Lögberg - 02.06.1942, Síða 8
8
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. JÚNÍ, 1942
Úr borg og bygð
MATREIÐSLUBÓK
Kvenfélag Fyrsta lúterska
safnaðar í Winnipeg. Pantanir
9endist til: Mrs. E. W. Perry,
723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S.
Feldsted, 525 Dominion Street.
Verð $1.00. Burðargjald 5c.
♦ ♦ •»
Heimilisiðnaðarfélagið heldur
fund að 'heimili Mrs. Hannes J.
Lindal, 912 Jessie Ave., á mið-
vikudagskveldið þann 10. þ. m.
kl. 8.
Birgir Halldórsson tenórsöngv-
ari með aðstoð Snjólaugar Sig-
urðsson, heldur söngsamkomu í
Árborg á föstudaginn þann 12.
þ. m. kl. 8.30 e. h. Dr. IJárus
Sigurðson sýnir kvikmyndir af
fslendingum í Nýja fslandi og
Winnipeg, auk anmira fróðlegra
og skemtilegra kvikmynda. Arð-
urinn gengur til sumarheimilis
harna að Hnausum.
♦--♦■•♦•
Þann 12. apríl s.l. h’laut skirn
í St. Andrews kirkjunni í Sidney,
B. C., lítill sonur hjónanna Mr.
og Mrs. Lloyd Gregory, og hlaut
nafnið Gary James Thorleifur. —
Mrs. J. McNeil og Sergeant Gor-
don Jackson og faðir barnsins
voru skírnarvottar. Athöfnin var
mjög hátíðleg. Viðstödd voru
við iskírnarathöfnina móður afi
og amima hins unga sveins, þau
Mr. og Mrs. Thorleifur Skag-
fjörð, Selkirk, Man., er þá voru
á kynnisför þar vestra og um það
bil gestir dóttur sinnar og
tengdasonar. Presturinn, séra C.
A. Sutton, framkvæmdi skírnina.
•f -f •♦•
Senior Choir At Home
and Silver Tea
Eldri isöngflokkur Fyrsta lút-
erska safnaðar hefir ákveðið að
halda “At Home and Silver Tea”
á fimtudagskvöddið 11. júní, i
fundarsal kirkjunnar á Victor
Street.
Flokkurinn skemtir með kór-
söng og nokkrum islenzkum
gamansöngvum. Einnig aðstoð-
ar frá Irene Thorolfson, sem
öHum er góðkunn, með fiðluspili.
Vonast er eftir að sem flestir
safnaðarmeðliimir og aðrir vinir
sýni velvild isína með því að
koma og skemta sér með kórn-
um þetta kvöld. Allir velkomnir!
-f -f -f
Gjafir til Betel í maí 1942
ónefnd á Betel, $5.00; Mrs.
W. L. Brown, Tantallon, Sask.,
$5.00; Atlhent af Mr. G. B. Magn-
ússon, Gimli, $8.00 (helmingur
af ágóða inntekta við sýningu
íslandsmyndanna, sem sendar
voru Þjóðræknisfélagi Vestur-ís
lendinga); Ónefndur á Betel,
$1.00; Mns. Monica 'rhorláks-
son, Calder, Sask., $2.00; Mrs.
C. O. L. Chiiswell, Gimli, Box of
Milk Chocolate Gubes; Mrs. F.
Russell and Mrs. G. Hamilton,
Winnipeg, 7y2 Ibs. of candy;
Mrs. Ásdís Hinrickson, Betel,
$5.00 War Savings Certificate;
ónefndur á Betel, $5.00 War
Savings Certilicate; Gudmund
Petenson, Minneapolis, Minn.,
“My annual contribution,” $5.00:
John Johnson, Blaine, Wash.,
$5.00.
Kærar þakkir,
J. J. Swnnson, féhirðir.
308 Avenue Bldg.,
Winnipeg.
TIL PESS AÐ TRYGGJA
YÐUR SKJÓTA
AFGREIÐSLU
Skuluð þér ávalt kalla upp
MRGENT
TAXI
PHONE
34555 - 34 557
SARGENT and AGNES
TRIJMP TAXI
ST. JAMES
Phone 61 111
Dr. Ingimundson verður
Riverton þann 9. júní n.k.
-f f ♦
1. júní 1942
Sumars blíður árdags ylur
endurnærir þróttinn minn
Jörð sín fögru djásn ei dylur,
Drottins almátt Iþar eg finn.
G. fí. Jónsson,
Betel, Gimli, Man.
-f -♦- -f
Kirkj uþingserindrekar
Fyrsta lúlerska safnaðar
Að aflokinni guðsþjónustu í
Fyrstu lútersku kirkju á sunnu-
dagskvöldið var, voru eftirgreind-
ir erindrekar kosnir frá söfnuð-
inum til þess að mæta á næsta
kirkjuþingi, sem haldið verður
í Selkirk:
Sigurbjörn Sigurðsson
Grettir L. Jóhannsson
Mrs. A. S. Bardal
J. .1. Bíldfell.
Varamenn:
V'ictor ,1. Jónasson
S. J. Sigmar.
-f ♦ -♦
Þann 27. maí síðastliðinn lézl
á sjúkrahúsi í San Diego, Cal.,
Frank W. Frederickson, (i(> ára
að aldri; hanp var fæddur i
Winnipeg. Foreldrar hans voru
þau Friðrik Sigurbjörnsson og
Sigríður Jónssdóttir; þau voru
fyrstu íslenzku pei-sónurnar,
sem gefnar voru saman í hjóna-
band i Winnipegborg. Séra Páll
Thorlaksson framkvæmdi hjóna-
vígsluathöfnina. Frank átti
heima í VV'innijieg til ársins
1900, en þá fluttist hann til
Bandaríkjanna, og átti þar heima
jafnan síðan; hann lætur eftir
sig ekkju, Ellen, af sænskum
ættum, og tvær dætur og einn
son. Einnig lifa Frank fjögur
systkini; Mrs. Halldór Thorolf-
son, álsystir; en hálfsystkini
eru, Mrs. H. J. Vopni, Winnipeg;
Mrs. W. A. Ross, Moose Jaw,
Sask., og John Davidson, bú-
settur í Winnipeg.
-f -f -f
DÁNARFKEGNIR
Laugardaginn 21. marz s.l.,
anaðist á St. Josephs sjúkra-
ihúsinu í Bellingham, VV'ash.,
Louise Jenne Goodman, aðeins 5
ára að aldri, fædd 8. íebrúar
1937, dóttir þeinra Mr. og Mrs.
Louis Goodman frá Marietta,
Wash. Hún var að nokkru leyti
fósturdóttir afa síns og ömmu,
þeirra Mr. og Mrs. G. H. Olson
búandi hjóna í nánd við Blaine,
Wash. Louise Jenne var hið
mesta myndarbarn; er hennar
því sárt saknað af öllu sifjaliði
og vinum. Hún var jarðsungin
frá Purdy & McKinney útfarar-
stofunni i Blaine, 23. marz að
mörgu fólki viðstöddu. Séra
Guðm. J. Joihnson jarðsöng.
Fimtudaginn 16; apríl s.l. dó
að heimili sínu í nánd við
Blaine bæ, Daníel Johnson, rúm-
lega 85 ára gamall, mesti gæða-
maður, elskaður og virtur af Öll-
um, sem hann þektu. Hann læt-
ur eftir sig konu sína Kristínu
Jóhannesd. Benediktson, einnig
þrjár dætur og einn son. —
Daníel var jarðsunginn frá heim-
ili sínu þann 21. apríl, að mörgu
fólki viðstöddu, hann var lagður
til hinztu hvíldar í grafreit ís-
lendinga við California Creek,
að Blaine. Hans verður nánar
getið síðar í Lögbergi.
Fimtudaginn 30. apríl s.l. and-
aðist að heimili sínu í Marietta,
W'asih. merkisbóndinn Gunnar
Jóhanncsson Holm, rúmlega 74
ára að aldri. Gunnar lætur eftir
sig konu sína, Sæunni Markús-
dóttur, ættaða úr Eyjafirði, og
einn bróður, Vilhjálm að nafni
— Gunnar sál. var jarðsunginn
af séra Guðm. P. Johnson, mánu-
daginn 4. maí, frá útfararstofu
Bingham-Dahlquist í Belling-
ham, að viðstöddum mörgum
vinum og vandamönnum. Hans
verður nánar getið síðar.
Föstudaginn 8. maí s.l. lézt á
ellimanna heimilinu í Blaine,
Washington, hjá dóttur sinni,
Mrs. Guðrúnu Gladu, hin ahiraða
í hefðarkona Gunnvör Baldvins-
dóttir Hallson, tæpra 92 ára;
hana lifa þrjár dætur hennar,
Jóhanna, Guðrún og Kristín, og
einn sonur, Jóhann að nafni. — -
Hún var jarðsungin frá lútersku
kirkjunni í Blaine, mánudaginn
tl. maí, að mörgu fólki við-
stöddu. Séra Guðm. P. Johnson
jarðsöng. Hennar verður nánar
getið síðar í Lögbergi.
Ný ljóðabók
Guðmundur fíöðvarsson:
ÁLFAR KVÖLDSINS.
Ljóð. Bókaútgáfa Heims-
kringlu — 1941.
Guðmundur Böðvarsson, bóndi
á Kirkjubóli í Hvítársíðu, varð
landfrægt skáld, þegar fyrsta
ljóðabók hans kom út árið 1936,
en hún flét Kyssti mig sól. Áður
hafði hann birt örfá kvæði í
blöðum og tímaritum, sem vak-
ið höfðu athygli, en Kyssti mig
sól skar úr um framtíð hans
sem skálds, því að þar var hvert
kvæðið öðru snjallara og hafa
fáir byrjendur farið jafnglæsi-
lega af stað á seinni árum.
Margir urðu til að ljúka lofs-
orði á bókina, og bar öllum
saman um, að hér væri á ferð-
inni sérkennilegt skáld og fágað,
sem léti ekkert kvæði frá sér
fara, fyr ien það væri samboðið
góðum og vandvirkum lista-
manni.
önnur bókin, Hin hvítu skip
(1939), staðfesti enn frekar það
álit, sem Guðmundur Böðvarsson
hafði áunnið sér með Kyssti mig
sól, enda er lítið kVæði, sam-
nefnt bókinni, meðal fegursta
harmljóða, sem kveðin hafa ver-
ið af íslenzkum nútímaskáldum.
Rétt fyrir jólin kom svo á
markaðinn þriðja ‘bók Guðmund-
ar, en henni hefir hann gefið
nafnið Álfar kvöldsins. Þessir
álfar eru 25 kvæði, og hefir Guð-
mundur aldrei ort betur en sum
þeirra, þótt ef til vill mætti segja
um önnur, að hann hefði flýtt
sér helzt til mikið með þau.
Hinn síðasti morgunn, Flakk-
arinn á hestum, Tvær hæðir,
Stephan G., Ekki má ek blóð
sjá og Raddir, sem aldrei
hljóðna, — öll eru þessi kvæði
með ótvíræðum snildarbrag, og
bera vott um Ijóðræna yfirburði
og næman skilning á yrkisefn-
unum. En einmitt þetta tvent
er úrslitalóðið á vogarskálinni,
þegar greint er á milli skáld-
skapar og hagleiks um orðaval.
Þess vegna skiftir það ekki
miklu máli, þótt fáeinum kvæð-
um kunni að vera eitthvað ábóta-
vant um form: Þau eru samt
sem áður gædd öllum höfuðein-
kennum skáldsins, innsæi þess,
hljómi og töfrum.
Guðmundur Böðvarsson er
enn ungur mður. Á daginn
gegnir hann hinum eéfiðu störf-
um íslenzks sveitabónda, en
þegar aðrir njóta sviefns, vakir
hann við strengleik hörpu sinn-
ar og yrkir fögur Ijóð, L stað
þess að unna sér hvíldar. Það
er ekki á allra færi að gegna
jafn torveldu hlutskifti, en Guð-
mundur Böðvarsson leysir það
þannig af hendi, að öll íslenzka
þjóðin stendur I þakkarskuld við
hann. Þá skuld fær hún bezt
greitt með því að lesa Ijóð hans,
læra þau — og meta þau.
—(Samtíðin).
Dumas hinn eldri hafði kon-
unglegar tekjur af reyfarasögurn
sínum. En þrátt fyrir það
komst hann í peningavandræði.
Veðlánssalar voru stöðugir gést-
ir hjá honum.
Einu sinni barst Dumas beiðni
um það, hvort hann vildi ekki
gefa 20 franka í fögru augna-
miði: Gamall og fátækur lög-
taksmaður væri dáinn og ætti
að fara að jarða hann.
“Tuttugu franka til að jarða
lögtaksmann?” Dumas blés önd-
inni mæðilega. Síðan lagði hann
fram 40 franka, og sagði:
“Hérna, jarðið þið tvo!”
“Hjartað það var gott.”
Hljómplötur eftir Maríu Mark-
an, “Draumalandið” og “Svana-
söngur á heiði” fæst enn í
Björnssons Book Store að, 702
Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Platan kostar $1. Póstgjald að
auki 25c fyrir eina plötu og 35c
fyrir tvær. Styðjið Rauðakross
íslands.
KYNJATALAN
Getur nokkur gert grein fyrir
þeirri lurðulegu tölu. Það er
mælt að grískur prófessor í
stærðfræði, Zervos að nafni, hafi
fundið hana.
Talan er 142857, svo ósköp
blátt áfram. En einkennileg er
hún í meira lagi. Sé hún lögð
saman verður það: 285714 og
eru það nákvæmlega sömu tölu-
stáfir og í fyrgreShdri tölu. Sé
sú tala margfölduð með 3, þá
kemur út: 428571, aftur sömu
tölur, en ekki í sömu röð. Marg-
földurn með 4, koma enn sömu
tölur út, 571428. Margföldum
með 5, fer á sömu leið; út kem-
ur: 714285. Höldum áfram, það
er Iokkandi og margföldum með
6 og þá kemur 857142.
En hér skal nú lokið leik.
Þessar tölur, sem ávalt eru hin-
ar sömu en skifta sí og æ sæti,
valda því, að oss snarsundlar.
En til þess að hvíla augað vit-
und, þá margföldum ineð 7. Þá
fáum við óvænta, en viðfeldna
úrlausn, en það er: 999999-
Messuboð
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar .1. Eylands
prestur.
Sunnudaginn 7. júní:—
Guðsþjónustur ineð venjuleg-
um hætti: á ensku kl. 11 f. h.
á íslenzku kl. 7 e. b.
•f -f -f
Lúterska kirkjan í Selkirk:
Sunnudáginn 7. júni:
Sunnudagaskóli kl. 11 árd.
Ensk messa kl. 7 síðd.
Allir boðnir velkomnir.
S. ólafsson
■f -f f
Sunnudaginn 7. júní messar
séra Sigurður ólafsson i Víði-
nessöfnuði við Húsavík, Man.
Messugjörð hefst kl. 2 e. h. Að
ilokinni messu verður vorfundur
safnaðarins. Sérstakt offur tek-
ið til kirkjufélagsþai'fa. Fólk
beðið að fjölmenna.
Ailir boðnir velkonmir.
S. ólafsson.
-f -f -f
Sunnudaginn 7. júni verða
þessar guðsþjónustur hafðar í
prestakaJli séra H. Sigmar:
I Vidalínskirkju kl. 11 f. h. is-
lenzk inessa, fundur til að kjósa
erindreka á kirkjuþing og offur
til trúboðs.
f Mountain kl. ,2.30 fslenzk
messa og fundur til að kjósa
erindreka á kirkjuþing.
f Fjalilakirkju kl. 8 e. h. ís-
lenzk messa. Stuttur fundur til
að kjósa erindreka á kirkjuþing.
Fólk beðið að fjölmenna við
messurnar. H. S. Sigmar jirédik-
ar í Fjallakirkju.
♦ ♦ ♦ .
Messur í Vainabygðum
Sunnudaginn 7. júní:—
Westside School, 11 f. h.
(islenzk)
Foam Lake, 2.30 e. h. (ensk)
Leslie, 7.30 e. h. (ensk).
B. Theodore Sigurdson.
*■ f ♦
Preslakall Norður Nýja íslands
Sunnudaginn 7. júni:—
Víðir, inessa og ársfundur
safnaðarins kl. 11 f. h.; Árborg,
fermingarme«sa og altarisganga
kl. 2.30 e. h. fí. A. Bjarnason.
SEEDTIME'
cvttcL
’HARVEST'
Bv
Dr. K. W. Neatby
DineUr, Afritidturol Drjartwunl
I Moctk-Wwi Lin« EWraior* ÁMMÍiH—
Our laboratory has made
dupiicate germination t e s t s
and sent out reports on 9,075
seed samples of cereals and flax
during the past winter. This
shows clearly that services we
offer are in demand among
farmers and are appreciated by
them. Grain buyers are pleas-
ed to be in a position to assist
their patrons in this way.
An equally, if not more, im-
portant matter follows.
Why have we in the prairie
provinces fallen so far sbort of
our flax acreage? Of course,
there are several reasons. Some
land is unsuitable, grasshoppers
are a threat in some districts
and it is not a particularly nice
crop to handle. However, one
of the chief reasons for fight-
ing shy of flax is the prevalence
of w'eeds.
Every farmer should know
the names and habits of all
weeds on or near his land. Per-
haps this sounds like free advice
which is worth only what it
costs! Not so; it is a plain
statement of fact. Any farmer
who cannot recognize all im-
portant weeds may be sheltering
some very dangerous ones with-
out knowing it.
In order to have weeds accur-
ately identified withoút cost, it
is only necessary to deliver
specimens (complete with roots
and flowers—if possible) to
any grain buyer of line elevator
companies associated with this
Department. Grain buyers will
forward them to our office, and
we will report promptly.
We feel inclined to apologize
for dealing with a subject so un-
happy; but the weed problem
gets worse year by year, and wre
are ready and willing to help.
Our 72-page bulletin “An II-
lustrated Guide to Prairie
Weeds” is available to farmers
free. Consult your local grain
buyer or write to us for a copy.
(43)
MINNIST BETEL
í ERFÐASKRÁM YÐAR
Opportunity . . .
Are YOU making
the most of yours?
Attendance at the MANITOBA day school or evening
classes will help YOU to obtain gainful employment or pro-
motion.
THE DEMAND FOR TRAINED OFFICE HELP NOW
EXCEEDS THE SUPPLY
and the demand is steadily increasing.
Why not make the most of this opportunity? Write, call
or telephone for a copy of our prospectus giving full infor-
mation.
Day and Evening
Classes
Evenings:
Mondays and
Thursdays
7.30 to 10 p.m.
fmflniTOBfll
ill 11 c%ái£g'"L j
Premises giving
the most spacious
accommodation
per student in
Western Canada.
Originaters of Grade XI Admission Standard
334 PORTAGE AVE. ™11 Phone 2 65 65