Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.01.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JANÚAR 1943. 7 Svertinginn þakkláti Það bar við eitt sinn að skip- stjóri nokkur af frönsku her- skipi, var að ganga sér til skemt unar fram með sjónum hjá Pointle Potre, sem er smábær á eyjunni Guadeloupe, og kom á torg þar sem verið var að selja þ'ræla. Það var búið að selja marga þræla og afhenda þá hinum nýju eigendum þeirra. Skipstjórinn sá að á sölupallin- um stóðu svertingjar og svert- ingjakona með barn á geta 6 mánaða gamalt. Nokkrir lyst- hafendur óskuðu eftir að þeir fylgdust allir að í sölunni, og vesalings svertingjarnir kvein- uðu aumkvunarlega. Til þessar- ar stundar höfðu þeir þó mátt fylgjast að, er hafði verið sú eina raunabót þeirra. — “Að þurfa að skilja við foreldra sína á þessum aldri”, datt skip- stjóranum í hug og virti barnið fyrir sér með innilegri við- kvæmni og augu hans fyltust tárum. “Seljið þau öll í einu,” hrópaði hann. — “Já, öll í einu” tóku fleiri upp eftir honum. Það var svo ráðið að selja þau öll í einu númeri. Þegar svert- ingjarnir heyrðu það, rendu þau þakklátum augum sínum til himins, og móðirin faðmaði barr sitt með meiri viðkvæmni. Guð hafð heyrt bæn þeirra. Þá heyrð ist fyrsta boð: “Fimtán hundruð lírur. — Ein líra jafngildir ein- um franka —. “Tvö þúsund.” “Tvö þúsund og eitt hundrað”, þá hrópaði uppboðshaldarinn: “Tvö þúsund og eitt hundrað fyrsta og annað sinn”. “2200” kallaði skipstjórinn. “2300” sagði annar, og bauð skipstjórann frá. “Fyrsta, annað og þriðja sinn”, sagði uppboðshaldarinn. Bíður enginn betur?” “2400” kallaði skipstjórinn aftur. “2500” sagði sami maðurinn, og leit út fyrir að hann ætlaði sér svertingjana. “Við skulum útkljá þetta ein- hverntíma” kallaði skipstjórinn með áherzlu. “2600.” “2700” sagði hinn. “Þér ætlið að halda á mér hitanum, fyrst þér ætlið að kaupa þrælana hvað dýrir sem þeir verða, bíð eg ekki lengur.” sagði keppi- nautur skipstjórans, og svert- ingjarnir voru orðnir eign skip- stjórans. “Það veit hamingjan, að eg held eg hafi gert góðverk,” sagði skipstjórinn við sig á leiðinni ofan að bátnum, sem beið hans niður við höfnina. Sama kvöld- ið voru svertingjarnir settir inn í sína nýju stöðu. Svertingjan- um var fenginn starfi hjá sjó- mönnunum, en svertingjakonan látin þvo og vinna í eldhúsinu Fáum dögum eftir lét skipstjór- inn í haf. “Herra,” var svertinginn van- ur að segja við skipstjórann — “þér eruð góður við okkur eins og guð, og við ætlum að elska yður næst honum.” Svo liðu mörg ár. Herskipið var stöðugt á siglingu, ýmist til Kyrrahafsins eða til Mada- gaskar, eða eyjarinnar Bourbon Peru eða Chile í Suður-Ameríku Það var síður en svo að sk-ip- stjórinn iðraðist eftir að hafa keypt svertingjana, því þeir voru svo þakklátir, og hann veitti því eftirtekt hvernig villu- ráfandi sálir þeirra sömdu sig að háttum hvítra manna. Ungi svertinginn hét Seril og leit út fyrir að vera röskur maður. Þegar hann komst til þess aldurs, að hann gæti lært eitthvað til sjómennsku, var skipshöfnin samtaka í því að kenna honum. Hann kom sér mjög vel, var fjörugur piltur og gamansamur. Móðir hans lét heldur engann dag svo líða hjá, að hún ekki mintist velgerðamanns þeirra; hlýddi pilturinn á það með mik- illi eftirtekt, og það leið ekki á löngu til þess að farið var að segja að hrekkjatólið litla léti glaður brytja sig í þúsund stykki fyrir skipstjórann ef þörf krefði. Seril var 7 ára þegar hann í fyrsta skifti hafði land undir fótum. Honum þótti allir hlutir svo óviðfeldnir, fór svo að skæla og vildi áðara komast aftur fram á skipið. Ef hann kom inn í hús, fór hann tafarlausí. að skygnast eftir seglur og varð hissa þegar hann sá engar fall- byssur hjá gluggunum. Hann var 10 ára þegar skipstjóri fékk skipun um að sigla frá Mada- gaskar, sem hann þá var stadd- ur við og vera á varðbergi fram undan Havana og Mantazar. Frakkar áttu þá í ófriði við Spán og gjörðu Spánverskir víkingar frönskum kaupskipum hinn mesta óskunda svo að herskip Frakka höfðu nóg að starfa. Það skeði eitt sinn að skipstjórinn kvaðst ætla að ráð- ast á spánverskan víking, sem hann vissi að faldi sig í leyni- vogum með ströndinni, en með því að þessu fylgdi nokkur hætta, sagðist hann sjálfur ætla að stýra ferðinni. Svertinginn var einn þeirra manna, er áttu að fara. “Taktu við skammbyssum þessum,” mælti skipstjóri við Seril litla. “Eg ætla að hafa þær með mér”. “Já, herra.” “Og hér er flaska. Fáðu svo föður þínum hvorutveggja, og segðu honum að leggja korðann minn hjá því.” “Já, herra.” “Og svo ætlarðu að vera góð- ur drengur meðan eg er í burtu.” “Já, herra. En fremur vildi eg mega fara með yður ef þess væri kostur.” “Lofa þér að fara?” “Já, herra.” “Hvað ætlarðu að gera?” “Eg ætla að berjast með yður og drepa Sjánverjana,” mælti pilturinn og reiddi upp þungt sverð. Pig marketings during 1943 must be substantially greater than in 1942 if Britain’s needs and Canada’s requirements for bacon and pork are to be supplied. If adequate care is given the sow and young litter one million pigs otherwise lost each year can be added to this year’s marketings. PIG PRODUCERS ARE ASKED TO MAKE EVERY EFFORT TO REDUCE LOSS The strength and health of little pigs at birth and for several weeks after farrowing depends to a large extent on the care and feeding of the sow before farrowing. START NOW to assure strong healthy pigs by providing the sow with: 1. Outdoor exercise every day if possible. 2. Dry, airy, draft free quarters. 3. Sufficient feed to build up a reserve for nursing. 4. Minerals, proteins and vitamins. For Jurther injormation consult your Provincial Department of Agriculture, Agricultural College, nearest Dominion Experimental Farm or Live Stock OJJice oj the Dominion Department oj Agriculture. X 174S AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD Dominion Department of Agriculture, Ottawa Honóurable James G. Gardiner, M inister “Ekki að þessu sinni, heldur í annan tíma”, sagði skipstjóri. Svo leið tíminn til þess lagt yrði af stað. Seril litli féll á kné við fætur skipstjórans. Svertinginn kvaddi konu sína. Hún var mjög sorgbitin og leit ýmist á skipstjórann eða mann sinn. Svo stigu menn á skipið, og innan lítillar stundar var það horfið. Sólin var að setjast, það var blæjalogn, og alt hljótt nema áraglamrið. Skipsbáturinn hvarf út í myrkrið. Fyrri hluti næturinnar leið í mikilli ó- þreyju þeirra er eftir voru á skipinu. Veslings svertingjakon- an festi ekki svefn. Henni heyrðist fallbyssuskot. Um morguninn, jókst þó kvíði henn- ar en meir er hún heyrði ára- glamrið og sá skipsbátinn koma. Hún horfði þangað er hún átti von á að maður hennar væri. Þegar hún hafði komið auga á hann kallaði hún: “Hann hefir bjargast.” En það komu ekki allir aftur. Skipstjórann vantaði. Hann hafði lent í höndum ræningj- anna, en hafði þó tekist að gefa mönnum sínum tækifæri að snúa aftur, sem bráðast til skipsins og segja tíðindin. Skips- höfninni hnykti við er hún heyrði fréttirnar, og undirfor- inginn var hvattur til að leita foringjans á meðal víkinganna. Víkingarnir léttu nú akkerum og sigldu með endilangri strönd- inni til Mantanrus, og herskip- ið á eftir, en hélt sig fyrir utan höfnina og gaf öllu gætur er iór fram inni á höfninni. Vík- ingaskipið hagði lagst fyrir akk- erum á miðri skipalegunni. Nú tóku menn á herskipinu að bera ráð sín saman, en gátu ekki orðið á einu máli, vegna þess að óráðlegt þótTi að ráða til atlögu á skip víkinganna, þar sem það var í skjóli við varnar- virkin. Um kvöldið kom Seril litli til undirforingjans, sem þá hafði yfirstjórnina á skipinu, og mælti: “Við feðgarnir ætlum að bjarga húsbónda okkar ef þér leyfið.” “Þið? Og hvernig?” Þá tók svertinginn fram í og talaði í hálfum hljóðum við undirforingjann, þegar hann hafði hlustað á mál hans um hríð, tók foringinn í hendi hans til merkis um að hann væri samþykkur og sagði: “Eg er viss um að fyrritækið hepnast. Og það í kvöld vinur minn.” Svo var búist til bardaga. Skipsbáturinn var skipaður vopnuðum mönnum, en enginn skyldi í hverjum tilgangi. Þegar fulldimt var orðið færði her- skipið sig nær landi, en bátur- inn var á siglingu nokkuð frá. Um nóttina hvesti. Vindurinn stóð af landi ofan. Kyrð ríkti yfir öllu bæði í Mantanzan og á höfninni, að öldunum undan- teknum, er þær skullu á grunn- múrunum. Hversu aðgætnir, sem varð- mennirnir í virkinu hefðu ver- ið, myndi þeim þó ekki auðió að greina höfuð á tveimur svert- ingjum, sem voru á sundi fram á skipalegunni. Þeir syntu að skipi víkinganna, þar voru allir í fasta svefni. Svo sást svört þúst vinda sig upp akkerisfest- ina, og önnur hélt við skips- bátinn er flaut við skipið. Litlu seinna var dregið upp dálítð segl á bugspjóti bátsins. Vina- ur þandi seglið út og ekki leið á löngu til þess skipið fór að smámjakast út úr höfninni. Akkerisfestin hafði verið skorin í sundur. Þegar varðmennirnir á hafn- arskotvirkjunum sáu að skipið lagði út úr höfninni, hugsuðu þeir að það væri að leggja út í nýja ránsferð. Víkingaskipið var nú komið út á rúmsjó. Þá var merki gef- ið. Báturinn frá herskipinu lagði tafarlaust að víkingaskipinu og menn greiddu uppgöngu. “Skipstjóranum er borgið,” heyrðist kallað með gleðiópi Herskipið stýrði nú þangað og var viðbúið að skjóta skip vík- ingana í kaf ef þeir veittu við- nám. “Skipstjóri,” mælti undirfor- inginn. “Seril litli og faðir hans hafa bjargað yður, þeir lögðu á ráðin og við höfum farið eftir þeim.” Svo var skipstjóranum skýrt frá hversu hugrakkir svertingj- arnir voru, að hlaupa fyrir borð í náttmyrkrinu, og hvernig Seril hjó akkeristogið og faðir hans dró seglið upp á skipsbátnum. “Herra minn,” mælti eldri svertinginn. “Við ætluðum að bjarga yður eða láta lífið að öðrum kosti, en guð hafði á- kveðið að yður yrði bjargað.” “Frá þessari stu»du”, svaraði skipstjórinn, er eg ekki eigandi yðar, heldur vinur yðar, því nú eruð þér frjálsir menn og öllum óháðir, og fylgja því 10.000 lírur er eg skulda yður.” “En við viljum ekki skilja við yður, heldur þjóna yður og elska yður, sem forðaði okkur frá að- skilnaði.” “Jæja, vinir mínir,” hélt skip- stjórinn áfram. “Við skulum þá fylgjast að, þér skuluð jafnan vera þar sem eg er, og eg ætla að verja yður fyrir hleypidóm- um mannanna.” “Svona hefi eg margreynt, að góðverk ber ætíð góðan ávöxt,” var skipstjórinn vanur að segja, þegar hann sagði sögu þessa. Góðverkin eru sem frækornin er vindurinn feykir, þó að þau lendi í grýttum jarðvegi, vaxa þau samt upp og bera ávöxt. Þýtt úr dönsku fyrir “Nemo” á Gimli. E. G. yTVTVVTVymViYrWVYVVViWYYTYTYVTWiYlWiVVtVtX \erzlunarskola NÁMSSKEIÐ Það borgar sig fyrir yður að leita upplýsinga á skrifátofu Lögbergs, við- víkjandi námsskeiðum við beztu verzlunarskól- ana í Winnipeg .... Veitið þessu athygli f nú þegar/ vMWWMWMIAM‘M*MWA*AWM*A**A*A*M*>MAy

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.