Lögberg - 13.08.1942, Page 2

Lögberg - 13.08.1942, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. ÁGÚST, 1942 Starf Norsku stjórnar- innar í London Það var 10. júní 1940, sem Hákon konungur, Olav krón- prins og norska stjórnin komu til London, og það leið ekki á löngu þangað til hin borgara- lega miðstjórn fór að taka til starfa. Byrjunin var smávax- in. Af hinum eiginlegu starfs- mönnum ráðuneytanna í Osló höfðu aðeins 8 farið með stjórn- inni til Englands. Þar við hætt- ust nokkrir starfsmenn frá utanríkisráðuneytinu, sem höfðu komist undan til Englands. meðan á styrjöldinni í Noregi stóð. Ennfremur nokkrir starfs- menn, sem höfðu gengið í þjón- ustu ráðuneytanna, meðan stríðið var háð og sem fóru með stjórninni til Bretlands. En innan viku eftir komuna til London höfðu ráðherrar stjórn- arinnar og hið fámenna starfs- lið þeirra komið sér fyrir á skrifstofum í City í London. Og ávalt kom nýtt fólk, sem bauð sig fram til starfa á stjórn- arskrifstofunum. Jafnframt var afgreiðsla ýmsra sérmála að- skilin frá hinni eiginlegu mið- stjórn og voru sérstakar skrif- stofur stofnaðar í þessum til- gangi, og vinna þær samkvæmt reglum, sem stjórnin hefir sett. Haustið 1940 var svo komið að skrifstofurnar í City voru “sprungnar” í tvöfaldri merk- ingu reyndar, því að sprengjur Þjóðverja stöðvuðu líka starf þeirra, því að allir gluggar brotnuðu í húsinu, auk þess sem húsnæðið var orðið of lítið. En starfinu var haldið áfram með auknum hraða eftir að stjórnin fluttist í nýjar og stærri stjórn- arráðsskrifstofur í Kingston House, andspænis Hyde Park.— Norska utanríkisráðuneytið annast enn málefni Noregs gagnvart öðrum þjóðum og stjórnar víðtæku utanríkismála- starfsliði norsku sendisveitanna og ræðismannaskrifstofanna. Verzlunarmálaráðuneytið ann- ast fjölda mála, sem varða sjó- mannastéttina — sjómanna- heimili, lestrarstofur og ráðn- ingarstofur hafa verið settar upp í ýmsum hafnarborgum. Sama ráðuneyti hefir og með höndum rekstur Greiðslu- og skattastofunnar, sem tekur við þeim hluta af kaupi sjómanna, sem á að ganga til fjölskvldna þeirra, svo og sköttum þeirra og skyldum. Ennfremur rekur ráðuneytið upplýsjngaskrifstof- una, sem leiðbeinir Norðmönn- um í London, einkum aðkomu- mönnum. Önnur störf varðandi hags- muni sjómanna heyra undir fé- lagsmálaráðuneytið. Sjúkrahús og hvíldarheimili fyrir sjómenn og aðra Norðmenn hafa verið stofnuð bæði í Bretlandi og í Canada. Kirkju- og kenslumála- stjórnin hefir gefið út orðabæk- ur og haldið námsskeið í ensku, og ennfremur hefir hún tekið að sér afgreiðslu þeirra mála, er úrlausnar þurftu við það, að sjómannakirkjurnar n o r s k u mistu samband við aðalstjórn sjómannatrúboðsins eftir her- námið hinn 9. apríl. Stjórn norska ríkisútvarpsins heyrir líka undir kirkjumálaráðuneyt- ið. 1 samvinnu við British Broadcasting Corporation hafa starfsmenn norska útvarpsins haldið uppi norsku útvarpi frá London, sem flestir munu kann- ast við. í sambandi við norska útvarp- ið starfar Upplýsingaskrifstofa stjórnarinnar, sem komið hefir verið á fót undir stjórn forsætis- ráðherrans. Starf hennar er tvíþætt, sumpart að sjá ensku blöðunum fyrir fréttum af hinni áframhaldandi baráttu Noregs, og sumpart að annast upplýs- ingastarfsemi til handa Norð- mönnum utan Noregs. í síð- arnefndum tilgangi gefur stof- an út blaðið “Norsk Tidend,” sem m. a. er sent öllum norsk- um skipum á heimshöfunum. Helztu mál varðandi sigling- arnar ganga um hendur birgða- málaráðueytisins, sem jafnframt hefir því hlutverki að sinna að safna nauðsynjum handa norsku þjóðinni, sem séu til taks undir eins og tækifæri gefst, til að koma þeim til Noregs. Dómsmálaráðuneytið hefir einnig nóg að starfa. Það eru mörg mál, sem lúta að hinni komandi endurskipun laga og réttar í Noregi. Undir dóms- málaráðuneytið teljast ennfrem- ur hinir sérstöku siglingadóm- stólar, útgáfa Norskra Lögtíð- inda o. s. frv. Þá má nefna fjármálaráðu- neytið, sem annast um greiðslu vaxta og afborgana af norskum ríkislánum, endurskoðar fjár- hag annara stofnana, annast um reikningshald ríkisins, og fyrst og fremst ráðstafar því fé. sem handbært er, þannig að það komi að sem beztum notum til þeirra þarfa, sem eru fyrir hendi og verða munu í fram- tíðinni. Endurskoðunarstofa ríkisins endurskoðar reikninga fjármála- ráðuneytisins og annara opin- berra stofnana, og er hún í London. Þessi stofnun mun annast alla endurskoðun þang- að til sá tími kemur, að hægt verði að leggja alla reikninga fyrir ríkisendurskoðunina í Osló, á venjulegan hátt. Það fyrirkomulag hinnar borg- aralegu stjórnarframkvæmdar Noregs, sem hér hefir verið lýst, hefir knúist fram af nauð- syn á því starfsmarkmiði. sem sett hefir verið: Að gæta hags- muna þjóðarinnar að svo miklu leyti sem hægt er að gæta þeirra frá útlöndum. * * Norska upplýsingastofan hef- ir haft einkar þýðingarmikið hlutverk. Kynnin af Noregi út um heim eru orðin miklu meiri en þau voru áður. Duglegir norskir blaðamenn hafa verið sendir til landa allra banda- manna, til íslands, Sviss, Suður- Ameríkuríkjanna og fleiri landa. í Stórabretlandi er starfsemin mjög yfirgripsmikil og sendir út tilkynningar, myndir, kvik- myndir og fyrirlestra. Blaða- þjónustan utan Stórabretlands heyrir beint undir utanríkis- ráðuneytið í London. — Meðal annars er norsk blaðaskrifstofa í Stockholm, blaða-sendifulltrúi í Reykjavík, blaðaaðstoðarmað- ur við sendiráðið í Bern, blaða- skrifstofur í Washington, Minne- apolis, og New York, blaðasendi- fulltrúar í Montreal og Cape- town og blaðamaður við sendi- ráðið í Rio de Janeiro. Fjöldi erlendra ríkja hefir sendifulltrúa hjá Hákon kon- ungi og norsku stjórninni í Lon- don. Þar eru sendiherrar frá Póllandi, Stórabretlandi, U.S.A., Tsjekkoslóvakíu, Sovietsamveld- inu, Columbia og Mexikó og sendifulltrúar frá Belgíu, Chile, Ekvador, Guatemala, Thailand, Hollandi, Brazilíu, Islandi, Egyptalandi, Perú, Argentínu og Uruguay. — Auk þess má nefna, að sum lönd, er áður höfðu sendifulltrúa fyrir Noreg, búsetta í Stokkhólmi hafa enn- þá stjórnmálasamband við norsku stjórnina í London, svo sem Sviss og Tyrkland. Stríðið og hinar mikilsvarð- andi siglingar hafa orðið til þess að hinar norsku sendisveitir og ræðismannsskrifstofur hafa ver- ið auknar frá því sem áður var. Afrek norska verzlunarflotans í baráttunni um Atlantshafið, hafa ’haft ómetanlega þýðingu. En skipatjón Norðmanna er til- finnanlegt. Síðustu opinberar skýrslur herma að í lok janúar- mánaðar hafi 200 skip verið töpuð, 1,300,000 smálestir og með þeim 1300 manns. Og síðan hafa ný skipatjón orðið. Það var meðan stóð á stríð- inu í Noregi, hinn 22. apríl 1940, að norska stjórnin lagði hömlur á öll norsk skip, sem þá voru stödd utan landa óvin- anna eða hernuminna landa, og stofnaði úr þeim stærsta eim- skipafélag heimsins: The Nor- wegian Shipping and Trade Mission. Þetta var floti, meira en 4 miljónir smálesta að stærð og með 35,000 manna áhöfn. Norski siglinga- og birgða- málaráðherrann Arne Sunde lét m. a. nýlega svo um mælt: “Sérstaklega hefir norski tank- skipaflotinn verið ómetanlega þýðingarmikill fyrir siglingarn- ar. Eg held að eg taki ekki munninn of fullan, þó að eg segi, að norski tanskipaflotinn hafi verið álíka nauðsynlegur í “the battle of the Atlantic,” eins og enski flugherinn var fyrir “the battle of Britain.” — Og ensku og amerísku stjórnarvöld- in kunna fyllilega að meta starf hins norska kaupflota. Norska hervarnarráðuneytið í London hefir miklu og víðtæku hlutverki að sinna. En hvað snertir norska herflotann, flug- liðið og landherinn vísast til sérstakrar greinar í þessu blaði. Hinn fjárhagslegi grundvöll- ur fyrir hinu víðtæka starfi norsku stjórnarinnar í London er hinn stóri norski kaupfloti. Stjórnin tekur 15% af brúttó- tekjum hans og mest af þessu fé gengur til hernaðarþarfa og til greiðslu vaxta og afborgana af norskum ríkislánum erlendis. Norska stjórnin kappkostar að rækja allar fjárhagslegar skuld- bindingar norska ríkisins. I Það er margt eftirtektarvert, sem hægt væri að segja frá við- víkjandi hinum margþættu kröfum norsku stjórnarinnar utan landsteinanna. Enginn meiningarmunur er um það, að starf hennar sé afar þýðingar- mikið og að hún beini öllum buuia ge ‘jAcj qb uinujs umijojjj málefnum Noregs gagn. —(Lesbók Morgunbl.). Weston Benson 1879— 1942 í skírninni hlaut hann nafnið Vésteinn. Hann var fæddur 16. febrúar 1879 að Krossi í Þór- oddsstaðaprestakalli. Foreldrar hans voru Benedikt Jóhannesson og Rósa Guðmundsdóttir, sem þá bjuggu þar. Er fjölskyldan fluttist vestur um haf, og sett- ist -að í Winnipeg, var hann að- eins fimm ára gamall. Má því segja að hann hafi alið aldur sinn í Winnipeg. Er hann hafði náð fullorðinsaldri vann hann lengst æfinnar við húsabygg- ingar, og fórst það vel. Lengi var hann í félagi með Karli Goodman bygingameistara hér í borginni. Bygðu þeir mörg hús þar á meðal sambýlishús eitt mikið á Victor Street, sem ber nafn þeirra beggja og nefn- ist Carlston Block. Hann lætur eftir sig ekkju, Önnu Thorunni; þrjár dætur, Mabel, Mrs. R. Smith í Toronto, Ont.; Mary, Mrs. Patterson í Vancouver, B.C., og Láru, heima; einnig tvo sonu, Harold og Donald, sem báðir eiga heima í Winnipeg. Ennfremur er hans saknað af fimm bræðrum, tveim systrum, og sjö barnabörnum. Weston var harðgerður mað- ur og hispurslaus í framkomu, umhyggjusamur heimilisfaðir og ðtrang heiðarlegur í öllum viðskiftum. Fyrir rúmu ári síðan mun hann hafa kent þess meins er leiddi hann til dauða. Vissi hann brátt hvað verða vildi, og undirbjó viðskilnað sinn við þetta tímanlega líf með þeirri nákvæmni og fyrirhyggju, sem jafnan hafði einkent alla framkomu hans og viðskifti. Á meðan á banalegunni stóð og í aðdraganda hennar naut hann ástríkrar umhyggju konu sinn- ar og barna, þeirra er heima voru. Tvær dætur hans, búsett- ar í austri og vestri (Toronto og Vancouver) vottuðu honum kærleika sinn og ræktarsemi með því að koma til að kveðja hann látinn. I meira en þrjátíu ár hafði hann átt heima að 518 Beverley Street, og þar lézt hann á mánud. 3. ágúst. Jarð- arförin fór fram frá útfararstofu Bardals á fimtudaginn 4. s. m. að viðstöddu fjölmenni, sem þannig vottaði hinum látna virðingu sína og þakkir fyrir drengilegt dagsverk, og fjöl- skyldunni samúð í sorg þeirra. Prestur Fyrsta lúterska safnað- ar flutti kveðjuorð og jós hinn framliðna moldum í Brookside grafreit. V. J. E. e\\« ^ Hvers Canada þarf að krefjast af yður CANADAMÖNNUM skilst, að nú sé barist fyrir tilverunni, og sigurinn kosti harða baráttu. Það ætti að vera jafn óhugsandi fyrir þá, sem eru heima, að van- rækja þarfir Canada, eins og hermenn vora. að bregðast skyldu sinni frammi fyrir óvin- unum. Séuð þér í vafa um hvers Canada þarfnast af yður á þessari háskatíð, ætt.u eftir- farandi skýringar að taka af öll tvímæli. Canada þarf að eyða því nær fimm sinnum jafn miklu fé til stríðssóknarinnar og í stríðinu frá 1914-18. Þessi stranga sókn kostar á fjárhagsárinu 1942-3 því nær 12 miljónir dala á dag —meira en helming allra þjóð- tekna! Canada verður að fá þetta fé hjá fólkinu; byrðina verða allir að bera í hlutfalli við getu. Þetta er eins vandasamt við- . . . og hversvegna fangsefni og nokkuð annað. Hvernig horfir það við yður? Sjálfboða sparnaður KREFST vaxtar Strangir skattar veita aðeins rúmlega sex miljónir á dag — aðeins helming þess, sem þarf! Vegna þess að hluta af þessu fé má skila aftur, ásamt vöxtum, að loknu stríði, spara þegnarnir eins lítið og þeir framast geta. Margt fólk fær undanþágur í iðgjöldum, veðlánum, eftirlaun- um, o. s. frv., er vegur á móti skylduðum sparnaðarkröfum. En í öllu falli, þá getur skyldu- sparnaður ekki lekið við af sjálf- boðasparnaði. Þær sex miljónir á dag, sem þörf er fyrir, verður að fá að láni hjá fólkinu! Þetta þýðir strangar sparnað- arreglur um lífsnauðsynjar, en að allir aðrir dollarar gangi til Sparnaðarskírteina, Sparnaðar- merkja og Veðskuldabréfa. Verð- lagsráðstafanir stjoi !,arn.nar þýða það, að útiloka verðbólgu, svo þér hafið meira sparifé til að lána. Að lána er ekki framar bygt á samúð, heldur nauðsyn. Þó geta hinar ströngu kröfur stríðsins létt undir með fram- tíðinni. Eyðslufé nú, veitir lítil hlúnnindi . . . fé, sem sparað er til friðartíma, ber ríkulegan árangur. Litist um og finnið réttan stað! National War Finance CommÁttcc Styðjið heimanefnd yðar pctta mikla sparnaðar skipu- Jag er í höndum heimanefnd- ar yðar. Hin þjóðlega Stríðs-fjdr- hagsnefnd, hefir í þessum til- gangi fengið sjálfboða; sem af reynslunni, eru þcssurn mikilvœga starfa vaxnir. peir vinna hvíldarlaust. Styðjið þd af ráði og dáð, og leggið yðar hlut til. \ Styðjið stríðsfjárhagsnefnd yðar á staðnum

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.