Lögberg - 21.10.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.10.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1943. Mannalát í Nýja íslandi Fourth of a Series of Advertisements Explaining the Reasons for Beer Rationing HOARDING ULTIMATELY HURTS YOURSELF! E ACH and every hotel in Manitoba is rationed on a monthly basis, and is receiving 90% of the beer sold through the hotel during the corresponding month of the year ending October 31st, 1942. When purchasing, buy only what you need at the time, and don’t buy for the future—this will make available some beer for all who want it. DREWRYS LIMITED MD 107 Kynslóðir koma, kynslóðir fara, allar sömu æfigöng.” Einn og einn hverfa þeir af sjónarsviði mannlífsins landnem arnir gömlu, sem lögðu traustan grundvöll undir framþróun hins ný-íslenzka mannfélags. Vér sökn um þeirra og minnumst með þakklæti fyrir vel unnið starf, — og uppskerum þar sem þeir hafa sáð. Hér fylgja æfisögubrot nokk- urra þessara landnema, og ann- ara er síðar komu til Nýja ís- lands, sem hafa á yfirstandandi ári siglt burt frá ströndum tíma og rúms til landnámsins hinzta fyrir handan dauðans haf. Sigríður Metúsalemsdóttir. Dó 20. des. s. 1. í Mikley, var fædd 6. febr. 1853 á Klvppstað í Loðmundarfirði í Norður Múla- sýslu. Foreldrar hennar voru Metúsalem Guttormsson og Guð rún Sigfúsdóttir, hjón sem lengst af bjuggu á Hjálmarsströnd í Loðmundarfirði. Til Canada kom Sigþrúður sumarið 1913, með Hallgrími bróður ^'num, konu hans og börnum. Hjá þemi var hún að Lundar, Man., þar til haustið 1924, er hún gekk í vist hjá Vilhjálmi Asbjörnssyni í Mikl- ey sem ráðskona. Þótt hún þá væri orðin 71 árs, vann hún dvggilega og vel í þeirri þjón- ustu í tólf ár, en þá hætti Vil- hjálmur búskap. Síðan voru þau bæði til daganna enda á heim- ili hjónanna Ernest og Lovísu Bell í Mikley. Þar bar andlát þeirra beggja að með örfárra daga millibili. Sigþrúður og Vil- hjálmur voru samdægurs til moldar" borin, 8. janúar s. 1., frá kirkju Mikleyjarsafnaðar. Séra Bjarni A. Bjarnason jarð- söng. Vilhjálmur Ásbjörnsson. Vilhjálmur dó á nýársdag 1943, var jarðsunginn eins og að ofan er greint 8. janúar s. 1. Hann var fæddur 16. nóv. 1854 í Dal- húsum á Langanesi í Norður- Múlasýslu; en þaðan fór hann ársgamall til Þistilfjarðar í N,- Þingeyjarsýslu, og ólst þar upp hjá foreldrum sínum, sem voru Ásbjörn Tómasson og Rósa Vil- hjálmsdóttir. Systkini Vilh]álms voru fjög- ur, öll nú dáin. Bræður hans tveir, Tómas og Helgi, voru á- samt Vilhjálmi landnemar í Mikl ey, og dóu þar fyrir allmörgum árum. Vilhjálmur giftist árið 1878 Sigfríði Tómasdóttur. Eignuðust þau fimm börn. sem nú eru öll dáin nema ein dóttir; hún er Sigríður, ekkja Eggerts Ólafs Thordarsonar að Höfða í Mikley. Hin börnin hétu: Kristín, Gunn- ar, Ásbjörn og Helga; hin síð- astnefnda, dáin 1936, var kona Ingólfs Pálsson í Mikley. Með fjölskyldu sína flutti Vil- hjálmur vestur um haf til Mikl- eyjar árið 1887. Fyrsta árið þar var hann hjá föðurbróður sínum, bygðarleiðtoganum Helga Tómas syni á Reynistað; en síðan keypti hann land, nefnt Helgastaðir, og hjó þar þangað til hann aldurs vegna lagði niður búskap árið 1936. Vilhjálmur tók virkan og góð- an þátt í velferðarmálum bygðar sinnar; var skrifari Mikleyjar safnaðar í sextán ár, og tilheyrði söngflokki safnaðarins svo lengi sem heilsa leyfði. Síðustu árin var hann blindur, en sálarsjónin bilaði aldrei. Kristmundur Kristmundsson. Kristmundur er fæddur 10. júlí 1894 að' Hafnarnesi í Horna- firði í Nesjasveit í Austur-Skafta fellssýslu. Foreldrar hans voru Kristmundur Kristmundsson frá Rafnseyri við Arnarfjörð og Halldóra Högnadóttir frá Suður- hóli í Hornafirði. Halldóra gift- ist síðar Þórði Pálssyni, og bjuggu þau á Horni í Árnesbygð í Nýja íslandi; þau eru bæði dáin fyrir nokkrum árum. Börn þeirra, hálfsystkini Kristmundar sál., eru átta á lífi. Að undan- teknum Þórði, sem lifir á íslandi, og Halldóru til heimilis í Winni- pegosis, Man., eru þau systkini öll búsett í Árnes og Breiðuvik- ur-bygðum í Nýja Islandi. Þau heita: Gunnar, Anna Þórdis, Björgvin, Hallbera Lovísa, Pál- ína Guðrún og Einar. Kristmundur kom til Canada árið 1904 með fósturforeldrum sínum, Einari og Lovísu Einars- son, sem síðar bjuggu í Fram- nesbygð í Nýja íslandi, en eru ríú bæði dáin. Kristmundur innritaðist í 90. herdeildina (Little Black Devils) haustið 1915, og tók þátt í or- ustunum við Somme, Ypres, Vimy Ridge og Passchendale. Þrisvar sýktist hann af eitur- gasi og særðist einu sinni. Til Canada kom hann aftur um miðsumar 1919. Síðan hefir hann verið vinnumaður hjá ýmsum; en síðustu sjö árin hafði hann fiskiútgerð við Rabbit Point á Winnipeg-vatni. Haustið 1942 var hann orðinn mjög heilsutæpur, svo að hann kom til Gimli og lá þar þungt haldinn í nokkra mánuði, eða þar til andlát hans bar að 2. febr. s. 1. Jarðarför hans fór frma 6. febr. með húskveðju frá heimili Gunnars Pálssonar, hálf- bróður Kristmundar sál., á Horni í Árnesbygð. Hinztu hvíld ar nýtur Kristmundur við hlið móður sinnar í grafreitnum að Hnausa, Man. Séra Bjarni A. Bjarnason jarðsöng. Kristmundur barðist sem hetja í stríðinu á Frakklandi, í stríði lífsins, og í hinzta sjúkdóms- stríði. Hann var góður vinur vina sinna, og kvaddi þetta líf í sátt við alt og alla. Ingveldur Jóseísdóltir Guðmundsson. Hún dó á heimili sínu í Fram- nesbygð 6. febr. s. 1., nálega 85 ára gömul. Hún var fædd 9. febr. 1858 á Súluvöllum í Vatns- nesi í Húnavatnssýslu. Faðir hennar, Jósef Tómasson, var um tíma bóndi á Auðnastöðum; móðir hennar hét Jóhanna Jóns- dóttir. Ingveldur giftist árið' 1858, en flutti tál Canada fimm árum síðar með manni sínum, Sigurði Guðmundssyni. Þau settust að á Skógum við íslendingafljót, og bjuggu þar í tuttugu ár. Vestur í Framnesbygð fluttu þau 1903, og tóku sér land til heimilis- réttar í suðurhluta bygðarinn- ar. Þar dó Sigurður 6. marz 1920. Börn Sigurðar og Ingveldar urðu þrettán alls, en fimm dóu í æsku. Þau sem komust til full- orðinsára eru hér nefnd: Jóhanna (Mrs. Thorlákur Schram), dó í Wynyard, Sask., Ragnheiður (Mrs. Kristján Thorsteinsson), dó á Hnausum 1904; Ingibjörg (Mrs. Jón Karvelson), lifir í Framnes- bygð; Sigurður, dó í Wvnyard; Jósefína (Mrs. Dagmar Thorláks- son), dó í Wynyard; Sigurrós (Mrs. Bjarni Jóhannesson), bú- sett við Wynyard; Óskar Guð- mundur, býr á föðurleifð siríni, giftur Kate Florence Densley; Ragnheiður, Mrs. Guðmundur Paulson, í Framnes-bygð. Eftir lát manns síns, bjó Ing- veldur með tveimur yngstu börn- um sínum, þar til Ragnheiður giftist og flutti með manni sín- um á land sitt árið 1925. Þá um haustið brá Ingveldur búi, en Guðmundur sonur hennar tók við landinu, og hefir búið á því síðan. Næsta vor flutti hún á land Guðmundar og Ragnheiðar Paulson með hús sitt. Þar var hún eftirleiðis til daganna enda; en með henni í heimili var dótt- urdóttir hennar. Sigurlín Paul- son, sem hún hafði tekið til sín í bersku og uppalið. Sjúkdómslega Ingveldar var löng og þjáningasöm; en Sigur- lín stundaði ömmu sína með sóma til hinztu stundar. Þrek- mikil dugnaðarkona, sem barð- ist trúarinnar góðu baráttu gegn um sextíu ára landnámsstríð hefir nú hafið nýtt landnám í dýrðarlöndum. Hin látna var jarðsungin af sóknarpresti, séra B. A. Bjarna- syni, 11. febr. s. 1., frá heimili og kirkju Árdalssafnaðar. Hún var lögð til hinztu hvíldar í Ár- dals grafreit. Gunnar Helgason. Gunnar, bóndi á Gunnarstöð- um í Breiðuvík í Nýja Islandi, andaðist á heimili sínu 13. marz s. 1., 84 ára gamall. Hann var fæddur á Steinkirkju í Fnjóska- dal í Suður-Þingeyjarsýslu 11. nóv. 1858. Faðir hans var Helgi Guðlaugsson, fyrrum bóndi á Hólsseli á Fjöllum en síðast á Haugsstöðum í Vopnafirði; en móðir Gunnars var Guðrún Gunn arsdóttir bónda og hreppstjóra í Grímsey, Gunnar var uppalinn í foreldra húsum til sextán ára aldurs, en fór þá í vinnu til annara. Tvö ár gekk hann í Möðruvallaskóla. Gunnar Helgason giftist 14. nóv. 1884 Benediktu Maríu Helga dóttur frá Barnafelli í Kinn. Tvö ár bjuggu þau í Svínadal í Keldu hverfi, en fluttu vestur um haf 1887. Næsta ár tóku þau heimil- isréttarland í Hnausabygð, og nefndu Gunnarsstaði. Þar lifði Gunnar til dauðadags. Benedikta lifir mann sinn, og nýtur í elli sinni umönnunar dótt ur sinnar, sem heitir Sigurlaug Guðrún ög býr á Gunnarsstöð-’ um með manni sínum Helgai Sigurðssyni. Tveir synir Gunn- ars og Benediktu eru á lífi: Helgi, kvæntur Sigurrós Finnson, er bóndi í grend við Gunnarsstaði; og Haraldur Herbert, eigandi Gimli Garage í samnefndum bæ, kvæntur Ethel Jónasson. Guð- laugur Benedikt, bróðir þeirra systkina, dó 17. apríl 1942, á fimtugasta árinu. Jarðarför Gunnars var haldin 23. marz s. 1. frá heimilinu og kirkju Breiðuvíkursafnaðar. Séra Bjarni A. Bjarnason jarðsöng. Með Gunnari á Gunnársstöð- um er genginn. grafarveg góður drengur og karlmannlegur ís- lendingur, sem var þéttur á villi og þéttur í lund. Vel og trúlega unnið æfistarf blessar minningu hans. Steíanía Sigríður Stefánsson. Stefanía, kona Jóns Stefáns- sonar í Ásgarði við Hnausa, Man., dó á heimili sínu eftir langt stríð sjúkdóms og þjáninga þ. 21. maí s. 1. Hún var fædd 23. maí 1874 að Seljamýri í Loðmundarfirði í Norður-Múlasýslu dóttir Jóhanns Sveinssonar og Guðrúnar Péturs dóttur. Uppeldi sitt fékk hún í foreldrahúsum til tíu ára aldurs, en þá dó faðir hennar; var hun eftirleiðis með móður sinni á ýmsum stöðum. Hálfsystkini hennar voru: Sveinn, dáinn á Is- landi; Sæbjörn, búsettur við ^iney, Man.; Guðný, dó á íslandi; Jóhann, átti héima við Mountain, N.-Dak., er nú dáinn. Rétt fyrir aldamótin giftist Stefanía Jóni Einarssyni; komu þau til þessa lands árið 1902, og lifðu í Winnipeg til 1920. Fluttu þau þá til Nýja Islands, og sett- ust að við Grenimörk norðar- lega í Breiðuvík. Þar dó Jón 23. maí 1922. Af þeirra börnum lif- iir einn sonujr, Jóharín, giftur Mabel Kristínu Smith. Jóhann er búsettur með fjölskyldu sinni í nágrenni við heimili móður sinn- ar. Stefanía giftist aftur 12. maí 1927, og gekk þá að eiga Jon Stefánsson, bónda á Ásgarði í Breiðuvík. Fyrir nokkrum árum hættu þau búskap, og settust í helgan stein, áranna og heiis- unnar vegna. Stefanía sál. gekk ætíð heil en ekki hálf að verki. Hún var vel starfandi í söfnuði og kvenfél- agi; var lengi vel kvenfélags for- seti, um tíma í djáknanefnd Breiðuvíkursafnaðar, einnig um eitt skeið gjaldkeri safnaðarins. í Winnipeg, áður fyr, hafði hún starfað vel í Tjaldbúðarsöfnuði. Hún var trygglynd og vinföst, stöðuglynd og staðföst. Dauð- anum mætti hún eins og lífinu með kristilegri hetjulund. Henn- ar síðustu orð voru þessi bænar- orð: Svo að lifa að sofna hægt, svo að deyja að kvöl sé bægt, svo að greftrast sem Guðs börn hér, gef þú sætasti Jesú mér. Stefanía sál. var til moldar bor in á afmælisdegi hennar, 23. maí s. 1., frá heimilinu og kirkju Breiðuvíkur safnaðar. Séra B. A. Bjarnason jarðsöng. Percy Chaloner Jónasson. Percy skildi við þetta líf á sviplegan hátt 1. júlí s. 1., á heim- ili sínu í Árborg1, Man. Hann var uppeldissonur landnámshöfðingj ans Capt. Sigtryggs og frú Rann- veigar Jónasson. En foreldrar hans voru Edward og Ada McGie, í Digby, N. S.; þar var Percy fæddur 21. maí 1879. Uppeldi sitt fékk hann í Winnipeg, og öðlaðist nokkra skólamentun. Percy starfaði nokkur ár í stjórnar þjónustu sem “homest- ead inspector”; en lengst af var hann við verzlunarstörf. Um tíma var hann forstjóri bænda- verzlunarinnar í Árborg. Frá 1911 var hann búsettur í Árborg. Percy giftist 7. nóv. 1918. Kona hans, Thorey Sigríður, er dóttir Gests sál. og Þóreyjar Oddleifs- sonar í Haga í Nýja íslandi. Á- ! samt ekkjunni lifa fjögur börn | Percy og Thoreyjar Jónasson; þau eru: Percy Theodore, Rann- veig Thorey, Laura May og Arthur Willard. Einn bróðir hins látna, Arthur McGie, lifir í Win- nipeg, en tvær hálf-systur eru austur í fylkjum. Percy Jónasson var hæfileika maður, vel að sér, og fróður um margt. Hann var hneigður fyrir bókina, og las mikið og vel. Jarðarförin fór fram frá heim- ilinu og kirkju Árdals lúterska safnaðar 3. júlí s. 1. Jarðsett var í grafreitnum að Haga. Sóknar- presturinn, séra B. A. Bjarnason talaði yfir moldum hins látna. Kristinn Sigurbjörn Marvin Guðmundson. Kristinn Sigurbjörn frá River- ton, Man., druknaði í Winnipeg- vatni 21. október s. 1., er hann féll útbyrðis af póstflutninga- bátnum, á útsiglingu frá Mani- gotagan til Mikleyjar og River- ton. Líkið fanst ekki fyr en 10. júlí s. 1. Jarðarförin fór fram 12. júlí frá kirkju Bræðrasafnaðar Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli /r&'pcíp moM/ry OF CANADIAN H0GSa.dBAG0N Quality has always been of ffirst importance in strengthen- ing our Swine Industry. Quality is still vitally important. Bacon quality is founded on the use of breeding stock of the right kind. Breed sows to pure bred boars only. Boars of Advanced Registry breeding offer the best guarantee of success. A good pure bred boar is a sound investment. To obtain a pure bred boar get in touch with your nearest breeder or Provincial or Dominion Livestock Representative. AGRICULTURAL SUPPLIES BOARD Dominion Department of Agriculture, Ottawa Honourable James G. Gardiner, M inister 183S

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.