Lögberg - 04.11.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 04.11.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 4. NÓVEMBER 1943. ...........ILöaberg....................... GefiS út hvern firntudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Mamtoba . Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LOGBERG, ’ 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON ! Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram Thu *4Lfög:berg■” is printed and' publishea by • The Culumhia Press, Limited, 6i»5 bargent Avenue Winnipeg. Manitoua PHONE 86 32V Ný vináttubrú Brúað hefir Atlantsál okkar fagra, sterka mál. E. B. Skilningurinn á þeirri menningarlegu nauð- syn, sem í því felst að treysta bræðraböndin miHi íslendinga austan hafs og vestan, hefur glöggvast jafnt og þétt hin síðustu ár, og ber til þess margt; gagnkvæmar heimsóknir hafa farið í vöxt, báðum aðiljum til ánægju og sæmd- arauka; hefir þetta leitt til nánari persónukynn- ingar, auk þess sem sameiginleg áhugamál hafa fengið við það byr í segl. Tungan, þessi veglega sáttmálsörk íslenzks þjóðernis, hefur ef til vili aldrei verið heilagri íslenzku þjóðinni, en nú í dag; er margt því til sönnunar, — svo sem margar þær eldlegu ritgerðir, sem íslenzk blöð og tímarit hafa birt upp á síðkastið, tungunni og þjóðerninu til verndar. Á íslandi ræður ríkjum um þessar mundir glæsileg bókmenntagullöld, sennilega einn alfrjóvasti kaflinn í menningar- sögu þjóðarinnar. Oss Vestmönnum er það brenn andi metnaðarmál, að vorar ungu kynslóðir glati ekki með öllu lyklinum, hvorki að fornbók- menntum íslenzku þjóðarinnar, né heldur þeim sem í nýsköpun eru; þess vegna skilst oss, að oss beri nokkuð" á oss að leggja menningarerfð- um vorum til fulltingis; og þetta verður oss vitaskuld þeim mun hugleiknara viðfangsefni, sem staðreyndum um vináttu í vorn garð af hálfu heimaþjóðarinnar fjölgar; en hvert líðandi ár ber slíks aukinn og áhrifamikinn vott; nægir í því efni að vitna í námskeiðið, sem ætlað er Vestur-íslenzkum stúdentum við Háskóla ís- lands; margskonar annan vináttu vott hefir heimaþjóðin auðsýnt oss á undanförnum árum, sem oss ber að meta, og endurgreiða með aukn- um þjóðræknislegum samtökum; að bræðrum vorum heima sé það hugleikið að halda við oss sambandi, og kynnast högum vorum hér vestra, kemur þá ekki síður í ljós við það, er íslenzk stjórnarvöld beittu sér fyrir því, að kaupa 500 eintök af hvoru vestur-íslenzka vikublaðmu um sig til útbreiðslu á ættjörðinni; með þessu hefir verið bygð ný vináttubrú milli íslendinga austan hafs og vestan, sem vonandi er að styrkist því meir, sem ár líða. Þeir, sem að Lögbergi standa, flvtja hlutað- eigendum öllum hjartanlegar þakkir fyrir þetta mikilvæga drengskaparbragð í garð vor Vest- manna; það ætti að hvetja oss til aukinna átaka í baráttunni fyrir viðhaldi tungu vorrar, sögu og annara dýrra menningarerfða að heiman. Greinargerð Jónasar Jónssonar alþingismanns í sambandi við fluining áminsls máls á Alþingi. Einn af kunnustu leiðtogum íslendinga vest- an hafs,-Ásmundur Jóhannsson í Winnipeg, hef- ir látið í ljós þá skoðun, að mikla nauðsyn beri til, að íslenzku blöðin í Vesturheimi verði lesin og keypt miklu meira heldur en gert hefur verið, bæði til að uka kynningu manna hér á landi á högum íslendinga í Vesturheimi og jafn- framt til að styðja blöðin fjárhagslega. Eftir að hafa ferðast milli flestra bygða Is- lendinga í Ameríku, hef eg komist að þeirri niðurstöðu, að starf landa okkar vestan hafs sé glæsilegt þrekvirki og til varanlegrar sæmdar fyrir íslenzka kynstofninn. Dugnaður og mynd- arskapur landa í Vesturheimi hefir vitaskuld fyrst og fremst komið fram í atvinnubaráttu eipstaklinganna, yfirburðum þeirra við nám og' stórmiklum myndarskap við þátttöku í félags- lífi og borgaralegum störfum í hinum nýju heim kynnum. En jafnframt þessu hafa þeir haldið áfram víðtækri ’íslenzkri menningarstarfsemi. Um eitt skeið reistu landar vestra og starfræktu milli 70 og 80 kirkjur með frjálsurh framlögum. Auk þess hafa þeir haldið uppi hinum tveim kunnu blöðum. Lögbergi og Heimskringlu, í meira en hálfa öld, jafnframt margháítaðri ann- ari menntastarfsemi. Óhætt er að fullyrða, að kirkjan og blöðin hafa verið líftaug og undir- staða hinnar víðtæku íslenzku menningar- og Nþjóðræknisstarfsemi landa í Vesturheimi. Einstaka menn hér á landi hafa talið sig hafa minni áhuga fyrir því að kaupa Vesturheims- blöðin af því, að allmikið af lesmáli þeirra snerist um efni, er snerti ísland fyrst og fremst. En þetta er einmitt ein af meginástæðum þess, að Austur-lslendingar þurfa að kynnast þessum blöðum. Meðan landar í Vesturheimi hafa svo mikla samúð með gamla landinu og aliri lífs- baráttu þjóðarinnar, að þeir vilja láta biöð sín fjalla að mjög verulegu leyti um austur-íslenzk efni, þá er auðséð, hve römm er sú taug, sem tengir landa vestra við hið gamla ættland og málefni þess. Ef menn hér á landi lesa með athygli vestanblöðin, þá getur ekki hjá því farið að menn fyllist lotningu og aðdáun fyrir þeirri sterku ættjarðarást gagnvart íslandi, sem end- urspeglast í þessum blöðum. Sterk hlýtur sú tilfinning að vera, sem kemur fólki af íslenzkri ætt, sem tæplega getur búizt við að koma nokk- urn tíma aftur til landsins, til að fylgjast þó nákvæmlega með öllum hreyfingum þjóðlífsins í hinu fjarlæga ættlandi. Önnur og þó meiri ástæða er sú, að styðja Vesturheimsblöðin með því að afla þeim ail- margra kaupenda hér á íslandi. Bæði blöðin eiga erfitt uppdráttar og eru árlega studd mjög myndarlega af þjóðlegum forgöngumönnum vestan hafs. Þau skipulagsbundnu kaup, sem hér er f’arið fram á, eru frá okkar hálfu vottur um aukinn skilning og þakkarhug okkar til landa í Vesturheimi fyrir hina þýðingarmiklu ulvarðarstarfsemi þeirra fyrir íslenzka menn- ingu. Eftir stríðið munu haldast beinar skipaferðir milli íslands og Norður-Ameríku og stóraukin viðskipti og kynning á báðar hliðar. Námsmenn og viðskiptaforkólfar munu fara vestur, og Is- lendingar vestan hafs munu heimsækja gamla landið miklu meiia en áður hefir verið. Þá mun þýðing íslenzku byggðarinnar vestan hafs verða ómetanleg fyrir hið litla íslenzka þjóðveldi. Lögberg og Heimskringla eru meginvirk: í andlegrj. baráttu landa í Vesturheimi. Við eig- um að senda þeim liðsauka, og við getum, með því að lesa þessi blöð, fengið einhverja óræk- ustu sönnunina, sem til er, fyrir lífsmætti ís- lenzks þjóðernis og íslenzkrar menningar. Sérálætt vísnasafn Þingvísur 1872—1942. Safnað heiir Jóhannes úr Kötlum. Útgefandi Þór- hallur Bjarnason, Reykjavík, 1943. Þingvísur eru sérstæð grein íslenzks kveð- slcapar og að sama skapi gamlar í garði heima- þjóðar vorrar. Því til sönnunar má minna á hina þjóðfrægu kesknivísu Hjalta Skeggjasonar úr Þjórsárdal, “Vil eg eigi goð geyja”, er hann kvað út af deilunum úm kristnitökuna á Alþingi árið 1000; er hún, ef til vill, fyrsta þingvísa, sem kveðin hefir verið á íslandi, eins og safn- andi efnis þessa rits, Jóhannes skáld úr Kötlum, tekur fram í formála sínum. Eitt er víst, að hún hefir langlíf orðið og mikill sægur þingvísna og kvæða siglt í kjölfar hennar, eins og vísnasafn þetta sýnir, þó að það nái aðeins yíir sjötíu ára tímabil. Líklegt er einnig, eins og Jóhannes slær varnagla við í formálanum, að ekki komi hér öll kurl til graf- ar, þó að víða hafi sýnilega verið gengið á rekana um vísnaleitina. Höfundar eru ekki tilfærðir, nema þar sem atvik gerðu það óhjákvæmilegt, en til þess að bæta úr því hefir safnandi samið skrá yíir alla þá höfunda, sem honum er kunnugt um, að vísur eigi í safninu og eru þeir 60 talsms, al- þingismenn, starfsmenn Alþingís og aðrir. I þeim hópi er fjöldi þjóðkunnra skálda og hag- yrðinga; einn Vestur-íslendingur er þar talinn, Einar P. Jónsson ritstjóri, en hann var um skeið þingskrifari. Hinsvegar varð ekki hjá því komist, eins og safnandi segir, “að tilgreina rétt og full nöfn þeirra þingmanna, sem að er stefnt í vísu hverri, og skýra jafnframt svo tildrög, sem kostur var á, — ella hefðu þær flestar týnt tilgangi sínum og orðið að óskiljanlegum vindhöggum”. Rétti- lega bendir hann jafnframt á það, að fjarri fari því, að þeir þingmenn, sem mest og tíðast verða skotspænir keskninnar, séu fyrir það menn að ómerkari. I formála sínum gerir safnandi góða grein fyrir hlutverki íslenzkra þingvísna, meðal ann- ars með þessum orðum: “Hér á landi hefir þing- vísnagerðin — sem og raunar allur kesknikveð- skapur — komið að nokkru leyti í stað skop- myndalistarinnar með öðrum þjóðum, og liggja t.jl þess gild og augljós rök. Þingvísan er því náskyld skopteikningunni, sem rissuð er af skyndingu með ákveðinn sérleik persónu eða atburðar fyrir augum. Hún er sjaldan, fremur en teikningin, nákvæm túlkun staðreyndar, heldur ýking eða afskræming eða hvorttveggja. En um leið og hún kappkostar að vekja hlátur með öfgum sínum, vill hún rækja hlutverk hrísvandarins, og er þar að finna orsök þess, hversu grófgerðri henni hættir oft að verða, auk þess sem gaman mörlandans er oftast heldur grátt að upplagi.” Ekki þarf heldur lengi að blaða í safni þessu til þess að sannfærast um, að hagyrðingurinn snjalli hafi laukrétt að mæla, er hann segir, að ferskeytlan yrði oft í höndum Frónsbúans “hvöss sem byssustingur”. Mjög eru þingvísur þessar þó misjafnar að bragsnilld og orðheppni, en rnargar þeirra eru prýðisvel kveðnar og hitta ágætlega í mark, enda löngu kunnar um land allt og á vörum fjölda manna. Þannig er því t. d. farið um vísur Páls Ólafssonar og Andrésar Björnssonar. Bókin fer vel úr hlaði með hinum skemtilega brag, sem kveðinn var árið 1872 í orðastað hinna konungkjörnu þingmanna þeirrar tíðar, og vafalaust lýsir vel hug þjóðarinnar gagnvart þeim fulltrúum hinna erlendu stjórnarvalda. Þeim eru, í einu erindinu, gerð upp orðin á þessa leið: Eg er konungkjörinn, krækja verð eg þá stjórnar fótaförin, — fæ og æ að sjá, að sú leið er líknarbraut. • Annan veg ef vildi eg, vera mætti naut. Annar þingmaður Rangæinga á sumarþinginu 1893 viðhafði oft í ræðum sínum orðatiltækið: “frá almennu sjónarmiði”. Spannst út af því fjöldi vísna, sumar mjög smeilnar, en aliar enda á þessu orðtæki hans. Meðal annars var eftirfarandi vísa kveð- in um þingmann nokkurn, er þótti ærið fylgispakur við einn þingbróður siiin í atkvæða- greiðslu: Öll rugluðust atkvæðin, — hann augun gaut um þing- salinn og vissi hvorki út né inn frá almennu sjónarmiði. Á sumarþinginu 1913 var bor- ið fram frumvarp til laga um girðingar. Komu fram margar breytingatillögur og varð mikið þóf um afgreiðslu málsins. Grein ir þessi vísa frá þeim vand- kvæðum: Fáum er nú gata greið gerð í þingsölunum, — þeim er orðin erfið leið út úr girðingunum. Á þinginu 1926 gerðist það, að heldur þótti síga höfgi á þirg- menn undir ræðu eins þeirra, svo sem segir í vísunni: Nú er ár á íslandi — og á þingbekkjunum ýsudráttur óðari en í verstöðvunum. Alkunn er hin ágæta vísa um hinar heitu umræður á vetrar- þinginu 1932 um framvarp til laga um virkjun Sogsins: Fellur mælskufoss að ós, freyðir á hverjum stalli. Eg held þó meir sé hita en ljós að hafa úr þessu falli. Hittin er einnig þessi vísa um hina nýju skattalöggjöf, er fram var borin á þinginu 1939: Stríður er fyrir stjórnarhatta stormur sá, er fólkið vekur, þegar hrammur þungra sk&tta þjóðinni fyrir kverkar tekur. Nægja ofangreind sýnishorn til þess að draga athygli lesenda að því, að margra grasa kennir í þingvísna safni þessu, og hafa þó hreint ekki verið valdar hin- ar hvassyrtustu, er ýmsum kunna að þykja mergmestar. Frelsishetja Tékkósióvakiu Meðan afreksmanna verður minst mun nafn Tómasar Mazaryks, forseta Tékkó- slóvakíu, í minni geymt. Hann ólst upp undir oki Austurríkismanna, ruddi sér braut til vegs og virðingar, leiddi málstað Tékka til sig- urs, kom því til leiðar, að tékkóslóvaska lýðveldið var stofnað eftir heimsstyrjöld- ina, stýrði því betur öllum hinum nýju ríkjunum og dó í hárri elli sem einn virtasti og dáðasti stjórnmálaskör- ungur heimsins. ♦ -f Við erum í Moskvu 1917, snemma á dögum rússnesku byltingarinnar. Hörð skothríð kveður við á götunum. Frá járn- brautarstöðinni kemur maður og gengur ofur rólegur út á torgið. Hann stefnir að þjóðgistihöll- inni. Þegar hann hefir náð spöl- korn út á torgið, stöðvar flokkur hermanna hann. Liðsforingi spyr hann, hvert ferðinni sá heitið, og segir honum síðan, að það sé ckleift að fara yfir torgið, vegna skothríðar frá báðum hliðum. Þetta var satt: Öðru megin voru menn Kerenskys, en hinum megin bolsévikkar, og kúlur úr rifflum og vélbyssum hvína yfir torgið. Liðsforinginn ráðleggur honum að snúa til Metropól- gistihússins. En maðurinn lét ekkert aftra sér. Hröðum, föstum skrefum gekk hann yfir torgið, þótt kúl- urnar þytu kringum hann. Þegar hann kemur að dyrum gistihall- arinnar, er hurðinni skelt í lás. Hann drepur harkalega á dyr og kallar: “Opnið þið strax.” “Búið þér hér?” hrópar dyra- vörðurinn fyrir innan. Og Mazaryk, því að sá var maðurinn, svaraði: “Verið þér ekki að þessum þvættingi, hleyp- ið mér inn.” “Eg gat ekki fengið af mér að Ijúga,” var Mazaryk vanur að segja, er hann lýsti þessum at- burðum síðar. “Eg gat ekki fengið af mér að Ijúga” Með þeáSum orðum er einum þættinum í skapferli Mazaryks lýst til hlítar. Flestum myndi hafa orðið á að bregða fyrir sig ósannindum á slíkri stundu. “Pravda Vitezi” — sannleikurinn skal sigra, var kjörorð hans og þess nýja ríkis, er hann setti á stofn. • Sannleikurinn var hón- um stórum meira virði en jafn- vel lífið sjálft. Honum auðnað- ist líka að leiða sannleikann til sigurs. Upp úr ringulreið styrj- aldarinnar reis frelsisunnandi þjóð. Hann átti mestan þátt í því að glæða þann frelsishug og hon- um var það að þakka, að hug- sjón frelsisins varð að veruleika. Og hann gerði meira: Hann leiddi þjóð sína á þrengingartím- unum og honum auðnaðist að stýra fleyi hennar heilu og höldnu gegnum brim og boða byltingar og bjargaskorts og skipa henni í sveit með hinum bezt mentu og dáðríkustu þjóð- um í Norðurálfu. Mazaryk var maður, sem hafði hafist til vegs og virðingar af sjálfdáðum. Hann var lítillar ættar og af fátæku foreldri og átti erfitt um vik að njóta ment- unar í æsku. En hann var gædd- ur óvenjulegu viljaþreki og al- inn upp við iðjusemi og sjálfs- aga. Að því bjó hann ævilangt. ♦ I Cejc, litlu þorpi í Móravíir, bjó ökumaður, Slóvaki frá Kóp- kaníu, sem var kvæntur tékk- neskri konu af þýzkum uppruna. Þessi ökumaður var sveitamað- ur að ætt og uppeldi. Hann unni sveitalífinu og hirti hestana sína af kostgæfni og umhyggju, en kjör hans voru kröpp, því að hann lifði undir oki austurríska keisaradæmisins og var ánauð- ugur maður en ekki frjáls þegn. Hann hafði engrar mentunar notið. Á barnsaldri hafði hann að sönnu lært að lesa. Það hafði gömul kona, sem hann tók upp kartöflur fyrir, kent honum. En þar með var öllu skólanámi hans lokið. En hann var öðrum kost- gæfnari lærisveinn í skóla lífsins í móraviska þorpinu, þar sem hann stritaði dag hvern með hestum sínum. ‘ Kona hans hafði hins vegar hlotið meiri mentun. Hún hafði verið eldastúlka á heimili ríks manns og kynst þar yfirstéttarfólki og öðlast meiri víðsýni og séð fleiri hliðar lífs- ins. Hún hafði að minsta kosti séð nógu mikið til að skilja, hve mentun var mikils virði, og hún hafði staðráðið að eitthvert barna sinna skyldi hljóta meiri mentun en henni og manni hennar hafði auðnast, hversu mikið sem hún þyrfti á sig að leggja til þess. Þessi hjón gátu son, sem snemma var fjörugur og áræð- inn. Hann líktist móður sinni ungur um flesta hluti, en þó var hann einnig gæddur þrautseigju og skapfestu gamla ökumanns- ins. Hugur hans hneigð;st brátt í þá átt, sem móðir hans kaus helzt. Hvenær, sem færi gafst, sat hann yfir bókum, er hann hafði komist yfir, og þegar á barnsaldri tók hann að ganga um og biðja fólk um blýant og blöð til að rissa á. Þessi drengur var Thomas Mazaryk, sonur Jósefs og Theresu Mazaryks, síðar há- skólakennari og forseti Tékkó- slóvakíu. Hver hefði getað spáð honum slíkum örlögum? Hvað ‘gat hann lært til slíkra starfa, sonur hestgæzlumanns í sveita- þorpi? Og hvað gat móðir hans kent honum, fátæk vinnukona. sem engin fjárráð hafði? Nei, auðnum var sannarlega ekki fyrir að fara. Þau höfðu varla málungi matar. Eins og aðrir drengir í þorpinu notaði Tómas Mazaryk aðeins skó um það leyti árs, er kaldast var. Strax og hlána tók á vorin voru skórnir lagðir til hliðar, og sum- arlangt hlupu drengirnir um berfættir. Þegar heldra fólkið kom til veiða í bygðarskóginum, voru þjónar þess vanir að fleygja matarleyfunum, og þá kom Mazaryk þangað ásamt öðrum þorpsbúum til þess að hirða mol- ana af borðum hinna ríku. Á páskunum gekk hann í flokki annara barna á milli húsanna og söng sálma í þeirri von, að ein- hver húsfreyja myndi launa sönginn með páskaeggi. Ekki naut hann mikillar vinsemdar, þeirra, sem betur voru settir í þjóðfélaginu. Faðir hans var í þjónustu austurrískrar undir- tyllu, sejn fór með verkamenn- ina eins og hunda. Þjóðleg við- reisn flaug engum í hug á þess- um kúgunarárum. Eins og allir aðrir fann hann sárt til þess að vera fyrirlitinn Slóvaki, og þeg- ar amma hans gaf honum hvít- ar slóvakabuxur að fornri sið- venju; þá grét hann beiskum tár- um yfir lægingu lands og þjóð- ar. Samt þekti hann harla lítið til hinnar fornu gullaldar þjóðar sinnar, þegar í Bæheimi bjó voldug þjóð og Prag var mikil borg. I augum unglingsins var Vínarborg miðdepill heimsins og Austurríki tákn valds og dýrðar. Hann gekk í þorpsskólann, þegar hann hafði aldur til, og öðlaðist þar ofurlitla nasasjón af þekkingu. En mikið var það ekki, því að kennarinn var hvorki sérlega mentaður eða margfróður. En jafnhliða þessu námi sínu vann hann hörðum höndum eins og aðrir drengir í þorpinu til þess að drýgja rýrar tekjur foreldra sinna. Járnsmið- urinn, sem hann vann hjá, veitti snemma athygli einhverju ó- venjulegu í fari drengsins. Ekki stafaði það þó frá klæðaburði hans, því að hann var jafn fá- tæklega til fara og aðrir snáðar á hans reki. Ekki hafði hann heldur af meíri líkamsburðum að státa en algengt var. En það speglaðist eitthvað í andliti hans, augum hans, og geislaði frá breiðu enninu, en einkum kom það þó í ljós í þeim áhuga, sem hann sýndi á hverju verki, er honum var falið, hversu auð- virðilegt, sem það var. —Tíminn. Eg og djöfullinn Eftri Pálma. Djöfullinn var skellihlæjandi. Munnvikin á honum náðu alveg upp til eyrnanna og jafnvel hornin á honum stóðu óvanalega langt upp úr þykka, úfna hárinu á honum. Hann hafði verið að reyna til þess, að telja mér trú um það, að hiti og kuldi væru í raun og veru sameðlis; þar væri aðeins um mismunandi stig að ræða, því heitt gæti kólnað og kalt hitnað. Rökfærslur hans voru því alveg ómótmælanlegar. En þegar hann byrjaði á því, að telja mér trú um það, með sams- konar rökum, .að ást og hatur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.