Lögberg - 11.03.1943, Side 2
2
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 11. MARZ 1943.
André Maurois:
Fyrstu kynni úr eldri
kynslóð
Brol úr bók um Shelley.
Kafli sá, sem hér birtist, er
tekinn úr bók André Maurois
um enska skáldið Percy Bysshe
Shelley í þýð. Ármanns Halldórs
sonar skólastjóra. Shelley er eitt
af höfuðskáldum Englendinga.
Hann hallaðist að kenningum
þeim, er fram voru bornar af
stjórnbyltinga mönnunum
frönsku. Hann kynntist þessum
kenningum fyrst verulega í bók
enska heimspekingsins Godwins,
The political Justice — Hið
pólitíska réttlæti. — Sú bók var
honum opinberun, sem hann
dirfðist ekki að gagnrýna, held-
ur trúði hann á hana skilyrðis-
laust eins og boðskap frá æðri
heimi. Þetta ættu menn að hafa
í huga, er þeir lesa kafla þann,
er fer hér á eftir.
í Graystoke kynntist Shelley
W. Calvert, vini Southey. Hann
bauðst til þess að fara með
honum í heimsókn til skálds-
ins. Þetta var í fyrsta skipti,
sem honum auðnaðist að sjá í
eigin persónu einn þeirra höf-
unda, sem, hann dáðist mesb að.
En áður en hann sá Southey,
hafði hann ætíð hugsað sér
skáld sem einhverjar töfrandi
og nærri því óefniskenndar ver-
ur.
Það, sem varð á vegi hans í
þesssu vel upphitaða húsi, sem
prýtt var ágætum húsgögnum,
v£$r frú Southy, sem líktist
miklu fremur matselju en
mentagyðju. Hún hafði áður
stundað kjólasaum, og hún batt
bækur manns síns í afganga af
kjólaefnunum, sem hún saum-
.1ði úr. Sa/umastojfan var sá
vettvangur, þar sem hæfileikar
hennar nutu sín bezt. Orðræður
hennar snerust allar um pen-
inga, matseld og vinnukonur
eins og hjá hinum allra leiðin-
legustu húsmæðrum. Skáldið
virtist alveg skynlaust á fánýti
þessa umræðuefnis. Hann var
heiðarleg sál, en hann hafði enga
hæfileika til að kryfja mál til
mergjar með hugsun sinni.
Hann viðurkenndi, að þjóðskipu-
lagið þyrfti að taka breyting-
um, en hann taldi, að það gæti
aðeins orðið hægt og hægt. Hann
tók sér í munn hið andstyggi-
lega orðtak: “Hvorki þú né eg
mun lifa þann dag.” Hann var
á móti frelsisbaráttu kaþólskra
manna og ændurbótum á kosn-
ingalöggjöfinni. En verst af öllu
var það, að hann kallaði sig
kristinn mann! Shelley kvaddi
hann með hrygð í hjarta.
Southey, þessi sómamaður, gat
með engu móti gert sér í hug-
arlund, hver áhrif hann hafði
haft á gest sinn. “Þetta er ó-
venjulegur piltur!” hugsaði hann
þegar Shelley var farinn. “Hon-
um virtist liggja það þyngst á
hjarta, að fyrir honum eigi að
liggja að erfa stórkostleg auð-
æfi, hann virðist jafnáhyggju-
fullur yfir því að eiga að fá
sex þús. punda tekjur á ári eins
og eg var á hans aldri yfir því
að eiga ekki grænan eyri. Fyrir
utan þetta þá fannst mér, sem
eg hitti skugga minn, er eg
talaði við hann. Hann var alveg
eins og eg var 1794. Hann held-
ur, að hann sé guðleysingi, en
hann er í raun og veru algyðis-
trúar, þetta er bernskusjúkdóm-
ur, sem við höfum allir fengið.
Það er gott, að hann skyldi
komast í mínar hendur. Hann
hefði ekki getað fengið betri
lækni. Eg ráðlegg Berkeley sem
læknislyf. Áður en vikan er .lið-
in, verður hann orðinn Berkeley
sinni. Hann hefir furðað sig á
því að hitta í fyrsta skipti á æf-
inni mann, sem skilur hann
niður í kjölinn og veitir honum
verðskuldaða viðurkenningu.
Guð sé oss næstur! Heimurinn
þarfnast endurbóta, þó að hann
kunni ekki hin réttu tök á,
hvernig því yrði bezt hagað.
Samt örvænti eg ekki um það,
að mér takist að sannfæra hann
um, að hann geti gert margt
gott með sex þúsund pundum
á ári”.
Slíkur varð fundur æsku-
mannsins við miðaldramanninn
Hinn fyrrnefndi leit á hinn
síðarnefnda með virðingu, en
einnig með óróleika. En mið-
aldra maðurinn leit á æsku-
manninn með vingjarnlegri
gletni, og hét sjálfum sér að ná
tökum á honum með fulltingi
þroskaðri sálar.
Miðaldra maðurinn hafði
gleymt því, að sálir tveggja
kynslóða eru jafnlokaðar fyrir
áhrifum hvor frá annari og eind
ir Leibnitz.
Southey og kona hans létu
ekkert ógert til þess að verða
ungu hjónunum að liði. Hann
fékk húseigandann til þess að
lækka leiguna eftir litla húsið.
Frú Southey fræddi Herriet um
margt í matseld og þjónustu-
störfum, en í þeim efnum var
hún fákunnandi fyrir. Hún lán-
aði henni jafnvel borðdúka og
á rúm, það var ótvírætt vitni
um sérstaka velvild. En upp-
götvun, sem Shelley gerði um
þessar mundir, skaut loku fyrir
það, að miðaldramaðurinn fengi
aukið hróður sinn.
Af tilviljun las hann tímarits-
grein eftir Southey. í þessari
grein talaði hann um Georg III
sem. “bezta konunginn, sem
nokkru sinni hefði setið í há-
sæti.” Þetta var auðvitað innan-
tómt smjaður, en Southey var
líka gerður að lárviðarskáldi, og
vegurinn upp á hefðartindinn
er á fótinn. Shelley gat aldrei
fyrirgefið auðvirðileika af þessu
tagi. Hann skrifaði Southey og
sagði honum, að hér eftir liti
hann á hann sem leiguþý, að-
stoðarmann við að viðhalda
glæpsamlegu þjóðfélagi og hann
mundi aldrei heimsækja hann
framar.
Einmitt um þetta levti skip-
aði Southey lítið rúm í huga
hans, því að hann hafði þá ný-
verið uppgötvað Godwin, hinn
mikla Godwin, höfund að HinU
pólitíska réttlæti, eyðileggjanda
hjónabanda, óvin guðdómsins,
guðleysingja, lýðveldissinna og
byltingamann. Godwin var enn
á lífi, hann átti heima í Londan
og hafði þar heimilisfang eins
og hver annar. Það var hægt
að skrifa þessum mikla spá-
manni dygðarinnar bréf um
dygðina!
“Yður mun koma einkenni-
lega fyrir sjónir að fá bréf frá
ókunnugum manni”, sagði hann
í fyrsta bréfinu. “Engin kynning
hefir löggilt það, sem almenn-
ingur mundi kalla bessaleyfi.
En það bessaleyfi, sem hér er
um að ræða, er ólastanlegt frá
sjónarmiði skynseminnar, sé það
ekki viðurkennt af siðvenjunni.
Háleitustu hugsjónir mannkyns-
ins krefjast þess, að tízkusiðir
skilji ekki mann frá manni. —
Nafnið Godwin hefir löngum
vakið virðingu og aðdáun í huga
mér. Eg hefi löngum litið á hann
sem of skæra leiðarstjörnu, sem
valdi þeim ofbirtu, er í myrkr-
inu búa kringum hann Yður
mun því skiljast, hvílíkt óhemju
fagnaðarefni mér var það, er eg
frétti, að þér væruð á lífi, og
hvar þér byggjuð. Eg hafði talið
yður meðal hinna framliðnu-
mikilmenna. En svo er ekki.
Þér eruð enn á lífi, og eg vona
það fastlega, að þér séuð enn í
óða önn að gera fyrirætlanir
um aukinn velfarnað öllu mann-
kyni til handa.
Eg er algjör nýliði á vett-
vangi mannlífsins, en þó eru
’tilfinningar mínar og hugsanir
hinar sömu og yðar voru. Skeið
mitt hefir verið stutt, en auð-
ugt að atburðum Sú rangsl-
eitni, sem eg hefi orðið fyrir,
hefir sannfært mig betur en
nokkru sinni fyrr um réttmæti
skoðana minna.”
Godwin tók þessu bréfi fegins
hugar. Þó að Hið pólitíska rétt-
læti hefði vakið mikið umtal,
þegar það kom út, þá hafði það
að miklu leyti fallið í gleymsku
og dá síðan. Hann gat líka talað
um “atburðaríka æfi” eins og
lærisveinninn, þó með nokkuru
minna rétti. Hann var upphaf-
lega prestur, en um þrítugs-
aldur var hann orðinn alkunnur
guðleysingi og lýðveldissinni.
Árið 1793 birtist þessi fræga
bók hans. Pitt var hálft um
hálft að hugsa um að hefja of-
sóknir gegn honum fyrir bókina
— hún var seld á sex guineur —
virtist forsætisráðherranum eiga
að vera nægileg vernd gegn hin-
um skaðlegu kenningum, sem
bókin flutti.
Fjórum árum síðar kvæntist
Godwin Mary Wollstonecraft,
stórsnjöllum rithöfundi. Þau
höfðu áður búið saman. Hún dó
af barnsförum, en barnið lifði,
lítil dóttir. Að henni látinni
kvæntist þessi gamli fjandmaður
hjónabandsins annarri konu, frú
Clairmont, ekkju', sem heima
átti í næsta húsi við hann. Hún
hafði komið sér í kynni við
Godwin með því að ausa yfir
hann smjaðrinu af svölum húss
síns.
Þau hjónin áttu við basl að
búa. Börnin voru fimm. Fyrst
var það Mary, dóttir Mary Woll-
stonecraft og Godwins, hún átti
til stórgáfaðra að telja í báðar
ættir. Þá átti Clairmont tvö
börn eftir fyrra mann sinn, Jane
og Charles. Þá var í þriðja lagi
lítill drengur, sonur Godwins og
frú Clairmont. Loks var elzta
barnið, sem ekkert foreldri átti
þar á heimilinu framar. Það var
dóttir Mary Wallstonecraft og
amerísks elskhuga hennar, Gil-
berts Imlay höfuðsmanns, hin
blíðlynda og viðfelldna Fanny
Imlay, nokkurs konar Helga í
öskustónni þar á heimilinu.
Hin síðari frú Godwin “hrylli-
legur kvenmaður með græn gler
augu,” var lygin og lastmál og
skapið viðurstyggilegt. Hún var
hörð við þær Fanny og Mary.
Hún stjórnaði ungmennabóka-
safninu í Skinnersgötu, sem
Godwin hafði komið á fót til
þess að afla lífsviðurværir handa
sínum eigin ungmennum. Þessi
fátæki hetimspekingur átti við
ömurleg og erfið kjör að búa.
sem meinuðu honum algjörlega
að þjóna hégómagirni sinni. Af
þessum sökum var honum næsta
kærkomið bréfið frá þessum fun-
heita lærisveini sínum í Keswick,
útgefandi barnabóka, sem sá
ekki út úr skuldakröfunum á
upplög sín, gat fátt komið betur
en að kynnast manni, sem taldi
hann svo skæra leiðarstjörnu,
að þeir, er of nærri kæmu,
fengju ofbirtu í augun.
Hann svaraði bréfi Shelley
með því að óska eftir nokkurri
vitneskju um þennan ókunna
bréfritara. Með næsta pósti
barst honum æfisaga Shelley,
rituð af honum sjálfum. 1 þeirri
sögu var hlutur þeirra Timotíhy
Shelley og deildarforsetans í
Oxford heldur ófagur. Hann
fræddi Godwin um það, að hann
ætti að erfa 6 þús. pund í ár-
legar tekjur, enn fremur að
hann væri giftur konu, sem væri
lífsskoðunum hans sammála, að
hann hefði þegar gefið út tvær
skáldsögur og eitt flugrit, alt
þetta sendi hann hér með
“stjórnanda og mótanda” hugar
síns.
Þetta opinskáa og einlæga
bréf var lesið af miklum áhuga
af hinum ungu stúlkum á God-
win-Clairmont-heimilinu, en höf-
undur Hins pólitíska réttlætis
var í nokkrum vafa um það.
Síðan hann varð sjálfur heim-
ilisfaðir, mat hann hinn föður-
lega aga meira en hann áður
gerði. Ef til vill hafði Timothy
Shelley aðeins gert það, sem
syni hans var fyrir bestu. Menn
ættu ekki að gagnrýna þau yfir-
völd, sem fyrir eru, þegar menn
eru ungir, allra sízt ættu menn
að birta slíka gagnrýni. Skóla-
pilturinn ætti ekki að hafa ó-
stjórnlega löngun til þess að ger
ast kennari, meðan hann situr á
skólabekk.
Ef einhver annar hefði skrifað
þetta en hinn “mikilsmetni”
Godwin, mundi hann þegar hafa
verið dreginn í dilk með hinum
keyptu þýjum, er viðhéldu um-
burðarleysinu. En átrúnaðargoð
og foringjar eru svo ómissandi
fyrir æskumanninn, að hann
lítillækkar sig með velþóknun
frammi fyrir þeim útvöldu leið-
togum samvizku sinnar.
Vegna hinnar ríku dular-
hyggju sinnar hafði Shelley
meiri þörf en nokkur annar á
helgidómi, sem hann gat tilbeð-
ið. “Eg er fús á að verða nem-
andi eða öllu heldur lærisveinn,”
sagði hann í svarbréfi sínu. “Auð
mýkt mín og traust er ósvikið
og fullkomið, þar sem eg er þess
fullvís, að eg er ekki blekktur,
og þar sem eg hitti fyrir hæfi-
leika og kunnáttu svo ótvírætt.
miklu fremri en. eg bý yfir.”
Shelley reisti hina ótrúleg-
ustu loftkastala í fögnuði sín-
um yfir að hafa uppgötvað God-
win. Honum var það barna-
leikur einn að gerbreyta lífi
annarra manna og tengja örlög
þeirra sínum örlögum. Hafði
honum ekki tekist þetta full-
komlega með Harriet og Elísu?
Hvað var einfaldara en það að
fá leigt stórt hús í Wales og
taka þangað ungfrú Hitchener,
Godwin, hinn “mikilsmetna” vin
hans ásamt allri hinni heillandi
fjölskyldu hans?
En honum sárnuðu dálítið efa-
semdir Godwins, og áður en
þetta gerðist, langaði hann til
þess að'sýna það svart á hvítu,
að hann vissi, hvernig hann ætt:
að hrinda áformum sínum í fram
kvæmd þrátt fyrir æsku sína.
Áður en hann settist að fyrir
fullt og allt í þessu “Home of
Meditation” — íhugunarheimili
— ætlaði hann að bregða sér ti!
írlands með Harriet og Elísu
og eyða þar þremur mánuðum
til þess að vinna sérstaklega að
því, að kaþólskir menn fengju
full mannréttindi og yfirleitt að
endurbótum á högum þessa
hrjáða lands.
Hverngi áttu þær systur, hin
fagra Harriet og Elísa með hið
mjög burstaða hár, að leysa
kaþólska menn á írlandi úr á-
nauð? Þeirri spurningu var látið
ósvarað, en Shelley tók með sér
“Ávarp til írsku þjóðarinnar”.
Það var svo þrungið af heim-
speki, viturlegum ráðleggingum
RED CROSS DRIVE
1943
MANITOBA QUOTA
$600,000.00
+
As the theatre of war operations expands,
the demands on The Canadian Red Cross
become even greater
PLEASE DO YOUR SHARE
|
&
Íí
8
I
sssS
og ást til mannanna, að það
virtist óhugsanlegt annað en það
gengi hverjum manni að hjarta,
sem læsi það.
Á þennan hátt sté hinn ungi
riddari með hin aldfránu augu
á skip til þess að leggja undir
sig “hið græna eyland”. í stað
kesju hafði hann handrit, hin
fagra Harriet var frúva hans og
hin svarta Elísa skutilsveinn
hans. Hin síðarnefnda hafði með
höndum fjárráðin, búsorgir og
“alt hið lága og veraldlega”.
Jólabl. Alþbl.
Fyrsti marz á Betel
Um þau mörgu ár er Gamal-
mennaheimilið Betel hefir verið
starfrækt á Gimli, hefir kven-
félagið “Framsókn” jafnan
heimsótt stofnunina, ár hvert,
en um mörg síðari ár á afmælis-
degi stofnunarinnar, þann 1.
marz-mánaðar.
Að þessu sinni var mikill las-
leiki 1 Gimli-bæ, og ýms atriði
áætlaðrar skemtiskrár varð að
afturkalla, varð því skemtiskrá
styttri en áformað var.
Dagurinn rann upp bjartur,
en kaldur, eins og svo oft hefir
átt sér stað á þessum vetri.
Margar Gimli-konur voru gestir
“Framsóknar” þann dag. Nutu
heimilisfólk og gestir ríkulegra
veitinga, en að þeim loknum
hófst skemtiskrá dagsins.
Vistmenn og starfsfólk fylti
samkomusalinn, alt prúðbúið,
og hátíðablær ríkti yfir öllu.
Prestur sá er nú innir af hendi
millibilsþjónustu í Gimli-presta-
kalli, var samkvæmt beiðni,
stjórnandi samkomunnar, er
hófst með sálmasöng og bæn
Að fáum orðum mæltum fyrir
hönd þeirra er höfðu heimsókn-
ina með höndum, var sungið:
“Hvað er svo glatt, sem góðra
vina fundur”, söng lítil stúlka
Lorna Stefánsson, íslenzka
söngva, með ógleymanlega fag-
urri barnsrödd er gladdi alla
er á heyrðu. Mrs. Anna Hope
söng ýmsa íslenzka söngva, og
tókst vel að vanda. Frú Ingi-
björg J. ólafsson flutti ræðu,
vandað erindi, er birtist ásamt
umsögn þessari. Mr. Þorbergur
Halldórsson bar fram þakklætis-
orð heimilififólksins til “Fram-
sóknar’-kvenna, fyrir heimsókn-
ina, og gleðina er henni fylgdi,
og mæltist honum ágætlega vel.
íslenzkir söngvar voru sungmr
bæði milli skemtiatriða og eftir
að samkomunni lauk. Naut fólk-
ið sín hið bezta, það var engin
ellibragur yfir því hvernig “ólaf
ur reið með björgum fram”, og
aðrir söngvar voru þar sungnir.
Betel-afmælið er sannur há-
tíðisdagur á heimilinu. Hm
ágæta forstöðukona, Miss Inga
Johnson, býr yfir fágætri snilli
í stjórn heimilisins, og skilningi
hennar á hverjum einstakling.
Þær Miss Nordal og Miss Árna-
son spiluðu á hljóðfærin við
söngvana.
Kæra þökk fyrir al-íslenzka
gleðistund.
S. Ólafsson.
Verzlu narj of nuðurina
árið sem íeið
Samkvæmt bráðabirgðayfirliti
Hagstofunnar hefir heildarinn-
flutningurinn árið sem leið orð-
ið kr. 247.745. 540, en heildarút-
flutningurinn kr. 200.431.980, eða
rúmar 47 milj. kr. lægri en inn-
flutningurinn.
Árið 1941 nam heildarinnflutn
ingurinn 129,5 miljónum króna
og útflutningurinn 188,5 millj-
kr. Var útflutningurinn þá tæp-
um 60 miljónum króna hærri en
innflutningurinn.
Desembermánuður síðastlið-
inn var mjög óhagstæður, þar
sem útflutningur var þá sára-
lítill, en innflutningurinn mjÖg
mikill.
Innflutningurinn nam í des-
embermánuði kr. 35.234,520,
en útflutningurinn 6,480,280.
Þenna eina mánuð varð verzl-
unarjöfnuðurinn óhagstæður
um 28,8 milj. kr. Orsök þessa
mikla hruns í útflutningnum
var sá, að ísfiskútflutningur
stöðvaðist að mestu þenna mán-
uð, en þaðan hefir aðalútflutn-
ingsverðmætið komið.
Aðaliútflutningsvaran í des-
embermánuði var: ísfiskur 1,0
millj., freðfiskur 0,4 milj., síld
1,6 milj. og lýsi 3,4 milj. kr.
Að lokum er rétt að geta
þess, að enda þótt verzlunar-
skýrslur sýni óhagstæðan verzl-
unarjöfnuð um 47 milj. kr. ár-
ið sem leið, gefa þessar tölur
einar mjög ranga mynd af þjóð
arbúskapnum. Hið sanna er, að
greiðslujöfnuður hefir verið
okkur mjög hagstæður á árinu.
Vatnsdælur verða settar
upp við Gvendarbrunna
Setuliðið hefir úfvegað þær og
fluit þær hingað til landsins.
Nýjar pípur verða seiiar til við-
bótar.
*
Vatnsskortur gerir nú mjög
vart við sig víða um bæinn, en
næstum eingöngu þar sem haest
stendur. Er vatnsskorturinn til-
finnanlegastur á morgnana og
eins um miðjan daginn. Þó erU
vandræðin af þessu vatnsleysi
enn ekki orðin eins mikil og þau
voru í hitt eð fyrra.
Öllum er kunnugt, að mikill
mannfjölgun hefir átt sér stað í
Reykjavík og þar með eðlileg
aukning á vatnsnotkun. En auk
þess kemur hinn fjölmenni her
með allan sinn rekstur. I hitt eð
fyrra var hernum aðallega
kennt um vatnsskortinn og mun
vatnsnotkun hans hafa valdið
miklu um.
Þetta hefir herinn nú viður-
kennt með því að útvega og
flytja til landsins vatnsdælur,
sem settar verða upp við Gvend
arbrunna og eiga að dæla vatn-
inu úr brunnunum í vatnsæðarn
ar. Þetta er ekki hægt að gera
sem stendur, enda mikið verk,
eftir því sem Helgi Sigurðsson
verkfræðingur skýrði Alþýðu-
blaðinu frá í gærmorgun. En
það verður gert svo fljótt sem
auðið er. Alþbl. 9. jan.
WOMEN-Serve witl) the C.W.A.C.
You are wanled — Age limits 18 to 45
Full information can be obtained from your
recruiting representative
Canadian Womens Army Corps
Needs You
Get Into the Active Army Canada's Army Is On The March
1 Get in Line — Every Fit Man Needed
Age limits 18 to 45
War Veterans up io 55 needed for
VETERAN S GUARD (Active) Local Recruiting Representative