Lögberg - 06.05.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 06.05.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 6. MAÍ 1943. 3 SAGA Quod felix faustumque sit Örnúlfur Vermunds virti fyr- ir sér með sýnilegri velþóknun unga manninn, sem stóð and- spænis honum. Það var glæsi- legur ungur jnaður í “smoking”, sem fór honum eins og bezt varð á kosið. Dumbrauð “flau- elis”-rós í hnappagatinu var eins og til þess að gera klæðn- aðinn — ekki aðeins glæsileg- ann, heldur fullkominn. Og svo, eins og kóróna á allri dýrðinm, bar hann á höfðinu stúdenta- húfu með hvítum — alveg drif- hvítum kolli. Örnólfur ræskti sig og ávarp- aði unga “nýbakaða” stúdent- inn: “Drengur minn! Þá er þessu langþráða takmarki náð. og við erum báðir ánægðir með það, er ekki svo? — Segðu nú með skáldinu: Valete studia, — farið heilar stúdíur, í bili að minnsta kosti. Þú hefir staðið þig vel, ungi maður, og þú átt skilið að fá þér dálítið frí. Farðu eftir hinu fornkveðna spakmæli: Gleð þig, ungi maður, í æsku þinni og lát liggja vel á þér ungling- ár þín o. s. frv. Það stendur að vísu í Biblíunni, — ftú en það er sama, hvaðan gott kemur, “meningen er go’nok”, og það er fyrir mestu! — Jæja, ekki ætlaði eg að fara að halda yfir þér neina ræðu, en vil þó ekki láta hjá líða að taka það fram að eg er stoltur af þér, dreng- ur minn, reglulega stoltur .... Svona, farðu nú, bekkjarsystkini þín eru sjálfsagt farin að bíða eftir þér”. Örnúlfur virti þögull fyrir sér mynd sjálfs sín í speglinum. Bindið var alveg óaðfinnanlega hnýtt, rósin alveg mátulega út- sprungin og stúdentshúfan hall- aðist alveg hæfilega. Örnúlfur hneigði sig fyrir spegilmynd sinni: “Þér eruð alveg ómót- stæðilegur, herra stúdent,” sagði hann og hló við. Hann snaraði sér í kápuna, ósköp varlega samt, til þess að skemma ekki rósina og fór svo út á forstofuþrepin, stóð þar andartak og virti fyrir sér um- hverfið, sem var baðað ská- höllum geislum kvöldsólarinnar. Það var tvent, sem örnólfur Vermunds var ánægður með á þessari stundu: lífið — og sjálf- an sig. Örnúlfur var ekki kominn nema nokkra metra ofan götuna, þegar hann mætti Þorfinni bróð ur sínum, sem hafði nýlokið gagnfræðaprófi með mestu prýði. Þeir námu báðir staðar. Þorfinnur var töluvert svipaður Örnúlfi, en grennri og lægri, þó tæplega sem svaraði aldurs- nauninum. Hann leit á “stóra bróður” og ástúðin skein út úr hreina, glaðlega svipnum hans. “Jæja, þú ert að fara út, Öddi?” “Þú getur nærri, drengur minn,” anzaði Örnúlfur og brosti til Þorfins, sem hafði löngum verið eftirlætisgoð hans, eins og annarra á heimilinu. Um leið og hann sleppti orðipu, rak hann augun í lítinn gullkross, sem bróðir hans bar í jakkabarm- hreim: “Já, finnst þér ekki ann- ars mér vera að fara fram, bröðir sæll, eg er að fara beina teið til þess að hlýðnast áminn- ingum Biblíunnar.” “Hvað áttu við, Öddi?” Bros- ið smáhvarf af andliti Þorfinns. Hann vissi, að það var ekki gaman fyrir hann að fást við Ornúlf í þessum ham. “Hvað eg á við! Nú, var það ekki einhver spámaðurinn, eða eitthvað þess konar, sem sagði: Gleð þig, ungi maður í æsku þinni og lát liggja vel á þér nnglingsár þín o. s. frv.?” “Og breyt þú eins og hjartað leiðir þig og eins og augun girnast — jú-jú, þetta stendur bjá Prédikaranum.” “Jæja, prédikari eða spámað- ur, sama er mér, — en eg kunni ekki þennan seinni hluta, sem þú varst með. Það hlýtur að hafa verið bráðskynsamur ná- ungi, þessi prédikari, — eg er alveg með honum.” “En þetta er ekki nema fyrri hlutinn af setningunni og á eft- ir kommunni kemur: en vit, að fyrir allt þetta leiðir Guð þig fyrir dóm.” Þorfinnur talaði lágt og dálítið hikandi. Það hnussaði í Örnúlfi: “Ájá! Þetta mátti eg vita, auðvitað þurfti hann endilega að skíta í nytina sína, karl-hólkurinn. Það var ekki við betra að búast úr þeirri átt. Annars þykir mér það leiðinlegt, Tossi minn, að þú skulir hafa flækzt út í þessa vitleysu. Þú ert alveg steinhætt- ur að skemmta þér, eins og hverjum heilbrigðum ungum manni er eðlilegt, og hangir svo í staðinn á samkomum og syng- ur sálma með gömlum kerling- um. Mér þykir 'það leiðinlegt, Tossi, að hann bróðir minn skuli vera orðinn hengilmæna!” Örnúlfur var búinn að tala sig heitan. Tossi, eins og Þorfinnur var kallaður heima, lét sér hvergi bregða, en rétti úr sér og horfði alvarlega, en þykkjulaust, í augu bróður síns:- “Finnst þér eg vera meiri hengilmæna en gengur og gerist?” spurði hann stillilega. Örnúlfur sá, að hann hafði valið óheppilegt orð, því hann varð að játa, og var í rauninni stoltur af því, að Þorfinnur var mun stæltari en almennt gerðist um jafnaldra hans. “Nei, þú misskilur mig, toss- inn þinn; eg meinti auðvitað andleg hengilmæna! Svo þykir njér líka alveg ofboðslegt, að þú skulir geta gengið inn á þessar fáránlegu kenningar, sem þeir Biblíu-trúarmenn halda fram. Þú trúir því auðvitað, að helvíti sé til, — er það ekki?” “Eg veit, að það er til?” “Jæja, elskan, þú veizt það! Söm er hún alltaf, blessuð hóg- værðin! — eða hefurðu kannske komið þangað, ha? Viltu þá ekki vera svo vænn að segja mér, hvar það er, svo eg vari mig á því?” “Eg veit, að eina leiðin, sem liggur ekki þangað, er Jesús Kristur.” “Ja, tarna er dálaglegt að heyra, séra Þorfinnur, bara eina leiðin! — en það var nú ekki það, sem eg spurði um, heldur hitt, hvar þessi merkis-staður væri.” Þorfinnur þoldi það vel, að hæðzt væri að trú hans, já, hann gladdist meira að segja yfir því, að fá að þola háð vegna Frelsara síns, en hann tók aftur sárt til bróður síns, að hann skyldi' vera svona frá- bitinn því bezta, sem hann þekkti. Tárin leituðu fram í aug- un hans, en hann reyndi að halda þeim aftur. “Öddi, eg er bara hræddur um, að þú komist — komist að raun um það — sjálfur, hvar það er, — ef þú heldur áfram á þessari braut.” Það laumuðust tvö tár niður vangana á Þor- finni. Hann sneri sér við og tók sprettinn heim. Örnúlfur stóð eftir, hálf vand- ræðalegur: “Jæja, — hann lætur ekki stinga upp í sig, strákur- inn,” hugsaði hann; síðan yppti hann öxlum og hélt feiðar sinn- ar. “Hann er heldur ekki bróðir minn fyrir ekki neitt.” Örnúlfur var nú orðinn nokk- uð seinn og gekk hratt: “Hvers vegna fór hann að skæla, strák- urinn, — eins og smábarn, — var eg kannske full rótarlegur?” Hann herti enn á sér —: “En hann meinti nú áreiðanlega hvert orð af því, sem hann sagði. Eg batna ekkert í hon- um, því nú er^ hann enginn asni, pilturinn. En hann var eitthvað breyttur, þegar eg sá hann aftur í haust sem leið, — eiginlega ekki til hins verra, nema að þessu leyti Og það er ekki nokkur vafi, að hann á eitthvað, sem eg þekki ekki, því hann er allt of hreinlyndur, til þess að gera sér þess konar upp Aumingja Tossi, að lenda út í þessa vitleysu...” Örnúlfur reyndi að hrista af sér drungann um leið og hann stökk upp þrepin á húsinu. þar sem þau bekkjarsystkinin ætl- uðu að halda “kveðjusamsætið”, eins og þau nefndu það. “Veitandinn” kom til dyra og leiddi Örnúlf inn í stofuna, þar sem hin voru öll saman komin. Hann var síðastur gestanna. “Jæja, mínir elskulegu, karl- ar og konur,” kallaði veitandinn og stökk upp á stól, “nú er sá síðasti, langþráði kominn og nú skulum við skemta okkur. Karl og kerling eru flúin upp í sumar bústað og vinnukvendin fá frí, þegar þau eru búin að bera frarri af matborðinu, svo að ekkert truflar. Sem sagt, krakkar: — Gaudeamus igitur!” “Heyr, heyr!” “Já og fyrst einn lítinn, svona til þess að hressa upp á matar- lystina.” “Já, marg-heyr!!” öskraði ein- hver, og var mikið hlegið. Síð- an hópuðust þau í kringum borð ið, sem glösin stóðu á. En heima kraup Þorfinnur við skrifborðið sitt og bað fyrir bróður sínum. Klukkan var farin að ganga þrjú um nóttina. Það var búið að vera glatt á hjalla hjá ný- bökuðu stúdentunum, og þau voru nú að taka sér hvíld. Þau sátu hingað og þangað, í stól- um, legubekkjum — og sum á gólfinu. “Æ, örnúlfur, — syngdu nú eitthvað fyrir okkur,” kallaði “veitandinn”, “þú hefir ekkert sungið fyrir okkur ennþá.” “Æ — eg veit ekki, — mér finnst full-bjart til þess!” Ein stúlkan stökk á fætur, dró öll gluggatjöld þétt fyrir gluggana og kveikti á litlum lampa, sem stóð á flygilinu: “Svona, nú held eg að það sé nógu rómantískt handa þér!” “Þú ert ljóta kerlingin, Auð- ur, — jæja, það er þá bezt að eg láti undan.” “Örnúlfur settist við flygilinn og lét fingurna leika eftir nót- unum, — eitthvað, sem ekkert þeirra þekkti, það varð víst á þeirri stundu. Einhver draum- kenndur þunglyndisblær var yfir leiknum. Örnúlfur sat dá- lítið álútur og horfði á fingurna á sér, þó eins og hann sæi þá ekki. Það var enginn vafi á því, hugsuðu þau, hann örnúlfur var efni í ágætis tónskáld. Smátt og srnátt fóru þau að kannast við blæinn á laginu og brátt tók það á sig fastari mynd; það var einhvers konar “fanta- sie” — hugsmíð um alþekkt sönglag. Þau hlökkuðu til, að hann færi að syngja. Því það var ekki að ófyrirsynju, að hann hafði verið einsöngvari í skóla- kórnum. Baryton-röddin hans, breið og tilþrifamikil, var þekkt bæði innan skólans og utan. — Þarna kom greinilega forspil að sjálfu laginu. örnúlfur rétti úr sér og hóf sönginn, dálítið þung lyndislega: “Einn sit eg yfir drykkju aftaninn vetrar langan, ilmar af fullnu grasi gamalla blóma angan ..... Án þess að nokkurt hlé yrði á laginu kom annað erindið, eins og með vaxandi þunglyndi: Gleði, sem löngu var liðin, lifnar í sálu minni. Sorg, sem var gleymd og grafin, grætur í annað sinni. Síðan kom næstum því eins og örvæntingaróp: Bak við mig bíður dauðinn ber hann í hendi styrkri hyldjúpan næturhimin, helltan fullan af myrkri. Lagið hljóðnaði niður og flygillinn gaf frá sér dimma dapurlega tóna, næstum því í sorgargöngulags-stíl. Það var eins og stutt millispil ... Hugsanirnar þutu um höfuðið á Örnúlfi með eldingarhraða. Hvað er hann að syngja? — Bak við mig bíður dauðinn! Ef það skyldi nú vera! — Hann var' alls ekki viðbúinn, — en hvað kærði hann sig um það, maðurinn með ljáinn. Ekki var hann að spyrja hvort mönn- um kæmi það betur eða verr, þegar hann berði að dyrum. Örnúlfur sá fyrir sér tvö tárvot augu og heyrði eins og í gegn- um dapurlega hljómana í flygl- inu: “— eg er bara hræddur um, að þú komist að raun um það — — sjálfur ....” Nú rann eins og ljós upp fyrir honum. Nú skildi hann þessa rólyndu gleði og öryggið, sem hafði ein- kennt Þorfinn upp á síðkastið. Það var friður rólegrar sam- vizku, sem var viðbúin að mæta hverju því, sem að höndum kynni að bera, — “Hann veit, að hann er á þeirri einu réttu braut; — hvernig sagði hann: “Eg veit að Jesús Kristur er eini vegurinn” En eg veit, að eg er ekki á þeirri braut —” Millileikurinn var búinn og örnúlfur greip ósjálfrátt inn í, en túlkun hans á þessari einu niðurlags-setningu söngsins mót- aðist algjörlega af umbrotunum inni fyrir. Það var ekki eins og skelfing, heldur eins og bæn- arhreimur í söngnum: “Bak við mig bíður dauðinn!” — Það fór eins og hálfgerð- ur ónotahrollur um þau öll og þau sátu þegjandi stundarkorn. “Þakka þér fyrir, örnúlfur, þú söngst þetta alveg prýðilega, næstum því allt of vel,” sagði “veitandinn”. “Ósköp var þetta einkennilega valinn söngur hjá þér,” bætti ein stúlkan við, í hálfgerðum umkvörtunarróm. Örnúlfur dæsti: “Já — það er alveg satt. En það var bara af því, að eg var ekki upplagð- ur, — eins og eg sagði — og nú er eg kominn alveg út úr því, — eg er þreyttur; — fyrir- gefið þið, krakkar, en eg held bara að eg fari heim!” Og það var sama hvað hin sögðu, hann sat fastur við sinn keyp. Örnúlfur var kominn heim í herbergi sitt og sat við glugg- ann og horfði á morgunroðann. Hann var óánægður með allt, en óánægðastur með sjálfan sig: — Æ, — hvað gat hann gert, til þess að losna við þennan nag- andi óróa úr hjarta sínu? .... Hann vissi nú í rauninni, að það eina, sem hann gat gert og nokkurt vit var í, var að fara að dæmi Þorfinns. “Og þurfa svo að verða fyrir álíka glósum og eg var að gæða honum á í kvöld!! — — Ja — hvað um það — frið verð eg að eignast.” Ákvörðunin var tekin og Örn- úlfur hóf strax leit sína að Drottni. Þennan morgun fór fyrst að morgna í sál hans. — Og áður — löngu áður en hann varð Háskólaborgari, var hann orðinn borgari í annarri stofn- un: í Guðs-ríki. Hótdlgesturinn: E|gið þér ekki mynd af yður ungfrú? Þjónustustúlkan: Jú, jú. Hótelgesturinn: Vilduð þér þá ekki lofa mér að nota spegilinn. Eg þarf að raka mig. mum, og bætti við með léttúðar- “Jæja, karlinn, ætlarðu að veita* mér fræðsluna!” Örnúlfur ætlaði að refsa stráknum ærlega fyrir heimskuna. Business and Professional Cards E. G. EIRIKSSON S. E. Björnson, M,D. Lvfsali Lœknir og lyfsali • CAVALIER, N. DAKOTA. Stml 24 ARBORG, MAN. J.A. Anderson,B A.,LL.B. Dr. K. I. JOHNSON Rarrister and Solrcitor Physician and Surgeon and Notary Public Tryggingar af öllum tegundum. Sími 37 ASHERN, MAN. CENTRE ST., GIMBI, MAN. No. 1 Call 2 DR. M. C. FLATEN Tannlœknir EDINBURG, X. DAKOTA Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. G. P. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH PHONE 96 647 S j$1 CANADIAN ^ISH PRODUCERS, LTD. II. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœOingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165* Phones 95052 og 39043 EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. Office Phone Res. Phone 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAB ARTS BBDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment Thorvaldson & Eggertson Lögfrœöingar 300 NANTON BBDG. Talsími 97 024 WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary’s Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • Res. 114 GRENFEBB BBVD. Phone 62 200 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BBDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 J. J. SWANSON & CO. BIMITED 308 AVENUE BBDG., WPG. • Fasteignasalar. Beigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEO • ' Pcegilegur og rólegur bústaður l miöbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yfir: með baðklefa $3.00 og þar yflr Agætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Ouests Peningar til útláns DRS. H. R. and H. W. Sölusamnlngar keyptir. TWEED Bújarðir til sölu. Tannlæknar INTERNATIONAL LOAN • 406 TORONTO GEN. TRCSTS COMPANY BUIBDING 304 TRUST & BOAN BBDG. Cor. Portage Ave. og Smith St. Winnipeg PHONE 26 545 WINNIPKO DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office ttmar 3-4.30 • Heimill: 214 WAVERBEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Aliur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann aliskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsiml 86 607 Heimilis talsiml 501 562 Legsteinar DR. ROBERT BLACK sem skara framúr Úrvals blágrýti Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og Manitoba marmari og hálssjúkdómum 416 Medical Arts Bldg. SkrifiO eftir verOskrd Cor. Graham & Kennedy GILLIS QUARRIES, LTD. Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 til 5 • \ 1400 SPRUCE ST. Skrifstofusími 22 251 Wlnnipeg, Man. Heimilisslmi 401 991 DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson Physician & Surgeon 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) 602 MEDICAB ARTS BBDG. Talstmi 30 877 Simi 22 296 Helmili: 108 Chataway Simi 61 023 Vlðtalstimi 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.