Lögberg - 18.06.1942, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.06.1942, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18, JÚNÍ. 1942 ----------ILösberg--------------------- Geíi6 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED Ö95 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba L'tanáskrift ritstjórans: EDITOR LfiGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg( Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colurnbia Efress, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 32 7 Mannréttindi Það, að fá að lifa lífinu í samræmi við þess fegurstu eðlislög, er sælan mestan, sem nokkuru mannsbarni getur í skaut fallið á þessari aðdáanlegu jörð; þessvegna eru mann- réttindin hin æðstu verðmæti einstaklinga og þjóða; í skjóli þeirra þróast þeir sérkostir, sem gera manninn að manni, og veita honum heild- arsýn yfir lífið og hinn mikla eilífðartilgang þess; þegar kipt er fótum undan einstaklings- írelsinu, breytist umhverfið í myrkrastofu. Enginn veit hvað átt hefir fyr en mist hefir. Til eru þeir menn, sem svo telja mann- réttindin sjálfsögð, og svo trygt um hag þeirra, að þeir jafnvel eigi rumskast fyr en þeir hafa verið sviftir þeim; og þegar þannig er komið, gagnar það lítt þó menn nagi sig í handar- bökin. Fyrir öll verðmæti lífsins, ber mönnum nokkuð á sig að leggja, því víðtækar skyldur eru öllum forréttindum samfara; oftar en vera ætti, sézt mönntlm þó yfir staðreyndir, sem þessar, og þar af leiðandi bíða mannfrelsis- skipbrotin fram undan. í brezku stjórnarfari skipa mannréttindin hinn æðsta heiðurssess; þannig ætti það vita- skuld alstaðar að vera, þó annað hafi, eins og nú ber raun vitni um, orðið efst á baugi með ýmissum öðrum stórþjóðum, þar sem mann- frelsið er öldungis að vettugi virt Jafnvel á hinum geigvænlegustu styrjald- artímum eins og þeim, er vér nú lifum á, er samfélagsfrelsið, málfrelsið og samvizkufrels- ið sett svo hátt, að menn mega hnakkrífast í Hyde Park eins og ekkert hefði í skorist, og hella sér yfir Mr. Churchill í brezka þinginu, jafnvel í sambandi við hin vandasömustu og viðkvæmustu viðfangsefni sjálfrar stríðssókn- arinnar; það er þetta þenslumagn í brezkum hugsunarhætti, sem gerir það að verkum, að brezka þjóðin stendur ávalt saman í öllum meginatriðum sem ein sál þegar í krappan kemur, og hún er kvödd til þess, að verja lýð- frelsi sitt til þrautar; ýmsir menn í þessu landi, sem halda því í hinni fáránlegustu blindni fram, að settar skuli sem allra fastastar skorð- ur við því, hvað menn megi hugsa og segja, ættu að taka sér umburðarlyndi Bretans til fyrirmyndar, og læra af því hollar lífsreglur. Barátta sameinuðu þjóðanna er mannrétt- indabarátta, sú. yfirgripsmesta, sem nokkuru sinni hefir háð verið í mannheimum; undir úr- slitum þeirrar baráttu verða komin örlög mannkynsins í aldir fram; andleg og efnisleg þegnréttindi hins frjálsborna manns, eru á yfirstandandi tíð í meiri háska stödd, en jafn- vel í Ragnarökkri miðaldanna, og vér, sem Vesturálfu byggjum, erum auðsjáanlega engin undantekning í þessu efni; skipum vorum hef- ir verið sökt í St. Lawrence fljóti, og nú síðast hefir verið ráðist á Alaska. Þurfa átök óvin- anna að færast nær, til þess að sannfæra hvert eitt og einasta mannsbarn þessarar þjóðar um það, að land vort og mannréttindi vor sé í hættu? Naumast ætti að þurfa að gera slíku skóna úr því sem komið er. Tímarnir breytaál og mennimir með Fram til skamms tíma, var Franklin D. Roosevelt alt a.nnað en vinveittur ráðstjórnar- ríkjunum rússnesku, eða öllu heldur því stjórn- arfarskerfi, er þau grundvölluðu tilveru sína á; þá fanst honum, og vitaskuld mörgum öðrum, háttsettum Bandaríkjamönnum, það bæði ljótt og háskalegt, að vera Soviet-sinnaður; þá var talað um Rússa sem blóðuga byltingamenn, er tekið hefði sér það fyrir hendur að kollvarpa lýðræðinu í heiminum með látlausri áróðurs- starfsemi frá einu heimsskauti til annars; þá var rauða hættan yfirgripsmesta hættan, að því er mönnum þessum fanst. Nú er viðhorfið á þessum vettvangi raunverule^a breytt. í vikunni, sem leið, undirskrifuðu þeir Roosevelt forseti, og Molotov, utanríkisráðherra Rússa, vináttusáttmála í Washington fyrir hönd hlut- aðeigandi þjóða, þar sem hvor þjóðin um sig, skuldbatt sig til þess, að vinna sem ein sál að sigursælli fullnaðarsókn stríðsins, en að því loknu, að endurskipun heimsmálanna á breið- um bræðralagsgrundvelli; þetta hlýtur að vekja almennan fögnuð frá hvaða sjónarmiði, sem skoðað er; átök Rússans hafa verið slík, að ó- hjákvæmilegt er að þau hafi víðtæk áhrif á rás stríðsins af hálfu sameinuðu þjóðanna; og því ætti þá Rússar ekki að hafa að fullu sína sögu að segja, er til þess kemur að semja frið, cg ráðstafað verður framtíðaröryggi mann- kynsins? Bretar og Rússar hafa gert með sér tutt- ugu ára varnar- og samvinnusamband. og nú, alveg nýverið, hafa Canadamenn og Rússland stofnað til gagnkvæmra sendiherrasambanda sín á milli. Alt þetta miðar í rétta átt, og tekur af allan efa um það, hve fordómar hins iiðna voru á veikum rökum bygðir. Böðull og ómenni Heydrich böðull var í dauða, alveg eins og í lífi, óvinur Þýzkalands, slátrari “skipulagsin? nýja,” engu síður en reiðubúinn morðingi þess alls, sem gott var, hreint og heiðarlegt í hinu eldra skipulagi; látum oss dvelja augnablik við þá hugmynd, að ef Hitler og samsærisfélagar hans, hefði auðsýnt ofurlitla yfirskyns til- hliðrun, og ef til vill ögn af yfirborðs vorkunn- semi, er ekki óhugsanlegt, að honum hefði lán- ast, að láta stóran hluta af Evrópu sætta sig að nafni við yfirráð sín, eftir Munich-samkomu- lagið nafntogaða; en þá valdi hann aðra leið; hann og félagar hans völdu þá leiðina, er reisti í kringum þá múrvegg af ódauðlegu hatri; lifandi og dauðir verða þeir í þrælahaldi; aska þeirra á aldrei friðstund; þeim fyrirgefst aldrei, og gegn þeim og kennisetningum þeirra, verð- ur háð ævarandi stríð. Reinhard Heydrich var 27 ára, er hann gekk Nazistaklíkunni á hönd; hann var 38 ára, er yfirborð jarðar var hreinsað af nærveru hans; hann varði þessum ellefu árum, blóma- tíð æfinnar, er menn alment nota til þess að skapa sér giptusamlega framtíð, til aðeins eins augnamiðs: að koma menningu Evrópuþjóð- anna fyrir kattarnef; í þessum tilgangi píndi hann menn, myrti, laug og sveik. Heydrich brást bogalistin, og þeim í Nazista-klíkunni, sem lifa hann, og heiðra minningu hans með hræðilegri pyndingum og íleiri morðum, bregst einnig bogalistin; þeim bregst hún vegna þess, að það, sem hann gerði, og þeir sjálfir nú gera, dæmir þá til helvítis- vistar á þessari jörð um allar aldir. Einstöku bljúghjartaðir Ameríkumenn, tjást bera nokk- urn kvíðboga fyrir því, að Hitler muni hrinda af stokkum einni “friðarsókninni” enn; sá ótti er öldungis ástæðulaus; lifandi og dauður, hefir Reinhard Heydrich gert allan frið við alla vopnaða Nazista að óþef í nasaholum mann- kynsins; slík verður áletranin á minnismerki hans; hans hugðarmál hafa líka brugðist. — Þessi sérstæðu eftirmæli, eru tekin úr stórblaðinu New York Times. Hinir álríðandi Frakkar Skömmu eftir, að Frakkland lagði niður vopn, og illu heilli, gerðist eins konar peðríki Hitlers, kom de Gaulle hershöfðingi til sög- unnar, og tókst það á hendur, að samræma at- hafnir þeirra þjóðbræðra sinna, er andvígastir voru hinu “nýja skipulagi” Hitlers, og einbeita afli þeirra á hlið lýðræðisþjóðanna, sem eftir að Bandaríkin fóru í stríðið, nefnast einu nafni Sameinuðu þjóðirnar; de Gaulle var formlega viðurkendur leiðtogi hinna frjálsu, frönsku fylkinga í London þann 28. júní 1940, og má með sanni segja, að vegur hans hafi farið vaxandi með hverjum líðandi degi jafn- an síðan; hann er maður þéttur á velli og þéttur í lund, er íhugar ráð sitt með fullri stillingu og fer ekki óðslega að neinu. Ekki hafði de Gaulle fyr tekið að sér forustu hinna frjálsu Frakka, en Vichy-stjórnin dæmdi hann í fjarveru til dauða; slíkir dómar teljast nú íeyndar ekki lengur til neinnar nýlundu úr þeirri átt. Jafnskjótt og de Gaulle tók að sér leið- sögu hinna frjálshugsandi ættbræðra sinna, ávarpaði hann þegna hins franska lýðveldis á þessa leið: “Það kemur að engu haldi, að sakast um orðinn hlut; vér höfum enn ekki tapað, og vér munum heldur aldrei tapa, því þótt ein stjórn hafi í ofboði gleymt heiðri sínum, og heiðri Frakklands, þá verður slíkt einungis um stund- arsakir; önnur stjórn kemur til valda á sínum tíma, er endurheimtir sjálfstæði og virðingu lýðríkis \mrs; öll frelsisöfl hafa enn eigi verið kvödd á vettvang; en þegar þau verða að fullu samræmd, verða öll myrkravöld ofbeldis og áþjánar að lúta í lægra haldi; þá rís upp úr móðu viðburðanna á ný, alfrjálst og stækkandi Frakkland; Frakkland friðaðrar framtíðar; eins og nú standa sakir, er þjóð vor í ægilegum háska stödd; vér getum bjargað henni, og engin heljaröfl geta nokkru sinni komið í veg fyrir það, að henni verði bjargað, ef vér stöndum saman sem sannir og drenglundaðir menn.” = You won’t deny Britain’s Children Milk Give Generously to ! Kinsmen “Milk for | | Britain” Tag Day \ Or mail contributions to Box 3000 Winnipeg Courtesy = DREWRYS = MD 75 “ TfiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiii11 iiiiiimiiiisimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiioiiiimir Auðœfi Veátfjarða Halldór Krisljánsson bóndi á Kirkjubóli í Önundarfirði. * ræðir í þessari grein um ýms framtíðarmál Veslfjarða. eins og aukning fiskveiða. hvalveiðar, selveiðar, aukið æðarvarp, fiskirækt í ám og síðast en ekki sízt um hag- nýtingu vatnsaflsins og ýmsra verðmætra jarðefna. sem fundist hafa í Vestfjörð- um. Niðurlag greinarinnar birtist í næsta blaði. 1 * * , I. íslenzka þjóðin vex með ári hverju. Undanfarið hafa menn ihaft þungar áhyggjur yfir því, að fjölgunin bsfir svo að segja öll lent í Reykjavík, þar sem atvinnuskilyrði virtust ekki glæsilegust. Eru lika öllum hugsandi mönnum í fersku minni vandræði þau og erfiðleik- ar, sem Reykjavík stafaði af atvinnuleysi íbúa sinna. Þurfa- mannaframfæri Reykjaví kur síð- ustu árin fyrir striðið, er hræði- leg áminning um það, að beina þurtfi fólksstraumnum á nýjar leiðir. Þessu viðfangsefni verð- ur að sinna, enda þótt nú hagi svo til um sinn, að allir hafi næga vinnú og atvinnuleysi sé óþekt. Við vonum iþað allir fs- lendingar, að berlið stórveldanna fari héðan og hætti að hafa ís- lenzka menn í vinnu. Þá verða atvinnuvegir okkar að sjá fyrir þjóðinni allri. Því má ekki gléyma nú, þegar landbúnaður- inn er að byrja að dragast sam- an vegna peningaflóðsins annars- staðar, og meginhlutinn af því litla byggingarefni, sem til lands- ins hefir náðst, fer til þess að koma upp bráðaibirgðaskýlum í Reykjavík. Það er nú höfuð- skylda löggjafarvaldsins að tryggja það sem bezt, að at- vinnuvegir landsmanna geti tek- ið beint á framfæri sitt alt Bretavinnufþlkið úr bráðabirgða- skýlum og öðru, þegar með þarf, sem vonandi verður innan fárra missira. Það er engin nýjung þeim, sem Tímann lesa, að á þefta sé minst. Og sízt ætla eg að gera lítið úr eða vanmeta þær ráð- staifanir, sem gerðar hafa verið i þessu skyni. En umræður þurfa að vera sem almennastar um ísleznkt atvinnulif og framtíð þess. Og því ætla eg að ræða nokkuð um glæsileg lifsskilyrði, sem notuð eru miklu miður en skyldi. II. Svo segja fræðimenn þeir, sem athugað hafa fslandssögu, að aldrei sé getið um mannfelli vegna hungurs og harðæris á Vestfjörðum. Ástæðan til þess mun vera sú, að þar voru fiski- mið skamt undan landi og bú- skaparskilyrði sæmileg rétt við verstöðvarnar. Fólkið dró því fram lífið í málnytunni, þegar ógæftir voru mestar og fiskur Jagðist frá, þar sem fiskimenn- irnir á brunahraunum Suður- nesja voru að kalla eingöngu háðir miskunn hafsins. Auk þess mun fiskalíf hvergi fjöl- breyttara en við Vestfirði og voru því meiri likur til þess að ekki brygðist þar alt sjávarfang til langframa, heldur en hjá þeim, sem meira hlutu að eiga undir einni fisktegund. Þessi fjölbreytni atvinnulífsins og gagnkvæmur stuðningur lands og sjávar hefir ekki verið met- inn og virtur sem skyldi nú um hrið, fyr en þá að nú vottar fyr- ir straumhvörfum. En það er e. t. v. engin tilviljun, að sá maðurinn, sem mest hefir skrif- að um uppbyggingu islenzkra sjávarþorpa, er fæddur og alinn á þeim útkjálkanum, sem frá upþhafi fslandsbygðar hefir fóstrað fólk sitt við gæði lands og sjávar svo að vel hefir farið. Hafnirnar vestfirzku eru svo góðar, að naumast verður á betra kosið. Stærstu hafskip fljóta fáeina metra frá húsun- um á vogum og víkum, þar sem hafsjór nær aldrei til. Slíkar hafnir, sem náttúran hefir gef- ið Vestfirðingum, myndu mörg héruð önnur vilja kaupa fyrir miljónir, ef auðið væri. Skamt undan landi frá þessum ágætu höfnuin eru einhver hin fræg- ustu ifiskimið, s?m um getur. En þau eru að langminstu leyti not- uð frá höfnunum góðu, sem að þeim liggja. Veiðiflotinn kem- ur langt að til að sækja fisk- inn, og við hafnirnar er heldur lítið um að vera. Engar skýrsl- ur eru til um þorskaflann fyrir Vestfjörðum Þsir, sem þar eru kunnugir, vita það, að á friðar- tímum fyllast firðirnir af er- lendum togurum þegar veður versnar svo, að þeir þurfa að leiita skjóls af miðunum. Er það ýkjulaust, að oft hafi út- lendir togarar stundað veiðar á Vestfjarðamiðum hundruðum saman nálega helming ársins. E(r það að sjálfsögðu miklu meira en veiðar íslendinga sjálífra, sem lang mest eru stund- aðar af aðkomnum skipum. Oft væri þó hentugra og ódýrara að veiða þennan fisk á báta heima fyrir. f því sambandi má minna á það, að Súgfirðingar hafa oft haft góðan hlut á smáum bátum á færamiðum, þegar dýrari út- gerð hefir ekki borið sig. En það er ekki aðalatriði á venju- legum tímum, hvernig hægt er að koma mestum afla á land, heldur hitt, hvernig aflinn sem fæst, geti skilið mest eftir hjá þeim, sem að honum vinna. Og þegar fáfiski er og markaður þröngur er það mikils virði, ef hægt er að veiða með litlum til- kostnaði. Oft er það eina leiðin til þess að veiðarnar séu fram- kvæmanlegar. ÖIl eðlileg rök virðast liggja til þess, að fiskurinn af Vest- fjarðamiðunum sé fluttur sem nýjastur til hafna og fái þar þá meðferð og verkun, sem æski- legust er til iþess að hann verði góð markaðsvara. Erfitt er að spá langt fram í tímann um það, hvaða verkunaraðferðir verða heppilegastar, en hitt er Víst, að frystihús, fiskhjallar, niðursuðu- verksmiðjur og slíkar verkunar- stöðvar aðrar eru ódýrari í bygg- ingu og rekstri landfastar en fljótandi En það er altaf höfuð- nauðsyn, að fiskurinn sé verk- aður sem nýjastur, hver aðferð sem er viðhöfð. Það eru fleiri fiskar en þorsk- urinn einn, sem kemur á miðin vestfirzku. E. t. v. er þar enginn fiskur óbrigðulli en steinbítur- inn, sem skríður á hverjum út- mánuðum á grynnri mið vélbáta og heldur sig þar efra hluta vetr- arins og fram á vor. Vestfirzkur steinfoítur hertur, eða þó einkum súgfirzkur, er þjóðfrægur. En nú eru steinbítsroð söltuð og flökin tekin og fryst og hvort- tveggja selt úr landi góðu verði. Mikið aflast af kola i fjörð- unum vestra og úti fyrir þeim. Á dragnótabátum hafa stundum verið uppgrip mikil og innfirðis hafa ýmsir haift góðar tekjur af lagnestaveiði, og jafnvel fólk, sem ekki hefir iheilsu til að ganga að hvaða verki sem er. Síld veiðist að sönnu ekki inikið fyrir Vestfjörðum. Það er þó ekki af því, að hún komi ekki þar í sjó, því að oft eru þar síldargöngur miklar. Hitt veld- ur, að þar er lítið um stillur og ládeyður, svo að síld veður til- töluleiga sjaldan og mun því ekki veiðast þar að miklum mun meðan hún er aðeins tekin á yfirborðinu. Þó má minnast þess að komið hafa þau ár, að síld- veiði var einna mest við Horn og í ísafjarðardjúpi. Svo mun t. d. hafa verið 1919. Kunnustu karfamið íslendinga eru fyrir Vestfjörðum. Verði sá fiskur hagnýttur framvegis, ér það ódýrast við hafnirnar þar. Og það er ifull ástæða til að vona það, að íslendingar eigi eftir að hafa mikinn arð af karfaveiðum og vinslu. Benda má á það, að talið er, að útgerð Vatneyringa við Patreksfjörð á karfaveiðar, hafi jafnan borið sig vel og skil- að arði. Þegar Ameríkumenn sendu hingað skip á sprökuveiðar fyrir síðustu aldamót, höfðu þau að- setur á Þingeyri. Og þó að þau væru ekki einskorðuð við vest- firzku miðin, munu þau hafa fengið þar mestan atfla sinn. Enn má á það minna, að meðan hákarlaveiðar voru stund- aðar á þilskipum, gengu þær ekki annars staðar betur en frá Vestfjörðum. Og landsmet í há- karlaafla mun átt hafa Kjartan Rósinkranzson á Flateyri á skip- inu Guðnýju frá Þingeyri. Þótt hákarlaskipin færu víða yfir, sannar þetta þó, að ekki var verra að gera þau út frá Vest- fjarðahöfnum en öðrum, og oftar munu eyfirzk hákarlaskip hafa komið inn á Vestfirði en vest- firzk skip á Eyjafjörð. Þegar Norðmenn stunduðu hvalveiðar hér við land um alda- mótin siðustu, áttu þeir þrjár hvalveiðistöðvar á Vestfjörðum og græddu vel á þeim. Og síð- ustu árin tfyrir styrjöld þá, seni nú er háð, voru. skip gerð út til hvalveiða frá Suðureyri i Tálkna- firði og gekk vel. Þó var hval- kjötið flutt frá Tálknafirði til tfrystingar á Þingeyri og síðan flutt freðið til Noregs til refa- fóðurs, svo að aðstaðan var ekki sem allra bezt. Og ódýrara hefði refafóðrið getað verið, hefði það verið fryst og fóðrað á því nær hvalveiðistöðinni. Enn má á það minna, að Norð- menn sendu árlega, er þeir voru tfrjálsir ferða sinna, flota mik- inn til selveiða í Grænlandshafi, ekki atfar lamgt tfrá Vestfjörðum. Virðist ýmislegt benda til þess, að þægilegra væri að senda slik veiðiskip frá Vesttfjarðahöfnum og sitthvað hafa fslendingar renyt, sem fráleitara var. Ætti þessl upptalning að vera tæmandi, mætti nefna rækjur, hrognkelsi og skelfisk. Kútffisk- urinn hefir að sönnu aðeins ver- ið notðður til beitu og skal engu um það spáð hér, hvort það muni breytast, en þó að svo sé ekki, er beitan mikið verðmæti. Hér hefir verið minst á helztu auðæfi hafsins úti fyrir Vest- fjörðum. Engum getur bland- ast hugur um það, að þar á ís-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.