Lögberg - 28.05.1942, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. MAÍ, 1942 '
yvvvwwvwwwwwwwwwwwwwwwwwww;:
\erzlunarsköla
NÁMSSKEIÐ
Það borgar sig fyrir yður
að leita upplýsinga á
skrifátofu Lögbergs, við-
víkjandi námsskeiðum
við beztu verzlunarskól-
ana í Winnipeg ....
Veitið þessu athygli »
nú þegar.
X AAM AWMMAMA AMA AAÁAMMM MM
MAMAAAAAAAA
Dauðagríman
Eftir Pálmn.
Á annari hæð á gripasafns-
byggingunni í New Orleans,
stendur dálítil glaskista, sem
inniheklur koparsteypu af
niannshöfði í eðlilegri stærð. í
fljótu bragði er það ekki liklegt,
að þetta koparhöfuð geti dregið
mikla athygli að sér, þar sem svo
óumræðilega margir aðrir hlutir
cr» þar til sýnis af fornmenjum
°g Hstaverkum með miklu sögu-
ingu gildi. Þrátt fyrir það, virð-
lst þessi litla kista, draga ferða-
íólk að sér með seið-afli og menn
neina þar staðar og líta á þetta
svipmikla andlit, sem kopar-
sieýpan sýnir. Flestir kannast
við svipinn, þó þeir í fyrstu eigi
órðugt með að átta sig á, hver
Þarna liggi mótaður í koparinn.
iJndir þessari koparmvnd er dá-
lítill miði, mieð útskýringum um
Það, hvernig þessi mynd hafi til
0rðið og af hverjum hi'ni sé.
Myndin eða steypulikneskjan er
al Napoleon Bonaparte, eða með
°ðrum orðum dauðagríma hans,
sem gerð var af honum eftir
óauða hans á St. Helena. Þessi
nndlitslikneskja hafði um langan
tima verið eign einstaklings í
New Orleans, en svo, við breyt-
mgar og umrót timanna, hafði
011 n tapast og gteymst. Fyrir
Ookkrum árum síðan hafði hún
Þó fundist aftur i útihýsi einu í
aHskonar rusli, og fyrir sérstak-
ar ástæður, komist í hendur
lr>anna, sem þektu hana og gáfu
hana til gripasafnsins. Að lik-
mdum eru nú fáir hlutir í þessu
gripasafni eins verðmætir og
Þessi líkneskja.
^tyndir af þessari gerð, eru tald-
ar að vera mjög nákvæmar, hvað
líkingu snertir, þvi þær eru
steyptar í mót, sem fyrst er brætt
ýtir andlit hins dauða manns. Á
þennan hátt, hljóta slíkar steyp-
nr að vera hárréttar hlutfallslega
að stærð og lögun.
lig eyddi talsverj löngum tima
1 það, að virða þessa mynd fyrir
naér frá öllum hliðum glerkist-
nnnar og í huga mér bar eg hana
samun við málverk eða aðrar
n^yndir, sem hafa verið gerðar af
^apoleon. Mér virtist að flestir
sem málað höfðu myndir af hon-
Um, höfðu gert um of mikið úr
enni hans i samanburði við þessa
koparsteypu. Allir listamenn,
þ^eði að fornu og nýju, hafa
dfýgt samskonar syndir, sem eru
1 því fólgnar, að öfgar eiga sér
stað, þegar þeir reyna að gera
eðlisfar eða fegurð áberandi, af
þeim, sem þeir eru að mála. Það
er bví eðlilegt, að þeir hafi litið
sv° ó, að yfirburðir Napoleons og
skarpskygni væru bezt auglýstir
nieð hinu háa og bratta enni
þans. Með sjálfum mér, var eg
Vlss um það, að ennið á dauða-
Krimunni var tæplega eins hátl
°S flestar myndir af honuin
sýna. Þar að auki virtist mér
það aftur hvelfdara og ekki al-
VeK eins breitt að ofan. Nef
þans var dálitið þynnra og ekki
ejns vel lagað; andlit hans var
auðvitað alt miklu þynnra, sem
var eðlilegt, þar sem þetta var
óauðagríma hans. Þrátt fyrir
það var ekki um að villast, að
þvtta var svipur eða likneskja
^iapoleons.
Þegar eg stóð þarna og horfði
a þessa koparmynd, fann eg til
(iálitillar gremju við þá lista-
n^enn, sem höfðu málað beztu
niyndirnar af Napoleon. Þeir
höfðu áreiðanlega Iátið hug-
ntyndaafl sitt stjórna tilfinning-
l,ni sinum og á þann hátt mis-
hoðið sannleikanum. Þó að
niunurinn væri ekki mikill, var
hann nógu mikill til þess að or-
saka óróa i huga mínum. Mér
h°m til hugar hve fátt i heim-
^num væri í raun og veru áhyggi-
*egt, hvað væri sannleikur og
hvað væri tilhæfulaus lýgi. Eg
hafði svo oft rekið mig á það, að
tveir rnenn sem vildu segja sögu,
um atburð, sem þeir sáu báðir á
sama tíma, bar sjaldan fullkom-
lega saman. En þegar þriðji
maðurinn reyndi til þess, að
segja frá því sem hann hafði
■heyrt, varð sagan óþekkileg.
Ekkert var eftir af því sem hafði
skeð, nema það, að eitthvað líkt
þessu atviki hafði átt sér stað.
Það var þá sannleikurinn. —
Eg hafði gert Hotel New
Orleans að heimili mínu þessa
fáu daga, sem egr dvaldi þar í
borginni. Eg var þreyttur og
var glaður yfir því að hafa tæki-
færi til þess, að hvila mig í
þqpgileguin legubekk í framsal
hótelsins. Allskonar hugsanir í
sambandi við það, sem eg hafði
séð um daginn og sérstaklega þó
dauðagrimuna, voru enn í huga
mér. Gestir, sem komu og fóru
fram hjá mér liktust skuggum,
sem virtust allir vera önnum
kafnir við ekki neitt. Þeir komu
og fóru, heilsuðu hver öðrum,
töluðust við og komu og fóru.
Út úr þessum endalausa, til-
'breytilega straumi af fólki, kom
að lokum einn félagi og tók séi
sæti skamt frá mér. Eftir að
hann hafði litið yfir höfuðletur
dagblaðanna, kastaði hann þeim
óþolinmóðlega frá sér og starði
á mig. Eftir litla þögn ávarpaði
hann mig eins og við hefðum
verið gamlir kunningjar.
“Eg sá þig á gripasafninu i
dag,” sagði hann.
“Það getur vel hafa átt sér
stað,” sagði eg blátt áfram, “eg
var þar.” Eg var glaður yfir því,
að hann hafði rofið þögnina. Við
það var alls ekkert athugavert,
því flestir New Orleans búar eru
fljótir til kunningsskapar og vin-
gjarnlegir.
“Þú eyddir miklum tima hjá
dauðagrimu Napoleons,” hélt
hann áfram.
“Já, það er merkileg mynd,”
sagði eg, “og án efa er það ná-
kvæmasta líking, af þessum
mikla manni, sem til er.”
“Án efa — en hverju skiftii
það, hvort myndin er lík honum
eða ekki?”
“Menn leita sannleikans,”
sagði eg, “það er alveg eins mik-
ilvægt að finna hann í verkum
sem orðum.”
“Ha, ha, ha! Sannleikurinn
verður aldrei fundinn né þektur
neina ef til vill í hugmyndum
sem hvorki er hægt að sanna né
hnekja.”
Svo þessi nýi kunningi minn
var þá heimsspekingur. Að
minsta kosti hafði hann vakið
mig upp, svo að eg hafði nú löng-
un til þess, að halda áfram þess-
um viðræðum. Eg sagði þ\i með
dálítilli áherzlu:
“f hiiga mínum getur enginn
efi átt sér stað, hvað dauðagrím-
una snertir; þú ert liklega að
reyna að draga mig inn í trú-
máladeildu, því þar koma engar
rökfærslur til greina.”
Nú stóð hann upp og gekk um
gólt og uim leið kreisti hann
hendur sínar að baki sér. Svo
nam hann staðar fyrir framan
mig og sagði: “Eg er Napoleon
og þú þekkir mig ekki. Þess-
vegna skiftir það litlu hvort
dauðagríman er lík mér eða ekki.
Flestir sem finna sannleikann
þekkja hann ekki og þeir, sem
þekkja hann finna hann sjald-
an.”
f flestum vitlausra-stofnunum
er oft hægt að finna menn, sem
álíta að þeir séu Napoleon eða
hann endurfæddur. Eg hafði þá
þann heiður, að rekast á einn af
þessum félögum í vel þektu gisti-
húsi fjölmennrar borgar. En
þar sem vitfirringar af þessu tagi
leru sjaldan hættulegir og þar
sem þessi félagi var ekki stærri
maður en eg er, datt mér ekki
til hugar að óttast hann. Þar að
auki var mér ómögulegt að neita
þvi, að þessi einkennilegi maður
var nákvæmlega líkur Napoleon,
og fanst mér því, að hann hafa
meiri rétt til nafnsins en flestir
aðrir gervinautar hans. Enn-
fremur hafði það sem hann hafði
sagt, fallið inn við hugsanir mín-
ar og vakið athygli mitt. Eg af-
réð því að'halda samtalinu við:
“Hverswgna heldur þú að
menn geti ekki þekt sannleik-
ann?” spurði eg hikandi.
“Að sannleikur sé til, er sann-
leikur, en vanalega er það, sem
er viðurkent að vera sannleikur
breytingum undirorpið. Það sem
var sannleikur i gær er oft fund-
ið að vera ósatt í dag. Margt
af því sem þú fcelur að vera satt
er ef til vill álitið tilhæfulaust
af bezta vini þínum með jafn
góðum rökum. Þetta á sér sér-
staklega stað, þegar um trúmál
er að ræða, því í trúarbrögðun-
um þykjast menn hafa fundið
hinn helgasta sannleika, jafnvel
þó að hinum mismunandi trúar-
•flokkum komi að engu leyti sam-
an og mótsagnir og hatur vegna
skiftra skoðana eigi sér mjög
oft stað. Fólkið fæðist og er
alið upp í þoku og hringiðu van-
ans. Foreldrarnir kenna börn-
unum að trúarbrögð þeirra séu
hin einu og réttu trúarbrögð og
þess vegna séu þau betri en ná-
grannar þeirra sem hafa ólíkar
trúarskoðanir. Þó að öll trúar-
brögð, þrátt fyrir það, séu bygð
á einhverjum sannleika, sann-
leika, sem hvorki verður sann-
aður né hrakinn, eru þau þó,
fyrir þessar ástæður, að mörgu
leyti skaðleg. Ef þá til dæmis
bindur hendina á þér upp um
ifárra mánaða skeið, verður þú
var við jrað, að vöðvarnir visna
svo að hún verður þér ekki not-
hæf. Heilinn i þér lýtur sama
lögmáli. Ef að þér hafa verið
kendar einhverjar skoðanir þegar
þú varst ungur, sérstaklega um
efni, sem hvorki verða sönnuð
né hrakin auðveldlega, er efa-
samt hvort þú getir sjálfstæðis-
lega hugsað gagnstætt slikum
skoðunum, jafnvel þó þú finnir
til þarfar fyrir það. Heilinn i
þér ihiefir verið bundinn og frelsi
sjálfstæðra skoðana og rökfærslu
hafa verið heftar.” Á meðan
hann var að segja þetta, hafði
hann gengið um gólf fyrir fram-
an mig rneð hendur að baki sér,
en nú nam hann staðar og leit á
mig og glampi af dálitlu brosi
lék um andlit hans um leið 02
O
hann spurði:
“Svo þú hieldur að dauðagríma
mín geymi merkilegan sannleika
um líkingu mína? En þrátt fyr-
ir það, efast þú um að eg sé
Napoleon, þó þú hljótir að kann-
ast við það, að eg sé nákvæmlega
líkur þessari steypumynd.”
“Það, að myndin var gerð eftir
að Napoleon var dauður og að
hún er dauðagríma hans, er
nægilegt fyrir mig að álykta að
þú sért ekki Napoleon, þó að eg
hljóti að kannast við það, að þú
sért nákvæmlega líkur dauða-
grímu hans.”
“Þú trúir þá alls ekki á yfir-
náttúrlega viðburði,” sagði hann
um leið og hann settist niður við
hliðina á mér og kleip glettnis-
lega í eyrað á mér. Mér var nú
farið að renna í skap. Mér var
það Ijóst að eg hafði óafvitandi
stýrt þessum viðræðum inn á
eyðisker þau, þar sem flestir
stranda og að þessi “vitfirring-
ur” hatði með fáum orðum og
auðveldum rökfærslum opnað
huga minn fyrir sannleika, sem
eg vildi á engan hátt kannast við,
“Eg trúi ekki á afturgöngur,”
sagði eg því þurlega.
Nú hló hann svo að legubekk-
urinn, sem við sátum á hristist.
Svo sagði hann: “En mundir
þú hafa trúað því að eg sé
Napoleon ef að eg hefði birst
þér ineð vængi á bakinu?”
“Nei, eg gæti ekki trúað því
að Napoleon birtist mér sem eng-
ill!”
“Það er einmitt ástæðan fyrir
því, að eg birtist þér nákvæm-
lega eins og eg er,” svaraði hann
og svo hélt hann áfram og lagði
einkennilega áherzlu á það sein
hann var að segja, sem bar þess
gneinilega vott, að hann trúði
því staðfastlega að hann væri
Napoleon:
“Vængjahugmyndir listamann-
anna, bæði í málverkum og á út-
höggnum myndum af dýrðling-
um og englum eru fagrar. Það
er eitt af jiessum trúarbragða
sannleika, sem hefir náð stað-
festu. En þegar tekið er tillit til
hinna fögru og vel þroskuðu
handleggja- og axlar-vöðva á
þessum myndum og líkneskjum,
stingur það hræðilega í stúf við
vængina, sem auðvitað ættu að
hafa mkilu betur þroskaða vöðva
til að stjórna fluginu með, en
sem hafa ekkert í þá átt. Eg
ætla eltki að minnast á það,
hvernig fjöðruðum vængjum og
berum líkama komi saman, en
þessi atriði hafa án efa verið
mikil vandamál fyrir listamenn-
ina, því þeir hafa að jafnaði
kastað klæði yfir aylir og undir
vængi dýrðlinganna til þess að
hylja þennan afskapnað og
brjót upp ósmræmið. Ef það er
svo, að þú álítir dauðagrímu
mína mikilvægan sannleika, hvað
segir þú þá um dýrðlinga og
engla likneskjurnar?”
Hann þagði um stund eins og
hann væri að bíða eftir þ\d að
eg svaraði spurningu hans, en
þegar hann varð var við það, að
ieg hafði ásett mér að þegja, hélt
hann áfram:
“Það skiftir i raun og veru
litlu, hvort dauðagríiman er ná-
kvæm líking af mér eða ekki.
Þeir, sem finna sannleikann,
þekkja hann ekki og þeir sem
þekkja hann finna hann sjald-
an Littu nú á mig og sannfærðu
sjálfan þig um það, að sann-
leikurinn er breytilegur.”
Eg fann að hann kleip mig
aftur í eyrað og eg leit upp. Fyr-
ir framan mig sá eg holdlausa
hauskúpu með holum augnatóft-
um og brotnu nefi; jafnviel tenn-
urnar héngu lausar við kjálk-
ana. —
“Þú ættir ekki að sofa í fram-
sal þessa giftihúss.” Konan mín
hafði rekist á mig sofandi þarna
í leguibekknum og til þess að
vekja mig á sem minst áberandi
hátt, hafði hún klipið mig i eyr-
að. Eg leit í kringum mig.
“Hvar er Napoleon?” spurði eg.
Hún hló.
“Þú eyddir of miklum tíma á
gripasafninu — þig hefir líklega
dreymt um dauðagrímuna,” sagði
hún.
“Nei,” sagði eg, “eg hefi fund-
ið sannleikann og nú þekki eg
hann.”
“Og eg,” sagði hún i lágum
rómi, “þekki sannleikann og
hefi fundið hann!”
1. uppreisnarmaður: — At
hverju slæst þú ekki, félagi?
Ertu svikari við flokkinn?
2. uppreisnarmaður: — Eg er
að biða eftir þvi, að húsasmið-
irnir ljúki við að mölva allar
dyr og glugga á húsinu, svo kem
eg til skjalanna — eg er nefni-
lega húsgagnasmiður.
Einn á báti
10. maí, 1942
Blærinn andar blíðlega yfir
sléttunni. Blöðin smá breiða úr
sér á trjánum auka grænkuna
og minna mann á að lífið dó
ekki í dróma vetrarins. En það
eru dauðaeyður i skógana, eftir
tveggja ára orm. Stórir runnar
eða partar af þeim eru gráir og
hnípnir. Ormurinn etið trén svo
í fyrra að þau lifnuðu ekki í vor.
Þau eru dáin.
Það getur ormétist jarðlífið.
Það er niikið svif á mönnum
um þessa helgi? Þetta er sunnu-
dagurinn, sein uppnefndur er,
“mæðradagur,” og allir karlar og
konur, sem líta á það mál frá
sjónarmiði nauðsynjar — leggja
sig fram til þess að dagurinn
megi ná takmarkinu.
Klona barmar sér yfir þvi að
hún geti ekki náð í ljóðið: “ó
þá náð að eiga' móður” —
(What a Friend we have in
inother), Hún er að hugsa um
að gera gott af sér með því að
láta börnin syngja þetta í kirkj-
unni á “mæðradaginn.”
Margskonar umstang af svip-
uðu tagi, ber fyrir augu manns
og leyru.
Eg minnist þess að eg heyrði
þetta ljóð, “What a Friend We
Have in Mother,” ‘berast á öldum
loftsins og áhöldum víðvarpsins
til eyrna minna i fyrra utan úr
heiminum. Það var frá barns-
sál.
í vetur 1942, heyrði eg einnig
þessa bæn af barnsvörum, “My
Fuherer, my life, iny hope —”
“Leiðtogi minn, lif mitt, von
mín”—
Bænin var miklu lengri og öll
stíluð til HLtlers og var upphaf-
lega framflutt í hans landi eða
öllu heldur í landinu siem hann
lagði undir sig fyrst: Þýzkalandi,
en í fjarlægð frá honum.
Maðurinn, sem stýrði viðvarp-
inu 1 þetta skifti, hér til vor,
kallaði þetta “guðlast” “Blas-
phemy”). Eg samþykki það.
Máske það sé eitthvað stór-
lega rangt við minn hugsunar-
hátt, en mér er lífs ómöguliegl
að sjá neinn misrnun á þessum
tveiin atriðum. Að tilbiðja ein-
hvern mann, hvort sem hann er
illur eða góður, eða tilbiðja
móður sína, hvort stem hún er
ágætis kona eða lítilsigldasta
mannvera; á milli þess sé eg
engan mun. Og þegar gengið er
svo langt að taka sálmana og
snúa þeim upp í mannlega til-
beiðslu, svo siem þetta að snúa
“ó þá náð að eiga Jesúm,” upp í
“ó þá náð að eiga móður.” Þá
er þetta atriði orðið að guðlasti.
Velþekt gáfukona, að minsta
kosti á vissu sviði sagði í vetur
hér í Canada, í skrifum sínum,
nokkru fyrir jólin: “Nú eru
hugir barnanna fullir af Santa
Claus.”
Mér kemur til ihugar sietning-
in: Hví sér þú flísina í þíns
bróður auga en gætir ekki bjálk-
ans í þínu eigin? Og mér finSt
eg enn vera mint á að hún er
ódauðleg.
Rannveig Kcistín
Guðmundsdóttir Sigbjörnsson.
Það var í mai, 1941.
rnÖD PRINTING
Gv'JD win attentíon «;d “
1S ite ability to -‘simplicity aoö
'vince tta veaders by
symmetry. „„^anship and
Moderate co< *vfrc onr strong sellmí!
courteous attenx
avguments.
ecL oí printing call .
PHONE 86 3
27 - 8