Lögberg - 30.09.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 30.09.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 30. SEPTEMBER 1943. íslenzka þjóðin á vegamótum Það má víst segja um flestar þjóðir nú, að þær standi á vega- mótum. Hin ægilega styrjöld og það umrót og öldukast sem hún hefir vakið í lífi flestra þjóða veldur því, en auk þess, að vera varpað inn í öldukast stríðsins og afleiðinga þess, þá er íslenzka þjóðin að því komin að stíga þau alvarlegustu spor sem hún hefir nokkurn tíma stigið — að segja skilið við sambandsþjóð sína Danmörku og mynda lýðveldi á íslandi í annað sinn, og svo er langt komið þessu þýðingarmikla máli á ættjörð vorri að ákveðið hefir verið að greiða skuli þjóðar kvæði um stjórnarskrá hins nýja lýðveldis 17. júní 1944. Á vorþinginu 1942 var nefnd manna kosin til þess, að semja stjórnarskrá fyrir lýðveldið nýja og hefir nefnd sú nú lokið starfa sínum fyrir nokkru og stjórnar- skráin, eða máski væri réttara að segja, stjórnarskrárfrumvarp- ið verið opinberlega birt. Ekki kemur mér til hugar að gjöra alt þe’tta frumvarp að um- talsefni, því það er langt mál og yfirgripsmikið, en á eitt eða tvö atriði get ég ekki stilt mig um að minnast. Fyrsta greinin í fyrsta kaflan- um hljóðar þannig: “ísland er lýðveldi með þing- bundinni stjórn.” í Hverjum mundi detta í hug að sitja nokkuð út á slíka setningu? Orðið lýðveldi, er heillandi og aðlaðandi og annað orð sem er bein afleiðing af því, orðið lýð- ræði ekki síður. Lýðræði er yfir- gripsmikið orð, og hugtak það sem það táknar vængjað. Það nær ekki ’aðeins til stjórnarfyrir- komulags þess, sem þektast er og vanalegast undir lýðræðisfyrir- komulaginu. Það eru aðeins hinar 'ytri’ umbúðir. Lífskjarni þess felst í vakandi og vaxandi skyldu rækni hvers einstaklings innan þjóðfélagsins, til þjóðfélagsheiid arinnar. Viljaþreki einstakling- anna til þess að ryðja úr vegi öllum tálmunum sem á leið þeirra er að því takmarki, kunna að vera, og láta strauma þá, sem lýðræðisvaldið vekur í hjarta hvers óspilts manns, leika uiti sig og lauga, sjálfum sér til auk- ins þroska og þjóð sinni til sam- eiginlegrar sóknar, fegurri hug- sjóna og víðsýnna viðhorfs. Alt þetta og meira, felur lýðræðis- hugtakið í sér, það er að segja, ef þroska vald þess fær að ná óheft, eða óhindrað, til einstakl- inga þjóðarinnar. íslendingar sem um þessi mál eru nú sérstaklega að hugsa, hafa á sér orð og álit á meðal út- lendra þjóða, fyrir mannvit, frelsisþrá, og listræni í athugun og orði og var því fylsta ástæða til þess að ætla, að stjórnarskipu- lag það sem þeir eru að leggja grundvöllinn að mundi verða í samræmi við það álit, mundi verða í samræmi við frelsisþrá þeirra, og í samræmi við æðstu hugsjónir lýðræðis hugtaksins. En hvað skeður? Þriðja greinin í öðrum kafla lýðveldisfrumvarpsins, hljóðar svo: “Sameinað Alþingi kýs forseat lýðveldisins”. Með þessu ákvæði er lýðræðis- hugsjóninni misboðið. Einstakl- ingar þjóðarinnar sviftir rétti sín um til þess að velja og kjósa æðsta valdsmann þjóðarinnar — gjörðir ómyndugir. En valdið fengið í hendur pólitískum stjórn málaflokkum á Alþingi. Það, að svifta þjóðina réttin- um til að kjósa forsetann, þó það sé furðuleg dyrfska, er máske ekki það athugaverðasta í þessu sambandi, það sem verra er, er að forsetanum, sem líklegur er til þess að vera með hæfustu og áhrifamestu mönnum þjóðarinn- ar er með þessu fyrirkomulagi varnað að hafa áhrif á menn og málefni þjóðarinnar á opinberum mannfundum og þjóðin verður því að fara á mis við þann þroska sem slíkur maður gæti veitt henni á þann hátt. Forsetinn verður að gjöra sér að góðu að kúra í kyrrð, í skjóli valds mesta stjórnmálaflokks landsins. Eg sé að fyrirmyndin fyrir þessu, að mínu áliti mjög svo óaðgengilega ákvæði í stjórnar- skrár frumvarpinu er sótt til Frakklands, því þar er samhljóða ákvæði með forseta kosninguna í’gildi. Það ákvæði er aðeins 68 ára gamalt í þeirri mynd sem það er nú og fæddist með hörm- ung og einu meirihluta atkvæði, og ávextir þess vægast sagt mjög svo vafasamir. Þegar þetta ákvæði um forseta kosninguna á Frakklandi náði gildi í janúar 1875, logaði alt í ósamlyndi og þólitískum flokka- drætti og það hefir haldið áfram að loga. Ein stjórnin hefir tekið við af annari og ekki getað reist rönd við flokka farganinu og eig- in hags ákafanum, en forsetinn hefir setið í skjóli þingvaldsins og horft á leikinn. En aldrei hefir pólitiska eymdarástandið á Frakk landi, komið eins berlega fram síðan að þetta umrædda ákvæði var að lögum gjört eins og nú í þessu yfirstandandi stríði, eða réttara sagt í byrjun á yfirstand- andi stríði. Mynd sú sem þá blasir við sjónum manna af innbyrðis ástandi þjóðarinnar er í fylsta máta hryggileg, og síst til fyrir- myndar. Óeining ríkir á öllum starfsviðum þjóðarinnar. Stjórn og þing er sundrað og vill í sína áttina hvert. Cagoulard flokkur- inn vex og eflist, og boðar beina uppreisn gegn skyldu og þegn- hollustu og gengur þessi óhæfa svo langt, að fjöldi manna er tekinn fastur, fyrir siðasakir og hneptur í fangelsi — þó ekki æðstu embættismenn þjóðarinn ar sem sumir voru orðnir flægt- ir í því neti. En engum af þeim sem teknir voru var þó hegnt. Verkamannaleiðtogarnir vildu engan þátt taka í stríðshættunni sökum ótta við að missa það sem unnist hafði verkalýðnum til réttarbóta. Yfir hershöfðingi Frakka Gamelin biður um leyfi til þess að mega breyta skipu- að leitast við að koma í veg fyr- ir að vélráð Cagoulardanna næðu fram ai^ ganga og að þjóðin franska yrði með öllu svift sjálf- stæði sínu og frelsi. Þegar stríðið skall á, var ekki um neina ein- ing, eða samkomulag að ræða. Liðsútboðið var fálm, um sér- þekking manna var ekkert skeitt. Eldri menn voru teknir í herinn samkvæmt gömlum vana, en yngri og þróttmestu mennirnir gengu í tugum þúsunda um göt- ur borganna. Þegar her Frakka mætti óvinunum og sóttu fram t. d. við Maselle ána sat mestur vopnaforði þeirra, og þar á með- al hinir nýju bryndrekar, sem svo miklar sögur fóru af og voru víst þeir fullkomnustu sem þá voru þekktir, inn í miðju landi og komst aldrei til vígstöðvanna og til þess að kóróna alt niðurlæging ar ástand þjóðarinnar, þegar að hún gaf sig og frelsi sitt í hendur óvinanna, þá var Reynaud er fara vildi með sjóflota þjóðarinnar til Afríku, og halda þar uppi vörn gegn yfirgangi og illmensku fjandmannanna, neyddur til þess að láta af því áformi og leggja niður völd. Upp á alla J?essa eymd og vandræði verður forseti Frakklands að horfa og getur ekki að gjört sökum þess, að hann er háður þingræðis, en ekki þjóðræðis valdi.. Getur það komið til nokkra mála að afkomendur feðranna frægu, og frjálsræðishetjanna góðu; leggi slíkann kross á herð- ar æðsta valdsmanni sínum — lýðveldisforsetanum? Lýðræðishugsjónin krefst þess að engar hömlur séu lagðar á milli forseta valdsins og þjóðar- heildarinnar. Þjóðin í heild á að bera ábyrgð á vali hans og kosn- ingu og sambandið á milli hans og þjóðarinnar þarf að vera sem nánast svo þjóðin geti notið hindrunarlaust, menningar þroska þess; sem slíkur maður getur veitt, með vald hennar á bak við sig. Eg á ekki von á að lýðveldis forseti íslands mundi reyna að misbjóða því valdi. Ef hann gjörði það, ef hann misbyði Tög- um landsins, þá tækju verndar- ar langanna í taumana. Ef hann fremdi glæpi þá gerði dómsvald- ið það. Ef hann misbyði virðingu embættisins, eða velsæmismeð- vitund þjóðaripnar þá tæki al- menningsálitið í taumana, og kjósendurnir vikju honum frá embætti að kjörtímabili hans loknu, en á slíku er naumast mikil hætta. Lýðveldið stóra og volduga, Bandaríkin í Norður- Ameríku hefir fylgt slíku fyrir- komulagi í 156 ár og á öllum þeim tíma, hefir enginn af for- setum þeirra gjörst sekur við lög, eða velsæmi. Einn þeirra aðeins kallaður fyrir þingrétt, þar sem hann var síknaður, en ómælanleg eru þau áhrif til menningarþroska Bandaríkja- þjóðarinnar, er þeir hafa haft fyrir það að geta flutt henni hugnaðarmál sín óhindraðir og óheftir, en það geta engir menn til lengdar, hvorki á íslandi né í nokkru öðru landi, sem eiga stöðu sína undir velþóknun stjórn málaflokka. J. J. Bíldfell. íslenzka landnámið vestanhafs islendingadagurinn í Blaine, 25. iúlí J43 Það hefir verið að því fundið að ekki hafi verið skrifað neitt um íslendingadaginn í Blaine. Þetta er nú, að sönnu, ekki alveg rétt, því Kristján Eiríksson, frá Campbell River gat um hann mjög vinsamlega í fréttabréfi til íslenzku vikublaðanna. Þess er þá fyrst að geta, þeim til fróðleiks og athugunar, sem ekki eru kunnugir hér, að feg- stað getur ekki á Guðs urri grænni jörð en lystigarðinn á landamærunum, með friðarbog- ann fræga. Þá var og veðrið hið ákjósanlegasta, eins og nefndin hafði lofað. Þessa er getið þeim til viðvörunar, sem kynnu að efast um orðheldni nefndarinn- ar í þessum eða öðrum efnum. Meðal annars hafði nefndin lof- að að sjá Canadamönnum fyrir flutningi frá Cloverdale til Blaine og til baka, en það eru 8 mílur hvora leið. Við þejta varð að fullu staðið, því nefndin vildi alt til vinna að fá frændurna frá Canada í hópinn, þó hernað- arráðstafanir beggja landa gerðp það örðugra en undir venjuleg- um skilyrðum. Þetta marg borg- aði sig, því landarnir fjölmentu að norðan, svo hópurinn varð fjölmennari en vonir stóðu til. lagningu hersins, en fær ekkert Telst mönnum svo til að 6—700 svar í fleiri mánuði og tillögur ■hans um ýmsar varúðar fram kvæmdir virtar að vettugi svo sem um víggirðingar á landa mærum Frakklands og Belgíu. Áróður illvígur og ákveðinn er hafinn gegn Bretum, sem voru CAMADA CALLIHG! I serv« Canada bv releasinq a man for more Aetive Duty Because Action is necessarv í’m serving Canada AGAIH Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli manns hafi sótt hátíðina. Tals- verður hópur kom frá Seattle þó það sé meir en 100 mílna ferð. Þökk sé þeim fyrir það. Kiristján kom frá Campbell River, ein- hverjir frá Sask., séra Sigurður Ólafsson og frú hans, frá Selkirk og jafnvel frú Guðrún Johnson frá Odda í Nýja-íslandi og ein- hverjir fleiri úr því fjæga land- námi Vestur-íslendinga. Skildist mér á þessu fólki að því findist það vel þess virði að leggja land undir fót að austan, þó leiðin sé löng, til að finna vini og vandamenn hér vestra og sjá fegurð fjalla, fjarða og strandar — að ógleymdri ágætis íslenzkri samkomu í Peac^ Arch Park. Þeir sem eg átti tal við luku upp einum munni um það að Skemtiskráin hefði verið góð og maturinn hjá kvenfólkinu sæt- ur sem hunang. Aðalræðuna flutti séra A. E. Kristjánsson, nefndi hann erindi sitt “Við vesturgluggann”. Brá hann upp mynd af íslenzkri móð- ur (táknmynd ættjarðarinnar). Horfði hún út um vesturglugg- ann til barnanna handan við hafið. Endaði ræðumaður mál sitt með því að hvetja alla Vest- ur Islendinga til þess að haga svo orðum sínum og gjörðum að móðurinni við vesturgluggann yrði til stolts og gleði, en aldrei til óvirðu eða angurs. Séra Sig- urður Ólafsson flutti snjalt erindi um menningarskerf alþýðu- manna. Mintist hann ýmsra al- þýðumanna, einkum vestan hafs, sem hefðu lagt ómetanlegan skerf til íslenzkra bókmenta og annara menningarmála. Hinn besti rómur var gjörður að ræðu hans. Aðrir gestir dagsins voru: Mr. M. Lindfors, ritstjóri Svensks blaðs í Vancouver og frú Ingi- björg Ólafsson, kona séra Sig- urðar, sem bæði ávörpuðu sam- komugestina nokkrum vinsam- legum og vel völdum orðum. Hon. Knute Hill, sambandsþing- maður, hafði lofað að vera við- staddur, en gat ekki komið sök- um óvæntra anna, sendi hann samkomunni afsökun sína og bréflega blessun yfir söfnuðinn. Islenzk lög voru sungin unair stjórn tónskáldsins okkar góða, H. S. Helgasonar. Einsqfigva sungu Mrs. Ninna Stevens frá Tacoma og Mr. Jul. Samuelsson frá Bellingham. Var söngnum .öllum tekið með mesta fögnuði, enda var hann vil af hendi leyst- ur. Kvæði fluttu skáldin Jakob- ína Johnson, Jónas Pálson og Þórður Kr. Kristjánsson. Er eitt þessara kvæða þegar komið út í íslenzku blöðunum, kvæði Jón- asar Pálsonar sendi eg með þess- um línum og vonast til að kvæði Jakobínu komi bráðlega. Má á þessum kvæðum sjá að við strandarbúar verðum tæplega kveðnir í kútinn af öðrum bygð- um Vestur-íslendinga. Samkom- unni stjórnaði forseti nefndarinn ar, Mr. Andrew Daníelsson með sinni alkunnu röggsemi. Var hann í sérlega góðu skapi þennan dag, enda ljómaði gleðin um láð og lög en einkum á and- litum landanna, sem hér höfðu haft yndislega dagstund saman. A. E. K. Borgið Lögberg! Úr útvarpsfyrirlestri Valdimars Björnssonar 1 ameríska útvarpinu seinni- partinn í gær hafði Hjörvarður Árnason viðtal við Valdimar Björnsson um Vestur-íslendinga. Fyrst mintist Hjörvarður á bernskuminningar sínar meðal landa í Winnipeg. En síðan sneru þeir talinu að fólksflutningum íslendinga vestur um haf á öld- inni sem leið. Gerði Valdimar stuttiega grein fyrir því, hvar íslendingar hefðu aðallega sest að vestra. Sagði frá fyrsta vesturfarahópnum er fór alla leið vestur í Mormóna- fylkið Utah 1857. Það var fólk, er tekið hafði Mormónatrú, hátt í hundrað manns alls, og eru margir afkomendur þeirra vest- urfara enn á þeim sömu slóðum. Þá skýrði Valdimar frá inn- flutningi íslendinga til Banda- ríkjanna 1870 og næstu ár á eft- ir. Fyrsta íslendingabygðin í Bandaríkjunum kom til sögunn- ar í Wisconsin 1870, er Islending- ar settust að í eyju í Miekigaa- vatni og stunduðu þar fiskiveið- ar. Eru þar enn margir afkom- endur þessara vesturfara. Marg- ir í þeim hóp voru frá Eyrar- bakka. En árið 1875 slógust nokkrir íslenzkir vesturfarar í hóp með Norðmönnum er fóru frá Wis- consin og héldu til Minnesota. Var Gunnlaugur Pétursson frá Hákonarstöðum á Jökuldal for- ingi íslendinga þessara. En byrjun á íslensku landnámi í Canada var í Nova Scotia. Þar settust nokkrir íslendindingar að skömmu eftir 1870. En flutningar íslendinga til Canada byrjuðu fyrst fyrir alvöru árið 1875. Það ár komu margir íslendingar til Winnipeg, en aðrir tóku sér land í Nýja Islandi við Winnipegvatn. Þá var Dufferin lávarður lands- stjóri í Canada. Hann var kunn- ugur Islendingum eftir að hann kom hingað 1856 og skrifaði hina víðfrægu ferðabók sína. íslenzku landnemarnir fengu réttindi, sem voru einsdæmi í nýlendusögunni, fengu sjálfstjórn settu upp sveitarstjórn eftir ís- lenzkri fyrirmynd, nefndu bæi sína íslenzkum nöfnum og héldu yfirleitt íslenzkum venjum við eftir því, sem hinar nýju kring- umstæður leyfðu. En landnemanna biðu miklir erfiðleikar, er bólusóttin geisaði. Úr þeirri pest dó fjöldi manns og kom los á marga,, svo þeir leituðu til annara staða. Stofn- uðu þeir þá nýlendu í Argyle nálægt Glenboro og Baldur hundrað mílum fyrir vestan Winnipeg, og aðra í Norður- Dakota stærstu íslendingabygð í Bandaríkjunum. Aðrar íslenzkar nýlendur voru stofnaðar í Seattle og Belling- ham laust eftir 1890 og allstór nýlenda 1 Saskatchewan 350 míl- ur vestar en Winnipeg var stofn- uð nokkrum árum áður. Þa, eru eiginlega tvær nýlendur í Sask., önnur við Wynyard og hin við Churchbridge, hin fyrnefnda kölluð Vatnabygðin en hin Þing- vallabygðin. íslendingar úr þessum bygð- um og fleirum hafa síðan safn- ast saman í ýmsum stórborgum, og er hópurinn einna stærstur í Seattle, 400 í Chicago, 200 í Los Angeles og álíka í San Francisco og San Diego. Síðan talaði Valdimar um það, hvernig Islendingar hafa komist af vestan hafs og í hvaða áliti þeir eru, mintist á helstu menn meðal Islendinga vestra og vék síðan að því að þakka fyrir hönd Vestur-Islendinga, sem nú eru hér staddir, en þeir eru um 20, fyrir þann hlýhug og þá vilvild og gestrisni, er þeir hafa mætt hvarvetna hér á landi. Mbl. 14. júli Islenzka þjóðin Fluíl á íslendingadaginn í Blaine 25. júlí, 1943. Veðurbarin kalsa og klaka þjóð, kólgu nepja lék þér oft um vanga. 1 hríðar byljum mistirðu ekki móð, né möglaðir, þó torveld reyndist ganga: Þín gæfa var, að stefna hátt, og hærra, og hyggindin að breyta litlu í stærra. Þú kaust þér land, sem átti ekkert brauð, og illa fallið til að safna auði. Þér skildist að sú þjóð er dæmd og dauð, sem dáir að lifa á einu saman brauði. Þú vildir fremur hafa ÖGN af anda, en upp í mitti í gulli þurfa að standa. Því meltingunni gerði naumast gott ef gullið væri haft í alla mata. Þ ó læknar kúnni alskyns iðra þvott, er aldr.ei víst um fullan heilsu bata, því gullið, sem er goðið allra manna er gróft í maga, og óþjálft milli tanna. Eg hef nú lent í árans útúr dúr frá efninu, og snúa verð til baka. En oft er holt, að skreppa í skemti túV, og skygnast um, á meðan treinist vaka; En hér er efnið, áður sem var byrjað, þó ekki verði betur sagt, né kyrjað: Þú lentir félaus, landið bauð þér inn og lýsti þér með sól, um miðjar nætur, það lét þig heyra fræga flokkinn sinn, er flaug og söng, og árla reis á fætur, þá brauzt þú fram, og brýndir þor og máttinn að byrja alslaus fyrsta landnáms þáttinn. En með þér hafði sundrung læðst í land og laumaðist, að vanda eld að kveikja. Það tókst að koma öllu í bál og brand, og bjaígráðin að hindra, stemma og veikja, en Sundrung gamla sat, og virtist hreykin, er sá hún aukast logana og reykinn. Já, þá var myrkt á íslands glæstu grund, því grimdin hafði völd, og ekkert sparðí. Það entist líka meira en stutta stund, mörg stórhundruð af árum dimman varði. En nú er risin sól, og sæla fundin, sviði úr hjarta, og gróin dýpsta undin. Jónas Pálsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.