Lögberg - 24.06.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 24.06.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 24. JÚNÍ 1943. Hin harðsnúna lögreglusveit Eftir Edgar Wallace. “Jæja, Brod, þú ert býsna álitlegur maður.” “Látum okkur hætta öllu gamni og halda okkur við efnið,” sagði Bradley. “Eg skal ná Mark, en ekki einungis fyrir eiturlyfjaverzlun, heldur og fyrir aðra stórglæpi.” Það var skömmu eftir þetta að Mark bárust þær fréttir frá umboðsmönnum sínum, að lög- reglan hefði hætt að rannsaka alla smáflutn- inga sem sendir voru út um landið, og sem miðaði til þess að komast að, hvaðan tollsmygl- aðar vörur voru sendar; svo nú gátu flutnings bílar farið óhindraðir leiðar sfnnar, án þess að þurfa að koma undir lögreglurannsókn, og lög- reglumönnum var fækkað til muna á öllum járnbrautarstöðvum. Mark fór nú að reyna að komast í samband við sína Belgisku og Þýzku heildsölu viðskipta- menn. Mest af því sem hann verzlaði með frá Belgíu, en það þurfti að finna nýtt ráð og aðferð til að komast í kringum tollgæsluna. Þar sem nú að Anna var út úr sögunni, og nýsett strangt eftirlit með flugvélum er komu frá útlöndum, voru erviðleikar Marks svo marg ir og miklir, að þeir voru næstum óyfirstíg- anlegir. Eli Josef hafði verði til ómetanlegs gagns fyrir Mark; hann var kunnugur og hsambandj við fjölda smyglara og' sjómanna, sem færðu honum bannaðar vörur frá meginlandinu, enda var hann vel settur í Meyjastiganum, til að veita slíku móttöku, því um hásævi mátti fara á bátum upp eftir sýkinu, og undir húsið hans. Einn morgun þegar Mark var að borða morg- unverð með Önnu — þau mættust oftast við morgunverðinn — sagði hann. J‘Eg hefi verið að hugsa um að leigja húsið, sem er upp með ánni, á milli Teddington og Kingston, það er óvenju fallegt þar 'meðfram ánni — hvernig lízt yður á það?” “Það er yndælt,” svaraði hún án þess að líta á hann. “Verzlunin er altaf að minka, og eg er að tapa peningum á hverri viku. Þér getið ekki keyrt út með vöruna, eins og áður. Eg held að hús meðfram ánni sér mjög hentugt, en það þarf að vera fyrir neðan flóðlokurnar.” Hún leit upp og horfði beint í andlit honum. “Eruð þér að hugsa um að finna Eli Jósef aftur?” spurði hún; en þrátt fyrir hans miklu sjálfsstjórn roðnaði hann í andliti. “Eg er ekki alveg viss um það.” “Hvað munduð þér búast við að eg gerði í húsi, sem stæði upp á brekkunni, sem liggur niður að ánni? Eða mundi vera betra að fá sér hús í meir afskektum stað, sem bæri minna á? — Eg veit ekki hvað eg á að hugsa um yður, Anna. Eruð þér að hugsa að eg — ?" Hann hikaði við það sem hann ætlaði að segja. “Eg hélt að þér vilduð fá yður þægilegan stað, í staðin fyrir Meyjastigann,” sagði hún; “hentugan stað, þar sem þægilegt væri fvrir viðskiftavini yðar að koma vörum til yðar.. Eg held, að mér geðjist ekki neitt vel að þessu áformi yðar. Eg býst ekki við að eg sé góður smyglari.” “Það er ekkert spursmál um smygl í sam- bandi við þetta,” svaraði hann dræmt. “Þér eruð alveg sérstök manneskja- Hvenær sem eg reyni að gera eitthvað fyrír yður, þá álítið þér að eg hafi einhverja sérstaka ástæðu fvrir sjálfan mig til þess —,” hann hikaði við að segja meira. “Góðvild, get eg til. Nei, Mark, eg býst ekki við að mér mundi geðjast ,að því. 1 fyrsta lagi ér eg eins og fólk álítur, merkt kona — eg hefi verið fyrri rétti, og er sjálfsagt álitin eins og slarkara kvendi; eg hefi skapraunað Bradley. Þér piegið vera viss um, að hvað sem eg geri og hvert sem eg fer, verða hafðar gætur á mér. Mig langar ekki til að lenda í slíku aftur.” Hún lét aftur augun og nötraði. “Það var hræðilegt, Mark — fangaklefinn —” Hann hætti að tala um þetta, en var mjög vonsvikinn. Það sem hann hafði í hyggju, virt- ist honum greið leið út úr viðskiptaerviðleik- um sínum. Það mátti ná vörunum í sýkinu, því upp eftir því gátu bátar frá skipunum, sem láu á fljótinu farið á nóttunum, rétt upp að húsinu sem hann hafði augastað á. Hann sagði, auðvitað af illgirni, en mjög sakleysis- lega. “Er Bradley ennþá ástfanginn í yður?” Hann hafði þá ánægju, að minsta kosti, af þeirri spurningu, að sjá hana blóðroðna í andliti, og svo hvítna upp aftur. “Verið þér ekki að fara með þessa heimsku,” sagði hún, en forðaðist að horfa á augu hon- um. “Þér sögðuð það þó fyrir réttinum,” hélt hann áfram hlífðarlaust. “Undarlegt að maður sem hann, skuli verða ástfangin, eg ímynda mér að hann sé nú laus við þá veiklun. Hann hefir líklegast bara verið að gabba yður, í von um að komast að einhverju sem hann hef- ir langað til að vita. Þessir náungar ganga út með hvaða flækingskvendi sem er, til að veiða upp úr þeim upplýsingar, ef þeir geta. Eg vil ímynda mér að yður hafi ekki verið mikil skemtun að honum.” Það var nærri kom- ið fram á varir hennar að segja það gagn- stæða. “Þér ætluðuð að segja —.” “Ekkert, svaraði hún stutt, og stóð upp frá borðinu, og fór til herbergja sinna. Hún sá nú og skildi glöggt hvernig hún var stödd. Hún fór inn í svefnherbergi sitt, þar sem voru myndirnar af Bradley og Ronnie, í tvírammanum, sem hún hafði klippt úr dag- blaði. Hún tók myndina af Bradley úr ramm- anum og reif hana í tætlur. Hatur hennar á Bradley hafði nú verið æst eins mikið eins og hægt var. Henni fanst þó að hún gæti ekki hatað hann, hún trúði því ekki að hann hefði drepið bróðir sinn. Og þó trúði hún því. — Hún fann það að hún var nú stödd á vega- mótum þar, sem hún gat ekki greint milli vissu og óvissu. Hún vissi að honúm hafði geðjast vel að sér; hún var viss um það. Hann var ekki, eins og Mark gat til; að gabba nana. Hann hafði elskað hana, en mundi sú ást hafa staðist þá lítilsvirðingu sem hún sýndi honum fyrir réttinum? Hún varð þess nú áskynja hvað hafði valdið hinum tíðu leiðinda og þung- lyndisköstum, sem ásóttu hana. Mark var eng- in heimskingi. Með samtali sínu við hann hafði hann komið henni til að gera sér lióst hvað það var, sem valdið hafði óró hermar og þunglyndi, það var ekki nema um eitt að ræða. Eftir að hún var farin frá morgunverðarborð- inu, sat hann kyr með hendurnar í vösum sínum, á andliti hans voru djúp undrunar- merki. Hann var að velta fyrir sér því sem þau höfðu verið að tala um. Henni geðjaðist að Bradley; hún er þó varla ástfangin í hon- um, auðvitað ekki — en — Hvað verður úr þessu? Hún hafði mist traust á honum. Allar tilraunir til að endurvekja það höfðu mislukk- ast. Samband milli Bradley og hennar mundi hafa hættulegar afleiðingar. Hann gat ekki hugsað sér, að hún stæði í vitnastúkunni og bæri vitnisburð gegn sér; hin hættulegasta vitnaleiðsla, fer ekki fram fyrir réttinum, held- ur í litlum klefa hjá lögreglunni. Anna vissi meira um athafnir hans en hún gerði sér í hugarlund. Það getur skeð, að hún hafi ekki vitað hvað hún var send út með, að nóttu til í bílnum sínum, en hún vissi hverjir áttu að taka á móti því. Hún í raun og veru, hafði alla þræði sambandsins í hendi sér. Hann hafði aldrei hugsað um að gifta sig; en nú var sú hugsun einn sterkasti þátturinn í áform- um hans. Ef Bradley elskaði hana, þá dræpi ,hann tvo fugla með einum steini — kæmi í veg fyrir að sér stafaði hætta af henni, sem vitni gegn sér, og á sama tíma sært manninn sem hann hataði mest. Mark leit ekki á giftingu sem neitt vanalegt , samband, og væri ekki eitthvað sem krefðist langrar né alvarlegrar umhugsunar. Honum höfðu borist fréttir um viss tilfelli, sem höfðu komið fyrir og gerðu hann ójrólegan. Það gat vel skeð að lögreglu eftirlitið úti á landsbygðinni hefði •minkað, en í stórborgun- um, var allt öðru máli að gegna, þar var lög- reglan með nefið ofan í öllu, og rannsakaði hverja sendingu sem þeir héldu grunsamlega. Bílþjófar, og þeir sem áttu að selja stolnu bílana urðu hart fyrir barðinu á lögreglunni. Eitt kvöld er Mark símað, og beðinn að koma strax til manns, sem var útsölumaður stolinna bíla. Þessi maður var.í þjónustu Marks, “Þeir eru nú á njósnum í kringum skipa- kvíarnar,” sagði maðurinn. “Þeir hafa tekið alla bílana sem Bergson geymdi, og brotið umbúðir utan af þremur bílum, sem áttu að fara í skip, sem á að sigla til Indlands í næstu viku. Þeir tóku Berg- son, og náðu syni hans líka, og eg hefi heyrt að þeir hafi lofað honum að vera vægir við hann, ef hann vilji segja allt, sem hann veit um yður.” “Nefndu þeir mitt nafn?” spurði Mark. “Þeir nefndu ekki neitt nafn, en þeir meintu yður,” svaraði maðurinn. “Hafa Bergsons menn nokkurntíma keyrt út með yðar varning?” Mark hugsaði sig um. “Nei,” ekki svo eg muni. “Tilfellið er þetta,” sagði þessi félagi Marks, “þeir hugsa að það sé yðar cocaine verzlun sein hefir æst upp lögregluna, og þeir eru býsna reiðir út af því. Eg hefi sent alla mína bíla til Birmingham — hvað er um yðar?” Mark hafði þrjú leigubílskýli í Londor,, ef bílskýli skyldi kalla, það voru gömul fjós, á mjög afviknum stöðum, þar geymdi hann varn- ing sem honum var umhugað um, að ekki væri fyrir allra augum, og sem var of hættulegt fyrir hann, að hafa heima hjá sér. “Það eru sama sem engir bílar þar, í það minsta tveir; og báðir undir annara nafni.” þótt hann segði það ekki, þá var annar bíllinn undir nafni önnu. “Eg er að minna yður á að líta í kringum yður,” sagði þessi Vinur hans. “Svo er það og annað, hefir Sedeman gamli nokkra kæru á yður? Hann er nú laus, og talar nú með stór- yrðum og dylgjum. Hann var mesti vinur Eli Josefs; hann var vanur að vera þar, þegar hann var ekki á Heimilinu. Hvað veit hann?” “Ekkert,” svaraði Mark óþolinmóðlega. Þeir sáu manni bregða fyrir, sem hafði verið á gangi í Kensington stræti, nálægt því sem þeir höfðu verið að tala saman, og það var nóg til þess að þeir hlupu sinn í hvora áttina út í myrkrið. Mark fór sem fljótast heim til sín, hann var í djúpum hugsunum. Hann sat lengi fyrir framan eldstæðið, niðursokkinn í að ráða fram úr erviðleikum sínum; þá allt í einu mundi hann eftir dálítilli sendingu, sem hafði kom- ið þá um daginn. Hann tók pakka út úr öryggisskápnum og horfði um stund á þetta glitrandi efni, sem lá á bláum flauelisdúk. Hann hringdi eftir þjóninum, sem var bæði kjallarameistari og herbergisþjónn hans. Led- son kom, en var alls ekki í góðu skapi, því hann var búinn að vera lengur en venja var til. Hann bjó annarstaðar, eins og allir þjón- ar Marks gerðu. “Farðu og biddu Miss Perryman að koma hingað, sem snöggvast.” Ledson blótaði í hljóði, því þetta gæti vel meint að hann yrði að vera þar annan klukku- tíma. Því það var vanalega þegar Anna kom inn til kvöldverðar, að Mark hélt honum þar fram efíir kvöldinu við allra handa snúnmga. “Eg heyrði hurðinni að íbúð hennar skelt aftur, fyrir stundu síðan, herra. Eg held hún sé ekki inni,” sagði hann. “Farðu og vittu um það — enga vafninga.” Mark hafði sterkt hald á þjónum sínum, sem var, að hann borgaði þeim gott kaup. Ledson var fjölskyldumaður, og varð að taka þegjandi hverri móðgun sem var frá Mark. Hann opnaði hurðina, og mætti Tiser í for- stofunni. Hann var að þurka svitann af and- liti sér, eins og hann hefði komið af harða hlaupum, en það auðvitað meinti ekkert. “Er Mark inni?” spurði hann í láum rómi. “Segðu mér vinur minn, hvernig liggur á hon- um i kvöld?” “Eg veit það ekki, herra minn, á eg að segja honum —” “Nei, eg ætla að sjá hann.” Hann læddist inn í stofuna, og Mark varð ekki var við hann undir eins. “Hvern fj hafið þér nú á samviskunni?” spurði hann harkalega. Tiser var í mikilli - geðshræringu, en það var ekki takandi mark á því, það var svo vanalegt. Hann tvísteig áfram á gólfinu, nú- andi annari hendinni yfir hina ráðaleysis- lega, og hann talaði í lágum, nærri því hvísl- andi róm. “Kæri félagi minn, hvað haldið þér að þeir hafi gert? Þeir gerðu innrás á heimilið í nótt.’^ Mark hleypti brúnum. “Bradley?” “Ó, sá maður-” sagði Tiser kjökrandi. “Nei, það var ekki Bradley, einn af undirtillum hans, kæri Mark. Þeir tóku vesalings Benny og Walky og litla Lew Marks! — og hálfa tylft af fallegustu drengjunum! þeir höfðust ekki neitt illt að, kæri Mark. Eg get svarið að það er grimmúðugasta ofsókn sem eg hefi nokkru sinni vitað til. Þessir vesalings piltar sátu saman og voru að drekka öl —” “Fundu þeir nokkuð?” spurði Mark fljót- lega. “Eg sagði yður að láta engan þeirra fá svo mikið sem að þefa af því.” Tiser var í vandræðum. “Kæri félagi- Þér vitið að eg leyfi ekki að komið sé með það inn á heimilið! Þér trevstið mér ekki Mark. Eg þræla og hugsa og kvíði frá morgni til kvölds fyrir því, sem getur komið fyrir á hverri stundu; líf mitt er ein óslitin bágindi og vesaldómur. Eg þjóna, yður eftir minni bestau getu —” “Haldið yður saman,” urraði Mark. “Til hvers var leitin gerð?” Anna kom inn rétt í þessu og sleit sam- tali þeirra. “Komið þér sælar mín elskulega!” sagði Mark með gleðibros á andlitinu. “Hér er uppá haldið yðar — verið þér nú þolinmóðar við hann; hann er, eins og vant er, með þunga byrði af ótta, og alslags vandræðum.” Tiser brosti leiðinlegu uppgerðarbrosi. Hann vissi það, að í nærveru hennar, mundi Mark ekki ausa yfir sig skömmum, eins og hann annars bjóst við. “Gott kvöld, Miss Anna. Hvað þér lítið elskulega út! Eg gat ekki að því gert — eg var eins og neyddur til að segja það.” Anna snéri sér að Mark og sagði. “Þurfið þér mín með núna, Mr. Mark? eða á eg að koma seinna í kvöld?” Hann hristi höfuðið. “Nei, nei; Tiser fer strax. Hann kom til að segja mér að lögregl- an hefði rannsakað heimilið í nótt, og sumir af vistmönnunum hefði verið teknir til farga.” Þau horfðust í augu. Ef hún hefði sýnt nokkra unðrun yfir því, hefði það verið honum mikill léttir. * “Hvers vegna?” spurði hún blátt áfram. “Það var út af einhverju sem kom fyrir, fyrir viku síðan. Það lítur út eins og ein- hverjir af vistmönnunum hafi ætlað að sitja fyrir Bradley — mjög flónskulegt tiltæki. af þeim, auðvitað —” “Réðust á hann?” spurfþ hún undir eins. Hún var rétt búin að segja — hann sagði mér ekki frá því. “Já, það er sem þeir segja,” svaraði Tiser, “en þér getið ekki trúað því sem lögreglu- mennirnir segja.” Hann hristi höfuðið af undrun, yfir því að þeir skyldu hafa látið sér koma í hug að fremja annað eins ódæðisverk. “Það lítur út eins og þetta hafi verið í annað sinn, sem ráðist hefir verið á hann. Skömmu áður var reynt að skera hann með rakhníf.” Andlit önnu lýsti viðbjóði og hryllingi. “Hversu svívirðilegt,” sagði hún. Mr. Tiser var í vandræðum með hvað hann átti að segja. “Já til allrar óhamingju — eg meina til allrar hamingju, þeir gátu ekki skorið hann í andlitið. Það var samt sem áður hræðilegt —” “Vissuð þér nokkuð um þetta?” Mark var orðinn hýítur í framan af reiði. “Nei, eg vissi ekkert um það' Mark, það get eg svarið. Sumir af piltunum voru sárir út af níu mánaða innilokun, sem þeir kendu Bradley um, veslings drengirnir.” “Vissuð þér nokkuð um það, skriðdýrið yð- ar? Var það eitt af yðar ráðagerð, veslings heilalausa druslan yðar?” Tillit frá önnu stöðvaði ofsann í Mark. “Þér vissuð hver gerði það?” sagði Anna, og talaði til Tiser. Hann skríkti vesaldarlega, og þvaðraði eitthvað um, hvaT5 væri “almanna rómur”. “Var hann meiddur?” “Gerir það, mikið til?” greip Mark fram í. “Eg vildi að þeir hefðu getað skorið hann á háls! Það hefði réttlætt tilraunina. En ræfl ar!” Rétt sem snöggvast gleymdi Mark, í bræði sinni, hinni ströngu varfærni sem hann avalt tamdi sér. “Þér eruð bjáni, Tiser; þér getið aðeins hugsað með helmingnum af þessum litla heila sem þér hafið, en þó ekl^i að gagni. Ef þér hefðuð “lýst” þá upp, og fengið þeim góðar byssur — þá mundi Bradley ekki vera framar til.” “Lýsa þá upp?” endurtók Anna, með hægð, en Mark áttaði sig brátt, og hló að því er hann sagði. “Hvað er að yður Anna, getið þér ekki tekið gamni?” “Lýsa þá upp með hverju?” sagði hún. “Auðvitað með að gefa þeim vel í staup- inu,” svaraði Mark. “Fáið yður hressingu Tiser, eg vil ekki sjá að það líði yfir yður hérna rétt við tærnar á mér.” Mr. Tiser var ekki> lengi að hugsa sig um að þiggja boðið, og kom að vörmu spori með fult stórt glas af sterku whisky. “Mig undrar að það skuli ekki vera búið að hlægja þennan mann út úr lögregluliðinu,” sagði Tiser. Það var eins og hann myndi allt í einu eftir einhverju, hann tók upp úr vasa, sem var inn- an á treyju hans, gylt veski og opnaði það. Hamn beið við þar til hann hafði drukkið úr glasinu, að sýna henni hvað í því var. Veskið var troðfullt af úrklipptxm úr dagblöðunum. “Eg held þessu vandlega saman — eg læt einhverntíma setja þessar úrklippur í ramma.” Hann leit. á eina úrklippuna og hneigði sig bjánalega, fyrir henni. Hann byrjaði að lesa nokkrar fyrirsagnir sem voru á úrklippunni. svo sem: “Sögulegur viðburður fyrir réttinum. Frægur leynilögreglumaður og kvennfangi. Ástaræfintýri í fangaklefa. Kvennfangi ber sakir á lögreglustjórann —”Meira gat hann ekki lesið, því Anna hrifsaði blöðin úr hendi hans. Hún var föl í andliti, og eldur brann úr augum hennar. “Ef yður langar til að skemmta mér, þá reynið þér að finna eitthvað annað til þess.” Hún blés af bræði, og Mark var agndofa yfir ofsa hennar. “Hvað gengur að yður, Anna?” spurði hann. Það liðu fáein augnablik áður en hún gat náð fullu valdi yfir málróm sínum. “Dettur yður í hug að gera mig eins mikinn bjána, eins og þér eruð að reyna að gera Bradley?” spurði hún. “Haldið þér að mér þyki vegsauki að —”. Hún vissi ekki hvað hún átti að kalla Tiser — “Þér berið þessar úrklippur um alt, til að ‘sýna vinum yðar, og hæðast að niðurlægingu minni, í hóp yðar svívirðilegu félaga.” (Framhald)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.