Lögberg - 18.06.1942, Qupperneq 1
PHONES 86 311
Seven Lines
nVW'
»S2
Cot- *
Aí* For Beller
Dry Cleaning
and Laundry
iot
PHONES 86 311
Seven Lines
Cot* and
Satisfaclion
i5. ARGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ, 1942
NÚMER 25
ÞRÍVELDA SÁTTMALI
UNDIRSKRIFAÐUR
Þau stórmerku tíðindi voru
sanitímis gerð heyrinkunn á
löstudgginn þann 12. þ. m. i
Washington, London og Moskva,
öð Bandaríkjamenn, Bretar og
Hússar, hefði þá nýverið skrifað
l|ndir órjúfandi vináttusáttmála,
það markmið hefði fyrst og
Iremst, að binda sigursælan enda
á núverandi heimsstyrjöld, og
vinna að því loknu i sameiningu,
að skipulagningu varanlegs frið-
ar, sem stofnað skvldi til á
breiðum bræðralagsgrundvelli.
Svo leynt var farið með undir-
búning þessa nýja sáttmála, að
ekki var vitað fyr en eftir samn-
ingu hans og staðfesting, að
ulanrikisráðherra Rússa, Moio-
tov, liafði bæði heimsótt London
og VVashington í þessum erind-
um.
Sáttmálágerð þessi hin nýja,
hefir vakið fögnuð mikinn i
stjórnarsetrum sameinuðu þjóð-
anna.
Atök um herskylduna
Kappsamlegar umræður standa
nú yfir 1 sambandsþinginu um
það, hvort nauðsyn sé á her-
skyldu nú þegar, eða hvort sjálf-
hoðaaðferðin sé fullnægjandi.
Af hálfu ráðuneytisins hafa tal-
að þeir King forsætisráðberra,
og Gardiner landbúnaðarráð-
gjafi; eru þeir báðir þeirrar
skoðunar, að herskyldu ineð það
fýrir auguni, að senda nýjan
liðssafnað austur um haf, sé
ekki þörf, sem stendur, og eng-
an veginn vist, að hennar verði
nokkru sinni þörf, þó vitað sé
að nauðsynlegt sé að fá liðssafn-
aðarlögunum breytt; meðal ann-
ars til þess, að geia komið til
fulltingis við nágrannaþjóðina
sUnnan landamæranna.
Mr. Hanson, foringi íhalds-
Uokksins, krefst skilyrðislausr-
ax herskyldu nú þegar, en Mr.
Coldwell, leiðtogi C.C.F. heimtar
það, að öll auðæfi þjóðarinnar
verði herskylduð samtímis mann-
afla þjóðarinnar.
Fjórða atrennan á
Port Darwin
Á þriðjudaginn gerðu Japanir
hina fjórðu loftárás sína á Port
llarwin, og höfðu í árás þessari
yfir þrjátíu sprengjuflugvélar;
svöruðu Ástralíumenn eldkveðj-
um þessum ineð loftvarnabyss-
um sinum, og urðu úrslit þau að
tíu árásarvélar Japana voru
skotnar niður án þess að verj-
endur hafnarvirkisins mistu eitt
einasta loftfar; árás Japana or-
sakaði lítið tjón.
Mrs. Jessie MacLennan
látin
Síðastliðinn mánudag lézt að
heimili sínu, 247 Ruby Street hér
í borginni, Mrs. Jessie Mae-
Lennan, freklega 64 ára að aldri;
hún hafði legið rúmföst í fimm
vikna tima.
Mrs. MacLennan kom til Win-
nipeg frá London árið 1920, og
leið eigi á löngu að hún tæki að
gefa sig hér að opinberum mál-
uni; hún átti sæti í skólaráði
Winnipegborgar i seytján ár, og
var fyrsta konan, er hlotnaðist
sú sæmd, að verða skólaráðsfor-
seti. Mrs. MacLennan var gáf-
uð kona og víðsýn, er jafnan
har fyrir brjósti velfarnan þeirra,
er höllum fæti stóðu í lífsbarátt-
Unni; hún naut hvarvetna trausts
þar sem leið hennar lá, og steig
mörg hljóðlát en giftudrjúg skref
i sanna umbótaátt.
Allan þann langa tima, sem
Átrs. MacLennan sat í skólaráði,
fór hún með umboð 2. kjör-
öeildar.
Uppþot í Hamborg
vegna vistaskorts
Um siðustu helgi varð all-
alvarlegt uppþot i Hamburg
vegna vistaskorts, eða heinlínis
hungurs; ,að þessu kvað svo
ramt, að Svartahöndin, en slíkt
er nú viðnotað nafn á leynilög-
reglu Hitlers, var kvödd á vett-
vang í þúsundatali til þess að
skakka leikinn; i viðureign
þessari, létu sjö leynilögreglu-
menn lífið, auk þess sem all-
margir úr hópi borgara voru
ýmist skotnir til dauðs eða særð-
ir. Samkvæmt nýjustu fregn-
um, bafa tuttugu og fimm þýzk-
ir horgarar verið teknir af lífi er
sakaðir voru um, að hafa verið
viðriðnir upþþot þetta, en marg-
ir settir í fangelsi til yfirheyrslu.
Frá íslandi
Kauplagsnefnd og Hagstofan
hafa nú reiknað út vísitöluna
fyrir febrúarmánuð, og er hún
óbreytt frá því, í janúar, eða
183. — Þetta er í fyrsta skifti
um all-langt skeið, sem vísi-
talan ihefir staðið í stað. Venjan
hefir verið, að visitalan hefii
hækkað jafnt og þétt hvern mán-
uð, og hafa stökkin oft verið
stór. — Eru það aðgerðir ríkis-
stjórnarinnar i dýrtíðarmálun-
um, sem hafa haft þessar verk-
anir á vísitöluna. — (Mbl. 21.
febrúar).
•
Merkjasala Rauða krossins á
öskudaginn var meiri en dæmi
eru til áður hér í bænum. Komu
inn um 16,000 krónur fyrir
merki þenna dag.
Merkjasala fór einnig fram
úti á landi, en fréttir hafa ekki
borist um, hvernig söfnunin hef-
ir gengið þar.
Yfirmaður Rauða kross Banda-
ríkjanna hér á landi, Mr. Mac-
Donald, færði félaginu að gjöf
álitlega peningaupphæð frá
Rauða krossi Bandaríkjanna.
— (Mbl. 2. febr.).
Húsið Nr. 102 við Hafnarstræti
á Akureyri brann á föstudags-
morguninn og er talið ónýtt.
Eldsins varð vart kl. rúmlega
8 um morguninn. Læsti hann
sig á augabragði um alt húsið,
sem er timbunhús, bygt nokkru
eftir aldamótin, og brann alt
innan úr því á tæpum tveimur
timum, en þá hafði tekist að
slökkva eldinn Slökkviliðið á
Akureyri og brunalið setuliðsins
unnu í sameiningu að þvi að
ráða niðurlögum eldsins og tókst
það áður en útveggir hússins
brunnu það mikið, að húsið
hryndi. Veður var kyrt, svo að
létt reyndist að koma i veg fyrii
frekari útbreiiðslu eldsins, en
UMBOÐSMENN VESTUR-lSLENDINGA
í framkvæmdarítjórn Eimskipafélags Islands
Ásmundur P. Jóhannsson,
byggingameistari
Hr. Ásmundur P. Jóhannsson
byggingameistari, hefir átt sæti
í framkvæmdarnefnd Eim-
skipaféliagsins í 21 ár, og á ný-
afstöðnum ársfundi i Reykja-
vík verið endurkosinn til
tveggja ára; hann hefir oft
farið til íslands á aðalfundi
félagsins.
mikið er af gömlum timhurhús-
um þarna rétt við, svo sem Hótel
Gullfoss og Hótel Akureyri, á-
samt ýmsum smærri húsum.
Húsið, sem brann, var eign
Jóns Stefánssonar fyrv. ritstjóra
á Akureyri og var vátrygt fyrir
100 þús. krónum.
Brezka setuliðið hafði húsið á
leigu frá því i júní sumarið 1940
og voru engir aðrir í húsinu en
setuliðsmenn. Upptök eldsins
voru ókunn siðast er blaðið
frétti.— (Timinn 17. marz).
•
Aðalfundur Þjóðræknisfélags
fslendinga var haldinn i Kaup-
þingssalnum miðvikudaginn 4.
inarz. Bræðurnir Björn og
Hjálmar O. Björnsson komu á
íundinn og fluttu kveðjur frá
löndunum vestra. Formaður fé-
lagsis, Ájrni G. Eylands, gaf
skýrslu um störf félagsins á ár-
inu. Meðal annars hafði félagið
gengist ifyrir, að dr. Brandson i
Winnipeg væri boðið hingað
heim síðstliðið sumar, en hann
hafði ekki getað tekið boðinu að
þessu sinni. Þá hafði félaginu
*áskotnast kvikmyndin “Island á
sléttunum,” sem er stutt lýsing
á lífi islendinga í Canada. Mynd
þessi var sýnd á fundinum.
Tímarit Þjóðræknisfélagsins
verður árbók félagsins framvegis
og fá skuldlausir félagsmenn það
innifálið í ársgjaldinu. Mikill
áhugi kom fram á fundinum
um aukið samband rið fslend-
inga i Vesturheimi og var sérstök
áherzla lögð á nauðsyn þess, að
útbreiða vesturheimsblöðin Lög-
berg og Heimskringlu hér heima.
f stjórn voru kosnir: Árni G.
Eylands, Valtýr Stefánsson og
Ófeigurs J. Ófeigsson.
— (Tíminn 10. marz).
•
Félag Snæl'ellinga i Reykjavík
hefir ýms nýmæli á prjónunum.
M. a. er það eitt af verkefnum
þeim, sem félagið beitir sér fyrir
að rituð verði “Héraðssaga Snæ-
fellinga.” Er þegar hafinn und-,
irbúningur að þessu verki. Þá
er félagið að safna ýmsum gögn-
um með það fyrir augum að
gefa út bók með stuttum æfi-
ágripum og myndum af sem
flestum Snæfellingum. Félagið
telur mjög mikilsvert að jarðir
heima í héraðinu lendi ekki i
brasski og niðurníðslu og hygst
að koma í veg fyrir það, að svo
Árni G. Eggertson, K.C.
Hr. Árni G. Eggertson, K.C.,
hefir á ársfundi Eimskipafé-
lagsins i Reykjaviik, verið kjör-
inn til eins árs í framkvæmd-
arstjórninia í stað föður síns.
Hann tekst einnig á hendur
umboð fyrir félagið vestan
hafs.
Þrjú hundruð brezkar
orustuflugvélar veitast
að Ruhrhéruðunum
Þó veður væri engan veginn
hagstætt, veittust yfir þrjúhundr-
uð bezkar orustuflugvélar að
Ruhrhéruðunum á aðfaranótt
miðvikudagsins, við þó nokkr-
um árangri; skeytum þéssum
var einkum beint að hinurn
miklu Krupps vopnaverksmiðj-
um; enn er eigi nákvæmlega vit-
að hve víðtækt tjón hlauzt af
þessari sprengjuárásarför, þó sjá
mætti um langan veg elda all-
mikla. Bretar mistu átta loft-
för í þessum leiðangri.
Skipalestir greiða
háan skatt
Tvær brezkar Skipalestir hafa,
þrátt fyrir þrálátar árásir af
hálfu öxulríkjanna, náð að lok-
um til Malta og Tobruk. ftalska
útvarpið staðhæfði á mánudag-
inn, að þýzkar og ítalskar
sprengjuflugvélar hefði sökt því
nær tuttugu skipum úr þessum
tveim skipalestum, þar á ineðal
einu beitiskipi og þremur tundur-
spillum; þessum staðhæfingum
hafa hernaðarvöldin í London
mótmælt, þó þau nú á hinn bóg-
inn viðurkenni, að leiðangur
þessi hafi orðið Bretum ærið
kostnaðarsamur. ítalir töpuðu
að minsta kosti einu beitiskipi,
og freklega tuttugu árásarflug
vélum i viðureign þessari í Mið-
jarðarhafinu.
Frá austurvígstöðum
Svo að segja á allri hinni löngu
viglínu Rússlands, hefir barist
verið af kappi miklu undanfarna
sólarhringa; einkum hafa þó
vigaferlin náð hámarki í ná-
munda við Kharkov og Sebasto-
pol; hafa árásir Þjóðverja á
þessum vígstöðvum verið hinar
grimmilegustu, og orsakað gif-
urlegt mannfall á báðar hliðar.
Fregnir frá Moskva og Berlín
um viðhorí á þessum vettvangi
stríðssóknarinnar, hafa verið
næsta ósamhljóða og erfitt á
þeim að byggja, þó nokkurn
vegin þyki sýnt, að Þjóðverjum
hafi unnist eitthvað á i árásun-
um á Sebastopol; er mælt, að
Þjóðverjar hafi nú i grend við
hafnarborg þessa stórbyssur, er
svipi til Big Bertha, er þeir skutu
með á París i fyrri heimsstyrj-
öldinni.
Utvarpsmessa
28. júní
íslenzkri guðsþjónustu verð-
ur úivarpað frá Fyrstu lút-
ersku kirkju sunnudaginn 28.
júní frá kl. 11—12.15. Séra
Guitormur Guttormsson flytur
Séra Guttormur Guttormsson
prédikun er hann nefnir
"Kristsmyndin." Séra E. H.
Fáfnis syngur einsöng. Eldri
söngflokkur Fyrsta lúterska
safnaðar aðstoðar við sönginn.
Horfurnar í Libyu
Naumast verður réttilega sagt,
að horfurnar i Libyu sé glæsileg-
ir eins og sakir standa; sveitir
öxulrikjanna sækja að Tobruk
úr þremur áttum, og eru á ein-
um stað, að minsta kosti, sagðar
að vera einungis tíu mílur frá
þessari mikilvægu virkisborg.
Bretar hafa ilátið undan síga á
ýmsum stöðum, en nú búið um
sig rambyggilega við nýja víg-
línu; steikjandi hitar á eyðimörk
Libyu, ásamt snörpum og þrá-
látuin sandbyljum, gera hernað-
araðiljum næsta örðugt fyrir um
sókn og vörn; og frá Berlín var
símað á þriðjudaginn, að liðs-
sveitir öxulríkjanna á stöðvum
þessum mvndi nafa hægt um sig
fyrst um sinn, vegna hins af-
skaplega hita.
Fáni og merki
ríkisstjórans
í nýútkomnum Stjórnartíðind-
um eru birtar inyndir af fána
og merki rikisstjóra íslands.
Um gerð fánans segir svo i
ríkisstjóraúrskurði 9. des.:
“Fáni ríkisstjóra íslands skal
vera hinn íslenzki tjúgufáni, en
á hann miðjan sé markað stórt,
gullið R í hvítum ferstrendum
reit.”
En um merki ríkisstjóra segir
svo:
“Merki ríkisstjóra íslandg skal
vera skjöldur, sem á hvilir stórt,
gullið R, en á skjöldinn mark-
aður fáni íslands. Skjöldurinn
hefir sama útlit og lögun og
skjöldurinn i skjaldarmerki ís-
lands.”
— (Morgunbl. 20. febr.).
VARAR VIÐ FALLI
ÁSTRALÍU
Forsætisráðh. Ástralíu, John
Curtin, varaði þjóð sína við því
á þriðjudaginn i útvarpsræðu,
að Ástralía gæti fallið nema því
aðeins, að hvert einasta manns-
harn vekti sí og æ á verði.
miklu leyti, sem við slíkt verð-
ur ráðið. Loks ha.fa félagsmenri
mjög mikinn áhuga fyrir auk-
inni skógra'kt heima i héraðinu.
Hefir félagið farið fram á, að fá
Ihiluta af Búðahrauni til umráða
í því skyni að hafa þar nokkurs-
konar skógræktarstöð, en þar er
mjög gróðursælt, svo sem kunn-
ugt er. —(Tíminn 10. inarz).
Lífsgátan
(Tileinkað G. E. Eyford)
Hér getur ekkert staðið við í stað,
því straumar tímans hreyfa sérhvað það,
sem er og var og altaf verða mun
og ekkert mark er til að stefna að.
En lífsins straumur, líkt og jökul á,
sem líður út í fimbul-víðan sjá,
sér velur braut, sem engin tímatöf
né takmörk geta hindrað — stór eða smá.
Ein lítil eind, sem augað greint ei fær,
er orðið tré, sem hátt mót sólu grær.
En takmörk binda það við stund og stað,
nú stendur visnað, líf hvar bjó í gær.
En fræ í moldu fyllist nýjum þrótt,
og finnur líf, þó köld sé dauðans nótt,
þar endurfæðist — en í nýrri mynd
hið aldna tré, sem nú er orðið frjótt.
Ein lítil eind — er byggir smátt og smátt
í smiðju lífsins — eilífleikans mátt
vort auga merkir — ótal sólna fjöld
þar efna og smíða lífsins tengiþátt.
En hvaðan kom svo þetta alt sem er?
Það enginn veit, né heldur hvert það fer.
Vort auga starir — alt og ekkert sér,
og enginn skilur hvað er — þar og hér.
Það lífsins afl, sem byggir heilan heim,
ja, hver má skilja í dularöflum þeim!
Það éitt er víst, að áfram rennur tíð,
en ei til baka — fram um lífsins geim.
Ó, kæra jörð! Vor ást er öll til þín.
Vér erum hér á meðan sólin skín.
Þó voru lífi séu takmörk sett,
vér sækjum áfram — þar til æfin dvín.
Hér getur ekkert staðið við í stað,
því straumur tímans ræður einn um það.
En saga heimsins setur á oss mark,
er sýnir fram — þó neinu stefnt sé að.
Og þó vor örlög ættu að vera jöfn —
og ýmsir beri stór og voldug nöfn,
þá fer oft svo, að sérþóttans í raun
vér siglum hátt, en náum hvergi höfn.
S. B. Benediclsson.