Lögberg - 18.06.1942, Síða 8

Lögberg - 18.06.1942, Síða 8
8 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. JÚNÍ, 1942 Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. Væntanlegir erindrekar ti! Hins ev. lúterska kirkjuþings er hefst í Selkirk þann 20. júní, eru vinsamlega heðnir að gefa sig fram við móttökunefnd er verður til staðins í samkomu- húsi safnaðarins á Manitoba Ave. og Jemima St. eftirmiðdegis téðan dag. ■f -f -f Messuboð Fyrsia lúierska kirkja Séra Valdimar J. Eylands prestur. Sunnudaginn 21. júní: Guðsþjónustur með venjuleg- um hætti: á ensku kl. 11 f. h. á íslenzku kl. 7 e. b. Á Dominiondaginn fer fram iþróttamót að Oak Point; er það Oak Point Community Club, sem fyrir mótinu gengst, en skrifari þess félagsskapar er Mr. Eric Stefánsson; hreinn ágóði af skemtan þessari gengur til stríðs- liknarþarfa, og er þess því að vænta, að mannmargt verði við þetta tækifæri til stuðnings við nauðsynjamál. -f -f -f \regna misritana, sem áttu sér stað í dagskrá þeirri fyrir þing Bandalags lúterskra kvenna, er hirt var í Lögbergi í vikunni, sem leið hafa hlutaðeigendur beð- ið blaðið fyrir eftirgreindar leið- réttingar og skýringar: Séra E. H. F'áfnis syngjur einsöng á föstudagskveldið þann 18., en Miss Snjólaug Sigurdson leikur pianósóló á laugardagskveld h. 19. þ. m. -f -f -f Stúkan “Skuld” hefir horfið frá þvi að hafa uppihald funda á þessu sumri, en í stað þess befir hún ákveðið að halda fundi á reglulegum fundarkvöldum á heiimilum meðlima, sem eiga heima i útjöðrum borgarinnar Vonast stúkan eftir því að þetta verði öllum til hinnar mestu skemtunar og óska hlutaðeigend- ur eftir góðri aðsókn frá báðum stúkunum. — Næsti fundur, fimtudagskvöldið 25. júní, verð- ur haldinn að heimili Mr og Mrs. J. Magnússon, 1856 William Ave. -f -f ♦ Sunnudaginn 14. júní var fermingarmessa í kirkju Gimli lúterska safnaðar. Nöfn þeirra ungmenna er séra Bjarni A. Bjarnason þá ferindi eru þessi: Valborg Ásdís Stevens Thorey Thompson Ólafía Karin Thorsteinson Kristbjörg Jakobína Einarson Sigurlína Ágústa Narfason Joyce Irene Thorkelson Gladys McLaren Dolores Jóhanna Jóhannesson Beverley Christiana Einarson Lúra Thorey Johnson Einar Franklin Hjörleifson Victor Karl Torfason Herman Elswood Árnason. > Tákn þjónuálunnar Eitt hið fegursta tákn mynd- lýsinga, er EATON’S Verðskrá. Er þér lítið yfir hinar fagur- myndskreyttu blaðsíður, þá sann- færist þér um, hve sérhverjum hlut, er nákværnlega lýst, þar sem hver saga er nákvæmiega sögð á hinn auðveldasta hátt. En EATON’S Verðskrá er annT að og meira en listi yfir vörur; hún ber vitni um vakandi auga þrotlausa rannsókn nýjustu strauma f kaupskap. Hún er trygging hins árvakra gæzlu- manns fyrir sannvirði og gæð- um. Hún er skjalfesting afreka umfangsmikillar stofnunar þar sem þúsundir æfðra manna vinna • að því lipurlega og á áhrifa- mikinn hátt, að færa yður það sem þér þarfnist, og yður leikur hugur á. Verzlið gegnum EATON’8 Ver6 BÚÐIRNA R MILLI ÍÍPJALDA *T. EATON Ct-. EATONS The Icelandic Canadian Cluh will hold a picnic for the mem- bers, their families and friends at (iity Park on Sunday, June 28th, at 2 o’clock. Plan to be there! Please phone Snorri Jonasson at 89 192 or Hazel Reykdal at 71 055 to let the Social Comittee know that you are coming. Races for the chil- dren will commence at 2.30. Bring a basket lunch. Drinks will be provided. A further notice will appear next week. ♦ -f ♦ Tilkynning Sunnudagaskóli Fyrsta lút- erska safnaðar hefir síðustu kenslustund og ársloka samkomu sína i kirkju. safnaðarins á sunnudaginn kemur, 21. júní kl. 12.15. Að kensiustund afstað- inn og afhending skírteina, verð- ur, ef veður leyfir, komið sam- an á lóðinni fyrir sunnan kirkj- una, þar sem börnum skólans verður gefinn ísrjómi og annað sælgæti. Hin venjulega útisam- koma (picnic) skólans verður ekki haldin í þetta sinn, bæði vegna kostnaðar og erfiðleika með fólksflutninga um bæinn. Peningaupphæð, sem svarar þeirri er venjulega er eytt í úti- samkomu þessa, var i þetta sinn gefin til Red Cross. Á þennan hátt fá börnin praktiska lexíu i grundvallaratriðum kristindóms- ins: fórn og sjálfsafneitun. For- eldrum og aðstandendum barn- anna er boðið að vera með börn- um sínum á sunnudaginn kemur, bæði í kirkjunni og úti við á eftir. ♦ f -f Sunnudaginn 7. júni var ferm- ingarmessa í kirkju Árdals lút- erska safnaðar. Nöfn þeirra ungmenna er séra Bjarni A. Bjarnason þá fermdi eru þessi: I-ilja Soffía Johnson Jean Guðný Daníelson Ingunn Helga Anderson I’horey Guðrún Guðmundson Kristjana Rannveig Gudmund- son Rose Lydia Stratton Beatrice Maureen Daníelson Viola Blanche Daníelson Sigurborg Esther Oddleifson Emily ósk Gudmundson Joyce Florence Gudmundson Freeman Sigurjón Brandson Torhallur Erlendson Douglas Clarence Anderson Bjarni Sigvaldason Harold Oddleifson Sigurjón Jóhannes August Johnson Gunnar Sigvaldason Alfred James Stratton Harold Franklin Oddleifson Kristján Pétur Magnússon EgiII Björnson Daniel Thorburn Danielson Thorsteinn Sigurður Danielson Júlíus Ingiberg Paulson. MINNIST B E T E L 1 ERFÐASKRAM YÐAR TIL ÞESS AÐ TRYGGJA YÐUR SKJÓTA AFGREIÐSLU Skuluð þér ávalt kalla upp SAROENT UXI PHONE 34 555 - 34 557 SARGENT and AGNES TRLIMIP TAXI ST. JAMES Phone 61 111 f f ♦ Guðsþjónusíur í Vatnabygðum Sunnudaginn 21. júni: Kristnes 11 f. h. — ensk Foam Lake 2.30 e. h.—íslenzk Leslie 7.30 e. h. — ensk. Séra S. O. Thorlaksson tekur einnig þátt í þessum guðsþjón- ustum. B. T. Sigurdson. f f f Lúíerska kirkjan í Selkirk:' Sunnudaginn 21. júní: Lokadagur sunnudagaskóla; afhending skírteina kl. 11 árd. Foreldrum sérstaklega boðið. — Ensk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. ólafsson f f f Sunnudiaginn 21. júní verða messur sem fylgir í prestakalli séra H. Sigmar: I Brown, Man., íslenzk messa kl. 2.30 e. h.; i Vídalínskirkju, ensk messa, kl. 8 að kveldi, almenn altarisganga við messuna í Brown. H. S. Sigmar, yngri, flytur prédikun- ina við báðar messurnar. f f f Messa í Geysir Messa og safnaðarfundur í kirkju Geysis-safnaðar næsta sunnudag, 21. júní, kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. Söngur perlukafarans Við suðrænar pálmastrendur, í djúpum himinblárra hafa, lifir hin, dásamlega perluskel. Þúsundir ungra manna gera það að lífsstarfi sínu að leita þessara dýrmætu fjársjóða í skaut hafsins. En niðri í djúpunum er fjöldi verðlausra skelja, og margur hraustur sveinn leitar árangurs- laust að hinni unaðslegu perlu, sem á að gera ihann auðugan á einni svipstund. Út á perluglitrað haf litla bátinn minn eg bý, þar sem blikar niðri í djúpunuin hafsins kóralskraut. Og við glaðan morgunsöng verður lund mín létt og hlý, en hinn ljúfi þytur pálmatrjánna fylgir mér á braut. Sjá, hve bátur minn er smár. Eg á hvorki gull né glit. En í gnægtafaðmi hafsins hvíla djásn, er enginn sér. Vist er för mín orðin ströng, en við þýðan bylgju þyt kallar þráin mig í leit að þvi, sem dásamlegast er. Kári Trijggvason. —(Eimreiðin). Rit Gunnars Gunnarssonar komin útgáfufélagið Landnáma er nú þessa dagana að afhenda til fé- laga sinna fyrsta bindið af verk- um Gunnars Gunnarssonar. Er það Skip heiðríkjunnar, fyrsta bindið af Kirkjunni á fjallinu, hinni stórbrotnu sjálfsævisögu Gunnars. Halldór Kiljan Lax- ness hefir þýtt söguna á íslenzku. Formaður Landnámu, Andrés G. Þormar, aðalgjaldkeri, hefir gefið blaðinu þessar upplýsing- ar: Drátturinn, sem hefir orðið á útgáfunni, stafar af því, að ýms óhöpp töfðu fyrir afgreiðslu á pappírspöntunum félagsins, en nú á félagið nægan pappir til noikkurra ára. Enn tafðist út- gáfan vegna anna í prentsmiðju og bókbandsvinnustofu og loks vegna vinnustöðvunarinnar eftir áramótin. Fyrsta bindið verður nú afhent skuldlausum félags- mönnum, en fallnar voru í Harold A. Morrison Akra, North Dakota Candidate for REGISTER OF DEEDS PEMBINA COUNTY Áhrif yðar og atkvæði er mér mikilsvirði við kosninguna. gjalddaga kr. 52.50 um síðustu áramót. Hins vegar er, verð bókarinnar áætlað 25—30 krón- ur, en við getum ekki sagt með .neinni vissu um verðið fyrir- fram, þvi að það l'er eftir áskrif- endafjöldanum og verðlagi. Fé- lagsmenn einir fá bækurnar við kostnaðarverði. Útgáfan fæi engan styrk og af henni fær enginn ágóða nema félagsmenn sjálfir. Bókin er árituð af höfundi. Hún er, bundin í afarvandað skinnband, og prentun og frá- gangur í bezta lagi. ísafoldar- prentsmiðja hefir prentað bók- ina, en hún er bundin í Félags- bókbandinu. Næsta bindi, Nótt og draumur, er nú fullsett í prentsmiðjunni. Upplag er mjög takmarkað.—(Mbl. 13. marz). Þrettán þús. krónur í verðlaun fyrir uppdrætti Hugmyndasamkepninni um uppdrætti að Sjómannaskóla í Reykjavík er nú lokið. Dóm- nefndinni bárust 8 uppdrættir. Dómnefndin sá sér ekki fært að veita neinum þeirra 1. verðlaun, en þrenn verðlaun voru veitt og hlutu þau eftirtaldir keppendur: Húsameistararnir Sigurður Guðmundsson og Eiríkur Einars- son kr. 4500.00. Húsameistar- arnir Bárður ísleifsson, Gunn- laugur Halldórsson og Hörður Bjarnason kr. 3500.00 og Ágúst Pálsson húsameistari kr. 3000.00. Ennfremur ákvað nefndin að kaupa tvo uppdrætti fyrir kr. 1000.00 hvorn, og voru höfundar annars þeirra Halldór H. Jóns- son húsameistari og Pétur Sig- urðsson stýrimaður, en höfund- ar hins þeir húsameistararnir Gunnlaugur Halldórsson, Bárður ísleifsson og Hörður Bjarnason. Dómnefndina skipuðu: Skóla- stjórarnir Friðrik Ólafsson og M. E. Jessen, Sigurjón Á. ólafs- son alþm., Hafsteinn Bergþórs- son útgerðarmaður, Ásgeir Sig- urðsson skipstjóri, Þorsteinn Árnason vélstjóri og Friðrik Halldórsson loftskeytamaður, og af hálfu Húsameistarafólags fs- lands húsameistararnir Einar Erlendsson og Einar Sveinsson. — (Mbl. 13. marz). Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu Sýslufundur Eyjafjarðarsýslu hófst á Akureyri 5. marz og lauk 16. s. m., laust fyrir hádegi Meðal annars gerðist þetta á fundinum: 1) Sýslunefnd skoraði á sauð- fjársjúkdómanefnd ríkisins, að setja upp á næsta vori varnar- girðingu í Eyjafirði gógn mæði- veikinni, svo veikin berist ekki út um sveitirnár milli Eyjafjarð- ar og Héraðsvatna. 2) Til sýsluvega í sýslunni voru veittar kr. 56.900. 3) Sýsilunefndin mælti með því, að vegurinn yfir öxnadals- heiði yrði fullgerður á næsta sumri. 4) Samþykt var að veita til nýs sjúkraúss á Akureyri kr. 10.000. 5) Til vatnamála veitt kr. 2.300. 6) Til heilbrigðismála kr. 12.000. 7) Til búnaðarmála kr. 3.500. —(Mbl. 21. marz). Til sólarinnar Ó, dagsins guð, þú geislum ríka sól, þú gefur öllu líf frá þínu hjarta. Þinn faðniur vermir a*lt að vzta pól, þín elska streymir gegnum ljósið bjarta. ÖIl veröld skín með blædýrð sinna blóina, þú blíða sól, í þínum himin ljóma. Þú dagsins ljós, þinn Ijómi himinn skær, er lífsins straumur æðstu friðar kynna. Hve fagnar sál, og söngfugl ihörpu slær, við sólbros eitt frá himni geisla þinna. Sú dýrð sem eilífð glsku þinnar geymir, er alt sem bezt og fegurst hjarta dreymir. Er rís þú sól, alt ljómar lífi og söng, þig lofar sérhvert brjóst og jarð- artunga. Þú bræðir hjarn og skín um skógargöng, þú skapar líf, þig blessar rósin unga. Þú kyssir næturtár af björk og blómi, ó, blíða sól, hve fagur er þinn ljómi. Hve kólnar alt og frýs, ef þú ert fjær, þú fagra ljós, sem skín á himni og jörðu. Þitt ástarbros til allra heima nær, þín elska kveikir líf í bergi hörðu. Hver stjarna þiggur Ijós frá þínum lindum, ó, ljúfa sól, með geislans töfra- myndum. Ó bjarta sól, þú dagsins ljúfa ljós, rnitt líf eg drekk af þínum geisla- straumum, þú glæðir hugans vor og vizku rós, þú vermir minni sál og hjartans draumu m. ó, hverf þú aldrei lifs míns ljómi fagur, ó, lýs mér sól, um eilífð skín þinn dagur. Kjartan ólafsson. TILKYNNING til vestur-íslenzkra hluthafa í Eimskipafélagi íslands Símskeyti barst A. P. Jóhannsson 10. þ. m. frá Eim- skipafélagi Islands, Reykjavík, að ársfundur félagsins hefði verið haldinn 6. júní s.l. Fundurinn endurkaus A. P. Jóhannson til tveggja ára í stjórnarnefnd Eimskipafélagsins, og hr. Árni G. Eggertson, K.C. til eins árs. Samþykt var að félagið borgaði 4 prósent í arð fyrir árið 1941. Útborgun á þeim arði til vestur-íslenzkra hluthafa annast hr. Árni G. Eggertson, K.C., 300 Nanton Bldg., Winnipeg. Á. P. Jóhannson. . BJÖRT NÝ VERÖLD Þó stríðið hafi dregið úr framleiðslu nýrra hluta fyrir heimilið, þá hefir rannsóknum á sviði raftækja framleiðslunnar skilað svo áfram, að mikils árangurs má vænta að loknu stríði. Tökum til dæmis lýsinguna. Nýjar lampateg- undir ryðja sér til rúms, er fullnægja margháttuð- um kröfum. Á morgun verða að líkindum í notkun infra-rauðir lampar til þurkunar, svöl og þægileg ljós yfir eldavélinnf; gerileyðandi lampar yfir sinkinu í eldhúsinu og í hjúkrunarstofunni. í viðbót við ódýra orku í Winnipeg, hefir City Hydro veitt almenningi aðgang að margskonar raf- áhöldum, sem auka á þægindi og ánægju heimilisins. Að loknu stríði, er vísindalegar uppgötvanir ryðja sér til rúms til friðartíma afnota, þá verða það forréttindi Citý Hydro’s að innleiða í Winni- peg þessar nýju aðferðir til hagsmuna og yndis fyrir íbúa borgarinnar, með bætt lífsskilyrði fyrir augum. CITY HYDRO Starírækt af og fyrir borgarana í Winnipeg

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.