Lögberg - 09.07.1942, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.07.1942, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. JÚLÍ. 1942 5 sölu hjá nefndarmönnum og öðrum í öllum bygðunum og kosta aðeins 35 cents. Skemti- skráin er ágæt; lystigarðurinn undra fagur og sólskinið ábyggi- legt Iþann 26. Látið ekki ferð- ina undir höfuð leggjast, svo þið þurfið ekki að naga ykkur í handarbökin á eftir fyrir það, að hafa tapað af þeirri beztu skemtun, sem ykkur hefir boð- ist um langan tíma. A. E. Ií. Námskeið Bandalagsins Bandalag lúterska kvenna stofnaði og hefir síðastliðin þrjú ár starifrækt námskeið fyrir ungmenni (Ghristian Leadership training Course). Eins og kunn- ugt er halda alhnargar eða flest- ar hérllendar kirkjudeildir uppi þess konar starfsemi með góð- um árangri. Almenningi duld- ist því ekki hve mikilvægt og tímabært var þetta fyrirtæki, Bandalagsins meðál íslendinga. Námskeið B.L.K. hefir verið haldið í Can. Sunday Sc'hool Mission Camp rétt fyrir norðan Gimli. En það pláss hefir að- leins fengist á mjög óhentugum tíma og leigan verið afar há. Var einnig mjög óvíst um það hvort þessi staður stæði til boða ár frá v ári. Enda héfir sú raun orðið á að nú í sumar var C.S.S.M. Camp ekki til leigu, og verður því námskeið Bandalagsins haid- ið í United Church Camp við Hock Lake. Bandalag lúterskra kvenna fór því að ræða um hvort engin leið væri til þess að eignast sinn eiginn “camp.” Á þinginu í fyrra var stofnsettur ofurlítill sjóður sem byrjun þessa fyrir- tækis. Nefnd hefir verið að starfa að því undanfarið að líta eftir hentugu landsvæði og góð- um kjörum með kaup á því. Hefir nefndin nú í huga að festa kaup í ljómandi fallegum og ákjósanfegum stað við Winni- pegvatn, skamt norður af Gimli. Eigandinn er viljugur að gefa B.L.K. mun betri kjör en nokkr- um öðrum, af því honum finst þessi tilraun Bandalagsins svo göfug og skynsamleg. Ef til vill kann einhverjum að finnast þetta stórhuga ráðagerð af fáeinum konum. En þeir, sem sátu nýafstaÖið þing B.L.K. og ihlustuðu á þessar konur ræða með alvöru, einlægni og trú- artrausti hvernig ryðja mætti úr vegi öllum itálmunum svo að kærleiksríkt og uppbyggilegt starf kristinnar kirkju næði fast- ari fótum, — þeir ifurða sig ekki á þó að B.L.K. hafi hugrekki til stórra fyrirtækja. Meðlimir Bandalagsins vonuðu og vissu að þessi hugmynd næði vin- semdum og hylli fólks yfirleitt. Og hefir sá von fengið nokkurn byr undir vængi fyrir þær alúð- legu og áhugasömu viðtökur, sem málið hefir fengið nú þegar. Bandalagið hefir enn ekki leit^ð til almennings eða beðið um V styrk, en allmargar vinagjafir hafa borist í hinn nýstofnaða sjóð, og þeim hafa fylgt bless- unaróskir og þakklæti og sterk á'eggjan um að flýta þessu nauð- synlega starfi sem unt sé. Einn vinur Bandalagsins hefir safnað dálítilli peningaupphæð í Lang- ruth. Tveir meðlimir kvenfélags Fyrsta lút. safn., þær Mrs. S. Pálmason og Mrs. H. Johnson efndu til “Siiver Tea’ fyrir þennan sjóð og arðurinn var $45.00. Með sönnum íslenzkum 'höfðingskap stóðust þær allan tilkostnað og töldu ekki eftir sér að vinna fyrir gott málefni. Mr,s. V. J. Eylands og Mrs. F. Johnson, sem voru fulltrúar B.L.K. á kirkjuþingi skýrðu þetta mál fyrir þinginu, og var því tekið með miklum fögnuði. Samþykti kirkjuþingið strax að gefa $100 í byggingarsjóð Banda- lagsins. Það ier enginn efi á því, að þessi “camp” á hinum umstalaða stað getur orðið til þæginda- og unaðar fyrir íslendinga á þess- um stöðvum. Aðeins part úr hverju sumri verður hann not- aður fyrir námskeið Bandalags- ins. Svo gætu dvalið þar margar fjölskjddþr, eða tmæður með börn sín, eða ungt fólk i fríi sínu. Allir þeir, sem eitthvað vilja láta af hendi til styrktar þessu fyrirtæki, eru< vinsamlega beðnir að senda það til Mrs. H. F. Danielson, 869 Garfield St., Winnipeg. Hér með fylgir skrá yfir þá, sem allareiðu hafa lagt i sjóð- inh: úr sjóði B.L.K..........$ 50.00 Úr sjóði “Árdís” (B.L.K.) 50.00 Vinur, Winnipeg 1.00 Séra B. A. Bjarnason, Arborg ................ 5.00 Mrs. S. Tomasson, Hecla 5.00 —í minningu um He'lga Ásbjörnsson—- Miss Runa Jonasson, Vlðir .................. 6.00 Mrs. F. Joihnson, Ppg.... 5.00 Mrs. B. Curry, California 25.00 Kvenfél. Bræðrasafnaðar, Riverton .............. 25.00 Mrs. Thora Oiiver, Selkirk 5.00 —f minningu um móður sina, Mrs. Ingveldi Olaf- son— Dorcas-félagið, Víðir 15.00 Kvenfél. F'ramsókn, Gimli 10.00 Mrs. S. Palmason og Mrs. H. Johnson. Winnipeg,, “Silver Tea” ........ 45.00 F’rá Langruth:— Kvenfélag Herðubreiðar safn................... 5.00 Mrs. G. Thorleifson 1.00 Mrs. B. Ingimundarson 0.50 Mrs. O. Oddsson 0.50 Mrs. H Jackson 0.50 Mrs. B. Austman 0.50 Mrs. S. Johnson 0.50 Mrs. B. S. Thompson .... 0.25 Mrs. J. Thordarson 0.50 Mrs. F. Benediktson 0.50 Mrs. G.'Davidson 0.50 Mrs. B. Björnson ....... 1.00 Mrs. J. Hannesson 0.50 Mrs. B. Eyplfson 0.50 Mrs. V. Bjarnason 0.50 Mrs. M. Johnson 0.50 Mrs. A. Tomasson 0.50 Mrs. J. A. Thompson 1.00 Mrs. J. Valdimarson .... 1.00 Mrs. J. Finnbogason .... 1.00 Arni Johannson 1.00 Miss Lilja Guttormson 1.00 Mrs. og Mrs. F. Thordar- son ................. 1.00 Áður auglýst .......... 20.00 Alls .................$286.25 ógreidd loforð 125.00 Meðtekið með alúðarþakklæti, Hólmfríður Danielson. Mánuð á björgunarfleka um hávetur í Atlantshafi Tveim sjómönnum, dönskum og sænskum, var nýlega bjargað eftir að þeir höfðu hrakist heil- an mánuð á timburfleka á Atlantshafi. Daninn er Erik William Andersen, 23 ára að aldri og Svíinn er Yngve Erik Carlstedt. Eftir þVí sem menn frekast vita, eru þeir þeir einu, sem komust lifs af, af einu af skipinu “Transatlantic,” sem var yfir 9000 smál. Skipinu var sökt í byrjun janúar, án nokkurar við- vörunar úti á miðju Atlantshafi. Var álitið, að það 'hefði horfið með öllu saman, 34 manna áhöfn og 6 farþegum. En þessum tveim mönnum var bjargað. Var það að þakka sér- staklega vel útbúnum björgun- arfleka, er skipstjóri skipsins, Yngve Cassel, hafði gert. Timb- urflekinn var 5x4 m. að um- máli og helmingi 'hærri en þessir flekar eru venjiulega. í miðj- unni var hólf, hálfan annan met- er á dýpt, þar sem í voru geymdar miklar birgðir af mat- vælum, drykkjarvatn, hlý föt og olíueldavél, og það var, þetta, sem gerði Andersen og Carlstedt mögulegt að draga fram lífið í svona margar vikur. Daprir dagar. Tveir timburflekar af sömu gerð voru á þilfari sænska skips- ins. Raunalegt er að sjálfur höfundur þeirra virðist ekki hafa getað bjargað sér upp í þá. Þessir tveir, sem bjargað var, soguðust niður með skipinu og komu upp á sjávarborðið i nám- unda við annan timburflekann. Þeir höfðu rétt aðeins krafta til þess að sveifla sér upp á flek- ann. Fyrstu þrjá dagana gátu þeir ekki annað gert en að halda sér fast í plankana, svo að þeim skolaði ekki útbyrðis, þvi sjór gekk þá altaf yfir flekann. Skol- aði m. a. burtu brauðkassann. Fjórða daginn batnaði veðrið og sjórinn var rólegri. Þegar þejr voru búnir að ausa hólfið, gátu þeir matreitt fyrstu mál- tíðina, sem var dósakjöt og kaffi, er þeir höfðu útbúið á olíuvél- inni. Hólfið var þarna með renni- loki og í þvd 100 niðursuðudósir með kjöti, baunum, gulrótum, ertum og sardínum. Þeir fundu einnig tunnu með drykkjar- vatni, hlý föt, olíustakka og þrjú teppi, sem þeir sveipuðu uin sig. Einnig fundu þeir miklar birgð- ir af steinolíu, til þess að nota á vélina. Skamturinn minkaður. Eftir 12 daga fóru þeir að draga við sig matarskamtinn. Þeir létu sér nægja eina dós af grænmeti á dag, fyrir utan kaffi. Þegar þrár vikur voru lið^ar, voru matvörurnar að þrotum komnar, en sjómennirnir tveir gáfu ekki upp lífsvonina. Tómu niðursuðudómsunum hentu þeir útbyrðis og fengu með þvi sjálfir meira rúm í hólfinu, þar sem iþeir voru nokkurn veginn í skjóli fyrir brotsjóum. Stundum fyltist hólfið af sjó, svo að þeir urðu að ausa það. Að lokum lifðu þeir aðeins á þunnu kaffi. “Vib sáum í draumum svinakjöt og egg,” sagði Carlstedt við blaðamann- inn er hafði tal af þeim. B jörgunin. Þann 10. febrúar, þegar þeir höfðu verið 30 daga á timbúr- flekanum, fann Hudson-sprengju flugvél þá loksins, en flugvélin var að njósna um kafbáta. Sjó- mennirnir tveir beindu athygli flugmannsins að sér, með því að skjóta flugeldum. Seinna kom Catalina-flugbátur til þeirra. En hann gat ekki sezt á sjóinn, af þvi að sjór var of úfinn. Flugbáturinn gerði þá togara aðvart. Þegar itogarinn nálgað- ist flekann, skaut annar þeirra einni eldflugu, en hann var þá svo veikburða, að hann gat ekki staðið uppréttur. Anderson og Carlstedt álíta, að þá hafi rekið 675 km. á timb- urflekanum. Þegar þeir fund- ust, voru þeir 400 km. frá Skot- landi og ferðin til lands tók marga daga. Þegar skipbrots- mennirnir komu á. land, höfðu 'þeir þegar náð sér furðu vel, en það var að þakka hinni góðu aðhlynningu á togaranum. f landi biðu hjúkrunarkonur og sjúkrabílar, til þess að flytja þá á sjúkrahús. En sjómenn- irnir tveir gengu sjálfir á land og vildu vissulega ekki láta aka sér í sjúkrahús. Þeir hafa ekk- ert mein haft af hrakningum sínum og bíða nú aðeins eftir næsta tækifæri til þess að fara aftur á skip. (Þýtt úr “Free Danmark”). — (Lesbók). 4? V Fyráli platínurefur á Islandi Vísir hefir nýlega haft tal af Einari Farestveit forstjóra refa- búsins h.f. Silvetfox á Hvamms- tanga og fékk hjá honum eftir- farandi upplýsingar um nýja refategund hér á landi. Heita þessir refir platdnurefir og eru mjög sjaldgæfar skepnur í heiminum.— Fyrsti platínurefur, sem menn þekkja til, er fæddur í Noregi árið 1933 út af venjulegum silf- urrefaforeldrum. Síðar hafa komið fyrir tvö lík tilfelli í Nor- egi, að platinurefir hafi fæðst út af venjulegum silfurrefum. F’yrst í stað töldu menn þennan ref lítils virði og sá fyrsti var seldur mjög vægu verði og má segja-, að maður sá, sem átti þennan fyrsta platínuref, hafi verið feginn að losna við hann. Nú er þetta langsamlega dýrasta refategund, sem þekkist í heim- 'inum. í febrúar síðastliðnum kom hingað til landsins fyrsti refur- inn af þessari tegund. Hann var fluttur frá Ameríku og kost- aði of fjár, eða það kostaði rúm- lega 3000 kr. kílóið í honum. Geta menn svo reiknað sjálfir af því, hversu dýr hann var allur. Þessi fyrsti refur er þegar farinn að gefa af sér góðan arð, því út af 'honum og fjórum tæf- um, sem eru af úrvals silfur- refategund, hafa komið 16 yrðl- ingar og eru 10 þeirra hreinir platínuyrðlingar. Á því sézt, að háralitur plabínurefs er ríkjandi eiginleiki og má sín meir hjá afkvæmum heldur en litur silf- urréfsins. Eins og að framan er getið, eru þessir refir mjög dýrir, og ekki bætir það úr skák, að inn- flutningstollurinn einn var bara á þriðja þús. kr., auk alls ann- ars kostnaðar, sem fylgdi því að flytja hann inn. Eigendur refabúsins reikna með því að selja nokkra yrðlinga nú í haust til þess að fá eitthvað upp i kostnaðinn. Platinurefaskinn koinu fyrst á markaðinn árið 1936 og voru borguð þá með svipuðu verði og góð silfurrefaskinn. Var verðið þá um 600—1000 kr., enda var refur þessi þá ekki mikið þekt- ur. Árið 1937 fara skinnin að hækka í verði og komast nú upp fyrir hæsta verð á silfur- refaskinnum; var meðalverð þá 2000 kr. fyrir skinnið. 1938 er meðalverð l'arið að stíga veru- lega og komst þá upp i 4000 kr. og þá fyrst byrjar fyrir al- vöru áhugi fyrir platinurefa- skinnum. Sem dæmi um það, hversu hátt verðið á þessum skinnum hefir komist, má geta þess, að árið 1939 seldist eitt slíkt skinn fyrir 11,000 dollara (ca. 71,500.00 kr.í ísl. pening- um). Eins og sakir standa, eru engin/skinn til hvorki í Englandi eða Ameríku, á opinberu fram- boði. En eftir þeim upplýsing- um, sem við höfum komist næst, mun verðið standa milli 200— 1000 dollara, eða 1300—6500 kr. í íslenzkum peningum. Geta menh bezt séð af þessu, hversu mikils virði það er að geta kom- ið af stað veriulegri-platínurefa rækt hér á landi. Má fyllilega búast við því, að þessi refarækt eigi mikla framtíð fyrir sér. Er óhætt að segja, að það hafi ver- ið mjög heppileg ráðstöfun að flytja inn í landið þennan ref, þvi það er þó vísir að meiru, sem kann að nást í framtiðinni. Þó silfurrefaskinn hækki nú stoðugt í verði, eru platínurefir i miklum minnihluta í heimin- um og verðmunur er stórkost- legur ennþá, og er vissa fyrir því, að verðið á platínurefa- skinnunum verði mun hærra verði en silfurrefaskinn að minsta kosti 10 næstu árin. Þessir platínurefir eru að flestra dómi miklu fallegri en silfur- refirnir, enda ben,dir nafnið til þess, að þeir séu verðmætari að mun, og nokkuð má af þvi marka. —(Vísir 15. maí). DÁNARFREGN Hallfriður Erlendson Dinus- son andaðist á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, — þeirra Mr. og Mrs. Matt. Björnson í Cavalier sunnudaginn 21. júní. Hún fæddist á Gauksstöðum i Norður-Múlasýslu 17. marz 1875. Foreldrar hennar voru Guð- brandur Erlendson og Sigríður Hávarðsdóttir. Kom hún snemma með foreldrum sínum til Nova Scotia, en þaðan fluttust þau til Duluth, Minn., árið 1881, og ári siðar til Norður Dakota þar sem hún átti (hefrna síðan. Af 10 systkinum hennar lifir nú ein systir og tveir bræður. Annan maí 1896, giftist hún Tryggva Dínusson; lifir hann konu sina. Þau hjón eignuðust 9 börn, lifa 8 afi börnum þeirra. Stendur heimili þeirra hjóna í Svoldarbygð í N.D. og er hjð mesta myndaéheimili. Voru þau hjón bæði mjög gestrisin og góð heim að sækja. Hin látna var fram eftir árum heilsugóð og mjög starfsöm og dugleg. Hún fann til sjúkdóms- ins fyrst til muna um miðjan síðstliðinn vetur, en bar sjúk- dómsstríð sitt með stillingu, hóg- værðaranda og hetjumóð. Hallfriður sál. var góð kona og ákaflega vinsæl og vel látin. Hún var góðgerðasöm og hjálp- fús við þá sem bágt áttu. Fé- lagslynd var hún og starfaði mikið fyrir söfnuð sinn — Pét- urssöfnuð, og önnur félög, sem hún tilheyrði. Hún auðsýndi trúmensku og ræktarsemi í sin- um störfum. Af öllum sínum nánustu var hún mjög ástsæl. Hallfríður sál. var járðsungin miðvikudaginn 24. júní. Fylgdi henni fjöldi fólks til grafar. Mrs. H. Sigmar söng sóló. Séra H. Sigmar jarðsöng. —Haldið þér, að eg láti hana dóttur mína giftast fyrsta eigna- lausa aulabárðinum, sem biður 'hennar? —Hamingjan hjálpi mér! Er eg virkilega sá fyrsti? CANADA BRtN ÞÖRF FYRIR MÁLMÚRGANG YÐAR! Þessi nýja málmsöfnunar aðferð gerir yður auðvelt fyrir Meiri málmúrgangs er nú þörf í fleiri skip, skriðdreka, byssur og önnur her- gögn. Þér eruð beðnir að senda inn hverja únzu af fyrirliggjandi málmúrgangi á býli yðar. Til þess að greiða fyrir reglubundinni söfnun málmúrgangs, járni og stáli, í Sléttufylkjunum þrem, hefir Wartime Salvage Limited, sem er stjórnarfélag, samið við eftirgreind kornhlöðufélög í Vestur-Canada um söfnun og kaup á járns og stáls úrgangi. Alberta Wheai Pool Saskatchewan Pool Elevators Manitoba Wheat Pool Elevators, Ltd. United Grain Growers, Limited North-West Line Elevator Association Þessi félög annast um kaup á þessu efni fyrir stjórnina henni að kostnaðar- lausu og án hagnaðar fyrir þau sjálf. Peningar, sem inn kunna að koma, umfram starfrækslukostnað, verða gefnir til stríðs-líknarþarfa. Umboðsmaður fyrir áminst Kornhlöðufélög, hefir verið skipaður í bygðarlagi yðar sem opinber innkaupsmaður fyrir hönd Wartime Salvage Limited. Verðið. sem þessir umboðsmenn greiða, hefir verið fastsett af Munition & Supply Ráðu- neyiinu, er $7.00 fyrir smálesi, nettó, á móttökustöð kornhlöðufélaga fyrir allar tegundir járns og stálsúrgangs að fráskildu: (a) hvers konar linþynnum, (b) bíla- skrokkum og hömlum, (c) eldavélum, og (d) viðartengjum. Þetta verð gildir á öllum stöðum í Sléttufylkjunum. Tillag yðar til stríðssóknarinnar og til stríðslíknarþarfa, verður auðveldara og áhrifameira með þessari aðferð, þar sem þér getið flutt málmúrgang yðar beint til umrædds kornhlöðufélags, og fengið kvittun hjá umboðsmanni. Ef þér viljið gefa málmúrgang yðar til stríðsþarfa, þá getið þér undirskrifað þar að lútandi skírteini, borganlegt tií Voluntary Salvage Committee í héraði yðar. Sú nefnd ver peningum til stríðs-liknarþarfa. Það, sem þér getið lagt fram af járn- og stálúrgangi, er nauðsynlegt nú þegar. Tínið upp hvern smáhlut af þessum tegundum á býli yðar og sendið til næsta kornhlöðu umboðsmanns. Hergagnafram-leiðslan í Canada þarfnast þess. Gefið út að tilskipan Department of Munitions and Supply Department of National War Services Wartime Salvage Limited

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.