Lögberg - 10.06.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 10.06.1943, Blaðsíða 8
I I LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚNÍ 1943. Hinar nýju Spitfire orustuflugvélar Breta teknar til afnota. Úr borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. • ♦ ♦ ♦ At Home. Við undirrituð bjóðum frænd- fólki og kunningjum að heim- sækja foreldra okkar Mr. og Mrs. Björn Anderson, Baldur, Man., í tilefni af 10 ára gifting- arafmæli þeirra, 20. júní klukk- an 2 til 5 og 7 til 9 eftir há- degi. Börnin. ♦ ♦ ♦ Kirk j uþingser indrekar. Á fundi Fyrsta lúterska safn- aðar, sem haldinn var þann 6. júní voru eftirfarandi kosnir erindrekar til að mæta fvrir safnaðarins hönd á 59. kirkju- þingi hins ev. lúterska kirkju- félagsins, sem halda á • að Mountain, N. D. 18. til 21. júní n. k. Hjálmar A. Bergmann, K. C. Victor Jónasson, Grettir L. Johannson, S. J. Sigmar. En til vara Oliver B. Olsen og Snorri Jónasson. ♦ ♦ ♦ GÓÐAR BÆKUR. Icelandic Poems & Stories, bý Dr. R. Beck $5,50 A Primer of Modern Ice- landic, by Snæbjörn Jór.ss. 2,50 Icelandic Lyrics, by Dr. R. Beck 3,50 Debt-and-tax Finance Must Go, by Solome Halldórss. 0,25 Smoky Bay, by Steingrím- ur Arason 2,25 Undir Ráðstjórn, Hewlett Johnson ........, 3,00 Icelandic Canadian, 4 h. á ári 1,00 Pantið lisla af bókum og Music. Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave., Winnipeg, Man. ♦ ♦ ♦ Útvarpsmessa. Útvarpsguðsþjónusta fer fram í Sambandskirkjunni í Winni- peg, sunnudaginn 20. þ. m., kl. 11 f. h. Útvarpað verður á epsku, og verður athöfnin undir um- sjón Hins Sameinaða Kirkju* félags. Séra Philip M Péturs- son messar. Dánarfregn. Á föstudagskvöldið 28. mai s. 1. lézt að heimili Mr. og Mrs. John Hallson í Blaine-bæ í Washii^gton-fíki, öldungurinn Magnús Einarsson Grandi, 81 árs, 7 mánaða og 18 daga að aldri. Hann var jarðsunginn af séra Guðm. P. Johnson, mánu- daginn 31. maí, frá átfararstof- unni hér í Blaine. Magnús sálugi misti konu sína, Margréti Jónsdöttur frá Vestmannaeyjum, þann 12. sept. 1942 og var hún einnig um áttrætt er hún dó. Nú hvjla þau bæði í Blaine grafreit eftir langt og mikið dagsverk. ♦ ♦ ♦ Gjöf í námsskei^ssjóð Bandalags lúterskra kvenna frá Junior Ladies Aid Fyrsta lúterska safnaðar, $10,00. Kærar þakkir. Hólmfríður Daníelson. ♦ ♦ ♦ Mr. Gísli Sigmundsson verzl- unarstjóri frá Hnausa, var staddur í borginni í vikunni sem leið. skálds. Viðfangsefnin voru að iang- mestu leyti eftir söngstjórann sjálfan, svo sem 7 kórar með einsöngvum og tvísöngvum úr söngdrápunni, strengleikar og 3 lög önnun. Ennfremur voru á söngskránni tvísöngslög eftir Bjarna Þorsteinsson, Ruben- stein og Mendelssohh. Einsöngv- arar voru Helga Jónsdóttir, Guðrún Þorsteinsdóttir, Her- mann Stefánsson, Ragnar Stefánsson og Henning Kundrup Húsfyllir var og^tóku tilheyr- endur söngnum með ágætum. Varð að endur.taka mörg við- fangsefnin. — Undirleik á slag- hörpu annaðist Jakob Tryggva- son kirkjuorgelleikari. Mbl. 6. apríl. Húsvíkinga vantar skip til fiskiflutnings Samþykt ^ar á almennum hreppsfundi á Húsavík áskorun til ríkisstjórnarinnar að útvega skip, sem kaupi nýjan fisk þar á staðnum. í fyrradag var haldinn al- mennur hreppsfundur á -Húsa- vík út af skyndilegri stöðvun á siglingum Færeyinga með ísað- an fisk. Var samþykt á fundin- um áskorun til ríkisstjórnarinn- ar um útvegun skips, sem kaupi nýjan fisk á Húsavík^ Fundurinn lagði áherzlu á, vegna afkomu kaupstaðarins, að skip fengist nú þegar til þessara flutninga, því að besti aflatími verstöðvarinnar er að hefjast og engin skilyrði til þess að nota vorhlaupsaflann á annan hátt. Góður afli hefir verið við Skjálf artda síðastliðinn hálfan mánuð. Mbl. 6. apríl. Samsöngur Kantötukórs Akureyrar Kantötukór Akureyrar hélt safnsöng í Nýja Bíó á Akur- eyri s. 1. sunnudag undir stjórn Björgvins Guðmundssonar tón- Tilkynning til Vestur-íslenzkra hlulhafa í Eimskípafélagi islands. Símskeyti barst Árna G. Eggertssyni, K. C., um það á þriðjudaginn var, að ársfundur Eimskipafélags íslands hefði verið haldinn í Reykjavík, þann 5. yfirstandandi mánaðar. Á fundi þessum var Mr. Eggertson kosinn í framkvæmdanefnd félagsins til tveggja ára. Samþykkt var að f^lagið borgaði 4 prósent í arð fyrir 1942. Útborgun á þessum arði, annast Árni G. Eggert- son, K. C., 209 Bank of Nova Scotia Bldg., Winnipeg. Hitt og þetta Mark Twain ferðaðist eitt sinn með gufuskipi. Hann sat í reykingasalnum og hlustaði á menn segja sögur. Hann sat og hlustaði í heilan klukkutíma án þess að segja orð, en þá byrjaði hann: “Drengir, þið hafði verið að segja sögur og æfintýri, en nú ætla eg að segja ykkur sögu af mér sjálfum og Hannibal. Það kom upp eldur í húsi í Hannibal nótt eina. .Gamall maður, að nafni Hankinson, sem staddur war á fjórðu hæð hins brennandi húss, átti sér engrar undankomu auðið, þar sem enginn stigi var nógu langur til þess að ná til hans. Mannfjöldinn, sem safnast hafði hjá húsinu, stóð ráðþrota og vissi ekkert hvað gera skyldi. Þá alt í einu, drengir mínir, datt mér gott ráð í hug. “Ná- ið í kaðal”, hrópaði eg. Það fór einhver og náði í kað- alinn og af mikilli leikni kast- aði eg öðrum enda hans upp til gamla mannsins. “Bittu þetta um mittið!” hrópaði eg, og gamli Hankinson gerði það og þvínæst dró eg hann niður.” ♦ ♦ ♦ Kvenmönnunum hefir altaf gengið misjafnlega vel að öðlast fegurðina. Konur fyrri tíma þurftu engu síður að bæta útlit- ið en kynsystur þeirra nú á dög- um. En aðferðirnar voru noxkuð öðruvísi. Poppæa, kona Neros, baðaði sig úr asnamjólk og not- aði venjulegt hvítt kalk í stað andlitspúðurs. Svo hinar frægu mjólkurbaðanir önnu Held hafa ekki verið neitt frumlegar. Messuboð Fyrsta lúierska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðsþjónusta á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7. e. h. Sunnudagaskóli kl. 12:15. Allir æfinlega velkomnir. -f ♦ •♦• Presiakall Norður Nýja íslands: Sunnudaginn 13. júní. Árborg, ferming og altaris- ganga kl. 2 e. h. Geysir, messa og safnaðar- fundur kl. 8,30 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Á Hvítasunnu (13 júní) mess- ar séra H. Sigmar í Brown, Man. kl. 2 e. h. — Almenn altaris- ganga safnaðarins við þá messu. Allir velkomnir. ♦ ♦ ♦ Messur í Vainabygðum. Sunnudaginn 13. júní. Foam Lake kl. 2,30 e. h. ísl. messa. Leslie kl. 7,30 e. h. Ensk messa. B. T. Sigurdsson. Fólk er vinsamlega beðið að muna eftir útsölu (bazaar), er Kvenfélag Sambandssafnaðar efnir til laugardaginn þ. 12. þessa mánaðar í samkomusal kirkjunnar kl. 2 e. h. og að kveldinu. Þar verður seldur alskonar heimatilbúinn fatnað- ur af ýmsum stærðum. Einnig verður seldur heimatilbúinn matur og kaffi. Gœtið öryggis! Komið loðkápum yðar og klæðisyfirhöfnum í kæli- vörzlu 'hjá Perth’s Sími 37 261 Cleaners — Launderers Dyers — Furriers Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. Er hámarksverð á “Irish Cobbler” kartöflum sem seldar eru til útsæðis? Svar. Kartöflur sem seldar eru einungis til útsæðis eiga að vera sérstaklega merktar, og eru þá undanþegnar hámarks- verði. Spurt. Því eru kjötskömtunar- seðlarnir prentaðir í pörum? Svar. Það er gert til þess að fólk geti keypt tvisvar í viku, og þurfi því ekki að geyma kjöt lengur en tvo eða þrjá daga í senn. Auðvitað má nota báða seðlana í einu ef maður vill. Spurt. Mér finnst vax-pappír sem nú er seldur í búðunum vera þynnri en hann hefir ver- ið. Er þetta leyfilegt? Svar. Já. Þetta hefir verið leyft til þess að spara efni, sumar tegundir eru bæði minni og þynnri. Spurt. Geta bændur fengið aukaskamt af skömtuðum mat- vælum þegar þeir bæta við sig vinnufólki fyrir nokkra daga. Svar. Já. Þeir geta tilkynnt næstu skrifstofu “Local Ration Board”, og fengið þar sérstakt leyfi til að kaupa aukaskamt, ef þeir gefa vissu fyrir því að þeir muni framreiða að minsta kosti tólf máltíðir hverjum vinnumanni. Spurt. Sonur okkar er nýlega fluttur til Bandaríkjanna. Hvað á eg að gera við skömtunar- seðlabókina hans? Svar. Þú átt að senda hana á næstu skrifstofu “Local Ration Board” og skýra um leið frá því, hvers vegna bókinni sé skilað aftur. Spurt. Eg er að hugsa um að byggja viðbót við heimili nr^'itt, sem eg áætla að muni kosta um 2000 dollara. Er nauðsynlegt að sækja um leyfi? Svar. Já. Beiðni um leyfi verður að sendast til “Controller of Construction”. Eyðublöð fást á næstu skrifstofu W. P. & T. B. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. "MmNIST~B~E~TEL í ERFÐASKRAM YÐAR Útvarp frá Fyrstu Lútersku kirkju Á Hvítasunnudag, 13. júní fer fram ferming og altaris- ganga í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg. Athöfnin byrjar kl. 11 f. h. og fer fram á ertsku. Yngri söng- flokkur safnaðarins syngur hátíða söngva undir stjórn Mrs. Isfeld. Guðsþjónustunni verður útvarpað frá stöðinni CKY í Winnipeg. Islendingadagurinn í Wynyard íslendingar í Vatnabyggðum halda sinn árlega Islend- ingadag í Wynyard á fimtudaginn 17. þ. m. Ræður flytja Mrs. Einar P. Jónsson frá Winnipeg og séra Haildór E. Johnson frá Ðlaine. Söngflokkur skemtir i hátíð þessari, auk þess sem rni’kið verður um söng, sem allir taka þátt í. Margskonar íþróttir verða einnig um hönd hafðar, auk þess sem fólk að sjálfsögðu skemmtir sér við dans og hljóðfæraslátt. Veitingar á staðnum. Aðgangur að skemtiskrá 35 cent en 50 cent að dansin- um. Fjölmennið. Skemtiskrá hefsl kl. 1,30 e. h'. Aríðandi Fundur Islendingadagsnefndin í Norður Nýja-íslandi, heldur áríðandi fund að Hnausa á föstudagskvöldið kemur, klukkan 7. Á fundi þessum verður rætt um allsherjar samvinnu viðvíkjandi Islendingadagshátíðahaldinu á Gimli, þann 2. ágúst næstkomandi. Fulltrúar frá ís- lendingadagsnefndinni í Winnipeg, mæta á fundinum. Með því að eftirfarandi kvæði aflagaðist nokkuð í með- ferð, þó áður en það kom í hendur blaðsins og birtist þar 20. maí, þykir hlýða að birta það nú í sinni réttu og upp- runalegu mynd. Útlendingurinn Mitt föðurland, er forðum Grettir ól þar fjöllin roðar miðrar nætur sól; þar Atlanshafsins ægi bára rís, þar örlaganna voldug ríkir dís. í hlíðum dala hjarðir una á beit, þar hlær mót sólu dýrleg fjalla sveit; þar kveður foss í kaldri hamra þró, þar kvakar fugl í grænum heiða mó. Eg flutti þaðan frjáls með unglings þor en fremur þung mér reyndust þessi spor. Hér útlendingsins kjörin reyndust köld, þau kannað hefi meira een hálfa öld. Nú loks mitt hefir lent í friðar höfn laskað fley af æfi hrakið dröfn. Svo nálgast óðum næðissöm og löng nóttin ljóss sem enginn þarfnast göng. Pálmi L. Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! \ Verzlunarmenniun er ómissandi nú á dögum, og þa5 fólk, sem hennar nýtur, hefir ælíð forgangs- réii þegar um vel launaðar slöður er að ræða. Það margborgar sig, að, finna oss að máli. ef þér ha,fið í hýggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og fullkomnustu verzlunarskóla vestan lands. The Columbia Press Limited Toronto og Sargent, Winnipeg V

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.