Lögberg - 16.07.1942, Side 4

Lögberg - 16.07.1942, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 16. JÚLÍ. 1942 ---------Högtjerg—— Geí'ið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáakrift ritstjórans: KDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, L,imited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Æskan og friðarmálin Eldri mennirnir stofna stríð, en sjálfur bardaginn fellur æskunni á herðar; slík hefir verið reynsla aldanna; nú er réttilega athygli leidd að því, að úr því að það sé æskan, sem ber hita og þunga dagsins í sjálfri stríðssókn- inni, væri ekki úr vegi, að röddum hennar yrði nokkru nánar sint, er að borði friðar- samninganna kemur, en raun hefir verið á í liðinni tíð. Mál þetta var nýlega til umræðu á fundi kaþólskra forustumanna, sem haldinn var í St. Paul borg í Minnesotaríkinu, en Minneota Masot gerir að umtalsefni í röggsamlegri for- ustugrein. * Sá, er á áminstum fundi lét viðhorf æsk- unnar til væntanlegra friðarsamninga mest til sín taka, var séra Edward Dawling frá Saint Louis, og lét hann meðal annars þannig um mælt: “Á þessu stigi málsins er oss ókunnugt um það, hvort fulltrúar æskunnar sitja við samn- ingaborð, er það að kemur, með sendiherrum, æðstu herforingjum og stjórnmálaleiðtogum; hitt dylst oss eigi, að æskan getur haft áhrif á þúsundir stofnana, er að friðarsamningum standa; það fólk, sem um þessar mundir má miðaldra teljast, lætur æskunni í arf ríkulegan sjóð blóðs, svita og tára; á hinn bóginn veitir það einnig nokkur tækifæri til þess, að mynd- breyta þannig veröldinni, að hún þokist nær réttvísi og sönnu mannfrelsi. í ljósi þess, ætti rödd æskunnar, vissulega alveg eins og rödd Guðs, að takast til greina, er lagður skal grundvöllur að nýrri og bjartari framtíð.” Þetta eru djarfmannleg og drengileg orð, sem holt er að leggja á minnið. Hér skal engin tilraun til þess gerð, að varpa skugga á þá, sem að Versalasamning- unum síðustu stóðu, með því að ætla verður, að þar hafi sérhver aðili lagt það eitt til mála, er hann, eins og á stóð, taldi viturlegast; þó mun æskan hafa verið þar lítt til ráða kvödd; æskan, sem taka átti við rústum hruninna halla, og hefja þar nýsköpunarstarf. Stríðið frá 1914, átti að vera háð til þess að binda enda á öll stríð, og veita mannkyninu “nóttlausa voraldarveröld” ævarandi lýðfrelsis; þessi fögru fyrirheit fóru út um þúfur, og í stað þeirra komu kapphlaupin um aukinn víg- búnað, að minsta kosjá hvað Þjóðverja og Japani áhrærði; af þeim beizku staðreyndum súpum vér nú seyðið í dag. Versalasamningarnir hrundu af stokkun- um Þjóðabandalaginu, einum alfegursta draum mannkynsins; slíkt varð aðeins skammgóður vermir, sakir undirhyggju og síngirni ýmissa þeirra aðilja, er að stofnun þess stóðu; enda var það í rauninni vitað, að engin slík alþjóða- samtök fengi til lengdar staðist, án einlægs og djarfmannlegs fulltingis af hálfu hinnar voldugu Bandaríkjaþjóðar; sú þjóð situr ekki hjá, er stofnað verður til hins næsta þjóða- bandalags, og þess vegna má óhikað líta bjart- ari vonaraugum í þá átt, en raun varð á í hið fyrra skiftið; einstaklingar og þjóðir læra af reynslunni, eða ættu að minsta kosti að læra að meta það, hvað “lífið er dýrt, og dauðinn þess borgun,” eins og Hannes Hafstein ein- hverju sinni komst að orði í ljóðmáli. Það er æskan, sem ber hita og þunga dagsins á hinni miklu krossgöngu til verndar lýðfrelsinu í mannheimi; andleg átök hennar þurfa að takast að fullu til greina, er horn- steinn verður lagður að friðarmusteri mann- kynsins, og Ragnarökkri núverandi heims- styrjaldar léttir af. Tímaritið “Eimreiðin,, Eflir prófessor Richard Beck. Það er jafnan svipur festur og virðuleika yfir “Eimreiðinni,” eins og sæmir riti, sem skipað hefir áratugum saman heiðíirssesg í hópi íslenzkra tímarita. Fyrsta hefti núverandi árs, sem er 48. ár frá því að ritið hóf göngu sína, er þar engin undantekning. Teikningin nýja og kápumyndin auka á snyrtileik ritsins að ytra frágangi og innihaldið meir en sæmir slíkri umgerð. Ritstjórinn sjálfur, Sveinn Sigurðsson, sem er löngu kunnur að því að vera bæði prýðilega ritfær maður og smekkvís að sama skapi, leggur drýgstan skerf til lesmáls ritsins að þessu sinni. Ber þar fyrst að nefna hina veiga- miklu inngangsritgerð hans “Við þjóðveginn,” sem fjallar um heimsmálin og afstöðu íslands til þeirra. Ræðir höfundur ítarlega um hina svokölluðu “nýskipun” í stjórnmálum Norður- álfu, einkum eins og hún lýsir sér undir vald- stjórn Þjóðverja í Noregi, og er sú mynd alt annað en fögur, svo sem öllum þeim er kunn- ugt, er nokkuð hafa fylgst með þeim málum. Ér margt spaklega sagt í ritgerð þessari og verður hún vonandi lesin af mörgum og með verðugri athygli. Leynir þar sér ekki hlýhug- ur höfundar til hinnar norsku fr-ændþjóðar vorrar og aðdáun á ókúganlegum frelsisanda hennar. Kemur það eigi síður fram í gagnorðri og tímabærri grein hans um “Hetjuskáldið Nordahl Grieg,” sem hefst á þessum sönnu og orengilegum orðum: “Noregur er og verður land frjálsborinna manna og kvenna. Ekkert erlent kúgunar- vald getur breytt þeirri ráðstöfun forsjónar- innar. Sjálft landið, veðurþitið og vogskorið, með firðina fögru og löngu, fjöllin himinhá, klædd furu- og greniskógum upp fyrir miðjar hlíðar, er ímynd frelsisins, ímynd þess þrótt- mikla anda, sem leitar hátt og hristir af sér alla hlekki. Þessi þróttmikli andi hefir ef til vill hvérgi opinberað sig á stórfeldari og glæsi- legri hátt en í ljóðum norsku skáldanna, þeirra beztu. Eitt þeirra er Nordahl Grieg, skáldið, sem nú kveður eldmóð og ofurdirfsku inn í hug og hjörtu útlaganna norsku víðsvegar um heim, Nordahl Grieg er herskáld þeirra fylk- inga, sem nú berjast fyrir frelsi norsku þjóð- arinnar.” \ Síðan lýsir greinarhöfundur hetjuljóðum Nordahls Grieg, sem eru þrungin djúpri og heitri föðurlands- og frelsisást, og dvelur sér- staklega við kvæði hans “17. maí 1940,” en það birtist nýlega í ágætri íslenzkri þýðingu eftir Magnús Ásgeirsson í ársritinu “Norræn jól.” Úr sama jarðvegi sprottin og greinar Sveins ritstjóra um Noreg og Norðmenn er grein hans “Frjáls Danmörk,” sem lýsir af innilegri sam- úð með hinni dönsku þjóð, “tilraun Dana til að halda uppi sjálfstæðri mótspyrnu gegn hertöku Þjóðverja og þýzkri yfirdrotnan í hinu danska ríki.” Tímabær er einnig hvatning hans til heimaþjóðarinnar íslenzku: “Ojnið kirkjurn- ar!” en hann hefir áður með fjölmörgum rit- smíðum sínum sýnt, að hann ber einlæglega fyrir brjósti andlegan hag hennar eigi síður en verklegan. Góðhugur hans og þeilbrigður þjóðarmetnaður nær einnig til íslendinga hérna megin hafsins, eins og fram hefir komið í fjöl- mörgum ritgerðum eftir hann og aðra í “Eim- reiðinni” síðan hann tók við ritstjórn hennar. Að þessu sinni flytur hún einkar vinsamleg ummæli um Hjálmar Björnsson, fulltrúa Land- búnaðar- og byrgðamálaráðuneytisins í Wash- ington, og viðtal við hann. Þá flytur þetta “Eimreiðar”-hefti mjög fróðlegt yfirlit, “Isla^jd 1941,” ekki sízt fyrir okkur af íslenzkum stofni, sem erlendis dvelj- um, eftir Halldór Jónasson, og snjalla ritgerð um “Systurnar Borg”, leiklistar-starf þeirra, eftir Lárus Sigurbjörnsson rithöfund; er það framhald af fyrri greinum hans um íslenzka leikendur, og eru þær merkilegur skerfur til leiksögu Islands. “Sólskin og sunnanvindur” nefnist sérstaklega skemtilegt og vel ritað ferðasygubrot eftir Hjört frá Rauðamýri, en Helgi Valtýsson á hér fjörlega ritaða æsku- minning frá Noregi, “Skógarbjörninn.” Ritstjóri “Eimreiðarinnar” hefir mikinn á- huga fyrir andlegum efnum og hugrænum. I þessu hefti er framhald af ritinu “ósýnileg áhrifaöfl,” eftir dr. Alexander Cannon, og tveir merkilegir draumar og vottfestir vel. Tvær smásögur eru í heftinu, og hvorug af lakari endanum. Hin fyrri, “Forngripur,” er eftir Þóri Bergsson, og ber hún gott vitni viðurkendri tækni hans 5 í smásagnagerð og innsæi hans í sálir sögupersóna sinna; síðari sagan nefnist “Blóðsugan,” og er hún eftir hinn kunna tékkneska rithöfund Jan Neruda; er saga þessi löngu fræg, enda er hún snildar- lega gerð; Emil Björnsson hefir snúið henni á íslenzku. Kvæði flytur “Eimreiðin” að þessu sinni með færra móti. Sérkennilegt að ljóðformi og all tilþrifamikið er kvæði Árna Jónssonar, “Söngur hinna sigruðu.” Þá er hér allmargt af vísum eftir Guðmund skáld Friðjónsson, orðhagar eins og hans er von og vísa, og smá- kvæði, “Vinur smælingjans,” eftir Richard Beck. Fremst í heftinu er lag við “íslands- vísur” Hannesar Hafstein eftir Sigvalda S. Kaldalóns tónskáld, og má fyllliega ætla, að það sé hið athyglisverðasta. Auk þess eru í þessu hefti flokkurinn “Raddir,” og kennir þar ýmsra grasa, og “Rit- sjá,” eigi allfáir ritdómar eftir ritstjórann, sanngjarnlega í letur færðir, eins og h'onum er lagið. Hér kennir því eigi lítillar fjöl- breytni, og skal því vði bætt, að málslokum, að heftið er prýtt mörgum myndum, að ó- gleymdum teikningunum eftir frú Barböru W. Árnason, sem bregða birtu á lesmál það, sem þær fylgja. Magnús Peterson hefir með höndum útsölu Eimreiðarinnar vestan hafs. Kirkjuþingið lúterska í Selkirk Kirkjuþing er ávalt söguríkur viðburður á meðal vor Vestur- íslendinga. Þá koma menn sam- an úr öllum áttum. Gamlir menn gráhærðir, sem borið hafa hita og þunga dagsins í þarfir þings og þjóðar, ár fram af ári. Miðaldra menn og konur, sem nú eru styttur og stoðir mála og menningar vor á meðal — menn, sem naumast er sprottin grön og meyjar hljóðar og hæ- verskar með rósrauðar kinnar, annaðhvort af guðs náð, éða fyrir náð farfa og fegurðarfræð- inga nútímans; margir langt að komnir á sinn eiginn kostnað, um hásumar “þegar lauf skrýð- ir björk, þegar ljósgul um mörk rennur lifandi kornstanga móða,” til þess að tala um og vinna að velferðarmálum ís- lenzks fólks. En það er reynd- ar ekki ný saga. Vestur-íslend- ingar hafa gert það í fimtíu og átta ár, og er það efalaust áhrifa mesti og róttækasti þátturinn í menningarmálum vorum. Eg hafði ekki komið á kirkju- þing í mörg ár, en fyrir ein- hverja slysni var eg kjörinn af Fyrsta lúterska söfnuði til þess að fara á þetta 58. þing, sem nú er nýafstaðið, en þegar kosn- ing mín var nýafstaðin kom prestur safnaðarins, sem er virt- ur og vel vakandi til mín og bauð mér að sjá mér fyrir far- kosti á þingið, því eg er nú orðinn helzt til stirður og gam- all til að vera með önnur eins morðtól og bílar geta verið, á almannafæri. Eg tók mér það auðvitað til þakka, því með höfðingjum hefir mér altaf þótt gott að vera, og beið svo róleg- ur. Eins og menn muna þá var 26. júní þingsetningardagurinn, eða réttara, þing átti að setja, og var sett kl. 8 e. h. þann dag, þurfti þv( að leggja á stað frá Winnipeg svo sem einni stundu fyrir hinn tiltekna tíma, því vegalengdiri á þingstaðinn var um 23 mílur. Klukkan sex var eg tilbúinn, hafði borðað léttan kveldverð, því eg bjóst við að geta bætt um hann þegar til Selkirk kæmi, rakað mig, greitt og þvegið, og farið í nýju fötin, tekið pjönk- ur mínar saman í smátösku, sem eg gat þægilega haldið á og stafinn, því það sá eg heima á Islandi, að það var í alla staði viðeigandi að þingmenn gengu við staf. Fleira sá eg þar og lærði af þingmönnum, t. d. að ganga á grænum morgunskóm á götum úti um hádegi dags, en eg var ekki viss um að það ætti eins vel við hér hjá okkur og stafurinn og tók því ekki grænu skóna með mér, þó eg væri svo lánsamur að eiga þá. Klukkan rétt fyrir sjö kom séra Valdimar Eylands. Hann er sem sé einn af þeim mönn- um nútímans, sem þykir van- virða í því að halda ekki loforð sín, og brýtur þau því aldrei þegar nokkur leið er að standa við þau — einn af þeim mönn- um, sem Dr. Jón Þorkelsson sagði um, að stæðu við sjálfa sig. Eg hypjaði mig upp í bifreið- ina til séra Eylands og hélt að hann mundi snúa við og halda í norður, eins og Selkirkbær ligg- ur frá mínu heimili, en hann heldur hiklaust áfram í suður- átt, og gat eg um við hann, að við mundum seint til Selkirk komast, ef að hann sneri bif- reið sinni ekki við, og héldi í norður. En séra Valdimar bað mig rólegan vera, sagðist vera glaðvakandi og vita hvað hann væri að gera, og fann eg það, að hann vildi einn öllu ráða í sambandi við bifreið sína og sig og þó mér falli aldrei vel í geð, að hafa ekki eins mikið um hlutina að segja eins og hver annar, og það þó mér komi þeir aldeilis ekkert við, þá steinþagnaði eg og lét hann fara sínu fram, og sá eg brátt að mér var það óhætt, því á ör- stuttum tíma var séra Valdimar búinn að fá Jullfermi farþega í bifreið sína og hafði snúið henni til norðurs og hélt nú fullum skrefum áleiðis til heimilis síns, því það var í leiðinni, en þegar þar kom var þar fyrir hópur manna, sem auðsjáanlega ætl- uðust til þess, að presturinn sæi sér líka fyrir farkosti, og þótti mér þá viðfangsefnin vera farin að vandast fyrir honum; en rétt í því kemur séra Egill Fáfnis frá Argyle þeysandi á gandreið sinni, sá víst að embættisbróðir hans var í vanda staddur með að innhýsa allan söfnuðinn, sem í kringum hann var, og sökum þess að séra Egill er hirðir góð- ur, höfðingi í hinni frjósömu og fögru Argylebygð, og þar á ofan drengur hinn bezti, bauðst hann til að leysa séra Valdimar út úr þrengslum þeim og þrengingum, sem góðvild hans hafði komið honum í, með því að taka að sér nokkra af farþegunum. Var þá liðinu skift á milli fartækj- anna og fékst þá nóg rúm fyrir alla. Selkirk er yfirlætislaus bær. Það stóð einu sinni til að höfuð- borg Manitobafylkis yrði sett þar, sem sá bær stendur nú, en úr því varð þó ekki sem betur fór fyrir Selkirkinga, því þá hefðu þeir aldrei þekt ró'þá, er ríkir í Selkirk og hefir lengst af ríkt, né frið þann, sem bless- að hefir bygð landa vorra í bæ þeim. * Selkirk telur um 5000 íbúa. Húsakynni í Selkirk eru yfir- lætislaus eins og bæjarbragur- inn. Rauðaráin rennur norður við austurjaðar b æ j a r i n s straumþung, breið og skolmó- rauð á lit. Þó auðgar hún að mun vinnukost bæjarbúa, því hún er skipgeng og mikið af auðæfum Winnipegvatns er lent í Selkirk og þaðan send í allar áttir. Einnig eykur áin mjög útsýn og fegurð, og er bærinn ekki of stór til þess, að fólk geti notið þeirra þroska- skilyrða alment. Það var komið fast að guðs- þjónustutíma þegar við komum til Selkirk. Kirkjan íslenzka var þegar nærri þétt setin af heimafólki, kirkjuþingsfulltrú- um og kirkj uþingsgestum, sem til tíða og þingsetningar var komið og fyltist alveg innan stundar. Þingsetningarguðsþjón- ustan fór prýðilega vel fram; forseti kirkjufélagsins, séra K. K. Ólafsson prédikaði skörulega og myndarlega, eins og honum er títt. Fjöldi fólks var til alt- aris og að lokinni guðsþjónust- unni setti forsetinn þingið og með því var starfa fyrsta þing- setukveldsins lokið. Heimafólk- ið fór að tínast út úr kirkjunni, sem er prýðilegt og aðlaðandi hús, og þeir af aðkomumönnum, sem komið höfðu í tíma og vist- ráðnir voru yfir þingtímann, en hinum, sem á síðustu stundu höfðu komið, var vísað til vinstri handar í kirkjunni, þar til eftir þeim yrði litið, og var eg á meðal þeirra. Ekki þurftum við lengi að bíða unz að til móts við okkur kom móttökunefnd Selkirksafnaðar — fjórir menn, viðmótsþíðir og brosleitir, og tóku að skipa þeim, sem biðu í vistir, en sökum þess að hóp- urinn, sem beið var nokkuð stór, tók það nokkurn tíma og þar sem eg beið inst við vegg, fanst mér að farið yrði vel að kvelda þegar að röðin kæmi að mér, þegar eg Sé mann mikinn á velli, hermannlegan en þó góðlegap, stefna, að mér og mælti hann áður en hann komst alveg þangað sem eg stóð: “Jón, vilt þú ekki koma með mér?” Mér leist mikið vel á manninn og svaraði: “Jú.” Fór hann með mig í bíl sínum eftir snið- götum, þvergötum, langgötum og krossgötum, unz að hann staðnæmdist fyrir frarrtan hús stórt og reisulegt með fallegum gfasgarði í kring, sem var inn- girtur, og sagði: “Hérna átt þú að vera, Bíldfell.” Eg steig út úr bílnum, opnaði hliðið á girð- ingunni og gekk eftir steinstétt, sem liggur upp að dyrum húss- ins þar sem eftir mér beið ung og glæsileg kona, til að bjóða mig velkominn. Þetta var heimili Ágústs Haraldar Johnson og konu hans Guðrúnar Elíasdóttur Johnson. Áður heimili merkishjónanna Jóns Jónssonar og Guðlaugar konu hans frá Ketilsstöðum í Jökulsárhlíð í N.-Múlasýslu á Islandi, foreldra Ágústs, Dr. Eyjólfs Johnson í Selkirk og þeirra systkina. Heimili það er og hefir ávalt verið hið prýði- legasta. Jón er nú fyrir nokkru dáinn, en Guðlaug býr í húsinu hjá syni sínum og er ern vel, stálminnug og fróð um menn og málefni; viðmótsþíð, fjörug og skemtin í samræðum sem ung væri. Naumást þarf að taka fram, að allar viðgerðir og viðmót var hið ákjósanleg- asta, sem hægt var að hugsa sér. Samtíða mér var annar kirkjuþingsfulltrúi í kosti á heimili þessu, Hermann bóndi Bjarnason frá Milton, N.D., góð- ur drengur og gagnger. Á laugardag 27. júní byrjuðu þingstörfin. Frá heim skal lítið sagt hér væntanlega birtast þau í heilu lagi í þingtíðindunum, sem venja er að gefa út og Sig- tryggur Bjerring selur fyrir peninga. En þó get eg ekki set- ið á mér að minnast á eitt mál, sém minst var á, ásamt öðrum^ en það er sumarnámskeið það, er Sameinaða kvenfélag kirkju- félagsins hefir hrint af stokk- unum og veitt forstöðu, þó að frekar hafi verið hljótt um þessa hreyfingu, er hún í sjálfri sér stórmerkileg, og lofar meiru um framtíðarþroska og fram- tíðar vellíðan íslendinga, en yfirborðið ber með sér. Menn eru altaf að skilja betur og betur hve hressandi og heilsusamlegt það er fyrir menn og konur að geta í næði notið friðar, heilbrigði og fegurðar úti í náttúrudýrð sumarsins, og er það sjálfsagt einn liðurinn í stefnuskrá þessa fyrirtækis. Annar er að veita ungu fólki sem þessi mót kvenfélagsins sækja, kristilega fræðslu. Sá þriðji þarf að verða allsherjar hvíldar- og hressingarstaður fyrir alla, sem af íslenzku bergi eru brotnir, og borið hafa hita og þunga ársins, en eiga kost á nokkrum frídögum að sumrinu, og geta þá átt vissan stað að fara í, þar sem vinum og vel- vild er að inæta. Þessu máli ætti að vera meiri gaumur gef- inn, en enn hefir gert verið. Lugardagskveldið var helgað æskufólkinu, fór þá fram skemt- un í kirkjunni, sem vel hafði verið undirbúin og hafði milli- þinganefndin í ungmennamálun- um ásamt fleirum, aðstoðað við þann undirbúning, en samkom- an fór fram undir stjórn forseta ungmennafélags Selkirk-safnað- ar og var honum og öllum þátt- takendum til sóma. Það er margt, sem mætti segja um þá samkomu, en það er sérstaklega þrent, sem þar fór fram, sem ég ætla að minn- ast á. Fyrst helgisýning (biblical pageant), sem frú Ingibjörg Ólafsson hafði undirbúið af mestu snild. Ingibjörg er eins og margir vita, fljúgandi gáfuð kona og prýðilega pennafær, bæði á íslenzka og enska tungu. Hér var að vísu ekki um frum- samið erindi að ræða, en þar var að ræða um val á efni og undirbúningi þess efnis fyrir leiksvið, sem hvorttveggja bar með sér vandvirkni og skilning. Leikurinn fór vel fram og leik- endurnir, sem allir voru úr ung- mennafélagi Selkirksafnaðar, leystu verkefni sín óaðfinnan- lega af hendi. Þó var það eink- anlega ein stúlkan, sem mér fanst einna mest um. Fram- burður hennar þótti mér ágæt- ur. Málfærið skýrt og hreyfing-

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.