Lögberg - 18.06.1942, Qupperneq 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ. 1942
5
lenzka þjóíSin nægtabrunn, sem
hún getur ausið af í ríkum mæli
um ófyrirsjáanlega fraintið. Og
eðlilegast virðist, að auðæfi þessa
hafs séu sem mest flutt til næstu
hafna, til þess iðnaðar, sem
mestum arði getur skilað í ís-
lenzkar hendur.
III.
Landbúnaður Vestfjarða á sér
lika framtíð og eflaust glæsi-
lega. Þar eru landkostir góðir,
þú að jarðir séu smáar, gróður-
lendi slitrótt og víða erfitt uin
ræktun. Það er hægt að nefna
ýmis dæmi um afurðamikið bú-
•é á Vestfjörðum. Hér verður
ekki út í það farið, en aðeins á
það minst, að gamla vestfirzka
mjólkurféð sýndi hvað jörðin
gaf, og víðar en á Rauðasandi
er hægt að bæta kúakvn með
ræktun, enda hefir mikið unnist
á í þeim efnum síðustu árin
sumsstaðar.
Þó að opinberar tilraunastöðv-
ar vanti enn á Vestfjörðum, til
að byggja á skoðanir um rækt-
Unarmöguleika, er þó fullvíst, að
þeir eru glæsilegir. Þeir, sem
seð hafa Skrúð séra Sigtryggs á
Núpi og horið hann saman við
grýtta og hrjóstruga hlíðina í
kring og vita, að hann er hold
af hennar holdi, — þeir vita
það, að vestfirzka moldin er dá-
samleg. Þá dreymir stóra
úrauma um ræktun á Vestfjörð-
um og vita, að þeir draumar geta
ræzt. Síðustu árin hafa líka
komið fram ýmsir góðir ræktun-
armenn vestur í fjörðum, og
enda frábærir. Síðustu tíu ár-
l|m hefir bygg náð fullum þroska
á hverju sumri í Dýrafirði, svo
að það hefir haldið stofni sínum
við. Þar með má það heita full-
sannað, að Vestfirðingar þurfi
ekki útlendan fóðurbæti fyrir l)ú-
fé sitt. Þetta er eitt af því, sein
sannar, að kornrækt á að verða
og getur' orðið fastur og sjálf-
sagður liður í íslenzkum búskap.
Hitt er annað mát, að ýmsir
hyrjunarörðugleikar gera það að
verkum, að útbreiðslan verður
ekki mjög ör, svo sem vand-
kvæði á þrí að Jireskja og
hreinsa korn, þar sem það er
ræktað í smáum stíl, eins og
réttast er fyrir byrjendur og við-
vaninga. Ríkisvaldið gerir líka
minna en skyldi til að hjálpa
mönnum yfir þessa byrjunar-
erfiðleika. En það er annað
mál. I þessu sambandi er það
aðalatriði, að við vitum það með
fullri vissu, að korn þrífst í Vest-
fjörðum og kornrækt er senni-
lega álika árviss þar og jarð-
eplarækt, svo að nefnt ,sé eitt-
hvað, sem allir telja sjálfsagt.
(Framhald)
—(Timinn 17. marz).
inum. Þannig taka mennirnir
Krist frá mannheiminum og
“flytja milda friðarríkið hans
á fölva stjörnu að allra skýja
baki,”
í stað þess að vinna að full-
komnun þess í þessum heimi.
Og þessa reginmisskilnings á eðli
kristindómsins geldur alt mann-
kyn í dag.
Kjristur sagði: “Eg er ekki
kominn til þess að dáema heim-
inn, heldur til þess að frelsa
heiminn” (Jóh. 12, 47). Þessi
orð veita fullan rétt til að stað-
hæfa, að kristindómurinn komi
þessum heimi mjög við, og að
alt ástand þessa heims sé í fylsta
mæli komið undir afstöðu mann-
anna til Guðs og Krists.
Ef Kristur og trú hans kæmi
þessum heiini ekkert við, þá
heí'ði Kristur aldrei komið i
þennan heim. Þegar Kristur
kom, stofnaði Guð til gagngerrar
andlegrar byltingar í þessum
heimi: “Svo elskaði Guð heim-
inn, að hann gaf son sinn ein-
getinn
Ljós í heiminn
komið
(Hvitasunnuhugleiðingar)
Hvítasunnan, sumarhátíð
kristninnar, ber oss hoðskap um
ijós í heiminn komið (Jóh. 12,
46). Þann boðskap ber hún að
þessu sinni því mannkyni, sem
andvarpar og segir: “Drottinn,
nú er dimt í heimi.”
Hver er rétt afstaða kristin-
úóms og kirkju til heimsins?
Er það rétt, sem stundum heyr-
ist, að það sé fjarstæða og jafn-
vel hneyksli að Ijyggja, að trúin,
kristindómurinn, eigi að bæta
heiminn og mannfélagið og af-
stýra óhöppum þess og hruni?
Er ikrstin trú óviðkoinandi þess-
Um heimi og hinum daglegu
vandamálum mannfélagsins? Eg
hefi stundum heyrt talað í þá
átt, og lesið rituð ummæli í þá
att, að kristindómur geti varla
verið annað en einstaklings-trú-
rækni og samkomu-kristindóm-
ur. Þess sá naumast að vænta,
að trúarinnar sjái mikinn stað i
úaglegu lífi og störfum. Það sé
ekki aðalatriði, er skifti máli.
Þannig er kristin trú einangr-
uð frá lífinu, tekin út úr heim-
(Jóh. 3, 16). Hann birt-
ist heiminum í mannsins mynd.
Jesús Kristur var Ijós i heiminn
komið. Það ljós var ekki setl
undir mæliker. Það lýsti öllum.
Hann starfaði í heiminum, gjörði
allskonar undur og tákn fyrir
augum manna. Þegar Jóhannes
sendi til hans lærisveina sína,
svaraði hann ekki með heim-
spekilegum hugleiðingum eða
trúfræðilegum orðatiltækjum,
heldur benti á staðreyndir:
“Blindir fá sýn og haltir ganga,
líkþráir hreinsast og daufir
heyra, og dauðir upprísa og fá-
tækum er boðað fagnaðarerind-
ið” (Matt. 11, 5). Hann lætur
verkin taln og vitna um sig.
I>annig var hann ljós í heiminn
komið.
Og lærisveina sína kallaði
hann líka til starfa. Hann sagði
ekkii Þér verðið að hafa þenn-
an eina, afmarkaða guðfræðilega
Skilning á mér, þá er trúin rétt
og alt í lagi. Nei, hann lagði
áherzlu á það, sem skifti miklu
meira máli: Fylgið mér- Gjörið
iðrun. Gangið inn um þrönga
hliðið! Berið ávöxtu iðrunarinn-
r! Sá yðar, sem vill vera
mestur, skal vera allra þjónn!
Og máttinn til alls þessa áttu
þeir að fá vegna samfélagsins
við hann, “því að án mín gelið
þér alls ekkert gjört.”
Þannig var Kristur Ijós í
heiminn komið, til þess að frelsa
heiminn. Elska Guðs starfaði í
Kristi. Elska Krists stnrfaði á
jörðinni, fyrst í lífi sjálfs hans
og siðan í lífi Iærisveina hans.
Þannig bar ljós hans birtu sfna i
syndugum 'heimi og ber enn.
Það erekki kristindómur að flýja
frá heiminum og láta einu af-
skifti sín af honum vera kvein-
stafi og andvörp yfir spillingu
hans. Þegar Kristur kallaði
menn sér til fylgdar, talaði hann
um að lcggja hönd á plóginn.
Það er táknmál um starf, athöfn.
S|annur kristindómur er ljós
sem lifir og lýsir, starfandi, at-
hafnasamur krístindómur sem
vinnur að þvi verki Krists, að
frelsa heiminn.
Hvítasunnan er hátíð andans,
hátíð endurfæðingar og nýs lifs.
Kirkja Krists á jörðinni þarfn-
ast nýs lífs. Henni ber að end-
urfæðast.
Hvernig getur nýtt líf vaknað
í kirkjunni Menn benda á
sundurleitar, andlegar stet'nur
og segja: Þarna er hið nýja lif.
Notið þessa stefnu og niðurstöð-
ur 'hennar og kenningar í þarfir
kirkjunnar. Þá mun lífið vakna.
Því skal ekki neitað, að gull-
korn er oft að finna í andlegum
stefnum. Og stundum benda
þær kirkjunni á mikilvæg atriði,
sem hún hefir vanrækt. En upp-
spretta alls * lifs í kristilegum
skilningi er og verður Kristur
sjálfur. Fif vér, lærisveinar hans
viljum verða nýir menn, betri
menn, sannkristnir menn, þá
virðum hann fyrir oss, sem er
hyrningarsteinninn mi'kli og höf
uð safnaðarins. Beinum sjón-
um vorum i sannri trú til for-
ingjans, er aldrei hefir bugðisl
mönnum sínum, leiðtogans, er
visar gæfuveginn.
Mennirnir horfa nú mjög til
svonefndra leiðtoga. Þeir selja
foringjum sinum í hendur sálir
og samvizkur, trúa á þá, og láta
þá leiða sig blindandi fram af
hyldýpisbarmi, ef svo vill verk-
ast. Afleiðingin af því að fylgja
slíkum foringjum er myrkrið,
sem ríkir i heiminum, dómurinn,
sem gengur yfir hann. Þessir
leiðtogar hafa felt í rústir, geng-
ið erinda eyðandans.
Kristur er sá leiðtogi, sem
kallar sjálfan sig Ijós í heiminn
komið. Öll rök reynslunnar og
sögunnar sýna, hve satt þetta er.
Hann var leiðtogi, sem olli bylt-
ingu, gjörhreytingu í hugum og
lífi þeirra, er gengu honum á
hönd. Hann setti upp nýtt mat
allra hluta, veitti út í lífið nýj-
um anda. óskelfdur og mark-
viss gekk hann fram gegn eftir-
væntingu samtíðar sinnar og
óskum mannanna, jafnvel sinna
eigin fylgismanna. Mennirnir
vonuðust eftir herkonungi og
sigurvegara, en hann kom sem
friðarhöfðingi og allra þjonn og
vann sigur sinn á sjálfsfórnar-
vegí. Og þennan auda, sem i
honum bjó, gefur hann læri-
degi, er mennirnir gera sér fulla
grein þess sannleika, að innri
maðurinn er uppsprettan, að öl!
betrun og frelsun verður að
byrja heima, i eigin sál, og að
þaðan á svo kraftur endurnýj-
unarinnar að streyma út i lífið
og heiminn, þá skilja þeir, að
kraftur andans er. veruleiki, og
Kristur sá leiðtogi, sem aldrei
bregst. Og þá verður hin heilaga
köllun ljós, að ganga veginn
þann, er KristUr gekk, veginn
móti straumi tízkunnar og
heimskunnar, veginn þrönga,
sem er leiðin til lífsins, leiðin til
frelsis öllumi heimi.
Vér stöndum við dyr nýs tíma-
bils, nýrrar aldar, i þjóðfélags-,
fjárhags- og mennningarmálum
Vér erum að sjá, að á akri efnis-
hyggju og guðleysis grær ekkert
líf. Vér érum að sjá, hver eru
öfl eyðingarinnar. Nú er kom
inn tími til að reyna afl andans.
Vér höfum séð, að> laun syndar-
innar er dauði. Nú er kominn
tími til að láta sannfærast um
það, að náðargjö>f Guðs er eilíft
líf fyrir Jesúm Krist, drottin
vorn. Þegar lifandi andi Guðs
sýnir mönnunum, hvað kærleik-
ur Krists inegnar, að hann er
“ljós í heiminn koinið”, þá hefst
endurfæðingin, nýi tíminn, sem
mun færa oss þá blessun, sem
engan getur grunað nú. Og
KAUPIÐ ÁVALT
LIJMDEC
hjá
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE and ARGYLE STREET
Winnipeg, Man. - Phone 95 551
sú stund megi koma, er þakk-
látir lærisvinar geta sungið
Kristi ljósi heimsins, nýja lof-
söngva og sagt, eins og i hvíta-
sunnusálminum segir:
“Enn þú, gestur himins, heldur
hvitsunnu á vorri jörð.
Þú ert allri þinni hjörð
sól og dögg og sverð og ejdur.
Enn hinn sami ár og sið
öllum þínum kristnum lýð.”
Á. S.
|
— (Kirkjuritið).
sveinum sínum, lætur hann gagn.
taka mennina og lifa í 'þeim, svo
að þeir vita, að þótt hann sé
ekki með þeim i holdinu, er
hann samt með þeim alla daga.
Hann sendir lærisveina sína til
að halda áfram verki sínu, að
frelsa heiminn frá eyðingu og
glötun. Líf þeirra og starf, andi
Krists i þeim, á að gjöra hið
sama og hann gjörði, láta ríki
hans, sem ekki er af þessum
heimi, fulíkomnast i þessum
heimi. Hann vill ekki, að þeir
dragi sig út úr heiminum, láti
hann afskiftalausan, láti hann
farast. Hann vill, að þeir séu
eins og himinljós" í heiminum,
og láti stafa frá sér út í lífið
endurskin af dýrð drottins, sem
upplýst hefir hjörtu þeirra
sjálfra.
Trúin á framþróunina var fyr-
ir nokkrum áratugum gildasti
þátturinn í lífsskoðun manna um
Vesturlönd. Nú mun þessi ein-
sýna og barnalega þróunartrú
hafa beðið alltilfinnanlegan
hnekki, af skiljanlegum og aug-
Ijósum ástæðum. Síðustu árin
var mjög áberandi trúin á það,
að mannkynið og þjóðfélögin
ættu að frelsast og fullkomnast,
ættu að geta trygt farsæld sína
og framtíð með skipulagi, sem
reist væri á vissum stjórnmála-
kerfum og tækni. Nú sjáum vér
að heimurinn verður ekki frels-
aður með þvi að gera mannfé-
lögin að vélrænu skipulagsbákni.
Það eru einhverir gallar, og það
meira en litlir, á vélinni, lyrst
skipulagningin og tæknin eru
notaðar til að fella i rústir og
sundurmola alt, sem menning
liðinna alda efir bygt upp. Vér
sjáum nú, að það er eitthvað
meira en lítið ábótavant við
þessaj “marggyltu mannfélags
höll” skipulagsins og tækninnar,
sem nú riðar til falls, “rambar
á Helvítis barmi.”
Og vér vitum, hvað þetta
“eitthvað” er, sem hér er ábóta-
vant. Það er blátt áfram þetta,
að efnishyggjan hefir haldið sín-
um kyrkitökum um háls mann-
kynsins, efnishyggjan, sem vill
gera manninn að hjóli i vél, að
viljalausri, skoðanalausri, trú-
lausri skpenu í blektri og blind-
aðri hjörð, efnishyggjan, sem
segir: “Trú er hjátrú, heimur
töfraspil; himinn, Guð og sál er
ekki til.”
Sannarlega er tiini til þess
kominn, að bæði ungir og gaml-
ir srtúi huga sinum að betrun
og göfgun innra mannsins, geri
sér grein fyrir þeirri heilögu
speki, sem fólgin er i orðum vitr-
ingsins: “Varðveit hjarta þitt
framar öllu öðru, því að þar eru
uppsprettur lifsins.” Á þeiin
‘^þá munu bætast harmasár
þess horfna;
húgsjónir rætast. Þá mun
aftur morgna.”
Látum, kristnir menn, hvíta-
sunnuna, sem að þessu sinni
hittir fyrir dimman og þjáðan
heim, minna oss á, að Kristur
*kom í heiminn til þess að frelsa
heiminn, og að oss er ætlað að
starfa í heiminum í anda Krists
í krafti Guðs. Það er leiðin til
þess, að aftur megi renna björt,
skær og fögur hvitasunna yfir
blóði og tárum döggvaða jörð
og allar rústir eyðingarinnar, og
jörðin verða heimkynni gæfu-
sarnra Guðs barna. Biðjum, að
Og séra
Yngjaát með
árunum
Síðastliðinn vetur dvöldu þau
sér'a N. S. Thorláksson og frú
Erika kona hans hjá dóttur sinni
og tengdasyni, Mr. og Mrs.
Eastvold i Canton, S.D., eins og
þau hafa oft áður gert) Þó þau
séu nú all-mjög hnigin að aldri,
var heilsa þeirra beggja undra-
góð. Höfðu þau svo að segja
dagsdaglega fótavist og leið vel.
Nú þegar sumarið er að byrjo
eru þau að taka sig upp, eins og
farfuglarnir og flytja sig norður
á bóginn. Staðnæmast þau um
stund á Jieimili dóttur sinnar og
tengdasonar, séra Haraldar og
frú Margrétar Sigmar, á Moun-
tain.. Þó þau séu ekki sjálf
beinlínis frumherjar í því land-
námi, er sú sveit þeim sérstak-
lega kær fyrir margra hluta sak-
ir. Fyrst er þess að ininnast
að foreldrar séra Steingríms voru
þar meðal fyrstu frumherja. og
bróðir hans, séra Páll, faðir
landnámsins. Þar voru og syst-
kini hans fyrstu árin.
Steingrímur sjálfur, sem mun
hafa komið hér fyrst 1881, var
þeim árum viðloða hér um
stundarsakir, og fyrsti barna-
skólakennarinn á Mountain. Síð-
an árið 1927, þegar séra Stein-
grimur sagði lausu embætti sínu
í Selkirk, hafa iþau hjón oft dval-
ið hér á heimili Sigmars-hjón-
anna. Enginn þarf lengi við
þau að tala til að verða þess
fyllilega áskynja að þeim þykir
hjartanlega vænt um sveitina og
fólkið hér, og dást mikið að feg-
urð landnámsins. Að þessu sinni
verður þó dvöl þeirra að Moun-
tain hara stutt. til að byrja með,
þvi þau eru á leið til Selkirk, til
að sitja þar kirkjuþingið íslenzka
lúterska Það verður nú haldið
í prestakallinu þar sem þau
störfuðu með svo mikilli prýði
og góðum árangri, í meir en
fjórðung aldar. Heyrst hefir að
séra Steingrímur rnuni flytja
aðalprédikunina við hátíðarguðs-
þjónustu í Selkirk-söfnuði sunnu-
dagskveldið 28. júni. Verður þá
minst hálfrar aldar afmælis þess
safnaðar. Mun það hafa verið
einróma vilji safnaðarfólksins
að séra Steingrimur prédikaði
þar, ef heilsa hans leyfði. enda á
það vel við. En það er líka eftir-
minnilegt og fylsta ástæða til að
þakka Guði fyrir, að hann skuli
á þeim aldri, sem hann nú hefir
náð, vera þess megnugur að taka
það að sér að flytja þar hoðskap
kristindómsins við það hátiðiega
tækifæri.
—Fréttaritari Lögbergs,
Mountain, N.D.
LÁTIÐ UNGU SVININ DAFNA VEL TIL
ÞESS AÐ FULLNÆGJA FLESKÞÖRF BRETA
MARKMIÐIÐ — Fæðing til Fleskis innan 6^/z mánaðar.
HVERNIG svín er fóðrað, og á HVERJU það er fóðrað, er mikilvægt,
til þess að flýta fyrir útflutningi fleskis.
Vegna örs vaxtar og ákjósanlegra gæða:
Blandaðar korntegundir skyldi blandaðar efnum, sem auðug eru
af málmum og bætiefnum.
Fóðurskerfur skyldi miðaður við átlyst svínsins.
Gnótt heilnæms vatns, ásamt fersku fóðri, er óhjákvæmilegt.
Um svín skal vera svalt, hreint og notalegt.
Vel fóðruð svín ná fljótar og ódýrar tilætluðum markaðsþunga.
Hvert flesksvín, sem sent er á markað fyrir október, stuðlar að þvi að
fullnægja núgildandi samningi.
Tíl frekari upplýsinga ráögist viö búnaöarráöuneyti fylkis yöar,
Landbúnafiarháskólann, næsta Tilraunabú Sambandsstjómar, cfía
Griparœktarskrifstofu Búnaöarrdöuneytis Sambandsstjómarinnar,
AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD
Dominion Department of Agriculture, Ottawa
Honourable James G. Gardiner, Minister
1-155