Lögberg - 18.06.1942, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ. 1942
7
Bókaútgáfa
Menningars j óðs
og Þjóðvina-
félagsins
Eftir Magnús Finnbogason.
I.
Alt frá öndverðu hafa fslend-
ingar verið bókmenta'þjóð flest-
um öðrum þjóðum framar. I’eir
hafa iðkað og dáð list orðsins
bæði í lausu og bundnu máli.
Á dögum þjóðveldisins unnu fs-
lendingar í skjóli frelsis og efna-
legrar hagsældar bókmentaafrek
svo ágæt, að endast munu þeim
til vegs og hróðurs, meðan nokk-
ur skilur eða mælir íslenzka
tungu. íslendingar í fornöld
gengu oft á fund konunga og
annara stórhöfðingja, fluttu þeim
kvæði eða sögðu sögur við hirðir
þeirra, rituðu jafnvel æfisögur
suinra þeirra, — og þágu fé og
metorð að launum.
En önnur og dýpri rök en
girnd til fjár og metorða liggj a
vissulega til þess, að bókmentir
fslendinga á þjóðveldistímannm
ber hátt yfir bókmentir annara
vastrænna þjóða á miðöldum:
Listgáfa og bókmentahneigð hef-
ir frá uiiphafi verið snar þáttur
’ eðlisfari fslendinga og þeiin í
Wóð lK>rin. Annars hefði alt and-
legt lff dáið smám saman út með
íslendingum, eftir því sem fjötr-
ar ánauðar, harðinda og örbir’gð-
ar færðust fastar um J)á, — ann-
ars væri saga hinna mörgu og
dimmu hnignunaralda ekki vörð-
uð nöfnum, sem Ijómi stendur
af enn i dag, svo sem Eysteini
Ásgrínissyni, Jóni Arasyni, Hall-
grími Péturssyni og Jóni Vidalín.
Á hnignunartímabilinu leituðu
fslendingar sér huggunar og hug-
svölunar í Ijóðum og söguin, í
Þeim fundu þeir J)á fegurð og
þann glæsileik, sem þeir þráðu,
en veruleikinn gat ekki veitt
þeim.
En auk þess sem bókmentir fs-
iendinga og bókinentaiðkanir
hafa veitt þeim þrek og rauna-
hót, eiga þær ef til vill drýgri
þátt í því en margan grunar, að
fslendingar eru nú frjáls inenn-
'ngarþjóð ineð sérstakri menn-
ingu og tungu. Hér er ekki stað-
ur né rúm til að færa að þessu
‘ull rök, en nærri liggur að ætla,
að tunga íslendinga hefði ekki
staðist eldraun siðskiftanna,
hefði hún ekki verið þaulræktað
hókmenta- og menningarmál,
tamin við torvelda bragarháttu
°g glæsilega frásagnarlist, þegar
öldurót siðskiftanna skall yfir
þjóðina. Og hefði tungan týnst,
hvað hefði J)á orðið uin menn-
ingu fslendinga og önnur þjóð-
,eg verðmæti? — Þess er varlá
að vænta, að barátta Jóns Sig-
urðssonar og annara góðra fs-
lendinga fyrir frelsi þjóðarinn-
ar hefði borið þann árangur, sein
raun ber vitni um, ef hann hefði
ekki haft grundvöll sérstakrar
tungu, þjóðernis og menningar
að standa á í baráttunni. Og
hvers ættu íslendingar að vænta
að lokinni styrjöld Jæirri, er nú
geisar, ef fsland hefði verið
dönsk hjálenda, er það var her-
uuniið, bygt fámennri þjóð, sem
glatað hefði tungu sinni og
erfðamenningu fyrir 400 árum?
II.
Alt fram um 1800 varðveittust
þjóðlegar ibókmentir fslendinga
°g hárust manna á milli að
u^estu leyti í handritum. Menn
skrifuðu upp bæði nýtt og gam-
alt af þrotlausri elju og alúð, og
•ullnægðu inenn þannig furðu
'el lestrarþörf sinni og fróðleiks-
'lýsn, enda var ifærra, sein glapti
menn — og dreifði kröftuin
þeirra en nú og fjölmenni á
tlestuin heimilum. Prentverk
húfst að Vfsu hér á landi skömmu
lyrir siðskifti, en prentsmiðjan
Var i höndum kirkjunnar og þvi
Htið prentað annað en guðsorða-
bækur fram undir lok 18. aldar.
Á 17. öld tóku Danir og Svíar að
safna íslenzkum handritum, og
á þeirri öld og hinni næstu var
mikill fjöldi hinna beztu hand-
rita fluttur úr landi. Og upp
frá því verður æ minna um hand-
rit i landinu, og eru þau nú öll
komin í söfn erlendis eða hér-
lendis eða þá glötuð.
Fyrsta viðleitnin til að bæta
þjóðinni missi handritanna kom
fram já frömuðum upplýsingar-
stefnunnar undir lok 18. aldar,
er þeir hófu útgáfu tímarita,
nokkurra fornrita og annara
bókmenta. Á 19. öldinni blómg-
ast jafnt og þétt bókaútgáfa í
landinu og hefir vaxið stöðugt
það, sem af er Jæssari öld.
Lengst af hefir bókaútgáfa í
landinu að mestu verið bundin
við góð og gagnleg rit og verði
Jieirra oftast verið stilt mjög í
hóf. Og enn í dag starfa bók-
mentafélög og önnur útgáfu-
fyrirtæki, sem unnið hafa og eiga
enn eftir að vinna mikið og
þjóðnýtt starf með útgáfu heim-
ildarrita, íræðirita, tímarita og
bókmenta frá fyrri og síðari
tímum — og gefa þau mönnum
kost á að eignast þessi rit við
sanngjörnu verði. En því miður
geta þessi félög af ýmsum ástæð-
um ekki fullnægt þörfum þjóð-
arinnar nema að mjög litlu leyti.
En athugum nú, hvernig út-
gáfustarfsemi í landinu er toátt-
að að öðru leyti hin síðari ár.
Ekki vantar það, að nóg sé gefið
lit og varið sé til þess ógrynnum
verðmæta, þ\á að fjöldi einstak-
linga og útgáfufyrirtækja fæst
við útgáfustarfsemi.
Surnt af því, sem út er geíið,
er gott og nýtilegt, t. d. nútíðar-
bókmentir og fleira, en flest af
því er miklu dýrara en svo. að
alþýða manna geti eignast liað,
og ber einkum tvent til þess:
1) að þjóðin er mannfá og óvissa
um sölu á frjálsum markaði,
2) að útgáfustarfsemin er yfir-
leitt rekin í gróðaskyni.
Hins gætir og injiig, einkum á
allra síðustu árum, að litt sé
vandað til vals þeirra rita, sem
út eru gefin. ómerkilegar er-
lendar toækur, sem eiga ekkert
rrindi til íslenzkra lesenda, og
eru oft illa þýddar, — og stund
um jafnvel sorprit, innlend og
erlend, sem miðuð eru við smekk
þroskalítilla og fávdsra lesenda,
koma í hrönnum á toókamarkað—
inn á hverju ári, einkum fyrir
jólin. Síðan eru þessar bækur
auglýstar óspart og gyltar fyrir
mönnum með gegndarlausu
skrumi. Séð er um að setja
verð þessara bóka svo hátt, að
kaupendur hyggi, að um fágæta
kostgripi sé að ræða. Oft er
máli og frágangi þannig háttað
á þessum ritum, að ekki hallast
á um efnið og menningargildið.
Af því sem nú hefir verið sagt,
er ljóst, að alþjóð manna hér
á landi á nijög ógreiðan aðgang
að góðum og nýtilegum bókment
um. Má íslenzka þjóðin að
minsta kosti illa við þvi, að
hennar eigin bókmentir glatist
henni að miklu leyti, svo drjúg-
an þátt sem þær hafa átt í menn-
ingu hennar og manndómi og
munu eiga í framtíðinni, ef hún
fær að njóta þeirra.
III.
Á öndverðu ári 1940 gengust
stórhuga menn og framsýnir
fyrir því, að Menningarsjóður og
ÞjóíWinafélagið hófu í samein-
ingu\ stórfelda og fjölbreytta
bókaútgáfu á skipulögðum
grundvelli. — Að vísu höfðu all-
margar bækur verið gefnar út
áður á kostnað Menningarsjóðs,
en lítt hafði verið gætt að breiða
þær bækur út meðal almennings
— Tilgangurinn með útgáfustarf-
seini þessari var sá að bæta úr
því ófremdarástandi, er rikt
hafði i bókaútgáfumálum J>jóð-
arinnar. ,
Jafnskjótt og J>að varð að ráði
að hefja útgáfuna, var þjóðinni
til kvnt J>að og mönnum gefinn
kostur á að gerast áskrifendur
að ritum hennar gegn 10 króna
árstillagi. Þjóðin tók þessu boði
tveim höndum, og hafði íyrir-
tækið fengið yfir 12000 áskrif-
endur í Iok ársins. Ekkert út-
gáfufyrirtæki í landinu hefir
hlotið svona skjótar vinsældir,
því að Jægar á fyrsta starfsári
hafði það fengið meira en tvö-
falt fleiri lesendur að ritum sin-
um en nok'kru öðru útgáfufyrir-
tæki hefir tskist að afla sér með
margra ára starfi. Undirtektir
þjóðarinnar sýna glögglega, að
þörfin fyrir þessa starfsemi var
næsta brýn, og þær hugsjónir,
er horfa til heilla, eiga vísan
stuðning hennar. Þjóðin hefir
fylkt sér um útgáfuna og skap-
að henni þannig frábaira aðstöðu
til að vinna mikið hlutverk i
þágu menningar og menta.
Verður nú stuttlega gerð grein
fyrir ritum Jjeim, sem útgáfan
hefir látið frá sér fara þau tvö
ár, er hún hefir starfað.
Árleg rit úgtáfunnar eru And-
vari, timrit Þjóðvinafélagsins, og
Almanak Þjóðvinafélagsins. —
Andvari er rúmar 6 arkir að
stærð hvort ár og flytur ágætar
greinar, fróðlegar og fjöl-
breyttar að el'ni. — Almanak-
ið er um 7V2 örk að stærð hvort
ár, er læsilegt og gott rit og flyt-
ur ritgerðir og ýmis konar fróð-
leik.
Önnur rit útgáfunnar árið 1940
eru þessi: /
Thomas E. Lawrence: Upp-
reisnin á eyðimörkinni, fyrri
hlutinn, 11 arkir að stærð. (Sjá
bækur ársins 1941).
Knut Hamsun': Sultur. Bókin
er tæpar 13 arkir að stærð og
er eitt af inerkari ritum Ham-
suns, sem er alkunnur höfundur
hér á landi. Hún er þýdd af
Jóni Sigurðssyni frá Kaldaðar-
nesi. Virðist J)ýðingin víðast
vera góð og suinstaðar ágæt.
Aldous Huxley: Markmið og
leiðir. Bókin er tæpar 17 arkir
að stærð, þýdd af Guðmundi
Finntoogasyni. Hún fjallar um
J«að, hvernig aga þurfi stjórn-.
skipun, fjármálum og uppeldis-
málum, svo að horfi til mests
þroska og velfarnaðar. Því mið-
ur er bókin fremur þur og þung-
skilin almennum lesendum.
Lytton Strachey: Viktoría
drotning. Bókin er tæpar 17
arkir, þýdd af Kristjáni Alberts-
syni. Hún gefur allgóða hug-
mynd um uppeldi og starfsæfi
Viktoríu drotningar og dregur
upp svipmyndir úr lífi ensku há-
stéttanna á dögum hennar. En
því miður er bókin ekki vel
þýdd og virðist auk þess eiga
heldur litið erindi til hinna
mörgu lesenda, sem búa við svo
mikipn bókaskort, að þeir þekkja
naumast til helztu íslenzkra rit-
höfunda og skálda.
Jóhann Sæinundsson: Manns-
líkaminn. Bókin er 15 arkir að
stærð, glögt og gott rit í sinni
grein og prýdd fjölda mynda.
Rit útgáfunnar 1941, auk ár-
legu ritanna, eru þsesi:
Jónas Hallgrímsson: Ljóð og
sögur. Bókin er 10 arkir, gefin
út af Jónasi Jónssyni. Hún
hefst með smekklegum formála
eftir útgefandann. Annars eru í
henni mörg hin beztu ljóð
skáldsins og nokkrar smásögur
og æfintýri. Prófarkalestur þess-
arar bókar hefir Björn Guðfinns-
son lektor annast, enda er hann
mjög vandaður. Alþýða manna
mun taka Jæssari bók fegins
hendi, því að fyrir hana og aðr-
ar slikar bækur hefir hún brýna
þörf. En sjálfsagt mundu marg-
ir óska, að hún hefði verið
stærri, jafnvel þótt bækur útgáf-
unnar hefðu orðið einni færri
fyrir það.
Thomas E. Lawrence: l 'pp-
reisnin i eyðimörkinni, síðari
hlutinn, rúniar 14 arkir. Bókin
er öll þýdd af Boga ólafssyni, á
gott og viðfeldið mál. Hún er
fremur skeintileg — og gagnleg
þeim, sem kynnast vilja Austur-
landamálefnum.
J. Rummey: Um mannfélags-
fræði. Bókin er tæpar 8 arkir.
Þvi miður er hún ærið J>ur og
tyxfin, og er því hætt við, að hún
komi almenningi að litlum not-
um.
Leo Tolstoi: Anna Karenina,
fyrra bindi. Bókin er rúmar 10
arkir að stærð, þýdd af Magnúsi
Ásgeirssyni. Hún er eitt af
fremstu verkum höfundar, sem
hlotið hefir heimsfrægð, auk
þess er hún þýdd af mikilli
smekkvísi. Munu því lesendur
taka henni vel.
Skúli Þórðarson: Almenn
stjórnmálasaga síðustu tuttugu
ára, fyrra bindi. Bókin er tæpar
10 arkir að stærð. Hún hefst
með stuttu yfirliti yfir upptök
og þróun stórveldastefnunnar,
sem á raptur sinar að rekja til
iðnbyltingarinnar, er gekk yfir
Norðurálfu á siðari hluta 18.
aldar og öndverðri 19. öld. Sýnt
er fram á, hvernig þjóðfélags-
leg vandamál, sem iðnbyltingin
hafði í för ineð sér, einkum
jafnvægisröskun framleiðslu og
kaupgetu, valda harðvitugri sam-
kepni um markaði og auðlindir
heimsins og eiga drjúgan þátt
í því að hrinda af stað stórvelda-
styrjöldinni miklu 1914—1918.
Annars er stjórnmálasagan eftir
styrjöldina meginefni bókarinn-
ar. f litilli bók eins og Jiessari
verður að vísu að stikla á stærstu
atriðunum, en eigi að siður er
frásögnin skýr, skilmerkileg og
lifandi. Gætir höfundur yfirleitt
vel hinnar vísindalegu skyldu
sagnfræðingsins að rekja orsakir
stjórnmálaatburðanna til hinna
félagslegu fyrirbæra og vanda-
mála.
Bækurnar eru prentaðar i
ríkisprentsmiðjunni Gutenberg,
flestar á góðan og fallegan
pappir. Er prentvinna öll á bók-
unum hin ágætasta, enda ber
flest, sem kemur frá þeirri prent-
smiðju, vitni um vandvirkni og
smekkvísi. Það vekur athygli,
hve vel pappírsrúinið er nýtt og
mikið Iesmál á hverri síðu, mið-
að við stærð brotsins.
Bækurnr frá fyrra ári eru
saintals um 85 arkir, en bækur
J>essa ás um 71 örk. Þetta les-
mál hafa áskrifendur fengið fvrir
10 krónur hvort ár. Til sainan
burðar má geta J>ess, að algengt
verð á 15—20 arka bók á Jiessu
ári mun verða 15—30 krónur.
Hið lága verð bókanna er vitan-
lega fyrst og fremst því að
þakka, að þjóðin fylkti sér þegar
ií upphafi um útgáfuna, enda
þótt Menningarsjóður eigi einnig
yfir nokkru öðru fé að ráða en
fpamlögum kaupenda og geti
gripið til þess, ef framlög kaup-
enda hrökkva ekki til.
Áður en eg lýk máli minu þyk-
ir mér skvlt að geta þess, að
mjög margir lesendur — og' eg
þar á meðal — eru ekki alls
kostar ánægðir með val sumra
þeirra bóka, sem útgáfan hefir
látið frá sér fara fram að J>essu.
fslenZkir lesendur æskja þess
fyrst ok fremst að eignast islenzk
skáldrit, islenzk fræðirit og öpn-
ur rit þjóðlegs efnis. Hins vegar
mundu menn sjálfsagt taka því
vel, þótt nokkuð erlendra rita
flyti með, ef þau væru í senn
gagnleg og læsileg.
Mér er fullljóst, að óskir 12000
—13000 iesenda geta aldrei orðið
á einn veg og erfitt er að gera
öllum til hæfis. En spá mín er
sú, að vinsældir útgáfunnar
inundu enn aukast, ef horfið
væri að þvi ráði að færa lesend-
um aðallega íslenzkt, þjóðlegt
lestrarefni. Avik þess ber útgáf-
unni skylda til að hlynna fyrst
og fremst að þjóðlegri mentun
íslendinga, gefa þeim færi á að
kynnast því, sem toezt hefir verið
hugsað og ritað á þeirra eigin
tungu, og kynnast þeim stefnum,
sem góðir menn berjast fyrir og
til menningar horfa. íslenzkar
bókmentir þurfa að ná til alþjóð-
ar, en mega ekki halda áfram að
vera dýr munaðarvara, sem efna-
menn einir geta veitt sér. —
Þarna blasir við hlutverk, sem
Bókaútgáfa Menn.ingarsjóðs er
sjálfkjörin til að leysa af hendi.
Ef útgáfunni tekst það, mun sú
hugsjón, sein hratt henni af stað,
verða þjóðinni til menningar og
þroska um ófyrirsjáanlega fram-
tíð.
Reykjavik 28. des. 1941.
—(Mbl. 18. febr.).
Fréttir frá Islandi
úr Dalasýslu er blaðinu skrif-
að 22. fyrra mánaðar: Tíð hefiv
verið einmuna góð og hagstæð
það sem af er þessum vetri.
Snjór hefir ekki komið á lág-
lendi, nema nokkra daga í einu.
I góðviðriskaflanum, nú seinni
hluta þorra, mátti orðið sjá
grænan lit í túnum og jafnvel
útsprungin grös á stöku stað.
Klaki hefir svo að segja ekki
komið i jörð hér um slóðir i vet-
ur, enda mun það einsdæmi, að
ha*gt sé að vinna vegavinnu hér
á þorra, sem um hásumar væri,
en það mun hafa verið gert eitt-
hvað litilsháttar. Sauðfé hefir
verið sérstaklega létt á fóðrunum
í vetur, og eru þess dæmi nú, að
engin hev hafa verið gefin sauð-
fé, það sem af er vetrinum,
heldur aðeins sildarmjöl eða
annað kjarnfóður.
-f
Björn Halldórsson i Austur-
görðum skrifar Tímanum:
Heilsufar var yfirleitt gott síðast-
liðið ár og tíðarfar með afbrigð-
um gott, en einkum þó það sem
af er þessum vetri. Muna elztu
menn ekki jafn snjólausan vet-
ur. Hefir Reykjaheiði verið bil-
fær allan veturinn nálega óslitið.
Aftur á móti hefir verið nokkuð
veðrasamt á kiiflum, einkuin i
janúar. Seint i J>eim mánuði
gerði aftaka austanveður á ná-
lega auða jörð. Var þá sand-
fok af leirum og söndum Jökuls-
ár og svo dimt sem stórhríð væri.
Tún eyðilögðust að verulegu leyti
á tveim jörðum og stórskemdust
á öðrum tveim. Komu sand-
skaflar á túnin á annan metra,
þar sem þykkast var, aðeins hól-
ar og hávaðar standa upp úi*
sandinum.
-f
Búskapur Kvelduhverfinga og
híbýlakostur hafa mi.klum fram-
förum tekið í seinni tið. Á sið-
ustu 12—-14 árunum fyrir stríð-
ið voru reist steinsteypt íbúðar-
hús, vönduð og hlý, á 25 jörð-
um af 35 í hreppnum. Tún all-
viða stækkuð um helming eða
þ\á sem næst og girðingar lagð-
ar sem skifta tugum kílómetra.
Steinsteyptar hlöður og safnþrær
eru á flestum bæjum. Sauðfénu,
sem er aðalbústofn Kveldhverf-
inga, hefir fjölgað mjög síðan
um 1920. Á nokkrum bæjum
befir tala }>ess tvöfaldast eða
meir. Afurðir þess hafa og auk-
ist fyrir bætta nieðferð fjárins.
Á sama tíma hefir sjö einbýlis-
jörðum verið skift og jafnmörg
nýbýli reist. Þó heimilum hafi
fjölgað, hefir fólkstala i hreppn-
um ekki gert betur en að standa
i stað. Vinnufólk er sárfátt og
litið um kaupafólk. Heyvinnu-
vélar eru notaðar á flestum bæj-
um, nýræktuð tún eru véltæk og
engjar vfirleitt.
♦
Nokkuð hefir á því borið í
Kelduhverfi og nágrannasveitun-
um, að ungt fólk, •einkum }>að, •
sem burtu fer til náms, tapast
sveitunum fyrir fult og alt. Þó
hefðu Keldhverfingar ekki þurft
að óttast þetta svo mjög, ef ekki
hefði nýtt afl komið til, .er legst
á sömu sveif, en það er hin þing-
eyska mæðiveiki í sauðfé, sem
svo er kölluð. Hún fór fyrir al-
vöru að gera vart við sig í Keldu-
hverfi síðastliðinn vetur og er nú
orðin útbreidd um mestalla sveit-
ina. Sýkin hefir þegar eytt meiri
hlutanum 'af sauðfé nokkurra
bænda, þar sem hún fyrst kom
upp. í Kelduhverfi ieru ekki,
fremur en í öðrum sveitum norð-
ur þar, skilyrði fyrir aðrar at-
vinnugeinir en sauðfjárræktinni,
svo teljandi sé. Hér er þvi mik-
ið alvörumál á ferðum.
—(Tíminn 21. marz).
Guðjón og Hannes, sem lengi
höfðu verið svarnir óvinir, hitt-
ust á förnum vegi. Þá réttir
Guðjón Hannesi höndina og
segir: — Nú skulum við takast
í hendur og láta allar deilur vera
gleymdar.
Hannes: — Sjálfsagt. Eg óska
þér alls þess, sem þú óskar mér,
Guðjón : — Farðu nú bölvaður.
Altaf ert þú jafnmiikið rótar-
úrþvætti.
—Tók hann inótlæti sínu eins
og inaður?
Já, já, hann lét það alt bitna
á konunni sinni.