Lögberg - 09.07.1942, Síða 1

Lögberg - 09.07.1942, Síða 1
S5. ARGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚLÍ, 1942 NÚMER 28 Þjóðverjar taka Sebastopol Eftir eina þá grimmúðugustu atsókn, er sögur fara af, og yfir stóð í 28 daga, náðu Þjóðverjar fullu haldi á hafnarvirkjaborg- inni Sebastopol á Krímskaga á laugardaginn var. Rússnesk hernaðarvöld staðhæfa, að tala særðra og fallinna Þjóðverja í þessari ægilegu orustu, hafi numið að minsta kosti þrjú hundruð þúsundum; að mann- fall hafi orðið mikið af hálfu Rússa á stöðvum þessum, verð- ur eigi efað, þó enn hafi eigi verið birtar ákveðnar skýrslur í þá átt; en um hitt verður ekki deilt, að rússneski herinn hafi með vörn Sebastopol-borgar, getið sér ódauðlega frægð. Fimm ára stríðsafmœli Þann 7. þ. m., voru liðin fimm ár frá þeim tíma, er Japanir hófu ihina hlygðunar- lausu árás sína á Kínaveldi; voru Japanir þá, og eru að ýmsu leyti enn, langtum betur víg- búnir en Kínar, einkum þó að þvi er flugvélabúnað áhrærir; en þrátt fyrir ált, eru Kínverjar þó ósigraðir enn, og viðhorí þeirra að ýmsu leyti bjartara; þeir standa nú ekki lengur einir uppi með vörn sína, því auk þess sem Bretar veita þeim alla hugsanlega aðstoð, er nú stjórn Bandaríkjanna farin að senda þeim allmikið af fyrsta 'flokks orustuflugvéíum, cr amerískir flugmenn stýra. Hernaðarvöld Kínverja skýrðu frá þennan alvarlega afmælisdag, að á þessu fimm ára tímabili, hefði miljón japanskra her- manna fallið í orustu á hinum ýmsu hernaðarsvæðum innan vébanda Kínaveldis, auk þess sem tvær miljónir hefði verið fluttar á sjúkráhús vegna sára. Herskyldu frumvarpið afgreitt frá 2. umræðu Sdðastliðið þriðjudagskvöld, afgreiddi sambandsþing við 2. umræðu frumvarp stjórnarinn- ar, að nema úr gildi þá grein herþ(jónustulaganna, er hömlur lagði á það, að herskylda mætti canadiska borgara til herþjón- ustu utan canadiskrar landhelgi. Frumvarpið var samþykt með 158 atkvæðunx gegn 54; með (þvi greiddu atkvæði, auk meiri- hiluta Liberál þingmanna, allir þingmenn ihaldsflokksins, og Social Credit þingfylkingin frá Alberta. 48 Liberal þingmenn frá Quebec greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, og fylgdu þeim að málum þingmenn C.C.F. flokksins, er töldu frumvarpið ekki nægilega afgerandi gagn- vart tullnaðar stríðsátökum þjóðarinnar. Baráttan á Egyptalandi Herskarar sameinuðu þjóð- anna, hafa stöðvað innrásar- sveitir Þjóðverja og ítala í grend við E1 Alamein i Egyptalandi, eitthvað um sjötiu mílur frá Alexandríu; báðir aðiljar sýnast við því búnir, að nýtt leiftur- strið á þessum vígstöðvum, hefj- ist þá og þegar, og að til skarar muni skriða áður en langt um líður. Sameinuðu þjóðirnar hafa tekið allmargt þýzkra og Italskra fanga í þessari viður- eign, ásamt allmiklu af hergögn- um. Endurkosinn Séra Kristinn K. ólafsson Á kirkjuþingi því, sem háð var nýlega í Selkirk, var séra Kristinn K. ölafsson, endurkos- inn í einu hljóði til forseta. Nýjustu reglur um herþjónustu aldur Samkvæmt yfirlýsingu War Services ráðherrans, Hon. J. T. Thorsons í sambandsþingi á Iþriðjudaginn, verða nú einhlleyp- ir menn og barnllausir ekkju- menn frá 20—40 ára, háðir út- boði til heræfinga til þjónustu í Canada og canadiskri landhelgi. Aílir menn fæddir á tímabil- inu frá 1902—1922, sem voru einhleypir, eða barnlausir ekkju- menn 15. júlí, 1940, koma und- ir þessi ákvæði. Menn, sem fæddir voru 1922, verða ekki kallaðir fyr en þeir hafa náð að fullu 20 ára aldri. Greiðsla áskriftargjalda “Sumrið er byrjað að líða,” sagði Einar Benediktsson í einu hinna snjöllustu kvæða sinna; og árið er meira en byrjað að líða, þar sem það nú er freklega hálfnað. Þó það sé vitað, að kaupendur íslenzkra blaða hafi eins og aðr- ir í mörg horn að líta vegna þeirra óhjákvæmilegu útgjalda, sem stríðssókninni eru samfara, þá stendur þó óhaggað hið forn- kveðna, að sigursæll sé góður vilji og að viljinn dragi hálft hlass. En þó útgjöld sé marg- vísleg, þá verður hinu heldur ekki mótmælt, að nú fái margir drjúgan arð í aðra hönd fyrir störf sín og framleiðslu, þvi í vissum skilningi er góðæri í landi; þessa ætti Lögberg að verða aðnjótandi, að því er á- skriftargjöldin áhrærir, því brýn þörf kallar að. I þvi er fólgin raunveruleg þjóðrækni, að vera skuldlaus við blaðið um næstkomandi áramót! Leifturstríð á Rússlandi Þjóðverjar hafa nú hafið bit- urt leifturstríð gegn rússneska hernum vestur af iðnaðar- og járnbrautaborginni Yoronezh, og suðvestur af Stary Oskal; um hina fyrnefndu borg, liggur Moscow-Rostov járnbrautin á- leiðis til olíubrunnanna í Kákasusfjöllum. Þjóðverjar segj- ast vera komnir með allmikið lið yfir Dóná, og tekið Voronezh, þó Rússar hafi enn eigi viður- kent, að svo sé; enda eigi ólík- legt, að um nokkrar ýkjur sé að ræða í þessu sambandi af hálfu þýzkra hernaðarvalda; þó draga Rússar á það enga dul, að viðhorfið sé næsta alvarlegt. Embættismenn kirkjufélagsins Á nýafstöðnu ársþingi Hins evangelisíta lúterska kirkjufélags fslendinga í Vesturheimi, sem haldið var í Selkirk, voru eftir- greindir prestar og leikmenn kosnir í embætti: Sér Kristinn K. Ólafsson, forseti Séra Haraldur Sigmar, vara-fors. Séra Egill H. Fáfnis, skrifari Séra Bjarni A. Bjarnason, vara- skrifari S. O. Bjerring, fóhirðir G. J. Oleson, vara-féhirðir. f framkvæmdarnefnd kosnir auk embættismanna: Séra Valdimar J. Eylands Victor- Sturlaugson G. .1. Oleson. Endurskoðendur: Fred 'Phordarson og O. B. Olsen. Beint loftskeytasamband milli islands og U.S.A. Beint loftskeytasamband er nú hafið á ný milli íslands og Bandaríkjanna. — Fyrstu slceyt- in, sem fóru á milli voru frá sendiherra íslands í Washington. Thor Thprs, til Lincoln Mac- Veagh, sendiherra Bandarikj- anna á íslandi og frá Mr. Mac- Veagh til Thors. Skeytin vbru á þessa leið: “Enduropnun beins loftskeyta- sambands milli Bandarikjanna og fslands er ný sönnun hinnar góðu samvinnu milli landanna. Það hefir mikla þýðingu fyrir ríkisstjórninrnar og mun verða tií heilla íyrir viðskifti nnTii landanna, sem nú er orðin þýð- ingarmikil nauðsyn. Mér er ánægja að lýsa yfir því, að í starfi mínu við að gæta hagsmuna fslands hér i Banda- ríkjunum og viðleitni minni til að auka á betri skilning milli þjóðanna hefi eg hvarvetna mætt hinum mesta góðvilja, bæði frá amerísku ríkisstjórninni og amerísku þjóðinni. Mér er einn- ig óblandin ánægja að því, að vita til þess, að það er eindreg- inn vilji amerísku ríkisstjórnar- innar að hermenn hennar vinni skyldustörf sín á íslandi á vin- samlegan og þægilegan hátt gagnvart íslenzku þjóðinni. Eg hefi því von til að núver- andi samband milli amerískra bermanna og íslenzku þjóðar- innar geti bygst á vináttu og gagnkvæmri virðingu. Eg vona að þeir geti unnið hlutverk sitt undir friðsamlegum skilyrðum og að sigurinn verði þerra er þeir halda heim. Tbor Thors.” “Eg þakka orðsendingu yðar við opnun löftskeytasambandsins milli Bandaríkjanna og íslands og er innilega sammála því, sem þér látið í ljósi, og bæti við þakklæti minu fýrir gestrisni, sem hefir verið sýnd öllum Bandaríkjamönnum hér. Ást á frelsinu hefir löngum tengt þjóðir okkar saman, og eg er viss um að mörg önnur tengsl munu stuðla að vináttu þjóða okkar, er við kynnumst betur. í þessu sambandi vildi eg sér- staklega minnast á hinn nýja millilið, sem gerir mögulegt, að auka straum upplýsinga okkar á milli. Það mun ekki aðeins bæta gagnkvæman skilning og vináttu, heldur með því ætti að aukast gengi frjálsrar menn- ingar, sem báðum þjóðum er svo kær. Lincoln MacVeagh.” —(Mbl. 19. inai.). Bandaríkin hafa keypt fiskafurðir af Islendingum fyrir tæplega 85. milj. króna Frá því að Hjálmar Björnsson og Mr. Lewis opnuðu hér skrif- stofu til kaupa á útflutningsvör- um fslendinga, sem ekki seljasl á heimamarkaði, hafa þeir keypt tiskafurðir fyrir samtals 84 miljónir 807 þúsund krónur fyr- ir Bandaríkjastjórn. Þá hefir Bandaríkjastjórn fest kaup á 250 þús. gærum. — Samningar standa yfir um kaup á öðrum íslenzkum afurðum. Einnig standa yfir samningar um kaup á lýsisframleiðslunni og á helmingur hennar að fara til Bretlands og helmingur verð- ur seldur í Ameríku. Verið er að semja um kaup á allri síldar- lýsis- og síldarmjölsframleiðsl- unni, sem Bretar munu fá. Loks er verið að undirbúa nýja íisk- sölusamninga. Blaðið hefir fengið fréttir öessar frá upplýsingadeild ame- r;íska sendiráðsinsv sem enn- fremur skýrði frá því, að bing- að væru nýlega komnir Mr. Gharles S. Gage og Mr. A. W. Anderson frá láns og leigu-laga- framkvæmdanéfndinni. Koma þeir til að ræða við Hjálmar Björnsson um framkvæmd kaupa á íslenzkum afurðum. Þessir embættismenn eru hingað komnir frá London, en þar ræddu þeir við brezku stjórnina um kaup á íslenzkum afurðum. Viðskiftin ganga greiðlega. Báðir hafa þeir komið áður til íslands. Mr. Anderson var hér fyrir um 15 árum og Mr. Gage hefi komið hingað nokkr- um sinnum undanjfarin ár. “Að okkar áliti ganga kaup á íslenzkum afurðum vel,” segir Mr. Gage. “Það er einnig gert alt, sem mögulegt er til að flýta fyrir að íslendingar geti fengið nauðsynjar í Bandaríkjunum. ísland nýtur nú betri kjara í Bandaríkjunum hvað snertir kaup á stáli, gúmmí og öðrum nauðsynjum, en nokkur önnur þjóð. “Mér er það hin mesta á- nægjla,” bætti hann við, “að koma aftur til íslands, þar sem eg á marga vini, og einkum eftir að hafa kynst sendiherra fs- lands, Thor Thors og öðrum Ifulltrúum íslenzku stjórnarinn- ar í Bandaríkjunum.” —(Mbl. 28. maí). Vegleg skrúðganga í Winnipeg f sambandi við hernaðarvik- una, fór fram skrúðganga mik- il á laugardaginn var hér í borg- inni hinna ýmsu greina her- þjónustunnar og almennra borg- ara; tóku þátt í fylkingu þess- ari, auk hersins, hin ýmsu þjóðabrot, er hér eiga búsetu, |í nafni stofnþjóða sinna, er krafta sína helga ' lýðræðishug- sjóninni, með fána þeirra í far- arbroddi. fslendingar áttu sinn þátt í' skrúðfylkingunni, og var orð á því haft, hve íslenzki fán- inn sómdi sér vel. Framan við pósthús borgar- innar beið fýlkisstjóri, ásamt æðstu yfirmönnum hersins, og ræðismönnum erlendra ríkja, og tók þar kveðjum hermanna; blöktu þar hlið við hlið kross- fáni íslands og stjórnufáni Bandaríkjanna. Lýkur prófi með ágætiseinkunn Einhver hreyfði því í samtali við mig nýlega að minna bæri nú á þVi en áður var á fyrstu árum íslenzku frumbyggjanna hér í álfu, að islenzkt námsfólk Carol Joy Johnson skaraði fram úr í samkepninni við æskulýð annara þjóða á skólahekkjum. Vafasamt tel eg að þetta muni rétt athugað. Hitt inun ef til vill sanni nær að með vaxandi dreifingu fólks vors um allar jarðir þessa mikla megin- lands beri minna á námshæfi- leikum hins unga íslenzka fólks, að nokkru leyti vegna þess að ekki er hirt um það að senda blöðunum umsagnir um frammi- stöðu þess og námshæfileika. Nýlega var mér bent á unga stúlku suður í Dakota, sem á sér glæsilegan námstferil að baki þó ihún sé aðeins sextán ára gömul. Þessi stúlka heitir Carol Joy, og er íslenzk í móðurætt. Móðir hennar heitir Sigurlaug, en faðir hennar var Guðmundur Benediktsson frá Hamrakoti í Húnavatnssýslu. önnur dóttir Guðmundar, og móðursystir Carol Joy er Sigurfinna, Mrs. O. M. Cain, 14 Vinborg Apts. hér í borginni. Faðir Carol heitir Albert Carl Johnson, sænskur að ætt; eiga þau hjón heima skamt frá bænum Nash í N. Dak. Carol Joy útskrifaðist í vor frá gagnfræðaskóla (High School) Grafton bæjar. Þótt hún væri langyngst bekkjar systkina sinna hlaut hún ihærri einkunn við vorpröfin en nokkurt hinna, og hlaut þann eftirsóknarverða heiður að mæla fyrir hönd bekkjarins við skólauppsögn (Valedictorian). En hún var ekki aðeins efst við þetta árs- próf, en meðaltal einkunna hennar var hæst í gegnum allan skólann í fjögur ár. Eftir blöð- um frá Grafton að dæma, sem geta um frama hinnar ungu meyjar, var hún ekki bundin við bóknámið eitt, en tók auk þess mikinn þátt í ifélagslifi skólans. í fjögur ár starfaði hún við skc’Ilaiilaðið: “Maroon and Gold,” og var ritstjóri þess siðasta árið. Einnig var hún í stúdentaráði skólans síðasta árið og vara forseti bekkjar síns. Á náms- árum sinum hefir hún lagt mikla stund á viðskiftafræði, og hlaut fyrstu verðlaun í hraðrit- un og vélritunar samkepni í skólaumdæmi sínu. Er þess ennfreinur getið að hún hafi tekið hlutverk í sjónleikjum skólalýðsins, og lagt stund á sönginentun. Að öllu ^aman- lögðu virðist ljóst að þessi barn- unga inær gefur glæsileg fyrir- heit á sviði mentunar og fram- sækni. Síðan skóla lauk starf- ar hún á skrifstofu sýsluskrif- arans í Grafton. Vonandi hepn- ast henni að halda áfram námi Helgi P. Briem skipaður aðalrœðismaður í New York Helgi P. Briem hefir verið skipaður aðalræðisinaður fslands í New York. Skipun þessi fór fram á rikis- ráðsfundi í gær. — Hélgi P. Briem hefir, sem kunnugt er, verið verzlunarfulltrúi íslands á Spáni. Eftir að Thor Thors var skip- aður sendiherra í Washington hefir Agnar KI. Jónsson gegnt aðalræðismann&starfi í New York. — Gat hann sér þar hið bezta orð.—(Mbl. 16. inaí). Otför Jóhannesar Hagan Á fimtudaginn þann 2. þ. m., var Jóhannes Hagan flugnemi frá Reykjavik kvaddur hinztu kveðjiu I Fyrstu lútersku kirkju, að viðstöddu miklu fjölmenni. Séra Valdimar J. Eylands, prest- ur safnaðarins, flutti við athöfn- ina þá fögru og gagnhugsuðu ræðu, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Birgir Halldórs- son söng fagurlega og af sam- úðarrikri viðkvæmni, “Hærra minn guð til þin” við undirleik Gunnars Erlendssonar, en söng- flokkur Fyrsta lúterska safnað- ar annaðist um sálmasöng. Lík- menn voru vinir hins látna sveins úr fluggestasveitinni að heinian. Þó dvalartími Jóhannesar Hagan á þessum slóðum yrði ekki lengri en raun varð á, hafði hann engu að síður eignast hér fjölda trúnaðarvina; var innræti hans og fas slikt, að hvarvetna vakti vináttu og traust; við út- förina voru vitaskuld langt um fleiri, en honum hafði veizt per- sónulega kostur á að kynnast; þeim, sem þannig var háttað um, skildist þó engu siður en nákomnum vinum, að verið var að kveðja ungan og glæsilegan gest sameiginlegs kynstofns; það var auðséð á öllu, að blóð- ið rann til skyldunnar. Ræðismaður fslands, hr. Grettir Leo Jóhannson, annaðist um ráðstafanir útförinn viðvíkj- andi, sem fram fór á vegum Bardals. Eins og frá var skýrt í fyrri viku, var lliík Jóhannesar sent til Minneapolis til bálfarar, en þaðan verður askan send til ís- lands.— Yfir kveðjuathöfninni hvíldi virðulegur blær hinnar dýpstu samúðar með ástmennum og vinum hins látna. Erindrekar á ársþing Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Norður Ameríku Á nýafstöðnu kirkjuþingi í Selkirk, voru eftirgreindir menn kjörnir til þess að mæta fyrir hönd kirkjufélgsins á þingi Sam- einuðu lútersku kirkjunnar í Norður Ameríku, sem haldið skal i »borginni Louisville í Kentucky ríkinu. Séra K. K. ólafsson Séra Egill H. Fáfnis Grettir L. Jóhannsson, ræðism. G. J. Oleson, lögregludómari. sínu. Ef svo fer sem á undan er gengið með afrek hennar á sviði skólanáms og félagslífs, munum við heyra hennar getið síðar. V. J. E. &

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.