Lögberg - 25.02.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 25.02.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ -t- Á hinni almennu samkomu ÞjóS- ræknisþingsins á fimtudagskvöldiS veröa tekin samskot til styrktar rúss- neska hjálparsjóönum. I ♦ ♦ + TIL SÖLU— HandritiÖ “Lorna Doone'’ $150 út í hönd, eöa $10.00 á mánuði, — 800 til 000 hls. á prenti. Ágætis skáldsaga. Er reiöubúinn að hjálpa til aö selja bókina, á $2.00 til $2.50 eintakið. Jóhannes Eiríksson, M.A. 503 Maryland St., Winnipeg, Man. ♦ Jóns Sigurðssonar félagið þakkar innilega fyrir þessar gjafir sendar í “War Services’’ sjóðinn: Jslendingadagsnefndin .....$100.00 Mr. og Mrs. Ólafur Pétursson, Winnipeg ................ 25.00 Mrs. R. Pétursson, Wpg..... 5.00 Kærar þakkir, H. D. -f ♦ ♦ Farþegar með e.s. “Goðefossi” til New York 17. febrúar 1943: Vigfús Jakobsson, Halldór Jóns son, Júlíus Magnússon og ísleifur Briem, allir námsmenn; Hannes Kristjánsson, sjúklingur. ♦ ♦ ♦ Söngkonan góðkunna, frú Rósa Hermannsson-Vernon, syngur yfir CBC útvarpsstöðvarnar á sunnudag inn kemur, kl. 3.30 e. h. Mun mörg- um íslendingum það hugleikið, að hluta á rödd þessarar vinsælu söng- konu ; hún er búsett í Toronto. Lykillinn að ánægjulegum INNKAUPUM Hinn gullni lykill að ánægjulegum póstpöntun- um, er EATON'S verðskrá. Hún opnar dyr að hinni miklu búð, sem hlaðin er vörum frá öllum löndum heims í því merka úrvali, sem myndirnar sýna. Og að baki hverrar staðhæfingar, sem þar er gerð um vöru- gæðin, er rannsóknarstofa EATON'S, sem leggur sig í líma um, að allar vörur, séu í nákvæmu samræmi við lýsingu verðskrárinnar. Verjið nokkrum mínútum til ánægjulegra innkaupa gegnum EATON'S verðskrá Verzlið gegnum EATON'S verðskrá. "Búðin milli spjaldanna". «*T. EATON C®.™ WINNIPEG CANAOA EATONS Þann 13. þ. m., voru gefin saman i hjónaband í borginni Brampton í Ontariofylki, þau Guðrún Pearl Han- son frá McCreary, Man. og Malcolm Service McLean frá Brampton; gift- ingin fór fram í Presbytera kirkjunni þar í bænum. Brúðurin er dóttir þeirra Mr. og Mrs. J. H. Hanson í McCrearv, en brúðguminn skipar for- ingjastöðu í canadiska flughernuni.— Að hjónavigslu afstaðinni, var setin vegleg veizla á heimili foreldra brúð- gumans. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 14. febr., voru þau Alvin Stanley Askeland og Lillian Johannson, bæði til heimilis í Van- couver, B.C., gefin saman i hjóna- band, af séra Rúnólfi Marteinssyni, að heitnili Mr. og Mrs. Hafsteinn Dal- man. 2422 Pandora St. i Vancouver. Brúðguminn er af norskum og svisg- neskuni ættum og er frá Stettner í Alberta-fylki. Brúðurin er dóttir Mr. og Mrs. Thorsteinn Jóhannson í Maid- stone i Saskatchewan. Mrs. Dalman er föðursvstir brúðarinnar. Mr. Dal- mn leiddi brúðina til brúðgumans. Bróðir brúðgumans, Mr. James Clar- ence Askeland, aðstoðaði hann, en Fjóla Dalman aðstoðaði brúðina. All- stór hópur vina var viðstaddur og naut yndislegs veizlufagnaðar. Brúð- hjónin fóru stutta skemtiferð til Nanaimo, en heimilið verður i Van- couver. R. M. ♦ ♦ ♦ Frá íslenzku bygðunum í North Dakota, sitja ársþing Þjóðræknisfé- lagsins hér í borginni, Valdi Hilhnan, Björn Stefánsson, Guðmundur Jónas- son og Hjörtur Hjaltalín. -♦ ♦■ ♦ Mrs. H. W. Sigurgeirsson, forseti Þjóðfæknisdeildarinnar “Skjaldborg” í Hecla. kom til borgarinnar á þriðju- dagsmorguninn á ársþing félagsins. M essu boð Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. * * * Prestakall Norður nýja íslands. 28. febr.—Árborg, íslenzk messa kl. 2. e. h. 7. marz—Riverton, ensk messa kl. 2. e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Messur í Vatnabygðum: Sunnudaginn 28. febr. 1943. Foam Lake kl. 2,30 e. h. Isl. messa. B. T. Sigurdsson. ♦ -♦ ♦ Lúlerska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 28. febr. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa kl. 7. síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. Áætlaðar messur í Gimli prestakalli: Sunnudaginn 7. marz. Betel kl. 9,30 árd. Gimli, kl. 2. síðd. Sunnudaginn 14. marz. Betel, kl. 9,30 árd. Húsavík, kl. 2. síðd. S. Ólafsson. ♦ -♦ ♦ Sunnudaginn 28. febrúar mess ar séra H. Sigmar á Gardar kl. 2,30 e. h. Allir boðnir velkomnir. Wartime^Prices and Trade Board Fólk er beðið að skoða vand- lega nýju skömtunarbækurnar og fullvissa sig um að alt sé a í lagi. Það er áríðandi að núm- erin á gömlu bókunum og þeim nýju séu nákvæmlega eins, einn- ig stafirnir fyrri framan númer- in. Næst er blaðsíðufjöldi. Þar sem um nærri tólf miljón bæk- ur er að ræða, er vel skiljan- legt að villur geti átt sér stað. Fyrsta síðan á að vera græn með þrettán seðlum fyrir kaffi eða te. Önnur síðan á að vera rauð, með þrettán sykurseðlum. Næst eru tvær síður með fjólubláum lit; það eru smjörseðlarnir og þeir eru tuttugu og sex alls. Þá koma varaseðlarnir. Fyrst eru fjórar gulbrúnar síður, út- búnar með 26 seðlapörum, eða tveim seðlum fyrir hverja viku, ef ske kynni að eitthvað yrði skamtað með þeim hætti. Þar næst er blá síða með 13 seðlum sem má nota ef eitthvað verður skamtað hálfsmánaðarlega, og aftast eru tvær síður með dökk- um seðlum, 26 alls, sem notaðir verða ef eitthvað á að skamta vikulega. Allur þessi partur bókarinnar er bara til vara og verður kannske aldrei notaður ef alt gengur vel. Nú komum við að tveimur hvítum síðum. Hin fyrri er með prentuðum skýringum viðvíkj- andi auka sykri, sem fæst þegar að því kemur að sjóða niður ávexti í sumar, en seinni síðan er umsóknareyðublað fyrir auka sykurinn. Svo kemur bréfspjald- ið sem hver og einn verður að fylla út og undirrita þegar skift verður um bækur næsta haust. Allra síðast í bókinni er annað bréfspjald sem ætlast er til að menn noti ef þeir flytja sig og þurfa að tilkynna skömtunar- skrifstofunni um breytingu á heimilisfangi. Svar. Kaupmönnum er ekki ieyft að merkja vörur með öðru en því verði, sem ætlast er til að borgað sé út í hönd. Spurningum á íslenzku svarað íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Stríð — friður Ofmikið umtal er um frið þetta yfirstandandi ár, 1943; en of lítið er talað um hverskonar frið við fáum, verði hann nokk- ur. AFMÆLISSAMKOMA BETEL í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU MÁNUDAGSKVÖLDIÐ 1. MARZ 1943, Dr. B. J. Brandson, íorseli. O Canada. 1. Fiðlusóló: Mrs. Irene Thorolfson. 2. Sóló: Mr. Wilson. 3. Ræða: H. A. Bergman K. C. 4. Sóló, 3 söngvar: Mrs. Lincoln Johnson. Samskot. 5. Söngflokkur undir stjórn Mrs. E. A. Isfeld. 6. Upplestur: Mrs. H. F. Daníelson. 7. Fiðlusóló: Mrs. Irene Thorolfson. God Save the King. Veitingar í samkomusalnum. Samkoman hefst kl. 8,15 e. h. Spurningar og svör. Spurt. Verða eigendur af “Apartment blocks” að gefa leigjendum 12 mánaða fyrrivara til að flytja út? Svar. Nei. En það verður að segja þeim upp skriflega, og gefa að minsta kosti, þriggja mánaða fyrrivara. Ástæðan verð ur að vera tekin fram, og þarf að vera góð og gild samkvæmt leigulögunum. Spurt. Við ætluðum að kaupa okkur “peanut-butter” um dag- inn en fengum í þess stað eitt- hvert sambland sem nefnist “Pea-nut butter mixture.” Er þetta ný vörutegund? Svar. Það er til ný vara sem búin er til úr “soya”-baunum og “peanuts”, sem er mjög lík “peanut-butter”. Söluverðið hef- ir verið ákveðið af verðsetning- arnefndinni. Spurt. Matsalinn okkar lækk- aði verðið á sumum vörum um tíma, en er nú farinn að selja með hámarksverði aftur. Er þetta leyfilegt? Svar. Já. Stundum lækka kaupmenn vöruverðið vegpa þess að heildsöluverðið hefir lækkað. En þeir mega hækka það aftur ef þeir vilja, upp í það verð sem þeir seldu fyrir á hámarkstímabilinu. Spurt. Við keyptum nýlega húsgögn upp á 59 dollara, sem við ætlum að greiða með af- borgunum, en kaupmaðuripn bætti við aukagjaldi fyrir reikn- ingskostnað. Er þetta leyfilegt? Svar. Ekki nema að þetta hafi verið siður hjá verzluninni á tímabilinu frá 15. sept. til 11. okt. 1941. Spurt. Er kaupmönnum leyft að tvímerkja varning þannig að annað verðið eigi við þegar borg að er út í hönd, en hitt verðið eigi við þegar keypt er með afborgunum? MINNIST BETEL í ERFÐASKRAM YÐAR Svo mikið er víst, að komi hann á þessu ári, verður hann ekki þeirrar tegundar er ungu mennirnir vonuðust eftir og borguðu fýrir með lífi sínu 1942, á sama hátt og feður þeirra gjörðu árið 1917—’18. Komi friður á þessu ári, verður hann aðeins vopnahlé milii styrjaldarþátta, vegna þess að nýju stríði með margföldum ógnum og skelfingum verður þá steypt yfir mannkynið innan næstu tuttugu og fimm ára. Látum okkur athuga hvers- konar 'frið við verðum líklegir til að öðlast, ef hernaðaraðgerð- ir hættu í ár. Hvaða atvik og drög mundu liggja að þeim friðarsamningum? Slíkt gæti gjörst eftir mismunandi leiðum, er allar ættu upptök sín og ræt- ur í sama sorphaugnum. Ein leiðin gæti verið yfirborðs upp- reist í Þýzkalandi, fyrir atbeina þeirra manna er þættust vera fullsaddir á Hitler og öllu hans athæfi og segðu við sambands þjóðirnar: “Sjáið, við höfum svift Nasistana völdum; lýður inn hefir tekið stjórnartaumana í sínar hendur og beiðist friðar.” Slík beiðni mundi hljóta tafar- lausann stuðning á vissum stöð- um innan lýðveldisríkjanna. Gömlu samningamennirnir er seldu frumburðarrétt okkar fyr, mundu tafarlaust skríða úr vetr- arhýðinu og hervæðast á ný. “Cliveden” klíkurnar — og þær eru í hverju landi — mundu óðfúsar reisa gljástrokin höfuð sín og hrópa: “Lof sé Guði.” í allri hreinskilni sagt, flestir postular og forsvarsmenn sam- andreginna auðæfa mitt á með- al okkar, mundu standa þar í fylkingarbrjósti, af þeirri ein- földu ástæðu, að hverjum manni sem hefir meira en sinn bróður- hlut af þessa heims gæðum, er eins mikið áhugamál að vita þá fjársjóði á tryggum stað og hitt sem við köllum siðmenningu. Það er kaldhæðnislegur sann- leikur, en sannleikur ei að síð- ur, að heimurinn er auðugur af guðhræddu fóiki er naggar um hvað muni verða um þess pinkla og pjönkur, ef stríðið gengui' sína nauðsynlegu rás til eðli- legra endaloka, og fólkið sjálft ræður friðarskilmálum. Til eru borgarar er fúsir mundu styðja þá stefnu að versla með frið- inn. Varið ykkur á þeim; of margir þeirra skipa ábyrgðar- miklar virðingarstöður. Vera má að friður komi á þessu ári, fyrir niðurrif innan Þýzkalands sjálfs, það gæti jafn- vel verið gott og ófalsað niður- rif, en hitt þó líklegra að það væri af ásettu ráði heimatilbúið, með það fyrir augum að reisa heiminn á sömu fætur og hann stóð á fyrir stríðið, áður en öll von um framtíðar ríkjajafnvægi er runnin út í sandinn. En hvort sem svo verður eða ei, má ekki slíðra sverðin fyr en yfir lýkur að fullu og öllu. Tilvera mannkynsins er í veði. Alþýðan ein er þess um- komin að vinna stríðið. Aðeins þeir sem bera áhugamál henn- ar fyrir brjósti, mega hafa leyfi til að ákveða hvenær frið- arskildi er haldið p loft og með hvaða skilmálum. Fregnir frá nágrannaríkinu gefa til kynna að ýmsir meðlim- ir peningasamfélagsins sunnan landamæralínunnar sýni frem- ur lítinn sannann áhuga fyrir átökum ófriðarins; en þeir eru vitanlega sammála um að nasisthættan þurfi að eyðileggj- ast, en líta þó á þær fórnir, sem algjört stríð krefst af fyrirtækj- um þeirra með sömu óbeit og viðbjóð. Menn þeirrar tegundar í öllum lýðveldisríkjunum — menn sem tala um frjáls einka- fyrirtæki, eins og aðalkjarni og innsta eðli þeirra væri samfélag hreinleika og dygða — munu heimta tafarlausan frið, ef Hitler hverfur úr sögunni, “til að spara mannslífin” þegar það sem þeir hafa í raun og veru áhuga fyrir að bjarga, er þetta eigin samansafnaða auðlegð. Tii viðbótar og uppfyllinga þeirra radda, mun bætast jarmur ýmsa annara, alt frá prestum gamla skólans til W.C.T.U. og Chicago Tribune. Við hér í okkar eigin þjóð- félagi, getum verið fullvissir um, að fjöldi áhrifamanna verður reiðubúin að tilkynna frið og full grið, strax og fyrirfólkið er óhult að ganga til sinna óklár- uðu dægrastyttinga undir sól- skýlunum í Singapore og plant- ekrueigendurnir á Malajaskag- anum byrja aftur að reka svörtu þrælana sína til verka, fyrir fá- ein korn af hrísgrjónum, sem borgun fyrir sex mánaða vinnu. Sumir telja skaðlegt vegna “siðalögmálsins” — þetta eina orð hefir nú þegar einhvern framandi þef fyrir öll næm og viðkvæm skilningarvit kristinna manna — að tala á þessa lund um forystumennina. Síðan hve- nær? Guð veit að Kanadamenn- hafa ekki hikað við að finna að við föður voru King fyrir sam- þykki hans á ýmsum dutlungum hins fyrverandi stjórnmálaskóla Baldwins og Chamberlains, eins og þar geymdist yfirlýsing hins sígilda sannleika. Við hlið þessara manna og annara, sem enn eru í lifandi manna tölu, er starfsferill for- sætisráðherra Kanada hreinn eins og nýfallin mjöll og í hæsta máta lýðveldislegur, þrátt fyrir Vichy. Jafnvel viðskifti okkar við Vichy eru betri en sumra annara sem auðvelt er að til- greina. “Atlantic Charer” og alt bróð urlegt hjal um framtíð alþýðunn ar, getur ekki friðþægt fyrir faðmlagið við Darlan. Það til- felli sannaði ótvírætt að stjórn Bandaríkjanna er ekki eins al- vörugefin og einbeitt í ófriðar- málunum og okkur er talið. í þeim deilum kom aldrei fram hreinskorin afgjörandi stefna, heldur seinlátt tómlæti, með fylgi og aðstoð velviljaðra manna er urðu hendi næst. Alt viðkvæmnistal um að líf Amerískra manna hafi frelsast fyrir þau viðskipti, er einkis virði að flestra dómi, annara en þeirra er nota tilfinningarnar fremur en heilann fyrir ráða- naut. Hin góðlátlega viðtaka Darlans sýnir að Bandaríkja- þjóðinni er ekki enn fyllilega ljóst um hvað er barist. Ástandið hér hjá okkur er lítið betra. Á vissum stöðum meðal góðra borgara, fóru frarn hvíslingar um hátíðirnar, sem bentu á að fjandskapurinn gegn Rússum væri heldur að færast í aukana. Eftir þeim orðasveim, sýnist vera framundan voða- legt viðfangsefni: Ef Rússar vinna bug á Þjóðverjum, kem- ur til okkar kasta að takast á hendur það erviða starf að rot- slá Rússann og gjöra þannig heiminn tryggann bústað fyrir kyrstöðumennina. Vissulega göfug hugsjón, er snertir sömu strengi og Chamberlain og Co. léku á fyrir Munich mánuðina, þegar við sjálfir vorum að reyna að sefa Hitler, í þeirri von að hann vildi gjöra það fyrir okkur að drepa Stalin. Okkar góðu samborgarar virð- ast ekki vera á þeim vegi að skilja til hlýtar hvað hér er í húfi. Það skiftir ekki miklu máli, hvað verður um þá herra: Hitler, Göbbels, Goering o. s. frv.; starf okkar er ekki þar með lokið, það er aðeins byrjunin; við verðum að eyðileggja og uppræta alt sem hefir staðið með hugsjónum Hitlers, í Þýzka- landi og hvar sem er. Þar næst kemur það starf að endurskapa heiminn sem við lifum í. Það verk er ekki í neinum skyld- leikaböndum við neitun Mr. Churchills að standa að upp- lausn brezka heimsveldisins, þaö stendur enn dýpra. Það er víðtækara en skýrsla Beveridge, sem snertir aðeins yfirborðið, í 200,000 orða löngu máli. Það innibindur alheims siðfræði fyrir komandi kynslóð- ir. Þar til slík siðfræði er við- tekin sem grundvöllur, er ekki mikilla ávaxta að vænta. Friður árið 1943? Ekki nema því aðeins við kjósum næsta stríð árið 1967. Jónbjörn Gíslason. þýddi. Innilegar hamingiuóskir til íslendinga í tilefni af Ársþingi Þjóðræknisfélagsins Vér bjóðum gesti hjartanlega velkomna Heimsækið ávalt “BAY” Það sem yður vanhagar um fáið þér vissulega í búð vorri MÁLTÍÐIR VORAR SKARA FRAM ÚR iWjíwtytW (lompatttt. INCORPORATED 2?? MAY 1670. % V

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.