Lögberg - 21.05.1942, Side 7

Lögberg - 21.05.1942, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. MAÍ. 1942 7 Samferðamennirnir týna tölunni smátt og smátt, nú nokkuð ört, og hverfa út yfir sjóndeildarhring vor mann- anna. Rúmin, sem þeir skipuðu eru í flestum tilfellum auð, en þegar þau eru fylt, þá eru þau skipuð mönnum og konum með breyttu viðhorfi og breyttri útsýn frá þeim, er þau áður skipuðu. Menn segja að slíkt beri vott um vakandi sál og vaxandi þroska.. Það má vel vera, þó eg efist um að það sé óyggjandi sannleikur. Hitt er víst, að það gjörir lífið margbreytilegra og efnisríkara og þá líka met mannlífsins í heild, og hvers einstaklings í því, vandasamari og erfiðari. Það hefir verið og er góður vani að minnast opinberlega látinna samtíðar- manna og kvenna; sýnir það bæði ræktarsemi þeirra er eftir lifa, og varðveitir líka verk, skapgerð og skapkosti þeirra látnu til arðs og auðnu fyrir alda og óborna. Líf þeirra hjóna, sem hér er lítillega minst, var að mörgu leyti merkilegt og á minning þeirra það fyllilega skilið, að henni sé sá sómi sýndur, meiri og betri en eg hefi tök á, því þau störfuðu bæði sleitulaust og ákveðið að velferðarmálum vor Vestur-íslendinga í meira en fjörutíu ár. Jónas Jóhannesson var fæddur á Krókárbakka í Þingeyjarsýslu á slandi 19. september 1863. Hann var sonur Jóhannesar Jóhannessonar og konu hans Sigríðar, er þá voru búsett á þeim bæ. Jónas ólst upp hjá foreldr- um sínum í hinni auðugu en einkennilegu náttúrufegurð við Mývatn, fyrst að Krókárbakka og síðar að Geiteyjar- strönd í sömu sveit. Mér er ekki kunnugt um æsku- skeið Jónasar; geng út frá því sem sjálfsögðu að það hafi verið svipað og ungmenna uppeldi á sveitaheimilum gerðist í þá daga, takmörkuð andleg iðkun. Léttiverk og smalamenska undir eins og hann komst nokkuð verulega á fót og svo starf fulltíða mannsins, þegar þroskinn leyfði. Þetta var gangur hlutanna, að minsta kosti í minni sveit og svo mun það hafa verið þá um land alt, því þá voru menn ekki farnir að láta bókvitið í askana. Jónas misti móður sína, Sigríði, þegar hann var á níunda árinu en faðir hans hélt áfram búi sínu á Geit- eyjarströnd, þar sem Jónas óx upp ásamt mörgum syst- kinum sínum. Atvinnuvegir manna, einkum ómentaðra drengja, sem í sveit voru aldir upp, voru ekki margbrotnir í þa daga. Það var ekki nema um tvent að velja, vinnu- mensku, oftast hjá vandalausum, eða þá að reisa bú. sjálfur, en til þess skorti oft efni. Einstaka almúgamað- ur sleit sig samt út úr þeirri tröð og venju og braust áfram annaðhvort á mentabrautinni, eða þá á iðnaðar- eða handverksbrautinni, en til þess þurfti bæði þrek og einbeittan áhuga í þá daga. Jónas Jóhannesson var einn í þeirra hópi, því um tvítugt tekur hann sig upp úr sveitinni sinni einkenni- legu og fögru og flytur sig til Húsavíkur og tekur að nema trésmíði hjá Jóni Pálssyni frá Kvíindisdal í Reykja- dal, sem talinn var að vera ágætastur trésmiður, sem þá var uppi á Norðurlandi. Jónasi gekk vel námið. Lauk prófi og tók sveinsbréf sitt á tilsettum tíma og auk þess ávann sér hylli og tiltrú allra, sem hann kyntist, fyrir prúðmensku sína og framkomu í hvívetna. Með prófi sínu og sveinsbréfi hafði Jónas náð tak- marki því, sem hann hafði sett sér, en hann lét þar ekki staðar numið. Á Húsavík kyntist hann ungri og glæsi- legri stúlku, sem síðar varð konan hans. Hun hét Rósa og var dóttir hjónanna Einars Jónassonar frá Saltvík í Suður-Þingeyjarsýslu og Guðrúnar Halldórsdóttur frá Kjarna í Eyjafirði. Jónas faðir Einars var bróðir frú Sigríðar í Laufási konu séra Björns Halldórssonar. Þau Jónas og Rósa giftust 21. júní 1888 og fóru alfarin frá Islandi og til Canada daginn eftir, eða 22. júní það sama ár. Þegar vestur kom til Canada, settust þau að í Argyle- sveit, og bjuggu þar í níu ár, en fluttu alfarin til Winni- peg árið 1897, þar sem þau áttu heima síðan. Eftir að Jónas kom til Winnipeg tók hann að stunda húsabyggingar í stórum stíl, í félagi við Björn Blöndal, föður Ágústs læknis Blöndal, og gátu þeir sér þegar ágætan orðstír fyrir vandvirkni sína og reiðu í öllum viðskiftum. Um það leyti að þeir Jónas og Blöndal hófu húsa- byggingarfélagsskap sinn hér í Winnipeg, þá var fast- eignasala og fasteignaverzlun að vakna af dvala, eða að rakna úr roti, sem hún hafði legið í síðan að fyrsti ákafa- og æðiskippur fasteignaverzlunarinnar gekk yfir Winni- peg árin 1881-2, sem bærinn, er þá var í myndun, auð- vitað ekki þoldi. Þegar þeir félagar tóku til starfa um og eftir aldamótin síðustu, var öldin önnur. Nú var verzl- unarþróttur borgarinnar meiri. Fylkið og Vesturlandið betur bygt og ræktað, og fólkið streymdi inn í tugum þúsunda, svo nú var lítil eða engin hætta á, að alt styng- ist á höfuðið, eins og fyr. Þá aðstöðu notuðu þeir Jónas og Blöndal sér og gerðust umsvifamiklir við iðn sína. Þeir ýmist tóku hús til smíða fyrir aðra, eða þeir bygðu upp á sína eigin ábyrgð og seldu. Jónas Jóhannesson og Rósa Sigurbjörg Einarsdóttir 1 sambandi við þessa atvinnu Jónasar og félaga hans Blöndals eru sérstaklega tvö atriði, sem benda þarf á, virða ber og þakka af okkur, sem eftir lifum enn, og njótum g6ðs af ávöxtum iðju þeirra og mannkostum. Mér finst það engum vafa bundið, að meira hefir borið á athafnalífi íslendinga í þessari heimsálfu á starfs- sviði því er Jónas og félagi hans Björn völdu sér, en á nokkru öðru; að minsta kosti er það ábyggilegt að þvi er Winnipegborg snertir, þar sem Islendingar eru flestir samankomnir í Ameríku. Á því sviði hafa þeir látið mest til sín taka og þar hafa viðskifti þeirra verið margbrotnust. Það starfssvið hefir náð lengst ög dýpst inn á starfssvið enskumælandi fólks og þar hafa þeir haft sig mest í frammi, kynt sig og sýnt hvað í þeim bjó, og orðstír sá, sem þeir, bygg- ingamennirnir íslenzku í Winnipeg, hafa getið sér, er góður, svo góður, að hann deyr aldrei. Á meðal fyrstu húsasmiða íslenzkra hér í'Winnipeg, sem grundvöllinn lögðu að þeim orðstír, # voru þeir Jónas Jóhannesson og Björn Blöndal, og svo var sá grundvíllur trúlega lagður í byrjun, að það almennings álit myndaðist hér snemma, að ef Sveinn Brynjólfsson bygði grunninn og Jónas Jóhannesson og Björn Blöndai húsið, þá gætu menn verið vissir um að fá ósvikið verk og vel af hendi leyst. Árið 1907 skildu þeir Jónas og Björn félag sitt, en héldu þó áfram iðn sinni hvor í sínu lagi, en þó báðir í stórum stíl. Jónas og synir hans, Allan og Georg, sem þá voru orðnir stálpaðir, bygðu hvert íveruhúsið á fætur öðru og tvær stórbyggingar, upp á sínar eigin spýtur, með yfir tuttugu íbúðum í hvorri, og þannig héldu þeir feðgar áfram smíða- og byggingarathöfnum sínum, unz að fyrra stríðinu loknu, að eigaverðfallið lagðist eins og martröð yfir landið og framsókn á byggingasviðinu lagð- ist svo að segja niður hér um slóðir, og lá í doða og dvala í langa tíð. Starfssvið Jónasar og Rósu náði lengra en til hvers- dagsstarfanna; þau tóku bæði ákveðinn og einarðan þátt í félagsmálum Vestur-íslendinga og sú þátttaka var merkileg sérstaklega að því leyti, að þau léðu engu máli fylgi sitt, sem þau gátu ekki af heilum huga unnið að og fylgt. Lausung öll í félagsmálum, og hugsun manna, var ekki aðeins gagnstæð skapgerð þeirra beggja, heldur höfðu þau blátt áfram skömm á öllum slíkum uppblæstri. Að vasast ekki í ofmörgu, en vinna því vel og trúlega, sem mönnum er hjartfólgið, það var hin ófrávíkjanlegá félagsmálastefna þeirra beggja. Mál þau, er Jónas og Rósa létu sérstaklega til síri taka og varða, voru kirkju- og trúmál; að þeim unnu þau bæði af alúð, einhug og dygð, í meir en fjörutíu ár, og ber það eitt vott um festu og trygð þeirra og heil- brigða afstöðu, sem einu sinni þóttu höfuðdygðir á meðal fólks vors. Jónas og þau hjón bæði voru safnaðarmálunum meira en félagsbróðir og -systir. Þau voru sístarfandi og lifandi félagar. Jónas var embættismaður í Fyrsta lúterska söfnuðinum í Winnipeg, oft og margsinnis. Hann var hverjum manni viljugri til starfa og framlaga- fús. Hann sat tíðum á þingum lúterska kirkjufélagsins sem fulltrúi safnaðar síns. Hann sat í stjórnarnefnd Betel og var um langt skeið féhirðir þeirra stofnunar, og tók sérstöku ástfóstri við hana. í fleiri málum tók Jónas þátt. Hann var íslendingur góður, og var trúr styrktar- maður þjóðræknismála vorra. í stjórnmálum, sem hann hafði allmikinn áhuga á, fylgdi hann frjálslynda flokkn- um og lá þar ekki á liði sínu þegar að hann gat þar að liði orðið, heldur en annarsstaðar, þar sem hann vildi fylgi sitt ljá. Lengst af voru þau Jónas og Rósa prýðilega vel efnuð. Atvinna hans var góð og arðsöm og verzlunar- fyrirtæki hans sjálfs hepnuðust. Þó mun verðhrunið eftir stríðið síðasta ekki hafa farið fram hjá honum heldur en öðrum, en hann var efnalega sjálfstæður til enda lífs síns. Jónas var röskur meðalmaður á hæð, léttur á fæti og ör til athafna. Honum var vel farið í andliti. Glaður í viðmóti og góðgjarn. Nokkuð var hann einrænn í skoðunum og mat skoðanir sínar umfram flestra annara, og hélt þeim all-einarðlega fram, þegar honum fanst þess þurfa, eða eiga við. Heimili áttu þau Jónas og Rósa stórt og prýðilegt hér í Winnipeg þar sem myndarskapur og íslenzk risna ríkti. Rósa var fyrirmyndar húsmóðir og móðir. Öll hennar hugsun og alt hennar þrek var helgað heill og prýði heimilisins og velferð barnanna eftir að þau fóru að koma. Rósa Sigurbjörg Einarsdóttir var íslenzk kona, sem fórnaði því bezta, sem hún átti fyrir börn sín og bú. Rósa var ekki síður höfðinglynd en maður hennar Jónas. Sem dæmi upp á risnu og höfðingsskap þeirra hjóna, er vert að segja frá atriði, sem fyrir kom fyrir nokkuð mörgum árum síðan, sem sýnir glöggt hvaða mann þau hjón áttu að geyma. Kirkjufélagið íslenzka og lúterska hafði tekið sér fyrir hendur að gefa út sálmabók, Handritið var tii, en engir peningar til að kosta útgáfuna, buðust þá þessi hjón til að kosta útgáfu bókarinnar, og var það með þökkum þegið. Sálmabókin vestur-íslenzka er minnis- varði þeirra hjóna beggja. Þeim Jónasi og Rósu varð átta barna auðið og eru þau: Aðalsteinn, giftur Ólöfu Swanson, dóttur Friðriks Swansongr í Winnipeg og Sigríðar konu hans. Þau eiga fimm börn. Georg, dáinn 23. júní 1919; hann var giftur Guðlaugu Helgason dóttur Jónasar bónda Helgasonar í Argyle og konu hans Sigríðar. Þau áttu einn son. Sigríður Emma, dáin 18. október 1941. Hún var-gift James M. Morrow lækni. Þau áttu þrjú börn. Morrow læknir og börn þeirra hjóna eiga nú heima í Prince Albert, Sask. Konráð, að því er eg veit bezt fyrsti íslenzki flug- kennari. Kennari við sameinuðu flugdeildirnar brezku eftir fyrra alheimsstríðið. Nú forstjóri Stevensons flug- stöðvar hér í Winnipeg, einnar stærstu og umsvifamestu flugstöðvar í Vestur-Canada. Konráð er giftur Hólmfríði Margréti Elizabet Ágústsdóttur Johannssonar og konu hans Margrétar Elizabetar, sem heima áttu í Selkirk og síðar í Winnipeg. Þau hjón eiga 4 börn. Laufey Hansína, gift Helga Hornfjörð stórbónda við Elfros, Sask. Þau hjón eiga þrjá drengi barna. Laufey situr í skólaráði sveitar sinnar og má af því ráða nokkuð um hæfileika hennar, tiltrú og risnu. Áróra, gift Jóni Þórðarsyni, syni Þórðar kaupmanns Þórðarsonar á Gimli og konu hans Önnu. Jón er starfs- maður járnbrautarfélaganna beggja í Canada, Canadian Pacific og Canadian National. Þau eiga 2 börn. Unnur Jóhanna, gift hérlendum manni, Llewellyn Simmons. Hann er í þjónustu póstdeildar sambands- stjórnarinnar. Þau eiga tvö börn. Valtýr, giftur Margaret Edwards, hérlendri konu. Hann er flugvélameistari við flugvélastöð þá, er bróðir hans Konráð veitir forstöðu. Eins og sjá má af ofanrituðu, þá eru öll börn þeirra Jónasar og Rósu prýðilega vel gefin. Þau hafa öll notið góðrar mentunar og voru og eru, hvert í sínu lagi, prýði stöðu sinnar, og það er að kunna vel til verks að ala börn sín svo vel upp, að þau séu ekki aðeins jafningar foreldra sinna, heldur að þau taki þeim fram, að því leyti að minsta kosti sem tækifærin eru meiri og þekkking og mentun barnanna hér í landi víðtækari en foreldrar þeirra áttu kost á í flestum tilfellum. Jónas Jóhannesson átti mörg systkini, en hve mörg þeirra eru á lífi, eða hvar þau eiga heima, er mér ókunnugt. Tvö systkini Rósu eru á lífi, Hansína Olson móðir Baldurs H. Olsons læknis í Winnipeg og þeirra systkina og Karl Einarsson, sem heima á á Húsavík á íslandi. Jónas Jóhannesson lézt að heimili sínu hér í Winni- peg 6. september 1935, en Rósa Einarsdóttir kona hans, sex árum síðar, eða 16. desember 1941. Með þeim hjónum eru til moldar hnignar minni- stæðar persónur úr hópi vor Vestur-íslendinga og ágætir frumherjar úr flokki frumbyggja íslendinga í Canada. —J. J, B. Stefan Zweig unni t>ví fagra í lífinu Eftir Sir Newmnn Flower Stefan Zweig, einn af mestu ^lisagna og sögurithöfundum bessarar aldar, hefir tekið inn eitur og kona hans með honum, 1 Brasilíu. Hann er á tindi ^ra*gðar sinnar, fjármál hans eru 0ru8g, síðara hjónahand hans —- ekki þriggja ára gamalt — er hnmingjusamt. Hvað olli óham- inRju hans? Við skulum athuga líf þessa nianns. Hann varð tvisvar sinn- Uni auðugur maður. Hann misti alt sitt er markið féll 1923. Hann vann með penna sínum og varð auðugur á ný. Bækur hans voru seldar í Þýzkalandi og utan Þýzkalands, ekki í tug þúsunda tali, heldur í hundruðum þús- unda. En einungis af því að hann var austurrískur Gyðingur voru bækur hans bannaðar í Þýzka- landi. Bækur hans voru prent- taðar í Hollandi, en nazistar stöðvuðu þá innflutning á bók- um hans. Þeir voru ákveðnir í að útiloka þenna náunga, sem skrifaði ekki eftir fyrirmælum Hitlers. Fyrir 20 árum var Zweig í Englandi — í London. Enskan hans xar götótt og hann hafði lítið fé milli handa, en hann hugsaði aðeins um áhugamál sitt — 'fagurfræði og hljómlist. Þegar hann gat keypti hann alt sem hönd á festi um þessar list- ir. Hann átti handrit eftir Keats og Tunglskinssónötuna. Margt annað eignaðist hann, sem hann hafði í herrasetri einu í Salzburg. Hann eyddi fé sínu um leið og hann aflaði til að kaupa eitthvað fallegt. t London Hann kom til London fyrir 10 árum síðan og vann eins og þræll. Stundum hvarf hann ein- hversstaðar i Evrópu til að leita upplýsinga um einhvern. Hann eyddi fjórum árum i að skrifa um Maríu Antoinette. Ekki veit eg hvað þær rannsóknir kostuðu hann, en í öllum verkum sínum var hann hinn sanni æfisagna- rithöfundur, sein lét sér ekki nægja uppsuðu — eins og svo mörgum hættir við — frá þeim, sem eytt hafa tíina og fé til að uppgötva eitthvað nýtt. Eg man eftir að eg borðaði með honum miðdegisverð í litlu veitingahúsi í Soho, er hann kom úr einu ferðalagi sínu frá megin- landinu. Hann stilti upp disk- um og glösum til að skýra fyrir mér ferðir Mageilans. Hann var i þann veginn að hefja sögu sína um Magellan. Hann talaði reip- rennandi með hinni rólegu rödd sinni, og það. er einkennilegt að segja það, en hann talaði í litum. Hann gerði mér ljóst hið róman- tíska við æfintýri Magellans. Stríðið skall á. Hann hafði búið svo lengi í London, að hann var orðinn brezkur borgari. Er. sál hans var eirðarlaus. Við hittumst oft og hann talaði eins og þeir, sem búa yfir sorg og kviða. Síðasta bréfið hans f tvö ár hefir hann unnið að verki, sem hann áleit mesta verk sitt: Æfisögu Balzac. f siðasta bréfinu, sem eg fékk frá honum, segir hann mér frá þvi, að hann hafi svo að segja lokið við æfi- söguna. Eftir þvi sem striðsmánuðirnir liðu veitti eg því athygli, að leiðindin voru að tæra þenná mann. Hérumbil það síðasta, sem hann sagði við mig var: “Mér hafði aldrei doltið i hug, að einn tízkudjöfull ga>ti evði- lagt það, sem list og hugvit hefir bygt upp á þúsund áruin.” Síðasta bréf hans kom til mín fyrir nokkrum dögum. Eg get inér til að það hafi verið svana- (Framh. á bls. 8)

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.