Lögberg - 10.06.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.06.1943, Blaðsíða 3
LOGBERG. FIMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1943. gat ekki náð neinu samhengi né skapað mér neitt kerfi við hugsanir mínar. Stóru, brúnu augun hennar Mrs. Gill. þrengdu sér í gegnum alt það sem í huga minn kom, ýmist brosandi eða þá alvarleg, en altaf aðlað- andi og heillandi fögur. Hver var hún þessi fagra kona, sem á einni kvöldstundu hafði svo heillað huga minn með nær- veru sinni, að eg gat um ekkert annað hugsað? Hver voru kjör hennar? Var hún ekkja, eða — Hvers vegna hafði hún beðið eftir mér fyrir utan sa'linn eftir fyrirlesturinn? Gat það hafa átt sér stað, að eg hefði hrifið huga hennar með því sem eg hafði sagt, eða voru þetta hennar vana legu ástaglettur? Allar þessar spurningar og margar aðrar komu í huga minn, sundUrslitn- ar og óreglulegar og án svars. Þær báru mér ekki einu sinni sitt eigið bergmál sem svar. — ekkert hugboð um ráðningu gát- unnar. Eg vildi hætta að hogsa og sofa, en sofið gat eg ekki og þarna störðu brúnu augun hennar Mrs. Gill á mig. Ef til vill var það þá best að láta kylfu ráða kasti, taka seglin niður og leggja árarnar upp og fljóta fyrir stormi og vindi. Ósjálfstæði! Eg sætti mig að lokum við þá hugsun og sofn- aði. Eg vaknaði á vanalegum tíma morguninn eftir þessi atvik. En eg var nú ekki ánægður við sjálfan mig. Mér fanst eitthvað hafa komið fyrir sem var í raun og veru mjög óþægileg. Mér fanst mér vera þungt um andardráttinn og hugsanir mín- ar voru á reiki. Alt sem eg gerði, gerði eg utan við mig og eg gat ekki gert mér grein fyr~ ir því, að hvað eftir annað var eg að hafa yfir erindi Einars Benediktssonar skálds: “Þau sáust og skildu á sama kveldi, sem segull og stál; blönduð af rökkursins arineldi, en eilíf minning batt þeirra sál.” Mér fanst það eiga svo vel við, hvað sjálfan mig snerti, en — hvað um hana? Var þetta einhliða eða hugsaði hún til mín á sama hátt? Eg huggaði mig við það, að hún hafði yfir- gefið salinn og félaga sína til þegs að vera ein með mér. Eg hafði kyst hana, — hún hafði lagt armana um hálsinn á mér. Mig langaði til þess að tala við hana, síma til hennar heyra mjúka málróminn hennar og drekka fullvissu út úr hreimn- um í orðum hennar um það, að hún hefði ekki gleymt mér, að hún hefði hugsað til mín, — hugsað til mín í sambandi við vornæturdraum elskendanna. — Svo leit eg í símabókina. Eg var ekki viss um númerið henn- ar og svo kastaði eg bókinni frá mér og hló. Hún var gift kona! þetta var heimskulegt. Gift kona. — — Eg sem hafði gert samninga við José og fé- iaga mína, um að vera þeim hjálplegur og berja á einhverj- um Edward, sem virtist vera í ástum við Mrs. José! Eg þekkti þennan Edward ekki. — Hvað vissi eg um hann? Ef til vill var hann líkur sjálfum mér. — í ástum við kvenmann, gifta konu, sem hann háfði rekist á, ú götuhornum atvikanna. Hræði leg heimska! Nokkrir dagar liðu. Þessir dagar voru allir endurtekningar hver af öðrum, — endurtekning ar. hvað mínar eigin athafnir °g hugsanar snertu, — endur- tekningar af ályktunum, efa- semdum og ósamræmi. Brúnu, fögru augun hennar Mrs. Gill, fopuðu ekki töframagni sínu, við glaum og annir dagsins. Þau mistu ekki geislakast sitt, við skugga næturinnar; þau fyltu jafnvel drauma mína ráðgátum sínum. — Svo var það eitt kvöld, þegar eg var að yfirgefa vinnu mína, að eg rakst á Mrs. Gill á af- greiðslustofunni minni. Hún sat þar og starði á mig. I f jrstu hélt eg að þetta væri aðeins draum- ur, og því starði eg á hana og sagði ekkert. Eg veit ekki hve lengi eg stóð þannig, en eg vaknaði upp við það, að hún var að hlæja — hlæja að mér fyrir það, hve glópslegur eg ■ var! Svo sagði hún: “Svo, þú þekkir mig ekki?” Eg áttaði mig fljótlega. “Þekki þig ekki! — Fjarstæða — var einmitt að hugsa um þig — áleit þig vera draumsýn — gat ekki áttað mig.” Hún hló og í gegnum hlátur hennar heyrði eg hana segja: “Eg draumsýn!” Svo stóð hpn upp og varð alt í einu alvár- leg. “Eg kom í nafni kvenfélags- ins til þess að þakka þér fyrir fyrirlestujrinn. Allir meðlimirnir voru hrifnir, og eg hefi ekki getað hugsað - um neitt annað, síðan eg sá þig seinast, en lág- nættissólskinið í landinu þínu”. Hún hafði lagt einkennilega áherzlu á orðið “seinast”. Við áttum samleið út úr af- greiðslustofunni og við gengum saman upp götuna. Hún tók til- boði mínu um að hafa kvöldverð með mér, og mér til mikillar ánægju, hafði eg nú tækifæri til þess að vera einn með henni um langan tíma og tala við hana um heima og geyma. Semna er eg bað um leiguvagn til þess að flytja hana til heimilis henn- skilið það, að hún bjóst við því, að eg fylgdi henni. Þegar vagninn nam staðar fyrir fram- an húsið hennar, sem var utar- lega í borginni, bjóst eg auð- vitað við að fara til baka með þessum vagni eftir að hafa að- stoðað hana út úr vagninum óg upp að húsinu, Svo fór þó ekki, því áður en mig varði, hafði hún borgað vagnstjóran- um og bent honum á að ifara leiðar sinnar. Og svo, á mjög óþvingaðan og eðlilegan hátt, hafði hún lagt hendi sína á handlegg minn og eg fann að við vorum nú að ganga upp tröppurnar til hússins hennar. Dyrnar opnaði hún með lykli sem hún hafði haft í lófa sín- um og áður en eg gat í raun og veru áttað mig á, hvað eg hafði gert, fann eg að eg var staddur í vel hirtri, húsgagna- ríkri setustofu. Hún kveikti á dlálitlum lajmpa, sem stóð á mahogniborði við endann á skrautlegum legubekk. Ljósið kastaði birtu sinni á tvær mynd- ir sem stóðu á borðinu í vönd- uðum römmum og sá eg fljót- lega, að önnur myndin var af henni sjálfri. Hina myndina sá eg ekki greinilega, vegna stöðu hennar á borðinu. Svo tók Mrs. Gill hattinn minn og lagði hann á borð við dyrnar, um leið og hún benti mér til sætis á legubekknum. “Afsakið mig,” sagði hún svo, og hvarf út úr herberginu. Þetta hafði alt skeð á svo stuttum tíma, að eg hafði tæp- lega áttað mig á því sem komið hafði fyrir. En þegar eg sat nú þarna aleinn í herberginu, fann eg til einkennilegs óróa í huga mínum, sem stafaði af þessum óvenjulegu ástæðum. Þrátt fyr- ir þá óneitanlegu aðdáun og virðingu sem eg hafði fyrir Mrs. Gill, gat eg ekki að því gert, að dálítill efi slæddist nú inn í huga minn, sem sveið engil- vængi hennar, og kastaði jafn- vel móðu yfir töframagn augna hennar. Eg hafði þekkt nægilega mörg dæmi til þess, að mörg- um hafði orðið það dýrt spaug, að vera einn með giftum kon- um á. heimili þeirra, sérstaklega á þessum tíma kvölds. En eg hafði ekki langan tírna til um- hugsunar, því bráðlega kom Mrs. Gill til baka, og hafði með sér vínflösku og glös, sem hún setti á kaffiborð nálægt legubekknum. Hún hló, og með hljómsveifl- um hláturs hennar, hvarf óró- inn og efinn úr huga mínum. Hún fylti glösin og færði kaffi- borðið nær legubekknum, og svo settist hún niður við hliðina á mér, um leið og hún sagði eins og af tilviljun: “Þjónustustúlkan mín er ekki heima í kvöld.” Svo rétti hún mér annað glasið um leið og hún lyfti sínu eigin glasi. En er hún sá að eg var dálítið utan við mig, hló hún stríðnislega um leið og hún sagði: “Ó, þú draumamaður. Þú minnir mig á söguna um hann Jósef og konuna hans Potip- har’s.” Til þess að jafna um sakir, drakk eg þá minni Mrs. Potiphar’s. Hún hló. “En ef maðurinn þinn kæmi nú heim?” spurði eg. “Ó”, sagði hún, og varð alt í einu raunaleg á svipinn, “hann er aldrei heima.” Hér er þá önnur Mrs. José, hugsaði eg en sagði þó ekkert. En þögnin virtist verða Mrs. Gill óþægileg svo hún sagði brosandi: “En ef hann kæmi nú heim? Hvort mundir þú kjósa þér heldur — sverðið eða byssuna?” “Eg leik mér að báðum þess- um hlutum,” sagði eg hreyknis- lega. “Hvers vegna ertu þá svona órór,” sagði hún blátt áfram. “Ef að eg væri maðurinn þinn,” sagði eg, “mundi það brenna tilfinningar mínar til ösku, ef að eg vissi ti) þess, að nokkur maður væri einn með þér eins og eg er nú.” Eg greip hönd hennar. Hún hló. “En eg hefi aldrei lifað undir vorhimni bjartrar nætur, í sól- skini ásta og æsku. Því er það líklega alveg eðlilegt, að eg geti ekki skilið hvað þú átt við.” Það var beiskju hreimur í rödd hennar. Eg starði á hana. Svo hún hafði þá munað þessi orð mín, sem eg hafði endað fyrirlestur- inn minn með. Hún hafði mun- að þau og án efa hugsað um þetta efni. Hún hafði ef til vill hugsað eins mikið um mig og eg hafði hugsað um hana. Opnu, hreinskilnislegu augun hennar hvíldu á mér. Mér fanst sem eg gæti lesið úr þeim hennar eigin sögu, í leit hennar eftir sælu og samræmi ásta og æsku, sem hún hafði ékki fundið. Mér fanst heita hendin hennar brenna mig og svo fann eg vermandi strauma vínsins sem eg hafði drukkið, ólga í æðum mér. Eg dró hendi hennar að mér, en í mótspyrnuskyni hall- að hún sér frá mér. Ljósið á lampanum við enda legubekks- ins féll nú beint í augun á mér og eg sá nú greinilega hina myndina sem stóð nálægt mynd- inni af Mrs. Gill á maghogni- borðinu undir lampanum. Það var engum efa bundið. Eg þekkti manninn sem myndin var af. Þrátt fyrir það starði eg á mynd ina um stund og í huga mínum leitaði eg að öllum hugsanleg- um rökum því til stuðnings, að það sem eg sá væri aðeins hugarburður sem hefði blossað upp í huga mínum vegna æstra tilfinninga. En nú hafði Mrs. Gill séð svipbrigði mín og leiftur hratt fylgdi hún stefnu augna minna og svo fór hún að hlæja. “Er það mögulegt — er það mynd af José?” spurði eg. “Þekkir þú José? Það er mað- urinn minn,” sagði hún alvar- lega. “Ert þú Mrs. José?” spurði eg og spratt á fætur. “Nei, eg er Mrs. Gill!" sagði hún. “Margir kalla mig þó Mrs. José.” “En þú varst einmitt að segja mér, að maðurinn þinn væri Mr. José, sem þessi mynd er af.” “Það er maðurinn minn! Nafn hans er Josef Gill, en hann er alment þektur undir nafninu Josef José vegna viðskipta hans.” Viðræðurnar í klúbbnum kvöldið eftir fyrirlesturinn, um bréfið sem Herris hafði boðist til að nota fyrir hagfelda skiln- aðarsök, fyrir Mr. José, og samn ingarnir um það að berja á einhverjum Edward, til þess að vernda sambúð þeirra hjóna eft- ir tillögum Dunn’s, flugu nú í gegnum huga minn. Þessu hafði eg að miklu leiti gleymt vegna minnar eigin örvinglunar. En nú mundi eg greinilega að þetta stefnumót hafði verið sett íyrir 20. ágúst klukkan 9, en sam- kvæmt bréfi Edwards hafði hann ekki búist við að líta inn til Mrs. Gill fyr en 15 mínútur eftir 9. Eg leit á úrið mitt. í dag var 20. úgúst og eftir tvær mínútur mundi klukkan verða 9. Ef til vill höfðu þeir félagar mínir nú umkringt húsið og eg gat búist við óþægilegum við- tökum ef að eg leitaði til út- göngu. En vegna Mrs. Gill og í rauninni allra hluta vegna varð eg að eiga það á hættu. Ef til vill gæti mér tekist að komast í burtu óþektur. “Eg má ekki missa eirta mín- útu,” sagði eg og þreif hatt- inn minn. “Hvað kom fyrir þig?” spurði Mrs. Gill undrandi. “Það er enginn tími til út- skýringa. — Vertu varkár. — Eg gleymdi.” “Hverju gleymdir þú?” Hún hafði nú staðið upp og starði á mig. “Eg gleymdi sögunni um hann Jósef.” “Jósef?” “Josef og Potiphar!” sagði eg og þaut út úr dyrunum, — Eg fór hljóðlega niður tröpp- urnar. Ef til vildi voru þeir félagar mínir með togleðurs- kylfurnar sínar, faldir í ein- hverjum skugga þar í nágrenn- inu tilbúnir til þess að hitta sökudólginn, sem hafði ónáðað Mrs. Gill, á höfuðið. Að minsta kosti vildi eg vera við óllu búinn. Eg læddist því frá ein- um skugga til annars þar til að eg var í dálítilli fjarlægð frá húsinu. Þá nam eg staðar undir tré sem þar stóð og beið þar um stund. Frá trénu sá eg að einhver kom niður götuna. Hann fór hikandi. Þar sem eg sá fljótlega, að það var enginn af félögum mínum, datt mér í hug, að það mundi vera Edward sá er hafði ritað bréfið til Mrs. Gill. Þegar hann fór fram hjá mér hvíslaði eg því: “Edward.” Hann nam staðar. Að líkmd- um hafði eg getið rétt tií. “Mér stendur á sama þó þeir drepi þig,” sagði eg, “en José hefir lesið bréf þitt og bíður eftir þér þarna við húsið.” Svo hélt eg leiðar minnar. En þegar eg leit við sá eg að þessi félagi kom á eftir mér upp götuna. Svo hvarf hann skyndilega í aðra átt inn í hliðargötu. Eg fór beint til klúbbsins. José og félag ar hans voru þar ekki. Svo þeir höfðu þá fylgt áætlunum sínum. Mér var órótt innanbrjósts; skeð gat að þeir hefðu haft njósnir af ferðum mínum, þó að eg hefði ekki orðið var við þá. Það var áliðið kvölds þegar Dunn kom inn. Hann settist við borðið þar sem eg sat, og byrj- aði strax á því að ausa yfir mig skömmum fyrir það, að eg hefði ekki staðið við loforð mín. Hann sagði mér, að þeir félagar hefðu beðið eftir mér meira en hálfa klukkustund, áður en þeir hefðu afráðið að fara að líta eftir þess- um Edward. Þeir hefðu ekki orðið varir við nokkurn mann í námunda við húsið og svo eftir langa bið hefði Jqsó afráðið að eyða því sem eftir var af kvöld- inu og nóttinni með konunni sinni. Svo hló hann: “Þá sem. guð hefir sameinað — ha, ha, ha! Herris hefir bréf- ið, ha, ha, — en málfærsla hans í þessari skilnaðarsök er úr sög- unni,” sagði hann. Eftir að við höfðum drukkið saman um stund, sagði eg hon- um alla mína sögu frá byrjun til enda. Hann veltist um af hlátri. “Jogef og Potiphar,” endurtók hann. “Ha, ha, ha!” En þá vildi eg ^fsaka það, að hafa yfirgefið Mrs. José svona klunnalega. “Segðu mér ekkert meira um það,” sagði hann. “Eg mundi hafa hagað mér nákvæmlega eins og þú í þínum sporum. Ha, ha, ha. Nákvæmlega! En eg mundi ekki ljúga til urn það.” En nú varð eg gramur við hann. Þetta var viðkvæmt mál hvað mig Snerti. Beiskir dropar, — eg mundi gæta tilíinninga minna betur í framtíðinni. “Gæta tilfinninga þinna bet- ur,” át hann eftir mér. “Eg get því nærri! Þú hefir stigið í eld- inn og þú munt standa í honum um tíma. Sagan byrjaði vel, en hún er ekki enn þá enduð. Hvernig hljóðar nú þetta boð- orð sem svo margir brjóta. Þú skalt ekki — þú skalt ekki —” Svo leit hann ískyggilega á mig um leið og hann tæmdi glasið sitt og sagði: “En — Herris má aldrei vita neitt um það —.” Business and Professional Cards Drummondville CottonCo. LTD. 55 Arthur St., Winnipeg: Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets ar>.d Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla í heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasími 55 463 Blóm siundvíslega afgreidd THE ROSERY StofnaS 1905 427 Portape Ave. Winnipeg. LTD. 1Heyets Sttulios JGtd. (argesl Photo^caphic OwuutatsonBi Casuut ÓHONE 96 647 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Baokman, See. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FJSH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H Parte, Managing Director .Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur lögfrœOinpvr Skíitstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 Offiee Phone 87 293 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. fslenzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON Lögfræöingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Simi 98 291 Dr. P. H. T. Thorlakson Phone 22 866 • WINNIPEG CLINIC Vaughan & St. Mary's • Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. A. V. JOHNSON Denttst • 506 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG., WPG. • Fasteignasalar. Leigja hös. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaAhyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 Peningar til útláns Sölusamningar keyptir. Bfljarðir til sölu. INTERNATIONAL LOAN COMPANY 304 TRUST & LOAN BLDG. Winnipeg DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 2 88 Winnipeg, Manitoba Legsteinar sem skara fram'úr Orvals hlAgrýtí og Manitoba marmari Skrifiö eftir verSskrá GILLIS QUARRIES, LTD. 14 00 SPRUCE ST. Winnlpeg, Man. DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 60 2 MEDICAL ARTS BLDG. Sími 22 296 Heimili: 108 Chataway Stmi 61 023 ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG • Pægilegur og rólegur bústaöur i miSbiki borgarinnar Herbergi $2.00 og þar yftr; með baðklefa $3.00 og þar yflr Ágætar máltlðir 4 0c—60c Free Parking for Ouests DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNI^EO A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi 86 607 Heimilis talsími 501 562 DR. ROBERT BLACK Sérfræðingur I eyrna, augna, nef og h&lssjflkdðmum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedv Viðtalstlmi — 11 til 1 og 2 ttl 5 Skrifstofustmi 22 2 51 Heimilisslmi 401 991 Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) . Talslmi 30 877 Viðtalstími 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.