Lögberg - 25.02.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.02.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1943. R U F U S Eftir Grace S. Richmond “Mín eigin börn, eins og þér vitið, herra Oliver. Og þau gera mjög mikið gagn, með því að skemta börnunum, sem farið er að batna. Davíð hefir vaxið að minsta kosti tvö fet síðan þér sáuð hann síðast. Heilsaðu herra Oliver, kæra barn.” Fimm ára gamli drengurinn gekk til Olivers og heilsaði honum kurteislega, svo að auðséð \ar, að hann hafði fengið það uppeldi, sem góð móðir veitir barni sínu. Ester litla brosti feimnislega, þegar Oliver tók litlu höndina hennar í sína stóru hendi. Hin tvö börnin brost'u, þegar Nancy nefndi nöfn þeirra, og þau urðu mjög undrandi, þegar Oliver stakk sínuin skildingnum í hverja hendi þeirra. “Gæti eg bara brotið aðra löppina á mér, eða gert eitthvað annað, svo eg hefði ástæðu til að vera hér kyr, þá væri það mér að skapi,” sagði Oliver við Nancy, meðan hann sat að borði með henni, Bruce og tveimur ánægju- legum hjúkrunarkonum. Þó að allir færu að hlægja, þá var þó einn í hópnum, sem vissi, að mikil alvara fylgdi þessu gamni. Það finst tæpast sá sjúklingur, sem er minna áfram um að komast á fætur eftir fótbrot, en Oliver var, þegar hann varð fyrir því “óhappi”, að verða rúmfastur í margar vikur heima hjá Bruce, vini sínum. XLIII. Nancy sá svo um, að dr. Mac Farland og Katrín Ferris komu í heimsókn um kvöldið. Oliver var, eins og honum var tamast, kátur í samræðum við hvern sem var, en hann gaf engu að síður gætur að því, sem fram fór. Seinna um kvöldið, þegar hann og Bruce voru crðnir einir, gaf hann til kynna, hvers hann varð var. Þeir voru að reykja pípur sínar. Nancy hafði slökt öll ljós, nema á einum borðlampa, áður en hún fór. En skinið af arineldinum lýsti upp stofuna og gerði hana heimilislegri. Nancy var ekki hið minsta þreytu leg, þrátt fyrir langt og erfitt dagsverk. Nú hafði hún kastað sorgarslæðunni og svarta xjólnum, en tekið upp í þess stað einskonar einkennisbúning með gráum lit, sem klæddi hana vel, enda voru þeir gerðir af snillings saumakonum — annað gat hún ekki notað en það, sem var gert af listasmekk. Það var gagns- laust fyrir hjúkrunarkonurnar að reyna að ná Nancy að útliti klæða eða yndisleik: frú Ramsey var og varð frú Ramsey; á því var engin önnur skýring. Ef nokkur kona, sem eg hefi séð nýtur þess að vera sífelt önnum kafinn, þá gerir Nancy það, byrjaði Oliver eftir alllanga þogn, sem fylgdi eftir að þeir höfðu báðir fylgt henni með augunum, þar til hún hvarf út úr dyr- unum. “Hún er móðir allra barnanna, og þau virðast aldrei of mörg handa henni til að bera um- kyggju fyrir. Hafið þið ekki haft fleiri “Rúfusa” spurði Oliver. Dr. Bruce furðaði sig á, að Oliver skyldi muna eftir munaðarleysingjanum þeirra og aídrifum hans, sem hann þó aldrei sá. • “Við höfum mist þrjú börn á hálfu öðru ári, en ekkert þeirra var líklegt að mundi lifa, þegar Nancy tók þau í spítalann. En aftur á móti höfum við bjargað nokkrum, sem lítil von var um að lifðu. Nancy hefir enga meiri ánægju en að sjá börnin dafna vel, enda sparar hún ekki að útvega bezta fáanlegt kúakyn, hvað sem það kostar, til þess að ekki skorti á góða mjólk.” “Framúrskarandi!” sagði Oliver og tókst allur á loft. “Og hvað sjálfan þig snertir, þá finst mér þú ekki gefa Nancy mikið eftir í umhyggju þinni fyrir börnunum.” Bruce brosti og byrjaði á öðru umræðuefni. Oliver vildi ekki gera vin sinn að frekara um- talsefni. Honum var það fullljóst, að lífsvið- horf vinar hans var gerbreytt — og það vai aðalatriðið. Hitt hafði minna að segja, þó kraft- ar hans væru ekki jafn ótæmandi og Nancyar virtust vera. “Mac Farland, vinur þinn, veit hvað hann vill.” Um leið og Oliver sagði þetta, hallaði hann sér aftur í stólnum og sendi frá sér grá- an reykjarstrók beint upp í loftið. “Enginn tekur honum fram með það. Eg spái því, að hann verði yfirlæknir á spítalanum áður en langt um líður.” “Eg þykist sjá, að hann sé flestum fremri; og það sem hann tekur sér fyrir hendur, mur. hann ekki skilja við hálfgert. Hverngi er það hann ekki skilja við hálfgert. Hvernig er það Eg óska henni hamingju. Hann er hrifinn af henni, ha?” “Eg býst við að svo sé,” svaraði Bruce og horfði inn í eldinn og sneri vanganum að Oliver. Bruce lét ekki á því bera, þó honum væri ógeðfelt að gera Nancy að umtalsefni á þennan hátt. Oliver ætlaði sér ekki að hætta við umtalsefnið, fyr en hann hefði fengið að vita meira — af sérstökum ástæðum. “Eg man svo langt, að þegar eg var hér áður, var auðséð hvert hugur hans stefndi. Eg get ekki trúað því, að hann hafi ekki beðið hennar enn þá.” Ekkert svar, hvorki játandi eða neitandi. Grunur Olivers um, að dr. Mac Farland gengi stöðugt í biðilsbuxunum, staðfestist nú. En hann var ekki af því tagi, sem lætur “nei” vera síðasta svarið. “Hvernig í ósköpunum átti hún áð neita honum?” sagði Oliver í léttum tón, án þess að hann byggist við svari. “Myndarlegur mað- ur — peningar — hátt settur í stöðu sinni — rétti maðurinn handa henni, hvað viljið þið það meira? Ef til vill ætlar hún sér aldrei að giftast aftur. Fallegar, ungar ekkjur brjóta venjulega þau heit, ef hert er að þeim. Og eg gæti trúað dr. Mac Farland til að ganga eftir henni. Ef marka má af því, sem eg sá, þá ætlar hann sér ekki að sleppa henni úr greipum sér.” “Það er ekkert að sjá.” Það var sagt í lágum en sterkum róm, sem innri alvara fylgdi. Oliver hló við. “Ekki það? Hvar hefir þú augun maður? Hann kemur inn með ungfrú — doktor Ferris — eg venst því aldrei að kalla konur “doktora”. Þau hafa sömu áhugamál. Hann talar við hana — við mig — við þig. En altaf er hann að reyna að fá tækifæri til að hvísla einhverju í eyra frú Ramsey, sem enginn annar heyri. Hann fær hana ekki til að fara út í horn með sér, til þess er hún of hyggin. Hún getur ekki komist hjá að hlusta á hann og sjá augnatillit hans, þegar hann hvíslar. Meira þarf eg ekki til þess að vita hvernig í öllu liggur, eg er nú svo gamall í hettunni. Kona, sem karlmaður hvíslar að — þó ekki sé nema eitt orð, er sú, sem hann þráir. Þú ert blindur, ef þú hefir ekki tekið eftir þessu. Þú vilt ef til vill loka augunum fyrri því,” bætti hann við, eins og hann væri að finna orsökina til eftirtektarleysis vinar síns. Engin svipbrigði voru sýnileg á vanganum, sem að Oliver sneri. Hann gat, því miður, ekki séð beint framan í dr. Bruce. “Eg óska dr. Mac Farland alls góðs,” sagði doktorinn hægt og rólega. Oliver horfði fast á hann. “Er þér alvara?” spurði hann efablandinn. “Vissulega.” “Taktu nú eftir,” sagði Oliver, “það ætti að vera óþa'rft að dylja sannleikann fyrir göml- um vini eins og mér.” “Eg dyl ekkert. En — hvers vegna þurfum við að ræða þetta?” Svo var því máli lokið. Oliver sat í sínum eigin hugleiðingum. Bruce var ekki vanur að láta skoðanir sínar í ljós, nema þegar honum fanst þess þörf. Oliver hélt, að það hefði hann lært í stöðu sinni sem læknir. Honum virtist slíkt vera öðru máli að gegna, þegar um þag- mælskan, gamlan vin væri að ræða, sem vildi honum hið bezta — og sem ekkert mundi láta ógert, vissi hann að það gæti aukið á ham- ingju doktorsins. Hefði hann nú einungis getað varað Bruce við því, að ske kynni að hann yrði skilinn eftir einn með spítalann, því aldrei mundi dr. Mac Farland þola “Rúfusana”, nema ef til vill Davíð og Ester, tækist honum að ná ástum frú Ramsey. Um það var Oliver fullviss. Bruce var sá, sem rauf þögnina, og eftir stundarkorn buðu þeir hvorum öðrum góða nótt. Oliver hélt upp í herbergi það, sem hon- um hafði verið vísað til. Það var lítið þak- herbergi, en áður var hann vanur að hafa stórt og skrautlegt gestaherbergi, sem nú var notað handa einhverjum af “Rúfusunum”. Lát- um þá sofa í friði, litlu aumingjana. Það verð- ur ekki Humphrey Oliver, sem tekur þeirra pláss í húsi dr. Bruce. XLIV. “Frú Ramsey, viljið þér gera mér sérstak- lega mikinn greiða?” “Vissulega er eg fús á það, — ef eg get, — dr. Mac Farland.” “Þér getið það auðveldlega. Farið þér í önnur föt en þér eruð vön að bera á spítalan- um og komið þér svo út með mér. Veðrið verður fagurt í kvöld. Berið enga áhyggju út af því, hvað eg muni gera — treystið mér til að ráða því. Mig langar til að sjá yður samkvæmisbúna aftur í stað þess að sjá yður alt af í umsjónarkonugerfi. Hugsið yður um — gerið það fyrir mig að neita ekki boði mínu í þetta skifti — þér eruð svo oft búin að neita því.” Nancy hugsaði sig um. Það var freistandi. Hún gat vel verið að heiman. Alt var hljótt og rólegt, ekkert aðkallandi. Bruce og Oliver sátu með reykjapípur sínar á svölunum, sem sneru út að garðinum og voru í hrókaræðum, eins og þeirra var venja. Nancy var búin að koma Davíð og Ester í rúmið. Ungfrú Lane hafði vakt, hinar hjúkrunarkonurnar höfðu frí. Nancy fanst líka, að hún hafa frí-kvöld. “Jæja þá, eg ætla að fara,” sagði hún um leið og hún flýtti sér upp á loft. Henni fylgdi sigurhrósandi augnaráð. Það var sjaldgæft, að dr. Mac Farland fengi vilja sínum framgengt, þar sem Nancy átti í hlut. Hann gat ekki skilið, að hana langaði ekki til þess stöku sinnum, að losa sig við allar áhyggjur og á- byrgð og gera sér glaða kvölqlstund; hún var enn of ung til þess að vera vaxin upp úr því. Gæti hann fengið hana til að skifta svo um skap, var það tækifæri fyrir hann. Hann bjó til fyrirætlanir, meðan hann beið. Hann óskaði ekki eftir neinu alvarlegu í kvöld. Fræg danskona sýndi dans á einu leik- húsinu, þar var einnig ágæt hljómsveit og fleira skemtilegt á boðstólum. Þegar þetta væri búið, væri sjálfsagt að borða á einhverj- um matsölustað. Þá gæti verið hæfilegt að aka út í sveit, ef Nancy gæfi það eftir — hann efaðist um að hún fengist til þess. Hvað sem því leið, þá hlyti þó að koma tækifæri til þess að tala við hana um málefni, sem honum lá á hjarta, einhverntíma um kvöldið. Það var ekki í fyrsta sinn, sem þau orð voru töluð, og heldur ekki í annað, en hann ætlaði að endurtaka þau, þar til hún mætti til með að hlusta á þau — á endanum yrði hún að láta sig — hann klemdi saman varirnar, þegar hann tók þessa ákvörðun. Ætlaði hann sér eitthvað, var hann vanur að fá því framgengt — á endanum, rétt eins og Humphrey Oliver liafði skilið það. Hann varð allur á lofti, þegar Nancy, eftir örstutta stund, kom niður til hans og var búin að skifta um föt á eins stuttum tíma og nokk- ur kona getur notað til þess. Hún var yndisleg í hvíta og dökka kjólnum sínum, að honum fanst. Hún hafði kvöldkápu yfir sér og lítinn hatt á höfði. Umsjónarkona á spítala? Vitleysa! Hún var ástmey hans, og nú voru þau að fara út, til að skemta sér saman. James Mac Farland hafði þekt margar kon- ui, og hann hafði leikið ástaræfintýri með nokkrum, en engin kona hafði átt svo hug hans allan eins og þessi unga ekkja, sem hafði breytt hugmyndum hans um konur yfirleitt, en sem var eins erfið að vinna, eins og væri hún hrein jómfrú. Hann vildi ná í hana — og hann ætlaði sér að framkvæma þann vilja. Áður en klukkan hefði slegið tólf, skyldi hún vera hans. Bruce og Oliver litu upp, þegar hún kom út á svalirnar, til þess að kveðja þá, þeir risu báðir úr sætum sínum, þegar þeir sáu hana, og sýndu þannig, óafvitandi, að þeir tóku eftir þeirri breytingu, sem búningaskiftin höfðu á hana. Þeir störðu á hana, eisn og þeir hefðu ekki séð hana fyr. Þegar hún var farin, voru báðir þögulir um stund. XLV. Mac Farland hjálpaði Nancy upp í bifreiðina. og opnaði alla glugga, því veðrið var mjög mollulegt. Hann dró djúpt andann af ánægju, þegar bifreiðin rann mjúkt og hljóðlaust upp götuna. Hann leit á Nancy, eins og hann vildi fullvissa sig um, að hún væri þarna við hlið- ina á honum, hve lengi sem honilm nú tækist að halda henni þar. Lögregluþjónn stóð á næsta götuhorni, og þar eð umferðin var mikil, urðu menn að hægja á sér. Birtan á götunni og gangstéttinni var svo mikil af ljósunum, að auðvelt var að þekkja þá, sem í bifreiðunum sátu. Rétt í því að merkið var gefið, um að bifreiðarnar mættu halda áfram, heyrði Nancy nafn sitt nefnt með hárri, ákafri rödd. “Ungfrú Ramsey — ó, ungfrú Ramsey, ung- frú —!” Nancy leit aftur og sá konu, sem stóð á gangstéttinni með eitthvað á handleggnum vafið innan í sjal. Rétt í því herti Mac Far- land á bifreiðinni, svo konan hvarf henni sýnum. “Stöðvið, gerið það fyrir mig að nema stað- ar, dr. Farland! Einhver er þarna, sem þarf okkar með.” “Við sinnum engum í kvöld, það verður nú svo að vera.” “Við verðum að vita, hvað það er. Gerió svo vel að nema staðar.” Þó röddin væri lág, var þó eitthvað í rómn- um, sem gerði það að verkum, að enginn karl- maður, sem vildi Vera í vináttu við Nancy, hefði neitað bæn hennar. Mac Farland ók upp að gangstéttinni og staðnæmdist þar. Nancy gat nú ekki lengur séð konuna, sem kallað hafði nafn hennar. “Það er gagnslaust að reyna að finna hana, hún hefir haldið áfram. ” Bifreiðin hreyfðist litið eitt áfram. “Jú, þarna kemur hún,” sagði Nancy um leið og hún opnaði horðina. “Eg ætla bara að vita, hvað hún hefir viljað mér.” “Láttu hana halda áfram. Hún getur fundið spítalann; það er auðséð, að hún þekkir yður. Irngfrú Lane og Bruce geta tekið á móti henni þar.” Konan flýtti sér til Nancy og sagði í hás- um róm, um leið og hún blés af mæði: “Barnið er fárveikt. — Eg held það sé að deyja, ungfrú Ramsey.” Nancy þaut út úr bifreiðinni, hún tók barnið af konunni og lyfti frá andlitinu. “Dr. Mac Farland,” sagði hún blíðlega, án þess að líta á hann, “sjáið þér.” Móti vilja sínum fór læknirinn út og nam staðar við hlið Nancy og horfði á andlit barns- ins. “Búið með það,” hvíslaði hann í eyra hennar. “Við förum heim með hana, ef þér viljið.” “Við förum með hana til spítalans — við látum einskis ófreistað. Farið þér upp í,” sagði Nancy í skipandi róm við konuna. Barnið hafði hún í fanginu og horfði á andlit þess. Ekkert annað var hægt en að hlýða fyrir- skipunum Nancyar. Mac Farland var ekki harðbrjósta, en ekki var undarlegt, þó hann íindi til mótþróa, þegar fyrirætlanir hans voru svona eyðilagðar. Barnið var í andar- slitrunum, um það var ekkert spursmál. Litlu var það bættara, þó farið væri með það á spítalann og gerðar tilraunir, sem engan ár- angur bæru. Best að lofa því að sofna út af. Nú þekti hann konuna. Hún átti fjölda barna. Tvó þeirra höfðu verið á spítalanum áður. Honum fanst það varla vert, að bjarga lífanu i þeim. En hvað sem því leið, þá var ungfrú Lane og Bruce til að taka á móti konunni. Hann hafði ekki verið einn með Nancy í margar vikur; það var ljóta vikið, að svona skyldi takast til. Það lá við að hann óskaði í hjarta sínu, að barnunginn væri búinn að gefa upp andann, þegar þau kæma að spítal- anum. En ekki var því að heilsa — enn dró það andann. Börn draga stundum andann lengi eftir að búast mætti við, að þau hefðu gefið hann upp. Nancy bar barnið inn í húsið, og á eftir henni kom móðirin og Mac Farland. Hún fór með það upp á svalirnar, þar sem Bruce og Oliver sátu. “Lynn!” sagði hún — og gætti þess ekki að hafa “frændi” með, eins og hún var vön. Hún hélt á barninu fyrir framan hann, svo að hann gæti séð það. Hann leit sem snöggvast á andlitið. Svipur- inn var nákvæmlega sá sami og Rúfus hafði haft, áður en harin lést. “Upp á loft með það,” sagði hann um leið og hann greip hækju sína. Oliver studdi Bruce öðrumegin og þeir fylgdu á eftir Nancy með barnið í fanginu. Mac Farland og móðirin voru á hælum þeirra upp stigann; og til þess að draga ekkert af dr. Mac Farland, verður að geta þess, að nú tók hann til starfa, en dr. Bruce sagði honum fyrir verkum. XLVI. Alt gekk í skjótri svipan. Barnið var í upp- skurðarstofunni, vafið í hlýjar voðir. Nancy gaf sér ekki tíma til að kalla á ungfrú Lane, sem var uppi á þriðja lofti. og náði því ekki til hennar, þó kallað væri, heldur náði sjálf í hitapoka og voðir og losaði litla líkamann við tötrana, sem vafðir voru um það. Mac Farland hjó til lyf, eftir fyrirsögn dr. Bruce og barnið var sprautað með því, til þess aö viðhalda hjartslættinum, sem var mjög daufur. Oliver horfði á og hans sterka hjarta sló tvöfalt hraðara en vant var. Hann dró tæp- ast andann. Honum fanst þetta dásamlegt. Hann hafði séð margt merkilegt á ferðum sín- um kring um hnöttinn, en aldrei hafði hann séð neitt þessu líkt. Hann hafði horft á dauða- stríð, en aldrei hafði hann séð líf leika á svo veikum þræði og nú. Hann hafði séð lækna vinna, en vin sinn Bruce aldrei fyr. Honum fanst Bruce gefa barninu líf úr sínum eigin lífstraumi, svo ákafur var hann og einbeittur á svipinn. Einn og einn dropi — aftur einn dropi — til þess þurfti leikni, það var Oliver l]óst. Ekki mátti neinu muna, til þess að litlu æðarnar þyldu það — það mátti heldur ekki vera of lítið. Oliver fanst það líkast því, ef maður hefði eina, hálfroka eldspítu, og tækist ekki að kveikja á henni, væri úti öll von um eld. Það var sama og að lífga frá dauðum. Það var tæpast fyrir aðra en guðmenni, fanst hon- um, sem höfðu svo náið samband við Guð, að bann leyfði þeim að gera kraftaverk. Hump- hrey Oliver var laus við bænrækni á þeim dögum, en þetta kvöld varð honum það á, að lyfta huganum til Guðs með bæn um hjálp. Mac Farland hafði fingurinn á gagnauga sjúklingsins, yfir lífæðinni. Hann leit á Nancy, sem hélt um úlnliðinn og sagði um leið og hann kinkaði kolli til hennar: “Nú var auð- séð, að honum stóð ekki á sama um líf barns- ins. Fyrst Nancy langaði til að bjarga lífi barnsins, varð það að gerast. Eins og búið er að segja, var hann ágætur læknir og lét ekkert ógert, þegar hann á annað borð var kominn af stað. Eigi að síður var það bersýni- legt, að Bruce hafði meiri löngun til þess að verða öðrum að liði. Það hafði ekki farið fram- hjá Nancy. Henni var það ljóst frá byrjun. > Smám saman sást svolítill roði færast í and- litið litla. Dauðinn var sigraður, að minsta kosti í bráðina. Munnurinn opnaðist lítið eitt — eins og það ætlaði að gráta. Augu þeirra Nancy og dr. Bruce mættust — þau horfðust í augu um stund — djúpt — það var eins og sálir þeirra sameinuðust í fögnuðinum yfir því, að hafa bjargað lífi. Bruce gat ekki stilt

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.