Lögberg - 25.02.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 25.02.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. FEBRÚAR 1943. 7 Minijingarorð Kristján Sigurðsson. Mér er ekkert harmsvíl í huga er eg hugsa um þig látinn ^ændi minn, enda væri slíkt ekki minning þinni samboðið og íjaerri því sem þú vildir vera láta ef þú mættir nokkru ráða 1 því sambandi, en þó get eg ekki varist þess að hugsa um skarð það feem höggið er í hóp vorn Vestur-íslendinga með frá- falli þínu, og sérstaklega í hóp Vlna þinna og kunningja; sem ttieð þér nutu svo margra fróð- ^eiks og ánægjustunda, en um það tjáir ekki að æðrast, því líf aHra manna eru takmörk sett, Sem enginn fær raskað. Kristján Sigurðsson var fædd- Urá Kröggólfsstöðum í Ölfusi í ^rnessýslu á íslandi, 31. janúar _1874; Foreldrar hans voru þau Sigurður hreppstjóri Gíslason, ^yjólfssonar bónda á Kröggólfs- stöðum og voru þeir Eyjólfur og ^innur biskup systkinabörn. Móðir Kristjáns var Valgerð- Ur Ögmundsdóttir frá Bíldsfelli. Sem í föðurætt var komin af ■^sgarðsætt og Oddverja, en móð Ur®tt hennar úr Skaftártungum. Elín Þorláksdóttir frá Flugu, Ólafssonar frá Höfðabrekku. ^mma hennar, Elín, kona Þor- iáks á Flugu var Loptsdóttir frá Giljum í Mýrdal, Ólafssonar 1 Ásum, Loftssonar af ætt Gísla kiskups Jónssonar í Skálholti og ^rna sýslumanns á Hlíðarenda. Heimili þeirra hjóna Sigurðar °g Valgerðar var í orðsins fylstu °g bestu merkingu fyrirmyndai keimili. Efnalega gátu þau ekki kallast rík samkvæmt nútíðar- ^mlikvarða, en þau höfðu nóg fyrir sig og sína að leggja og auk þess var Kröggólfsstaða eimilið orðlagt fyrir gestrisni °g góðgjörðasemi við alla sem garði báru og ekki síst fá- tasklinga sem áttu þar ávalt athvarf. Heimilisbragurinn var aðlaðandi. Gleði og góðvild voru aðaleinkenni hans. Heimilisfað- ^lnn> Sigurður, var maður af- ragðs vel gefinn. Léttur í lund, glaður í viðmótl, fróður og sagði allra manna best frá frétt- Urn utanlands og innan, sem ann fylgdist manna best með var það sjálfsögð regla að Pegar hann kom heim úr eykjavíkurferðum, þá söfnuð- Ust nágrannarnir saman, sem v°ru margir því Kröggólfsstaðir eiu í þéttbygðri sveit, á heimili ans> til þess að hlusta á Sigurð Segja fréttirnar, sem hann var1 avalt fús á, og gjörði eins og Pegar er sagt manna best á ^eðan að þeir drukku kaffið. ann var hreppstjóri sveitar S1nnar í mörg ár og tók þannig Þatt í framfara og velferðarmál- Uln hennar og var frumkvöðull Peirra margra svo sem stofnun arnaskóla og skóla héraðs sem ^nnn hafa verið það fyrsta á Þeim slóðum. Hann var einn Pemra manna sem var á undan Samtíð sinni og hneigðist meir a andlegum viðfangsefnum og rmðimensku, en búhyggju. Heimilismóðirinni Valgerði arið á nokkurn annan veg. Hún Var samtaka manni sínum í því f efla blæ gleði og góðvildar á eimili sínu, og utan þess. Hún Var sérlega vel gefin kona eins °8 þau börn Ögmundar og Elín • ar á Bíldsfelli voru öll, en hún var fastheldnari við siði og venj- ur ættfeðra sinna en maður hennar var, einkum að því er snerti búsforræði, kristna trú og trúariðkanir, því hún var trú- kona mikil og einlæg, og átti einmitt það, ekki minnstan þáttinn í að göfga hugarfar og háttprýði Kröggólfsstaðafólksins En Valgerður var samtíð sinm meira en góð eiginkona og göf- ug móðir, hún var líka ljós móðir sveitar sinnar í þrettán ár, elskuð og virt af öllum sem til hennar leituðu og umhyggju hennar og hjúkrunar nutu. Hún var með afbrigðum ákveðin og úrræðagóð kona, sem dæmi upp á úrræði hennar og hvatleika er eftirfylgjandi. Maður nokkur leitaði til hennar austan yfir Ölfusá fyrir konu í barnsnauð. Hann kom ríðandi með söðul- hest handa Valgerði og hafði farið yfir ána á ís, en ísalög eru oft viðsjálverð, og ekki síst á Ölfusá því hún er víða straum- hörð. Viðstaða mannsins á Kröggólfsstöðum var stutt því Valgerður lét aldrei bíða eftir sér undir svoleiðis kringumstæð- um hvernig svo sem ástatt var heima. Þau riðu svo eins og leið liggur austur að ánni og út á hana og reiðmaðurinn lítið eitt á undan, en þegar dálítið kom út á ána brast ísinn undir hesti mannsins og maðurinn og hesturinn steyptust á kaf í djúp árinnar. Á augabragði vatt Val- gerður sér úr söðlinum ofan á ísinn sleit af sér sauðskinnsskó sem hún hafði á fótunum, greip svipu sína, mjakaði sér á sokka- leitunum fram á skararbrúnina og náði með svipunni til manns- ins þegar honum skaut upp í vökina og frelsaði líf hans með snarræði sínu en hestur manns- ins fórst í ánni. Undir vernd og í umsjá slíkra foreldra óx Kristján upp á Kröggólfsstöðum og gekk til vika og verka eins og aðrir sveitapiltar, þegar þroskinn leyfði. Hann var sérlega aðlað- andi unglingur. Fjörið svall hon um í æðum. Framgangs mátinn hógvær en þó djarflegur. Hann var andlitsfríður og eygður vel. Frekar lítill vexti en vel lim- aður. Hann var einn þeirra ung- linga sem af öðrum bar, eins og Ingólfur Þorsteinsson. Brátt kom það í ljós við þroska Kristjáns að búverk létu honum ekki sem best. Hann gat slegið hey á Varmárbökkum leitað sauða Norð-vestur í Kömb um, eða inn í Reykjadal, en Kristján var ekki gamall þegar að foreldrar hans sáu, og hann, sjálfur fann, að slík verk voru ekki í samræmi við framtíðar- þrár hans né heldur vegvísir vonar hans. Kristján sór sig frekar í föðurætt sína, en móð- ur. Kristján byrjaði nám við barnaskólann á Kröggólfsstöð- um ungur og kom þá brátt í ljós hneigð hans til lærdóms og þekkingar. Hann reyndist flug- næmur að læra og minnið stál- slegið svo hann fékk brátt orð á sig fyrir skarpar lærdómsgáf- ur, en hvert heldur það hefir nú verið fyrir það, að barna- skólalærdómurinn var honum svo auðveldur, að hann þurfti ekki að eyða miklum tíma við hann, til að halda forustu sinni í skólanum, eða hitt, að með- fædd hvöt hefir komið honum til þess að leggja þá í bvrjun okt. 1916. Gekk þá í þjónustu eg ekki. Hitt er víst, að þegar kennarinn hélt að hann væri að lesa skólabækur sínar, sat hann tíðum einhverstðar úti í horni þar sem lítið bar á honum með Islendingasögur, eða Sturlungu. Árið 1883 dó Sigurður faðir Kristjáns, sem þá var aðeins níu ára gamall. Föður og móð- ur missir, er ávalt tilfinnanleg- ur, en ekki síst þegar hann ber að áður en þekking og þroski barnanna hefir náð því stigi að þau geti sjálf séð sér farborða. En þótt æskuroðinn væri ekki enn farinn að fölna á kinnum Kristjáns þá stóð hann betur að vígi en fjölda margir unglingar hafa gjört undir slíkum kring- umstæðum. Hann átti eftir á- gæta móðir, sem öðrum fremur var fær til að sjá börnum sín- um farborða. Sex mjög vel gefin og efnileg systkini. Tengdabróð- ir efnilegan og ötulan sem hafði verið kennari við Krögg- ólfsstaðaskólann frá byrjun og nú tók að sér búsforræðin, með tengdamóður sinni og svo skildi faðirinn látni fjölskyldu sinni eftir talsverð efni, bújörð, sem ekki var stór; en affara sæl, og búsáhöfn alla. Valgerður móður Kristjáns bjó áfram búi sínu á Kröggólfs- stöðum eftir fráfall manns síns í tvö ár, eða þar til í júní 1885. Þá misti bróðir hennar Jón hreppstjóri Ögmundsson á Bílds felli konu sína, og fór Valgerð- ur þá til hans og tók að sér hússtjórn á Bíldsfelli og hafði hana á hendi þar til bróðir hennar, Jón, flutti til Ameríku árið 1887 og var Kristján þá með henni á stundum. Haustið 1886 var ák,veðið að Kristján skyldi ganga mentaveg- inn, eins og komist var að orði í þá daga og með það fyrir aug- um fór hann austur í Biskups- tungur til séra Guðmundar Helgasonar frá Birtingaholti sem þá var prestur á Torfastöð- um, til að læra undir skóla og var hjá honum þann vetur, en árið eftir, eða 1887 innritaðist hann í lærða skólann í Reykja- vík og stundaði þar • nám í sex ár, eða þar til hann útskrifaðist frá honum sem stúdent, árið 1893 með fyrstu aðaleinkun 97 stigum. Við latínuskólann reyndist Kristján ágætur námsmaður í öllum greinum, en þó einkum í sagnfræði, sem hann skaraði svo langt fram úr í, að hann vakti á sér almenna eftirtekt og segir kunnugur maður mér, sem var Kristjáni samtíða í skólan- um, að það hefði verið alment álitið að þegar að hann væri búinn að ljúka háskólaprófi væri hann nokkurnveginn sjálf kjör- inn eftirmaður Páls Melsted, sem var kennari í sagnfræði við lærða skólann og þá 81 árs. Sýnir það glöggt hvers álits að Kristján hefir notið hjá kenn- urum sínum og öðrum leiðandi mönnum höfuðstaðarins, enda var hann þá einn af allra glæsi- legustu lærdómsmönnum þjóð- ar sinnar bæði að andlegu at- gerfi, og að vallarsýn. Sama árið og Kristján útskrif- aðist úr latínuskólanum sigldi hann til Kaupmannahafnar til framhaldsnáms við háskólann og tók próf í heimspeki með fyrstu einkunn árið eftir, en sagnfræðin Var þó hans aðal- námsgrein. Eg hefi þegar minst á hve ágætan orðstýr Kristján gat sér sem lærdóms- og fræðimaður við latínuskólann í Reykjavík og að sá orðstýr hafi haldist eftir komu hans til háskólans má merkja meðal annars á því, að dr. Jón Þorkellsson, sem þá var ritstjóri og útgefandi Sunn- anfara þurfti í forföllum sínum, að fá hæfa menn til að annast ritstjórn blaðsins, en til þess valdi hann Kristján Sigurðsson, þá aðeins tuttugu og eins árs að aldri, ásamt þeim Ólafi Davíðssyni og Þorsteini skáldi Gíslasyni. Kristján las sagnfræði við Kaupmannahafnarháskólann um tíma, en lauk þar ekki próði. Það fór fyrir honum, eins og farið hafði fyrir fleirum gáfuð- um og efnilegum íslendingum sem til þess skóla fóru, að breytingin úr fámenninu og kyrrð hinnar íslenzku náttúru lamaði svo námstækifæri þeirra og framsóknarþrá, að þeir nutu sín aldrei framar til fulls. Auð- vitað hefir hið andlega líf Kristjáns sem búið var að na miklum þroska þegar hann kom til háskólans, auðgast þar að mun, en kriugumstæðurnar hvernig svo sem á þeim hefir staðið, eða hvað svo sem þeim hefir valdið, leyfðu honum ekki að nú því fullnaðartakmarki sem almenningsálitið krefst til þess að menn geti kallast heil- steyptir og hæfir leiðtogar á braut menta og menningar — almenningsálit, sem oft þekkir lítið inn á og skilur því minna í örðugleikum þeim sem ein- mana íslendingar eiga að mæta, og stríða við víðsvegar út um heim, og sem oft veldur þeim meiri örðugleikum og skaða, en nokkurn grunar. Að Kristján hafi sjálfur fund- ið sárt til út af þessum brot- sjóum lífs síns er ekki nokkur vafi, því viðkvæmur var hann og tilfinninganæmur. Eftir að Kristján kom heim til íslands frá. Kaupmannahafn- arháskólanum, las hann læknis- fræði um hríð við læknaskól- ann í Reykjavík, en hann náði sér ekki á stryk við þá náms- grein, sem ef til vill var heldur ekki að búast við, því sú vísinda grein var honum hvergi nærri eins skapþekk og sagnfræðin, sem hann varð að hverfa frá, við háskólann og því vonbrigðin minni, bæði fyrir hann og aðra þegar að hann fann að læknis- staðan mundi ekki láta honum sem best og að hann gæti ekki notið sín í henni. En með þeirri tilfinningu gengur enginn sam- viskusamur maður út í þá vanda sömu stöðu enda hætti Kristján við það nám og fór vestur um haf árið 1904. Þegar vestur kom settist hann að í Winnipeg og gengdi hér ýmsum störfum. Var nokkur ár í þjónustu Sveins konsúls Brynjólfssonar, alllengi meðrit- stjóri Lögbergs og aðal ritstjóri þess blaðs frá 1. sept. 1914 til 1. okt. 1916. Gekk þá í þjónustu Manitoba-fylkis og var í henni þar til að hann innritaðist í her Kanada, í fyrra alheims- stríðinu og fór til Englands þar sem að hann vann við hjúkrun- arstörf á spítala, unz að stríðinu lauk, og kom þá aftur til Winni- peg. Síðar var hann í þjónustu Sófaníasar Þorkellssonar verk- smiðjueiganda. Öll þessi störf leysti Kristján vel og sómasam- lega af hendi. Um ritstörf og rithæfileika hans mætti rita langt mál, því á þeim vettvangi stóð hann öðr- um framar, því fyrst og fremst var hann afbragðs vel að sér í Islenzkum fræðum, sérstaklega í sagnfræði, og hann hafði náð þeim þroska fræðimennskunnar; sem setti mynd sína og mót á hugsanir hans og orð. Hann hafði náð sérstaklega góðu valdi á íslenzku máli, ritaði það kjarn- gott, áhrifamikið, vel lifandi, og blæfagurt. Stíll hans var hreinn þróttmikill og fastur. Það var oft gaman að lesa Lögberg í ritstjórnartíð Kristjáns. Hann sagði allra manna best frá frétt- um, skemtilega. Maður sá mynd- irnar skýrar og lifandi án þess þó að í þeim fréttagreinum find- ist eitt óþarfa orð. Málin ræddi hann með stilling og braut þau til mergjar áður en hann lagði dóm á þau og á engu hafði hann meiri andúð en á yfirborðs fræði mensku og órökstuddum stað- hæfingum og sleggjudómum. Eg hefi nú bent á nokkur atriði í æfisögu Kristjáns Sig- urðssonar, og á eg von á að munnum muni alment finnast stór partur hennar minna frekar á eyðimerkurför, en sigurgöngu En vandi er að leggja dóm á slíkt, því þó almennings álitið krefjist vanabundinna takmarka til þess að lífs ferill einstakling- anna geti náð í áttina til mann- legrar fullkomnunar, þá er það engan vegin víst að dómur þess sé réttur eða jafn vel óvilhallur því andlegur þroski, sem Krist- ján átti óneitanlega á háu stigi miðaðist aldrei við takmörk, eða tíðareglur, og ekki heldur dreng- skapur né dygðir. En í tilfelli því sem hér um ræðir, þá hefir Kristján sjálfur fundið sárt til auðnarinnar, og erviðleikanna, sem döpruðu líf hans svo mjög. í skrifum og skjölum, sem hann lét eftir sig fann eg kvæði með rithönd S. J. Jóhannessonar skálds, sem hann hefir haldið upp á og geymt af því, að það er frá upphafi til enda öldu- brot hans eigin sálar. Þar stend- ur þetta erindi: Hví var mér stefnt yfir kletta og klungur? Klifandi fótur er sársauka gjarn Menn eru grimmir, en guðs englar létta göngunnar stríð fyrir einmana barn. Einn þáttur, síðasti þátturinn úr æfisögu Kristjáns Sigurðs- sonar, er enn ósagður — guðs- engla þátturinn. Skömmu eftir að Kristján kom vestur um haf kvæntist hann Þorbjörgu Þorláksdóttir, bónda Sveinssonar í Þykkvabæ í V.- Skaftafellssýslu á íslandi og konu hans Steinunnar. Var Þor- björg ekkja eftir Jón Vigfússon, Runólfssonar, bónda og hrepp- stjóra í Holti á Síðu, prýðis myndarlegri og vel gefinni konu og reistu þau bú hér í Winnipeg. Heimili þeirra var hvorki háreist né skrauti búið framan af, en á því ríkti gleði og góðvild frá byrjun og sú eining fór vaxandi eftir því sem fjölskyldan óx. Það var sannar- lega ánægjulegt að heimsækja þau Þorbjörgu og Kristján. Hann kátur og í skemtinn, eld- fjörugur og fróður. Hún stilt háttprúð og hugsunarsöm. Börn- in hvert öðru betur g"efin prúð í framgöngu, þýð í viðmóti, sem öll létu sig varða heimilis ham- ingju foreldra sinna og sína. Slíkt viðmót og slíkt heimili var og er hverjum fótsærðum manni sönn friðarhöfn. Bæði voru hjónin höfðingjar í lund og þó efnin væru af skornum skamti sérstaklega framanaf búskaparárum þeirra þá höfðu þau nóg fyrir sig að leggja, tóku þátt í félagsmál- um og voru bæði örlát á fé þegar um einhver þarfamál var að ræða, eða rétta þurfti hjálp- arhönd þeim sem mótlætði am- aði. Þeim hjónum Kristjáni og Þorbjörgu varð sex barna auð- ið þriggja sona og þriggja dætra sem öll lifa og eru efnileg og mannvænleg. Stúlkurnab eru Sólveig Steinun, Agnes,- Val- gerður gift hérlendum manni, Sloan að nafni. Drengirnir, Jón Kristján, Þorsteinn Almar gift- ur, og Engilbert. Mestan part æfi sinnar var Kristján heilsuhraustur, en á síðari árum fann hann til heilsu bilunar sem ágerðist svo, að hann þoldi ekki neina verulega áreynslu og gat því ekki beitt sín til fjáröflunar eins og hon- um fanst að hann þyrfti að gjöra, og fékk það ekki alllítið á hann, en þá kom enn í ljós dygð og drengskapur konu o£j barna í því að létta byrðina með svo stakri alúð og um- hyggju að slíkt var sönn fyrir- mynd. Þessi veiki Kristjáns ágerðist og elnaði þar til að síðustu að hún lagði hann í gröfina. Kristján átti tíu systkini. Fjög- ur þeirra dóu í æsku, en sjö komust til fullorðinsára, Jón bóndi Sigurðsson á Búrfelli í Grímsnesi, síðast til heimilis i Hafnarfirði; Ögmundur skóla- stjóri í Hafnarf. Engilbert bóndi á Kröggólfsstöðum, Sólveig gift Guðna Símonarsyni kennara, og síðar bónda í Breiðholti nálægt Reykjavík. Elínu sem lengi hef- ir átt heima í Winnipeg og Önnu konu Kristjáns Matthíassonar í Saskatoon nú flutt vestur að Kyrrahafi. Öll systkini Kristjóns heit. eru nú dáin nema þær Elín cg Anna. Móðir Kristjáns Sigurðssonar Valgerður ein af ágætustu kon- um samtíðar sinnar dó heima á íslandi á Kröggólfsstöðum 18. nóvember 1910 og komst séra Friðrik Friðriksson svo að orði í minningarljóði eftir hana. Hún lifði hér sem ljósið blítt og lýsti skært á sínum stað, það var sem yrði alt svo hlýtt og undur bjart sem hún kom að. En sveinar hennar sakna nú Hún sæmd var fagurs bygðar- lags, í í því fyrirmynd var bygð og bú og brautin öll til hinsta dags. Kristján Sigurðsson lést að heimili sínu 982 Banning St. Winnipeg, 15. des, 1942 og var jarðsunginn þann 17. s m. af séra Valdimar J. Eylands. Hann hvílir í Broofside grafreit. 'J. J. Bíldfell. NATIONAL . SERVICE Fullkomin notlcun mann- og kvennaflans í Canada. er nauðsynleg til sigurs. Vinnuveit- endur og vinnuþegar eru ámintir um að full- nægja Selective Service Civilian reglugerðun- um. sem miða að fullri notkun mann- og kvennaflans. Þessum reglum hefir verið breytt sem hér segir: Vinnuveitendur mega ekki tala um ríiðningu við umsækjendur nema að fenenu leyfi frð Seleetive Service umboðsmanni. Peir verða að tilkynna næstu vistráðningastofu um fðlk, sem þá vantar, og eins um það hvort auglýsa megi eftir vinnufólki, eða hvort þeir hafi of margt fólk í vinnu, hvort sem þeir vilja segja upp vinnu eða ekki. Ef vinnu er sagt upp fyrir fult og alt, eða styttri tíma, verður verkgefandi að gefa þjónum sínum 7 daga fyrirvara ef þeir hafa verið 30 daga i þjónustu hans, nema í hyggingavinnu, eða Se!ective Servíce umboðsmaður hafi falhst á styttri frest. Persónur, aðrar en nðmsfóik, er sækir skóia að staðaldri, hús- freyjur og kennimenn, verða að skrásetjast tii vinnu á næstu vistráðningastofu, ef þær hafa verið atvinnuiausar 7 daga I röð, SOrhver, sem ekki er undanþeginn frá þessum reglum, og er í þann veginn að lteita 'atvinnu, vrður að fá leyfi frá Seiective Service umboðsmanni. Trrkþegar verða að -gefa 7 daga fyrirvara áður en þeir segja upp vinnu — eyðublöð nauðsynieg ef um byggingaiðnað ræðir, eða menn ganga I herinn, — nema Selective Service umboðs- maður fallast á skemmri fyrirvara en 7 daga. Verkamenn við landhúnað eru undanþegnir þessum meginreglum, en um þá gilda sérstök ákvæði. pessir menn mega stunda at- vinnu utan landbúnaðarins, en ekki nema 60 daga á almanaks- árinu, ef þeir vinna utan bæjarfélags, sem telur yfir 5.000 íbúa: en þeir verða að fá sérstakt ieyfi hjá Selective Service umboðs- manni ef um vinnu ræðir í borg, eða vinna lengur utan sveitar en 60 daga, eins og vikið hefir verið að. Reglugerðir þessar innhalda sérstök ákvæði um “technical personnel” og Labor Exit Permit. Refsing liggur við. ef fyrirmælum þessum er ekki fram- fylgt, eða þar að lútandi ákvæðum. Afrýja má frá reglugerðunutn til Court of Referees. Verkamáiaráðherrann og National Selective Service umboðs- menn. hafa vald til að gefa út vissar leiðbeiningar samkvæmt reghigerðum þessum. Fullar upplýsingar varðandi þessar rrglugcrðir, fást á niestu v is trá ðn ingastofu, eða hjá Selcctive Service umhoðsmanni. DEPARTMENT OF LABOUR HUMPHREY MITCHELL A. MaeNAMARA Minister of Labour Director, Natjonai SeJective Service Ottawa, 19. janúar 1943

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.