Lögberg


Lögberg - 18.06.1942, Qupperneq 6

Lögberg - 18.06.1942, Qupperneq 6
6 LOGBEBG. FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ. 1942 Á SKARÐSHEIÐUM Þeir stóðu þarna allir starandi á Joan með efandi augnaráði. “Trúið þið því nú að eg viti um hvað eg er að tala,” sagði hún. Crew varð fyrstur til að átta sig. “Hve- nær?” spurði hann. “Hvenær ætlið þið að gera það?” “Við ætluðum að fara út yfir heiðina í gær, en þá skall óveðrið á, og við hugðumst því að fara í dag, en eg var —. Við förum þá út með póstinum á morgun — til að gifta okkur.' Hún strauk hönd þreytulega um enni sér og sagði svo enn: “Rídd þú, Slim, út eftir vegin um, ef þú kynnir að hitta einhverja piltanna. Þú ferð, Bob, beint héðan yfir að ánni, og þið Les og Olof gætið riðið franl með girðingunni milli þessa lands og Ivans. Philip —” Hún hikaði sig. “Hvert á eg að fara, Joan?” spurði Philip “Ríðið meðfram landi Ivans niður að sumarbrúnni.” “Joan,” sagði Crew, “nú er aðeins um eitt að gera: viltu sjá um að Ivan og hinir menn- irnir taki ekki byssurnar með sér?” “Já.” “Geturðu það?” “Já, það get eg,” fulyrti Joan og sneri sér svo að Hector. “Haltu matnum bara heitum, Hector, og við neytum hans, þegar við komum attur. Gerið nú svo vel að söðla hestana,” sagði hún við karlmennina, “ríðið eins hart og ykkur er unt og gerið alt sertt ykkur er mögulegt til að aftra þessu.” Þau fóru svo öll út — Joan út í hlöðu eftir h.esti sínum og karlmennirnir út í svefnklefann til að klæðast hlýrri fatnaði. Þegar þangað kom tók Philip segldúkspoka undan rúmdýnu sinni, þar sem hann hafði á- samt ýmsu öðru slíku verið breiddur til hlý- inda á rúmbotninn, og fór að tína dót sitt niður í hann. Er Crew hafði hnept að sér leð- urkápuna, kom hann yfir til Philips. “Nú veit eg hvers vegna þú ert að fara,” sagði hann. “Mér fanst eitthvað bogið við hina ástæðuna. Maður getur ekki átt samstarf við náunga — Skil eg það rétt?” Philip kinkaði kolli. “Sjáðu nú til, Bob. f-g ætla ekki að bíða eftir því að geta farið með póstsleðanum í fyrramálið. Joan hefir átt í niiklu hugarstríði út af þessu áformi sínu, og eg vil ekki bæta á þrautir hennar. Það myndi bara valda þeim meiri óþæginda, sér- staklega henni, ef eg yrði þeim samferða á póstsleðanum. Eg ríð nú bara niður að brúnni, eins og Joan mæltist til, verð þá líka kominn nokkuð áleiðis, svo þegar leitinni er iokið og hver sem árangurinn kann að verða, ríð eg bara áfram út yfir skarðið. Hestinn skil eg svo eftir hjá Steve Allison. í nótt verð eg líklega um kyrt að Haights. Þenna poka skil eg hér eftir hjá þér og læt þig seinna vita með línu hvert eigi að senda hann. Vilt þú sjá um það?” “Vissulega, Philip. En mér fellur þetta mjög illa — fæ ekkert skilið í því —” “Mér fellur það mjög illa líka.” “Eg get vel hugsað mér það. Þegar um Joan er að ræða, þá verða henftar líkar ekki daglega á vegi manns. Eg var að vona það að hún og þú — eg fæ ekki gert mér grein fyrir því hvað hún sér við þenna —” “Eg hygg. hún hafi sínar ástæður fyrir þessu, Bob. Og svo er hitt: Þetta er heppi- legast alls hér vegna.” Philip lauk við að troða dóti sínu niður í pokann, sem hann svo kastaði upp í rúmið og sagði enn: “Nú skul- um við leggja á stað og gera okkar bezta til að hjálpa henni.” ♦ -f ♦ Joan reið eins hart og hesturinn gat farið gegnum fönnina niður engið, út á veginn og svo yfir að heimili Ivans. Hún stökk af baki framan við húsið og hljóp tafarlaust inn í það fyrirvaralaust. Ivan sat einn við borðið og las í bók. “Ó! Halló, Joan,” sagði hann. “Jæja, eg frétti að þú hefðir fundið þinn—” “Ivan, hlustaðu á mig. Þeir ætla að brenna heyin þín. í kvöld. Núna strax. Brenna heyin og reka elgsdýrin —” “Hverjir ætla að brenna heyin mín?” spurði Ivan og ýtti frá sér bókinni. “Margir piltanna, allsstaðar að úr dalnum. Þeir ætla að reka dýrin upp í hæðirnar, út í snjóskaflana og brenna ,heyið. Eg kom til að láta þig vita um það, svo þú kæmist tafarlaust út þangað—” Ivan hló. “Joan, þú ert óð. Enginn fer að—” “Ó, Ivan, eg frétti það rétt núna og reið yfir hingað eins hart og hesturinn gat farið. Þu verður að fara strax og láta þá vita, að þú ætlar ekki að selja landið þitt.” Hún horfði umhverfis sig. “Hvar eru mennirnir, sem voru hér hjá þér í dag?” “Úti í hlöðu að gefa hestunum.” Ivan stóð á fætur, gekk umhverfis í herberginu og brá fingrunum gegnum hár sitt eins og. hálf- hugsi. “Eg veit varla hvað eg má hugsa um—” sagði hann, en hljóp svo inn í hitt herbergið og kom jafnskjótt aftur með belti, sem hann var að girða um sig og með marghlevpu í hönd. Joan greip í handlegg honum. “Ó, Ivan! Taktu ekki með þér neinar byssur. Farðu bara og segðu þeim —” “Eg segi þeim ekkert! Þetta land er mín eign og heyið líka, og eg gef þeim engar skýr- ingar. ' Óska engra hlunninda af nokkrum manni eða ráðlegginga, máttu vita.” “En eg lofaði piltunum —” “Vertu ekki fyrir mér!” Hann ýtti henni hranalega frá sér, greip jakka sinn af snaga, klæddi sig í hann og skelti hurðinni vonzkuléga á eftir sér, er hann þaut út um dyrnar. Joan, opnaði þá hurðina. “Ivan!” kallaði hún á eftir honum. “Ivan, eg sagði þeim að þú myndir ekki — Vertu svo vænn að hefja enga skothríð! Heyrirðu það, Ivan!” Hún fékk ekkert svar, en sá Ivan dauflega er hann hljóp til hlöðunnar og þá ljósglampa bregða fyrir þegar hann skauzt inn um hlöðu- dyrnar. Hún hljóp nú líka eins fljótt og hún gat þangað út. Þá opnaðist hlöðuhurðin og þrír eða fjórir menn komu út. “Ivan!” Hún hljóp til þeirra. “Ivan, eg gleymdi að segja þér! Eg gleymdi — nokkrir hjarð- sveinanna eru þarna útfrá líka! Eg ætlaði—” En reiðmennirnir hurfu út í myrkrið og hlöðuhurðin vingsaðist til og frá á hjörunum svo að ljósglampinn þaðan að innan birtist Joan og hvarf jafnskjótt á víxl nokkrum sinn- um. Hún stóð þarna vandræðalega í fönninni stundarkorn, þá fóru henni brátt að beras;; skothvellir frá einu horni hjarðversins við ána, og er hún leit þangað, sá hún litla eldsblossa skjót§st út í næturhúmið og magnast fljótlega; og fleiri og fleiri eldtungur lykkjuðu sig upp í geiminn. Daufur ómur af mannamáli barst* henni ásamt argi og köllum; þriðji heystakk- urinn bálaði þá upp í náttmyrkrið. Hún sneri sér og hljóp að hesti sínum og reið eins hart og hún gat út að eldunum, þangað sem hún taldi víst að Ivan og hinir reiðmennirnir væri nú að halda. Nítjándi kapítuli Joan hafði ekki riðið langan spöl og án þess að sjá nokkuð til ferða Ivans og reiðfélaga hans, þegar hún kom auga á einhverja hreyf- ingu bera við eldsglampann fram undan sér. Hún kallaði af öllum mætti og hvatti hestinn afram alt sem hún gat, en varð þess þá vísari að þetta væri elgsdýrahópur, er nálgaðist óðum og stefndi beint að henni. Hún greip fast um beizlistaumana og vék hestinum ögn afsíðis rétt þegar fyrstu elgsdýrin þeystu fnæsandi og másandi fram hjá henni. Hún reyndi því að ríða í aðra átt, en sá þá enn elgsdýrahópana stefna að sér á hraðri ferð og á svo breiðu sviði, að hún yrði að ríða eins hart og hestur- inn gæti farið til þess að komast úr vegi þeirra; en þá mætti hún bara nýjum hópum dýranna, og er hún leit í eldsáttina sá hún æðandi elgs- hópa koma þaðan, og gerði sér þegar grein fyrir því að í þá áttina kæmist hún ekkert áleiðis. Hún stöðvaði hest sinn. Þar sem dýra- hjarðirnar öftruðu henni nú frá því að ná heimili Ivans aftur, þá afréði hún að komast heim sem fyrst með því að ríða þvers um engin framan við elgsdýrahópana. Ep þessi tilraun varð líka árangurslaus, svo hún neyddist til að taka enn nýja stefnu, í sömu átt og elgsdýrin, upp í hæðirnar. Af og til dreifðust hóparnir, svo ofurlítið bil varð á milli þeirra, og hún reyndi að grípa það tæki- færi til að komast ögn áleiðis og út úr þvög- unni. En þar ruddust þá fram fleiri dýranna svo hún varð að fylgjast með þeim. Þótt hún væri nú umkringd af hlaupandi elgsdýrahópunum, reyndi hún að halda í við stökkvandi hest sinn og stefn^ honum meir og meir til vinstri hliðar þangað sem hún vissi af hæð, sem naumast var meira en stór þúfa við veginn. I daufri skímunni þarna frá b^lunum að baki sá hún glampa á hólskoll þenna, sem reyndist nú að vera fjær götunni, en hana hafði mint. Hún reyndi að stefna hestinum þangað, en elgshóparnir hröktu hana með sér lengra áleiðis út með hagagirðingu, er þar tók við, svo hún varð að snúa hestinum beint gegn dýrahópnum og berjast við að komast aftur fyrir girðingarhornið, og þaðan út á hólinn. Með hljóðum, köllum og handávingsi dreif hún óttaóðan reiðskjóta sinn beint gegn elgs- dýrahóp, er fram hjá henni þaut með horna- braki og straukst svo nærri hesthliðunum að við sjálft lá að hún veltist af baki honum. Joan smámjakaði hestinum áleiðis gegn dýra- flóðinu, hraktist þó stundum ögn aftur á bak, en vanst svo aftur dálítið á í áttina yfir á hvíta hæðarkollinn. En brátt sannfærðist hún um að ógerlegt væri fyrir sig að knýja hest sinn lengra áfram gegn þessu dýraflóði og var rétt að því kom- in að snúa honum við, og láta hann hlaupa með hjörðinni, þegar ofurlítil glufa opnaðist alt í einu fram undán henni svo hesturinn náði með heljar átaki að hæðinni, og eftir augna- bliks hvíld að klifrast upp á hana. Þarna hvíldi Joan sig og hestinn, og er hrædd og æðandi dýrahjörðin rak sig á hól- inn, skiftist hún í tvent og þaut fram hjá tálm- aninni báðumegin. Joan leit út yfir engjaflesjurnar á landi Ivans. Tólf heystakkanna stóðu þar í björtu báli. Hrópandi mannaraddir bárust henni nú skýrar en áður, og með hverjum skothvell brá fyrir eldsleiftri út í næturhúmið; en yfir hossandi hausa og horn elgsdýranna gat Joan við og við greint reiðmenn þjótandi til og frá aftan við dýrahjörðina. Úr fjarlægðinni, niður við ána, langt að baki hjarðsVeinanna og elgshjarðarinnar, er undan þeim flúði, heyrðust tveir skothvellir, og þrír aðrir þvínær jafnskjótt. Joan gerði sér þegar grein fyrir því, að reiðmennirnir reyndi að bægja hjörðinni til vinstri handar henni, inn á milli hæðarinnar, er hún stóð á, og heimahúsa Ivans, í áttina að djúpu gljúfragili milli hæðanna, þar sem snjór- inn hefði hlaðist í háa skafla, erfiðara væri fyrir dýrin að brjótast um og mjög myndi reyna á þol það er þeim var svo áríðandi að eiga til lífsbaráttunnar allan veturinn fram á næsta vor. Hópur hjarðsveinanna þeyttist nú til og frá með skothríð og ópum að hægri hlið elgs- dýranna og bægði hjörðinni á leið til hæðanna, rétt framan við hólinn, sem Joan stóð á með titrandi hesti sínum. Stöku elgsdýr, sem dregist hafði aftur úr æðandi hjörðinni, sást hér og þar á enginu, berandi við bálsbjarmann, þar sem það hafði numið staðar gónandi eins og áttavilt um- hverfis sig, með brennandi heystakkana að baki og gauragang reksturssveinanna fram undan sér. Joan reið svo niður af verndarþúfu sinni, út á veginn og hélt í hægðum sínum heim á leið, með augun á heysbálunum og dvínandi gauragangs hávaða hjarðsveinanna í eyrum, er elgsdýrareksturinn fjarlægðist meir og meir upp í hæðirnar að baki henni. Hún fór af baki við hlöðuna, lét inn hestinn, gekk heim að húsinu og inn í eldhúsið. Hector var þar alein. “Er nokkur kominn heim aftur?” spurði Joan. Hector hristi höfuðið. “Á eg að færa þér eitthvað að borða?” “Nei, þakka þér fyrir.” Joan fór upp í herbergi sitt. Hún stóð þar í myrkrinu við gluggann, þaðan sem hún sá eldsglæður heystakkanna, sem enn voru að brenna, og bálið frá þeim hlaðanum er seinast hafði verið kveikt í, teygja sig hátt upp í dimman geiminn, og lýsa upp reykjarsvæluna og snjóbreiðuna á alla vegu út í frá. Enginn reiðmannanna var sjáanlegur; aðeins fáein elgsdýr, rangluðu auðsjáanlega hálfringluð hingað og þangað inn og út um glampasvið bálsins. Hún opnaði gluggann og lagði við hlustir, en enginn hljómur barst henni. Skjálf- andi og óttaslegin, hugsjúk og sem þreki horfin stóð hún þarna í kuldasúgnum, óróleg og hrædd út af því, sem fyrir hafði komið og gerst hafði. Með hugarangur vegna skothríð- arinnar og eldanna og af því hún hefði gleymt að geta þess í tæka tíð við Ivan, að eitthvað af hennar eigin heimamönnum væri þarna út frá líka. Alt í einu datt henni faðir sinn í hug. Hann hefði nú eða jafnvel fyr átt að vera kominn heim. Ef til vildi hafði hann séð eldana — gat naumast komist hjá því, ef hann færi heim á leið um sumarbrúna — og hefði svo riðið að eldinum til að komast eftir hvað þar væri um að vera; ef til vildi hefði hann hitt þar eitthvað af piltum sínum, og slegist í förina með þeim. Joan rankaði nú við sér, og leit aftur út um gluggann, sneri sér þá skyndilega við, sett- ist á rúm sitt og grét, kastaði sér svo endi- langri ofan á rúmteppið og grét óaflátanlega með þungum ekka þangað til hún var yfir- komin af þreytu. Philip lagði á stað frá Linden-heimilinu með þeim Herron, Malmquist og Crew, og riðu þeir áleiðis samhliða um hríð; þá fór Crew sína leið, og hinir tveir bráðlega líka, svo Philip hélt einn áfram út að sumarbrúnni. Hann reið eins hart og hesturinn gat farið gegnum kafaldið. Hann reið gegnum girðingarhliðið skamt frá brúnni og svo inn á land Ivans, sem á þessa hliðina náði fast að ánni, og var þar því ógirt. Eftir skammá reið upp með ánni hitti hann fyrir sér nokkra heystakka, sem hann sá að stæði þarna í hvirfing út af fyrir sig, um hálfr- ar mílu leið frá öðrum og aðal-heyfengs-hrauk um Bole-versins. Hann reið á hægagangi upp að heyjunum og rakst þar á fáein elgsdýr, er lötruðu silalega frá er hann nálgaðist þau. Hann kallaði upp nokkrum sinnum, ef ske kynni að einhverjir hjarðsveinahóps riddar- anna leyndist þarna, en fékk ekkert svar. Þá sá hann alt í einu all-langt framundan sér daufan ljósglampa, og skærara skin, sem brátt varð að sí-hækkandi báli, er húmtjald næturinnar rauf hátt upp í geiminn. Skot- hvellir bárust honum nú og óhljóð, er eldar báluðu í öðrum, þriðja, fjórða og fleiri hey- hraukanna — sem kveikt var auðsjáanlega í frá tveimur eða þremur hliðum í senn og eld- tungurnar skutust út úr upp í loftið á alla vegu. Philip skildist nú Ijóst að engin von væri um nokkurn árangur af ferð hans þarna, en var þó óljúft að gefast alveg upp við svo- búið. . “Hæ!” Philip nam staðar. Einhver að baki hon- um hafði kallað. Og er hann leit aftur fyrir sig sá hann eitthvað dökt hreyfast þar í skugg- anum, og ríðandi maður birtist þar brátt. “Hver fjqndinn gengur hér á?” var svo sagt í málrómi er hann kannaðist við. “Eruð þetta þér, Dale?” kallaði Philip. “Já. Hver er þarna?” “Philip.” Linden stöðvaði móðan hest sinn rétt við hlið Philips. “Eg var rétt að koma yfir brúna þarna — hvað hefir komið —” “Þeir eru að brenna heyið.” Svo sagði Philip hjarðbóndanum í snatri hvernig á stæði. Linden hreytti út úr sér blótsyrði og sagði: “Jæja-þá, við skulum ríða þarna yfir um eins hratt og við getum.” Þeir stefndu svo samstundis för sinni á- leiðis að eldunum. í svo sem kvartmílu fjar- lægð frá næsta bálinu nam Linden staðar. “Svo virðist, sem enginn maður sé nú þarna,” sagði hann. “Þeir eru á austurleið. Sjáðu, þarna er að kvikna í einum heyhlað- anum, og enn öðrum þar efra. Okkur er bezt að ríða sinn hvora leið. Eg skal fara þarna yfir um og sjá hvers eg verð vísari, en þú heldur beint í austur héðan og eg beygi svo við og næ þér brátt aftur. Eg hygg við get- um nú ekki gert mikið gagn úr þessu, en mætt- um þó reyna eitthvað.” Linden reið svo á stað beint yfir að eld- unum, en Philip stefndi þvert um til austurs í áttina, þaðan sem enn barst kliður frá æðis- flótta elgshjarðarinnar og nýir bálsbjarmar komu í ljós nær og nær austurfjalla hálendinu. Skyndilegur ótti greip nú huga Philips. Joan hafði sagt, að Ivan og mennirnir, sem með honum fylgdust, bæru engin skotvopn, en nú tjáði ekki að reiða sig á neitt annað en blábera staðreyndina. Hann sneri því jafnskjótt við og reið á eftir Linden. “Dale!” hrópaði hann. En Linden reið áfram sína leið. Philip knúði hest sinn alt sem hann gat farið um nú margtroðnar elgshjarðarslóðirnar. “Dale!” hrópaði hann, “þessir náungar kannast ef til vill ekki — Dale!” En ekkert svar kom og hjarðbóndinn reið áfram alt hvað af tók. Sá er næstur var hinna reiðmannanna, sem allir voru Philip í augsýn, en Linden ekki, sveigði ögn fjær félögum sínum og greip jafn- skjótt um eitthvað við hlið sér. “Dale!” hrópaði Philip eins hátt og hon- um var mögulegt. En hjarðbóndirtn heyrði það ekki, ellegar skeytti engu kalli hans og hélt viðstöðulaust beina leið, er hönd staka reiðmannsins hinu megin bálsins hófst seinlega, en Philip lamdi hest sinn með taum og hælum í seinustu tilraun við að ná hjarðbóndanum, hrópandi enn til hans með ofsalegri og óttahvellri rödd. GEISLAKVEÐJA I morgunsólar geislaglóð, er grátna ljórann vermir þinn, má finna skráð hið ljúfa ljóð, er leynt þér sendir hugur minn. Á breðans enni bjarmi skín, er blik í vestri dvínar hljótt. Sem geislakoss sé kveðjan mín hvert kvöld, er býð eg góða nótt. —Erla: Hclublám. FAGURT SAMEININGARTÁKN Víðkunnur Jesúítaprestur að nafni Max Pribilla hefir stungið upp á því, að sálmur Lúters: “Vor Guð er borg á bjargi traust,” verði tekinn upp sem játningarsöngur allrar kristninnar gegn æðandi öflum vantrúarinnar. —(Kristel. Pressb.)—Bjarmi.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.