Lögberg - 25.02.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 25.02.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1943. 5 ‘Sennsluna, er miklu fyrri skyldi gert hafa verið. Með það fyrir augum hefir nefndin, með full- tingi stjórnarnefndar Þjóðrækn- isfélagsins, valið og pantað fjölda kennslubóka frá Islandi, sem væntanlegar eru á næst- unni og bæta vonandi úr hinni örýnu þörf, sem verið hefir á slíkum bókum og gert kennur- um og nemendum aðstöðuna stórum erfiðari. I skýrslu milli- þinganefndarinnar í þessum mál um verður skýrt nánar frá þess- ari viðleitni og hinni ágætu samvinnu, sem landar vorir heima hafa veitt oss í þeim efnum. Samvinnumál við ísland. Er það ekki ofmælt, að Is- iendingar heima á ættjörðinni hafa með mörgum hætti sýnt það í verki undanfarið, að þeim er af heilum hug annt um það að treysta sem mest ættarbönd- in og framhaldandi menningar- samband milli vor og þeirra. Eigi hafa þeir þó fram að þessu stigið merkilegra eða þakkar- verðara spor í þá átt, en með frumvarpi því um styrk til Is- iendinga vestan hafs til náms í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands, sem Bjarni alþingismað- ur Ásgeirsson flutti og Alþingi íslands samþykkti og afgreiddi sem lög þann 22. maí síðastlið- inn. Var lagafrumvarp þetta undirritað af Sveini Björnssyni ríkisstjóra og prófessor Magnúsi Jórissyni, þáverandi kennslu- ^uálaráðherra, þann 4. júlí i sumar. Þar sem Þjóðræknisfél- agið er beinn aðili í þessu máli, fer ágætlega á því, að frum- varpið, í þeirri mynd, sem það var samþykkt og undirritað, sé tekið upp í skýrslu þessa, eii það er á þessa leið: 1. gr. Kennslumálaráðherra skai heimilt að veita manni af ís- fenzkum ættum, einum í senn, sem búsettur er í Knada eða Bandaríkjum Norður-Ameríku °g lokið hefir stúdentsprófi þar, styrk úr ríkissjóði til náms í islenzkum fræðum í heimspeki- deild Háskóla íslands. • 2. gr. Námsstyrkur samkvæmt 1. gr. skal miðaður við það, að nem- andinn fái greiddar hæfilegan kostnað af húsnæði, fæði og kaupum nauðsynlegra náms- hóka. Ráðherra úrskurðar kostnað þann, að fengnu áliti heimspekideildar háskólans, og skal fæðis- og húsnæðiskostn- aður greiddur á mánuði hverj- Urn fyrirfram. Ráðherra ákveður, hver styrks þessa skuli verða aðnjótandi i hvert sinn, að fengnum tillög- Uln stjórnár Þjóðræknisfélags slendinga í Vesturheimi og heimspekideildar Háskóla ís- fands. Sá, er styrk hlýtur, skal njóta ans meðan hann stundar nám 1 deildinni, þó aldrei lengur en 4 ár. Samþykkt þessa lagafrum- varps lýsir frábærum dreng- skaparhug í garð vor íslendinga 1 landi hér, og eiga flutnings- niaður frumvarpsins og Alþingi 1 heild sinni skilið ómældar Pakkir vorar fyrir þá ágætu ^aektarsemi og framsýni, sem rggur hér á baki. Má einnig vafalaust fullyrða, að þetta djúp ®ka samvinnuspor hafi vakið almennan fögnuð með íslend- lnga hérlendis; en í því felst emnig traust til vor, sem vér ^gum eigi bregðast, og eggj- an um að byggja sem traustast °g viturlegast á þeim grund- Vellh sem hér hefir verið lagð- Ur- Um annað fram ætti þó þetta vinarbragð heimaþjóðarinnar að verða oss styrkur í harðsóttri Pjóðraeknis-baráttu vorri og hvatning til aukinnar árvekni i þeim málum; enda var frum- varpið einmitt borið fram með það markmið í huga. Mun stjórnarnefnd Þjóðræknisfélags- ins bráðlega gera kunnugt í vikublöðum vorum nánari á- kvarðanir varðandi námsstyrk þann, sem hér er um að ræða. .Þá fer vel á því að minnast þess hér, að Alþingi íslands sæmdi nýlega skáldastyrk þá J. Magnús Bjarnason rithöfund og dr. Sigurð J. Jóhannesson skáld; áður hafði Þ. Þ. Þorsteinsson rithöfundi verið samskonar sómi sýndur, en allir eru menn'þessir heiðursfélagar Þjóðræknisfélags- ins. Einnig hefir oss óefað ver- ið það óblandið fagnaðarefni, er það fréttist, að íslandsstjórn hafði snemma á þessum vetri heiðruðu tvo af ágætum félags- bræðrum vorum og samherj- um, sem báðir hafa átt sæti í stjórnarnefnd félags vors, þá Einar P. Jónsson, ritstjóra Lög- bergs, og Stefán Einarsson, rit- stjóra Heimskringlu, með því að gera þá riddara af Fálkaorðunni. Er það bæði makleg viðurkenn- ing á starfi þeirra sjálfra og jafnframt viðurkenning á menn- ingar- og þjóðræknislegu mikil- vægi íslenzkrar blaðaútgáfu vestan hafs. Óska eg þeim í félagsins nafni innilega til ham- ingju með þennan heiður og þakka þeim allan stuðning við félagsmál vor. Góðhugur heimaþjóðarinnar i garð vor kom einnig fram í hinu virðulega heimboði, sem ríkisstjóri Islands gerði fyrir nokkru síðan þeim Vestur-ís- lendingum, er nú dvelja í landi þar. Sami vinarhugur og rækt- arsemi lýsti sér í jólakveðju þeirra, sem séra Friðrik Hall- grímsson flutti á hljómplötu af hálfu Þjóðræknisfélagsins á ís- landi og þegar hefir verið lesin upp hér í útvarp og prentað í vikublöðunum íslenzku. Ríkis- útvarpið sendi einnig vestur um haf á hljómplötu jólasöngva og jólakveðjur, er þeir höfðu flutt Jónas Þorbergsson útvarpsstjóri prófessor Magnús Jónsson kenn- slumálaráðherra og Árni G. Eylands, framkvæmdarstjóri og forseti Þjóðræknisfélagsins heima. En svo illa hafði tekist til, að hljómplötur þessar brotn- uðu í flutningnum hina löngxi leið og komu því eigi að tilætl- uðum notum. En söm er gjörð og góðvild þeirra, er þar áttu hlut að máli, sem þakkast hér að verðleikum. Mjög nýlega, en of seint til þess, að harin yrði birtur í vikublöðunum, þar sem um jólakveðju var að ræða, barst mér textinn af ávarpi Árna G. Eylands, sem er þrung- ið ræktarhug til vor og um allt hið drengilegasta. Rúm og tími leyfa eigi að fella það inn í skýrslu þessa, en lesa mun eg meginmál þess á lokasamkomu þingsins, því að mál Árna á sannarlega erindi til vor. Þá skal þess gerið með þakk- læti, að Jón Magnússon skáld, hinn gamalkunni velunnari vor, eins og kvæði hans vitna, sendi Þjóðræknisfélaginu fyrir nokkru síðan til útbýtingar yfir 20 ein- tök af hinni svipmiklu hetju- sögu sinni í ljóði, Björn á Reyðarfelli. Verður ritum þess- um skipt milli lestrarfélaga og annara íslenzkra stofnana vestan hafs. Auk hinna íslenzku náms- manna og námsmeyja, sem eiga dvöl með oss hérna megin hafs- ins og eru oss einkar kærkomn- ir, heimsótti oss á þessum slóð- um annar ágætur gestur á árinu, en það var Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri, er sendi oss ítar- lega og prýðilega kveðju á Þjóð- ræknisþingið í fyrra. Með sanni má segja, að lítið hafi af vorri hendi á móti komið hinum mörgu vinsemdarmerkj- um heiman um haf á liðnu ári. Þó má geta þess, að stjórnar- nefndin hefir með höndum, sam- kvæmt beiðni dr. Alexanders Jóhannessonar, söfnun íslenzkra rita og annara rita eftir íslend- inga, sem út hafa komið vestan hafs, fyrir hönd Háskóla íslands og mun halda því verki áfram. Fyrir tilmæli og örlæti Upplýs- ingaskrifstofu Bandaríkjanna i New York (Office of War In- formation) gafst mér einnig tæki færi til þess að senda heima- þjóðinni jólakveðju símleiðis í nafni félags vors; hefir hún þegar verið birt hér í íslenzku blöðunum, en mun hafa veriö útvarpað á íslandi. Hins er þó jafnframt að minnast, að Is- lendingar heima munu telja, að þá bregðumst vér best við vin- áttumerkjum þeirra og ræktar- hug, ef vér berjumst svo þjóð- ræknislegri baráttu vorri hérna megin hafsins, að stofnþjóö vorri megi verða til gagns og sæmdar. Vér megum vel hafa það hugfast, að aldrei hefir þjóð- ernislegri starfsemi vorri venð fylgt með meiri athygli af heimaþjóðinni en einmitt nú, er hún á sjálf um margt í vök aö verjast á því sviði. Saga íslendinga í Vesturheimi Ekki verður sagt, að mikið hafi gerst í því máli á árinu Söguritarinn, Þ. Þ. Þorsteins- son, lauk við handrit sitt að 2. bindi snemma á árinu; en komið var langt fram á vor, þegar búið var að vélrita það og yfirfara að öðru leyti tii prentunar. Handritið var síðan sent til íslands nálægt miðju sumri í umsjá Sófoníasar Thor- kelsson verksmiðjustjóra og með góðri aðstoð dr. Helga P. Briem, aðalræðismanns Islands í New York. Komst það heilu og höldnu heim um haf í hendur Menntamálaráðs, en ekki eru enn neinar fullnaðarráðstafanir gerðar viðvíkjandi útgáfu þessa bindis. Að öðru leyti vísast til væntanlegrar skýrslu sögunefnd ar, sem eigi getur þó ítarleg orðið af fyrgreindum ástæðum. Þá munu einnig koma fram á þinginu munnlegar eða skrif- legar skýrslur frá minjasafns- nefnd, nefnd þeirri, er safna skal þjóðlegum fróðleik, rithöf- undarsjóðsnefnd og Leifsstyttu- nefndinni. I Ingólfsmálið. Stjórnarnefndin hefir haft þetta mál með höndum seinni helming ársins; þykir mér þvi hlýða að skýra þingheimi og félagsfólki í heild sinni, í megin- dráttum frá því, hvers vegna það mál hefir verið á starfs- skrá nefndarinnar og hverjar ákvarðanir hún hefir gert í því sambandi. Laust fyrir ágústlok barst nefndinni bréf frá fangaverðin- um i Prince Albert, Sask., þar sem hann skýrði frá því, að hann hefði heimild til að láta Ingólf Ingólfsson lausan, ef ein- hver vildi taka< við honum og sjá honum farborða. Jafnframt gat hann þess, að Ingólfur vær> við slæma heilsu, hefði nýlega sýkst af krabbameini. Ennfrem- ur gerði fangavörðurinn fyrir- spurn því viðvíkjandi, hvort fé- lagið hefði með höndum fé, er nota mætti í þágu Ingólfs, ef hann yrði látinn laus. Bréf þetta var tekið til rækilegrar athug- unar á stjórnarnefndarfundi seinni partinn í september, en hafði áður verið svarað til bráðabirgða. Urðu mjög skiptar skoðanir um þetta mál á fund- inum, en að lokum var sam1 þykkt að skrifa fangaverðinum á þá leið, að félagið hefði í vörzlum sínum afganginn af fé því, sem safnað hefði verið Ing- ólfi til varnar (“Ingólfssjóð”). Jafnframt bauðst stjórnarnefnd- in til að greiða Ingólfi til fram- færslu, ef hann yrði laus látinn og hefir samastað fundið fyrir hann, $25.00 mánaðarlega í tvö ár, eða þangað til dauða hans bæri að höndum, ef það yrði innan þeirrar tímalengdar. Snemma í október þakkaði fangavörðurinn þetta boð með vinsamlegu bréfi fyrir sína eigin hönd og Ingólfs, en mæltist um leið til þess, að stjórnarnefndin leitaði fyrir sér um dvalarstað handa Ingólfi, ef hann yrði lát- inn laus, meðan fangavörður væri sjálfur að leita fyrir sér annarsstaðar. Seinni partinn , október svaraði stjórnarnefndin á þá leið, að henni hefði eigi tekist að finna slíkan dvalarstað og bað um ítarlegri upplýsing- ar viðvíkjandi aðhlynningu sjúkra á fangahúsinu, heilsufari Ingólfs og því, hvort hann myndi flutningsfær, ef til kæmi Fóru enn bréf milli fangavarð- ar og nefndarinnar í svipaða átt og að ofan greinir, en fulln- aðarsvar við fyrgreindum spurn- ingum nefndarinnar, eftir ítrek- aða beiðni ritara, kom eigi fyr en seinustu vikuna í janúar (dags 20. þ. m.). Var það á þá leið, að Ingólfur yrði að vera á sjúkrahúsi, að gefa þyrfti hon- um deyfingarmeðöl til að lina kvalir hans, að það væri krabba- mein í hálsi, ér hann þjáðist af, og að hann nærðist aðeins vökv- un. Ennfremur tók bréfið fram, að fangelsislæknirinn teldi, að Ingólfur myndi ekki eiga langt líf fyrir höndum, líklega frá sex mánuðum til eins árs. Eigi að síður taldi bréfritari, að Ingólf- ur væri flutningsfær. Aukafundur var kallaður í stjórnarnefndinni til að ræða um bréf þetta þann 5. febrúar. Urðu enn mjög skiptar skoðan- ir um málið. Vildu sumir nefnd- armanna láta flytja Ingólf tii Winnipeg og standa straum aí honum á sjúkraskýli þar í borg, sem kvað reiðubúið að veita honum viðtöku; en öðrum sýnd- ist hann betur kominn, eins og nú væri farið heilsu hans, a sjúkradeild fangahússins Að lok um var sú málamiðlunartillaga samþykt, að nefndin bauðst til að greiða, úr “Ingólfssjóði”, $30.00 mánaðarlega Ingólfi til aukinnar aðhlynningar á sjúkra- húsi fangahússins, eins langi og hann lífði, og skyldi því fé var- ið á hvern þann hátt, er fanga- vörðurinn teldi æskilegt. Þann- ig stendur þá málið. Tímaritið. Útgáfa þess er mjög með sama hætti og verið hefir, og verður því venju samkvæmt útbýtt seinna á þinginu. Gísli Jónsson prentsmiðjustjóri var einum rómi endurkosinn ritstjór’i af stjórnarnefndinni, enda hefir hann haldið prýðisvel í horfinu um efni ritsins og stefnu; bera ritdómar þeir, sem það hefir fengið í blöðum og tímaritum heima á íslandi, ^ þeim ummæl- um órækt vitni. Ásmundur P. Jóhannsson baðst eindregið und- an því, að takast aftur á hend- ur söfnun auglýsinga. Varð nefndin við óskum hans í því tilliti, og þakka eg honum nú í félagsins nafni fyrir hið mikla og ávaxtaríka starf hans að söfnun auglýsinga á liðnum ár- um. Var nú eigi annað fram- undan, en að útvega nýjan safn- anda auglýsenda; tókst Mrs. P. S. Pálsson það starf á hendur og hefir það reynst vel ráðið, því að hún hefir stundað það af dugn- aði og árvekni og árangurinn orðið langt um vonir fram, ekki síst, þegar til greina er tekið, hverjum erfiðleikum- það er bundið að safna auglýsingum nú á tímum. Með auknum með- limafjölda félagsins, hefir auð- vitað orðið að prenta nokkru stærra upplag af ritinu; fara 400 eintök þess aftur í ár til Þjóðræknisfélagsins á íslandi, og er það mikið ánægjuefni, að útbreiðsla þess fer vaxandi í landi þar. Deildir og sambandsdeildir. Skýrslur hinna ýmsu deilda munu sýna það, að þær eru vakandi og starfandi eftir föng- um, enda hvíla heill og áhrif félagsins mjög á viðleitni þeirra í þjóðrækni og menningarátt- ina. • Skyldi starf deildanna allra metið að því skapi meir, sem öllum má það ljóst vera, hve ríkjandi ástand með hinum miklu kvöðum, sem stríðssókn- in leggur fólki á herðar bæði í Canada og Bandaríkjunum, gerir alla félagslega starfsemi erfiðari. Sama máli gegnir auð- vitað um sambandsdeildir vorar. Ver.ður stjórnarnefndin, eftir því, sem ástæður leyfa, að styrkja deildirnar að starfi með þeimsóknum og á annan hátt. Skal þess getið sérstaklega i þessu sambandi, að sambands- deildin “The Icelandic Canadian Club” í Winnipeg, sem Árni G. Eggertson, K.C., er forseti að, hefir hafið útgáfu ársfjórðungs- rits á ensku, sem vakið hefir athygli og hlotið nokkura út- breiðslu. Má ætla, að rit þetta nái betur tilgangi sínum, er þvi vex fiskur um hrygg, og sæmir oss að stuðla að því, að svo megi verða. Fjármál. Um þau vísa eg til hinna ár- legu prentuðu skýrslu féhirðis, fjármálaritara og skjalavarðar, sem lagðar verða fram á þing- inu. Hinn síðastnefndi, Ólafur Pétursson, hefir einnig haft með höndum umsjón með Jóns Bjarnasonar skólahúsinu, og á skilið þakkir fyrir það starf í þágu félagsins. * * * Um leið og eg lýk þessu yfir- liti yfir starf félagsins á árinu, vil eg þakka meðnefndarmönn- um mínum fyrri góða samvinnu, en á sameiginlegum áhuga og átökum stjórnarnefndar og fé- lagsmanna byggist framtíðar- heill félagsins. Því meiri og víð- tækari góðhug almennings, sem það á að fagna, því traustari grunni stendur það á; og mér sýnist það mesta góðspáin um framhaldandi starf þess og til- veru, að almenningsheylli þess virðist fara vaxandi og jafn- framt skilningurinn á nauðsyn þess, enda á það tuttugu og fimm ára afmæli næsta ár. Eigi að síður skyldi enginn láta sér það í hug koma, að ekki sé um margt á brattann að sækja í þjóðræknisbaráttu vorri hérlendis; við þá staðreynd er oss holt að hbrfast í augu. En með samstiltum átökum og sterkum sigurvilja má langt komast og mörgum örðugleik- um úr vegi ryðja. Og næg verk- efni bíða vor: ónumin lönd í bygðum vorum, þó nokkuð hafi áunnist síðastliðið ár, og óbygð að miklu leyti brúin milli eldri og yngri kynslóða vorra í landi hér. Vér eigum enn langt líf fyrir höndum þjóðernislega, ef vér stöndum fast saman um heilbrigða varðveislu þeirra menningarerfða og manndóms- lundar, sem verið hafa besta eign og mesta prýði þjóðar vorr- ar. Sækjum starfsglöð fram í þeirri sigurtrú og hún mun ekki láta sér til skammar verða. Göngum að þingstörfum vor- um í þeim sama anda, og þá munum vér héðan fara bæði ánægðari og auðugri en vér komum. Blessun fylgi störfum vorum! Laugarnes kirkja (Framh. frá bls. 3) * hinum megin er anddyri og fatalgeymsla ásamt snyrtiklef- um. Þá er þar og fundaher- bergi sóknarnefndar. Hér hefir verið farið fljótt yfir sögu, en alt ber húsið með sér, að vel hefir verið til þess vandað, og söfnuðurinn mikið lagt á sig til þess að eignast þarna veglegt guðshús. Á turni uppi verður útsýnispallur, og er útsýni þaðan bæði víð og fögur. Þorlákur Ófeigsson hefir yfir- umsjón með byggingu kirkj- unnar, og er svo ráð fyrir gert, að hún verði fullgerð næsta haust eða vetur. Auðvitað hefir kostnaðurinn við byggingu þessa orðið tals- verður. Efnir sóknarnefnd Laug arneskirkju nú til happdrættis til að standast kostnað bygg- ingarinnar. — Vinningurinn er ný Dodgebifreið með miðstöðv- arhitun, útvarpi og algerlega samkvæmt nýjustu bifreiða- tísku. Dregið verður í happ- drætti þessu á Þrettándanum, og hafa aðeins verið gefnir út 1200 miðar. Fást þeir meðal annars á afgreiðslu Morgun- blaðsins, í Bókaverzlun ísa- foldar og Eymundssonar og hjá sóknarnefndinni. Laugarneskirkja er fyrsta kirkja, sem Þjóðkirkjusöfnuð- ur hefir reist hér síðan 1846, að Dómkirkjan var reist. Voru íbú- ar Reykjavíkur þá aðeins 900 að tölu. Mbl. 23. des. RAUÐIKROSSINN skorar á yður Aldrei hefir þörfin verið jafn brýn $10,000,000 þörf nú þegar RAUÐI KROSSINN leitar nú til yðar til þess að geta haldið áfram mannúðarstarfi sínu; mikilvægu starfi, sem engin önnur stofnun gefur sig við; þörfin hefir aldrei verið jafn brýn. i Stuðlið að því að viðhalda kjarki hálfrar miljónar af her- mönnum vorum, sem nú eru í þann veginn að hefja hörð- ustu baráttu, sem sögur fara af. Rauði krossinn gerir lif þúsunda af stríðsföngum ánægjulegra. Yfir 2,000,000 bögla voru sendir þeim árið sem leið og meira þarf að senda 1943. Menn vorir í Canadiskum og brezkum sjúkrahúsum, þarfn- ast hressandi heimsókna frá starfsfólki Rauða krossins. Hjálp Rauða krossins við skipreika siglingamenn, er nauð- synleg og þolir enga bið. Heimilislausir munaðarleysingjar, frænda vorra og samherja vorra, sjúkt og húngrað fólk vítt um heim — miljónir í Rússlandi, Grikklandi, Kína, og hjá öðrum hinna sameinuðu þjóða — þarfnast matar, með- ala og aðhlynningar Rauða krossins. Þörfin umlykur allan heim; kostnaðurinn í ár margfaldast. Farið að fyrirmælum hjartans; opnið pyngjuna oq sýnið örlæti. Munið að þér eruð Rauði Krossinn! CANADIAN RiDCROSS GEFIЗMannlegar þjáningar hafa aukist Local Campaign Headquarters 420 Main St. Thelephone Number 93 105

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.