Lögberg - 21.10.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.10.1943, Blaðsíða 6
0 6 Spádómur Eítir E. Beskow. Inga var óánægð með hlutskifti sitt í lífinu. Hún þráði eitthvað, Sem gæti breytt öllu til batnaðar fyrir sig. Því hún var enn þá svo mikið barn, að hún hélt, að öll breyting hlyti að vera til hins betra. Hina raunverulegu foreldra hafði Inga aldrei þekt. En hún átti fósturforeldra, sem höfðu tekið hana að sér nýfædda. Þá voru þau sjálf barnlaus. En síðan höfðu þau eignast börn, og með þeim hafði það komið, sem gerði hið við- kvæma hjarta Ingu litlu biturt: mismunurinn á þeim og henni. í raun og veru var enginn mismunur gerður á þeim. En skaplyndi Ingu var þannig, að hún gerði mikið úr öliuv sem hugsast gat að væri skakt og leitaði eftir ástæðu til óánægju. Á unglegu andliti hennar var stöð- ugt óánægjusvipur, er bar vott um mjög slæma skapsmuni. Hún var þó ekki svo mjög að hugsa unuhið yfirstandandi, þar sem hún nú gekk eftir veg- inum, er lá til húss spákonunnar. Það var fram- tíðin með öllum sínum möguleikum, sem hún nú hugsaði um og sá í hillinglim. Hún hafði barnslega trú á það, að framtíðin yrði bjartari en hið yfirstandandi, og að hún mundi bera í skauti sér alt það óákveðna, sem hún óskaði eftir. Inn í þetta óþekta vildi hún endiíega fá að skygnast. Og þar sem hún gat ekki sjálf lyft blæju framtíðarinnar, fór hún til spákonu. Það var engin ástæða til að Inga viltist, því svo greinilega hafði henni verið sagt til vegar. Fyrst átti hún að fara yfir brúna, svo með fram ánni vinstra megin, síðan milli tveggja bóndabæja, svo í gegn um hlið inn í kúahagann og að endingu gegnum annað hlið og inn í skóg- inn, þar sem hún átti stöðugt að halda til vinstri handar. Stígirnir í skóginum voru margir og gátu verið verið villugjarnir. En héldi hún altaf til vinstri, var henni sagt, kæmi hún að bæ við enda fjallsins. Þar á bænum var gömul kona, sem sagt var að gæti spáð í spil. Nú var Inga á leiðinni til hennar, til að sjá inn í framtíð- ina, er hún þráði svo óstjórnlega mikið. Hún fór eftir þeim leiðbeiningum, sem hún hafði íer>gið. Inní í skóginum hélt hún trúlega til vinstri handar. Henni fanst vegurinn langur. Líklega hefir henni fundist hann lengri vegna þess, að hún var hrædd um að villast. Henni fanst hann langur og erfiður, eins og vegurinn inn í hina heillandi framtíð. — En að endingu náði hún takmarkinu. Það var mjög lítið hús, með ofurlitlum trjágarðr í kring. Eiginlega var það ekki við ána. Inga varð glöð yfir að sjá húsið, þó lítið væri. Og enn þá glaðari varð hún, þegar hún sá gömiu konuna sitja á bekk fyrir utan húsið, því að sú gamla leit einmitt út fyrir að geta spáð. Inga opnaði rauðmálaða hliðið og gekk til gömlu konunnar. Hún gleymdi að heilsa áður en hún sagði til erindis síns. Líklega hefir það verið af áhuga fyrir að vita forlög sín. Gamla konan leit á Ingu og las í andlitsdrætti hennar. Hin hyggnu augu hennar höfðu skygnst inn í misjöfn kjör mannanna og lesið í mörg ólík andlit. Á þann hátt hafði þroskast hjá henni meðfæddur hæfileiki til að sjá og skilja margt, sem fer fram hjá fólki yfirleitt. — Hvers vegna vilt þú vita forlög þín? — Hvers vegna? Bara af því eg vil vita þau. Það er svo margt. sem eg vil vita. — Seztu hérna við hliðina á mér. Svo getum við talað dálítið saman um forlögin. Inga settist. — En spilin? sagði hún spyrjandi. — Eg spái ekki í spil, heldur í andlitsdrætti. — Vdrður það líka rétt? — Miklu réttara. Sittu svoleiðis, að eg sjái framan í þig. Inga settist þannig, en henni leið illa undir hinu rannsakandi augnaráði gömlu konunnar; hennar eigin augu reikuðu. Af einhverjum á- stæðum hafði hún ekki góða samvizku frammi fyrir þessu hyggna og sjáandi augnaráði. Hún skildi þó ekkert í því, þar sem að hún gat ekki á- sakað sig fyrir neitt. Því alt, sem var öðru vísi en það átti að vera, var kringumstæðunum að kenna, en ekki henni. Þar að auki var það fram- tíðin og ekkert annað, sem spákonan átti að sjá. — Hm, hm, sagði gamla konan, eins og hún uppgötvaði nokkuð og Inga fyltist eftirvæntingu. — Þú ert óánægð með tilveruna, sagði sú gamla. Það fanst Ingu hún hafa vitað áður — ekki hafði hún komið til að heyra það. — En þú hefir enga ástæðu til að vera óá- nægð, bætti gamla konan við. Það var nýtt fyrir Ingu. Hver hafði ástæðu til að vera óánægður, ef ekki hún? Gamla konan tók hina hvítu og mjúku hönd Ingu litlu í sína grófu hönd og horfði á hana. LOGBERG, FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1943. — Þessi litla hönd þarf ekki að vinna mikið, sé eg. Einhver vinnur fyrir þér og gefur þér alt, sem þú þarft með. —Það gerir fóstri minn, sagði Inga, óþolin- móð eftir að fá lokið þessu tali um það, sem hún þegar vissi. Segðu mér eitthvað um fram- tíðina. — Við komum að því smám saman. — Heldur þú að framtíðin komi fljúgandi til okkar, án nokkurs samhengis við það yfirstandandi. Þá hefir þú ekki enn þá lært stafróf framtíðarinn- ar, enda þótt þú hafir að líkindum lifað í seytján ár. — Eg er seytján og hálfs árs. Gamla konan kinkaði kolli. — Seytján ára Það er vorið. Það er mikið líf í vorinu, og þú skalt ekki halda að sumarið komi á annan hátt en úr vorinu. Blóm hnappar vorsins verða blóm sumarsins og ávöxtur hausts- ins. Eigi eg að geta sagt nokkuð um sumar framtíðar þinnar, verð eg að þekkja eitthvað af því, sem falið er í blómhnöppunum fyrir fram- an mig. Inga fór nú að skilja, hvað vakti fyrir gömlu konunni og ásetti sér að sætta sig við þessa sein- látu og undarlegu aðfcrð hennar við að spá. Spákonan hélt áfram, þar sem hún hafði hætt: — Jæja, svo fóstri þinn vinnur fyrir þér og gefur þér það, sem þú þarft með. En fóstra þin, kennir hún þér ekki einhverja gagniega hluti? — Hún kennir mér að sauma og líta eftir bömum og þess háttar. Það er alt svo leiðin- legt. — Færð þú ekki að læra fleira? Gengur þú ekki í skóla? — Til allrar hamingju var eg nú laus við hann í vor. Mér finst leiðinlegt að læra. — Hvað finst þér þá skemtilegt? — Svo margt annað, en það fæ eg ekki. En heyrið þér, það eruð þér, sem spyrjið, en eg scm svara. Á það ekki að vera gagnstætt? — Nú er það mitt að spyrja, en bráðum getum við haft verkaskifti á því. — Jæja, spyrjið þér þá! sagði Inga, sem enn þáæinu sinni lagði bönd á óþolinmæði sína. Kamla konan leit niður eftir óþroskuðum lík- ama Ingu litlu, og athugul augu hennar upp- götvuðu sitt af hverju. Hún sá Ijósbláa silki- bandið um hálsinn, hr.ýtt í slaufu undir öðru eyranu, sá beltið vera hert alt of mikið að mút- inu og hún sá mjóu, þunnu skóna klemma litlu íæturna. einu orði sagt, hún sá margt, sem bar vott um barnalegan hégómaskap. — Þér þykir gaman að vera í fallegum fötum? — Já, þykir ekki öllum það? — Þér þykir meira varið í að fötin klæði þig vel, heldur en að þau séu sterk og hlý? — Já, auðvitað, Það versta sem eg veit, eru ljót föt, og ef þau endast lengi, þá fæ eg svo sjaldan ný. Gömlu konunni fanst nú hún hafa spurt nóg. Hún horfði á Ingu með íhugunarsvip, en augu hennar lýstu jafnframt meðaumkun. — Svo þig dreymir um framtíðina. — Hvað viltu vita um hana? Það færist líf í Ingu. Loksins fékk hún að spyrja. Það var bara svo mikið, sem hún viidi vita. Á endanum gat hún komið því saman í eina spurningu: — Verð eg hamgingjusöm? — Hvað kallar þú hamingju? Inga varð aftur að íhuga, hvað hún átti að segja. Það var nokkuð, sem hana langaði tjl að spyrja um, en hún kom sér ekki að því að gera það beinlínis, heldur fór í kringum það. — Fæ eg það, sem eg óska mér? —Það getur vel verið að þú fáir það, sem þú óskar eftir. En þú verður tæplega hamingju- söm fyrir það. — Hvers vegna ekki? — Vegna þess að þú kant ekki enn þá að óska. — Kann eg ekki að óska? Jú það kann eg sannarlega. Er það væri nóg að bara óska, þá yrði eg áreiðanlega hamingjusöm. — Þú kant ekki að óska, hélt sú gamla áfram, vegna þess að þú veizt ekki, hvers þú þarfnast. Þú óskar ekki hins rétta. -— Hvers á eg þá að óska? — Ekki að fá það, sem þú óskar þér, heldur að óska eftir því, sem þú færð. Því það er það bezta. Með undrun í bláu augunum sínum leit Inga á gömlu konuna. En hún svaraði þessu undar- lega ráði engu orði. — Giftist eg bráðum? Nú bar hún djarflega upp þá spumnigu er hún rétt áður var of feimin til að koma fram með. — Viljir þú endilega giftast fljótlega, þá getur það sjálfsagt orðið, því þú hefir ýmislegt til að bera, sem karlmönnum geðjast að. Inga roðnaði af ánægju yfir hólinu og varð nú djarfari að spyrja. — Verður það af mikilli ást? — Það er mjög vafasamt, held eg, ef þú giftir þig fljótt. —Sú, sem álítur það vera sjálfsagt að aðrir vinni fyrir henni og gefi henni alt, sem hun þarfnast, og sem ekki þakkar fyrir það, heíir vanþakklátt hjarta, og í slíku hjarta rúmast ekki mikil ást. • f — En verð eg elskuð af manninum mínum? spurði Inga, sem ekki vildi fá áminningar, heldur bara heyra um forlög sín. — Það er til margs konar ást. Það er til ást, sem líkist loga í spónum, brakandi sskjótt. Það er líka til önnur ást. Hún er líkari loganum í viðn- um, björtum og hlýjum, sem vermir og brennur hægt út. Inga var ekki hrifin af þessári samlikingu. Hún óskaði einmitt eftir slíkri ást, sem blossaði upp, en henni geðjaðist ekki að því, að hún skyldi slokna fljótt. — Hvernig á eg að fara að því að verða elskuð? — Til þess að verða elskuð með þeirri ást, sem brennur hægt út, þarft þú að líkjast viðn- um: hafa það-í þér, er nær ástinni. Ingu fanst svarið ónákvæmt. En hún skildi það samt betur en hún vildi láta uppi. Þess vegna sneri hún talinu að öðru. — Verð eg rík? — Sú er ekkert vill læra og sem finst öll vinna vera leiðinleg, getur ekki aflað sér auðæfa. — En getur maðurinn minn ekki verið ríkur? — Auðæfi renna úr greipum letingja og fljuga frá þeim, er elska óhóf og hégóma. Ingu fanst, að svörin yrðu verri og verri. Átti alt að ganga henni svo illa? Það kom enn þá stærri ólundarstútur á hana, heldur en venju- legá, og augnaráð hennar var í senn þrjósku- fult og biðjandi. — Þarf eg þá alt af að sitja heima og vera höfð út undan. — Heimili þitt getur þú auðvitað yfirgefið. En þér mun alt af finnast þú vera höfð út undan, meðan þú krefst mikils af öðrum. — Það er alt svo slæmt og leiðinlegt, sem þér segið mér, sagði Inga grátandi. Hún þurkaði tárin úr augunum með öðru handarbakinu. Hina höndina krepti hún reiði- lega á kjöltu sinni. Þessa knýttu hönd tók nú gamla konan milli beggja handa sinna og klapp- aði henni hægt, meðan hún talaði. — Það, sem eg hefi sagt þér um framtíðina, er alls ekki óafturkallanlegt. Eg hefi aðeins sagt það, er mér finst trúlegast að verði, ef alt það, sem eg sé í þessum blómhnapp fær að þroskast í friði. En framtíðin getur orðið öll önnur. Þú gleymir því, litla vina mín, að fram- tíðin er ekki eitthvað, sem er laust við okkur. Framtíðin verður aú mikþu leyti eins og við erum sjálf. — Hvernig á eg þá að vera, til þess að eg geti orðið hamingjusöm í framtíðinni? spurði Inga. — Lifðu ekki í dreymdri framtíð, heldur í líð- andi stund og vertu það í sál og hjarta, sem þú ert enn þá að árum til að skynsemi: barn. — Barn! hrópaði Inga og sneri upp á sig. Eg vil ekki vera barn lengur, eg vil verða stór. Eg er líka þegar fullvaxin, seytján ára. — Stór verður enginn í andlegum skilningi, án þess að verða sem barn. Barnslundin er hin mesta auðlegð og bezta trygging fyrir ham- ingju, því barnanna er himnaríkið. Inga þagði. Hún var undrandi yfir þeirri stefnu, sem samtalið hafði tekið. Það hefði henni aldrei dottið í hug, að spákona talaði um himna- ríkið. Skyldi hún annars hafa farið á annan stað en hún hafði ætlað sér. Hún leit í kringum sig og sá, hvað alt var lítilfjörlegt til að geta kallast bóndabær. Svo var þetta hún líka ekki við fjallsendann heldur fyrir neðan það. — Er ekki annar bær lengra uppi í fjallinu? — Jú, tuttugu mínútna gang héðan. — Þar býr spákonan, er það ekki? spurði Inga með vaknandi áhuga. Þegar hún las svarið í andliti gömlu konunnar, stóð hún strax á fætur. — Hvers vegna sögðuð þér mér það ekki strax, að það voruð ekki þér, sem kynnuð að spá. Það var ljótt að gabba mig svona. — Eg hefi ekki gabbað þig, en sú sem þú ætlac. að fara til mun gabba þig. Það, sem eg hefi sagt er satt, en það, sem hún segir þér er ekki satt. En því miður, þú munt heldur vilja hlusta á ósannan spádóm, sem lofar þér gulli og græn- um skógum, er þú aldrei færð, heldur en á sann- an spádóm, sem ísar þér innri veginn til ham- ingjunnar. En mundu að minsta kosti það, sem eg hefi sagt og hugsaðu öðru hvoru um það. Rödd gömlu konunnar var svo mild og vin- gjarnleg að Inga viknaði. Þegar hún rétti henni höndina til kveðju, bað hún hana að fyrirgeía sér fljótfærnis orðin. — Eg skil, að þér meintuð það vel, sagði hún. Inga gekk frá býlinu upp eftir fjallinu. Hún hitti réttu konuna, og nú var spáð þannig fyrir lngu, að augu hennar ljómuðu og kinnarnar brunnu. Það voru margir herrar ástfangnir og afbrýðissamir. Þar voru peningar og skemti- iegir viðburðir, stór arfur, langar ferðir, gjafir og samkvæmi. Mest var þó af ást. Svörtu “döm- urnar þýddu auðvitað afbrýðisamar og öfund- sjúkar konur, sem með öllum brögðum snum gátu þó ekki kastað skugga á hina miklu ham- ingju Ingu litlu. Auðvitað kom svo sá útvaldi með trúlofun og giftingu og mikla hamingju Þessi spádómur var Ingu að skapi. Þegar hún hélt af s\að heimleiðis, var hún alveg frá sér numin af ánægju, eins og hún hefði fengið ait, sem henni var spáð. Á heimleiðinni fór hún aftur fram hjá býl- inu. Gamla konan var enn þá úti í garðinum og dútlaði við blómin sín. Víst var hann fallegur garðurinn gömlu konunnar, þó lítill væri, og ljómandi vel hirtur var hann. Inga leit alla til- veruna velvildaraugum vegna hinnar miklu ham ingju, er hún hugði sig eiga í vændum. Hún nam staðar fyrir utan garðinn og studdist fram á rauðmálaða grindverkið. — Blómin dafna vel hér, sagði hún. — Já, þau kunna því vel, að dundað sé við þau, enda get eg nú orðið lítið annað, en þess vegna fer þeim líka vel fram, svaraði gamla konan. Hún stóð fyrir framan rósatré, er bar tvær gular rósir. Önnur var útsprungin, en hin var enn þá hnappur. Hún sleit hina síðar nefndu af og gaf Ingu hana. — Kærar þakkir. En er það ekki synd, að slíta knappinn af? — Blómin eru til þess að gleðja, og þar sem þú sjálf enn þá ert knappur, fanst mér það eiga svo vel við, að gefa þér þenna knapp. Hann springur út og visnar síðan. En hvað gerir það til, ef hann getur vakið gleði með hinu stutta lífi sínu. Það lá eitthvað sérstakt í orðum gömlu kon- unnar og Inga skildi það. En hún gerði aðra kröfu til lífsins. — Maður lifir þó líklega til að njóta gleðinn- ar líka, sagði hún. — Það er til tvenns konar gleði: hin forgengi- gengilega og hin óforgengilega, sagði gamla konan. Inga reigði höfuðið þrjóskulega, því hún skildi það vel, að sú von er spádómurinn lét rætast, var einmitt vonin um forgengilega gleði. Hin óforgengilega gleði hafði ekkert aðdráttarafl fyrir hana. Gamla konan stóð þarna meðal blómanna sinna og horfði á Ingu með hinu glaðlega og blíða augnaráði sínu. — Þegar þú hefir komist að raun um að sú gleði sem þú nú sækist svo mjög eftir er for- gengileg, þá mundu það, að til er óforgengileg gleði og leitaðu hennar. Inga flýtti sér að kveðja því henni var ekki mikið gefið um áminningar. Hún þakkaði aftur fyrir rósina og hélt svo af stað heimleiðis gegnum skóginn. Það var komið kvöld og farið að &kyggja. Inga gekk sem í draumi, hugsandi um spádóminn, sem þó hafði þegar mist mikið af ljóma sínum. En seinna, löngu eftir að hún hafði gleymt honum, komu henni í hug síðustu orð gömlu konunnar, um hina óforgengilegu gleði. Því sannleiksorð eru varanleg, þó innan- tóm orð verði að engu. O. K.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.