Lögberg - 18.06.1942, Síða 2

Lögberg - 18.06.1942, Síða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ. 1942 Skipabyggingar Islendmga og Grœnlendinga í fornöld Eftir dr. Jón Dúnaon. Dr. Jón Dúason, hinn mikli Grænlandsfræðaiþulur, hefir rit- að tvær miklar bækur, skemti- liegar og fróðlegar, um landnám íslendinga á Grænlandi og ströndum Ameríku, og um sigl- ingar þeirra i sambandi við það. Tvö hefti fyrri bókarinnar komu út s.l. aust, tvö eru nýkomin út og tvö hin þar næstu eru í prentun. Jón segir skémtilega frá merki- íegum atburðum, sem við fs- lendingar höfum hingað til verið leyndir að mestu. Er ekki vafi á, þótt við ekki fáum Græntand sem nýlendu aftur, að hækur hans hafa stórmikla þýðingu fyr- ir þjóðina og verða lesnar með athygli af miklum fjölda lands- manna. Nú, þegar báta- og skipahygg- ingar okkar dafna og fullkomn- ast meira en nokkru sinni, er fróðlegt að rifja upp, hvernig skipabyggingum til þessara miklu Grænlands- og Ameríku- siglinga var háttað. Þvi hefi eg beðið dr. Jón Dúason að segja frá þessu í Timaritinu og kemur margt merkilegt fram í frásögn hans. Á tólftu öld bundu Grænlend- ingar skip sin saman með hval- börðum, vegna skorts á járni. Sögin kom fyrst til íslands með ensku verzluninni í byrjun 15. aldar, en einni eða tveim öldum sdðar til Noregs. Búalög, rituð um 1460, mæla fyrir um skipabyggingar o. fl. Eftir þeim átti kaup smiða að vera 6 álnir á dag eða 36 álnir á viku eða 18 kg. smjörs. en það er eftir vierðlagi þeirrar vöru á íslandi um síðustu áramót 207 íslenzkar krónur. Á fimtándu öld var járn tii skipabygginga (efni ísaumo. fl.) helmingi dýrara en smjör. Farkostir steinaldarmanna á Norðurlöndum munu hafa verið nökkvar úr trjábolum. Slíkir trjánökkvar voru algengir á norður- og vesturströndum Þýzkalands enn á 1. og 2. öld e. Kr. Vart hafa þeif þá verið alveg úr notkun á Norðurlöndum. Mjög langir trénökkvar hafa fundist. Annar eldgamall farkostur er húðkeipurinn. Um Saxa, norð- an Saxelfur, er þess getið, að þeir hafi snemma stundað sjó- hernað og gert sér báta úr víði, en með eikarkjöl og klætt þá utan með skinnum. Líklega er hér að ræða uin húðkeipa, en að öðrum kosti um “skýli” utan á súð. írar gerðu húðkeipa. Hér á landi hafa og verið gerðir húð- keipar, því 1666 druknaði mað- ur á skinnhát á Hvítá. Þorgils Orrabeinsfóstri er sagður hafa gert húðkeip á austurströnd Grænlands nálægt 1000. Björn Jónsson á Skarðsá segir frá húð- keipum meðal fslendinga í Norð- ursetu á Grænlandi í sambandi við gerð “seltjörunnar.” “Kven- bátur” Eskimóa er þessi íslenzki húðkeipur. Árarnar, áraumbún- aðurinn, hömlubönd, bakfallsræð- ur og stýrisumbúnaðurinn (ár á stjórnborða) er sérkennilega ís- lenzkt Bátnum er róið fram í, en búlkinn miðskips og aftar, svo sem var á skipum í fornöld. Rásegl Jiessa báts <er og íslenzkt. — Kajak Grænlendinga er heldur ekki húðkeipur Skrælingja, held- ur að miklu leyti íslenzk upp- finning. í Súðbvrt skip munu menn hafa foyrjað að gera hér á Norð- urlöndum á eiröld. Þau voru þá og á eldri járnöld bundin saman með seymi, þar er komið af orðið saumur, saumfar og að seyma skip. Fyrirmynd þessara skipa munu vera fiarkostir á austanverðu Miðjarðarhafi, og kunnátta þessi og tækni mun hafa borist hina eystri lieið, eftir fljótum Rússlands, til Norður- landa, en verið þar mjög endur- bætt. Menn gerðu þessi skip ýmist breið og Jmngskreið með miklu burðarmagni til flutninga, eða mjó og hraðskreið langskip. Trauðla mun nokkurt skipslag ifyr eða síðar hafa náð meiri fullkomnun en langskipið, meðal norrænna manna. Hefir skips- lag J>etta haldist á bátum í norð- an- og vestanverðum Noregi. Tacitus segir í Germaníu, að þjóðfélög Svía séu ekki aðeins öflug að mönnum og vopnum, heldur og að skipaflotum. Segir hann, að skip þessi hafi stafn í háðum endum, svo að róa megi þeim aftur á bak sem áfram, og að árarnar séu lausar, þ. e. i hömluböndum. Skip eða bátar af þessari gerð frá 3. öld e. Kr., hafa fundist við Nydam í Norð- ur-Slésvík. Þessi skip höfðu ekki segl. Á 6. öld getur Proko- pios um skip Jóta og segir, að þeim hafi verið róið. Norræn skip höfðu þá enn'ekki segl. En er víkingaöldin héifst, var langskippnum bæði siglt með rá- segli og róið. Ráseglið blaut mjög að auka meðalganghraða langskipsins, svo að þær vega- lengdir, sem gerlegt var að sækja á því að heiman. Þessa farkosti höfðu fonfeður vorir út hingað. Fyrir þann tíma höfðu beztu siglingaþjóðir Norðurálfu aðeins siglt með ströndum fram, en á langskip- unum hófu íslendingar hafsigl- ingar um opin heimshöf. Um smíði slíkra skipa segja Búálög I, 10, rituð um 1460, en eg vík þeirra orðum og stafsetn- ingu til nútámamáls og leiðrétti ritvillur: Eitt hundrað (120 áln- ir á landsvísu) er’allur viður til sexærings að gömlu lagi, en þrem mörkum (144 álnum á landsvásu) til áttærings, en 4 mörkum (4x48 áln.) til tólf- ærings. Fimm aurum (5x6 álnum) er stórhxindrað (120) saums af róföstum saum (þ. e. nöglum nveð róm) a<f áttærings-saum, en 2 stórhundruð s<aums 10 aurum ( = 10x6 álnir á landsvísu). Fjögur stór-hundruð (4x120) af róföstum sauin: Það er nóg í áttæring 6 byrðan ineð gödd- um og' öllu saman, en hálft finiita stórhundrað (4= 120—1—60) í 7 foyrðan með göddum og öllu saman. — Kjalsíðurnar eru ekki með ií borðatölunni. Búalög III, 37 segja: Fimin aurum (30 áln. á landsv.) er stór-hundrað (120) skipasaums með róm, og skal vera sleginn úr 15 merkur ásmundum, rær og saumur, fjörutíu naglar úr hverjum fjórum (ásmundum), en rær úr þremur. — Af þessu má ráða í þyngd og gildlleik saumsins. Hundrað járns, þ. e. 120 ás- mundar, er hver mörk (hálft pund) var hundrað á landsvísu. Eftir vigt var ásmund-járn á fs- landi þannig helmingi dýrara en smjör, en smjörpundið var alin. Búalög III, 41 segja: Að srníða úr VI ásmundum er eyrir, og fái sá járn og kol og aðstöðu, er á. — Dagskaup smiða var þá 6 álnir á dag. Smíðaður skipa- saumur var þannig svo miklu meira en ihelmingi dýrari en ásmundjárn og meira en 4 sinn- uni dýrari en smjör, sem smíða- kolunum og smiðjuleigunni nain. Ásmundjárn var foezta járn, er gekk stáli næst að verði og gæð- uin. Það var flutt inn frá Nor- egi, hvort sem eitthvað af þvi kann að hafa verið framleitt hér. Búalög XIII (skrifuð 1641) bls. 181, nefna verð á nokkrum innviðum svona skipa: 20 keipar 20 áilnum 20 draghálsar 20 álnum. 30 hnélistar af birki 20 álnum. Búalög III, 32 segja það með- aldagsverk, “að gjöra umfar um áttæring á dag.” Er Búalög I, 7, II, a, 22, segja: Þrem mörkhm er áttæringur meö öllum reiða til tíundarvirð- ingar, er Jietta hersýnilega aðeins lítið brot af verði nýsiníðaðs átt- ærings. Verð aíllra íslenzkra hluta var í fornöld og langt fram eftir öildum lögákveðið. Setti alinúg- inn sér sjálfum lög um þetta á þingum. Er skip komu frá út- löndum, máttu kaupmenn ekki hvrja að verzla fyr en goðar, og síðar sýslumenn, höfðu lagt verð á varning þeirra og svo á varn- ing landsmanna við þá. Eru nokkrar slíkar “kaupsetningar” til. Vinnulaunin voru og lög- ákveðin á landi hér langt fram eftir öldum. Voru vinnulaunin 6 álnir á dag 1‘yrir þann, er leysti af hendi ákvæðisdagsverk, en 2 álnir gengu frá fyrir fæði, þ. e. fyrir fæði, 'húsnæði og þjónustu. Maður, s<em vann Jiannig 6 daga í viku, gat því lagt upp 24 álnir eða 3 átta punda fjórðunga af smjöri eða 1 á loðna og leinbda i fardögum og hálfan fjórðung af smjöri umfram. ólærðir menn gátu aðeins tekið svona kaup um heyskapartimann og haust og vor, ef þá hauðst á- kvæðavinna. Að vetrinum munu þeir oftast hafa verið matlauna- m<enn eða því sem næst. En smiðir gátu tekið 6 álna kaup hvern virkan dag árið um. Get- ur svo hver sem vil bollalagt eða reiknað út, hvað }>eir hafi getað haft í árskaup! Er sögur vorar segja um einhvern mann, að hann hafi verið smiður góður, eru Jiað stór orð. Kunnátta í smiíðuni var mikil og vel virt ment, og smiðurinn var hátekju- maður. Það eru til sagnir um menn, er söfnuðu sér auðæfum með smíðum. Menn gátu og auðgast á kaupferðum. Hver há- setanna á kaupskipi var sjálf- stæður kaupmaður og galt leigu eftir skipið. Skáild gátu stund- um féngið kvæði sín vel borguð. Lögfróðir menn fengu stunduin góðar glefsur fyrir að taka að sér málflutning á þingum. En kunátta í smíðum var vissulega hvorki hið lakasta til fjáröflunar né þroskunar andans. Um margar aldir lögðust vald- hafar og löggjöf fslands á móti því, að hér risu upp borgir iðn- aðarmanna, kaupinanna og far- manna. Þessar stéttir hafa verið Jyftistangir allra þjóða, er þeirra hafa notið. Og sú skammsýni, að fyrirbyggja þróun þessara stétta í borgum á fslandi, er allra stærsti og elzti hyrningar- steinninn undir ógæfusögu ís- lands um aldirnar. Enginn get- ur skilið sögu fslands, án þess að gera sér þetta Ijóst. Um farkosti er nokkuð í 1. hefti, bls. 30 frh. og bls. 34—37. Langskijiið höfðu íslendingar með sér til Grænlands og stranda Ameríku, og var það aðalfar- kostur hvltra manna þar um margar aldir. Standa hróf Jiess- ara skipa víðsvegar á ströndum Ameríku og Grænlands. Skipaviðir voru í fornöld tegldir. Beinir og vel valdir trjá- 'bollir voru klofnir í sundur með meitlum og fleygum, og úr hvor- um helming svo tegldir (með öxum) einn planki í súðina. Sögin kom til fslands með ensku verzluninni i byrjun 15. aldar, til Noregs ekki fyr en einni eða tveiin öldum siðar, en ekki til Grænlands fyr en eftir að hætl var að gera þar tréskip. Á 15. öld lögðusj hafsiglingar fslendinga niður, vegna þess, að hin einasta verzlun, sem lög leyfðu þeim að sækja til annara landa, til Björgvinjar, var ekki samkeppnisfær við ensku verzl- unina. Alt fram til þess tima munu hafskip afa verið smíðuð á fs- Jandi á öllum öldum, en öll munu þau hafa verið i ininna lagi, vegna viðarskorts. Á stöku stað á íslandi voru skógar svo vel vaxnir, að höggvinn var þar viður í hafskip. En hirkistofn- arnir hafa trauðla verið klofnir, svo að úr þeim hefir varla feng- ist meira en einn planki. öll fiskiskip og flutningaskútur voru smiðuð hér á landi. Eggret ólafsson segir á 18. öld, að inenn hafi þá freistast tii að gera skip þessi af of grönnum viðum vegna J>ess, að erfitt var að setja stór og Jiung skip upp og fram (Reise gennem Island I, 343). Burðarmagn þeirra var lítið (Balle: Oecono- miske Tanker om Island, bls. 14 —17). Ef sæmilega aflaðist, var aflinn fluttur að landi á seil. Vregmr járnleysis urðu Græn- lendingar að binda þessi skip sín saman með seymi. Það var úr hvalbörðum. Við ártalið 1189 segja ísl. annálar: Ásmund- or kastanrazi kom af Grænlandi úr Krosseyjum og þeir XIII sam- an á skipi þvd, er seymt var tré- saumi einum nær, það var og bundið seymi. Hann kom á Breiðafjörð á fslandi. Hann hafði og verið í Finnsbúðum. Það, að skip þetta fórst á leið héðan til Noregs, er líklega ástæðan til þess, að þessarar skipskoinu er getið. Þrem árum siðar getur Hoyers annáll um aðra skips- komu á Breiðafjörð: “ . . . skij> kom í Breiðafjörð seymt tré- saumi einum nær. Það var bund- ið seymi, og höfðu verið í Kross- ey og Finnsbúðum i 7 vetur og voru um veturinn með Gelli Þor- steinssyni, önduðust þar og voru grafnir fyrir austan kirkju. Þá tóku þeir afturgöngur miklar.” Draugagangurinn á víst sinn þátt í, að þetta var ritað. Að skipið, sem kom af Marklandi í Straum- fjörð á Snæfellsnesi 1347, var seymbundið, er gefið óbeint í skyn m<eð því að segja, að það var akkerislaust. Á árunum 1623— 25 reit Björn Jónsson á Skarðsá (d. 1655> Grænlandsannál. Segir hann þar svo frá reköldum þeim úr grænlenzkum skipum, er sí- felt voru að reka við fsdand fram í hyrjun 18. aldar og lýst var í Lögréttu, Jiar sem Björn átti sæti: “Það er að vísu flestra skynsamra manna meining, að enn muni nokkuðaf inensku fólki í Grænlandi vera, þótt Skrælingj- ar hafi þar mátt yfirgang veita eður annes og útkjálka inn taka. Menn þykjast sjálfir þess og frekar fullvísir, sem af þeim skipum finnum, sem seltjara ein er höfð fyrir mak, súðir sterk- ar, meira en þverrar handar það, sem gengur á misvíxl, járn- naumur sterkur með þykkum róm, nvítur og góður greniviður í borðum og nær þriggja fingra þykk, mestöll borðin utan brædd í seltjörunni, enginn skortur á efnum að merkja. Eða hvar mun seltjara höfð, utan á Grænlandi? Hér rekur og alloift þau skips- brot (sem nú á Skaga á Reykja- strönd anno 1625), sem enginn járnsaumur er í, heldur reyrt með tágum margfaldlega og snillilega, svo út fyllir nafar- farið og fleygar undir til foerzlu. eins og segir af skipi því, er Ás- mundur kastanrazi hafði af Grænlandi til fslands, er hundið var sími eða seymi. Það var anno 1189.” Hviti og góði greni- viðurinn og sterkur járnsaumur með þykkum róm, hlýtur að vera árangur af verzlun og ferðum Grænlendinga til Marklands eftir 1500. Frá gerð seltjörunnar í Norðusetu segir Björn svo frá á öðrum stað: “Var brædd selfita borin í húðkeijia og upp fest við vind í úthjöílum þar til þykkn- aði, síðan tilbúin sem vera átti.” Fvrir nokkrum árum fann Rous- sel fornleifafræðingur í rústum baðhúss á bæ 1 Vestribygð fjöl úr súð af grænlenzku skipi með nafarförum, og sat hvalbarða- seymið í götunum, eins og Björn lýsir því. f þýðingu sinni af Grænlandsannál segir Þórður biskup frá grænilenzkri ár, er rak á fslandi: “Fyrir nokkrum árum síðan (þ. e. nokkrum árum fyrir 1669) rak uj>p fyrir austan á fslandi ein ár af bát, er þannig var letrað á með rúnafoókstöfum: “oft var ek dasadur ek dro þik.” Mundi mega kalla þetta síðustu rituð kveðjuorð fslendinga á Grænlandi, er borist hafi hing- að til lands. — (Tímarit Iðnaðarmanna). Stæráta skip sem hingað til hefir verið smíðað hér á landi. Á síðari árum hefir skipa- smíðinni fleygt mjög fram hjá okkur fslendingum sem öðrum. Árið 1939 lauk Gunnar Jónsson skipasmm. í Vestmannaeyjum við að byggja mótorskipið Helga, 130 br. tn. fyrir Helga Benediktss. útgm. Það ár bygði einnig Skipa- smíðastöð Marselíusar Bern- harðssonar á fsafirði v.s. Rich- ard, 100 br. tonn, fyrir h.f. Björgvin á fsafirði. Á Jæssu ári hefir Gunnar Jónsson skipa- smíðameistari á Akureyri verið að byggja 150—160 br. tonna skip fyrir Kaupfélag Eyfirðinga á Akureyri, og er það stærsta skip, sem enh hefir verið smíðað hér á landi. Gunnar lýsir þessu skipi þannig: I-engd þess <er 33 metrar, breiddin 6.6 m. og dýptin 3.65 m. Það er alt úr eik, nema þil- far og siglur eru úr “origon”- furu, en hvalbakur og yfirbygg- ing úr stáli. Á foátaþilfari er straumlínu- löguð yfirbygging. Fremst stjórn- arpallur, þá klefi fyrir kortaborð, talstöð, dýptarmæli og ýms sigl- ingatæki, aftar lítill svefnklefi og aftast er hólf fyrir útblásturspíp- ur ifrá vélum, reykrör og loft- ventla, má þurka þar sjóklæði og hlífðarföt. Undir bátaþilfari er: Fremst ífoúð skipstjóra, svo hreinlætis- klefi með W.C. og steypibaði, þá vélarúm með járnristum, aftar éldhús, en aftast er borðsalur fyrir 10 manns. Undir þilfari er aftast káeta fyrir 4 inenn og tveir klefar, stýrimanns og vélstjóra. í fram- stafni er íbúð fyrir 10 menn. Aðal-aflvél skipsins á að verða um 400 hestafla, þungbygð ensk Dieselvél, sem fer 375 snúninga á mínútu, en skrúfan 125 sn. í vélarúminu verður einnig 100 ha. hjálparvél. Á hún að fram- ileiða raifmagn fyrir trollvindu o. fl. og knýja kælivél. Þá verð- ur þar lítil vél, sein framleiðir rafmagn til Ijósa og knýr lioft- og vatnsdælur. Lestarrúmið verður úthúið fyrir ísfiskflutninga og alt vel einangrað m<eð korkmulningi. Skijunu er ætlað að stunda þorskveiðar með botnvörpu, sildvæiðar með herpinót og aö flytja fisk til útlanda, bæði kældan og hraðfrystan. Gunnar er einn af snjöllustu skipasmíðameisturum þjóðarinn- ar og nam iðnina hjá Magnúsi Guðmundssyni i Reykjavik. Hann hefir haft eftirlit nieð byggingu skipa erlendis fyrir landsmenn sína, en byrjaði skipabyggingar á Akureyri 1924. Síðar stofnaði Gunnar dráttar- braut á Siglufirði. Hann bygði ásamt Herluf Ryel varðskipið “Óðinn.” Síðar bygði hann nokkra ágæta háta fvrir Eyfirð- inga og siðastliðið ár mun hann hafa bygt fyrir K. E. A. 3 stærri vélbáta og 4 minni. — (Tlímarit Iðnaðarmanna). Týnda de mantanáman við Orange ána Eftir H. A. Bnjden. (Frá “Nemo” á Gimli) (Framhald) Klukkan var orðin 3. Sólin hélt leiðar sinnar á austurleið uin koparrautt himinhvolfið, svo við urðum að hraða ferðinni. “Farið inn á undan Klaas!” sagði <eg og hikaði ekki. Klaas hvarf svo inn í fjallið og eg fylgdi fast á eftir. Vrið héldum svo áfram í 5 mínútur, rákuin okkur á, námum staðar augna- blik, skriðum stundum á fjór- um fótum, í botninum var ýmist 'fínn sandur, stórgerð möl eða stórgrýti, en samt skilaði okkur allvel áfram — en alt í einu koin J>að fyrir á Jiessari inyrku leið — því nú var þreifandi myrkur — að gangurinn lækkaði enn meir, svo við urðum að skríða endilangir. Og það get eg full- vissað yður um, að það var geig- vænlegt ferðalag þarna undir hjartarótum fjallsins, og eigin reynslan virtist þúsundfalda ó- huginn, og áhrifin höfðu einnig náð til Klaas með óbilandi hug- rekkinu, þvi var hann farinn að tala i hálfkæfðu hræðslu-hviskri. Oft er það þegar eg minnist sið- an Jæssa ferðalags okkar í göng- unum, að eg svitna, aðeins við umhugsunina. Að lokum, sem mér fundust margir klukkutím- ar sem við vorum þarna í svart- nætti Egyptalands, mætti okkur þó loftstraumur, göngin víkkuðu og hækkuðu og að 5 mínútum liðnum vorum við þomnir út í blessað sólarljósið. Litli Klaas var sæmilega bakaður i leður buxunum og flannelsskyrtunni, en hvað mér sjálfum viðvék, þá rann svitinn bókstaflega ofan eftir mér, því hver þráður á mér var sem eg hefði komið af sundi. Við fleygðum okkur niður á log- heita klettana og köstuðum mæð- inni, svo fórum við að litast um. Væru nú þessi Perlugöng —- \^ERZLUNARSKÖLA NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs; við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli» nú þegar. 'MAMMMMAMAAAAAAAAAAAAAAAMMMAAAAAMMMA/

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.