Lögberg


Lögberg - 02.06.1942, Qupperneq 4

Lögberg - 02.06.1942, Qupperneq 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ. 1942 ----------iösbers----------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjúrans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Ix)g,berg” is printed and published by The Columbia Press, Lámited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Unaðsleg kvöldskemtan Naumast verður annað með sanni sagt, en kveldskemtan Karlakórs Islendinga í TWinni- peg, sem fram fór í Fyrstu lútersku kirkju á þriðjudagskveldið, væri ánægjuleg og harla merk, þó óneitanlega nokkurra mistaka yrði vart hér og þar í meðferð hinna einstöku laga; yfir söngnum hvíldi mildur blær ákveð- ins markmiðs, er naut sín fagurlega í túlkan hinna viðkvæmu viðfangsefna. Flokkurinn var að þessu sinni óvenju fáliðaður, og kom það tilfinnanlega í ljós, þar sem beita þurfti raddmagni eins og í inngangssetningum að Skarphéðni í brennunni; en yfir höfuð söngst þó það lag hið bezta; við Norðurlandalag eftir Oscar Borg, ræður flokkurinn ekki, og ætti hér eftir að láta það eiga sig; enda var það sungið falskt með köflum; þrjú lög voru sungin með verulegum ágætum: Flyt mig heim, eftir Backer; Vögguvísa Berens, og I rökkursölum eftir Möhring; naut flokkurinn í fyrsta og síð- asta laginu af þessum þremur meistaralegrar aðstoðar Birgis Halldórssonar sem sólósöngv- ara, þar sem hin tæra og fjaðurmagnaða rödd hans náði hámarki í töfrum mýktar og draum- mildi. Karlakórinn á hauk í horni þar sem Birgir Halldórsson er, og það eiga Vestur-ís- lendingar yfir höfuð líka; ánægjuefni væri það, ef þeir beitti sér fyrir um það, að greiða götu hans á einhvern hátt. Frú Irene Thorolfson aðstoðaði Karlakór- inn með fiðluspili; hún er ábærilega á hröðu framfaraskeiði í list sinni; tónarnir breiðir og meginmildir í senn; túlkan hennar á Kvöld- bæn Björgvins Guðmundssonar, minti á óum- ræðilega fagran ljóðlestur; þær Snjólaug Sig- urdson og Thelma Wilson, aðstoðuðu með píanó undirspili, er tókst að vanda með ágæt- um. Þrátt fyrir þá ágætu aðstoð, sem nú hefir nefnd verið, var Karlakórinn þó að sjálfsögðu aðalatriðið; þetta var hans aðalsamkoma á ár- inu, og hún fór þannig úr hendi, að öllum aðiljum varð til sæmdar; meðlimir flokksins allir eiga annríkt við daglega iðju; þeir æfa sig á sunnudögum og eins á kveldin, þegar aðrir njóta hvíldar eftir ys og önn; þeir halda ekki uppi æfingum í ágóða skyni, heldur af ást til sönglistarinnar, og af ræktarsemi við íslenzkt þjóðerni; þetta hvorttveggja verður aldrei metið sem vera ætti, því hér er um tvö- falt menningargildi að ræða; gildi, sem fremur en bókvitið, verður vitanlega ekki látið í ask- ana; gildi, sem dregur úr fábreytni hins hvers- dagslega lífs, og auðgar umhverfið að andleg- um verðmætum. Hinn nýi söngstjóri Karlakórsins, Gunnar Erlendsson, hefir auðsjáanlega lagt góða alúð við starf sitt; hann er maður hrifnæmur á menningargildi sönglistar, og kom sá hæfileiki hans glögt í ljós, einkum þó í túlkan hinna draummildu viðfangsefna; skoðun vor er sú, að slík lög hafi karlakórinn aldrei sungið jafn fagurlega og í þetta sinn. Margir skrifa um þjóðrækni, margir tala um þjóðrækni, og er hvorttveggja vel; en sú þjóðrækni verður jafnan raunhæfust, og lík- legust til frambúðarnota, er sýnir ávexti sína í framkvæmd og nytjaverkum. Vafalaust er íslenzkum mannfélagsstofn- unum vor á meðal í einu og öðru ábótavant; en þær nú ekki fleiri en það, að engin þeirra má missa sig; þær búa allar yfir einhverjum þeim verðmætum, sem vér megum ekki undir- neinum kringumstæðum án vera; þær hafa þann tilgang, að auðga líf vort, og glöggva af- stöðu vora til heilagra menningarerfða. Ein slík stofnun er Karlakór Islendinga í Winni- peg; hann hefir eigi einungis veitt oss, Winni- peg íslendingum oft og þrásinnis holla skemt- an, heldur og jafnframt helt ljósi inn í fábreytt félagslíf þeirra ættbræðra vorra og ættsystra, er á öðrum slóðum dvelja; raddir í þá átt, hafa oft borist að eyrum vorum, og berast enn. Áminst samkoma Karlakórsins, hefði óneit- anlega mátt vera nokkuru betur sótt, en raun varð á; allir, sem að henni stóðu, áttu það meir en skilið, að stærri söfnuður hefði verið til taks; en á hitt ber líka að líta, að “sumrið er byrjað að líða,” eins og Einar Benediktsson sagði; annir að færast í vöxt, og margir burtu úr borginni; þetta er vinsamleg bending til Karlakórsins um það, að vera betur á verði næst, og undirbúa aðalsamkomu sína fyr á árstíð. Þökk fyrir góða skemtan. Megi Karla- kórinn lengi lifa! Auðlegð og fegurð íslenzkrar tungu Eflir dr. Richard Beck. (Meginmál ræðu á lokasamkomu Laugardags- skóla Þjóðræknisfélagsins 18. apríl 1942). “Vér skulum festa oss í mirtni, að til er fagurt mál, sem heitir íslenzka. Vér skulum hlusta eftir hljómi þess í setningum norrænna frásagna, í vísum og vísnabrotum, í þjóðsögum og talsháttum.” — Þannig komst Jón skáld Magnússon að orði í eftirtektarverðri grein um íslenzka tungu fyrir stuttu síðan, og þessi markvissu ummæli hins orðhaga skálds eru meir en þess virði að endurtakast. Hvert eitt lifandi mál, töluð tunga, er drjúg- umr meira en orðin tóm. “Það geymir fortíð og fósturland,” eins og skáldið kvað; og það á ekki sízt við um eins gamalt mál og íslenzkan er, bæði sem mælt mál og ritmál. Matthías Jochumsson vissi hvað hann söng, þegar hann sagði í lögeggjan sinni til okkar Islendinga í landi hér: “Tungan geymir í tímans straumi trú og vonir landsins sona.” Honum var það fyllilega ljóst, að í hljómöldum íslenzks máls má heyra hjartslátt sjálfrar þjóðarinnar. Að þessu leyti geymir hin hreim- mikla tunga ökkar meiri auðlegð, en'hægt er að gera sér fulla grein fyrir í fljótu bragði. Það er ein hliðin á ómetanlegu menningar- gildi hennar. Annað er það, og ekki ómerkilegra, að ís- lenzk tunga er sá töfralykill, sem opnað getur til fullnustu dyrnar að furðu og fegurðarheim- um íslenzkra bókmenta að fornu og nýju. Með því er eg ekki að gera lítið úr hinum mörgu prýðisgóðu þýðingum úr íslenzkum bókment- um, sem til eru á erlendum málum, t. d. á ensku, og eru okkur til hinnar mestu nytsemd- ar, þegar til þess kemur að ná til þeirra af yngri kynslóðinfii, sem af einhverjum ástæðum hafa orðið viðskila við mál feðra sinna. En um þá hliðina á þjóðræknismálum okkar er eg ekki að ræða hér í kvöld. Það er auðlegð og fegurð lungunnar sjálfrar, sem eg kýs sérstaklega að leggja á- herzlu á að þessu sinni. Islenzk tunga er sannarlega “hundrað strengja harpa”; og það er til marks um ágæti hennar og fegurð, að þeir, sem hafa náð hæstum og fegurstum tón- um úr strengjum hennar, hafa sungið henni mesta lofsöngva. I kvæðinu um móður sína segir Einar Benediktsson: “Eg lærði að orð er á íslenzku til um alt, sem er hugsað á jörðu.” Jónas Hallgrímsson, og hverjum hefir íslenzk- an leikið ljúfar í höndum, kallaði hana: “ást- kæra, ylhýra málið, og allri rödd fegri.” Og maður þarf ekki annað en kynna sér íslenzk ljóð að fornu og nýju til þess að sannfærast um það, að íslenzk tunga á sér himinvítt og hafdjúpt tónsvið. Hún getur túlkað hið há- fleyga og himinborna, eins og í “Norðurljós- um” Einars Benediktssonar og í sálmum þeirra séra Hallgríms Péturssonar og séra Matthíasar Jochumssonar. I því sambandi þarf ekki ann- að heldur en minna á þessi erindi um Jesú- barnið úr “Jólasöngnum” frá 1891: “Þú brosir, — jörð og himinn hlær, og hjarta hvert af gleði slær; þú talar, — böl og beiskja þver; þú bendir, — allir lúta þér. Þú blessar, — heift og hatur flýr; þú horfir, — syndin burtu snýr; þú kallar, — dauðir kasta hjúp; þú kennir, — lífsins skína djúp!” Þá á íslenzk tunga eigi síður orð yfir hið stórbrotna og sterka, og nægir um það efni að vitna til “Hafís”-kvæða þeirra séra Matthíasar og Einars Benediktssonar, að tveir einir séu til- nefndir af þeim skáldum okkar, sem slegið hafa á þá strengi tónríkrar hörpu íslenzkrar tungu. Ekki er það síður aðdáunarvert, hve ís- lenzkan á þýða, mjúka og blíða strengi, og verður manni þá undir eins hugsað til Jónasar Hallgrímssonar, þó seinni tíma skáld okkar hafi einnig gripið fimlega og fallega í þá strengi. Hversu gullfalleg er ekki þessi kvöld- bæn úr sólsetursljóðum hans: , “Blessuð, margblessuð, ó blíða sól! blessaður margfalt þinn beztur skapari! fyrir gott alt, sem gert þú hefir uppgöngu frá og að enda dags.” Á sömu strengi þýðleiks og mildi íslenzkrar tungu slær séra Matthías í “Barnabæn” sinni, sem íslenzk börn í landi hér ættu sem flest að læra — já, og við stóru börnin líka. I svo létt- stígum ljóðum er íslenzkan eins blíðmál og vorblærinn hjali við blóm, eða sumarbárur við fjöru- stein. Hér að framan hafa aðeins talirt verið nokkur dæmi til sanninda um auðlegð og fegurð íslenzkrar tungu, og af ásettu ráði hefi eg dvalið við hina mýkri og þýðari hlið hennar. Eigi er hér heldur svigrúm til að ræða um margbreytt hljóm- fall hennar, sem eitt sér er heill- andi umtalsefni. En nú skulum við til frekari staðfestingar hlýða á hvað há- mentaður útlendingur, sem lær: hafði til hlýtar íslenzka tungu, hefir um hana að segja. Eg á þar við hinn frakkneska vís- indamann, André Courmont, sem árum saman var sendikennan við Háskóla Islands. Honum fórust svo orð í erindi um “Er- lendar tungur” í Reykjavík 1920: “Það kemur ykkur varla á ó- vart, þegar eg segi, að íslenzk- an er mér yndislegasti garður inn, sem eg hefi fundið. Þessu hreina, djúpúðga, máttuga og hljómskæra máli á eg að þakka mesta andans gleði, málinu, sem er strangt og kaldrænt eins og jökulbreiðan, sem norðanvindur- inn næðir um, sem er blítt og draumþrungið, eins og ilmur bjarkarinnar á vatnsbakkanum um vor, málinu, sem eitt skáldið ykkar lýsir svo aðdáanlega í ljóði, sem sannar sjálft það sem hann segir: “Eg ann þínum mætti í orði þungu, eg ann þínum leik í hálfum svörum, grætandi mál á grátins tungu, gleðimál í ljúfum kjörum. Eg elska þig málið undurfríða og undrandi krýp að lindum þínum. Eg hlýði á óminn bitra, blíða, brimhljóð af sálaröldum mín- um.” Og þessi frakkneski vísinda- maður taldi það “mikið lán,” svo að viðhöfð séu hans eigin orð, að hafa þurft að læra íslenzku. Hvað ætti okkur þá að finnast, íslenzkum mönnum og konum? Uppeldis- og fræðslumál “Það er svo margt ef að er gáð, sem um er þörf að ræða.” Ef “Hlín vill lána mér ofur- lítið rúm, langar mig til að nota það og ræða við ykkur, góðu konur, víðsvegar um landið, um nokkur þau áhugamál, sem mér liggja á hjarta, og isem eg veit, að þið eruð einnig að glíma við. Nú hefir tíminn breyzt að mörgu leyti á síðari árum, og að- staða kvlenna í þjóðfélaginu sömuleiðis. — Veldur því margt og meðal annars réttarbætur, sem konur hafa fengið og meiri mentun. En þó að ekki sé langt siðan konur hér á landi fengu aukin réttindi sín, og þar með atháfnafrelsi, þá hafa þær sýnt, að þær voru frtolsisins verðar, og þær imunu sýna það betur fram- vegis. Konurnar skilja það vel, að auknum rétti fylgja kröfur, iskyldur og ábyrgð. Á siðuistu árum, eða síðan rýmkað var um tjóðurbandið á kvenþjóðinni, hafa þær veitt sér ofurlítið meira olnbogarúm í þjóðfélagismálum, myndað með sér ýmisan félagsskap og farið að hpgsa um sin sérstöku mál- efni og fylgja þeim fram til úrlausnar. Og það væri ekki rétt að siegja, að lítið hafi orðið ágengt, þegar þess er gætt, að att félagslegt starf kvenna hér á landi er isvo að segja í byrjun og við marga erfiðleika að etja. Nú síðan konur flengu kosning- arrétt og kjörfrelsi í landsmál- um hafa þær, eins og eðlilegt er, tekið þeim sjálfsagða rétti fegins hendi og tekið þátt í ýms- um málum út á við, einnig stjórnmálum. En það vterð eg að segja, að mér finst ýms önn- ur þjóðfélagsmál hugðnæinari, og standa konum nær, en hin pólitíiska orráhríð karlmannanna. Saint skal eg ekki 'laista það, að konur taki þátt í stjórmmálum, beint eða óbeint, ef það gæti orð- ið til þess, að bæta og göfga póilitískan hugsunarhátt, og kem- ur ekki í bága við þau störf kon- unnar, ler síður má vanrækja. Eg sagði áðan, að tíminn væri að mörgu leyti breyttur, og að margt hefði breyzt til hins betra, en hins vegar eru nú svo mörg veður í lofti, að segja má, að allra veðra sé von, þurfa því einnig konurnar að vera við öllu búnar. Margs er að gæta og í mörg horn að líta, bæði inn á við og út á við. Með hverri kynslóð er kona mannkynisins að verða frjáls- bornari. Starf hennar og staða þýðingarmeiri í alheimsbarátt- unni. Þetta nær einnig til okk- ar íslenzku k\1ennanna. Cileym- um því ekki. Tökum ekki á móti ókomna timanum með tóm- læti. Eg læt hugann reika víða, þeg- ar eg er búin að taka pennann í hönd, og er í anda komin upp í sveit og farin að ræða við kyn- systur mínar um samleiginleg hugðarefni. Mér er sveitin æfin- iega kær. Hún er gróðrarreitur bernsku minnar, og þar dvelur muni minn mörgum stundum og minnist þess sem var. Þegar maður ler barn, hugsar maður einis og barn og lifir í leikjum sinum og berniskuheimi, en þeg- iar fullorðinsárin taka við, fer hugurinn að leita í aðrar áttir, þá fer maður að hugsa til hinna ungu, sem brátt eiga að taka við af okkur hinum leldri, og leggja til sóknar og varnar í lí-f-s baráttunni sem þeirra bíður. Ef eg ætti að svara því, hvað það væri, er flestum mæðrurn landsins barna 'lægi nú þyngst á harta, þá mundi eg svara því, að það hlyti að vera fraintíð barna þeirra, eins og það hefir vitan- llega altaf verið, en sérstaklega á þessum umbrotatimum. — Eng- um dettur í hug að halda, að bleisisuð börnin sóu nú verri en þau hafa áður verið. Langt frá, en það hilýtur að vera margri móðurinni áhyggjuefni, að ef barnið hennar fier út af heimil- inu, til þess að leita sér fræðslu eða atvinnu, að eiga á hættu, að áhrifin, sem það verður fyrir, skoli |því út í hringiðu gáleysis og léttúðar. Það hefir ef til vill aldrei ver- ið brýnni þörf á því en nú, að konur þessa lands, mæður hinn- ar ungu og uppvaxandi kynslóð- ar, gefi gætur að uppeldismálum barna sinna. En þá vaknar vit- anlega isú spurning: “Hvað geta foreldrar gert, til þess að vernda æskulíf barna sinna fyrir óholl- um áhrifum, svo að þau geti notið æsku sinnar í friði og þroskast i þvi, sem gott er og eðlilegt?” Eg held því hiklaust fram, að fyrsta og bezta skilyrði til far- sældar, sé að halda börnunum að kirkulegum áhrifum, eins og áður var, svo að þau rótfleistist i kriistinni trú, svo flótt sem unt er. — Mér finst það vera svo líkt með börnin og blómin. Alt er undir því komið með þroska og fegurð jurtarinnar að vei og vit- urlega sé með hana farið frá því hún er fyrst lögð í jörðina slem lítið frækorn. — Börn eru að eðlisfari dásamleg, hreinskilin, drenglynd og næm fyrir fegurð. Það er þvií ekki litið nauðsyn- legt að vekja og glæða þessa góðu eðliskosti, áður en þau afvega- leiðast af öðrum verri áhrifum. Flestum er isvo farið, að ef þeir hafa fiengið einhvern dýran minjagrip að erfðum, að halda þá mjög mikið upp á slíkan grip og láta hann ekki glatast nc ganga úr ættinni. Og sumir höfðu iþiá trú að gifta fylgdi. — Vér íslendingar eigum dýrmæt- an arf, isem geymdur er í söguni forfeðra vorra og formæðra. Vér þekkjum að nokkru leyti líf þeirra, starf og baráttu af sög- unum. Vér vitum að forfeður vorir áittu^ marga ágæta eðlis- kosti. Og að það, sem mest ein- kendi skapferli þeirra, var dreng- lyndi og karlmeniska. Og vér vitum, að það, sem öðru frlemur ól upp i þeim hetjuþrótt og hreina lund, voru íþróttir og ýmiskonar líkamisæfingar. Meðal annars hefir sund og vígfimi verið frábær. Einnig vitum vér, að ættfeður vorir voru trúmenn. Hof sín bygðu þeir sjálfir og dýrkuðu goðin af heitum og stlerkuin á- trúnaði. Og er sagt, að sumir blótuðu daglega. Með öðrum orðum, Iþeir lifðu daglega í sam- bandi við trú sína. Það eiga kristnir menn einnig að gera. Svo sem það þótti hteillavænlegt til forna, að rækja vel trú sína, svo er það enn. Eg held að það isé óhætt að skýrskota til erfðakosta fornfor- eldra vorra. Það væri ekki úr vegi fyrir unga fólkið nú, að nema staðar og líta upp úr öllu þessu andllega 'stóregni, sem á því dynur, og fletta upp i forn- sögum voruim og gæta að, hvort ekki sé sumt af þessum góðu og heilsteyptu mannkostum að ganga úr sér hjá niðjununi. íslenzkar konur og mæður! Þessi arfur býr i osis öllum, er nú lifum. Leitið að dygðum for- feðranna og brýnið þær fyrir börnunum. Opnið augu þeirra fyrir hinu iþróttmikla íþróttalíf' þeirra. Það mun reynast giftu- drjúgt, sakir þess, að iþróttalif leiðir ungmennin burt frá hvers- konar spillingu, en krefst hins- vegar fuillkomins drengskapar og ihreinliegs lifernis til líkama og sálar. — Styðjið ungmennafélög- in og hvetjið þau til dáða og drengskapar og um fram alt til isannra íþrótta. Öllum börnum ætti að innræta snemma þjóðrækni og ættjarðar- ást, því það er öllum meðfædd tilfinning. Ættjarðarástinni verð- ur erfitt að útrýma, þó sumir hinna yngri vilji svo vera láta, af |því að hún hefir oft vierið mis- notuð. — En römm er sú taug, er dregur menn og málleysingja föðurtúna til. — Ættjarðarástin á rætur sínar í djörfustu og beztu tillfinningum imannshjartans. Það er heilög heiðursskylda, ler hver manneskja fær i vöggugjöf, að vera þjóðrækinn og þegnhollur, og vera það altaf í daglega líf- inu, jafnvel við lítilfjörlegustu störfin má það ekki gleyinast, að maður er fulltrúi, sem vinnur i umboði. Og að loikum eitt — mæður! Snúið athygli barnanna að feg- urð og yndi náttúrunnar og fjöl- breytni blómanna. Hversu þau eru miklu betur skrýdd en Saló- mon í allri sinni dýrð, og mun hann þó hafa verið býsna skraut- líegur. — Verið búnar að gera börnin að garðyrkjumönnum áður en þau eru 8 ára. Litlir garðyrkjufræðingar eru óvenju skemtilegt fólk, einkum af því, hvað þeim sjálfum þykir gainan. — Byrjið á því að sýna þeim, að dálítill skrúðgarður og graisflöt. ásamt beinum vel lögðum eða steyptum stéttum kringum bæ- inn, er ólíkt fallegri og býður betri þokka, en moldarihlað og staksteinóttar og mjóar stéttir. — Hvert barn ætti að gera það heit, að viera búið á fermingar- aldri að gróðursetja að minsta kosti eitt tré í garði foreldra sinna. í smábæ einum á Þýzkalandi hefir sá siður verið innleiddur, að hver brúður skuli á giftingar- degi sínum gróðursetja eitt tré. Mér 'hefir dottið í hug, hvort ekki væi gaman að taka upp þennan isig hér á landi. Að liver kona, sem giftir isig, og sezt að á heimili manns síns, gróður- setji “Brúðartré” við hið nýja heim'kynni sitt, til minningar um hjónabandið. A. Þ. — (Hlín). t

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.