Lögberg


Lögberg - 06.05.1943, Qupperneq 5

Lögberg - 06.05.1943, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. MAÍ 1943. 5 verzlun eða hjá öðrum bónda. Þessi aukaskamtur fæst ekki handa vinnufólki sem er fjórtán daga eða lengur í vist. Það er ætlast til að það fólk leggi sér til skömtunarseðla sjálft. Reglu- gerðin á heldur ekki við, þar sem nágrannar hjálpa hver öðr- um. Aukaskamturinn fæst að- eins handa þeim sem ráðnir eru fyrir skemmri tíma en 14 daga. * * * Eins og flestum er kunnugt, voru allir skömtunarseðlar látn- ir ganga í gildi á laugardögum. Þetta var gert til þæginda fyrir bændur sérstaklega, og það fólk sem ekki fer í kaupstað nema um helgar. Nú hafa kaupmenn kvartað undan því að þetta sé óheppilegur dagur hjá þeim, vegna þess að þá sé mest að gera í búðum. W. P. & T. B. hefir því reynt að bæta úr þessu þannig, að nú ganga allir seðlar í gildi á fimtudögum í stað laugardaganna. SEEDTIME' rxyytd HARVEST* Bt Dr. K. W. N**tby DintUr, ifnnltnl DtftWanl Nartb-WMt IIh Elmtora AoraHbtti Wheai Stem Sawfly. Just one year ago, we emphas- ized the sawfly threat. We dir- ected the attention of farmers to an excellent description of control methods, Special Pamp- hlet No. 59, and placed a copy in all line country elevators. Let us remember two facts. Firstly, the sawfly is still a threat, and, secondly, it can be controlled. The results of research and experimentation are, year by year, leading to more effective control methods. Last year, Dr. K. M. King and Dr. C. W. Farstad, through the co-operation of farmers, cond- ucted a series of 18 sawfly trap demonstrations. The results are full of meaning to all wheat farmers in sawfly areas. We quote from the report: “In every district except one, well-planned sawfly traps gave very worthwhile control in 1942, They show clearly that good sawfly traips can be highly effective in Saskatchewan. “In the trapped fields. as an average, less than 2 rods at the margin were sufficiently infest- ed to result in severe losses of heads due to fallen stems. Comparable untrapped wheat was severaly infested to more than 11 rods from the margin, on the average of the districts represented in this study. “It is estimated that, on the average, at least ten times as many heads of wheat were lost in the untrapped fields than in the comparable trapped ones”. Write to Dominion Entomol- ogical Laboratory at Let.hbridge, Saskatoon or Brandon for Spec- ial Pamphlet No. 59 and other information, and ask your local line elevator agent for a copy of “The Wheat Stem Sawfly”. Bréf til Lögbergs Vorið er komið og grundirn- ar gróa, eftir langan og kaldan vetur, en lítill er þó gróður kominn, hér við vötnin, því oftast er svalviðri á meðan ís- inn er landfastur, og hvergi sést auð vök enn. Ekki voru hátíðahöld hér í sambandi við sumardaginn fyrsta, sem nú bar upp á skír- dag, enda, gleymast margir góð- ir siðir nú á tímum, þegar við- tækin grenja alla tíð grimm- ustu stríðsfréttir. Ungmennin alla tíð kölluð á vígvöll og fólk- ið krafið um peninga til her- kostnaðar. Samt er enginn tilfinnanlegur skortur hér á lífsnauðsynjum, og verð ekki óhóflega hátt enn- þá. Skal eg nú gefa Lögbergi, eins og undanfarin ár', márkaðs- skýrslu yfir helstu lífsnauðsynj- ar nú í byrjun maí-mánaðar 1943. Nú eru stórgripir á fæti 9—12 c. pd., bestu alikálfar á fæti 12 —14 c. pd., lömb feit, á fæti 12 —14 c. pd., góðar mjólkurkýr 100—130 dollara, svínakjöt í heilum skrokkum 15 c. pd., smjörpundið 40 c., 1. tylft eggja 25—30 c., besta hveitimjöl 3 c., besta Haframjöl 5 c., bökuð brauð 5 c. 1. pd. kaffi 40—50 c. pd., 1. pd. sykur 9—10 c. pd., 1. pottur af nýrri kúamjólk 8 c. Bændur fá samt 2 c. hærra verð fyrir hvern pott af mjólk frá Dominion stjórninni, og eins nokkrum centum hærra fyrir smjör. Sigurður Baldvinsson. Gimli, Man. Dánarfregn Þann 28. apríl lézt að Otto hin mjög vinsæla merkiskona Kristjana Margret Danielson, kona Hergeirs Danielsonar. Hún var dóttir Kristjáns og Margret- ar Sigurðson sem voru með fyrstu landnemum Grunnavatns bygðar, og sem víðfræg voru fyrir alúð, rausnarskap og kristilega starfsemi. Kristjana var jarðsungin af séra Valdi- mar J. Eylands á laugardaginn fyrsta maí og jörðuð í kirkju- garðinum við kirkju bygðarinn- ar. Henni var fylgt til grafar af eiginmanni hennar, sjö upp- komnum börnum, fjórum syst- kinum, stórum hóp af skyld- mennum og tengdafólki og ó- venju miklu fjölmenni af bygð- ar og utanhéraðsfólki, og hóp frá Winnipeg. Spurningar og svör. Spurt. Hvar fá “restaurants” og “public caterers” leyfi til að kaupa skamtaðar vörur? Svar. Upplýsingar fást á næstu skrifstofu “Local Ration Board”. Spurt. Mér finst trevjan og buxnaskálmarnar of stuttar á tilbúnum “pyjamas” handa börnum og unglingum. Væri ekki betra að spara efni með því að mjókka þennan fatnað, heldur en með því að stytta hann. Svar. Ef svona föt væru gerð efnisminni með því að mjókka þau, þá yrðu þau ekki nærri því eins endingargóð. En ef þér finst ermar eða skálmar stvttri en að undanförnu þá ættir þú að tilkynna næstu skrifstofu W. P. & T. B. og senda þeim nauðsynlegar upplýsingar. Spurt. Eg ætla á spítala um tveggja vikna tímabil. Á eg að fara með skömtunarbókina með mér? Svar. Já. Að viku liðinni verð ur þú að afhenda smjörseðil, eftir fjórtán daga hefir spítal- inn leyfi * til að taka kaffi eða te, og sykurseðla líka. Spurt. Okkur var sagt upp húsnæði fyrsta apríl og gefin þriggja mánaða fyrirvari til að flytja út. Húsaleigan fellur í gjaiddaga seytjánda dag hvers mánaðar. Er þriggja mánaða fyrirvari frá þeim fyrsta eða frá þeim seytjánda? Svar. Þið þurfið ekki að flytja út fyr en seytjánda júlí. Upp- sögnin verður að vera skrifleg. og góð og gild ástæða tekin fram. Spurt. Við eigum bifreið og höfum “AA” flokks gasoline skömtunarbók. Um daginn fór eg inn á “garage” til þess að fá lítilsháttar viðgerð á vél- inni, en mér var sagt að eg yrði að bíða fjóra eða fimm daga, vegna þess að flutninga- bifreiðar og aðrar er tilhevrðu hærri flokkum hefðu forgangs- rétt. Er þetta satt? Svar. Já. Samkvæmt reglu- gerðum W. P. & T. B. verða þeir sem gera við þessar vélar, að láta þá sitja fyrir sem keyra bifreiðar sem álitnar eru nauð- synlegri en þær bifreiðar sem notaðar eru einungis til skemmti keyrslu. Spurt. Við erum tvö í heimili og kaupum vanalega kaffi út á seðlana í annari bókinni okkar, en te út á hina. Kaupmannin- um sem við verzlum við finst að við ættum að kaupa annað- hvort te eða kaffi en ekki hvor- tveggja- Er þetta rétt hjá hon- um? Svar. Nei. Þetta er misskiln- ingur hjá kaupmanninum. Þið megið kaupa bæði te og kaffi hvenær sem þið viljið meðan seðlarnir endast. Spurningum á ízlenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. SAMEINAÐIR gegn sameiginlegum óvini! 04 HVERNIG KAUPA SKAL Látiö Victory Loan umboðs- mann fá pöntun yðar, er hann kemur. EÖa þér komið henni til banka eða trust-félags. Senda má og slíkt á aðalskrif- stofu Victory lánsins. Vinnu- veitandi yðar getur og gert þetta með frádrætti kaups. Verðbréf má kaupa fyrir $50, $100, $500, $1,000 eða meira, og munu bankar, trust-félög, umboðssalar, eða aðal Victory l.oan skrifstofan í grendinni. leiðbeina yður við útfylling eyðublaða. — Vér, sem búum í Canada—án tillits til þess í hvaða landi for- eldrar vorir eða vér sjálf vorum fædd, erum sameinaðri en nokkru sinni fyr. t Vér erum sameinaðir gegn sameiginlegum óvini—hinni ósvifnu hernaðarvél Nazista, sem steypt hefir yfir fólk í Evrópu óútmál- anlegum hörmungum. Þúsundir ungra manna af þjóðflokki vorum, upp með sér af því að vera Canadamenn, eru nú í herþjónustu. Vér, sem heima dveljum í Canada vitum, að einnig vér verðum að berjast fyrir frelsi—voru Irelsi og frelsi þjóðbræðra vorra í heimalandinu handan við haf. Vér getum barist með—iðju vorri og dollurum. Og nú á ný eruð þér kvaddir til þess að kaupa Sigurláns veð- bréf. Og vér gerum það með glöðu geði. Vér vitum, að peningar hjálpa til þess að kaupa þau vopn, sem til þess þarf að frelsa heiminn frá harðstjórn og blóðsúthellingum. Vér vitum það einnig, að vér erum ekki að gefa peningana! Vér leggjum þá í beztu tryggingar veðbréf í heimi- og að vér fáum peningana aftur með vöxtum að loknu stríði. Látum oss tvöfalda þá upphæð veðbréfa, sem keyptum síðast. "Back the Attack” MORB BUY VICTORY BONDS Hvað er Sígurláns veðbréf ? Sigurláns verðbréf er loforð Dominion of Canada um endurgreiðslu að fullu í peningum andvirði þess á réttum gjalddaga gegn 3% vöxtum á hverjum sex mánuðum til enda lánstímabilsins. Sigurláns verðbréf er tryggasta innstæða í Canada; að baki þess liggur öll auðlegð fylkjasambandsins. Canada hefir selt verðbréf sín í 75 ár, og aldrei brugðist greiðslu á höfuðstól og vöxtum. Sigurlánsbréf er eign, sem auðveldara er að koma í peninga, en nokkurri annari tryggingu. 34—4 Borgið Lögberg!

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.