Lögberg - 28.05.1942, Blaðsíða 5

Lögberg - 28.05.1942, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MAÍ, 1942 5 þektu hann bezt og nutu návist- ar hans, voru lengi ekki á eitt sáttir um það hver hann var. En þó fór svo að lokum að þeir þektu hann af verkunum, sem þeir sáu hann vinna, og af þeim verkum, sem þeir sjálfir leituð- ust við að vinna í hans nafni. Og Pétur túlkaði hug þeirra ullra, er hann, undir það síð- asta gjörði hina eftirminnilegu játningu, sem var Kristi svo kær að hann taldi Pétur hennar vegna hæfan fyrir hina mestu ábyrgð. Pétur mælti: “Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs.” Þannig reyndist það satt samkvæmt reynslu læri- sveinanna, sem Kristur hafði sjálfur sagt nokkru áður:” Ef sá er nokkur, sem vill gjöra vilja hans, mun hann komast að raun um hvort kenningin er frá Guði, eða eg tala af sjálfum mér.” Og þetta andlega þroskalögmál stendur enn óhaggað. Þar sem uienn fylgja því í fullri ein- iaegni leiðast þeir ávalt hærra °g hærra, og nær honum, sem er höfundur og fullkomnari trú- arinnar, vonarinnar og kærleik- ans. Eg gat þess í upphafi máls uaíns að ölturu hefðu á ýmsum úmum verið reist til minja, til þess að síður skyldu gleymast einhverjar sérstakar velgjörðir, Sem menn hefðu orðið fyrir á vegferð sinni. Þannig varð altarið á ýmsum tímum, feins- konar þakkarfórn til Guðs. Nú stendur þannig á að þetta altari er bygt, hingað flutt og afhent yður í dag, mjög í þessum saftia anda. Það er þakkarfórn eins af sonum bygðarinnar, lögð fram til minningar um kærleiksríka kristna móður. Vissulega er það hin mesta gæfa barnsins að eiga slíka móður. Og hverja þá móð- Ur má einnig telja gæfusama, sem minst er með slíkri þakkar- fórn sem þeirri er hér stendur 1 augsýn yðar. Auk alls þess. sem fyr getur að því er áhrærir sÖgu og táknmál altarisins, verð- ur það yður bygðarmönnum því sítalandi vottur um það sem iofsvert má telja: áhrif og minn- lngu góðrar móður, ræktarsemi harna hennar, fórnarlund og rausn eins af hennar mætu sonum. Bygðarmenn og konur! Sjáið altari yðar. Lesið táknmál þess °g látið það yður aldrei úr uúnni líða. Á borðinu standa ljósin tvö, sem minna á opinberun Guðs: lögmál Gamla Testamentisins, °g fagnaðarboðskap hins nýja siðar. Ofar ljósunum, en þó á milli þeirra í miðju altari er hin uijallhvíta standmynd af Kristi uieð upplyftum höndum til að hjóða yður velkomin er þér komið hingað inn til bæna, og til að blessa yður er þér hverfið ut héðan. Hinn hvíti litur tákn- ar hreinleika hans, og þann hreinleika, sem hann vill sjá í hfi yðar. Haldið Krists mynd- inni hreinni, kristnu vinir, bæði þeirri sem hér stendur, en um- fram alt þeirri Kristsmynd, sem hfir í hjörtum yðar. Að Krists- Uiyndin stendur í miðju altari táknar það að hann er og hlýtur avalt að verða þungamiðjan og kjarninn í allri boðun þeirrar trúar, sem við hann er kend. Stafirnir, sem standa framan á ultarinu eru fyrsti og síðasti stafurinn í gríska stafrófinu ^etta tákn er bygt á ummælum Krists um sjálfan sig, eins og Jóhannes hefir þau eftir honurn 1 Opinberun sinni: “Eg er Alfa °g Ómega, upphafið og endirinn. Eg mun gefa þeim ókeypis, sem þyrstur er, af lind lífsvatnsins.” (21:6) “Fyrir þessu altari skulið þér fram falla.” the watch shop Diamonds - Watchos - Jewelry Agents for BULOVA Watches Marriage Licenses Issued Thorlakson & Baldwin Watchmakers and Jetoellers 699 SARGENT AVE., WPG. FráCampbell River,B.C. 21. mai, 1942. Herra ritstjóri Lögbergs:— Það er orðinn langur tími síð- an eg hefi sent Lögbergi nokkra fréttapistla héðan, og er orsökin sú, að eg hefi haft við talsverðan lasleika að stríða siðastliðinn vetur og vor. Eg varð að vera um tíma á sjúkrahúsi i Camp- bell Rivier og er nýkominn h'eim aftur og virðist eg vera á góðum batavegi. Nú ætla eg að gefa nokkurskonar yfirlit um það helzta sem drifið hfeir á dagana hér, siðan eg skrifaði seinast. Sjálfsagt befir margt af því fall- ið í gleymsku sem eg hefði átt að minnast á, vil eg þvi biðja hlutaðeigendur að virða það á betri veg, undir þessum kring- umstæðum. Tíðarfarið i vetur og vor var kaldara og meiri votviðri en hef- ir átt sér stað um mörg undan- farandi ár. Þó kom hér aðeins einu sinni dálítill snjór. en var allur horfinn eftir einn dag. Nú er fyrir nokkru komið hér sól- skin og hiti á hverjum degi, og öllum jarðargróðri fer fram í bezta lagi. Heilsufar fólks hiefir verið gott yfirleitt. Þó gekk hér ill- kynjuð kvefveiki um líma í vet- ur, sem lagðist illa á suma. Nú eru samt allir búnir að ná sér aftur, og eru við góða heilsu. Eitt af þvi óvanalegasta, sem hefir ltomið hér fyrir, var, að vart varð við jarðskjálfta, snemma í vor. Nokkrir snarpir kippir komu svo að það skrölti i gluggum, og leirtau fór að glamra í skápunum. Þetta varði aðiens stutta stund. Þetta kom fyrir um kl. 11 að kvöldi til, svo margir voru háttaðir, sem stukku upp úr rúmunum með andfælum, héldu að Japanar væru komnir, og væru að sprengja hér alt upp i kringum okkur. Visindamennirnir, sem alt vita, segja okkur að þessir kippir hafi átt upptök sin af öld- gosum einhversstaðar í þrjú hundruð mílna fjarlægð. Þann 4. marz s.l. vildi það slys til að ungur landi, Bogi Sigurdson klemdist á milli logga, og meiddist voðalega vinstra megin, handleggurinn margbrot- inn, og öxlin mikið löskuð nokk- ur rif brotin og svo meiddur í mjöðminni. Var hann strax fluttur á spítalann í Campbell River, og lá hann þar nokkra daga sem honum var ekki ætluð nein lífsvon. Samt fór hann að lifna við aftur eftir nokkra daga, var handleggurinn og öxlin sett í plaster cast, og er það á honum ennþá. Það ier ekki hægt að segja hvað þurfi að gjöra við handlegginn fyr en, það er tekið af, en það er búist við að þá verði ftð skera upp handlegginn til að laga beinbrotin, sem ekki hafa komist í rétt lag. Bogi er nú kominn á fætur og fer allra sinna ferða, hann fór þann 17. þ. m. til Vancouver till að láta lækna þar skoða sig, og gefa sitt álit um hvað þurfi að gjöra við handlegginn á sér. Mr. Jónas Lárusson kom frá Victoria til að heimsækja vensla- fólk sitt hér, Mr. og Mrs. Albert Árnason. Stóð hann hér við að- eins nokkra daga. Mr. Lárusson hefir gengið í sjóherinn og bjóst við að byrja þar strax og hann færi til baka. Hann kom frá Clair, Sask. fyrir ári síðan og hefir haft atvinnu í Victoria sið- an. Mrs. Anna S. Gunnarsson fór austur til Winnipeg i vor með ungan son sinn til að heimsækja foreldra sína, sem þar búa. Bjóst hún við að dveljast þar í sumar. í seinasta bréfi til manns sins, gjörir hún honurn það kunnugt, að hann hafi eignast annan erf- ingja síðan hún kom austur, er það stúlka í þetta sinn. Gísili Lundal frá Deerhorn, Man., var hér á ferðinni í vetur, til að heimsækja gamla kunn- ingja, sem hann á hér Leizt honum vel á sig hér, og hefði sjálfsagt viljað setjast hér að, ihefði hann verið yngri, en hon- um fanst hann vera orðinn oí gamall til að flytja svo langt frá átthögum sípum. Mrs. O. T. Johnson frá Van- couver var hér um tíma hjá kunningjafólki sínu, Mr. og Mrs. Albert Arnason. Nú er hún far- in til baka til Vancouver. Mr. og Mrs. Arnold Erikson með tveimur börnum sínum fóru til Sask. til að líta eftir búi sínu þar í sumar. Sá, sem hafði leigt það, var kallaður í herinn, varð þvi Mr. Eiríksson að taka við þvi aftur. Líka fór ungur mað- ur, Stefán Arngrímsson austur í vor, og er nú að hjálpa sínu fólki við búskapinn þar. Nýlega var hér á ferðinni bændaöldungurinn Öfeigur Sig- urdson frá Red Deer, Alta. Hef- ir hann verið í Vancouver í vet- ur, en tók sér skemtitúr hingað og svo til Victoria, áður hann legði á stað aftur til átthaganna i Alberta. Fór Mr. Sigurdson talsvert hér um og sá það helzta sem er hér að sjá og kyntist talswrt afkomu íslendinga hér. Alt sem hann kemur til að segja um þetta bygðarlag, þá veit eg það verður skýrt og skorinort, og hann gjörir það hlutdrægnis- laust. Mega þvi landar treysta því, sem hann hefir að segja um þetta pláss. Mrs. W. A. Grant frá Edmon- ton kom hingað skyndiferð frá Vancouver til að sjá frændfólk sitt hér. Hún er bróðurdóttir Mr. S. Loptson, og á hún hér margt skyldfólk. Var hún aðeins tvo daga. Mr. og Mrs. ólafur Eiríksson frá Peble Beach, Man., er hér nú hjá skyldfólki sínu. Hefir hann komið hér oft áður, og á blett af landi við hliðina á sonum sin- um, sem hér búa, Arnold og Gordon. Mr. Eyjólfur Gunnarsson yngri og ifélagi hans Skalrud (hann er ísilenzkur í móðurætt) sem ferð- uðust um hér á eyjunni í vetur með leikaraflokki, sem fór í kring til áð sýna kúnstir sínar, eru báðir farnir til baka aftur til útthaga sinna í Sask. Mrs. J. L. Essex hefir verið hér með ungan son sinn, síðan í vor. Mr. Essex hefir unnið við að setja í stand rafurmagns verksmiður norðariega á eyj unni. Hann var búinn að ljúka við það verk þar, og stanzaði hann hér nokkra daga, hélt svo áfrma til Vancouver. Bjóst hann við að verða þar eftirleiðis. Ekki höfum við orðið neitt varir við Japana á þessum slóð- um, en mikið er gjört til þess að búa sig út til þess að geta tekið á móti þeim, eins og þeir eiga skilið, ef til þess kemur að þeir gjöri vart við sig hér. Mikil umferð er um spndið hér fyrir framan af herskipum, loftförum og iflutningaskipum; mun það vera mest alt frá Bandaríkjun- um á leið til Alaska, þar sem þeir eru búnir áð búa vel um sig. Þeir búast við að þar reyni Japanir fyrst, til að ná landfestu á vesturströndinni. Það er nú komið það skrið á þennan hild- arleik, að eitthvað fer að skríða til skara, áður langt líður. S. Guðmundson. DÁNARFREGN Óli Vilhjálmur ólafsson, fyr eldsneytissali í Winnipeg, og um allmörg ár ráðsmaður á Betel, Gimli, og síðar vistmaður þar, andaðist þann 11. maí, árdegis. Hann var fæddur 19. maí 1855, bjuggu hjónin foreldrar hans, ólafur Indriðason og Margrét Jónsdóttir um langa hríð að Garði i Aðal-Reykjadal í Suður- Þingeyjarsýslu. Voru þau hjón- in foreldrar hans þremenningar að frændseini; bæði komin af góðum bændaættum, er lengi höfðu dvaiið i Þingeyjarsýslu. Unglingur að aldri fór óli til Húsavikur og var árum saman i þjónustu Þórðar Guðjohnsens, verzlunarstjóra. Vestur um haf fluttist óli 1885, ásamt bræðrum sínum Sigtryggi Frimann og Ásgeiri Eðvald; fluttust foreldrar jeirra tveim árum síðar til Win- nipeg, fyrir tilstilli sona sinna. Dóu þau í Winnipeg borg all- mörgum árum síðar. óli kvænt- ist Elínu Maríu ólafsdóttur, syst- ur Gísla kaupmanns ólafssonar, er hún nú löngu látin. Þau eignuðust sex börn, er öll dóu í bernsku, aðeins eitt náði sjö ára aldri. Systkini hans voru: Nanna Vilfríður, gift óla Bjerring, nú látin fyrir nokkrum árum. — Ásgeir Eðvald, dó ungur. Sigtrijggur Frímann, d. 1940. Una Sigríður, til heimili i Winnipeg. Systursynir hins látna eru þeir bræður Sigtryggur ög Fierdinand Bjerring í Winni- peg, og Vilhjálmur Bjerring, er var uppfóstraður af óla heitnum og Elínu konu hans. — Framan af árum mun óli hafa stundað algenga erfiðisvinnu, en snemma hóf hann eldsneytissölu í félaginu við Sigtrygg bróðui sinn, og farnaðist þeim vel, varði sú félagsverzlun þeirra bræðra um tug áira. Voru þeir sam- rýmdir sem einn maður væri, og mátti vart hvor af öðrum sjá. Um 1916 — eða stuttu eftir að Elliheimilið Betel var stofnað, varð hann ráðsmaður þar, fram til ársins 1930, ten dvaldi þar upp frá því sem vistmaður og átti þar ágæta elli.— ÓIi W. Olafsson var enginn hversdagsmaður, en einn í hópi fálátra og styrkra manna, sem ílitt eru auglýstir, lítið þektir út á við, en eru með öllu ógleyman- legir þeim, er náin kynni hafa af þeim haft. Hann var maður gæddur farsælum gáfum, sam- fara þorsta eftir þekkingu, er hann átti æfilangt, og svalaði eins lengi og hann hafði óskerta sjón. Hann dáði mjög þróttmikil islenzk ljóð, munu þeir Dr. Grímur Thomsen og Stephan G. Stephansson hafa átt óskifta að- dáun hans. Hið kjarnmikla og styrka i hugarstefnum og mönn- um, átti jafnan óskerta aðdáun hans; aliur hálfleiki, kviklyndi og kveifarskapur var honum and- styggilegur, og sættu hörðum dómum frá hans hálfu, hver sem í hlut átti; það voru aldrei nein- ir dagprisar á afstöðu hans, gagnvart mönnum eða málefn- um. Trygglyndi hans var frábært, þar sem hann tók því, vinátta hans traust og óbifanleg. Á yngri árum kyntist hann bókuin enska höfundarins Samuels Smiles; fjalla þær bæk- ur um framtak einstaklingsins, um þjálfan til rnenta og fram- taks, sparneytni og sjálfstæði. Voru bækur Smiles mjög máttug lyftistöng alþýðumönnum, og í miklu uppáhaldi, fyrir beilbrigði þeirra hugsjóna er þær fluttu; dáðist bann mjög að þeim og hafði teigað hugsjónir þeirra og göfgandi áhrif. Hann var spar- neytinn og kröfuharður við sjálf- an sig, en höfðingi í lund og stórgjöfull. Með æfilangri trygð studdi hann stofnanir Lúterska kirkju- félagsins með persónulegu fylgi og fjárgjöfum; var árum saman meðlimur Fyrsta lúterska safn- aðar í Winnipeg, stuðningsmiað- ur Jóns Bjarnasonar skólans og Betel, — voru gjafir hans ó- venjulega stórar — og án þess að nafns hans væri getið. Hon um var Betel, heimili aldraða fólksins einkar kært, lagði hann alt sitt fram til þess að hagur stofnunarinnar yrði siem bezt 'trygður fjárhagslega, á hinum fyrri og erfiðari árum. Um 8 ára bil, í stjórnartíð hgns þjón- aði eg sem prestur á stofnuninni, og eignaðist náin kynni af hon- um, sannfærðist eg um réttlæti ihnas gagnvart öðrum mönnum, kröfur, er hann gerði fyrst til sjálfs sín, en einnig til annara, og löngun til þess að pllum vist mönnum mætti líða sem bezt. Einn af allra merkustu mönn- um þjóðarbrotsins islenzka, vest- an hafs, er þekti óla um s.l. 40—50 ár, og hafði nána kynn- ingu af honum og samstarf um mörg ár, lét svo unnnælt við mig, að hann væri sá allra íslenzk- asti maður að skapgerð og upp- lagi, er hann hefði kynst; mun það rétt mælt; — og undir það tökum við margir, er honum kyntuinst að ineira eða minna leyti. Persónulega þakka eg honum trygga vináttu í garð min og ininna, er var sönn og djúp, máttug þess i senn að bera blak af mér, — en gat einnig með fullri hreinskilni fundið að, ef svo bar undir, —- slík vinátta er fágæt, —r- og er okkur, jarð- neskum vegfarendum — brot af gæzku Guðs. — óli hafði lítt hvellisjúkur ver- ið, var heilsteypt hraustmenni lengst af æfinni, oft hafði hann æskt þess, að hinzta för yrði fyrirvaralítil og án langs aðdrag- anda, varð honum að þeirri ósk sinni, því hann var bráðkvadd- ur árdegis þann 11. maí. — Hin góðkunnu merkishjón Mr. og Mrs. S. O. Bjerring (Mr. Bjerring er systursonur hins látna) önn- uðust um útför hans; fór fram kveðjuathöfn á Betel, á dánar- dægri hans, síðdegis, og frá út- fararstofu Mr. A. S. Bardal í Winnipeg, þann 14. maí, að við- stöddu frændfólki hins látna, systir hans og tengdasyst^r og mörgum fornvinum. Sá er línur þessar ritar flutti kveðjumál. Jarðsett var í Brookside grafreit. -i f ° Far vel sanni og drenglund- aði íslendingur- “Vertu sæll, við söknum þín.” S. ólafsson. Blaðamaður einn kom á skrif- stoluna eftir að hafa verið send- ur út af örkinni eftir frétt. “Drukkinn aftur,” sagði rit- stjórinn, sem hafði orð fyrir að honum þætti sopinn góður. “Eg Mka,” sagði blaðamaður- inn og skjögraðist að borði sinu. • Aldrei hefir verið sagður neinn mikilsverður sannleikur, er eigi hafi þótt öfgar einhvern tiina. Aldrei hefir neitt það stórvirki verið unnið, er eigi hafi verið talið óvinnandi einhvern tíma. Opportunity . . . Are YOU making the most of yours? Attendance at the MANITOBA day school or evening classes will help YOU to obtain gainful employment or pro- motion. THE DEMAND FOR TRAINED OFFICE HELP NOW EXCEEDS THE SUPPLY and the demand is steadily increasing. t Why not make the most of this opportunity? Write, call or telephone for a copy of our prospectus giving full infor- mation. Day and Evening Classes Evenings: Mondays and Thursdays 7.30 to 10 p.m. m finiTOBfl comm£RciflL COLL€G£ Premises giving the most spacious accommodation Iii per student in VI Western Canada. Originaters of Grade XI Admission Standnrd 334 PORTAGE AVE. ENTRANCE 4TH DOOR WEST OF EATON’S Phone 2 65 65

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.