Lögberg - 09.07.1942, Page 6
6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. JÚLÍ, 1942
Á S KARÐSH EIÐUM
Philip lét aftur augun.
“Joan,” sagði hann.
Lawrence gekk yfir að dökka kistlinum
og kom aftur með umbúðardregla, tók seyðis-
skálina af stólnum framan við rúmstokkinn
og settist þar. Svo fletti hann ábreiðunni ofan
af Philip.
“Eg ætla að skifta á umbúðunum,” sagði
hann, fór svo að losa gætilega dreglana af öxl
Philips, og mælti enn:
“Eg hefi nú fastsett mér, Philip, að fara
austur aftur.”
“Eg hélt þér værið nýkominn heim þaðan.”
“Það er eg, en strax og þú ert nógu frísk-
ur til að hafa fótaferð, sný eg heim þangað
aftur. Og það fyrir fult og alt í þetta sinn. Eg
hefi nú lært að vera læknir aftur. Eða öllu
heldur hvers vegna eg eigi að vera það. Eg
lærði á fimm mínútum í gærkveldi nokkuð,
sem eg hefi síðastliðin sjö árin verið að reyna
að ná haldi á.”
Hann losaði seinustu vöfin af axlarsári
Philips. “Þetta lítur vel út,” sagði hann, og
studdi mjúklega með æfðri rannsóknarhönd á
bert hörundið alt umhverfis skotsárið. “Það
er bara ágætt, Philip. Kúlan situr föst þarna
aftur við herðablaðið. Við afráðum seinna
hvort heldur eigi að taka hana eða láta þig
geyma hana þarna eins og minjagrip.”
Tuítugasti og annar kapítuli.
Lawrence lauk við axlarsárs-vafninginn og
fór svo að losa umbúðirnar af fótsárinu. Þá
sagði hann:
“Philip, eg skil þér nú eftir þetta heimili
mitt hér; það sé þín eign, með öllum þess gögn-
um og gæðum. Tilganginum með stofnun þess
er nú, að því er mig, snertir, að fullu náð, og
nú vil eg að framvegis geti það einnig orðið
þér gagnlegur griðastaður.”
“En eg —”
“Bíddu nú við. Eg geri þetta ekki af ein-
skærri óeigingirnishvöt. Mér þykir vænt um
dal þenna, Philip, og eg vil láta mála mynd
af honum. Nákvæma mynd, gerða af einhverj-
um, sem opið auga hefir fyrir og listfengi til
að leiða í ljós fegurð hans, ekki aðeins að því
er litskrúð og fjarsýni snertir, heldur og hina
djúpu dulrænu er dalinn sveipar.”
Philip horfði eins og hugsi á Lawrence við
læknisverk sitt.
“Gæti eg nú aðeins tekið því. Boði yðar
um hælisgjöfina, á eg við,” sagði hann.
Lawrence leit upp til hans: “Hví geturðu
það ekki?”
“Eg verð að yfirgefa dalinn.”
“Hvers vegna?”
“Það gæti orðið mér um megn að gera nú
grein fyrir því. Seinna skal eg —”
“Vegna hríðarbylsins, áttu við?”
“Nei. Ekkert slíkt. Jafnvel ekki — þenna
síðasta atburð.”
“Eg er ekki að gefa þér einum þetta heim-
ili. Eg hélt þú myndir skilja hvað eg hefði í
huga. Eg gef ykkur, þér og Joan, það báðum.
Hvort þér geðjast að hælinu, veit eg ekki, en
eg veit að Joan dáist að því. Eg ætlast auð-
vitað ekki til þess, að þið dveljið altaf hér.
Þið viljið að líkindum vera eystra einhvern
hluta ársins. Að vetrinum, ef til vill. Eg vil
aðeins að þetta geti verið unaðsreitur, sem þið
bæði getið horfið til, þegar þið þarfnist þess.
Beri ykkur einhver óhöpp að höndum og þið
neyðist til að komast á einhvern annan stað*
til að hefja starf á nýjan leik, þá vil eg að
þetta sé sá staður.
“Joan kemur aftur hingað á morgun. Og
þegar þú svo ert ferðafær aftur, kemur hún til
að sækja þig og flytja þig með sér inn í dal-
inn, sem hún ann. Um annað get eg ekkert
sagt þér. Eg þykist þó vita nú, um hvað þig
var að dreyma, Philip, og það var enginn
draumur. Að því er það snertir, sem Joan
sagði við þig, er herti átakanlega á löngun
minni til að fá bjargað lífi þínu og vakti
mig aftur til fullrar meðvitundar um skyldu-
starf mitt, þá ætla eg að láta hana sjálfa end-
urtaka þau orð við þig.”
“Þér segið að hún komi aftur á morgun ”
Lawrence brosti. “Henni væri það hollara,
eigi hana ekki að kala á fingrunum,” svaraði
hann og gekk að stóli framan við eldstæðið,
greip upp rautt vetlingapar, er þar lá, og
fleygði því á stólinn framan við rúmstokkinn
hjá Philip.
“Hún skildi þá þarna eftir. Þegar hún
var að fara, minti eg hana á vetlingana, en
hún svaraði því, að eg skyldi bara sýna þér
þá er þú vaknaðir, og það myndi vekja skiln-
ing þinn.”
Philip hallaði sér aftur út af á koddann.
Hann var enn dofinn og þróttlaus, en um titr-
ingsverkinn er hann fann flögra um taugar
sér, hugsaði hann ekkert, því lífsins unaðsómar
fyltu brjóst hans. Hann leit á stólinn og rauðu
vetlingana er þar lágu, og þótt hann gæti ekki
gert sér fulla grein fyrir hvað skeð hefði, var
hann þakklátur og sæll.
Svo lokaði hann augunum og gleymdi sér
í værum blundi.
-f -f -f
Vermandi geisli vorsólarinnar þíddi fönn-
ina í skarðinu og kallaði fram purpuralitt og
gullið blómskrúð til samstarfs við grænt
fjölgresið í að breiða glitblæju yfir hæð-
irnar alt um kring, lautir og salvíugrundir
heiðarinnar.
Billy Harris studdist fram á hækjur sínar
þar sem hann stóð upp við húsvegg sinn aftan
við smíðisgrip, er hann hafði hamrað þarna
saman — eins konar söluborð úr óhefluðu
tipibri, klætt fornum segldúkspjötlum og þak-
ið ýmiskonar látúns- og pappírs auglýsinga-
skrauti í öllum regnbogans litum.
Hann sperti upp höfuðið og lagði betri
hlust sína gegnt þeirri skarðsröndinni er í átt-
ina að Wyoming-brautinni vissi, sneri sér svo
skyndilega við, opnaði húsdyrnar og hrópaði:
“Mama! Hafðu til kaffið. Herron er að
koma.”
Hann hafði auga á þeim punkti brautar-
innar þar sem hún hvarf út af heiðarbrún-
inni, og eftir örskamma stund komu þar í ljós
hossandi hrossahöfuð, þá hestarnir sjálfir með
póstvagninn í eftirdragi.
Herron var þar þó ekki í sínu vanalega
keyrarasæti. En þar sátu nú þau Joan og
Philip.
Philip, er í taumana hélt, keyrði hestana
í hálfhring og lét þá nemá staðar framan við
áfangastaðinn hjá Harris.
“Jæja,” sagði Billy, “hvað er hér annars
á seiði?”
Joan og Philip klifruðust niður úr vagn-
sætinu og gengu yfir að borðinu til Billy.
“Okkur fanst við yrðum að fá okkur dálít-
inn keyrslutúr,” sagði Joan.
“Fá ykkur keyrslutúr,” endurtók Billy
hlæjandi góðlátlega, deplaði augunum að Joan
og sveigði höfði gegn Philip. “Hann keyrir
póstinn í allan vetur, að undanteknum mánuð-
inum síðan hann varð fyrir slysinu, og nú
keyrir hann póstvagninn bara sér til skemt-
unar. Eg hélt,” sagði hann svo við Philip, “að
þú værir ennþá uppi í gljúfragilshælinu að
mála þessar heimskulegu dalsmyndir.”
' “Hann fór núna austur til bæjar,” sagði
Joan, “til þess að festa sér fávísa konu. Þetta
er, Billy, giftingarferðin okkar. Og okkur
fanst þetta væri það, sem okkur langaði nú
mest til að gera. Keyra bæði með póstinn.
Þetta er okkar — áfangi.”
Billy klóraði sér í höfðinu. “Jæja-þá, en
eg veit naumast hvað eg get sagt. Er þó nú
vissulega mjög glaður alls þessa vegna. Auð-
vitað kemur það mér ekki alveg að óvörum.
Hvað sem um það er að segja, þá óska eg að
hepnin og ánægjan séu stöðugir lífsförunautar
ykkar. Kaffið handa ykkur er nú bráðum til
reiðu þarna inni.”
I.
Er Joan og Philip hurfu inn í húsið, sperti
Billy aftur upp betra eyrað, þetta sinn gegnt
heiðarbrúninni, er að Idaho vissi, og þvínær
jafnskjótt keyrði Malmquist sinn póstvagn upp
í skarðið og stöðvaði hestana rétt hjá uppdajs
póstvagninum.
“Philip og Joan keyrðu upp, hingað í dag,”
sagði Billy. “Það er víst *bezt að þú skiftir
hér um póstpokana. Kaffið bíður þín inni.
Eru nokkrir ferðamenn á leið upp hingað í
dag?”
“Bar M liðið er að koma hingað rétt á eftir
mér,” svaraði Malmquist.
Hann kastaði póstpokum sínum yfir í
Philips vagn, og pokunum úr hans vagni yfir í
sinn eigin, áður en hann fór inn í húsið.
Nú bárust skvaldursraddir upp frá vegin-
um Idaho-megin og fótahljóð hrossa er keyr-
arinn var að ögra þar áfram til uppgöngu, en
fjórir hestar komu þegar í ljós með langan
þriggja-sæta fjalavagn í eftirdragi, þéttsetinn
fólki. Strax er vagninn var kominn á slétta
grund stöðvaði keyrslumaður hestana, en
ferðafólkið þyrptist í skyndi út úr vagninum,
hljóp í einni þvögu hinn örstutta spöl að hinni
skarðsbrúninni, stanzaði þar kvakandi sam-
eiginlega í undrunartón lofgerð hins fagra út-
synis, sem jafnvel svona árla sumars var orðið
fornt dýrðardjásn í augum Billy Harris.
Hann brá hönd niður í vatnsbala undir
borðinu, dró þaðan upp heila tylft af svala-
drykksflöskum, sumar brúnar að lit, aðrar með
roðablæ eða gullsgliti, og setti þær til sýnis
fram á borðið, tók svo næst lokið af papp-
kassa fullum lokkandi sætindastönglum, og
tylti honum á rönd einnig fram á söluborð
sitt.
“Svalardrykkir,” hrópaði hann; “ískaldir og
freyðandi. Sælgætastönglar! Hérna rétt við
hendina!”
Tvær kafrjóðar persónur, karl og kona,
ásanat dreng með opna myndavél í för með
jneð sér, komu yfir að söluborðinu.
“Þér njótið hér mikilfenglegs útsýnis,”
sagði maðurinn.
“Það þori eg að staðhæfa frammi fyrir
hverjum sem vera skal,” svaraði Billy með
hláturskvak í kverkum. “Þér ættuð að sjá það
að vetrarlagi, herra minn.”
“Dveljið þér aleinn hér efra?”
“Eg og konan mín. Dóttir okkar, Adele,
var hér líka alt þar til snemma á þessu vori,
en hún og einn póstvagnakeyrarinn — hann
bar nafnið Steve — fóru niður úr skarðinu á
dansleik eitt kvöldið, og komu ekki — héldu
áfram austur til Saltvatnsbæjar til að gifta
sig, og eiga þar nú heima. Ójá, eg fæ póst-
spjald frá henni næstum vikulega, ávalt með
þeirri lokaósk, að hún væri aftur komin hing-
að upp í skarðið.”
“Þessi svaladrykkur er ekki mjög kaldur,”
sagði konan.
Dauflegum móðgunarblæ brá fyrir í and-
liti Billys gamla. “Heyrið, frú mín góð,” sagði
hann, “eg varð að klöngrast upp í hæðirnar
hér á bak við, að neðstu snjóröndinni, sem
altaf færist fjær og fjær, svo að elta hana er
enginn leikur. Þessa tvo síðustu dagana varð
það mér ofraun. Þið hefðið átt að koma
hingað ögn fyrri. Þá var þetta ískalt á hverj-
um degi. Nú er of langt liðið fram á vorið til
þess hægt sé að fá verulega kalda svaladrykki.
Drekkið það ört og þér finnið þá ekki mis-
muninn.”
Fleira af ferðafólkinu færðist nú nær.
“Iskaldir svaladrykkir,” sagði Billy enn í
embættistón; “sætmetisstönglar! ”
“Mætti eg taka mynd af yður, herra
minn?” spurði ungi maðurinn.
“Vissulega,” sagði Billy og staulaðist út á
opna sviðið framan við húsið. “Smellið henni
nú af rétt hérna. Flestum geðjast bezt að ein-
hver hluti heimilisins sjáist á myndinni með
mér.”
“Haldið þér við fáum nú að sjá nokkurt
elgsdýranna?’ spurði einhver gestanna.
“Um það get eg eiginlega ekkert sagt. Eg
býst við þið hafið verið að lesa eitthvað um
þau í blöðunum, og hyggist nú að sjá einhver
þeirra niðri í dalnum. Þið rækist kannske á
eitt eða svo á stangli, ef þið ríðið nógu langt
uþp í hæðirnar frá Bar M. Þau eru öll nú á
útleið til sumarhaganna. Og þau koma ekki
aftur fyr en í haust eða árla vetrar, og verðið
þið þá enn í dalnum, fáið þið að sjá svo mörg
þeirra að það nægi ykkur til æfiloka. Hjörðin
er þó ekki eins stór nú og hún áður var. Þau
áttu við óskaplega örðugleika að etja sér til
lífsframfæris síðastliðinn vetur. Hundruð
þeirra varð hungurmorða. Er þau leituðu
undan fyrsta hríðarbyl vetrarins niður í dals-
botninn, var sótt að þeim af reiðmönnum er
ráku þau með skothríð og öðrum gauragangj
burtu aftur, svo þau hlupu lafhrædd upp í
fannfergi hæðanna; og svo brann alt heyið,
sem þeim var fyrirhugað eins og vetrarfóður,
og bætti það nú ekki úr fyrir þeim.”
“Hvernig atvikaðist heybruninn,” spurði
fyrsti gesturinn.
“Varð fyrir eldingu.”
. “Að vetrarlagi?”
“Ójá, þótt vetur væri. Hvað sem er getur
skeð hér um hávetur. Enda sótti ýmislegt að
hér um dalinn þenna seinasta vetur. Hér í
húsinu er nú staddur maður, sem fyrir skot-
meiðslum varð. Hann og tveir aðrir náungar
lentu í skothríðarslag við sex eða sjö byssu-
drjóla hóp; en þessi maður keyrir póstinn, og
hann fékk kúlu í kálfann og hjartað — þvínær
í hjartastað — og eina í höfuðið; tveir voru
skotnir til dauðs en margir særðust; og þessi
maður hérna skreið tíu mílur gegnum fönn-
ina, í fimtíu gráða frosti neðan núlls —”
“Hafa menn náð manninum sem skaut
hann?”
Billy opnaði tvær aðrar svaladrykksflösk-
ur fyrir nýja viðskiftavini.
“Já, þeir náðu honum eftir að hann skaut
á tvo löggæzlumenn. En varð ekkert hegnt.
Það var í sjálfsvörn. Mættuð þið nú á leiðinni
hingað upp manni í bifneið á niðurleið? Ná-
unga í brúnni bifreið, og í grænum einkennis-
fötum með gljáleðurs belti og hermannshettu.
Sáuð þið þann náunga?”
“Auðvitað,1” svöruðu margir í senn.
“Jæja, það er náunginn, sem flesta skot-
leikina framdi. Eins ófyrirleitinn tví-byssu —
nú-ójá, sá náungi myndi eins vel — hann er
nú stjórnarþjónn, umsjónarmaður elgsdýra-
hjarðanna, sem þið hafið verið að lesa um.
Seldi stjórninni land sitt, og hún er nú að
semja um kaup á tveimur öðrum hjarðverum;
hér á að verða víðlendasta villidýrafriðland
— og alt umhverfið að gerast þjóðgarður ein-
hvern næstu daganna. Mér er illa við þetta
umstang, en stjórnin er að leggja alt hér undir
sig, og um það þýðir ekkert að kvarta.”
“Landslagið hér er unaðsfagurt,” sagði
einhver.”
Billy strauk um skalla sér. “Svo er það
víst. Þetta er yndislegur dalur.”
“Svona fögur sveit hlýtur að vera þrung-
in af munnmælasögum.”
LJÓÐAGULL
Jónas Hallgrímsson—
SÖKNUÐUR
(Breytt kvæði)
Man eg þig, mey!
er hin mæra sól
hátt í heiði blikar;
man eg þig, er máni
að mararskauti
sígur silfurblár.
Heyri eg himinblæ
heiti þitt
anda ástarrómi;
fjallbuna þylur
hið fagra nafn
glöð í grænum rinda.
Lít eg það margt,
er þér líkjast vill
guðs í góðum heimi:
brosi dagroða,
blástjörnur augum,
liljur ljósri hendi.
Hví hafa örlög
okkar beggja
skeiði þannig skipt?
hví var mér ei leyft
lífi mínu
öllu með þér una?
Löngum mun eg,
fyr hin ljósa mynd
mér úr minni líði,
á þá götu,
* er þú ganga hlýtur,
sorgaraugum sjá.
Sólbjartar meyjar,
er eg síðan leit,
allar á þig minna.
Því geng eg einn
og óstuddur
að þeim dimmu dyrum.
Styð eg mig að steini,
stirðnuð tunga,
blaktir önd í brjósti,
hnigið er heimsljós,
himinstjörnur tindra —
eina þreyi eg þig.
TIL R. KEYSER
Þó landa hringur bylgjum blám
ey vora í faðrni feli víðum,
en fjærri þú hjá vinum blíðum
á móðurjarðar kætist knjám:
mundu þá samt, að eitt það er
ígildi snoturt fegri rósa
“Gleymdu-mér-ei”, sem grær eins hér
á grundu kaldri norðurljósa.
Billy ýtti tómri svaladrykksflösku til hlið-
ar á borðinu.
“Já, svo er hún. Það má nú segja. Hún
er — öll sem draumland eitt. Starfinu hér
öllu lokið og — endurminning ein, ekkert ann-
að eftir, — alt hér nú öðruvísi en það áður
var.”
Húsdyrnar opnuðust, er þau Joan og
Philip komu út þaðan.
“Jæja-þá,” sagði Billy, “þar eð þið nú að
lokum funduð aftur rétta leið hingað upp í
skarðið, reynið þið vonandi að koma iðulega
hingað. Komdu hér, Joan, af og til með þenna
bónda þinn. Kaffið verður þá reiðubúið —
eða svo að segja — jafnskjótt og eg heyri
ykkur koma upp veginn.”
“Það gerum við áreiðanlega, Billy,” sagði
Joan.
Þau komu sér fyrir á póstvagnssætinu og
Philip greip upp taumana, en aðkomufólkið
vék sér til hliðar frá hestunum, er þeim var
snúið við og beint út á veginn. Á skarðsbrún-
inni fór Philip niður úr vagninum til að kasta
aftur af honum dragkeðju-hömlunum og steig
svo upp í sætið aftur.
“Vertu sæll, Philip! Vertu sæl, Joan! Þar
til við sjáumst næst,” kallaði Billy.
Philip veifaði hönd til svars, og Joan rétti
upp handlegginn eins hátt og hún gat; svo
sneru þau sjón gegnt djúpum dalnum, sem
við þeim blasti, er hestarnir jafnskjótt stigu
gætilega fyrstu sporin niður um veginn og
póstvagninn hvarf út af skarðsbrúninni.
(SÖGULOK)
DÆMDU EKKI
Reyndu’ að finna’ í fari náungans
fagra dygð og kosti’ er megi’ hann prýða.
Leitaðu’ ekki að yfirsjónum hans.
Ekki’ er þitt að dæma bresti lýða.
—Erla: Hélublóm.