Lögberg - 28.05.1942, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 28. MAÍ, 1942
Norrœnar
bótmentir og
norræn hugsjón
Eftúr Peder M. Sörenscn
óþarft ætti það að vera að
l>enda á, að þýðing bókment-
anna og áhrif þ?irra á fjöldanu
hafa stórum dvínað síðasta
mannsaldurinn. Spyrjið þá eldri,
sem lifðu æskuárin kringum síð-
ustu aldamót og hafa fylgst með
tiananum síðan — það er ekki
aðeins viðkvæðið uin “góða
gamla daga,” sem veldur því, að
þeir meta bækur þeirra tíma
rneira en hækur nútímans. Þá
var vorhugur, bjartsýni og um-
bótahugur í landi. Margt þurfti
enn umbóta við, en það átti fyr-
ir sér að' batna. Bjartar, barns-
iegar vonir voru að baki jafnvel
bitrustu húðflettingarlýsinguin.
Lítum — hvað Danmörk snertir
t. d. á bækurnar “Pelle Erohrer-
en” eftir Andersen Nexö, “Gyld-
holm” Skjoldborgs aða “Börn
reiðinnar” eftir Aakjær. Það
var ekki hatur, sem þessir upj/-
reistarinenn prédikuðu, þó ó-
sjaldan væru þeir sakaðir um
það. Það var ást til lands og
þjóðar, sem þeir þoldu ekki að
sjá að ætti bágt. Umbætur! Því
gamla var sagt stríð á hendur!—
Ekki vegna umbótanna sjálfra,
heldur til þess að “færa eitthvað
<til rétts horfs.”
Sá, sem er jsvo gæfusamur að
alist upp á heimili, er orðið hef-
ir fyrir áhrifum frá lýðháskól-
unum og “hefir áhuga fyrir bók-
mentunum (það var að vísu ekki
tekið svo djúpt í árinni, að slík
lýsingarorð væru notuð), man
eflaust hvílíku uppnámi þessar
bækur ollu. Það var rætt um
þær löngu vetrarkvöldin, þegar
granna bar að garði — talað um
þær langt^am*á nótt eftir að
börnin voru háttuð og líkast til
sofnuð fyrir löngu. Það var eitt-
hvað að gerast í Dan.mörku þá
— eitthvað alvarlegt og vissulega
eitthvað gott. Og bækurnar voru
boðberar.
En stundir liðu fram. Kvik-
myndin barði líka að dyrurn í
smábæjunum og tók að leggja
undir sig hugmyndalíf æskunn-
ar. Rás heimsviðburðanna herti
á sér og blöðin breyttust smám
saman. Þau höfðu verið hæg-
látur og áreiðanlegur boðberi og
gerðust nú gifurtíðindasmiðjur.
Það varð sí-endurtekinn æsandi
viðburður að opna blaðið og
lesa um hrikalega atburði, stór-
slys, hneykslismál og annað það,
sem hrópað var um með stórum
fyrirsögnum Blöðin hermdu eftir
kvikmyndinni, stálu tækni henn-
ar. Nú var hætt að lýsa atburð-
unum sem sannast og réttast,
h.eldur voru þeir bútaðir niður
— stækkaðir og smækkaðir. Og
hraðinn stóraukinn. Augun
hoppuðu sjálfkrafa yfirskrift aí
yfirskrift, svo að lesandinn gerði
sér heila mynd í einni svipan.
og gleymdi oft að athuga hvorl
hún bygðist á smáatriðum.
Og útvarpið kom. Hnötturinn
gekk saman, hann komst fyrir i
gjallarhorni. Ameríka, Japan,
Astralia, Þýzkaland, háðu kapp-
akstur í Ijósvakanum.
Hvernig vegnaði bókinni, sem
af náttúrunnar hendi er hljóðlát,
í þessum félagsskap? — Bókin er
ekk.i rómhvellur kallari.sem hóar
fólki saman og orgar gifurtíðindi
á gatnamótum. Hún á heima í
hljóðum, lokuðum klefum, þar
sem einstaklingurinn hugsar.
iætur hugann fljúga og berst í
einwrunni. útvarp, blöð og kvik-
mynd snúa sér til fjöldans og
hafa tamið sér ólrúlega gott lag
á að heilla hinn eg-lausa og þar-
afleiðandi bina hugmyndasnauðu
og ábyrgðarlausu hópsál, en bók-
in getur aðeins snúið sér til ein-
staklingsins Eðli hennar er að
vera boðberi milli manna, sem
hver um sig eru einir. Hún er
óaðskiljanleg einstaklingseðlinu
og skilur illa málið, sem fjöldinn
talar. Bókin er óframfærin.
jafnvel þegar hún talar um hin
innilegustu málefni. Sannur
skáldskapur felur í sér tilraunir
einstaklings til þess að ná inni-
legu sambandi við annan — sam-
einast honum í sömu trú, sam-
eiginlegri ryenslu á örlögum
manna, án þess þó að einstakl-
ingurinn sé sviftur skoðunum
sínum, einkennum og ábyrgðar-
tilfinningu.
Að bókmentirnar hafa á sið-
asta mannsaldri eigi aðeins orð-
ið þýðingarminni sem almenn-
ingseign, heldur einnig yfirleitt
rýrst að skáldskapargildi, staf-
ar fvrst og fnemst af hinni óhjá-
kvæmilegu samkepni við blöðin,
kvikmyndina og útvarpið. Maður
sá hvernig þau lögðu hugmynda-
líf æskunnar sérstaklega undir
sig, svo næri stappaði nauðung.
Terje Viken, Pelle Erobreren,
Brandur og Fanrik Stál urðu að
lúta lægra haldi fyrir William
S. Hart, Douglas Fairbank,
Chaplin og Tom Mix. Var það
ckki fyrirhaf narminna að
hlamma sér á kvikmyndahússtói
og láta hella firna.spennandi at-
burðum ofan í hugskotið á sér
en að þurfa að kafa eftir þeim
með bókalestri. Hitt gerði mað-
ur sér ekki Ijóst, að skilyrðin
fyrir persónulegum þroska af
þvi, sem ofan í mann var látið,
fóru að jafnaði forgörðum i ein-
tómu sinnuleysi. En samt var
einmitt þetta það þýðingarmesta,
sein gerðist á þessu tímaskeiði.
Nú gerðist breyting, sem átti að-
draganda í langri menningarþró-
un. Hópsálin var farin að vinna
lönd frá skapandi, stjórnandi
einstaklingum.
Nú væri það auövitað rangt að
skella skuldinni beinlínis á blöð-
in, útvarpið og kvikmyndina, en
eigi að síður eru þetta öflin, sem
miestu valda um breytinguna —
þau eru verkfæri kirafta, sem eiga
sér dýpri rætur og eru miklu
víðtækari. Annars varð þess ekki
langt að bíða að menn bókarinn-
ar — rithöfundarnir — færu að
hallast á sömu sveifina. Þeir
sáu að þeim var það nauðsyn-
legt, ef þær áttu að halda velli í
samkepninni. Þeir urðu “að
fylgja þróun tímanna” þó ekki
væri nema til þess að hafa ofan
i sig að éta.
Á þessum árum breikkaði bil-
ið milli “rithöfundar” og
“skálds” á alveg sama hátl og á
milli “hópsálarmanns” og
“manngildismanns.” Rithöfund-
urinn, sem skrifaði fyrst og
frernst til þess að hafa nóg að
bíta og brenna, reyndi að temja
sér tækni kvikmyndarinnar og
þó einkum blaðanna. Um að
gera að komast að, hvaða að-
ferð hæfði sem flestum í Jes-
endahópnum — reyna að skrifa
þannig, að hægt væri að selja
sem flest eintök af bókinni.
Fremsti kostur rithöfundarins
var sá “að ná sambandi við al-
menning,” hafa auga fyrir
augnabliksnýjungunni, finna
slagæð hins daglega lífs — og
kunna svo að samlaga sig fjöld-
anum, samræta sig “múgnuin”
og verða við óskum hans, gefa
honum réttu tilfinningarnar til
að finna og réttu hugsanirnar
að hugsa, og “það rétta” var
auðvitað það útbreiddasta — það
sem flestir gátu skilið og til-
einkað sjálfum sér.
Og “skáldið” auðvitað þektu
allir skáldið, þó ekki væri nema
af skrípamyndunum, sem “múg-
urinn” krafðict að fá af honum:
óframfærinn, soltinn sérvilling-
ur, illa til fara, sem fór í felur i
þakherberginu sínu, ódýrri af-
kymaskonsu, og eyddi mestum
tíma i að rápa til voldugra, hold-
ugra ritstjóra með kvæði, sem
stöku sinnum voru náðarsamleg-
ast birt — fyrir 5 krónur stykk-
ið. Það sanna í þessari skripa-
mynd, er að skáldanafnið var
oft misbrúkað af mönnum, sem
földu og iðkuðu sinn eigin
breyskleika undir falskri grímu.
En hið sanna skáld er maðurinn,
sem ekki lætur sér na*gja að
læina athyglinni út á við, nasa
af því, sem hrærist i hinu opin-
bera lífi, heldur hefir þá köllun
að reyna að segja þau sannindi,
sem mannlífið byggist á. Hið
sanna skáld vorra daga er arftaki
spámannanna, því að sannindin
sem þeir boðuðu, gengu oft í ber
högg við óskir almennings.
I
-----Ein af merkilegustu bók-
um, sem gefin hefir verið út á
norðurlandamálum á síðari ár-
um er “Uppreisn múgsins” eftir
spanska heimspekinginn Josr
Ortega g Gasset (þýdd á sænsku
og norsku). Mesti kostur þessa
manns er sá, að hann skilgreinir
hugtakið: hópsálarmaður, sem
bæði er dálítið óljóst og oft not-
að í rangri merkingu.
Hópsálarmaður Gasséts er ekki
hið venjulega kommúaiistiska
eða nasistiska fyrirbrigði, held-
ur fyrst og fremst sérþekkingar-
maðurinn, - sem hefir staðgóða
kunnáttu á ofurlitlu broti af til-
veru'hni,. en ber ekkert skyn á
alt hitt. Hópsálarmennirnir eru
því alls ekki eingöngu verka-
mennirnir, sem oftast eru látnir
sæta þessari nafngift, heldur eigi
siður aðrar stéttir manna: kenn-
arar og læknar, þingmenn, verk-
fræðingar, vísindamenn — ekki
sizt þeir síðastnefndu. Hópsálar-
menn eru þeir, sein sakir sér-
þekkingar sinnar hafa glatað
hæfileikanum til þess að hafa
yfirlit yfir mannlífið og sem
telja sig hafa rétt til að dæma
tilveruna samkvæmt sínum eigin,
takmörkuðu forsendum. Því
upplýstra og kerfisbundnara sem
þjóðfélágið verður, því fleiri hóp-
sálarmenn verða til meðal allra
stétta, en um leið glatast hin
skuldbindandi heildaryfirsýn,
sem er i ætt við trúarbrögð. Rök-
rétt afleiðing þessa verður sú,
að hver hópur skoðanabræðra
prédikar “héimsskoðun” frá sín-
um eigin þröngu bæjardyrum og
leggur til orustu við aðrar
“heimsskoðanir.”
Heimspeki Gassets ’er svo sam
'anhangandi heild, að það má
heita ómögulegt að segja frá
henni i útdrætti, og hún er
þrungin lýsandi spásagnargáfu,
sem er trygging fyrir sannleiks-
gildi hennar. Mergur málsins er,
að skilgreining hans á hópsálar-
manninum bregður einnig birtu
yfir instu vandamál bókment-
anna, skáldskaparins í dag-birtu,
sem við sízt af öllu getum án
verið hér á Norðurlöndum, því
að bezta eign okkar er og á að
vera persónuleikinn, hin skap-
andi manneskja.
f insta skilningi er það kreppa
hins frjálsa manns — þess sem
aðeins telur sig bundinn af sam-
vizku sinni — sem nútímamað-
urinn upplifir í dag. Og barátta
hinna skygnustu, sönnustu nor-
rænna skálda, er nú í þvi falin
að verja og þroska persónuleik-
ann, manngildi einstaklingsins.
Hitt er annað mál, að þessi bar-
átta er oft misskilin — og mað-
ur rekst oft á þá menn, sem
ætla sér að “þroska persónu-
leikann” með sömu ráðum og
annarsstaðar eru notuð til þess
að hlekkja persónuleikann.
Fyrir fáum árum efndi sænskt
bókaforlag til samkepni um
efnið: “Getur nútímakynslóðin
sett sér siðalógmál, sem gildi
alla.”. Það er eigi ástæða til að
rekja svörin hér, en forlagið
hreyfði við mikilsvarðandi atriði
með spurningunni.
Það er ósennilegt, að hægt sé
að “setja siðalögmál er gildi
alla,” jafnvel á pappirnum — og
þó það væri gert, yrði hagnýti
árangurinn núll, að minsta kosti
ef ekki væri gengist undir þá
skoðun um leið, að múgeinræði
a*tti að ráða. Þó að Norðurlönd
séu lútersk, getur ekiki nema
einn grundvöliur siðalögmálsins
viðgengist ihjá einstaklingnum
og þeim sem vill vera skapandi:
og það er samvizkan- Og hún
Jætur enga verðlaunasamkepni
segja sér fyrir verkum.
I*egar Norðurlönd meta hinn
skapandi persónuleika dýrmætari
og áhrifameiri en alt annað, þá
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Amaranth, Man......................B. G. Kjartanson
Akra, N. Dakota ..................B. S. Thorvardson
Arborg, Man..........................Elías Elíasson
Árnes, Man.......................Magnús Einarsson
Baldur, Man............................O. Anderson
Bantry, N. Dakota ...............Elnar J. Breiðfjörö
Bcllingham, VVash................ Arnl Símonarson
Biaine, Wash....................................Arni Símonarson
Brown, Man.............................J. S. Gillis
CavaUer. N. Dakota ...............B. S. Thorvaldson
Cypress River, Man.....................O. Anderson
Dafoe, Sask...........................S. S. Anderson
Edinburg, N. Dakota ................Páli B. Olafson
Elfros, Sask.....................Mrs. J. H. Goodman
Foam Eake, Sask......................S. S. Anderson
Garðar, N. Dakota ..................Páii B. Olafson
Gerald, Sask............................C. Paulson
Geysir, Man..........................Elías Elíasson
Gimll, Man.............................O. N. Kárdal
Glenboro, Man.....................................O. Anderson
Hallson, N. Dakota .................Páll B. Oiafson
Hayiand P.O., Man................Magnús Jóhannesson
Hnausa, Man.....................................EUas Eiíasson
Husav-ick, Man.........................O. N. Kárdal
Ivanhoe, Minn....................Miss Palina Bardai
Kandahar, Sask........................S. S. Anderson
Langruth, Man......................John Valdimarson
JæsUe, Sask.....................................Jón ólafsson
Bundar, Man............................Dan. IJndai
Mlnneota, MUia. .... • . „ JUm Pailna Bardai
Mountain, N. Dakota ................Páll B. Olafson
Mozart, Sask..........................S. S. Anderson
Otto, Man..............................Dan. Eindal
Point Roberts, Wash.....................S. J. Mýrdal
Reykjavík, Man....................... Arni Paulson
Riverton, Man.................................Elías Elíasson
Seattle, Wash..........................J. J. Middal
Selkirk, Man.......................... S. W. NordaJ
Siglunes P.O., Man...............Magnús Jóhannesson
Svold, N. Dakota .................B. S. Thorrardson
Tantallon, Sask......................J. Kr. Johnson
Upham, N. Dakota ...............Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man.....................................EUas Elíasson
Vogar, Man.......................Magnús Jóhannesson
Westbourne, Man...................Jón Valdimarsson
WUnnipeg Beach, Man. .............Í....O N. Kárdai
Wynyard, Sask.........................S. S. Anderson
/
Capt. W. R. Smith
Captain Ragnar Smith, 35 ára að aldri, liðsforingi
við 18. Manitoba Armored Car hersveitina, dó snögglega
þann 20. marz SÍðastliðinn í Kingston, Ontario, þar sem
hann var að búa sig undir hærri herforingjatign við
Royal Military College.
Capt. Smith var af íslenzku
bergi brotinn, fæddur í Bran-
don, en fluttist ungur til Win-
nipeg, og stundaði nám við St.
Johns College; hann var
snemma mikill íþróttamaður,
og var um hríð í þjónustu
slökkviliðsins í Winnipeg. Capt.
Smith tók þriggja ára heræf-
ingar við University of Mani-
toba deild C.O.T.C., en var því
næst 11 mánuði við 2. Armorecl
Car Regiment í Winnipeg.
1 ágúst 1940 var hinn látm
skipaður í foringjastöðu við
megin heræfingastöðvarnar í
Fort William. 1 júní 1941 gekk Capt. Smith í 18. Re-
connaissance herdeildina, sem nú er 18. Manitoba
Armored Regiment.
Capt. Smith kom til Ashern með foreldrum sínum,
Ragnari og Ingibjörgu Smith, er hann var 7 ára að
aldri; faðir hans var smjörgerðarmaður við rjómabúið
í Ashern, en dó úr innflúenzunni skæðu 1918.
Capt. Smith lætur eftir sig ekkju, Lucindu Garvie-
Smith, ættaða úr Winnipeg, ásamt dóttur, Barböru, 5
ára og syni, Glenn, 2 ára gömlum. Móðir Capt. Smiths,
Ingibjörg, er síðar giftist T. Moorey, er búsett í Eriks-
dale; ein systir er á lífi, Mrs. Reid, sem heima á í
Chicago.
Útför Capt. Smiths fór fram að hermannasið, frá
Mordue Funeral Chapel í Winnipeg, á þriðjudaginn
þann 24. marz. Rev. C. C. Carruthers, majór í cana-
diska hernum jarðsöng.
Capt. Smith var hinn glæsilegasti maður, eins og
hann átti kyn til.
táknar þetta jafnframt, að til-
vera hins dýrmæta sé háð jafn
brákuðum hlut og mannleg sam-
vizka er. Og þó--------brákuð-
um? — í þessu sambandi er vert
að minna á, að það er vegna
raddar samvizkunnar — og að-
eins hennar vegna — sem Lúter
gekk í berhögg við kieisara og
páfa, valdamenn allrar veraldar-
innar, og kom siðaskiftunum á.
Það var undir áhrifum sama
ináttar, að Giordano Bruno gekk
á bálið, Galilei í fangelsið, písl-
arvottarnir inn á hringleikasvið-
in. Allsstaðar þar, sem lifandi
mannsandinn skyldi ryðja nýj-
ar brautir, var það rödd sam-
vizkunnar sem bauð. Allsstaðar
þar, s>em stirðnað útvortis form
hnepti lifandi líf í spennistakk-
inn, talaði rödd samvizkunnar
fyrir daufum eyrum.
Hið sanna frjálsræði ihannsins
ekki undir hinu ytra komið,
heldur eingöngu undir hinu
innra: samrizkunni. Og sam-
vizkan lætur ekki utanaðkom-
andi áhrif skipa sér fyrir. Að
ætla að skapa annarlega frjálsa
menn með “heimsskoðun”
hyggjuvitsins er afbökun. Hér
er ekki um að ræða kerfi eða
kenningar, sem eigi að sikiljast
og sem einstaklingurinn eigi að
breyta eftir. Hér er yfirleitt
ekki að ræða um það sem hugs-
að verður, heldur um eitthvað ó-
virkilegt, lifandi — um guðs-
samband mannsins, sem sam-
vizkan er tengd við. Af þessu
sambandi skapast hin jákvæða
skoðun mannsins á tilverunni og
mönnunum, af því grær hið lif-
andi og lærandi: kærleikurínn
og sannleikurinn.
Hinn skapandi persónuleiki
getur aðeins dafnað fyrir áhrif
hins sanna guðssambands. Og
þess vegna er hinn lifandi og
sanni norræni skáldskapur með
trúralegum blæ. Þegar talað er
um “þrengingartima í skáld-
skap” þá er í rauninni um þreng-
ingartíma í trúmálum að ræða,
Og þá er í rauninni aúkaatriði
að tala um Oxfordhreyfingu,
Grundtvigsstefnu og þjóðkirkju.
Aðalatriðið er, að hið sanna
skáld hefir séð, að ef í rauninni
eigi að vera hægt að tala um
mannliegt verðmæti svo sem
frelsi, jafnrétti, orðheldni, Hjú-
skapartrygð, ást til ættjarðar og
þjóðar, þá getur maður eigi lifað
sjálfuin sér eingöngu — hann
verður að vera í innri tengslum
við hina algildu kal'ta, sein
breytast ekki öld eftir öld.
“Manngildið” getur aðeins orðið
til sem viðurkenning um baráttu
góðra máttarvalda á jörðinni,
enda er það ofur mannlegt.
Og þegar skáld og spekingar
tala um “úrslita-ár” nú á dög-
um, þá byggist það á þeirri
skoðun, að baráttan milli hins
skapandi manns, sem er persónu-
lega í sambandi við guð, og hins
eg-Iausa samnefnismúgs hafi
öldum saman ekki verið eins
hörð og nú. Sú barátta er bæði
um innri verðmæti og ytri völd.
Sé litið með þessum forsend-
um á norrænar nútimabókment-
ir, þá blasir við mislit mvnd og
ekki altaf hughreystandi. Her-
skarar af höfundum demba heil-
um vagnhlössum af bókum á
markaðinn — bókum, sem fyrst
og fremst eiga að keppa um ein-
kunnina: “best-seller.” Bækur
sem að lang mestu leyti eru sett-
ar saman eftir lyfseðli kvik-
inynda og blaða. Hvað fólk vill
lesa! Annar, minni hópur rit-
dómenda og gagnrýnenda stend-
ur viðbúinn að fylla blaðadálk-
ana huglieiðingum og dómuin. Og
af því að þeir eiga erfitt með —
þó ýmsa þeirra langi til þess —-
að tæta sundur 90—95% af bók-
unum, verður útkoman jafnað-
arlega sú, að drjúgur skamtur ó-
merkra eða ldtt merkra bókmenta
streymir lit meðal almennings.
En það hefir ávalt verið hlut-
verk hins sanna skáldskapar að
leiðbeina — aldrei ifyrst og
fremst að skemta. Og þegar
t. d. Manifred Björkquist hrópar:
“Diktare och profeter skulle vara
var andes stamma í varlden,” þá
er það hvorki meira né minna en
hugsunin um frelsi og sjálfstæði
norðurlanda og norðurlanda-
þjóða, sem hefir stýrt pennan-
um. Það er hlutverk skáldsins,
spáinannsins, að greiða guðdónis-
kraftinum götu inn í mannlífið,
svo að einstaklingurinn finni
sinn eigin tilverurétt og vaxi
hugur — svo að manngildið vaxi
og áhrif guðdómlegra máttar-
valda eflist. Því að guðdómur-
inn mesti, hann sem krossinn
bar, birtist sjálfur i hinum
sanna, hreinskilna og sterka
manni.
Hinn lifandi sikáldskapur á
norðurlöndum er einmitt sá, sem
lieitar í trúarátt. Aðeins hann
hefir skilyrði til að sýna frum-
orkuna, sem ber öll önnur verð-
mæti uppi. Par Lagerkvist,
Sigrid Undset, Kaj Munk eru
nöfn, sem mættu ljóma i hverj-
um bókasalaglugga.
Skrýmsli eg-lausrar og ábyrgð-
arlausrar múgsálar - síngirni