup: Til þess að fá nýja 4íera eða túbur, retreaded tíera eða retreading viðgerð- ir, verður kaupandi að snúa sér til næstu skrifstofu Wartime Prices og Trade Board, og fá leyfi fyrir notuðum tferum eða notuðum túbum. Sjú Class “C.” “B” Herþjónustu Sérfræðingar Stríðsbirgða Umsjónarmenn Leigubíla eigendur o. s. frv. Retreaded eða notaðir tíerar: Til þess að fá retreaded tíera og re- nýjar eða notaðar túbur og treading aðgerðir, verður kaupandi að retreaded viðgerðir. sækja um skerfleyfi á næstu skrif- stofu Wartime Prices og Trade Board. (Sjáið hér að neðan, frekara um notaða tfera og notaðar túbur). “C” Eftirlítsmenn vista Notaðir tforar, notaðar Ruslakaupmenn Farand-viðgerðamenn Kennarar sveitaskóla o. s. frv. túbur. Eigandi bifbvéla í þessum flokki má aðeins kaupa notaða tfera og notaðar túbur. Hann verður að sanna viður kendum kaupsýslumanni þörf sína, og skal fylla út kaupskírteini. Flokkar "A” og “B” mega einnig kaupa notaða tíera og túbur gegn sömu skilyrðum. FULLAR UPPLÝSINGAR UM ÞESSA NÝJU REGLUGERÐ FÁST HJÁ ÖLLUM TÍERA-KAUPMÖNNUM Fyrir sérhvert brot á þessum nýju reglugerðum, kemur þung refsing. Tíera- kaupmenn í Canada vinna að því jjneð stjórninni, að framkvæmd reglugerðanna verði sem greiðust og áhrifamest. Það er borgaraleg skylda þeirra, að gera við og endurselja alla nothæfa tíera, sem þeir hafa í fórum sínum, og senda til næstu Salvage stöðva allan togleðursúrgang, sem þeir hafa, eða fá í framtíð. að viðbætt- um öllum tíerum og túbum, sem ekki eru lengur nothæf. Sérhver -persóna, hvort hcldur togleöurssali eða ekki, verður að gera, ekki siðar en 31. maí, næsta umboðsmanni Wartime Prices og Trade Board, aðvart um alla tíera og túbur, er hann hafði í vörzlum sinum 15. maí, sem teljast til úrgangs, og ekki eru í notkun á hjólum eða einni rim á þeirri bifreið, sem hann á. Department of Munitions and Supply HONOURABLE C. D. HOWE, MINISTER, OTTAWA VERNDIÐ TÍERA YÐAR — ÞEIR ERU AÐ LÍKINDUM ÞEIR SÍÐUSTU, SEM ÞÉR HAFIÐ ÞAR TIL STRÍÐINU ER LOKIÐ

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.