Lögberg - 21.10.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 21.10.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1943. mánuði 1825, en konunglega staðfestingu fékk stofnunin 11. apríl 1821 ásamt 840 rd. gjöf frá konungi til lagfæringar húsrúmi handa því, skápa o. fl. á dóm- kirkjuloftinu. — 1 skýrslu Rafns um stiftsbókasafnið, er hann lét prenta 1826, sést að af samtals 1545 bindum hefir hann safnað 918, Hafnardeildin 324 og safn- ið sjálft 219 bindum gefins. Rafn var síðan alla æfi ótrauður stuðningsmaður safnsins og vann eftir mætti að vexti þess og viðgangi. Hann stofnaði og með tilstyrk erlendra vina sinna fasta sjóð safnsins, er árið 1856 var orð inn 2343 rd. Á dómkirkjuloftinu var safn- ið 1825—1881, í alþingishúsinu 1881—1908, er það var flutt. í hið nýja heimkynni sitt, sem það hefir síðan. Frá 1825—1829 var bóka- varzlan í höndum stiftamt- manns, en árið 1848 var Jón Árnason ráðinn bókavörður safnsins og var það til 1887, er Hallgrímur Melsteð tók við. Hann anda'ðist 1906. Þá varð Jón Jacobson landsbókavörður til 1924. Þá Guðm. Finnbogason til 1. júní þ. á. og nú Þorkell Jó- hannesson. — Fé af opinberum sjóði var ekki veitt til safnsins fyrr en um það bil er Island fékk fjárveitingarveldið í sínar hend- ur. Árið 1875 eru veittar 400 kr. til safnsins. Og Jión Árnason byrjaði með 30 rd. árslaunum, er hann varð að innheimta sjáif- ur af notendum safnsins!' Árið 1880 var bindatala safns- ins talin 20 þús., um aldamótin 50—60 þús. og í maí-lok í ár 153442 bindi bóka og 9235 bindi handrita. I.engi frameftir óx safnið em- göngu af gjöfum einstakra manna og stofnana víðsvegar um heim, og enn er svo, að af árlegum ritauka safnsins er, auk skyldueintaka, þriðjungur til helmingur gefins. Á aldarafmæli Landsbóka- safnsins 28. ágúst 1918, var efnt til hátíðahalda og þangað boðið fjölda manns, þar á meðal for- sætisráðherra og bæjarfógeta, háskólakennurum og ræðis- mönnum erlendra ríkja. Jón Jacobson landsbókavörð- ur flutti við það tækifæri langt erindi, þar sem hann sagði sögu safnsins í aðalatriðum. Söngfé- lagið 17. júní söng hátíðasöngva eftir Þorstein Gíslason og Einar Viðar söng. Vísir 28. ágúst. Wartime Prices and Trade Board Wartim Prices and l'rade Board . . Vegna þess aö fólk ruglast oft í únzu-talinu, þegar talaö er um mæld- ar únzur og viktaöar únzur, þá getur eftirfylgjandi skrá verið mörgum hjálpleg: Sex mældar únzur er sarna og átta vigtaðar únzur, eða hálft pund. Níu mældar únzur er sama og tólf vigtaðar únzur, eða % pund. Tólf mældar únzur er sama og sextán vigtaðar únzur, eða eitt pund. Tuttugu og fjórar mældar únzur eru tvö pund eftir vigt. Fjörutíu og fjórar mældar únzur eru fjögur pund eftir vigt. SPURNINGAR OG SVÖR Spurt—Mig langaði til að kaupa bollapör um daginn, en verzlunarmað- urinn sagði mér að eg yrði að kaupa annað leirtau með, annars fengi eg ekki pollapörin. Er þetta rétt? Svar— Það er á móti reglugerðum W. P.T.B. fyrir nokkurn kaupmann að fara fram á að kaupandi kaupi annan varnig með til að fá það sem hann þarfnast. En það getur vel skeð að bollapörin, sem þú ætlaðir að kaupa hafi verið partur af “sam- stæðu,” og og kaupmaðurinn því neit- að að láta aðeins part. Það mætti líka benda á, að kaupmenn eru ekki nauð- beygðir til að selja nokkuð af vörum sinum, ef þeir vija það síður. Spurt — Hvers vegna er verð á hun- angi hærra en í fyrra? Svar—Það hefir engin verðhækk- um verið leyfð, en ef þú keyptir • í blikkfötum í fyrra, en í glerilátum nú, þá er verðið hærra vegna þess að glösin eru dýrapi en föturnar. Ef.þér finst þú hafa borgað meira en löglegt verð, þá er bezt að tilkvnna Local Ration Board, gefa þeim allar nauð- synlegar upplýsingar og láta þá rann- saka þetta frekar. Spurt — Verð eg að láta af hendi tíu D seðla fyrir fimm 16 únzu dósir af niðursoðnum ávöxtum? Svar—Ef fimm sextán únzu dósir af ávöxtum eru keyptar í einu þá þarf ekki nema ÁTTA seðla. Hver seðill er fyrir tiu únzur af þessari matartegund, 5x16 er ekki nema 80. En ef ekki er keypt pema ein dós, þá verður að afhenda tvo seðla; dósin er lfr únzur, en hver seðill aðeins fyrir 10 únzur. Spurt—Maðurinn minn keypti sér buxur fyrir mánuði siðan, en hefir ekki enn verið í þeim. Getur hann farið með þær til skraddara og látið setja á þær uppslög? Svar—Já, ef þaö, er nóv efni í bux- unum til þess að setja á þær uppslög, þá er það ekki lengur bannað. Spurt — Við höfum altaf keypt puff-paste, raspbefry og bláberja tarts hjá sania bakaranum fyrir fimm cent stvkkið. Nýlega urðum við að borga _5 cent fyrir fjórar. Má hækka verð svona ? Svar — Það er hámarksverð-á bak- aravörum. Það má ekki setja meira en sett var á hámarkstímabilinu 15. sept. til 11 okt. 1941. Söluverðið á vörutegundunum, sem þú nefndir, verður rannsakað. Spurt — Systir mín hefir búið i Bandaríkjunum, en ætlar nú að setj- ast að í Canada. Hún hefir verið hér og haft bráðabirgðar skömtunar- spjald í síðastliðna sex mánuði. Hvernig fæst varanleg skörijtunar- seðlabók ? Svar — Hún verður að fylla út umsóknar-eyðublað á næstu skrifstofu Ration Administration og gefa þeim allar nauðsynlegar upplýsingar. Spurt — Eg vil ekk’i kaupa nema lítið af kjöti í einu. Um daginn bað eg kjötsalann að skera fyrir mig steik og selja mér part, en hann neitaði. Átti eg að taka heila stykkið og látá seðla fyrir, eða gat eg heimtað að liann seldi mér aðeins lítinn part? Svar—Ef kjötsalinn neitar að skera steik i sundur, þá er ekkert hægt við því að gera, nema að kaupa aðra kjöttegund eða kaupa í f-leiri en eina máltíð i einu og taka alt stykkið. Það eru engar W.P.T.B. fyrirskipanir þes^i.i viðvíkjandi. Enginn kaupandi rr nauðbeygður til að kaupa nteira en hann vill eða getur keypt í einu. Kaupmenn eru ekki heldur skyldugir til að selja vörur, sem þeir eru beðnir um, ef þeir vilja það síður. Spurt—Konan, sem við leigjum hjá ætlar nú að hætta að Ieggja til niið- dagsmat, en lækkar þó ekkert leiguna. Er þetta rétt ? Svar — Samkvæmt reglugerðum W.P.T.B. getur engin húsráðandi minkað við leigjendur þjónustu eða þægindi án þess að lækka leiguna um léíð. Spurningum á íslenzku svarað á ís- lenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St., Winnipeg. Biskup vill nýja kirkju að Skálholti Biskup hefir skrifað kirkjumála- ráðunevtinu bréf, þar sem hann telur ( Skálholtkirkju vera í óviðunandi á- standi og leggur hann til við ráðu- neytið, að ný kirkja verði reist í Skál- holti, og verði hún í sama stil og gamla dómkirkjan í Skálholti á dög- um Brynjólfs biskups, en af þeirri kirkju eru nákvæmar myndir og lýs- ingar. Kirkjan, sem nú er í Skálholti, er ómessufær á vetrurna og því sem næst einnig á sumrin. Er hún al- gerlega ósamboðin hinu forna bisk- upssetri. Ennfremur leggur biskup til við ráðuneytið, að sér ásamt kirkjuráði verði fengi þau umráð yfir Skálholts- stað, að engar framkvæmdir verði þar á staðnum að þessum aðiljum forn- spurðutn. Ráðuneytið og biskup reyni í sameinihgu að prýða staðinn eftir föngum. í þriðja lagi leggur biskup til, að prestseturshús verði endurreist bæði að Skálholti og Hólum, og verði því þessi fornu biskupssetur ekki ann- exíustaðir lengur. Jafnframt sé at- hugað, hvort ekki væri tiltækilegt, að þessum framkvæmdum loknum, að vígslubiskuparnir tveir ættu setur á þessum stöðum. — Mbl. 8. sept. Bœndur og vinnumenn þeirra Hafi bœndavinna yðar minkað við aðkomu vetrar, er yðar þörf annarsstaðar við nauðsynleg störf Nú er hæfía á að nauðsynleg síörf í þágu hinnar canadisku stríðssóknar leíjist vegna manneklu. Meðal þeirra fáu staða, þar sem aðstoðar er von er frá bænd- um, og vinnumönnum þeirra, sem geta tekið að sér hærri forgangs-atvinnu í haust og vetur meðan minna er annríki á búgörðum. Mörgum mikilvægum kröf- um þarf að sinna við framleiðslu skóg- arafurða, málmtekju, frágang matvæla og viðhald járnbrauta. Ef þér eruð við búskap, og eigið heimangengt haust og vetur, ættuð þér að sinna þessari al- þjóðlegu áskorun. Bændur, sem taka að sért þessi nauð- synjastörf, fá að fara heim þegar þörf krefur. Einnig þeir, sem hafa fengið frestun samkvæmt herútboðslögunum, fá áframhaldandi frestun við áminst nauðsynjastörf meðan hægast er um á búgörðum. Gefið yður fram NÚ ÞEGAR. Leitið fullkominna upplýsinga hjá: Næstu atvinnu- og Selective Service skrifstofu, eða Næsta umboðsmanni búnaðardeildar fylkisstjórnar, eða Framleiðslunefnd bændasamtaka í nágrenninu. NATIONAL SELECTIVE SERVICE DEPARTMENT OF LABOR HUMPHREY MITCHELU, A. MAC NAMARA, Minister of lMt>our Director, National Selective Service B.C.A.S. 1 5 * "SURE HE’S OUT O’ SORTS ^HE’S THE OISILV CITIZEM IN SUDDS CORNER WHO( HASN'T ÖOT A VICTORY BOND l" íslenzka ríkið sýnir amerískum lækni viðurkenningu Sendisveit Bandaríkjanna hefir mót- tekiS frá utanríkismálaráöuneyti ls- lands fallega skrautritaö skjal, sem senda skal John L- Barrett, liösfor- ingja í læknadeild Bandaríkjahersins. Skjaliö er viöurkenning til Barretts liðsforigja fyrir aðstoð hans við undirbúning og uppsetningu nýrra tækja í landsspítala íslands. Skjalið er undirritað af ríkisstjóra og forsætisráðherra. Þar er Barrett liðsforingja vottaö þakklæti fyrir aðstoð hans við undirbúning á nýrri röntgen-stofu í sjúkrahúsinu, og við uppsetningu hinna margbreyttu og viðkvæmu tækja. Skjalið, sem er litað og skrautritað, er inn bundið í fallega leöurkápu. Sendisveitin hefir beðiö yfirmann setuliðs Bandarikjanna á íslandi aö sjá um afhedingu skjalsins. 300 nýbýlí á sex árum Frá því á miðju ári 1936 og til ársloka 1942 hafa 300 nýbýli verið viðurkennd og styrkt úr ríkissjóði. Framlag Nýbýla- sjóðs til hvers býlis hefir verið 3500 kr. óafturkræfur styrkur og 3500 kr. lán. Flest nýbýlin hafa verið reist í Suður-Þingeyjarsýslu. Eyja- fjarðarsýslu og Árnessýslu. Af þessum 300 býlum hafa 82 verið byggð að öllu leyti á óræktuðu landi, 106 hafa verið mynduð við jarðhitaskiptingu, 66 eyði- býli hafa verið byggð upp, 31 nýbýli hafa notið styrks, en eru eldri en frá 1936 og 15 býli eru raunverulega endurbyggingar. Var í síðasta tilfellinu aðeins um tvennt að ræða, annaðhvort að fólkið flytti burt af jörðunum og þær legðust í auðn, eða veúa einhverja aðstoð til endurbygg- ingar bæjarhúsa. Vísir 28. ágúst. Dánarfregn Mánudaginn 20. sept. andaðist Málfríður Eastman á heimili sínu í Grafton N. D. Hafði hún undanfarið verið lasburða og heilsutæp. En hún veiktist hast- arlega um þessar mundir og dó næsta snögglega. Málfríður fæddist í Búðardal á íslandi, 26. maí 1870. Foreldrar hennar dóu þegar hún var í æsku; en hún fluttist til Ameríku árið 1887, og kom til Winnipeg. Gifti$t hun árið 1889, Elíasi Eastman. Til Grafton fluttu þau hjónin árið 1890, og þar bjó hin látna ávalt síðan. Þeim Elíasi og Málfríði varð 7 barna auðið. Dó eitt í æsku en hin 6, 3 synir og 3 dæt- ur, lifa móður sína. Eru þau nú öll flutt frá Grafton. Barnabörn Málfríðar eru átta, og ein systir á Islandi lifir hana. Elías East- man andaðist árið 1923. Hin látna var velgefin kona, vinföst og trygglynd. Hún var trúkona og trúrækin. Málfríður var ástrík eiginkona og móðir og naut mikillar ástúðar af eigin manni og börnum. Hún var heim ilisrækin og trygg við heimili sitt ávalt. Málfríður var jarðsungin frá heimili sínu og kirkju Norska lúterska safnaðarins í Grafton N. D. Og var lögð til hvíldar við hlið eiginmanns síns í Grafton grafreit. Séra H. Sigmar frá Mountain, jarðsöng* Bur Bonds! CTORY LOAN Spccd The Victory! You’d give everything you own right now to see "Axis Surrenders!” flashing across the headlines. That news flash is coming. It’s coming soon. How soon, depends on you. The way to Victory is clear. Our boys are smashing the enemy. But they need your help — your purchases of 5th Victory Loan Bonds — to speed their triumph, to give them that last extra ounce of power. They’re doing the fighting: you do the lending, for Victory and their quick return. This Advertisement Sponsored by WINNIPEG HYDRO 55 PRINCESS ST.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.