Lögberg - 22.04.1943, Side 4

Lögberg - 22.04.1943, Side 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. APRÍL 1943. -----------2.ög;ijerg-------------------- Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba LJtan&skrift ritstjórans: EDITOR L/K5BERG, 695 Sargent Ave., VVinnipeg Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögbers" is printed and publishea by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE S6 327 Frelsis rótin, djúp og römm Eflir W. J. Líndal, dómara. Við elskum frelsið. Stundum finst okkur að við elskum það meira en sjálft lífið. En við megum ekki láta okkur koma til hugar að ís- lendingra séu að því leyti sér í hóp. í>að eru margir þjóðflokkar og margar þjóðir sem unna frelsinu engu síður en við. En samt er engihn efi á því að frjálsræðis-þráin er ekki jafn sterk meðal allra manna og allra þjóða. Og svo er annað. Þar sem frelsið er mest rnetið er lýðræðið sterkast. Satt að segja, lýðræðisstjórnir og stofnanir eru ytri búningar og húsakynni frjálsræðisins. Þar sem það er í ríkum mæli kemur að því fyr eða síðar að því auðnast að klæða sig sjálfstæðis fötum og byggja sér þjóðræðis hýbýli. Þótt sagan sýni að ofbeldi og kúgunarafl brjótist inn við og við og tæti alt í sundur og eyðileggi þá sýnir hún einnig að það er ekki nema í bráðina. Ef aðeins að frelsis-tilfinningin er nógu sterk þá brýzt hún fram aftur með nýjum krafti og eldmóði. En hvernig stendur á því að frelsis — og þá um leið lýðræðistilfinningin nær svo miklu dýpra niður í hjartarætur sumra manna og þjóða en annara? Eins og allir vita er sumum það tamt að láta leiða sig — kjósa það fremur en ráða sjálfir. Þeir menn og þær þjóðir eru sem blautt deig í höndum harðstjóra og nú- tímans þrældóms-kúgara og fá oft makleg málagjöld. Þar sem sá hugsunarháttur er sterkur geta þjóðræðis stofnanir ekki þrifist til lengdar. Eg ætla ekki að reyna að svara spurningunni. En á yfirstandandi hættutíma, þegar svo nærri kom að því að frelsið og alt sem á því er bygt, yrði eyðilagt, þá er ekki nema rétt að láta hugann hvarfla til baka til þeirra þjóða sem mestu hafa fórnað og mest lagt fram til þess að reisa þær stofnanir sem eru nauðsyn- legar til þess að frelsið og lýðræðið geti þrifist og notið sín í friði og sæld. Þessar stofnanir eru ekki bundnar við sérstök stjórnarfyrir- komulög. Þær ná yfir allar mannlegar athafnir — breytni einstaklings til einstaklings, þjóðar til þjóðar. Lögmálið bak við þessar stofnanir má kalla þjóðræðis lífs-stefnu. (The demo- cratic way of life). Hvaða þjóðir á eg við? Eg vil leiða hugi yðar til baka hátt á annað þúsund ár, til þjóða þeirra sem þá bygðu norð- urhluta Evrópu. Miðdepill þess svæðis var Jótlandsskaginn. í norðurátt voru Norðmenn, og bygðu þeir suðurhluta Skandinaviska skag- ans. Á sjálfu Jótlandi og næst fyrir sunnan það bjuggu Englar, Saxar og Jótar. Lengra suð- ur voru Lálendingar (Low Germans) og í suð- vestur Frislendingar. Nú er það svæði kallað Niðurlönd (The Netherlands). Til samans má kalla þessa þjóðflokka norræna-kynstofninn. Úr því eg set þessa þjóðflokka eða þjóðar- brot saman í eina heild þá verður í upphafi að svara þessari spurningu: Hvað var það sem einkendi þá frá öðrum þjóðflokkur Norðurálf- unnar? Svarið er þetta. Þeir voru einstaklingssinnar og þoldu ekki ofríki; þeir voru æfintýragjarnir og fýstu að kanna ný lönd og sigla ófama sjóa. Frelsisástin var sterk og þá um leið sjálfstæðið. Það var talið sjálfsagt að hver um sig hefði rétt til þess að skipa sína eigin framtíð, og í þeim efn um hafði hann algjört hugsunar- og athafna- frelsi. En samvafið þessu sjálfstæði var þráin til þess að vinna sameiginlega að almennings heill. Eindregin mótstaða var sýnd gegn því að beygjast undir algert kúgunarvald, hvort held- ur það var einveldi eða ofríki í einhverri annari mynd. í stuttu máli sagt, má finna hjá þess- um þjóðum frumrætur þess lýðræðis er vér þekkjum nú á dögum. Eins og vænta mátti, fluttu þessar þjóðir til rnnara landa. Þær fluttu austur, suður og vest- ur. Með þjóðflutningum bárust þjóð- og lyndis- einkunnirnar. í nýja jarðveginum festa þær rætur aftur, spruttu og jafnvel tóku bótum. Þjóðflutningar til Brellandseyja. Á öndverðri fimmtu öld hófu Englar, Saxar og Jótar flutning til Bretlands. Eftir hér um bii tvær aldir tókst þeirn að vinna undir sig mest af landinu og reka upp til fjalla þjóð- flokka þá sem fyrir voru í landinu. Engil-Saxar stofnuðu svo að segja undir eins héraðs- og þjóðarþing eða mót, kölluð á ensku “The Hundred Moot”, “The Shire-moot” óg “The Witenagemot”. í þessum mótum er að finna rótina að núverandi sveitarstjórnum og löggjafarþinginu sjálfu, eins og það á sqr stað í hinum enskumælandi heimi. Næsti þjóðflutningur til Bretlands var um fjórum öldum síðar og var frá Danmörku. Um tveggja alda tíma áttu Engil-Saxar í stöðugum erjúm við Dani en þess ber að gæta að báðir þjóðflokkarnir höfðu, hvað þjóðar-einkenni snertir, næstum hið sama til bruns að bera. Þriðji þjóðflutningur til Englands átti sér ekki eins beinar brautir. Seint á níundu öld fluttu Norðmanna flokkar þangað sem nú er norðurhlúti Frakklands. Foringi þeirra hét Hrólfur, kallaður Göngu- Hrólfur, sem allir kannast við. Héraðið þar sem þessir menn bygðu var kallað Normandí og er enska orðið Norman aðeins styttri eða mýkri mynd af orðinu Norðmenn. Hrólfur var fyrsti hertoginn í Normandí. Hér um bil hálfri annari öld seinna, eða árið 1066, fór þáverandi hertoginn yfir enska sundið og lagði England undir sig, og gerðist Vilhjálmur I. Bretakon- ungur. En Vilhjálmur var afkomandi Göngu- Hrólfs í beinan karllegg í fimmta lið. Og þar sem við nú erum að tala um brezku þjóðina má geta þess að þjóðflökkar þeir sem þar voru þegar Engil-Saxar réðust á þá voru ekki norrænir heldur keltneskir. En þeir komu upprunalega frá Mið-Everópu fyrir norðan Alpafjöllin — þó um þúsund árum áður. Þeir fluttust fyrst til Frakklands og Spánar og svo norður yfir enska sundið. Þess vegna má með sanni segja að forn-Bretar (Bretons), Skotar, Velskar og írar (Iberians undanskildir) rekja rót til sömu stöðva í Evrópu sem norrænu þjóðflokkarnir. Eg er ekki að halda fram að Keltar og Norðmenn séu endilega af sama kynstofni þótt eflaust svo sé ef nógu langt til baka er farið. Þeir eru að sumu leyti ólíkir, en það er margt sem þeir hafa sameiginlegt. Eitt af því er frelsisþráin. Norræni þjóðflutningurinn, fyrst til Nor- mandí og svo til Englands, sýnir svo afar greinilega eina af hinum sérstöku norrænu lyndiseinkunnum. Forn-Norðmenn sömdu sig algerlega að flestum siðum þeirra þjóða þar sem þeir tóku sér bólfestu. Þeir hurfu smám saman inn í þjóðfélagið, gleymdu málinu, sleptu öllu því ytra er þeir komu með. En norræna eðlið dó ekki. Jafnframt þessu höfðu þeir áhrif á þjóðsiði og þjóðlíf í hinu nýja landi, veittu þeim meiri kraft og settu oft nýjan blæ á þjóðstofnanir. Til dæmis í Normandí tileinkuðu Norðmenn sér algerlega franska tungu og franska siði. En annað er athugavert, þeir drukku í sig á augabragði hið djúpa þjóðskipulags-vit Frakka sem þeir að mestu höfðu erft frá Rómaborg, og fluttu það með sér til Englands. Þar kom það að góðum notum því Engil-Saxneska ein- staklingseðlið hafði gert það næsta ómögulegt að koma að fastbundnu skipulagi og sterku al- þjóðarvaldi. Það varð hlutskipti Norðmanna að koma þessu til leiðar og í þeim efnum hafa þeir tvímælalaust notið styrks og aðstoðar ná- frænda sinna, Engil-Saxa og Dana. Það er viðurkent að brezka þjóðin hefir staðið í broddi fylkingar þjóða þeirra sem hafa aðhyllst þjóðræðislífs stefnuna. En menn gleyma hversu sterkur norrænn þráður er spunninn inn í brezku þjóðina. Hún er miklu meira norræn en keltnesk. Isle of man. Þess mætti minnast hér að um það leyti er siglingar hófust til íslands var norsk nýlenda síofnuð á “Isle of Man”. Ekki var þess langt að bíða að á þessari eyju var þing stofnsett. Þótt yfir þúsund ár séu liðin er það enn við lýði; tala ‘þingmanna er sem í byrjun, tuttugu og fjórir, og er þingið kallað á ensku “The House of Keys”. Orðið “Keys” er svo gamalt að málfræðingum hefir ekki hepnast að gera skíra grein fyrir uppruna þess. Sú getgátan að það sé frá norræna orðinu “kiese”, íslenzka orðinu “kjósa” er að mínu áliti næst sann- leikanum. Alt að árinu 1916 voru öll lög þings- ins yfirlýst á velli er kallaður er “Tynwald Hill”. Orðið “Tynwald” kemur frá norræna orðinu “Þingvöllur”. Hvar sem Norðmenn sett- ust að fylgdi þeim æfinlega hugsjónin um þing- stjórn og þjóðræði. Úkrania (Garda-ríki). Eg drap á í byrjun að sumt af þessu nor- ræna fólki hefði flutzt suður og austur. Það fluttist þangað sem nú er kallað Hvíta-Rúss- Iand, Pólland og Úkrania. Eftirtekta mesti þjóð- flutningurinn var til Úkraníu, í fornöld kallað Garða-ríki, og mun hann að líkindum hafa komið frá Svíþjóð. Aðal foringjarnir voru þrír, er hétu Hröríkur, Höskuldur og Dýir. Eftir örstuttan tíma tókst þeim að leggja mest af landinu undir sig og koma á skipulagi þar sem alt var í uppnámi og óeirðum áður. Hröríkur nam staðar í Novgorod en Höskuldur og Dýir fóru lengra suður og settust að í höfuðborginni Kiev. Þar mynduðu þeir fyrsta slavneska þjóð ríkið. Hátt-lærður Úkraníu prófessor og sagnfræð- ingur, L. Biberovich að nafni, sem nú dveíur í Ottawa, hefir ritað afar fróðlega ritgjörð sem hann kallar “Vikings of the Ukraine”. Hér fylgja fáeinar setningar úr þessu markverða riti: “Þejta smáa þjóðríki(Kiev) sem þessir tveir víkingar mynduðu er frumstofn slavneska og jafnvel finnska þjóðfélagsins og undirstaða nú- tímans Rússaveldis .... Já, þáttur sá sem Víkingarnir tóku í þessari sögulegu framþróun slavnesku þjóðanna er framúrskarandi þýðingarmikill Þeir voru sem kraftmikið ger í brauðdeigi sem að gjörbreytti lyndis-einkunnum Úkraníu- manna. Þar sem þjóðin hafði áður lagt sig aðallega við akuryrkju og verzlun þá varð henni nú blásið í brjóst höfðingsskapur og æfintýraþrá .... Og það voru norrænu mæðginin, prinsessa Helga og Valdimar sonur hennar, sem inn- leiddu kristna trú í landið.” Próf. Biberovich bendir á að það var álit lærðra austurlanda rithöfunda er uppi voru á tíundu öld að orðið “Rús” sé að norrænum uppruna. (Sænska orðið róðsmenn eða róðurs- menn og er þetta að líkindum rétt vegna þess að þessir Norðmenn sköruðu fram úr þeim slafnesku í því að sigla og róa bátum upp og í niður árnar í Rússlandi). Hann vitnar til eins þeirra, Ibrahim að nafni, sem skrifar þannig: “Norrænir kynflokkar, og er meðal þeirra “Rús-fólkið” hafa yfirunnið sumt af slafnesku þjóðinni og dvelja þar þann dag í dag. Já, svo algerlega eru þeir nú samblandaðir þjóðinni að þeir hafa slept sínu máli og valið sér hitt.” En þótt alt virtist hafa horfið og vera nú dáið og gleymt nema nokkur horræn bæjar- og eiginnöfn, þá samt er það viðurkent, jafnvel, meðal Úkraníu mann, að þessir fámennu flokk- ar úr norðvestrinu hafi lagt fram drjúgan skerf í þjóðareinkunnir Úkraníu. Hefir ykkur nokkurtíma dottið til hugar hvers vegna það er að Úkraníu menn taka svo mikinn þátt í pólitískum málum — meiri en hinar slavnesku þjóðirnar. I síðustu fylkiskosningum voru sjö Úkraníumenn kosnir, en enginn hinna þjóð- anna. Mér finst það liggja í augum uppi hver sé ástæðan. Landnám íslands. Nú kem eg að þeim útflutningum sem að sumu leyti eru lærdómsríkastir. Annar er til íslands en hinn suður til Sikileyjar. Eins og ykkur öllum er kunnugt hófust sigl- inigar til íslands árið 874. Það var tvent sér- staklega við þennan útflutning. Landnámið var í eyju, áður óbygð, og þess vegna engra annara áhrifa að kenna. Landnámsmenn voru heldri . stéttar menn, aðalsmenn og óðalsbændur. Þeir fluttu með sér það bezta er fanst í fari nor- rænu þjóðanna. Brátt kom í ljós hin meðfædda tilhneiging þessara manna til þess að hafa skipulega stjórn í landi sem yrði öllum til verndar og hags- muna—iþjóðþing en ekki einveldi. Árið 930 var Alþingi stofnsett. Þúsund árum seinna, árið 1930, hélt íslenzka þjóðin hátíðlegt afmæli þessa þings. Sumir ef til vill halda að frjálsræðisþrá landnámsmanna og þá um leið áhugi þeirra að vinna að hagsmunum allra hafi verið óvenju lega sterk og að seinna hafi þessi lyndiseink- enni smátt og smátt veslast upp og horfið. En svo var ekki. Annað landnám hófst um þúsund árum síðar. Árið 1872 sté ungur íslendingur á land í Que- beck í Canada. Hann hét Sigtryggur Jónasson. Um haustið 1875 lenti hann og hópur íslend- inga á vestur-strönd Winnipeg-vatns og mynd- uðu Nýja ísland. Á þessum þúsund árum hafði margt skeð á íslandi. Gull-öld íslands leið undir lok mörg hundruð árum áður. Á miðöldunum og alt að byrjun nítjándu aldarinnar þjáðist þjóðin af fátækt og allsleysi, einkum og sér í lagi í gegnum móðuharðindin þegar eldgos virtust alt ætla að eyðileggja. Margur hefði haldið að eftir þessar hörmungar hefði bæði táp og frjálsræði útkulnað og að Sigtryggur og hóp- urinn sem fylgdi honum hefði á æskuárum drukkið í sig lítið meira en volæði og vesaldóm. Langt frá því. Norræna eðlið kom strax í ljós þegar tækifæri gafst — eins og einnig átti sér stað heima á íslandi. <9 Við skulum ^tuttlega drepa á sumt af því sem fyrstu landnámsmönnum í Nýja íslandi öðlaðist að framkvæma bæði til þjóðþrifa og einstaklings frelsis. Þess ber að gæta að á þessum tímum til- heyrði landið ekki neinu fylki. Það var í um- sýslu sambands-stjórnarinnar. Þess vegna fanst bygðarbúum að þeir yrðu að stofna sitt eigið stjórnarfyrirkomulag. Landinu var skift í fjórar bygðir og bygðar- nefnd kosin fyrir hverja bygð. Kosninga rétt höfðu allir sem voru 18 ára að aldri, en þó aðeins ef þeir höfðu “óflekkað mannorð”. í hverri bygð voru tveir sáttasemjarar. Skylda þeirra var að leitast við að koma sáttum að í öllum einkamálum. (personal relations). Ibúar }>ygðanna voru skyldir að styrkja ekkjur og rnunaðarleysingja og þá sem sérstakra orsaka vegna ekki gátu unníð fyrir sér. í vissum til- fellum var bygðastjóra heimiluð meðferð dán- arbúa. Samkvæmt lögunum skal hver búandi sækja almennan fund haldinn einu sinni á ári. En svo var mynduð miðstjórn sem kölluð var þingráð. Það ræddi öll mál sem varðaði þingið eða nýlenduna í heild sinni. Þingráðið hafði miklu meiri völd en núverandi sveitar stjórnir. Til dæmis, það átti að ráða hvaða inn- lendum mönnum væri leyft landnám í bygð- inni. Og svo átti það að miðla málum í þræt- um milli bygða. Þingstjóri var kosinn og var Sigtryggur heitinn fyrsti þingstjórinn. En bygðarbúum var ant um meir en þing- stjórnar-skipulagið. Skólar voru bygðir og kendu sveitarmenn ef ekki var völ á útlærð- um kennurum. Til þess að menn gætu fræðst um almenn mál og látið í ljós skoðanir sínar var blað gefið út — Framfari — fyrsta islenzka blaðið í Vesturheimi. Með öðrum orðum, þessir , menn tóku öll þau spor sem nauðsynleg eru til þess að hleypa af stokkunum flestum nú- verandi þjóðræðis stofnunum. Alt þetta sannar svo tvímælalaust að lýðræð- ishugarfarið var alveg eins sterkt í íslending- um þúsund árum seinna og það var þegar Is- land var fyrst numið. Það gerði ekkert til hvað hafði skeð í millitíðinni. Þar sem frelsis- og sjálfstæðistilfinningin er nógu sterk má með sanni segja að þúsund ár eru sem einn dagur. Þjóðræðis tilraun fyrstu landnáms- manna í Nýja Islandi er ein af þeim fegurstu perlum sem eg hefi orðið var í sögu frelsis- hugtaka og lýðræðishugmynda. Norðmenn á Sikiley. Nú vil eg víkja að förum Normandíu manna til Sikileyjar á öndverðri elleftu öld. Einn af mestu iköppum þeirra var greifi, Roger að nafni. Hann fæddist árið 1030. Er • hann var tæplega þrítugur að aldri sigldi hann með liði sínu til Sikileyjar í Miðjarðarhafi. Árið 1060 tók hann höfuðborgina Messina, og fáum árum síðar hafði hann lagt alla eyjuna undir sig. Um stjórn hans, og þeirra Normandíu konunga er eftir hann komu, ætla eg ekki að fara mörgum orðum. Nóg er að vitna til Dr. E. A. Freeman, alþektur enskur sagnfræðingur, sem ritaði sögu Sikileyjar og þannig kemst að orði: “Glæsilegasti þátturinn í sögu Sikileyjar byrjar með innflutningi Normandíu-manna og mátti hún sín þá mikils í alheims málum. Aldrei, hvorki fyr né síðar, var eyjan svo sjálfstæð og svo sameinuð “Hið sérstaka einkenni Normensku stjórnar- innar var það að lofa öllum þjóðflokkunum á eyjunni að viðhalda eigin trú, máli og siðum, hver á sinn eigin hátt, allir undir vernd kon- ungsins sem tilheyrði engum þeirra, en sýndi sanngirni í allri stjórn”. Konungur af Normensku kyni stjórnuðu á Sikiley um þrjár aldir. Þeirra síðasti hét Frið- rik — Friðrik III. Að hann var lýðræðis maður sést á lögum hans og stjórn. Um það fórust Dr. Freeman þannig orð: “Að svo miklu leyti sem lög gátu komið því til leiðar var Sikiley þá eitt hið frjálsasta land í Evrópu. Samkvæmt lögum Friðriks átti lög- gjafarþingið að mæta á reglubundnum tímum og án samþykktar þinigsins gat konungm' hvorki háð stríð eða samið frið, né heldur gert sambands samninga”. Það er næsta óskiljanlegt að hægt sé að mæla slík orð um nokkra stjórn í Evrópu á þeim tíma, einkum meðal Miðjarðarhafs-þjóð- anna þar sem harðstjórn og um leið vesaldóm- ur voru almenn alt í kring. Það er sagt með sanni að Bretar hafi haft forustu í þeim efnum að koma á fót lýðræðis- stofnunum. En það var ekki fyr en á dögum Stuart konunga, þremur öldum síðar, að enska þjóðin fór að heimta að þingið mætti á vissum millibilum og að skorður yrðu settar á konungs- valdið. % Einkenni norrænna þinga. Þetta alt finst mér vera nægileg tildrög til þess að sýna að frelsis-eðlið var svo sterkt í þessum norrænu þjóðflokkum að ómögulegt var að eyðileggja það og að hvar sem þeir settust að kom það í ljós í þingum og öðrum þjóð- ræðis stofnunum sem þeir reistu. Þingin gömlu voru mikið meir en vanaleg löggjafarþing eins og alment á sér stað á þessum tímum. Þau voru aðal menningar- og félagsstaðirnir í land- inu. Engil-Saxar kölluðu þau mót — staði, þar sem fólk mættist og ræddi mál. Tökum til dæmis Alþingi á lýðstjórnar tíma- bilinu, 930—1264. Alþingi var hámark allra funda og mannamóta. Þingmenn riðu á þing klæddir skrautfötum og svo að sjálfsögðu al- vopnaðir. Þeir fjölmentu þ. e. a. s. komu með fylgdarfólk sitt. Þar á meðal voru konur þeirra og dætur og klæddust þær sínu bezta. Oft kom fyrir að ungmenni hittust á Alþingi í fyrsta sinn. Það varð til þess að bónorð voru stund- um borin upp og festum heitið. Hver þing- maður hafði sína eigin búð eða tjald og var pallur í hverri búð. Aðeins eitt dæmi vil eg nefna.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.