Lögberg - 12.08.1943, Side 5

Lögberg - 12.08.1943, Side 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 12. AGÚST. 1943 5 Jónas Jónsson. alþingismaður, skrifar um Bólu-Hjálmar Þessi ritgerð um Bólu-Hjálmar, er formáli að nýrri útgáfu af ljóðum hans á kostnað Menningarsjóðs. Jónas Jónsson, alþingis- maður skrifar formálann og annaðist um val ljóðanna: hefir hann gefið Lögbergi leyfi til að endurprenta formálann í blaðinu. “Þegar alþjóð einum spáir snilli mi'kils manns né sómi móti fólksins hleypidómi. Fólgin er í illspá hverri ósk um hrakför sýnu verri.” I. Mörgum ferðamanni, sem á leið norður yfir Vatnsskarð, verður á að nema staðar á einkennilegum sjónarhóli við þjóð- veginn, nokkru ofan við Víðimýri. Þaðan er einna bezt útsjón yfir allan Skagafjörð. En þetta heiðarland er sögufrægt í sam- bandi við tvö af þjóðskáldum landsins. Til annarrar handar eru rústir af þeim bæ, þar sem Klettafjallaskáldið var borið og barnfætt, en hinum megin við Víðimýrarána eru fjárhúsin frá Brekku, þar sem Bólu-Hjálmar andaðist, nálega áttræður, eftir stormasama vegferð frá Svalbarðsströnd og vestur yfir Héraðs- vötn. II. Nokkru áður en móðuharðindin hófust, seint á 18. öld, fædd- ust upp í Þingeyjarsýslu, í mikilli fátækt og umkomuleysi, foreldrar Bólu-Hjálmars, Marsibil Semingsdóttir og Jón Bene- diktsson. Ætt þeirra hefir verið rakin í marga liði til bænda- fólks og presta í Reykjadal, Aðaldal, Mývatnssveit og Bárðar- dal. Jón Benediktsson var fæddur í Fagranesi í Aðaldal 1763, en Marsibil að Hólkoti í Reykjadal 1769. Þó að þau Jón og Marsibil væru fædd og uppalin í sömu byggð og á líku reki, virðist hafa verið með þeim lítil kynning. Þau voru bláfátæk og umkomulaus, talin vel gefin, hagmælt, léttúðug lausahjú og farandfólk. Fyrstu árin eftir Skaftárgosin var hungur og hallæri í landinu. Reikaði þá fjöldi fólks um byggðir í von um að bjarg- ast undan hungurvofunni. Árið, sem Hjálmar fæddist, eru nöfn foreldra hans hvergi færð í kirkjubækur. Það fór mjög eftir málefnum, að Marsibil Semingsdóttir og Jón Benediktsson skyldu upp úr hungurraun þjóðarinnar, eignast þann son, sem hefur í ljóðum sínum túlkað þjáningar fátæktarinnar bezt af öllum íslenzkum skáldum. III. Seint um haustið 1796 kom vegmóð faTandkona að Hallandi á Svalbarðsströnd og beiddist gistingar. Um nóttina tók hún léttasótt og ól sveinbarn. Móðirin var Marsibil Semingsdóttir frá Hól'koti í Reykjadal. Hún var heimilislaus einstæðingur og gat ekki bent á framfærsluskylyrði fyrir sig né barnið. Hús- ráðendur á Hallandi töldu sig ekki geta bætt á sig forsjárlausu barni. Þau sendu þess vegna vinnukonu sína, er Margrét hét, með sveininn í poka á baki áleiðis tíl hrepþstjórans á Sval- barðsströnd. Hreppstjórinn var útvörður mannfélagsins. Honum bar skylda til að vera forsjón óvitans, sem engan átti að. Þetta voru fyrstu kynni Hjálmars við vald hreppstjóranna. Hann minntist síðar þessa fyrsta ferðalags í beizkjuþrunginni vísu um upphafið á löngum og erfiðum húsgangsferli. En haustdagurinn í lök septembermánaðar var ekki nógu langur fyrir Margréti á Hallandi til að ná alla leið til hrepp- stjórans. Hún gisti á leiðinni hjá valinkunnri ekkju, Sigríði Jónsdóttur á Dálksstöðum. Húsfreyjunni mun 'hafa þótt manns- bragð að drengnum og runnið til rifja umkomuleysi hans. Næsta morgun tilkynnti hún Margréti, að ekki þyrfti að sinni að halda lengra áfram með barnið. Það mætti alltaf koma því frá Dálksstöðum til hreppstjórans, þegar veður batnaði. En Sigríður sendi sveininn ekki lengra fram eftir húsgangsvegin- um. Hún tók hann til fósturs, valdi honum nafn og bjó að hon- um, eins og væri hann hennar —eiginn sonur. Hjálmar unni Sigríði, fóstru sinni, mest allra vandalausra manna og let dætur sínar tveim sinnum bera heiti hennar. Sigríður á Dálksstöðum átti tvö uppkomin börn, Valgerði og Jóhann, og koma þau nokkuð við þessa sögu. Jóhann kenndi Hjálmari að lesa og draga til stafs, og mátti heita, að það væri sú eina bóklega kennsla, sem drengnum var veitt frá hendi annarra. Snemma bar á því, að Hjálmar var mjög lestrarfús og gæddur góðri rímgáfu. Hann fæddist upp við rímnakveðskap og sagna- skemmtan og náði ótrúlega fljótt valdi yfir máli skáldanna, orð- gnótt þeirra og flóknum kenningum. Samgöngur voru nokkrar naeð bátum frá Svalbarðströnd vestur yfir fjörðipn. Þegar Hjálmar var sex ára, hafði hann verið nokkra stund í fóstri hjá Oddi, bónda á Dagverðareyri, góðvini Sigríðar á Dálksstöðum. Oddur vra ljóðkær og vel hagmæltur. Hann lét Hjálmar stnda við hné sér í rökkrinu á kvöldin og sýna rímleikni sína. Spáði Oddur, að Hjálmar mundi verða skáld. Þegar Oddur flutti drenginn á smá- bát austur yfir fjörðinn að Dálksstöðum, kom hrefna við kænuna. Þá kvað Hjálmar: Eitthvað heggur kaldan kjöl, kippir leið af stafni. Oddur bætti við niðurlagi vísunnar: Okkar beggja ferjufjöl flýtur í drottins nafni. Mátti af þessari litlu byrjun geta sér til, að Oddur mundi reynast sannspár um, að Hjálmar Jónsson yrði skáld. Marsibil, móðir Hjálmars, hafði fyrst um sinnjjtil kynni af syni sínum, þeim er hún ól á Hallandi. Hún hélt áfram á reik- unarbraut sinni vestur um sveitir í Skagafirði og Húnaþingi, giftist þar, en maður hennar varð úti á Öxnadalsheiði. Var hún þá í húsmennsku eða vist á ýmsum stöðum. Eftir að Hjálmar Stefán Jónnson, sagnffœOingur á HöskuldsstöOum í SkagafirOi, hefur lcyft '>nér að nota viO ritgerO þessa gagnrýni, sem. hann hefur gert viðvíkjandi þeim Þrem kviminningum, sem ritaðar hafa verið um Hjálmar. StyOst han'n þar viO frunihcimildir, sem til eru i SkagafirOi og voru fíóur ókunnar. Kann eg Stefdni ° Höskuldsstööum þakkir fyrir þessa aöstoö. kom að Bólu, skaut hann um stund skjólshúsi yfir móður sína, sem var þá orðin gömul kona. Ekki er fullvíst, hvort hún heíur látizt hjá vandalausu fólki 1 Skagafirði eða hjá bróður sínum norður á Tjörnesi. Jón Benediktsson kvæntist Valgerði, dóttur Sigríðar á Dálksstöðum, þegar Hjálmar var tvævetur. Voru þau Jón og Valgerður hin fyrstu missiri á vegum Sigríðar, en fluttu síðan vestur yfir Eyjafjörð og áttu heima á ýmsum bæjum í byggðinni norðanvert við Akureyri. Varð það úr, að Hjálmar fór, að mestu alfarinn, til Jóns og Valgerðar, skömmu eftir að hann kom frá Oddi á Dagverðareyri. Þó var hann alltaf öðru hverju hjá Sigríði á Dálksstöðum, þar til er hún lézt, en þá var Hjálmar kominn á fermingaraldur. Það var mikill skaði fyrir Hjálmar að fara frá Sigríði á Dálksstöðum til Jóns og Valgerðar. Hann hafði elskað og virt fóstru sína. Hún kunni betur en nokkur annar maður, sem Hjálmar kynntist síðar á æfinni, að búa að hans viðkvæmu og auðsærðu, en funheitu lund. Á heimili stjúpunnar varð Hjálmar ódæll og kargur. Hann byrjaði að yrkja kesknar skopvísur um ýmsa af nábúunum og jafnvel um sjálfan prestinn í sveitinni. Kom þar að lokum, að prestur lét kalla Hjálmar fyrir rétt. Átti Hjálmar þar að svara til sakar, bæði fyrir vísur sínar, en auk þess fyrir rúnaristingar og töfrastafi. Sýslumaðurinn tók vægt á Hjálmari. Að vísu var, að tilhlutun réttarins, brennt nokkuð af vísum hans og tréskurði, en að öðru l^yti varð lítið úr þessum málaferlum. Eftir þessi fyrstu átök við mannfélagið gerðist Hjálmar heimanfús úr Eyjafirði. Vorið 1820 fór hann að Silfra- stöðum í Skagafirði með eyfisrzkum bónda, er ílutti byggð sína þangað vestur. Hjálmar var eitt ár á Silfrastöðum, og á þeim tíma hafði hann hnýtt örlög sín á varanlegan hátt við Blöndu- hlíð og Skagafjörð. V. Uppsalir voru um þetta leyti næsti bær í Blönduhlíð norðan við Silfrastaði, en mitt á milli bæjanna var þá eyðibýlið Ból- staðagerði, sem nú heitir Bóla. Á Uppsölum bjó þá Guðbjörg Semingsdóttir, móðursystir Hjálmars, og bóndi hennar, Ólafur Jónsson. Þau Ólafur og Guðbjörg voru myndarhjón, bæði vel greind og dável efnum búin. Sum börn þeirra voru þá uppkomin. Tvö af þeim systkinum koma mjög við sögu Hjálmars, Guðný, sem brátt varð heitmey hans, og Ólafur “stúdent”, sem átti í ljóðastyrjöld við Hjálmar. Fóru milli þeirra beizkar skopvísur á fyrstu kynningarárum þeirra. Sú saga er sögð um Guðnýju og Hjálmar og byggð á einu af kvæðum hans, að þau frænd- systkinin hafi fyrst kynnzt í Bólstaðagerði, árið sem Hjálmar var á Silfrastöðum. Guðný sat yfir lömbum á eyðibýlinu, þegar hún sá frænda sinn í fyrsta skipti. Felldu þau þá þégar hugi saman. Vorið eftir að Hjálmar kom í Skagafjörð, fluttist hann að Uppsölum og var eitt ár á vegum tilvonandi tengdaforeldra. Frændfólkið á Uppsölum hafði nokkuð mismunandi skoðanir á mæðgum við Hjálmar. Guðný unni frænda sínum hugástum, og Guðbjörg, móðir hennar var þess mjög fýsandi, að þessi ráða- hagur tækist. Ólafur, bróðir Guðnýjar, var mjög andvígur Kjálmari, og Ólafi, bónda á Uppsölum, þótti Hjálmar lítið eftirsóknarverður tengdasonur. Til er kvæði etfir Hjálmar frá þessu tímabili, þar sem hann segir berlega, að hann mundi íúsari að vinna mikið fyrir heimilið, ef hann hefði meiri mætur á Ólafi bónda. Það gerði aðstöðu Hjálmars erfiðari, að sóknar- presturinn, séra Pétur Pétursson á Víðivöllum, var honum and- vígur um þessar mundir. Séra Pétur var skörungur mikill, auðugur maður og héraðsríkur. Synir hans voru Brynjólfur deildarforstjóri í Kaupmannahöfn, sem átti mestan þátt í útgáfu Fjölnis með Jónasi Hallgrímssyni og Tómasi Sæmundssyni, bg Pétur Pétursson, er síðar varð biskup og kom nokkuð við sögu Iijálmars skömmu fyrir andlát skáldsins. bæirnir í dalnum höfðu lagzt í eyði í móðuharðindunum. En þegar mestu hörmungar eldáranna voru afstaðnar, tóku jarðirnar í Austurdal aftur að byggjast. Nýibær hafði verið 14 ár í eyði, en stórbændur neðar í dalnum höfðu nytjað landið og haldið þar við einhverjum húsakosti. Að lokum komst Nýibær í bvggð nokkrum missirum áður en Hjálmar fluttist þangað. Hér var raunverulega um landnám að ræða. Jörðin hafði verið í eyði og síðan fótaskinn fjárríkra nábúa og að lokum bráðabirgðaheim- kynni fólks, sem hafði ekki fest þar rætur. Bústofn Hjálmars var lítill, er hann fluttist að Nýjabæ. En honum kom nú að góðu haldi margbreytt verkkunnátta og atorka. Lagfærði hann húsa- kynni sín eftir því, sem föng voru á, og jók fjáreign sína með ari hverju. Beitilönd voru góð í Austurdal, bæði vetur og sumar, og sauðfé arðsamt. Batnaði fjárhagur Hjálmars til stórra muna þau fimm ár, sem hann bjó í Nýjabæ. Allar líkur benda til, að hefði Hjálmar fengið að búa óáreittur í Austurdal, mundi hann hafa orðið þar fésæll stórbóndi, en ekki þjóðskáld. Nýjabæjar- hjónin gengu með fjöri og atorku að bústörfum, og var fífill þeirra aldrei fegurri en þá. Hjálmar lagði mikla stund á tré- skurð og hafði af því nokkra tekjubót. Vandalaust fólk var oft á heimili þeirra í Nýjabæ, en þeim fæddust engin börn, meðan þau áttu þar heima. Eftir að Hjálmar kom í Austurdal, leið ekki á löngu, áður en óvild tók að magnast milli hans og sumra nábúanna. Voru i hóp þeirra stórríkir fjárbændur og þótti þrengt að sér með byggð í Nýjabæ. Lögðu þeir óvild mikla á Hjálmar og sýndu báðum Nýjabæjarhjónunum yfirgang og ásælni. Kom þar loks að Hjálmar þóttist fullviss um, að setið væri um líf hans. Á hinn bóginn var Hjálmar frá æskuárum tamt að beita rímgáfu sinni til sóknar og varnar. Vísur hans voru markvissar og sár- beittar. Þær flugu á ósýnilegum vængjum til fjarlægra héraða. Mönnum, sem urðu fyrir vopnaburði hans, þóttu sárin groa seint og illa, eins og banvæn lyf væru borin á eggjarnar. Hjálmar gerir sér nú ferð ofan í byggðina og átti þó óvíða von vina eða hjálparmanna. Hann finnur að máli Guðbjörgu, tengdamóður sína, á Uppsölum og segir henni sín vandkvæði. Urðu þau lok þeirra móla, að Guðbjörg býður Hjálmari að koma með fólk sitt og fé að Uppsölum vorið 1829 og hafa þar aðsetur, meðan hann væri að reisa sér og sínum nýtt heimili í Bólstaða- gerði. Þegar Hjálmar flutti fólk sitt niður í byggðina, veitti einn af nágrönnum hans úr Austurdal honum eftirför, og sló í harða brýnu milli hans og Hjálmars. Oorti Hjálmar um þessi viðskipti mikið ádeilukvæði, er hann nefndi Tímarímu hina nýju. Kvæði þetta barst í afskriftum víða um land og vakti meiri athygli en málefni stóðu til. VI. Guðný og Hjálmar létu ekki á sig fá mótstöðu prests né vandamanna og giftist vorið 1822. Hjálmar var þá 26 ára gamall, en Guðný rúmlega tvítug. Hjálmari er lýst á þann veg, að hann var með hæstu mönnum, nálega sex fet á hæð, nokkuð herðabreiður og útlimalangur. Hann var höfuðstór, ennið ákaf- lega mikið, nefið allhátt, augun fremur lítil, einkennilega djúp og leiftruðu við skapbrigði, munnurinn heldur lítill, varirnar þykkar og skarð í höku. Röddin var dimm og þung. Hjálmar var manna fjölhæfastur til allra vinnubragða og nokkur íþrótta- maður framan af ævi. Hann var vanur allri framleiðsluvinnu í sveit og við sjó, enda hafði hann róið nokkrar vertíðir við Eyja- fjörð. Hann var greiður sláttumaður, kunni vel til torfristu óg veggjahleðslu, smiður góður á tré og jám, skurðhagur vel og gerði þá list að heimilisiðju. Var það tréskurðarlistin, sem nálega komið Hjálmari á kaldan klaka á unglingsárunum, er menn hugðu tréskurð hans vera töfrastafi og rúnaristur. Auk hinnar margháttuðu verklegu kunnáttu var Hjálmar listaskrifari, .þó að hann hefði litla eða enga kennslu fengið í þeirri grein, frá því að hann naut tilsagnar Jóhanns, sonar Sigríðar á Dálks- stöðum. Myndin er af Churchill skriödrekum i canadiska hernum, sem eru aö leggja á sta8 á vígvöllinn. SUMMER CLASSES THE DEMAND FOR OFFICE HELP FOR MILITAR\ AND iNdustrial OFFICES IS SO PRESSING THAT WE HAVE INTRODUCED SPECIAL SUMMER WAR EMERGENCY COURSES You may study individual subjects or groups of subjects from the following; Shorthand, Typewriting, Bookkeeping, Comptometer, Correspondence, Spelling, Arithmetic, Penmanship, Dictaphone, Elliott Fisher or Telephone Switchboard. Guðný ólafsdóttir var kona lítil vexti, en kvik og létt í hreyfingum. Hún var fríð sínum, gáfuð go skáldmælt. Hjálmar var búinn mörgum þeim gáfum, sem prýða karlmann. Guðný var gædd mörgum þeim einkennum, sem bezt fara konum. Bæði voru þau frændsystkin skapmikil og örgeðja, en kunnu þó að stilla í hóf, þegar mikið lá við. Sambúð þeirra var í einu ástrík og stormasöm. Þegar Guðný andaðist, orti Hjálmar eftir hana mörg og áhrifamikil sorgarljóð. Og eftir 30 ára aðskilnað var það ein af heitustu óskum Hjálmars, að bein hans yrðu flutt austur yfir Héraðsvötn, svo að hann mætti hvíla við hlið Guð- nýjar í Miklabæjarkirkjugarði. VII. Skömmu eftir giftinguna fluttust Hjálmar og Guðný í tvíbýli að Bakka í öxnadal. Voru þau að vonum efnalitlir frumbýl- ingar. Sama vorið byggði Ólafur, bóndi á Uppsölum, vanda- lausum manni nokkuð af jörð sinni. Er af því einsætt, að hon- um hefur ekki verið hugleikið að fá tengdasoninn sem mótbýlis- mann. Ólafur var vanur að stunda á vertíð sjóróðra á/ Suður- nesjum. Veturinn eftir brottför Hjálmars frá Uppsölum fór Ólafur enn til sjósóknar suður á land, en andaðist fyrir sunnan á útmánuðum. Guðbjörg brá þá búi um vorið, leigði alla jörðina og fluttist með börn sín til Hjálmars og Guðnýjar að Bakka. En næsta vor flyzt fjölskyldan öll aftur til Skagafjarðar. Guð- björg fór með börn sín í húsmennsku að Uppsölum, en byggði öðrum jörðina. Hjálmar og Guðný fengu til ábúðar hálfgildings eyðijörð, Nýjabæ í Austurdal. Sú jörð var innst í byggðinni, við afréttina meðfram eystri armi Héraðsvatna. Nokkrir innstu IT IS PLEASANT STUDYING IN OUR AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air-conditioned, air- cooled private Commercial College in Winnipeg. Educational Admittance Standard To our day classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For evening classes we have no educational admittance standard. You may enroll at any time in Day or Evening Classes, which will continue throughout the summer without interruption. TELEPHONE 25 843 CALL OR WRITE FOR OUR FREE 40-PAGE PROSPECTUS. SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG. '(SffiSMMí to'ívým'dii'rtw iw h«fw(i\'<(Wm'fm/í\ty

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.