Lögberg - 06.05.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 06.05.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. MAÍ 1943. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw i'Tve.; Mrs. E. S. Feidsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. ♦ -f ♦ Dr. Ingimundson verður í Riverton þann 11. maí. •f -f ♦ Farþegar með s/s "Brúarfoss" lil New York. Mr. Björn Halldórsson ,stú- dent. Miss Kristjana Brvnjólfs- dóttir, Clerk. Miss Dóra Kristins Stúdent. ♦ ♦ ♦ Vor-bazar hins eldra kven- félags Fyrsta lúterska safnaðar, verður haídinn í samkomusal kirkjunnar á miðvikudaginn þann 19. þ. m., kl. 2,30 e. h. og eins að kvöldinu. ♦ ♦ ♦ Mr. Grettir L. Jóhannson, ræðismaður íslands og Dan- merkur, kom heim á laugardag- inn var úr hálfsmánaðar ferða- lagi af hálfu ríkisstjórnarinnar á íslandi; átti hann meðal ann- ars nokkura dvöl í Ottawa, Toronto, Montreal, Washington og New Yor-k. Bar ferð hans hinn bezta árangur þrátt fyrir margvíslega örðugleika, sem frá stríðinu stafa. ♦ -f -f Mr. Bragi Freymóðsson, sem stundað hefir verkfi'æðinám við Manitobaháskólann í hálft þriðja ár, er nú nýfarinn austur til Montreal þar sem hann hefir tekist á hendur stöðu hjá North- ern Electric félaginu. Bragi hef- ir sýnt frábæra frammistöðu við háskólanám sitt hér, og er þess skemmst að minnast, er hann á síðastliðnu hausti hlaut náms- styrk háskólans. Hann bað Lög- berg að flytja vinum sínum hug- heilar kveðjur með þökkum fyr ir samveruna, og árnar blaðið honum hér með góðs brautar- gengis. •f ♦ -f Heimilisiðnaðarfélagið heldur sinn næsta fund á heimili Mrs. P. J. Sivertson, 497 Telfer Ave., á mánudagskvöldið þann 12i þ. m., kl. 8. •f -f -f Minningargrein um Kristján Ólafsson lífsábyrgðarmann, birt- ist í næsta blaði. f ♦ f Márus Sigurgeirson Petty Officer í canadiska sjóhernum, lagði af stað síðastliðinn sunnu- dag, vestur til Prince Rupert, eftir hálfsmánaðar dvöl hjá for- eldrum sínum, þeim Mr. og Mrs. S. W. Sigurgeirsson í Mikley. f f f Skúli Sigurgeirsson, guðfræði- stúdent, flytur guðsþjónustu að Silver Bay, kl. 2. e. h. á sunnu- daginn þann 16. þ. m. f f f Mr. G. F. Jónasson, forstjóri Keystone Fisheries Limited, kom heim á þriðjudaginn ásamt frú sinni, úr þriggja vikna ánægju- legu ferðalagi suður um Banda- ríkin; geta hinir mörgu við- skiptavinir hans komið til fund- ar við hann úr þessu á venju- legum skrifstofutíma. f f f Mrs. G. F. Gíslason frá Van- couver, B. C., var stödd í borg- inni um helgina á leið til Elfros, Sask., þar sem hún hyggst að dvelja um hríð í heimsókn til ættingja og vina. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. * * * Sunnudaginn 9. maí (Mæðra- daginn) verður ferming og altar- isganga í eldri Gardar-kirkju kl. 11. f. h. á ensku og íslenzku. Messa kl. 2,30 á Svold á íslenzku og offur í kirkjufélags- sjóð. — Altarisganga. Messa í Vídalínskirkju kl. 8 að kvöldi á ensku. — Altaris- ganga og offdr í kirkjufélags- starfsmálasjóð. * Allir velkomnir. H. Sigmar. f f f Prestakall Norður Nýja íslands: 9. maí—Árborg, ensk “Moth- ers’ Day” messa kl. 11 f. h. Riverton, ensk “Mothers’ Day” messa kl. 2 e. h. Framnes, íslenzk messa kl. 8,30 e. h. 16 maí—Geysir, messa kl. 11 f. h. Víðir, messa og ársfundur kl. 2 e. h. B. A. Bjarnason. f f f Messur í Vatnabygðum: Sunnudaginn 9 maí 1943. Foam Lake kl. 2,30 e. h. ensk messa. Leslie kl. 7,30 e. h. ensk messa. B. T. Sigurdsson. f f f Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 9. maí. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7. síðd. Umræðuefni: Minning mæðra. Allir boðnir velkomnír. S. Ólafsson. f f f Áætlaðar messur í Gimli prestakalli: Sunnudaginn 9. maí. Betel kl. 9,30 árd. Víðinessöfnuði kl. 2. síðd. Offur til kirkjufélagsþaría. S. Ólafsson. f f f Frónsfundur. Á þriðjudagskvöldið þann 11. þ. m., verður haldinn Fróns- fundur í Goodtemplarahúsinu, sem hefst stundvíslega klukkan 8. Vandað hefir verið hið bezta til skemtiskrár, eins og eftir- greind atriði bera með sér: Hannes Pétursson, ræða, Framtíðarhorfur. Miss Margrét Helgason, einsöngur. Barnaflokk ur undir leiðsögn frú Hólmfríð- ar Daníelsson, sýnir skrautdansa. Páll S. Pálsson skemtir með upp lestri. Vonast er eftir miklu fjöl- menni, því þetta verður síðasti fundinn fyrir sumarfríið. f f f Ríkisstjórn íslands hefir sent Icelandic Canadian Club íslenzk an fána að gjöf, og verður hann afhentur framkvæmdarstjórn félagsins af Gretti L. Jóhanns- syni ræðismanni á dansleik, sem félagið efnir til á Marlborough hótelinu á laugardagskvöldið kemur. f f f Mr. og Mrs. Hallgrímur Sig- urðsson, sem lengi hafa átt heima í Foam Lake, Sask., komu til borgarinnar á laugar- daginn var; hafa þau hjónin nú ákveðið að setjast að á Gimli. Gjafir íil Betel í apríl 1943. Miss Sigurlaug Einarsson, Betel, $10.00. Mrs. Ásdís Hin- riksson, Betel, $5.00 War Savings certificate. Mrs. L. Russell, Winnipeg, Candy. Sumargjöf frá Þorsteini og Guðrúnu Vigfússon, Des. Moines, Wash. $10.50. Sól- veig Helgason, Hayland, Man., “Sumargjöf til Betel í þakklætis minningu um Þetreu Jónasson, $5.00. f f f Samskot í útvarpssjóð Fyrstu • lútersku kirkju. Lúterska kvenfélagið í River- ton, f. h. Mrs. S. Ólafson $5.00 Mrs. Steinunn Stefánson, Wpg, $2.00. Mrs. Bjarni Jóhannson, Árborg, $1.00. Mrs. Vilborg S. Anderson, 351 Furby, Wpg, $2.00. Kærar þakkir. V. J. E. f f f Eftirgreinl fólk er nýkomið til New York með s.s Goðafoss: Valdimar Sigurðsson, Sigurð- ur Sigurjónsson, Sigríður Stur- laugsdóttir, Tourists. Sigrún Helgadóttir, stúdent. Hitt og þetta Ríkir menn eru ekki tilfinn- ingalausir. 1 einkalífi sínu eru þeir að miklum meir’ hluta góðir, veglyndir og nærgætnir menn. Sjái þeir mikla fátækt, vaknar ósjálfrátt örlætiskennd þeirra. En kaupsýslan er heim- ur út af fyrir sig, sem fjarlægist æ meir þá mannlegu tilveru, sem verður að sæta afleiðingun- um af verzlunarstarfinu. —Hew- lett Johnson dómprófastur. Fjölmargt fátækt fólk lifir mjög hamingjusömu lífi. Sönn lífsgleði stafar oft af meðvitund þess, að menn hafi unnið gott og heillaríkt starf, án tillits til launa eða endurgjalds. Sá mað- ur er hamingjusamastur, sem kunnað hefir að breyta lífs- reynslu sinni í hagnýtan þroska. — Séra James Reid. Þröngir skór eru ein hin dá- samlegasta uppfinding, sem gerð hefir verið. Þeir fá menn til að gleyma öllum öðrum þjáning- um. — Josh. Billings. Ekki einungis England heldur og sérhver Englendingur er eyja. — Novalis. Hlýðni sparar mönnum mikil og þreytandi heilabrot. — Bernard Shaw. Sá, sem glatað hefir frelsinu, hefir engu frekar að glata. — Sænskt spakmæli. England hefir aldrei legið og mun aldrei liggja fyrir fótum hreykins sigurvegara. — Shake- speare. Sally litla kom fram í eldhús til mömmu sinnar og var mjög vandræðaleg, og þegar hún sá, að manria hennar ætlaði að fara inn í stofuna kallaði hún á eftir henni: “Mamma véistu hvað eg ætla að gefa þér í afmælisgjöf næst þegar þú átt afmæli?” “Nei, elskan mín”, svaraði móðirin, “eg veit það ekki. Hvað ætlarðu að gefa mér?” “Eg ætla að gefa þér falleg- an postulínsvasa með mörgum rósum og englamyndum,” sagði litla stúlkan. “En elskan mín”, sagði móðir- in. “Eg á vasa, sem er bæði með DrummonMe CottonCo. LTO. 55 Arthur St., Winnipeg- Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR rósum og englamyndum.” “Nei, mamma, þú átt engan”, sagði Sally, “eg misti hann á gólfið rétt áðan.” Á eg að láta loga ljós í and- dyrinu, frú”, spurði þjónustu- stúlkan. “Nei”, sagði frúin, “eg geri ekki ráð fyrir, að maðurinn minn komi heim fyr en birta tekur af degi. Hann kyssti mig, áður en hann fór út og gaf mér 200 krónur fyrir nýjum hatti”. Aðeins karlmenn mega lesa þetta. •gec[ nunui xag •jnpuajs aoq uias gec[ esa[ jejpfj 8o nijniu gnjpunq niu pun -snc( niu go mje;ie npunui um -uuouiuuaAq punsnc[ mjniu jy “Stansa, horfa, hlusta. Þessar þrjár sagnir lýsa í stórum drátt- um öllu lífi mannsins,” sagði maður nokkur við kunningja sinn. “Nú hvernig þá,” spyr kunn- inginn. “Þú sérð fallega stúlku. Þú stansar, þú horfir. Svo þarf ekki að orðlengja það, þið giftist Eftir það hlustar þú.” Frá aðalfundi rithöf- unda félagsins Félag íslenzkra rithöfunda hélt aðalfund sinn í Háskólan- um í fyrradag. — Eftir skýrslu formanns var gengið til stjórnarkosninga, og voru þessir kosnir í stjórn fé- lagsins fyrri næsta ár: Magnús Ásgeirsson í stað Friðriks Á Brekkan. Ritari Sigurður Helga- son í stað Magnúsar Ásgeirs- sonar. Gjaldkeri Halldór Stef- ánsson í stað Sigurðar Helga- sonar. Meðstjórnendur voru kosnir þeir Halldór Kiljan Laxness og Friðrik Á. Brekk- an. Félagsmenn eru nú um 50. Sem fulltrúar í Bandalagi ís- lenskra listamanna voru þess- ir kosnir: Tómas Guðmunds- son, Magnús Ásgeirsson, Ólaf- ur Jóh. Sigurðsson, Sigurður Nordal og Halldór Kiljan Lax- ness. — Ólafur Jóh. Sigurðs- son er þar nýr, og kemur í stað Friðriks Á. Brekkan. Mbl. 10. marz. Ketilsprenging í Mjólk- urbúi Flóamanna Einn slarfsmaður skaðbrennisl. Það slys var í Mjólkurbúi Flóamanna við Ölvesá í gær- morgun um 11 leytið, að gufu- ketill mjólkurvinslustöðvarinn- ar sprakk. Einn starfsmaður, danskur maður, Malling að nafni, sem staddur var í næsta herbergi, skaðbrendist. Var ekki vitað í gærkvöldi hve meiðsli hans eru alvarleg. Miklar skemdir urðu á mjólk- urvinslustöðinni. Gufuketillinn var í sérstöku herbergi og stóð við útvegg. Hluti af útvegg húss ins, þar sem ketillinn stóð, .hrundi og hurðir ketilherbergis- ins brotnuðu, en sjóðandi gufa og vatn rann /inn í næsta her- bergi. Það var til happs að ekki var fleira fólk statt í næstu herbergjum við ketilrúmið, en sá eini maður, sem getið hefir verið um. Ekki er, kunnugt um orsök slyssins, en vélfræðingar fóru austur í gærdag til að kynna sér málavexti. Mjólkurvinsla slöðvasl. Óhaþp þetta mun ekki hafa nein áhrif á mjólkursendingar til Reykjavíkur, en öll mjólk- urvinsla stöðvarinnar, svo sem osta og smjörgerð, mun stöðv- ast um tíma, eða þar til gert iefir verið við skemdirnar, þar sem allur rekstur stöðvarinnar byggist á þessum gufukatli. Mbl. 10. marz. j SACGENT TLCGIST D. Osborne, forstjóri. Mœðradagur Minnisí mömmu með blómum þann 9. maí. 739 Sargent Avenue — Sími 26 575. "Blóm fyrir öll lækifæri" “Sýnist helzt ekki unt að spara...” V w IÐ HITTUMST á Main Street. Jim var með þetta venjulega bros, jafnvel er hann var að skýra mér frá fjárhagsþröng sinni. "Skringilegt," sagði hann, "Eg vinn fyrir meira nú en áður, en get þó ekkert lagt fyrir. "Skattar, Sigurlánsbréf, og margt annað, er dregið af kaupi mínu." Hann þagði um stund. en hélt svo áfram: "Að minsta kosti lítur svo út, að eg geti ekkerl sparað. Vilaskuld er sparnaður fólg- inn í Sigurlánsbréfunum. Og mér þykir vænt um að hafa eignast nokkur þeirra. Og þér megið treysta mér í sambandi við Fjórða Sigurlánið. This advertisement contributed to the Fourth Victory Loan campaign by Dominion Textile Company Limited, Montreal. BYGGIR SKRIÐDREKA Aldrei fyr hefir persónulegur sparnaður verið jafn nauðsynlegur í sögu vorri. Hver sparaður dollar hefir djúp áhrif á sókn stríðsins. Til þess að buga óvininn, og flýta fyrir sigri, þarf Veldið að hafa hraðvirkar og styrkar orustuvélar, Slíkar vélar verða ekki bygðar án persónulegra fórna — sjálfsafneitunar — sparnaðar. Þar til stríðið er búið gerið sparnað að kjörorði yðar. Farið varlega með peninga. Byggið upp sjóð orustu-dollara af sparifé yðar. Sparið vegna sigurs. Pessi bók kennir sparnað Fjölskyldu Útgjaldabök Royal Bankans, sýnir hvernig áætla skuli útgjöld, hvernig spara megi með skipulögðum viðskifta- háttum. Fáið hana hjá næsta dtibfli. The ROYAL BANK of Canada

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.