Lögberg


Lögberg - 13.08.1942, Qupperneq 4

Lögberg - 13.08.1942, Qupperneq 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 13. ÁGÚST, 1942 -----------lögberg---------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: ' EDITOR Df jGBEFiG, 69 5 Sargent Ave., Winnipegf Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lög’berg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Stórglæsileg hátíð Það mun naumast orka tvímælis, að ís- lendingadagurinn á Gimli þann 3. ágúst, hafi verið ein hin alglæsilegasta hátíð slíkrar tegundar, sem nokkru sinni hefir haldin verið i þessu landi; það var einróma álit þeirra elztu manna, er hátíðina sóttu, og setið höfðu slíkar hátíðir áratugum saman; það var engu líkara en allar hollvættir hefðu svarist í fóstbræðra- lag um það, að gera þenna mikla mannfund sem allra ánægjulegastan og eftirminnileg- an; einmuna blíða ríkti allan daginn; veður hvorki of heitt né of kalt, en ljúfur andblær í lofti. Samkomuna sótti nokkuð á fjórða þús- und manns, og yfir þessum mikla mannsöfnuði ríkti mildur blær hinnar nánustu eindrægni; þarna voru Islendingar allir eitt! Dr. B. J. Brandson setti hátíðina á til- teknum tíma, og stýrði henni frá upphafi til enda með þeim skörungsskap, sem honum er laginn. Fjallkonuhugsjónina túlkaði frú Gerð- ur Steinþórsson á hinn tígulegasta hátt, og flutti hið gagnhugsaða ávarp, sem birt var í fyrri viku; hirðmeyjar hennar, þær ungfrúrnar Ragna Johnson og María Jósephson, vörpuðu frá sér mildum bjarma á hirðina. Samkvæmt venju, lagði Fjallkonan blómsveig á minnis- varða hinna íslenzku frumherja, og las um leið kafla úr landnemaljóðum eftir ritstjóra þessa blaðs. Fylkisstjórahjónin heiðruðu Islendinga- daginn með nærveru sinni, og flutti Mr. Mc- Williams prýðilget erindi, sem þrungið var af góðvild í garð íslendinga. Ræður þeirra Thorsons ráðherra og Gunn- ars B. Björnssonar, voru mergjaðar vel og röggsamlega fluttar. Því miður hafði Mr. Thorson ræðu sína ekki fullskrifaða, og þess- vegna er vafamál, að hægt verði að fá hana til birtingar. Karlakór íslendinga í Winnipeg undir forustu Gunnars Erlendssonar, skemti með allmörgum söngvum, og tókst yfirleitt hið bezta. Ógleymanlega aðdáun vakti einsöngur Birgis Halldórssonar; sannaðist á honum hið fornkveðna, að það gengur til hjartans, sem frá hjartanu kemur. Dr. Brandson lét þess getið, að Birgir mundi senn vera á förum héðan til frekara náms í list sinni, og árnaði honum með hlýjum og velvöldum orðum, góðs braut- argengis. Mikill fjöldi hinnar yngri og yngstu kyn- slóðar af íslenzkum stofni í þessu landi, sótti þessa vgelegu samkomu, og spáir slíkt góðu viðvíkjandi framtíðarvernd þjóðernis vors, og vorrar tignu tungu. Öndvegissúlur íslenzkra frumherja bar fyrst á land við Gimli; flestir frumherjanna sjálfra eru- nú fallnir í val; um minningu þeirra var bjart á íslendingadaginn; allir höfðu það á meðivtundinni, að það voru þeir, er fyrstir lögðu steinana í grunninn. Sá hinn mkili mannfjöldi, sem átti því láni að fagna, að sitja áminstan íslendingadag, skuldar íslendingadagsnefndinni þakkir fyrir frábærlega vel unníð undirbúningsstarf. Ávarp frá forsœtisráð- . herra Saskatchewan fylkis (Eftirfarandi ávarp. sem ællasi var iil að Lögberg birii í blaðinu, sem helgað var íslendingadeginum, kom ekki í iæka tíð, og er því biri hér nú í ís- lenzkri þýðingu.—Ritstj.). Mér er það ósegjanlegt ánægjuefni, að eiga þess kost, að geta látið Lögberg flytja íslenzka þjóðarbrotinu í þessu landi árnaðarkveðjur í tilefni af Islendingadeginum. Fólk það, er Saskatchewanfylki byggir, kom þangað frá mörgum þjóðum heims; þetta fólk flutti með sér að heiman mörg og mikil- væg menningarverðmæti, sem auðgað hafa stórvægilega fylki vort; þetta fólk bjó yfir traustri skapgerð, sem mótaði snemma hið fagra og glæsilega umhverfi. Þér, sem frá íslandi komuð, hinu litla, norðlæga eylandi, sem í rauninni má teljast nágrannaland eins og samgöngutækjum nú er háttað, lögðuð fram ríkulegan menningarskerf hinu unga fylki til handa, og slíkt hið sama hafa afkomendur yðar, sem hér eru fæddir i ríkum mæli gert. Brautin var ekki ávalt greið, því við margskonar örðugleika og vonbrigði var annað veifið að stríða; reyndi þá vitaskuld’ mjög á þolrif frumherjans; en þrek það, er hann bjó yfir, stæltist við hverja nýja eldraun, unz sigurmarkinu varð náð; þér hafið með elju yðar og þreklund lyft mörgu Grettistaki; reist glæsileg heimili, komið á fót kirkjum, og aflað yður veglegs orðstírs í skólum þessa fylkis. Sú sterka frelsisást, sem einkendi forfeður yðar á íslandi, skaut snemma rótum í hérlendu þjóð- lífi, öllum hlutaðeigendum til blessunar; þér hafið verið dyggir boðberar hinna hæztu lýð- ræðishugsjóna, er hámarki ná í persónufrelsi einstaklingsins. Nú hafa illvíg ofbeldisöfl ráð- ist á varnarmúra hinna helgustu réttinda mannkynsins. Látum oss sameinast um það, að verja frelsi vort með þeirri karlmensku, sem einkent hefir þjóðflokk yðar frá fyrstu tíð; það verða hin sameinuðu áfök vor, sem sigrinum að lokum valda. Foruátugrein úr tímaritinu "Samiíðin" Það, sem er að gerast í dag, er orðin saga á morgun, og eftir nokkur ár getur farið svo, að okkur vanhagi um að vita sem nákvæmast, hvað við vorum að gera einhvern vissan dag fyrir nokkrum árum, en þá er því miður engin leið til þess að fá úr því skorið, vegna þess að atburður umrædds dags var hvergi skráð- ur, og hann er fyrir löngu horfinn í gleymsk- unnar djúp. Atvik, sem virðist nauðaómerki- legt í dag, er ef til vill eftir nokkur ár orðið hvorki meira né minna en vísbending sjálfrar forsjónarinnar. Ungur, áhugasamur maður leggur ótrauður úti í lífið og setur sér ákveðið takmark. Hann lítur um nokurt skeið hvorki til hægri né vinstri, en hefir augun eingöngu á takmarkinu. Svo gerist smáatvik, sem knýr hann ef til vill til að nema staðar nokkur andartök, en að öðru leyti gefur hann því eng- an gaum. Brátt getur rekið að því, að ungling- urinn sjái, að honum verður ókleift að ná því marki, sem hann setti sér upphaflega. Líf hans sveigist inn á nýja braut og stefnir nú að óskyldu takmarki. Og þá fyrst veitir hann því athygli, að smáatvikið á árunum var ein- mitt fyrsta vísbending forlaganna um hina nýju stefnu, sem honum var ætlað að taka. Eftir á að hyggja sér hann nú hvert atvikið á fætur öðru, sem öll miðuðu að því að sveigja stefnu hans í þá átt, sem forsjónin hafði hugs- dð sér, að hann héldi í. Menn ættu að halda dagbók. Að kvöldi dags ættu þeir að gefa sér tóm til að rita í hana það helzta, sem gerðist hvern dag og einhverju varðaði frá þeirra sjónarmiði, og dagbókin verðuf smám saman dálítill kjörgripur, sem höfundurinn mun hafa mjög gaman af að lesa, þegar frá líður. Ættmejjn hans munu varð- veita bókina eins og sjáaldur auga síns eftir hans dag, og ef höfundurinn hefir verið glögg- ur maður, getur farið svo, að dagbók hans verði á sínum tíma mikilvæg söguleg heimild. Dagbækur manna, sem komið hafa mjög við opinber mál og haft hafa dug í sér til að segja hispurslaust frá því, sem gerðist bak við tjöldin og gagnrýná gerðir samtíðarmanna sinna, verða ósjaldan, er fram líða stundir, veigamiklar sögulegar heimildir. Það eru oft og einatt ekki frásagnir blaðanna, sem mestu máli skifta, enda þótt merkar kunni að þykja, heldur frá- sagnirnar um það, sem gerðist að tjaldabaki á hverju mtíma. Alþingi situr á rökstólum viku eftir viku. Hinn sýnilegi árangur er lengi vel lítill, en flokkar og einstakir menn makka á- kaft á bak við gráa veggi Alþingishússins, í göngum og skotum o. s. frv. Loks fæðast ef til vill ný skattalög. Blöðin birta þau með við- eigandi umsögn, hvert frá sínu sjónarmiði. En enginn minnist einu orði á alt það, sem í leyndum skeði, öll hrossakaupin og allar stympingarnar, sem gerðust, áður en samkomu- lag náðist jafnvel um sjálfsögðustu ákvæði þessa lagabálks. Ef einhver háttvirtur þing- maður héldi nú dagbók yfir alt það helzta, sem hann sá og -heyrði og gerði um þessar mundir, drægi ekkert undan og reyndi að vera sannleikanum samkvæmur, mundi skapast söguleg heimild, sem eg til vill yrði seinna ó- metanleg frá mörgum sjónarmiðum. Jafnvel þótt við, alþýðumennirnir, sem hvergi komum rálægt stjórn landsins, höldum aðeins dagbók yfir hin fátæklegu atvik okkar hversdagslegu starfsæfi, mun slíkt einnig verða heimild, sem, oft og einatt er hvergi annarsstaðar finnanleg. Minnust jafnan þessara orða skáldsins: “Hið mikla geymir minningin, en mylsna og smælkið fer.” Volga % Eflir Peggy Wrighl. Rússnesku bændurnir með- fram Volga fljótinu eiga gamalt máltak svohljóðandi: “Volga er okkar lífæð, hætti hún að slá, deyjum við.” Einmitt þessa dagana sækja Þjóðverjar fram í áttina til þessa þýðingarmikla fljóts, og eru nú um 125 mílur frá Stalin- grad. Ef þeim heppnast að vinna þá borg, er meira í hættu fyrir Rússa en missir alls þess aragrúa af verksmiðjum, sem hún er svo auðug af, flutning- arnir eftir Volga og öll mið-her- línan er í bráðri hættu. Orust- ur þær sem nú eru háðar á þess- um slóðum geta því haft mjög víðtækar afleiðingar: 1. Dónár dalurinn, sem Þjóð- verjar hafa brotist yfir, og áin Volga liggja bæði til olíuhérað- anna í Kákasus, sem framleiða 90% af allri olíu Rússa. 2. Ef Þjóðverjar komast til Volga, er hinn samfeldi olíu- straumur frá Kákasus inn í hjarta Rússlands stöðvaður. 3. Ennfremur eru allar vopna- sendingar frá Englandi og Bandaríkjunum gegnum Iran upp eftir Volga, úr sögunni. 4. Sömuleiðis teppast allir herflutningar frá vopnasmiðjum Mið-Rússlands og Úral, til suð- ur-herflokkanna. Volga er lengsta elfan í Ev- rópu og hefir verið um margar aldir aðalflutningaleið Rúss- lands. Fyrir stríðið bar hún meira en helming alls flutnings þessa víðáttu mikla lands, má vel vera að þeir flutningar séu enn meiri nú. Volga hefir upptök sín í Smol- ensk-Kalinin héruðunum, vestur af Moskva; hún fellur þar tii austurs fyrir norðan borgina, en er tengd við hana með 79 mílna löngum skipaskurði; þaðan held- ur hún hægt og sígandi gegnum norður og miðskógana til borg- arinnar Gorky, þar sem öskr- andi iðjuver vinna stál, vefnað- arvörur, slípunarvélar, olíuvél- ar, málþráða og radíó-áhöld, og pappír. Hinar tröllauknu Gorky vélasmiðjur hafa þar aðalbækistöð. Árið 1937 smíð- uðu þessar verksmiðjur fleiri flutníngsbifreiðar en allar sams- konar verksmiðjur Englands samanlagðar. Nýjar olíulindir fundust árið 1929, 300 mílur vestur af Gorky, og aðrar í Kubyshev ’héruðun- um 1937; þessi tvö olíuhéruð framleiddu árið 1938, 1 miljón tonn, en það er aðeins 4% af allri olíuframleiðslu Rússa. Frá Gorky fellur Volga í átt- ina til Kazan, bakkinn vinstra megin er treystur öflugri stólpa- girðingu, en hægra megin teygir landið sig flatt og láglent út til sjóndeildarhrings. Þessi héruð eru krök af tröllauknum sam- vinnubúum. Kazan er voldug loðskinna- miðstöð og er þar verkaður helmingur allra loðdýraskinna er veiðast í Rússnesku skógun- um. Einnig er þar framleidd sápa, niðursoðin mjólk, ritvélar, togleðúr og ásfalt; skipasmíði er þar í stórum stíl. • Fram að þessu hefir Volga fallið um þúsund mílna langan veg, að mestu til austurs, gegn- um Volga dalinn; öll þessi héruð eru í nánum tengslum við Evrópu hluta Rússlands, bæði stjórnarfarslega og fjármálalega. Frá Kazan leggur fljótið leið sína meir til suðurs og breikkar að miklum mun, unz hún fellur í Kaspíahafið gegnum hin svo^ kölluðu Volgahéruð, þar sem íbúarnir hafa sína sérstöku lifn- aðarhætti, siði og sögu. Hin fyrsta stórborg, er Volga fellur um, eftir stefnubreyting- una til suðurs, er' Kuibyshev. Borg sú, er nú mjög í blaða- greina fyrirsögnum og mæltu máli, af því að þar er sem stendur aðsetur stjórnar Soviet Rússlands. Að því undanteknu er hún einngi fræg fyrir sína eigin verðleika; innan takmarka hennar eru verksmiðjur af öll- um tegundum, en langmerkust þeirra er rafstöð ein mikil og sem er áætlað að verði hin stærsta í heimi; henni er ætlað að framleiða 3,400,000 kílówatts, (samanber við okkar Grand Coulees” með 1,900,000). Stöð þessari er ekki einungis ætlað að beisla hið takmarkalausa vatnsafl Volga fyrir ljós, hita og kraft, heldur einnig til að vökva hin víðáttumiklu héruð með- fram fljótinu milli Stalingrad og Kuibyshev. Síðustu fregnir herma að allur vinnu og vélakraftur, sem borg- in hefir að geyma, starfi ein- göngu að hernaðarstörfum daga og nætur; þúsundir aðkomandi verkamanna og flóttafólks drífa til borgarinnar til að auka vinnumagn og afköst vélasmiðj- anna. Herflutningaskip ganga í samfeldum straum eftir fljót- inu, gegnum borgina. Frá Kuibyshev fellur Volga gegnum blómleg samyrkjuhér- uð, alla leið til Saratow, en þar eru hinar stærstu uppskeruvél- ar í heimi. Umhverfis Saratow lifðu um 400,000 afkomendur þýzkra verkamanna, er fluttu til Rússlands á 18. öld. Á síð- astliðnu ári var fólk þetta flutt til héraða í Síberíu, vegna þess að nokkur vafi lék á trúleik þeirra og þjóðhollustu. Meðfram fljótinu milli Sara- tow og Stalingrad er mílu eftir mílu samfeld röð af verksmiðj- um fyrir landbúnaðar og niður- suðuvélar, olíuhreinsunarvélar, rafstöðvar, stórskipabryggjur og skipasmíðastöðvar. Fyrir suð- austan Stalingrad flæðir Volga gegnum flóa og mýrlendi, sund- urskornu af sandbreiðum, fram hjá Astrakan, unz hún fellur út í glóðvolgt Kaspíahafið. Volga þýðir “fljótið helga.” Það nafn gáfu Finnar henni, er þeir áttu bústaði með norður- hluta hennar snemma á öldum. Frá 8. til 11. aldar, numu her- skáir þjóðflokkar þessi svæði og lifðu í endalausum deilum og bardögum sín á milli, þar á meðal Tartarar, Tyrkir, Mongól- ar, Persar, Arabar og Húnar. Búlgarar komu einnig frá Dón- árhéruðunum og festu bú á bökkum fljótsins helga, milli þess sem nú er Kazan og Kuiby- shev. Hjarðmannaflokkar aust- an úr Asíu, fluttu inn í Volga- héruðin að sunnan og stofn- settu borgina Astrakan við Kaspíahafið. Slafnesftir land- nemar. komu að vestan og festu bú við Volga og eru þeir taldir forfeður rússnesku þjóðarinnar. Fólk þetta giftist og blandaði blóði innbyrðis og skapaði þann- ig sérstakan þjóðflokk, allmis- litan að vísu til að byrja með, frjálslyndann og framsækinn, viltan og uppreistargjarnan. Þjóðin bar óttablandna lotn- ingu fyrir hinni miklu eflu, fyrir stærð hennar, afli, auð- æfum og hverfula skaplyndi; hún var íbúanna viðskifta og samgönguleið og frá henni höfðu þeir sitt daglegt brauð; þeir tignuðu þetta leyndardóms- fulla fljót í sögu og söng. Bænd- urnir líktu dalverpunum með fram ánni við bikara fulla af freyðandi grænu víni; hamra- beltin meðfram vesturbakkan- um töldu þeir vera fylkingar stríðefldra graðhesta, méð rjúk- andi föx úr trjátoppalimi, er ský himinsins beltuðust uin; þeir kæmu til að svala þorsta sínum í hinu helga fljóti. Frá fyrstu tímum var Volga kölluð “móðir” og tilbeðin sem táknmynd gróðurs og frjósemi Konur, sem óskuðu sér barns- getnaðar, lögðust á grúfu á grynningar fljótsins og báðust fyrir. Ungar stúlkur í gifting- arhug slitu hausana af lifandi hönum og fleygðu í ána, sem fórn óuppfyltra óska og vona. Þegar Ivan hinn grimmi vann og sameinaði meginhluta Rúss- lands á 16. öld, héldu Volga- héruðin öllu sjálfstæði sínu vilt og herská sem fyr; þar var vagga hinna hraustu og hug- djörfu Kósakka og í skjóli þeirra þróuðust bændauppreist- ir, rán og víkingsháttur. Þetta var griðastaður allra er áttu sökótt við landslög og kirkju. Þegar þrælahald var lögleitt ár- ið 1597 flúðu þúsundir bænda tii Volga-héraðanna og áttu þar friðland. Um og eftir bylting- una 1905 og fyrir 1917 var þessi frægi landshluti öruggt vígi framgjarnra og frjálslyndra manna. Ýmsikonar þjóðsagnir hefir tíminn ofið um nokkra af hin- um fyrnfendu stigamönnum og víkingum; frægastur þessara ræningja var Stenka Razin, er meðal annars tók til fanga prinsessu forkunnar fagra, eftir að hafa sigrað flota Persa í Kaspítahafinu; feldi hann brátt ástarhug til hennar. En þegar félagar hans tóku að bera hon- um á brýn ístöðuleysi og veik- lyndi, út af þessum ástamálum hans, fleygði hann prinsessunni í hafið, til að vinna aftur með því traust og tiltrú félaga sinna. Þessi sögn og fleiri slíkar hafa fylgt kynslóðunum öld eftir öld, óralangt aftan úr úlfgrárri forneskju og eru orðnar eins- konar þjóðsögulegir minjagrip- ir þessara vissu staða og um- hverfa. Sömuleiðis eru ýmsar merkar nýrri tíma sagnir tengdar við fljótið, svo sem um “dráttar- mennina við Volga.” Öldum saman, áður en eimvélin kom til sögunnar, drógu þessir glað- lyndu en töturlegu menn flutn- ingaskip, smá og stór upp fljótið gegn straumi og stundum vindi, við þessa erfiðu en óbrotnu iðju sungu þeir í lágum róm sína þunglyndislegu og angurblíðu vinnusöngva, sem enn í dag eru óafmáanlega greyptir í hug og hjarta þjóðarinnar. Nú eru þessir óbrotnu og fátæklegu dráttarmenn horfnir af bökkum Volga og koma að öllum lík- indum aldrei aftur. Þegar hið fyrsta gufuskip fór eftir fljótinu árið 1821, voru strendurnar beggja vegna þakt- ar óttaslegnum múg manna og kvenna, og prestar sungu sálma og bænir í því skyni að útreka þennan eld og eimyrju spúandi djöful, sem falinn var í innýfl- um knarrarins. Tuttugu árum síðar voru ferðalög eimskipa á þessum slóðum daglegir viðburðir og vöktu enga athygli lengur. Fyrir byltinguna 1917, var akuryrkja skamt á veg komin á þessum slóðum, en nú eru þar samfeld og blómleg samyrkjubú iðnaðarstöðvar. Tap allra þeirra verðmæta, er umhverfi Volga hefir að geyma, væri hinn til- finnanlegasti hnekkir, er Rúss- ar hafa fram að þessu orðið að líða. (Þýtt úr P. M.) Jónbjörn Gíslason. Saga landpóstanna gömlu Ávarp til Veslur-íslendinga. i Árin 1937—1939 vann undir- ritaður að því að safna drögum til sögu landpóstanna gömlu frá upphafi vega (um 1780) og til vorra daga, og naut eg þar með- al annars ágætrar og mjög á- nægjulegrar samvinnu hins al- kunna fræðaþuls Magnúsar Sig- urðssonar á Siorð, Árborg, Man. og ýmissra annara merkra manna og mætra þar vestra, er hann hafði leitað til. Varð sam- vinna þessi mér ómetanlegur fengur, þar sem margir hinna gömlu pósta (10—15) höfðu flutt vestur um haf og dreifst þar víðsvegar og voru nú allir liðn- ir að einum undanskildum. — í ráði var, að þetta geysi- mikla safn yrði prentað á árun- um 1938—1939, en' sökum lang- varandi fjarveru og frátöfum aðal-framkvæmdarstjóra verks þessa varð eigi af þessu, og síð- an skall á heimsstyrjöldin

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.