Lögberg - 26.08.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311
Seven Lines
4
Co«*
4 X:f^t
<*%&#**»
Service
and
Saiisfaction
••..'Uifáaiij'.T
56 ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. ÁGÚST 1943.
NÚMER 34
Félag íslenzkra stúdenta í Berkeley
Félag íslenzkra stúdenta viS Uni-
Versity of Galifornia i Berkeley var
stofnaS í nóvember í s.l., er íslenzkir
námsmenn þar þóttust svo fjölmennir
orönir, aS þörf væri á formlegum
félgasskap til þess aS halda hópinn og
ræSá sameiginleg áhugamál. AnnaS
markmiS félagsins er aS kynna ísland
og íslendinga meSal þeirra ibúa
Vesturheims, sem hafa áhuga á ís-
lenzkum málum.
FélagiS telur nú 25 meSlimi, auk
nokkurra Vestur-íslendinga, sem eru
styrktarmeSlimir og jafnan velkomnir
gestir á fundum, og ráSgjafa félags-
ins eSa verndara, sem eru þau hjónin
séra S. O. Thorláksson og frú. HeiS-
ursfélaga hafa stúdentarnir kjöriS
prófessor Sturlu Einarsson og frú Sig-
ríSi Benónýs. Prófessor Einarsson,
sem kennir stjörnu- og siglingafræSi,
er eini íslenzki prófessorinn viS Uni-
versity of California og hefir jafnan
greitt götu íslenzku stúdentanna og
reynst þeim hinn bezti vinur. Frú
Benónýs hefir tekiS stúdentunum
mjög alúSlega og veriS þeim sem
móSir, og heimili hennar hefir ávalt
staSiS þeim opiS.
Fyrsti fundur stúdentafélagsins,
eftir stofnfundinn, var haldinn aS
heimili séra Thorláksson hinn fyrsta
desember, í minningu um sjálfstæSi
Islands. Séra Thorláksson og frú
hans hafa oft, af mikilli rausn, boSiS
öllum stúdentunum heirn til sín og léS
þeim heimili sitt til fundarhalda í fé-
laginu. SíSastliSinn vetur voru haldnir
allmargir fundir, bæSi skemtana- og
umræSufundir, ýmist heima hjá séra
Thorláksson eSa á heimilum stúdent-
anna. Rætt hefir veriS um sameigin-
leg vandamál stúdentanna og um
framtíS íslands eftir stríSiS. Fundum
lýkur aS öllum jafnaSi meS söng.
Stjórn félagsins skipa nú: Einar
Kvaran, forseti, Kristján Karlsson,
ritari, og Jóhann Hannesson, gjald-
keri.
Nemendur þeir, sem nú stunda nám
viS háskólann í’Berkeley, eru þessir:
ASalsteinn SigurSsson (History),
Bjarni' Jónsson, A. B. !Mathematics),
Einar Eyfells (Mech. Engineering),
Einar Kvaran (Mech. Engin.), Grím-
ur Tromberg (Civil Engin.), Gunnar
Eggertsson (Commerce), Kristjana
Eggertsdóttir (Modern Languages),
Haraldur Kröyer, A.B. (International
Relations), Mrs. RagnheiSur Kröyer
(Home Econ.), Hilmar Kristjánsson,
A.B. (Mfech. Engin.), Mrs. • Anna
Kristjánsson (Psychology), Ingólfur
'ASalbjarnarson, A.B. (Psychology),
'Jóhann Hannesson (F.nglish), Mrs.
IWinston Hannesson —(Philosophy),
Jón Loeve (Genetics), Kristin Hall-
dórsdóttir (Physical Education),
IKristján Karlsson (English), Ólafur
- Tltorarensen (Commerce), Ragnar
Thorarensen (Elec. Engin.), Mrs.
Constance Thorarensen, A.B. (Music)
Sveinn Ólafsson (Aeronaut. Engin.),
Wórarinn Reykdal (Marine Engin.),
(
Mrs. Iöunn Reykdal, A.B. (Phar-
macy), Thor Ó. Thors (Commerce).
Allir hyggja stúdentarnir aö hverfa
heim aftur til Islands, jafnskjótt og
námi þeirra er lokiö, en það er ósk
þeirra, að fleiri megi í fótspor þeirra
feta og halda við Félagi íslenzkra
stúdenta i Berkeley.
Myndin hér aö ofan er af flestum
íslenzku stúdentunum, er nú stunda
nám viö University of California,
Berkeley, og er tekin, þegar þeir héldu
einn af fundum sínutn heima hjá Rev.
Thorláksson og konu hans, og snæddu
meö þeim hjónum kvöldverð.
Berkeley, 10. ágúst, 1943.
Haraldur Kr'óyer.
Ökominn fram eftir
loftárás yfir Þýzkalandi
VERKAMANNASTJÓRNIN
ÁSTRALÍU VINNUR
FRÆGAN KOSNINGASIGUR.
Við nýafstaðnar sambands-
kosningar í Ástralíu, vann verka
mannastjórnin undir forustu
John Curtins forsætisráðherra,
frægan kosningasigur. I neðri
málstofunni eru 75 þingsæti, og
þótt úrslit séu enn eigi að fullu
kunn, má víst telja, að stjórnin
hafi um 50 þingsæti í þeirri
deild. Kosningar fóru fram í 19
kjördæmum til efri deildar og
vann stjórnin í þeim öllum.
Um þær mundir sem þing
var rofið, naut stjórnin smá-
vægilegs meiri hluta með til-
styrk þriggja utanflokka þing-
manna.
Allir ráðherrarnir náðu endur
kosningu með miklu afli
kvæða.
Ferst í flugslysi
Serg. Johann Aubrey Benson.
ÁHUGI FYRIR TUNGUMÁLA SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
NÁMI VAXANDI.
Ýms félög hafa farið fram á
NÁ HALDI Á KISKA.
Um síðustu helgi gerðust þeir
vera að vakna fyrir námi rúss-
neskrar tungu. Er álitið að sam-
band Canada við Suður-Ameríku
ríkin og Rússland muni verða
■nánara í framtíðinni og muni
því hagkvæmt að kunna þessi
tungumál.
385 CANADAMENN FÉLLU
Á SIKILEY.
í baráttunni um Sikiley var
Þessi látni piltur, Johann' manntjónið í liði Canadamanna
Aubrey Benson, var 23 ára að1 sem hár segir;
það við skolarað borgarmnar að atburðir) að herir Bandaríkjanna
spanska verði tekin upp a nams Lg Canada náðu fullu haldi á
skrá skólanna. Áhugi virðist og Kiska> gem verið hefir um all.
aldri, er dauða hans bar að. er
æfingaflugvél fórst nálægt St.
(Gabriel de Brandon í Quebec
3 þann 11. þ. m.
EOLIE EYJARNAR TEKNAR.
Þessar sjö smáeyjar eru um
langt skeið megin bækistöð
Japana á Aleutian eyjunum;
höfðu Japanir sætt þar þrálátum
sprengjuárásum úr lofti,- auk
stórskotahríða af sjó.
Eftir landgöngu hinna sam-
einuðu herja á Kiska, kom það
í ljós, að Japanir höfðu numið
alt setulið sitt á brott.
EIN SPRENGJUÁRÁSIN ENN.
Á aðfaranótt síðastliðins þriðju
Fallnir: 25 liðsforingjar, 360 f
óbreyttir liðsmenn. Særðir: 100 j dags, gerðu Bretar og Car ada-
liðsforingjar, 1100 Óbreyttir liðs menn gífurlega loftárás á Belín,
menn. Týndir: 10 liðsforingjar, ,og vörpuðu yfir þessa miklu
Jóhann heitinn var fæddur og'300 óbreyttir liðsmenn Alls b°rg eitthvað um 2.000 smálest-
menn. Listar yfir nöfn'um af sprengjum. Gizkað er á,
manna birtasL í dag-1 *ð um 500 sprengjuflugvéLar
uppalinn í Selkirk, sonur þeirra
Mr. og Mrs. Johann Benson,
180 Enfield Crescent, Norwood,
38 mílur norður af Sikiley. hann innritaðist í flugherinn í
Bandaríkja sjóher náði þeim á^maímánuði 1941 og hækkaði
sitt vald síðastliðna viku. brátt í tign unz hann var skip-
aður Sergeant; hann var maður
prýðisvel gefinn og skáldmælt-
ur vel á enska tungu; auk for-
eldra sinna, lætur Jóhann eftir
sig bróður, Stefán, sem nú er
við æfingar í þjónustu flug-
hersins, ásamt tveimur systrum
Marjorie og Muriel í foreldra-
húsum.
Kveðjuathöfn þessa unga
manns fór fram í lútersku kirkj-
unni í Selkirk. þann 20. þ. m.
Kveðjumál fluttu séra Sigurð-
ur Ólafsson, Rev. D. Evans frá
Norwood og Rev. B. M. Thack-
ery. Jarðsett var í Brookside
grafreit, Winnipeg.
Serg. Baldur Thorhall Lifman.
Rétt fyrir síðustu helgi, barst
þeim Mr.-og Mrs. B. J. Lifman
í Árborg, símskeyti frá hernað-
arvöldunum þess efnis, að sonur
þeirra Baldur Thorhall Lifman,
væri ókominn fram úr loftárás
yfir Þýzkalandi þann 18. þ. m.
Baldur varð 22. ára þann 9.
yfirstandandi mánaðar; hann
innritaðist í flugherinn í des.
1941 og fór til Englnds ári síð-
ar. Áður en Baldur gekk í her-
þjónustu, stundaði hann vezl-
unarstörf í Árborg; hann er
maður fríður sýnum og hvers
manns hugljúfi. Er þess að
vænta, að hann sé enn heill á
húfi, því allmargir koma í leit-
irnar af þeim, sem týnst hafa
um stundarsaikir í herþjónustu.
FYLKISÞINGMAÐUR
LÁTINN.
Síðastliðinn mánudag lézt eftir
stutta legu á sjúkrahúsi í
Portage la Prairie, W. R. Sex-
smith, þingmaður Portage kjör-
dæmisins í fylkisþinginu í Man.,
58 ára að aldri; hann þótti hinn
nýtasti lögfræðingur og naut
almennra vinsælda. Mr. Sex-
smith lét sér jafnan næsta ant
um íþróttamál, og þótti í hví-
vetna hinn félagslyndasti mað-
ur; hann fylgdi íhaldsflokknum
að málum.
QUEBEC-RÁÐSTEFNAN.
Líklegt þykir, að Quebec-ráð-
stefnunni sé nú í þann veginn
að verða lokið; um ákvarðanir
þær, sem teknar hafa verið við
víkjandi stríðssókninni, er enn
fátt vitað, þó víst sé, að sóknin
gegn Japönum hafi engu síður
verið tekin til rækilegrar yfir-
vegunar, en Norðurálfu styrj-
öldin.
Auk þeirra Roosevelts forseta,
Mr. Churchill og Mr. Kings,
komu til ráðstefnunnar um helg
ina þrír ráðherrar Bandaríkj-
anna, þeir Cordell Hull, Stim-
son og Knox. Þeir Mr. Eden
og Mr. Brendan Bracken, voru
einnig til taks, jafnframt því . , ,
sem utanríkisnáðherra Kínverja lOltSirÁS
Dr. Soong og Mr. Harry Hop-
kins, einkaráðunautur Roose-
velts forseta, tóku virkan þátt
í störfum ráðstefnunnar.
Ákveðið var að Mr. Roosevelt
forseti heimsækti Ottawa í gær,
og flytti þar útvarpsræðu.
ENDURSKÍRÐUR
STJÓRNMÁLAFLOKKUR.
Eins og vitað er, var Kommún
istaflokkurinn í Canada skömmu
eftir að núverandi styrjöld hófst
leystur upp að lögum. Nú hefir
flokkurinn verið vakinn til lífs
á ný, en gengur fyrst um sinn
undir nýju nafni og kallar sig
Labor-Progressive flokk. Á nýaf-
stöðu flokksþingi, var Tim Buck
kjörinn að leiðtoga; á þingi þessu
kom það til tals, að leita sam-
vinnu við C.C.F. flokkinn- en
jafnskjótt og slíkt varð heyr-
inkunnugt, lýsti foringi C.C.F.
í Ontario yfir því, að slík sam-
vinna kæmi ekki til mála, með
því að hér væri einungis um
gamla Kommúnistaflokkinn að
ræða endurskírðan.
♦ ♦ ♦
ÁLITLEGUR SKILDINGUR.
Að því er aðstoðar utanríkis-
ráðherra, E. H. Colman segist
frá, kostar Churchill—Roosvelt
fundurinn, sem yfir stendur i
Chateau Frontenac í Quebec,
fjárhirzlu canadisku þjóðarinn-
ar um $8.000 á dag; þetta fræga
og mikla gistihús tók sambands
stjórn á leigu meðan fundurinn
stæði yfir; fæði og húsnæði
kostar daglega frá ellefu til
tólf dali á mann. Sendifulltrúar
Bretlands og Canada, sem fund
þenna sitja, eru samtals eitt-
hvað um fjögur hundruð og
sextíu, en af hálfu Canada taka
þátt í ráðstefnunni áttatíu og
sex manns.
Ökominn fram úr
1.895
þe^sara Wt*
blöðunum hafi tekið þátt í atrennu þessari
♦ ♦ ♦ !af hálfu hinna sameinuðu þjóða;
RÚSSAR HALDA ÁFRAM !af þeim fárust 58 að því er
SIGURFÖR. hernaðarvöldunum brezku segist
Seinnipart vikunnar sem leið,
náðu Rússar á vald, sitt stál-
iðnaðarborginni miklu Kharkov
í Úkraníu; þetta var um eitt
sljeið fjórða stærsta borg Rúss-
lands og taldi um 830 þúsundir
íbúa; nú liggur hún að miklu
leyti í rústum. Þýzku áróðurs-
völdin staðhæfa að Þjóðverjar
hefðu að yfirlögðu ráði kvatt
allan sinn her burt úr borg-
inni nokkru áður en hersveitir
Rússar komu til borgarinnar;
þessu þverneita Rússar, og telja
Þjóðverja með falli Kharkov,
hafa beðið sinn átakanlegasta
ósigur í vopnaviðskiptum síðan
þeir hófu innrásina á Rússland.
RÓSTURSAMT í DANMÖRKU.
Símað er frá Stokkhólmi á
miðvikudaginn, að mótspyrnan
í Danmörku gegn hernámsvöld-
unum þýzku, færist svo daglega
í aukana, að líkur séu tii, að
Þjóðverjar muni þá og þegar
svipta dönsku þjóðina öllu frelsi,
og setja landið að öllu leyti
undir þýzka herstjórn; hergagna
birgðir Þjóðverja í Kaupmanna
höfn hafa sætt áföllum, og ný-
lega var þar stórhýsi eitt er
þýzkir herforingjar höfðu um-
ráð yfir sprengt í loft upp.
Serg. Júlíus Björn Johnson.
Maður sá, sem hér um getur,
Serg. Júlíus Björn Johnson, 24
ára að aldri, er sonur þeirra
Mr. og Mrs. J. B. Johnson að
Birkinesi, norðan við Gimli.
Bjössi, eins og vinir hans al-
mennt kalla hann, gekk í flug-
herinn 1940, og fór ári síðar
austur um haf. Síðustu dagana
í júní tilkynntu hernaðarvöldin
foreldrum Bjössa símleiðis, að
hann væri ókominn fram úr
loftárás yfir meginlandið þann
25. s. m.
Áður en Bjössi bauð sig fram
til herþjónustu, vann hann ým-
ist í námum og við fiskiveiðar,
og þótti með fágætum fylginn
sér; hann er mannkostamaður
mikill, og á fjölmennan hóp
trúnaðarvina; er þess að vona,
að heilladísir leiði hann aftur
heilann heim, því enn er eigi
öll von úti.
FLÝJA FRÁ BERLÍN.
Berlínarbúar óttast að borg
þeirra verði fyrir sömu útreið
og Hamborg og þúsundir fjöl-
skyldna hafa flúið úr borginni.
Heyrst hefir að stjórnin hafi
flutst þaðan með allar sínar
skrifstofur en ekki hefur þessi
fregn verið staðfest.
Winnipeg
Eftir M. Markússon.
Björt á breiðum sléttum
böðuð morgun sól,
þar sem bjarkir breiða
blóm við dögg og skjól,
þar sem háar hallir
horfa yfir torg,
frjáls á sterkum stofni
stendur friðsæl borg.
Þættir ýmsra þjóða
þitt við fóstur skaut,
tengjast bróður böndum
bægja hverri þraut,
vorsins þroska veldi
Vermir samfélag,
sem í ljósi lyftir
landsins auðnu hag.
Fljóð og frónskir drengir
finna hjá þér skjól,
hér er móður málsins
merki reyst við sól.
Menning, mál og saga
merkja samfélag
sem í ljósi lyftir •
landsins auðnu hag.
Lít eg leið til baka
löngu .gengin spor,
þegar fyrst eg fann þinn
farm, með sól og vor.
Tíminn hefur hækkað
hug þinn verk og ráð,
framsókn, fjör og þróttur
fögru marki náð.
Borgin bernsku fríða
bjarta vonar skjól,
reystu manndóms merki
móti dagsins sól,
Drottinn lands og lýða
lyfti þínum hag,
mannúð, ment og friður
merki hvern þinn dag.