Lögberg - 15.10.1942, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.10.1942, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines VVW^ iot v,^e’ c°t- iV cuttIt pry - 'd For Betier Dry Cleaning and Laundry S5. ARGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER. 1942 Verið samtaka um stuðning yðar við sigurlánið Afskapleg meðferð Sú fregn barst nýlega út um heim, því miður sönn, að þýzk hernaðarvöld hefði sett í járn þá fanga, er Þjóðverjar náðu á vald sitt í skyndiárás sameinuðu þjóðanna á Dieppe; mestmegnis eru það Canadamenn, er hér eiga hlut að máli, sennilega eitt- hvað yfir þrjú þúsund manns. Þjóðverjar reyndu að þvo hend- ur sínar með því, að Bretar hefði áður gripið til hliðstæðra örþrifaráða, að því er snerti þýzka herfanga í vörslum þeirra, sem vitanlega náði ekki nokkurri minstu átt. Mr. Churchill lýsti þegar yfir, að hernaðarvöld Breta yrði til þess knúð, að beita sams konar að- ferð, þó hann um leið gerði það heyrinkunnugt, að brezka stjórn- in hefði þegar sett sig í sam- band við Svissland með það fyr- ir augum, að reyna að fá Þjóð- verja ofan af þessari óhæfu, og ef það lánaðist, yrði vitaskuld hefndarráðstöfunum af hálfu Breta í þessu sambandi, sam- stundis hætt. Skipaður forseti Leifs Eiríkssonar félagsins í Norður Dakota • Nýlega fluttu blöð í Norður Dakota þá fregn, að dr. Richard Beck hefði verið skipaður for- seti Leifs Eiríkssonar félagsins í Norður Dakota í stað Ragnvald A. Nestos, fyrv. ríkisstjóra, er lézt fyrir stuttu síðan og skipað hafði forsetaembættið mörg undanfarin ár. Félag þetta, sem hefir það markmið að útbreiða þekkingu vestan hafs á Ameríkufundi Leifs og Vínlandsferðum annara norrænna manna, er deild í alls- herjar Leifs-félaginu ameríska (The Leif Erikson Memorial Association of America), og var það forseti þess félagsskapar, C. A. Hoen, í Edgerton, Wiscon- sin, sem skipaði dr. Beck í hinn nýja forsetasess hans. Sæta þungum búsifjum við Malta SPAKMÆLI Það er gott að eiga dyr, sem brakar ekki í, og konu, sem þegir. Trúið ekki frestinum á heim- leið og konunni ekki heima. Ef maður tekur konuna á orð- inu og álinn í sporðinn, missir maður hvorttveggja. —Pólskir málshættir. Síðastliðinn mánudag gerðu möndulveldin magnaða loftárás á Malta; þetta er nú í sjálfu sér ekkert nýtt, þó langt um fleiri sprengjuflugvélar af þeirra hálfu tæki þátt í þessari atrennu, en við hefir gengist upp á síðkastið. Bretar tóku ómjúkum höndum á óvinunum, og skutu niður fyr- ir þeim að minsta kosti 25 flug- vélar, auk þess að stórskemma eitthvað um 50; sjálfir mistu Bretar í viðureign þessari ein- ungis eina flugvél. Léttúð konunnar veldur þung- lyndi mannsins.—Shakespeare. Konan er eins og skugginn. Ef maður ætlar að forðast hana, fylgir hún manni eftir og ef maður ætlar að nálgast hana, hörfar hún undan.—Arlincourt. Daðursdrós getur gjarna ver- ið dygðug, en hún er aldrei saklaus.—Madame Cottin. Stalingrad Seinnipart fyrri viku dró nokkuð úr hamförum Þjóðverja við Stalingrad; en nú hafa þeir hafið þar sókn á ný án þes's að Verða minstu vitund ágengt; hafa Rússar í þessari síðustu viðureign unn-ið á fremur en hitt, norður af borginni. Úr djúpunum stígur ljóðsins ljóð, er lygnir um strönd og græði. Þótt skygnist um heima skuggans örn og skýjum vetrarins blæði, má heyra vonfagurt vængjatak. Það er viðlag í dagsins kvæði. Og hljómanna dís vér dýrkum heitt, , er daganna gullreið ekur. En fegurst við landmörk húms og hels hún himinsins bergmál vekur. • Þá birtist oss allra söngva sál og seiðir, er kvölda tekur. Þá kveður sér hljóðs vort hjartaslag í heilagri bæn og trega. Þá hefja álftir í sárum söng við silfurblik ölduvega, og alt er í viðlagsins gimstein greipt og geymist þar eilíflega. Og mæði á jörðu frostsins farg og fárviðrin myrku, þungu, þá sviptir með einum hörpuhreim þeim harmi, er foldir sungu. eitt viðlag úr gömlum, gleymdum brag, er geymt var á lýðsins tungu. Úr djúpunum stígur lífsins ljóð og leiftrar í kvöldsins hljóði. Er skygnist um heima Heljar örn og himininn grætur blóði, fær mannsálin hvítan væng og veit: hún er viðlag í Drottins Ijóði. —(Dvöl). Dreifing óvinanna Roosevelt Bandaríkjaforseti lýsti yfir því í ræðu á mánu- dagskvöldið, að yfirstjórn sam- einuðu þjóðanna sé einhuga um það hve mikils það sé um vert, að hefja sókn gegn Þjóðverjum og Japönum á nýjum vettvangi með það fyrir augum, að dreifa þeim hersveitum þeirra, er um þessar mundir sæki hvað harð- ast að Rússum og Kínverjum. Mró Roosevelt kvað það liggja í augum uppi, að vegna hernað- arlegs öryggis kæmi ekki til mála að skýra frá yfir útvarp, hvar og hvenær hin nýju sókn- arátök yrði hafin. Bandaríkin missa þrjú beitiskip Flotamálaráðuneyti Bandaríkj- anna hefir lýst yfir því, að í sjóorustunni við Solomoneyjar þann 9. ágúst síðastliðinn, hafi þrjú amerísk beitiskip sokkið a~f óvinavöldum á sjávarbotn. í þessari orustu komu Bandaríkin allmiklu liði á land á eyjum þessum, sem enn hefst þar við, þrátt fyrir ítrekaðar árásir af hálfu Japana.- Allra veðra von í Danmörku Samkvæmt nýjustu fregnum frá London og Stokkhólmi, þykja nú flest eyktamörk benda til þess, að Þjóðverjar sé stað- ráðnir í því, að sölsa undir sig Danmörk með húð og hári; hefir það jafnvel flogið fyrir, að alt danska ráðuneytið hafi verið hnept í varðhald, þó eigi hafi sú fregn verið formlega staðfest enn sem komið er; það fylgir sögu, að Danir hafi sett sérstak- an hervörð Um bústað Kristjáns konungs. , Hurð skall nærri hœlum Frá Kína bárust þær fregnir á föstudaginn var, að Wendell L. Wilkie hefði þann dag verið í það mikilli lífshættu, að ekki hefði numið nema fimm mínút- um, að hann yrði japönskum sprengjum að bráð. Mr. Willkie var um þetta leyti á yfirlitsferð um Yellow River orustusvæðin í fylgd með 27 ára gömlum syni Chiang Kai-shek, alræðismanni hins frjálsa Kína og yfirhers- höfðingja; stórskotalið Japana var þar svo að segja á næstu grösum, og spúðu byssur þeirra eldi og eimyrju í áttina til járn- brautarstöðvar þar sem Mr. Willkie var staddur; þrjár sprnegjur sundruðust í nám- unda við járnbrautarstöðina, en það barg Mr. Willkie, að á með- an á þessum gauragangi stóð, voru þeir félagar að skoða neð- anjarðarvirki; þegar þetta alt var um garð gengið mælti Mr. Willkie: “Eg hafði gaman af kveðjum Japana; þeir voru sannarlega hugsunarsamir.” Japanir bíða ósigur í sjóorustu, sem mælt er að staðið hafi yfir í sex daga við Solomoneyjar, hafa Japanir beð- ið tilfinnanlegan ósigur, og mist fimm orustuskip í viðureign við sjóher Bandaríkjanna. Þýzk sprengjuflugvél ytir Reykjavík Síðastliðinn laugardag sveim- aði þýzk sprengjuflugvél á há- flugi yfir Reykjavík, og gerði einhverjar lítilsháttar tilraunir til árásar án þess að slíkt kæmi að sök. Loftvarnabyssur ame- ríska setuliðsins flæmdu þennan þýzka loftgamm skjótlega á braut. Wilkie kominn heim Wendell Willkie kom til Ed- monton úr leiðangri sínum til Rússlands, Egyptalands og Kína á sunnudaginn var; en til Wash- ington kom hann í gær. Mr. Willkie þótti næsta opinskár í viðtali við blaðamenn á ferða- lagi sínu, þar sem hann meðal annars krafðist þess, að sam- einuðu þjóðirnar væri ekki lengur að ráðslaga um innrás í Evrópu, heldur bæri þeim skylda til þess að hefja innrás- ina nú þegar. Gömul kona í Paradís Sýrlenzk þjóðsaga segir svo: ■ Þegar Zúleika, kona Pótifars, var orðin öldruð ekkja og hafði iðrast allrar léttúðar fyrri ára, hitti hún Jósef aftur. Hann var þá við æðstu völd og metorð hjá Egyptum. Grátandi bað hún hanri ’fyrir- gefningar, og hlaut hana. Er hún nú sá hvað vel hafði rætst úr fyrir honum, og komst að raun um bænrækni hans og góðvild, þá mælti hún: “Bið þú guð feðra þinna að gefa mér aftur horfna æsku mína.” “Veiztu hvað þú biður um?” svaraði Jósef. “Guð gefur eng- um • æskuna aftur nema einu sinni. Hver góð kona verður ung í annað sinn — og síðan að eilífu — við hlið Paradísar. En ef þú verður ung nú, og eldist að nýju hér á jörðu, þá verður þú gömul að eilífu.” Frá Zúleika var bráðlát, — eins og fyrri, — og kvaðst vilja vinna þetta til: æskuna strax og ellina um eilífð, heldur en elli fáein ár — og æsku um ei- lífð. Bað Jósef henni þá æsku, og kvongaðist síðan. — En fyrir bragðið er Zúleika eina gamla konan í Paradís, — og verður væntanlega — því að engin kona hefir verið svona bráðlát og fávís önnur en Zúleika. “Hún er eina konan, sem allir Paradísarbúar þekkja, af því að hún ein er gömul í Paradís,”— segir þjóðsagan. Við veginn Jack Raleigh í Detroit var maður, sem vildi halda öllu í röð og reglu og í hans augum sat réttlætið fyrir öllu — hvað sem það kostaði og hvernig sem á stóð. Árum saman verzlaði Jack Raleigh í félagi með öðrum manni, en þegar hann hafði hagnast svo af verzluninni að hann gat lifað á rentunum ein- um, ákvað hann að draga sig í hlé frá verzlunarstörfunum og setjast í helgan stein. Nokkuru eftir að skifti höfðu farið fram þóttist Raleigh upp- götva, að hann hefði verið snuð- aður um einn dollar. Hann skrifaði því fyrverandi verzlun- arfélaga sínum bréf, þar sem NÚMER 42 Býður sig fram til Sambandsþings t KONNIE JOHANNESSON flugskólastjóri, sem útnefndur hefir verið af hálfu Liberal flokksins sem þingmannsefni við aukakosninguna, sem fram fer í Mið-Winnipeg kjördæminu hinu nyrðra, þann 30. nóvmeber næstkomandi. Raleigh bað hann að endur- greiða sér þenna dollar, en fékk synjun. Raleigh .fanst þetta ekki vera samkvæmt réttlætistilfinningu sinni og skrifaði félaga sínum nú hvert bréfið á fætur öðru þar sem hann krafðist dollars- ins! Þegar þessu hafði haldið á- fram drykklanga stund án þess nokkrar sættir hefðu tekist, kærði Raleigh félaga sinn fyriv dómstólunum. Málið stóð yfir í tólf ár og þá var málskostnaður kominn upp í 28,867 dollara. Vegna þe«s að engin sök sannaðist á félaga Raleigh’s varð hann að greiða allan kostnað sjálfur. — Það voru hlaup en engin kaup. í Pittsfield er svo mikið af hárskerum að til vandræða horfir, enda er innbyrðis sam- keppni milli þeirra svo mikil, að þeir hafa þurft að grípa til sér- stakra ráðstafana. Upphaflega byrjaði einn hárskerinn á því að gefa hverjum einum, sem lét klippa hár sitt hjá honum, epli. Næsti hárskeri gaf tvö epli, aðrir gáfu hnetur, ferskjur og vínþrúgur, aðrir appelsínur og smurt brauð — og nú er svo komið, að í Pittsfield er sem stendur enginn hárskeri, sem ekki gefur viðskiftavini sínum uppbót í einhverri mynd. Það fara líka sögur af því, að hvergi sjáist snyrtilegar klipptir og greiddir menn, sem í Pittsfield. Þröngt í Vesturheimi (Sjá “Afturelding” í Lögbergi 1. okt.) 1 Vesturheimi þröngt er orðið þá ef þar skal öllum frjálsum mönnum bannað að lýsa því, sem eigin augu sjá og ótal mörgum virðist löngu sannað. Eg tel þann dreng og trúan íslending, sem tekur altaf svari þjóðar sinnar. En annað mál er það að koma á þing og þruma á móti dómi skynseminnar. Þó skil eg, vinur, þína sálarsjón: þú sérð það eitt, sem krefjast óskir þínar. Eg man eg forðum söng við sama tón, var sárt um allar spilaborgir mínar. En tíminn leið og lífið breyting tók og lögmál sitt það kendi mér að skilja. En það er margt í þeirri flóknu bók, sem þíðist ekki hvers manns ósk og vilja. I Já, tungan okkar á sér stærri sál en allar hinar — fegri hljómi svana: Ef drottinn veldi sjálfur sérstakt mál, hann sennilega mundi kjósa hana. Eg veit það særir sál hvers íslenzks manns að synir okkar henni’ í framtíð gleyma. En hún er tunga sérstaks lýðs og lands og lifir ekki nema — aðeins heima. Sig. Júl. Jóhannesson. ÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍSÍSÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍÍ:

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.