Lögberg - 15.10.1942, Blaðsíða 6

Lögberg - 15.10.1942, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 15. OKTÓBER, 1942 Þegar eyðmörkin blömgast “Eg veit það, þefi einhversstaðar lesið lýs- . ing af því. En sölna þá ekki þau blóm jafn íljótlega eins og þau spretta upp og eftir verður aðeins sama auðnin og áður?” sagði hún og dálitlum skugga brá fyrir í augunum er hún leit þeim upp til hans. “Bezta vinan mín yndisfagra,” sagði hann, “líkingin sem eg viðhafði, hefir ef til vill ekki \erið hin heppilegasta. En hjarta mitt er ekki ,siík eyðimörk. í því miðju er gróðurblettur, þar sem náð hefir að festa rætur það blóm, er ætíð mun skarta í fullum skrúða sínum. Ástar- blóm mitt, þér einni helgað.” “Ó! eg vona það,” sagði Pauline og þrýsti l}úfum kossi á varir hans. “Við verðum nú víst að fara niður í sal- inn aftur,” sagði hann. “Hitt fólkið fer að koma heim. Ætlar þú, ástin mín, að skýra Mrs. Bassett frá þessu—eða á eg að gera það? Eg veit naumast hvað þeirri frú muni þykja þar bezt við eiga.” Pauline leit eins og hugsi gegnt gluggan- um með ofurlitlum vandræðasvip í augum. En svo datt henni skyndilega í hug samtalið milli frönsku hjónanna, er hún hafði af tilviljun hlustað á skömmu áður, og að hún vildi nú ekki láta opinbera heitorðsgerðina þeirra þarna — við þetta heimboðshóf. “Hvað er að, elskan?” spurði hann. “Held- ur þú ekki, að Gertrude frænka muni láta sér þetta lynda?” “Gertrude frænka!” svaraði Pauline og gat ekki varist brosi. “Jú — eg held henni geðjist að því; en litir þú á það sem kenjar einar, þó mér finnist eg heldur vilja að þetta sé.ekki opinberað nokkra daga enn? Gætum við ekki haldið því leyndu aðeins örstutta stund? Unz við komum til Cairo, að minsta kosti.” Hann hugsaði sig um augnabliksstund og gretti sig ögn. En svo birti yfir svip hans. “Heyrðu, elskan.” Hann varð nú alt í einu ákafur eins og ungur piltur. “Afmælisdagur- inn minn er í næstu viku. Daginn eftir á morgun verð eg að fara til Alexandríu — en verð kominn aftur í tæka tíð til að halda þá dá- lítið afmælishóf, og við getum nú slegið því föstu að skýra þar frá þessum nýju fréttum okkar. Fyrir þann tíma skal eg haga því svo til, að eg verði búinn að minnast á þetta við foðurbróður þinn og Mrs. Basett. Væri það ekki hin rétta aðferð?” “Jú. En mér fellur ekki að þú farir nú burtu.” “Þessi burtför mín stendur ekki yfir nema stutta stund.” Hann þrýsti henni að sér og kysti hana nú aftur. Hún vissi vel, að hið óþolinmóða hjarta sitt myndi aldrei verða í rónni fyrri en enginn verulegur aðskilnaður ætti sér stað framar milli þeirra. Paulne var að klæða sig fyrir miðdegis- verðinn þá um kvöldið, þegar Cherry kom inn til hennar og tylti sér á rúmstokkinn. “Þú ert snemma til reiðu, er það ekki?” spurði Pauline. “Jú — eg hefi stefnumótsboði að full- nægja og vil afljúka því meðan mamma á í öðru annríki.” Pauline hafði veitt því eftirtekt allan seinnihluta dagsins, að þau Cherry og prinzinn virtist vera sérstaklega ant hvoru um annað. Hún hafði gefið sig á ný að snyrtingu sinni frammi fyrir speglinum, en sneri sér þá skyndi- lega við aftur og horfði á frænku sína. “Cherry, elskan, hafðu gát á sporum þín- i;m, þú veizt að Hasseim prinz er hreint og beint ómögulegt að átta sig á algengri venju þinni.” “Þakka þér fyrir,” sagði Cherry blátt á- fram, “eg er fullfær um að hafa gætur á Prinz Hasseim. Hvað er að segja um þínar eigin at- hafnir? Eða ætti eg að segja athöfn?” “Hvað áttu við?” spurði Pauline. “Ó, kæra frænka, kastaðu í öllum bænum af þér þessu háprinzessu gerfi,” sagði Cherry.. óþolinmóðlega. “Eg sá þig í gærkveldi ganga niður á grassléttuna með Sir Abdel — og enda þótt þú kæmir inn aftur í fylgd með Nancy Eellingham, þá vilti það mér ekki sjónir. Og, elskan, þessi líka óþöguli kinnroði!” Hún stökk á fætur og smeygði handlegg um herðai Pauline. “Hamingjan hossi þér, segi eg — en eigi eg nokkra dómgreind, þá virðist mér þú munir hafa nóg annað að hugsa um en að vera óróleg út af þér reyndari kvenveru.” Eftir þessa athugasemd fór Cherry eins og á dans- hoppi út úr herberginu. 16. KAPÍTULI Þegar Cherry nú snaraðist út úr herbergi frænku sinnar og hraðaði sér niður stigann, var engin manneskja sjáanleg í ganginum eða salnum. Utan yfir kveldverðarveizlukjólinn hafði hún smeygt sér í hlýja kápu og þræddi nú leið sína út traðirnar, niður á grasteiginn í áttina að sundlaugar tjörninni. Þar í bjarkalundi á tjarnarbakkanum var lítið snyrtilegt skemtiskýli. Þangað fór Cherry, hratt upp hurð þess og gekk hiklaust þar inn. Jafnskjótt og hurðin féll að stoðum bak við hana, stóð mannvera upp af bekk í skuggasælu horni skýlisins og segir í hláturs- þrungnum spurnartón: “Svo þér hélduð að þrátt fyrir alt væri það ómaksins vert að líta egypska sólsetrið héðan?” “Eg trúi því, að Egyptalands sólsetrin séu ávalt þess verð að eftir þeim sé tekið,” svaraði Cherry í tilgerðarlegum hæverskutón. “Ef þér komið hingað, njótið þér áhrifa þess bezt,” sagði Hasseim. Skemtiskýlið var opið á alla vegu, og þak- ið hvíldi á súlum, en skógargróðurinn aftraði því algerlega að þangað yrði séð frá húsinu. Hún gekk þvers um húsið við hlið prinzinum, og er þau staðnæmdust þar og störðu bæði út í geiminn, var Cherry sér þess meðvitandi að á ofurlítilli óró bærði í brjósti henni, og hún óskaði þess að hún væri nú ekki stödd þarna. “Eg held eg ætti að fara strax heim í 'húsið aftur,” sagði hún í skyndi. “Sólsetrið er líka alveg eins dýrðlegt á að sjá frá húsinu, og riú er loftið ekki nærri því eins notalegt og verið hefir.” “Er yður kalt?” Hann rétti fram aðra hönd sína og snart hana. Og áður en hún fékk áttað sig á athöfnum hans, hafði hann vafið hana örmum og kyst hana. Hún greip í ofboði til sinnar venjulegu gaspursmælgi og sagði hlæjandi: “Þér eruð snarráður, er það ekki? Eg kom hingað til að horfa á sólsetrið, eins og þér vitið.” “Látum okkur ekki vera með neina upp- gerð. Þér skilduð fullvel um daginn við polo- leikana, að eg ætlaði mér að kyssa yður þegar eg fyrst fengi færi á því,” sagði hann. En þegar hann gerði sig líklegan til að kyssa hana aftur, reif hún sig lausa og stökk á fætur upp af bekknum. “Nei, nei, eg — ætla að fara inn aftur!” sagði hún, þaut um leið út úr skýlinu og á rás heim að húsinu. Hasseim gerði enga tilraun um að elta hana, en þykku varirnar hans brettust ögn í sjálfsþóknanlegu brosi. Þegar hann svo rólaði út úr skýlinu, varð honum bilt við er hann rak sig þar á hús- bóndann. “Ó, halló!” sagði hann. “Svo þú ert hérna.” Rödd Abdels var dá- lítið hörkuleg. “Hvað ert þú nú að hafast að, Hasseim? Miss Bassett er rétt þotin fram hjá mér. Hún sá mig ekki, en mér virtist hún vera — í einhverri hugaræsing.” Yngri maðurinn hló. “Kæri Abdel minn, eg get fullvissað þig um, að unga stúlkan get- ur hæglega séð sjálfri sér borgið. í því efni þarft þú ekki að vera með neinar áhyggjur.” “Það er nú þvert á móti,” svaraði Abdel kuldalega. “Cherry Bassett er gestur minn, og meðan hún er undir mínu þaki ber eg ábyrgð á henni gagnvart móður hennar. Þú gerir svo vel»að láta þá- stúlku afskiftalausa, eða eg mun finna einhver ráð til þess að þú verðir að hegða þér heiðarlega.” Nú varð augnabliks þagnarstund. Reiðin sauð í barmi Hasseims; en þótt hann langaði mjög til að þjóta með ofsa upp á nef sér, þá vissi hann vel að slíkt myndi ekki hyggi- legt, og sat því á^strák sínum. Eins og sakir rú stóðu milli þeirra þá hafði Abdel öll pen- ingaráðin og gat því látið gálaust gönuskeið hans taka bráðan — þótt tímabundinn — enda. Að ári liðnu næði hann lögaldri og sjálfdæmi, þótt hann þá yrði að kvongast og setjast um kyrt. En honum var óljúft að seinustu frjáls- ræðisstundirnar yrði heftar fyrir sér. Hann tók vingjarnlega um handlegg fjár- haldsmanns síns, og mælti: “Kæri Abdel minn. Hér er enginn skaði skeður. En að sýna ekki dálítil velþóknunar atlot un'gri stúlku, sem sJíks væntir, væri vissulega alt of óriddara- legt.” “Þú verður óvænt kallaður burtu héðan á morgunmálinu,” sagði Abdel. “Og framvegis heldur þú þig fjarlægan Miss Bassett.” “Eins og þér þóknast,” svaraði Hasseim og ypti ólundarlega öxlum. Pauline virtist sem gestahópurinn við mið- degisverðarborðið væri nú miklu glaðværari en kvöldinu áður — eða var ef til vlidi hennar eigin blómstrandi unaðskend þess valdandi að hún liti svona á hófið. Það var ekki fyr en máltíðarstundin var meir en hálfnuð, er hún gerði sér grein fyrir því að einum færra sæti nú við borðið, og hún fór að undra sig á því hvað orðið væri af prinz Hasseim. Flestir gestanna fóru að máltíð lokinni í mánaskins bifreiðarför sér til skemtunar að skoða fornar hofsrústir, og komu ekki aftur fyr en eftir miðnætti, til þess þá að njóta góm- sætrar og ríflegrar hressingar, er beið þeirra á heimili Abdels að vanda. Mrs. Bassett var lögst til hvíldar í sínu svefnherbergi og Pauline hefði gjarnan viljað íara líka þá strax upp í sitt herbergi. En hún taldi nokkurn veginn víst, að Cherry myndx ekki fara þá beint upp í sitt ból og fanst hún yrði þá að staldra við líka og bíða eftir henni. Og þegar hún nú var að skima í kringum sig eftir frænkunni, snart John Bellingham við handlegg henni. “Mætti eg segja fáein orð við þig, Miss Pauline?” sagði hann. Henni féll John prýðisvel í geð. Það var eitthvað staðfestulegt og aðlaðandi í fram- komu hans, og þar sem hún hafði nú sjálf hrept hamingjunnar unaðskend, vorkendi hún honum þeim mun sárar. “Auðvitað,” sagði hún. “Og heldurðu nú ekki að ‘Miss’ titillinn mætti missa sig?” “Það væri ljúf lausn,” sagði hann bros- andi, enda þótt jafnskjótt birtist óróasvipur í augnaráði hans. “Hvað vildirðu segja við mig?” spurði hún. “Eg var rétt að hugsa um hvort þú myndir ekki vilja líta inn hjá Cherry,” sagði hann. “Mér virtist henni ekki líða neitt vel—” “Henni ekki líða vel?” endurtók Pauline með áhyggjuhreim í röddinni. “Hún kvaðst vera með höfuðverk og er farin í rúmið,” svaraði John. “Hún var mjög fálát allan tímann sem við vorum úti að skemta okkur í bifreiðinni, og eg tók eftir því, að hún neytti einskis meðan setið var að borðum í kvöld.” Þetta hljómaði alvarlega í eyrum Pauline, því hún hafði aldrei vitað til þess, að Cherry hefði ekki lyst á matnum. “Mér fanst — þú ættir að fá vitneskju um þetta,” sagði John fremur vandræðalegur á svipinn. “Já, kæra þökk. Eg skal fara og grenslast eftir hvað að henni er. En segðu ekkert um þetta — eða þá aðeins það, að eg hafi nú líka gengið til hvílu minnar.” Abdel var í hinum enda salsins, og Pauline reyndi ekki að ná athygli hans. Þau höfðu líka boðið hvort öðru góðar nætur, og hún vildi ekki kalla til hans í viðurvist alls þessa fólks. Hún læddist því út úr stoíunni og upp stigann, að herbergisdyrum Cherrys og klapp- aði léttilega á hurðina. Hún fékk ekkert svar, og eftir augnabliks hik opnaði hún hurðina og® nam staðar á þrepskildinum er henni barst þangað niðurbældur grátstunuómur. Þar eð dimt var í herberginu flýtti Pauline sér að loka hurðinni og kveikja ljósið. En Cherry, sem lá alklædd á grúfu í rúminu, leit þá snöggleg upp. Þegar hún sá Pauline sagði hún önuglega: “Farðu burtu!” Svo grúfði hún sig aftur niður í koddann. En Pauline fór yfir til hennar, settist á rúmstokkinn og vafði handleggnum um hana. ‘ Hvað er að, elskan?” spurði hún. Cherry — þú ert að gráta. Hvað gengur að þér?” “E-ekkert. Eg er með höfuðverk,” svaraði hún. “Segðu mér, elskan, hvað amar að þér,” bað Pauline hana aftur. “Cherry, það er ekki — prinzinn?” Cherry sneri við henni tárvota andlitinu; nauðsynin á að tala við einhvern sér til fróun- ar mátti sín nú betur hjá henni. “Nú, ef svo væri,” svaraði hún þrjózkulega. Og þá yfir- bugaðist hún alveg aftur og greip í frænku sína. “Ó, Pauline, mér líður svo illa — eg hafði enga hugmynd um, að mér gæti nokkurn tíma liðið svona illa — og hann er farinn burtu án þess einu sinni að kveðja mig.” “Ó, hafðu ekki svona hátt, elskan, Gertrude frænka heyrir til þín,” flýtti Pauline sér að segja í lágum viðvörunartón, og bætti svo við: “En þú skilur, elskan, að þetta er ekkert til eð láta á sig fá — það gæti ekki átt sér stað. Þú þekkir hann ekkert. Og svo — Cherry, þér getur ómögulgea þótt vænt um hann.” “Þótt vænt um hann!” endurtók Cherry. “Eg er viðþolslaus hans vegna — eg hafði áðux enga hugmynd um þýðing svona tilfinningar. Og hann — ann mér. Eg er viss um að hann gerir það.” Það birti yfir andliti hennar og hún sagði enn: “Heldurðu það sé orsökin til þess hann þaut svona burtu alt í einu, að honum þyki vænt um mig og svo vegna allrar heimskunnar um mismunandi þjóðerni og —” . “Nei, það held eg ekki,” sagði Pauline með áherzlu. “Ó, en eg vildi mér gæti tekist að opna augu þín fyrir því, að prinzinn er ekki — nú jæja, hann er ekkert líkur Sir Abdel, til dæmis að taka.” “Auðvitað myndi þér ekki finnast það,” hrópaði Cherry. “Þú mátt trúa því, elskan,” sagði Pauline í bænarrómi, “að hversu töfrandi sem þér virðist hann nú vera, þá yrði það þér að lokum til óláns, ef þú lætur freistast til að trúa honum—” • » “Ó! jæja, við tölum nú ekkert meira um það.” Cherry ‘fór fram úr rúminu og byrjaði c ð afklæða sig. “Eg iðrast þess, að eg fór að segja nokkuð við þig —” “Við skulum tala um þetta á morgunmál- inu,” mælti Pauline viðkvæmnislega. “Eg hefi samúð með hugarsorg þinni, elskan, en eg er viss um að þú munir bráðlega átta þig á því sjálf, að burtför hans sé bezta úrlausn- in, hver svo, sem ástæðan kann að vera.” En þegar Pauline svo vildi kyssa frænkuna, vatt Cherry sér frá henni með kuldalegri ósk um góða nótt, og jafnskjótt sem Pauline var komin fram úr dyrunum lokaði hún hurðinni á eftir henni. * * * Komin aftur heim fanst Pauline eins og alt venjujega umstangið þar — bréfaskriftir fyrir Gertrude tengdafrænku, viðgerð á illa hirtum silkisokkum af Cherry, og veran þarna til þess að gera með fúsu geði hvað annað, sem að kallaði, færi nú fram eins og á drauma- landi. Og þegar hún vaknaði myndi hún finna sig í örmum hans og vita þá að hann væri kominn aftur. Það væri eini veruleikinn. Hið þungbærasta væri, að hann yrði í Alexandría eina tíu daga að minsta kosti, og hún gæti jafnvel ekki haft von um að heyra frá honum; því einu bréfin, sem hún nokkru sxnni fékk, væru frá Englandi og öll afhent henni af Gertrude tengdafrænku, sem ávalt spurðu frá hverjum þau væri. Hún hafði því ákveðið að hann skyldi ekki skrifa henni. Cherry hafði nýlega hlotnast arftur eftir föðursystur sína, og henni hafði tekist að fá leyfi móður sinnar til þess að hún mætti eign- ast sérstaka bifreið er hún hefði full umráð yfir. Og Cherry hafði svo nú keyrt burtu í litla hvíta tvísætis bílnum sínum til uppfyll- ingar á stefnumóti til tedrykkju eða annarar hressingar með ýmsum ungum piltkunningjum sínum. Um næstu vikulokin eftir að þær komu beim frá Abdels heimboðinu, fengu þau pró- fessorinn og Gertrude óvænt tliboð um að koma til tveggja daga dvalarstundar hjá samstarfs- manni prófessorsins og konu hans, sem þá voru stödd í Luxor. Þetta voru mikilsmetin hjón, og þótt Mrs. Bassett hefði geðjast betur að fjörugra samkvæmislífi en þarna mátti búast við, þá var hún með sjálfri sér stolt af því að hún reyndi ávalt að lyfta undir virðingar- horfur síns kæra Henry, og bjó sig því undir nokkurskonar píslarvætti þessi sérstöku viku- lokin. Áður en hún nú fór í þetta heimboð, lagði hún Pauline þó ríkt á hjarta, að líta vel eftir Cherry í fjarveru sinni. Cherry veifaði skylduræknislega hönd til foreldra sinna, er þau hófu för sína, og sagði svo samstundis við Pauline: “Jæja, Pollv elskan, okkur er bannað að stofna til nokkurs gildis hér heima — þótt eg geti ekkert skilið í því hvers vegna við ættum ekki að hafa safnað saman smáhópi fjörugra kunningja hér í kringum okkur — við hefðum getað beðið Miss Bellingham að leika eftirlitsins velsæmishlut- verkið.” “Miss Bellingham er fjarverandi þéssi viktilokin líka,” svaraði Pauline. “Jæja,” sagði Cherry, “við hefðum þá ó- sköp vel átt að geta komist af án hennar. Hvar er Sir Abdel?” “í AÍexandríu.” Pauline svaraði þannig eins og annars hugar, en roðnaði svo við stork- andi augnaráði frænku sinnar. “Ó! Þér var það vel kunnugt. Eg var Imædd um að hann hefði hlaupið í felur.” En Pauline var nú vaxin yfir það að láta ertnina fá á sig, og svaraði hiklaust: “Nei. Hann kemur bráður aftur.” “Ágætt. Þetta er að ná fullnaðarstiginu.” C'herry virtist vera í óvanalega góðu skapi. Og þegar símabjallan hringdi, stökk hún á fætur. Eg skal svara þessu. Eg geri ráð fyrir að það sé einn minna trúu vina, sem er að kalla.” Hún þaut inn í næsta herbergið, þar sem síminn var, og Pauline heyrði hana hefja samræðuna yfir símann. Cherry kom þvínær jafnskjótt inn í stofuna aftur, með bjarmandi augnaráði og hróðursbros á andlitinu. “Gettu þér til hvað við eigum nú að gera, elskan!” “Nú-nú, Cherry —” byrjaði Pauline i kvíðatón. “Mótmæli eru nú þýðingarlaus, yndið mitt.” Cherry settist á stólbrík frænku sinnar, og lagði hönd á öxl henni.- “Okkur — er — boðið — í — samsæti. Núna í kvöld. Falleg stór bifreið kemur til að sækja okkur, og — það er nú alt og sumt.” “Nei, alls ekki, Cherry,” svaraði Pauline með áherzlu. “Hvers konar samsæti? Hvernig get eg vitað að Gertrude frænka myndi leyfa þér að sækja það?” “Hví skyldi hún ekki gera það? Hún hindrar mig ekki vanalega frá því að fara út með Reggie Courtney. Það fólk er hreinasta fyrirmynd og mamma er því algerlega sam- þykk að eg skemti mér með Reggie.” Þetta var sannleikur. Pauline mintist þess, hve iðulega Cherry hefði skemt sér með unga sendinefndar skrifaranum. Það eitt var þó sjálfsagt, að hún gæti nú ekki látið Cherry íara eina í samsætið. “Jæja þá,” sagði hún dauflega, “eg verð líklega að fara úr því þú hefir þegið boðið fyrir okkur báðar. Hvar neytum við mið- degisverðarins?” “í leynistað. Hann sagði að bölstjórinn vissi hvert hann ætti að flytja okkur.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.