Lögberg - 28.01.1943, Síða 4

Lögberg - 28.01.1943, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JANÚAR, 1943. ----------lögtotS--------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram The “Dögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Mál, sem þolir enga bið Hann hefir verið alt annað en mjúkur á manninn, veturinn vestanlands, frá því um áramótin; hann hefir vafalaust veitt mörgum manninum naglakul, og margir hafa blásið í kaun; vitaskuld hefir hann ekki verið tiltakan- lega harðhentur á þeim, sem við allsnægtir búa, en hinum, sem úr sáralitlu hafa að spila, hefir hann sýnt í tvo heimana, og gerir svo enn, því enn er langdægur fjarst við sjónbaug. Þorsteinn Erlingsson, var flestum Islending- um markvissari í ljóði; á kaldadal æfi sinnar orti hann þessa eftirminnanlega vísu: “Eg veit hvað svöngum vetur er, þú veizt það kannske líka.” Margt fólk í þessu frjósama landi, margir “píslarvottar með bogin bök”, sem orðið hafa fyrir þeim vandræðum að fylla sjöunda tug- inn, og verða að lifa af molum, sem falla af borðum drottna þeirra, eða 20 dollurum á mánuði, gæti vafalaust tekið í sama streng og Þorsteinn, og honum að reiðilausu vikið einu orði í vísunnni við, og raulað hana á þessa leið: “Eg veit hvað köldum vetur, er, þú veizt það kannske líka.” Milli sults og kulda, er svo náin frændsemi, að í flestum tilfellum verður naumast á milli greint. Verðmætasta eign hvers þjóðfélags er fólkið sjálft, og þess vegna á það að vera fyrsta og æðsta skylda stjórnarvaldanna, að tryggja hag þess á sem allra flestum sviðum. Bandaríkin eru komin langt á undan oss viðvíkjandi sam- félagsöryggi, og er hið sama að segja um Breta; þó eru brezk stjórnarvöld ekki allskostar ánægð með núgildandi ásigkomulag þar í landi, eins og ráða má af álitsskjali Beveridge-nefndar- innar, sem birt er í íslenzkri þýðingu hér í blaðinu, og fer fram á róttækar breytingar í umbótaátt. Þrátt fyrir mikilvægar ráðstafanir af hálfu canadískra stjórnarvalda um hámarksverð lífs- nauðsynja, hafa ýmissar nauðsynjavörur hækk- að í verði að mun; má þar einkum til nefna kjöt af ýmsu tagi; fatnaður hefir einnig hækk- að í verði þrátt fyrir rýrnandi efnisgæði. Sjö- tíu ára -fólkið í landinu þarfnast vitanlega kjöts, ekki sízt yfir köldustu vetrarmánuðina, og það þarf líka eitthvað af flíkum til þess að skýla sér með; það verður samt sem áður að sætta sig við þessa 20 dollara ölmusu á mán- uði við þverrandi kaupgetu. I einhverri skuld, að minsta kosti þakklætis- skuld, hlýtur ríkið að standa í við þá þegna sína, sem veitt hafa því dygga og arðberandi þjónustu frá unglingsárum og fram yfir sjö- tugt; og þá má það ekki minna vera, en þeim verði séð fyrir eins áhyggjulitlu æfikvöldi og fvamast má vera. Hér í landi er ellistyrkur einskorðaður við sjötíu ár; engir aðrir en þeir, sem fylt hafa sjöunda tuginn, geta orðið slíks styrks aðnjót- andi; aldurstakmarkið er langt of hátt, og styrkurinn með öllu ófullnægjandi; ef styrk- veiting væri miðuð við sextíu og fimm ár, og upphæðin næmi 35 dollurum á mánuði, yrðu kringumstæður “gömlu barnanna” vitund þol- anlegri. I Bandaríkjunum er aldurstakmarkið fyrir eJIistyrk miðað við 65 ár, og í ýmsum ein- stökum ríkjum, nemur upphæðin 40 dollurum á mánuði; þar má roskna fólkið jafnframt dunda við eitt og annað sér til afþreyjingar, eiga landblett og smáhýsi, sem það býr í; þar er það enn sjálfstætt fólk, og hefir það ekki ávalt á meðvitundinni hverja líðandi stund, að það sé upp á aðra komið, því það veit, að ríkið er aðeins að greiða því réttmæta vexti af langri og arðbærri iðju; og minna en þetta, getum vér ekki, sem land þetta byggj- um, undir neinum kringumstæðum sætt oss við fyrir hönd vorra öldruðu borgara. 1 Manitobaþinginu í fyrra vetur, var sam- þykkt í einu hljóði þingsályktunartillaga, er í þá átt gekk, að þingið væri því hlynt, að ellistyrkur yrði hækkaður um 5 dollara á mán- uði; við þetta hefðu aðstæður hins aldurhnigna fólks vitaskuld ofurlítið batnað, ef til fram- kvæmdar hefði komið, en því hefif ekki verið að heilsa fram að þessu; virðing þjóðarinnar krefst þess, að nú verði ekki lengur látið við svo búið standa. Sambandsþingið í Ottawa settist á rökstóla í gær, og þann 2. febrúar næstkomandi, kemur Manitobaþingið saman til funda; hvorugu þessara þinga ætti að slíta fyr en fengist hefir viðunanleg úrlausn í ellistyrks- málinu, því það kemur undir úrskurð beggja. Þetta mikilvæga mál þolir ekki lengri bið. Heiðra föður þinn og móður Boðorðin tíu í Móselögum eru eitt af því, sem oss var fyrst kent í kristindómi, og fór vel á því. Þau eru að ýmsu leyti kjarninn í siða- lögmáli þeirrar þjóðar, sem öðlast hafði mest- an trúar þroska og siðgæðis allra þjóða fyrir Krists burð, stutt og skýr, ágætlega fallin til þess jafnt að verða greypt í minni og meitluð i stein. Þegar Jesús Kristur tók að flytja' fagn- aðarboðskap sinn, hóf hann þessi boðorð á enn hærra stig og brá yfir þau nýjum ljóma. Hann svaraði þeim, er spurði, hvað hann ætti að gjöra til þess að öðlast eilíft líf, með því að benda honum á boðorðin, og andinn í allri breytni við aðra menn samkvæmt þeim átti að vera: Elska skaltu náunga þinn eins og sjálfan þig. Alt, sem þér viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Þann- ig eru þessi boðorð kristileg svo sem mest má verða. . Við eitt boðorðanna er tengt sérstakt fyrir- beit: Svo að þú verðir langlífur og þér vegni vel í því landi, sem drottinn, Guð þinn, gefur þér. Það er fjórða boðorðið: Heiðra föður þinn og móður. Það væri vel þess vert, að vér íhuguðum vandlega, hvernig vér höldum þetta boðorð Eg á ekki aðeins við það, hvernig vér gjörum það hvert um sig, sem eigum foreldra á lífi, heldur hvernig þjóðin gjörir það öll í heild, hvernig sú kynslóð, sem nú á fullan starfsþrótt, reynist hinni, er starfaði á undan henni og bjó í haginn fyrir hana, þ. e. feðrum sínum og mæðrum. Heiðrar hún þau? Guðspjöllin skýra frá því, að Jesú hafi oftar en einu sinni minst sérstaklega á þetta boð- orð: Heiðra föður þinn og móður. Hann út- skýrði einnig á einum stað mjög átakanlega, livað í því felst. Hann ávítar Faríseana harð- lega fyrir það, að þeir leyfi börnunum að fara svo með fé sitt, að það megi ekki að gagni koma foreldrum þeirra. “Þannig,” segir hann, “ónýtið þér Guðs orð með erfikenningu yðar, er þér hafið sett.” Sá, sem skýtur sér undan því að láta foreldra sína fá það, er hann get- ur veitt þeim til lífsviðurværis og þau þarfn- ast, brýtur það boð, er Guð hefir sjálfur ritað í hjörtu mannanna. Þennan mælikvarða getum vér nú notað við rannsóknina á afstöðu vorri til fjórða boðorðs- ins. Sýnum vér eldri kynslóðinni, sem komin er að náttmálum eftir langan starfsdag fyrir oss, að vér heiðrum hana? Sýnum vér henni það í verki? Sumir vilja aðeins ræða þessa spurningu frá sjónarmiði einkalífsins. En það er ekki nóg. Það er ekki nóg, að þú heiðrir einungis föður þinn og móður, en látir þér liggja í léttu rúmi, þótt hundruð eða þúsundir annara feðra og mæðra séu vanheiðruð. Það er einmitt heimsins mikla þrautamein, að rtienn hafa viljað einskorða kristindóminn við einkalíf en spyrnt gegn því, að hann næði einnig til fél- agslífsins alment, þjóðlífsins og sambúðarinn- ar þjóða á milli. Þess vegna er nú jörðin nær því að vera kvalastaður en sælustaður, sem henni er þó ætlað að vera. Súrdeig kristin- dómsins verður að gagnsýrast alt, frá hinu smæsta til hins stærsta. Svarið við spurningunni um framkomu yngri kynslóðar þjóðarinnar við hina eldri, hinna þróttmiklu við hina lúnu og þreyttu, barnanna við foreldrana, liggur ljóst fyrir. Vér hin yngri sem eigum fult vinnuþrek, höfum yfirleitt .stórum betri fjárráð en nokkuru sinni fyr. Skuldir eru greiddar, inneignir vaxa, og ekki allfáir raka svo að sér fé, að slíks eru engin dæmi hvorki fyr né síðar í sögu vorri. En fá þau að njóta, feðurnir og mæðurnar, sem þrotin eru orðin að heilsu og kröftum? Það er nú emmitt annað. Þar á sannarlega við það, sem Jesús segir: “Frá þeim, sem ekki hefir, mun tekið verða jafnvel það, sem hann hefir”. Það, sem þau hafa dregið saman með súrum svita til elliáranna, er að verða að engu. Vér mölum svo, börnin, tveimur stórum kvarnarsteinum, cg getum malað áfram í friði og næði fyrir því, að ekki mun móðurkynslóðin kvarta. Hitt er annað mál, hvort vér getum alveg svæft samvizkuna? Hvað verður nú um það, sem hefði getað orðið feðrunum og mæðrunum til styrks? Annarsvegar er það að verða ávaxta- snautt í bönkum og sparisjóðum og hins veg- ar næsta verðlítið til kaupa á nauðsynjum sökum vitfirringslegrar verðbólgu og dýrtíðar. Og lífeyrir gamla fólksins, ellilaun, örorku- fcætur o. s. frv. — alt er þetta af skornum skamti. Vér megum ekki líkjast Svaða á Svaðastöð- um, hinum heiðna, og gjöra gröf mikla og djúpa handa gamla fólkinu skamt frá alfara- vegi. Dæmi Þórvarðs hins kristna Spak- Böðv- arssonar verður heldur að lýsa oss. Það er einmitt þetta fólk, sem vér eigum að sýna sér- staka umhyggju og umönnun. Á því er' enginn minsti vafi, að vér getum snúið við, ef viljinn er nógur, reynst gömlu kvnslóðinni vel og heiðrað. hana í verki og sannleika. Eg vil nú skora á alla stjórnmála- flokka. allar stéttir og yfirleitt alla, sem hlut eiga að máli, að gjöra það og gjöra það fljótt. Sagá íslendinga er einstæð um sumt í sögu þjóðanna. Eitt er það, að vér vitum með sögu- legum sannindum, að vér höfum eignast þetta land án þess að vér tækjum það frá nokkrum öðrum. Þetta er frá upphafi vort land. og að þessu leyti getum vér sagt fremur en allar aðrar þjóðir, að Guð hafi gefið oss landið. Það er giftusamlegt upphaf þjóðar. En Eftir Dyson Cnrter. Fyrir mörguni árum, á tímum rússnesku keisaranna, var uppi vísindamaður, að nafni próf. Timiryazev. Eftir að hafa unnið af allri sinni orku til hags og upplýsingar þjóð sinni, féðist voldugur blaðaútgefandi, greifi Meschersky, á hann í einu blaði sinu, fyrir að hann skyldi hafa þá dirfsku, að skrifa eins og 1 hann gerði, “um sinar guðlöst- unar tilraunir, sem ganga í bága við handaverk almættisins, er ekki meira né minna en útrýma Guði úr náttúrunni, og láta stjórnina borga allan kostnað slikra skammarverka.” Meschersky reyndi að koma því til leiðar að Timiryazev yrði gerðu útlægur úr Rússlandi, en gat þó ekki komið því til leiðar, þvi Timryazev var svo vel þektur meðal vísinddmanna um allan heim, og með því að gera hann landrækan, óttaðist keisarinn annað ofviðri af alþjóðamótmæl- um, eins og höfðu dunið á hon- um eftir ofsóknirnar 1905. Bftir það ofsóknaár dundi yfir Rúss- land hver plágan eftir aðra: hungur, þurkar, sem brendu alla uppskeru af jörðinni, flóð, skor- kvifcinda mergð, ryð og drep- sóttir; ein eftir aðra fóru þess- ar plágur yfir beztu akuryrkju- svæði landsins. Menn eins og Timiryazev gerðu alt sem þeim var mögulegt til að hefja þjóðina upp úr dýki eymda og örbirgðar. . Fyrir uppihaldslausa starfsemi þessara manna, hefir nú hinu nýja lýðræði tekist að sigrast á þessum meinsemdum. Nú er svo komið að vísindamenn alment viðurkenna, að engin þjóð standi Rússum jafnfætis í akuryrkju. Vísindamenn þeirra eru orðnir frægir um allan heim. Akur- yrkjumiiskapur þeirra, er starf- ræktur á annari grundvallarað- ferð og með öðru fyrirkomulagi, en annarsstaðar þekkist. Sumar af hinum síðustu framförum á sviði akuryrkjunnar, eru hreint og beint undraverðar. Timiryazev var enginn draum- óra vísindamaður. Hans setta markmið var, að bjarga akur- yrkju hændunum út lir hinum endalausu erfiðleikum sem þeir áttu við að stríða, og tryggja akuryrkjuna, svo bændurnir væru ekki eins háðir og ósjálfbjarga, fyrir dutlungum regns, storma og sólar. Hann sagði: “Vísinda- mennirnir geta ekki gert sig á- nægða með að leika aðeins hlut- verk áhorfandans. Sem tilrauna- maður verður hann að vera leið- beinandi náttúrunnar. Hans stóra hlutverk er að beygja rás náttúrunnar undir skynsemi og vil ja mannsins.” Vér förum nú fljótt yfir sögu. Fimtán árum síðar, austur i Siberíu, verður fyrir oss ungur akuryrkjubóndi að nafni Yefre- mov; hann hafði kynt sér bækur og ritverk prófessors Timiryazev. Þessi ungi bóndi varð hrifinn af þvi sem hann las, og sagði vin- um sínum frá þvi, að Timiryazev hefði sagt: “Við getum ekki ver- ið ánægðir með að vera einungis áhorfendur, við vGTðum að láta náttúruna laga sig eftir þörfum okkar.” Yefremov lagði mikla alúð við nám sitt. Bækur gamla prófess- orsins um sólarljósið og áhrif þess, vöktu bæði hrifningu og á- huga hjá honum. Hann las um allar tilraunir, sem hann hafði fleira þarf til að tryggja þjóð- argiftu. Mundu því altaf, ís- lenzka þjóð, þetta boðorð Guðs: Heiðraðu föður þinn og móður. svo að þú verðir langlíf og þéf vegni vel í því landi, sem drott- inn Guð þinn gefur þér. Mundu það ekki sízt nú á þessum ör- lagatímum. Mundu það og breyttu eftir því. Ásmundur Guðmundsson. Kirkjuritið. gert, ihvað eftir annað. Smátt og sinátt glæddist ný, aðdáanleg hugsjón og skilningur í huga hans. Hann velti viðfangsefninu fyrir sér, ákveðinn í að finna úr- lausn þess. Alt í einu stóð kristalskýr mynd þeirra hug- sjóna, er ihann hafði myndað sér, af lestri bóka Timiryazevs, fyrir augum hans. Hann sagði hægt og rólega við félaga sína: “Eg held eg viti nú hvernig á að nota sólarljósið.” Skildi við félaga sína til að hugsa mál sitt frekar. Hann skrifaði niður þær niður- stöður, sem hann hafði komist að; það var á þessa leið: “Ef sólarljósið gefur alla þá orku, sem plönturnar nota til að breyta fæðu og vatni og lofti í korn, þessvegna er sólarljósið þýðing- armest af öllu fyrir jurtagróður- inn. Til þess að auka uppskeru- magn hverrar ekru, er einungis nauðsynlegt að nota fjölda sólar- geislanna, sem hver plöntuð ekra þarf til að framleiða korn.” Hvernig? Yefremov hafði fundið svarið, og það virtist svo ótrúlega ein- falt. Til þess að fá meira korn af hverri ekru, þarf að brúka meira sólarljós á hverja ekru; til þess þarf að anka plöntufjöldann sem ræktaður er á hverri ekru. Yefremov reyndi 'að útskýra þetta fyrir jarðyrkju-sérfræðing- um, en það gekk ekki betur en svo, að fþeir héldu að hann væri ekki með öllum mjalla. Svo á- lykta flestir ennþá. Hvernig getur þú ræktað fleiri hveiti- plöntur á hverri ekru en gert hef- ir verið? Eg veit ekki ennþá, svaraði Yefremov. “En eg ætla að finna það út. Viljið þið hrein. skilnislega segja mér, hvort þið vitað hversu margar hveitiplönt- ur er hægt að rækta á hverju ferhyrningsfeti af jörð?” Akur- yrkju-sérfræðingarnir aðeins roðnuðu i andliti og ráðlögðu Yefremov að eyða ekfci tíma í að hugsa um slíka dagdrauma. “Ef hægt væri að rækta meira korn á ihverri ekru en gert er, hefði fólk gert það fyrir hundruðum ára.” En slíkt svar var langt frá að fullnægja Yefremov. Fyrstu tilraunir hans voru á þessa leið: Yefremov og að#stoð- armenn ihans plöntuðu korn- plöntum í þúsund smáreiti, hvern hjá öðrum. Með mestu ná- kvæmni settu þeir hvert korn niður, með afar litlu mismunandi millibili. f einum reitnum, með 1/2 þumlungs millibili, í öðrum % þumlungs millibili, og 1 þuml. millibili. Mismunurinn milli plantnanna í hinum ýmsu reitum var minni en 1/2 þumlungur. Til- raunamennirnir unnu að þessum tilraunum með mestu umhyggju og alúð, þvi þeim var vel ljóst eftir hverju þeir leituðu, jafnvel 1/10 úr þuml. gæti haft mikla þýðingu fyrir árangur tilraun- anna. Það tók Yefremov ekki langan tíma að sanna öllum heimi, að ll/2 ferhyrnings þuml. af jörð væri nægilega stórt svæði til að rækta á eina hveitiplöntu. Það meinar, að á heilli ekru af landi má planta óskapa fjölda af korni, og allar plönturnar geta notið nægilegs sólarljóss til heilbrigðis og fullrar þroskunar. Afcuryrkju bændurnir komu brátt auga á hvað hafði sfceð. Yefremov hafði plantað og ræktað fimm sinnum fleiri ihveitiplöntur á hverri ekru en gert var, eftir hinni vanalegu aðferð. Ræktunaraðferð Yefremovs er í stuttu máli þessi: Að kynna sér og taka til greina hvernig sólargeislarnir falla á hverju sér- stöku ræktunarsvæði. Sáningin fylgir ekki vegum, ám og lækjum eða girðingum, eins og venja hef- ir verið til, en er ákveðin af sér- stökum mælingamönnum, sem hafa lært að þekkja afstöðu sól- arinnar til hvers ræktunarsvæðis, yfir þroskunar timabilið. Svona stóraukin uppskera er og líkleg til að eyða um of frjó- magni jarðarinnar, ef áburður er ekki notaður í akrana. Það er aðal leyndarmálið, sem stendur í sambandi við að nota sólarork- una til kornræktar. Undanifar- andi hefir það ekki þótt borga sig að bera áburð i kornakra, þvi slíkt hefir kostað mikla peninga. En undir þessari nýju aðferð er það hagsmunalegt, vegna þess, að með Yefremovs fyrirkomulag- inu er uppskeran finim sinnum meiri en áður af hverri ekru, með mjög litlum aukakostnaði í vinnu og vélum. Annar rússneskur akuryrkju- fræðingur, Rakitin að nafni, einn af félögum Yefremovs hefir framleitt nýja tegund hveitis, sem er sérstaklega vel fallinn til þéttrar sáningar. Þessi tegund hefir aðeins tvö korn meir í hverju axi, meir en annað hveiti; það meinar miljón fleiri hveiti- korn af hverri ekru að auk — fjörutíu mæla, — svo þessi auka viðbót út af fyrir sig, má heita góð uppskera, miðað við venju- lega uppskeru. Enn aðra" undraverða uppgötv- un á sviði akuryrkjunnar hefir Úkraníumaður, að nafni T. D. Lysenco, fundið upp. Sú upp- fynding er nefnd “yarovization” og er í þvi fólgin að búa útsæðis- kornið svo undir áður en því er sáð, með efnafræðilegri aðferð, að það vex miklu fljótara. Yaro- vization gerir og mögulegt að rækta hveiti miklu norðar en gert er hér i landi. Með þessari að- ferð þroskast og að fullu vetrar- hveiti, sem sáð er að vorinu, á næsta hausti. Það flýtir og fyr- ir þroskun margra annara jarð- arávaxta og er sérstaklega óum- ræðileg hjálp á þeim svæðum, þar sem frost koma snemma. Það er vert að athuga lítils- háttar 'hversu að visindin hafa breytt daglegu lífi al'lra er lifa af landbúnaði á RússJandi, manna, kvenna og barna. Það hefir mik- ið verið skrifað um samfélags- búin á Rússlandi, um stríðið milli Jandeigandanna og sambúð- ar fyrirkomulagsins. Stjórn- málamennirnir segja ofckur að slifct fyrirkomulag sé ómögulegt í voru landi. Hvað er í því fyrir- komulagi, sem er svo hræðilegt? Fyrirkomulagið er mjög einfalt. í staðinn fyrir að hafa þúsund smábændur á svo litlum land- skikum að þeir geta með naum- indum dregið fram lífið, eru all- ar jarðirnar sameinaðar í einn stóran búgarð. Allar vinnuvélar verða sameign allra. Því svipar dálítið til landnemaáranna í voru landi, þegar allir nágrannarnir hópuðust saman til þess að hjálpa hver öðrum til að sá á vorin og þreskja á haustin, en mismunurinn er sá á Soviet sam- félagsbúunum, að samvinnan heldur áfram alt árið i kring. Allir vinna saman að sáning- unni, þreskingunni, plægingunni, að gripahirðingu og öðrum sam- félags störfum. Samfélagsbændurnir búa í ný- tizku húsum með nútíma þæg- indum, vinna miklu styttri tíma en áður. Hætta vinnu um kvöld- verðartíma og hafa þá nægan tíma til að fara í leikhús, bað- stöðvar og málfunda samkomu- staði, eða hreyfimyndasýningar. Frægir leikendur og söngfólk heimsækir oft leikhús félagsbú- anna. Á samfélagsbúunum eru: sjúkrahús, lyfjabúð, bílskýli, sem búin eiga sjálf, bókasöfn, hjúkr- unarstofnanir fyrir börn og unglinga. Ungú fólki, sem á Ný aðferð í notkun sólarljóssins fimmfaldar hveitiuppskeru rússneskra bænda

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.