Lögberg - 09.07.1942, Page 2

Lögberg - 09.07.1942, Page 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. JÚLÍ. 1942 KAUPIÐ ÁVALT LL MCEL THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD, HENRY AVENUE and ARCYLE STREET Winnipeg, Man. - Phone 95 551 Eyfjörð og Skagfjörð Eftir Iíristinu í Watertoum. (Framhald) Eiríkur kom nú inn. Hann Jón er korninn með rabítana, segir hann. Hvað á að gera við þá? sagði Ásta. Þú átt að eiga þá, Jón minn, sagði Eirikur. Smiðaðu nú hús handa þeim og litlar kvíar. svo getur þú leik ið við þá milli þess sem þú ert að vinna. Jón varð himin glað- ur. Þakk, þakk fyrir, sagði hann. Er nú ekki gaman að vera úti á landi og eignast skepnur, sagði Eiríkur. Þú mátt líka eiga flekkótta lami)ið, sem þér þykir svo faliegt. ósköp eruð þið góð að gefa .mér svona mikið, sagði Jón nú á eg þrjá gripi. Já, þú verður einhverntíma bóndi í lagi, sagði Eiríkur. Eftir þetta sá enginn annað en að Jón væri ánægður. Rabitamir eru svo skrítnir og gjöra svo margt sem er hlægilegt. ,Svo liðu nokkrar vikur, þá fékk litli Jón að fara heim til sín. Mamma tók hann á faðm sér og kysti hann. Eg sé þér líður vel; þú ert svo frjálslegur. Já, það er gaman úti á landi, bara þið væruð þar, eg þarf nú samt að mjólka tvær kýr kvöld og morgna, sagði Jón, og setti varirnar ,í ofurlitla totu. Það er gaman, sagði mainma, að geta gert alla vinnu og gert alt sem ifyrir kemur. Eg veit þú hefir gaman af skepnunum og þjóna þeim. Eg hefi gaman af þeim öllum, sagði Jón, en mest gaman hefi eg af hestum og lömbum og litlu rabitunum mínum. Mér þykir vænt um það, sagði mamma. Þegar eg var ung, þótti mér mest gaman þegar litlu lömbin eltu mig og kálfar bauluðu, þegar þeir sáu mgi koma; eg færði þá úr ein- um stað í annan, klappaði þeim og kembdi þeim og gaf þeim falleg nöfn. Eina kvigu kallaði eg Prýði, og aðra Ljómalind. Eg fann svo mikla ánægju í því að vera góð við skepnurnar, eg vona þú verðir líkur mér í þessu. Guð vill við séum góð við bless- uð dýrin, þau geta ekki sagt til meina sinna, en hafa þó svo mikið vit. Það er dæmalaust gaman að hafa fallegar skepnur. Já, þegar eg er orðinn stór, sagði Jón, viil, eg hafa allar sortir af skepnum og vera þeim góður. Það er blessan og gæfa, sagði mamma; það eru til margar sög- ur af hestum og tryggum hund- um, sem oft hafa bjargað lífi herra sins og lagt sitt eigið lif i sölur þeim til hjálpar; taktu að þér dýrin eins og góður hirð- ir. Guð launar tífalt fyrir mál- leysingjann, segir máltækið. Svo sagði Jón mömmu frá eignum sdnum, rabítunum og lambinu. Já, Jón minn, sagði mamma, þú ert orðinn rikur strax; hvað ætli seinna verði? Eg fæ mér land einhverntíma, sagði Jón, mér lík- ar landlífið svo vel; svo eigið þið að koma og vera hjá mér; það verður gaman. Þar er nóg pláss, maður getur séð svo langt. í borgunum er svo þröngt. Mað- ur sér ekki út úr augunum fyrir fnisum og byggingum. Það er gott að vera úti á landi, sagði mamma; víðsýnið gefur manni frelsi og létta lund. Systur Jóns gáfu honum nú bolta og munn- hörpu, svo nú fór hann glaður til baka og undi vel hag sínum. Jón og Halldór gerasl vinir. Svo var það einn dag að Hall- dór gekk austur í skóg að fá sér smávið til plantana. Timinn leið, ekki kom Halldór til baka. Það fór að dimma. Hvernig stendur á þessu? segir Ásta; hann Halldór kemur ekki. Eg skal fara og finna hann, sagði litli Jón. Við skulum bíða enn litla stund, sagði Ásta, en ekki kom Halldór. Svo Jón hljóp á stað niður vgeinn og út að skóg- arbelti, sem var milu frá húsinu. Hann kallar, Halldór, en ekkert svar kemur. Jón hleypur enn góðan spöl og kallar enn á ný: Halldór! Halldór- Þá svarar hann: Komdu, Jón. Jón hleyp- ur á hljóðið þar til hannsérhvar Halldór stendur. Þvi kemur þú ekki heim, hjónin eru orðin hrædd um þig. Er ekki þetta undarlegt, sagði Halldór, eg sem ætlaði ^heim með greinarnar, þá var eg alt í einu kominn á hól, sem eg ekki þekti. Sá eg þá eg hafði tapað áttunum. Komdu nú fljótt, hjónin bíða með ó- þreyju. Svo komu þeir að skóg- inum. Þetta er ekki runnurinn, sagði Halldór. Víst er það skóg- urinn, sagði Jbn, þú ert viltur. Það hefir aldrei áður komið fyr- ir mig, sagði Halldór. Sérðu nú ljósið þarna, sagði Jón. Já, en eg veit ekkert hvar það er. Það er luktin á dyrustaf hússins, sagði Jón. Þeir greiddu nú spor- ið heim. Eirikur var úti er þeir komu. Hvað gengur að þér frændi? segir hann, að vera úti á víðavangi svona seint. Eg er kominn, sagði Halldór, og það er honum litla Jóni að þakka að eg varð ekki að útilegumanni i nótt; það er létt að villast á þessar sléttu, þar sem ekki er hægt að átta sig á nokkru. Nei, það er ekki að undra þó einhver villist þar sem móbilur og silki- sokkar eru að rúinera landið. Já, já, sagði Eirikur og hló. Þú ert furðu hnittinn' i kvöld, karl- inn. Eg hélt þú létir ekki þess- háttar trufla þig. Þú munt hafa nóg um þína daga, þó fólkið gangi á silkisokkum. Það er nú minst, sagði Halldór, eg hefi aldrei heyrt getið um aðra eins silkiöld og þessa; það er mikið að skynsamir menn skuli geta svamlað gegnum þetta stjórn- lausa hafrót hógómans, blessað- ur Halldór minn, sagði Ásta, þú ert eins og karlinn, sem sagðist þurfa að bera áhyggjur allra bæjarbúa. Það er leiðinlegt verk sagði Halldór, en hver getur ver- ið áhyggjulaus nú á dögum. Það skrjáfar í silkireifunum og marrar í flugvélum; eg held eg segi eins og gamla Herdís á Vaði. Þeir kunna alt nema að temja sjálfa sig. Allir fóru að hlæja. Góði Halldór minn, sagði Ásta, farðu nú inn og fáðu þér nær- ingu og farðu svo að hvílast; eg er viss um það liggur betur á þér á morgun. Eg vil ekkert nema injólkursopa, sagði Hall- dór. Svo gekk hann til h\álu, en gat ekki sofnað. Heyrðu Jón litli, kallaði hann, komdu og kúrðu hjá mér í nótt, eg get ekki sofið. Það skal eg gera, sagði Jón og flýtti sér að skifta um rúm. Halldór heyrði að Jón var eitfhvað að tauta. Hvað ertu að segja, krakki. Eg er að ilesa bænina mína, sagði Jón. Hvaða bæn? spurði Halldór. Faðirvorið, þú víst kant þá bæn. Já, við öll lærðum það í æsku, sagði Halldór. Stundum les eg það. Svo sofnaði Jón, en Hall- dór vakti og var ekki rólegur. Heyrðu Jonni, sagði hann, því sofnarðu svona fljótt; heldurðu að eg hafi verið hálfa mílu frá skóginum. Eg held það, sagði Jón og fór aftur að draga and- ann þungt, Jonni; eg sá dálítið skritið þarna austur af hólnum. Hvað sástu? sagði Jón. Eg sá dýr. Sástu dýr? sagði Jón og glaðvaknaði. Hvað dýr var það? Hreindýr með stórum hornum. Var það stórt? spurði Jón. Nei, eg held það sé ungt, það var styggt og tók að hlaupa er það sá mig. Við skulum ná því á morgun, sagði Jón. Hvernig ættum við að ná þvi? spurði Halldór. Við skulum veiða það í reipi, sagði Jón. Pabbi segir það sé stundum gert. Það mætti reyna það, en líklega verð- ur það farið þegar við komum þangað á morgun Nú vil eg sofna, sagði Jón og sneri sér til veggjar. Eg get ekki sofnað, sagði Halldór. Lestu bænina, sagði Jón, við skulum lesa hana háðir. Svo látu þeir Faðirvorið stilt og seint og lásu það tvisvar, og litla, fallega versið, sagði Jón, það er svona: Eg fel í sérhvert sinn sál og líkama minn í vald og vinskap þinn, Guð; vernd og skjól þar eg finn. Svo sofnaði Jón og Halldór litlu seinna. Eftir þetta var Faðirvorið með fleiri bænum lesið á kvöldin í litla herberginu hans Halldórs. Morguninn eftir þegar Halldór vaknaði, fór hann að hugsa um hvað skrítið það væri. Mér er svo hlýtt til hans litla Jóns, hann er svo þíður og gæfur, þó hann sé fjörugur og kærir sig hvergi þó eg urgi mig við hann stundum, enda skammast eg mín þegar eg er styggur við hann; eg vildi eg hefði verið mýkri í orði við drengina mina, þeir hefðu þá kanske verið hændari að mér en iþeir eru, en mér þykir vænt um að móðir þeirra var mild og blíð við þá, enda er hún nú að uppskera launin af sinni góðu lönd, þar sem þeir keppast um að hafa hana hjá sér. Því var eg þessi rosti alla tíð, en hún svo geð- prúð og stilt? Hún sagði eg gæti lagað lund mína, en eg vildi ekkert um það heyra. Eg verð nú samt að halda mér í skefjum hérna og vera þakklát- ur að þau eru góð við mig Þetta var Halldór að hugsa í rúmi sínu. Svo var það seint um morgun- inn eftir að Halldór sagði fólk- inu frá dýrinu, að piltar lögðu á stað með reipi og veiddu dýrið og komii þvi heim; var því bú- inn til afkimi í griparéttinni. Margir komu að sjá dýrið og dáðust að þvi. Litili Jón var allur á hlaupum kringum dýrið, gaf því alls konar fæðu, varð dýrið spakt og tamið á nokkrum tíma; kom þegar á það var kall- að; át brauð og sykurmola. Nú hafði litli Jón verulega gaman af landlífinu og un^i vel hag sínum. Það veit hamingjan, hugsaði hann, þegar eg er orð- inn stór skal eg lifa á landi. Eg vil vera frjáls og sjá viðáttu og hafa margar skepnur og fara vel með þær. Svo skulu mamma og pal)bi vera hjá mér og stúlk- ur líka; það verður gaman. Er það ekki undarlegt, sagði Ásta við Eirik, hvaða vald hann litli Jón hiefir yfir honum Hall- dóri frænda, sem vanalega er ó- lempinn við unglinga. Jón vef- ur honum um fingur sér og ólm- ast við hann eins og krakka; Hann litli Jón vinnur alt með góðlyndinu, sagði Eiríkur. Hann er undur gott barn, sagði Ásta, siiglaður og viljugur og ekki mikið gleyminn, eins og krakk- ar eru þó stundum. Hann er gott mannsefni, sagði Eirikur, enda gera foreldrar hans sér miklar vonir með hann að vissu leyti til. Faðir hans sagði eitt sinn við mig: Eg hefi aildrei óskað þess að hann Aðalsteinn minn verði nokkurt veraldlegt mikilmenni, þvi það er alt of margt til af vindþembum, sem láta mikið yfir sér, en vinna lítið gagn; heldur óska eg hann verði réttvis og sannorður. Þetta mun rætast, sagði Ásta. (Framhald) l Starfsemi Eimskipafélags Islands Eftir Guðmund Vilhjálmsson, framkvæmdarstjóra. Um Eimskipafélag íslands hef- ir verið allmikið skrifað upp á síðkastið. Hefir í sumum blað- anna komið frain harðorð gagn- rýni á þetta fyrirtæki. — Hefir því jafnvel verið brugðið um okur og að það væri búið að missa sjónar á hinu uppruna- lega markmiði sínu, sem sé að halda uppi siglingum með heill alþjóðar fyrir augum.— Höfuð ástæðan til þessarar gagnrýni mun vera sú, að árið 1940 græddi Eimskipafélagið all- mikið fé, eða rúmar 3 miljónii króna. Aðrir halda því fram, að gróð- inn hafi verið á fimtu miljón króna, og bæta þeir við ágóðann vátryggingarsjóði félagsins, vegna sjálfsáhættu þess, en þæi fullyrðingar hafa verið hraktar af ýmsum, en þó að engum bet- ur en Brynjólfi Stefánssyni, for- stjóra Sjóvátryggingarfélagsins, sem tvímælalaust er fróðastur allra hérlendra manna um tryggingarmál. — í eftirfarandi línum mun eg gera tilraun til að ræða starf- semi Eimskipafélagsins í fortíð og nútíð, og jafnframt reyna að draga upp mynd af þvi, sem við blasir eftir stríðið. í 'síðustu heimsstyrjöld 1914— 1918 græddist Eimskipafélaginu mikið fé, enda var aðstaðan við siglingamar milli íslands og Bandaríkjanna þá miklum mun betri en hún er nú. — Þá sigldu skipin beina leið, án iþess að vera í herskipafylgd, og fór á af þessum orsökum miklum mun minni tími í siglinguna heldur en nú er. Þá voru heldur ekki þær geysilegu tafir við afgreiðslu skipa í Reykjavíkurhöfn, sem nú eiga sér stað. H e(r(n a ða rvátryggingargjöld skipa voru þá hæst 2y2%, en nú eru au 4%. Áhættuiþóknun skipshafna á ihættusvæðinu var þá aðeins 70 kr. á mánuði að meðaltali til hvers skipverja, en er nú 60 kr. á dag til yfirmanna og 40 kr. á dag til undirmanna í millilandasiglingum og i er- lendum höfnum, en 100 krónur á mánuði í strandsiglingum við ísland. Þá var kostnaður við fryggingu skipshafna smámunir einir, en nú er þessi kostnaður um 20 þúsund krónur fyrir hverja ferð. í ifyrra stríði kom- ust vinnulaun við Reykjavikur- höfn hæst í kr. 1.48, en nú er tímakaupið í dagvinnu kr. 2.65 en kr. 3.93 í eftirvinnu og í helgidaga- og næturvinnu kr. 4.94. Þrátt fyrir þetta hefir Eimskipafélag íslands ekki tekið hærri frmagjöld af kornvöru en kr. 131.86 á smálest, til allra hafna á fslandi, en í síðustu heimsstyrjöld voru þessi farm- gjöld kr. 160.00 til Reykjavíkur eingöngu, og við þau bættist þá strandferðafarmgjald til annara hafna, sem nam um 55 kr. á smálest. Eins og fyr er tekið fram, þá græddi félagið allmikið fé í síð- ustu heimsstyrjöld. Strax eftir stríðið var hafist handa um byggingu á nýrra “Goðafossi.” Fullsmíðað kostaði skipið um 2,6 miljónir króna og var þá tekinn mikill hluti stríðsgróðans til að afskrifa skipið niður í kr. 1,600,000.00. Nokkur áranna frá 1920—1939 var allmikill halli á rekstri félagsins og 1930 var svo komið að grípa þurfti til nálega alls varasjóðs félagsins til afskrifta á skipum félagsins, sem fóru franv samkvæmt þeim venjum, sem erlendis tíðkast um þessa hluti. Árið 1931 voru svo eftirstöðvar af varasjóði teknar til afskrifta. Þar með var allur gróði heimsstyrjaldaráranna horfinn og til þess að unt yrði að byggja nýjasta skip félagsins “Dettifoss,” sem nú er orðinn tæplega 12 ára, varð að taka nál. alt andvirðið að láni og var lán- ið uppsegjanlegt með 6 mánaða fyrirvara. Auk andvirðis “Detti- foss” skuldaði Eimskipafélagið iþá um hálfa miljón króna i Hollandi (eftirstöðvar af and- virði “Brúarfoss”) og 400 þús- und krónur hvíldu á skrifstofu- byggingu félagsins í bönkunum hér. Árið 1932 fór reksturinn að ganga betur, og má telja að hann hafi verið allgóður alt fram á síðari hluta ársins 1941. Árið 1933 tókst félaginu að fá í Lon- don sextíu þúsund sterlings- punda lán með mjög hagkvæm- um kjörum. Lán þetta gerði fé- laginu kleift að greiða að fullu eldri skuldir sem voru með há- um vöxtum og jafnframt að Iflytja allar vátryggingar frá Kaupmannahöfn til London. Við þetta sparaðist árlega mjög mik- ið fé og má segja að lántaka þessi hafi valdið straumhvörfum að þvi er afkomu félagsins snert- ir, þvi auk þess að losna við skuldir sem hægt var að krefja inn með stuttum fyrirvara, og spara mikið fé í vöxtum og njóta hagkvæmra vátrygginga, þá græddust einnig á þriðja hundrað þúsund króna á gengi, við að greiða upp lán á “Detti- foss” í Danmörku. Ymsar raddir hafa heyrst um það, að félagið ihafi vanrækt að eignast skip áður en striðið skall á. Um þetta er það að segja, að hagnaður sá, er varð á rekstri ifélagsins, safnaðist saman í íslenzkum krónum í bönkunum hér og sökum hinna miklu gjaldeyrisvandræða, sem ríktu fyrir stríðið, fengust þess- ir peningar ekki yfirfærðir. Þeg- ar félagið samdi um byggingu á nýju vöruflutninga- og farþega- skipi þá varð að fá alt andvirði skipsins að láni erlendis sem og einnig tókst, en af smíði þess varð (þó ekki, vegna styrjaldar- innar — svo sem kunnugt er. öðru máli gegndi um eldri skip. Til kaupa á þeim var lán er- lendis ófáanlegt og eins og áður er fram tekið voru bankarnir hér þess ekki megnugir að yfir- færa peninga. Jafnvel var erfið- leikum undirorpið að fá yfir- færslur til óhjákvæmilegra iflokkunarviðgerða skipanna, enda þótt aðeins um smáupp- hæðir væri að ræða. Skömmu eftir að yfirstandandi styrjöld hófst, var hafist handa um siglingar til Vesturheims. Flutningsgjöldin voru ákveðin 25% hærri en gegnumgangandi flutningsgjöld voru fyrir stríð. Segja má að siglingar þessar hafi í byrjuninni gengið allvel. Skipin sigldu ein síns liðs hindr- unarlaust og tóku ferðirnar um 45 daga frarn og aftur, en upp á síðkastið hafa þær tekið um 70—80 daga. Stríðstryggingariðgjöld skip- anna í Ameríkuferðum voru til að byrja með 3/4% fyrir ferð- ina, en eru nú 4%. Stríðsáhættu þóknun til skipshafna var einn- ig í þessum ferðum lítil í byrjun, en hún er nú eins og áður er fram tekið 60 krónur á dag til yfirmanna en 40 krónur á dag til undirmanna. Þess hefir einnig verið getið hér að framan að stríðstrygging skipshafna kostar nú um 22 þúsund krónur fyrir ferðina, en þessi trygging var mjög ódýr þegar siglingar hófust til Vesturheims. 1 byrjun stríðsins og árið 1940 fengu skipin mikinn flutning til New York. Bandaríkjamenn keyptu á þessu tímabili mikið af lýsi og síld og tókust við þá hagkvæm- ir samningar um flutninginn. Flutningar þessir voru hinn mesti styrkur fyrir félagið. Síð- astliðið ár keyptu Bandaríkin aðeins helming af þorskalýsis- framleiðslu landsins og nú munu vera litlar líkur til að Banda- ríkin kaupi nokkuð af þessa árs lýsisframleiðslu. Snemma á árinu 1940 tók Eimskipafólagið tvö hentug brezk skip á tímaleigu til Bret- landssiglinga og voru leiguskil- málar mjög hagkvæmir til að byrja með, en leigan fór þó stöðugt hækkandi þangað til brezka ríkið tók í sínar hendur rekstur iskipanna siðastliðið sumar. Á árinu 1940 og fyrri hluta ársins 1941, tók félagið einnig nokkur önnur skip á leigu frá Bretlandi, en hvert skip þó aðeins fyrir eina ferð. Skip þessi fluttu vörur frá Bret- landi til íslenzkra innflytjenda en jafnframt gríðarmikið af vör- um til setuliðsins. E.s. “Brúarfoss” var alt frá stríðsbyrjun til síðustu árainóta i siglingum milli íslands og Bret- lands. Vegna skipaskorts til fJutninga á nauðsynjavörum frá Ameríku he'fði ef til vill mátt segja að meiri Iþörf hefði þó verið að hafa skipið í Ameríku- ferðum, en sakir ónógs frysti- rúms í nefndum leiguskipum fé- lagsins, var taiið bráðnauðsyn- legt að skipið héldi áfram Bret- landssiglingum svo landsmenn gætu komið frystum fiski og frosnu kjöti á brezkan markað. Stríðstrygging skipsins hafði smám saman 'hækkað og var hún í ágústmánuði 1940 komin upp \erzlunarskola NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að 1 eita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli» nú þegar. XWAMMWA>/AOAWMWOAM>AMVAMAAAMA

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.