Lögberg - 18.11.1943, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.11.1943, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGlNh 18. NÓVEMBER 1943. Útdráttar ur fréttaskýrslu upplýsinga- ráðuneytisins á Íslandi Nýi Siúdenlagarðurinn vígður. Vígsla Nýja Stúdentagarðsins fói fram 30. júlí s. 1. Eru þá 15 mánuðir- liðnir síðan fyrstu skóflustungurnar voru teknar að grunni hússins. “Æfintýrinu er lokið á farsælan hátt”, eins og form. byggingarnefndarinnar orð aði það í vígslu ræðu sinni. Athöfnin hófst með því að gestir söfnuðust saman í and- dyri Háskólans klukkan rúm- lega átta síðdegis. Hafði bygg- ingarnefndin boðið til vígslunn- ar öllum þeim, er hevbergi höfðu "gefið, en ýmsir þeirra gátu þó eigi verið viðstaddir af ýmsum orsökum. Herra ríkisstjórinn, sendiherra Dana, aðalræðismað- ur Finna og allmargir aðrir, er á einhvern hátt höfðu lagt Garði lið, voru og viðstaddir. Frétta- mönnum útvarps og blaða var einnig boðið. Meðan gestirnir söfnuðust saman í anddyrinu, lék Lúðrasveitin Svanur við inn- göngudyrnar. Frá Háskólanum var síðan gengið í skrúðgöngu að Nýja Stúdentagarðinum. Gekk Lúðra- sveitin í fararbroddi, en þar næst var stúdentafáninn borinn. Á eftir honum gekk hópur stúd- enta í tvöfaldri röð, þar á meðal flestir þeir stúdentar, sem nú búa á Garði, en þeir eru 22. Næstur þeim gekk herra ríkis- stjórinn, þá byggingarnefndin og loks aðrir gestir. Er komið var að aðaiinngöngudyrum Garðs, klufu stúdentar raðir sínar og mýnduðu hlið, er ríkisstjórinn gekk um og á eftir honum aðrir gestir. Um leið og ríkisstjórinn gekk upp tröppurnar, heilsuðu fánaberi með stúdentafánanum. Þegar er inn var komið, var sest að veislu í sal á efstu hæð hússins, en sá salur verður not- aður sem nokkurskonar setustofa. Próf. Alexander Jóhannesson setti hófið og bað próf. Ágúst H. Bjarnason að vera veislustjóra. Próf. Ágúst bað gesti þá rísa úr sætum sínum og hylia ríkisstjór- aíin, sem sýnt hefði samkomunni þann heiður að vera viðstaddur. Ríkisstjóri þakkaði, árnaði Garði og stúdentum allra heilla og bað gesti að lokum að minnast fóst- urjarðarinnar. Þá gaf veislustjóri próf. Alex- ander Jóhannessyni, formanni byggingarnefndar, orðið. Fluti^ formaðurinn ítarlega skýrslu um undirbúning og tildrög þess, að hafist var handa um að reisa þessa byggingu, undirtektir al- memnings og færði að lokum öllum, er á einhvern hátt höfðu stuðlað að því að Garður kæm- ist upp, kærar þakkir. Að lokinni ræðu sinni, afhenti formaður byggingarnefndar Garðsstjórn Nýja Garð til um- sjár og afnota fyrir stúdentá Há- skólans. Fékk hann Garðsstjórn til varðveislu bók eina milda, er í eru skráð öll gjafaherbergi, gefendur þeirra og skilmálar þeir, sem gjöfunum fylgja. For- Vísitalan. Kauplagsnefnd og Hagstofan hafa nú reiknað út framfærslu vísitöluna fyrir ágústmánuð og maður Garðstjórnar veitti bók-ler það tveim stigum hærra en inni og Nýja Garði viðtöku og | júlívísitalan var. flutti byggingarnefnd þakkir fyr- ir sitt mikla bg ágæta starf. “Stúdentar áttu sjálfir hug- myndina að byggingunni, og nú er það þeirra að varðveita hana og gera Garðinn frægan. Þeir hafa átt við mikla örðugleika að stríða síðan þeir mistu gamla Garð, en nú eru þeir loks komn- ir heim, og allt er orðið gott. Þá mintist hann á, að enn væri margt ógert, m. a. vantaði al- gerlega húsgögn í Garðinn. Að lokinni ræðu formanns Garðsstórnar, talaði rektor Há- skólans. Flutti hann fyrir Há- skólans hönd öllum beztu þakkir er hér höfðu lagt hönd á plóginn, og ekki hvað síst próf. Alexander Jóhanessyni, sem væri mesti “byggingameistari háskólans. Taldi hann byggingu Garðs glæsilegt dæmi þess hversu þjóð in ynni háskóla sínum. Ritari Stúdentaráðs, stud. mag. Krjstján Eldjárn, flutti síðan fyr- ir hönd háskólastúdenta bestu þakkir öllum þeim, er lagt hefðu fram fé og annan stuðning til þess að koma þessari byggingu upp. Hann kvað stúdenta hér að mestu leyti vera algera þiggj- endur, en þó teldu þeir þetta ekki ölmusu, heldur merki þess, að þjóðin vildi við stúdenta kann- ast og teldi þeirra þörf í þjóð- félaginu. “Því að þjóð vorri vinn- um vér allt vort starf”, sagði Kristján að lokum. Magnús Sigurðsson, banka- stjóri ávarpaði stúdenta og benti þeim á, að meðlætið gæti verið hættulegt. Nokkrir erfið- leikar væru hverjum stúdent til góðs. Að þessum ræðuhöldum lokn- um, var staðið upp frá borðum og gestir skoðuðu bygginguna. Eftir það var aftur sest að borð- um og skemtu menn sér vel og lengi við söng og ræðuhöld. — Fluttu þá m. a. ræður ríkisstjór- inn og sendiherra Dana. Fór hóf- ið hið besta fram og var rausn byggingarnefndar almennt lofuð af gestum. Verzlunarjöfnuðurinn. Samkvæmt bráðabirgðayfirliti Hags^pfu íslands nam innflutn- ingur í júlímánuði 17,7 milj. kr., en útflutningur 29,7 milj. Verzl- unarjöfnuðurinn í júlí hefir því verið hagstæður um 12 millj. króna. Sjö fyrstu mánuði þessa árs hefir innflutningurinn alls num- ið 137,9 milj.'kr. en útflutning- ur á sama tíma nemur 139,8 milj. Verzlunarjöfnuðurinn hefir því verið hagstæður það sem af er árinu um 1,9 millj. kr. Á sama tíma í fyrra var verzlúnarjöfn- uðurinn hagstæður um 0,6 millj. kr. Þá nam innflutningurinn 121 millj. en útflutningurinn 121,6 millj. kr. Vísilölunefnd. Hinn 18. ágúst skipaði fjár- málaráðuneytið 3ja manna nefnd til að athuga hvort grundvöllur undir útreikningi framfærslu- vísitölunnar sé réttur og sann- gjarn. Á nefndin að skila áliti og tillögum til ríkisstjórnarinn- ar. Formsður nefndarinnar er dr. pil. Ólafur Dan Daníelsson, yfir- kennari, en auk hans eiga sæti í nefndinni þeir Árni S. Björnsson, cand. polit, og Torfi Ásgeirsson hagfræðingur. Skipun nefndar í fangelsismál landsins. Dómsmálaráðherra hefir ný- lega skipað nefnd til þess að rannsaka fangelsismál landsins í heild og gera tillögur um skip- an þessara mála frarrfvegis. í nefndinni eru: Gústaf A. Jónasson, skrifstofustjóri; Svein- björn Jónsson, hæátaréttarlög- maður; Jónatan Hallvarðsson, sakadómari, Vilmundur Jónsson, landlæknir, próf. Guðjón Samúel son, húsameistari ríkisins, og er Gústaf A. Jónasson skrifstofu- stjóri, formaður nefndarinnar. Nýjar bækur. 'Nýlega er út komin bók að nafni “Bjarni á götunni” eftir þingeyska skáldið Sigurjón Frið- jónsson og er hún í íjórúm köfl- um. Fyrsti káfli bókarinnar heitir Húsatkvæði til vordísarinnar. Er það ljóðaflokkur. Næsti kafli, er nokkur ævin- týri, í óbundnu máli. þriðji kafl- inn heitir: Barnið á götunni ljóð í óbundnu máli, en fjórði og síðasti kafli bókarinnar heitir: “Nótt í veitingahúsi”. Er þessi kafli samtal tveggja næturgesta og er þar að finna greinargerð skáldsins fyrir lífsskoðun sinni. í prentun er nú þriðja bók ljóðmæla Sigurjóns, “Heyrði ,eg í hamrinum”. Fyrsta bókin kom út 1939 og önnur 1940. Sigurjón Friðjónsson er nú tæplega 76 ára að aldri. Þegar Churchill var í Reykjavík Eflir H. W. Morton. Enski blaðamaðurinn H. V. Morton er einhver kunnasti blaða- maður Breta, og er það því tæplega nein tilviljun að upplýsinga- ráðuneytið brezka bauð honum, ásamt rithöfundinum og blaða- manninum Howard Spring, að ferðasi með Churchill iil móts við Roosevelt á sumrinu 1941. Um þessa för hefir Morton ritað bókina "Atlantic Meeting" og hér fer á eftir kaflinn um ísland, cða raunar kaflinn um Reykjavík, því að Morion virðist hafa ciaðið við í Reykjavík allan daginn en ekki farið út úr bænum með forsætisráðherranum. Minningarrit S. í. S. t Samband ísl. samvinnufélaga hefir gefið út myndarlegt minn- ingarrit um fjörutíu ára starf- semi sína. Hefur fulltrúum ís- lands erlendis verið sent minn- ingarrit þetta. íslandsklukkan. Halldór Kiljan Laxness hefur sent frá sér nýja skáldsögu með þessu nafni. Er hún byggð utan um lífssögu Jóns Hreggviðsson- ar, sem uppi var á síðari hluta 17. aldar og fram yfir 1700, og bjó á Hvalfjarðarströnd. Last of a Series of Advertisements Explaining the Reasons for Beer Rationing CO-OPERATION WILL HELP EVERYBODY The Government of Canada has reduced the amount of beer available to the people of Canada. Brewery sales are limited to 90% of the beer consumed in the twelve month period ending October 31st, 1942. Each and every hotel in Manitoba is rationed on a monthly basis. Your co-operation in helping to observe this mandate of the Dominion Government is asked for. MD 111 Nokkur mannalát. Jónas Jónsson, Ytri Njarðvík. Anna Soffía ólafsdóttir, fyrrv. Ijósmóðir. Lýður Árnason frá Hjallanesi. Markús ívarsson, framkvstj. Vélsm. Héðinn. Benoný Benonýsson, kaupmað- ur, Reykjavík. Björn Jónsson hieppstjóri Stóru-Seylu, Skaga. Kristín María Sigurðardóttir, húsfreyja, Hafnarfirði. Guðrún Guðmundsdóttir, hús- freyja, Hjálmsstöðum, Laugar- dal. Sigríður Gísladóttir, frá öxna- hrygg í ölfusi. Þorgeir Þorsteinsson bóndi, Hlemmiskeiði. Bjarni Hjaltalín, fiskimatsmað- ur. Akureyri. Gunjiar Juul lyfsali, ísafirði. H. E. Smith, bankafulltrúi, Reykjavík. Ingibjörg Kristjánsdóttir Bald urshaga, Blönduósi. % % <OG V & & & Snemma morguns komum við að glæsilegu landi, þar sem hörkuleg fjöll eru skorin og svið- in ‘ af völdum hraunflóða. Þetta var annar góðviðrisdagur ferð- arinnar og einasti sólskinsdagur- inn, frá sunnudeginum, þegar guðsþjónustan fór fram um borð. Evjar, sem sjaldan njóta sól- ar, rísa við auganu í sólskini ^íns og Öskubuska í öllu sínu stássi, rétt eins og landið vilji sýna sig í sinni skammvinnu, óvenjulegu dýrð, áður þokunótt og rigninga skellur aftur á. Svona var það um ísland, laugardags- morguninn 16. ágúst, þegar við sigldum inn djúpan flóa um sjó sem var líkastur þeim, sem hugsa mætti sér að hafi baðað strendur íþöku hinnar fornu. Það þurfti ekki annað en líta á hin veðurbitnu fjöll, hin trjá- lausu klettasvæði, kaldar mýr- arnar. og hóla og hæðir, til að ímynda sér að svona dásamleg- ir sumardagar koma sjaldan á þessu norðlæga eylandi. Mr. Churchill ætlaði til Reykjavíkur, höfuðborgarinnar, til að skoða herinn og svipast um í landinu. Fyrir fáum vik- um höfðu Bandaríkin tekið höndum saman við oss Breta um að vernda ísland fyrir óvin- unum með því að setja þar her á land og þeirri ákvörðun að hervernda amerískar skipaíest- ir til íslands. Þegar Mr. Churc- hill hafði lýst þessari ákvörðun þeirra í þinginu í júlí hafði hann kallað hann “einhvern þýðing- armesta atburðinn frá stríðs- bvrjun”. Nú kom hann beint frá fundi sínum og forsetans til að skoða eina landið, þar sem brezk- fur og amerískur her störfuðu í sameiningu. “Prince of Wales” varpaði akkerum frammi á firði, en við stigum um borð í tundurspilli, sem flutti okkur til höfuðborg- arinnar. Mr. Churchill, Sir John Dill, SJir Wilfrid Freeman og hinn föngulegi liðsforingi Frank- lin D. Roosevelt yngri voru mestir virðingarmenn þeirra, sem .í land fóru. Tundurspillirinn ösl- aði af stað út fagran fjörð, krækti fyrir skaga og stefndi nú á fjarlæga strönd, þar sem hvít borg sást blika í sólskininu niðri við sjóinn. Það var með mikilli eftirvæntingu að við horfðum á borgina nálgast með hverri mín- útunni, um leið og við leiddum að því getur, hvernig höfuðborg íslands myndi líta út. Því miður eru Norðurlönd mér lokuð bók. Eg hefi alltaf kosið heldur að ferðast um Miðjarðar- a hafslöndin. Auðvitað vissi eg að Island og Danmörk höfðu verið í konungssambandi, unz Þjóð- verjar réðusL inn í Danmörku 1940, þegar íslendingar rufu tengslin og kusu sinn eigin ríkis- stjóra. Eg vissi líka, að ísland er eitt hinna fáu landa heims —- ef það er ekki hið eina? — sem heldur ekki her. En eg hafði ekki minnstu hugmynd um hvernig eyjan lítur út, eða hverju íslendingar líkjast. Eg hafði ekkert furðað mig, þótt eg hefði séð hreindýr á götum Reykjavíkur — og raunar hálf- bjóst eg við því. Einhvernveginn er það svo, að það er þessi óvissa sem er einhver mesta unun við öll ferðalög. Þessi inngangur í hið ókunna land. Það gerist ekki á hverjum degi nú á tímum, að maðúr kemur til lands, sem rekur ekki ferðaskrifstofu í Re- gent Street og ekki auglýsir :‘egurð sína með stórum gljá- myndum eða ferðalög og skemmtistaði í sannfærandi smápésum. Satt að, segja mundi eg aðeins eina staðreynd um Is- land — og það var kannske skrít- ín staðreynd — nefnilega þá, að á íslandi hófst ferðalag Jules Verne “inn í miðdepil jarðar”. En það var yndislegt að vera á leið til borgar, sem átti yfir slíkum minningum að búa. Við sigldum inn í litla höfn, |iðandi af starfi, en í baksýn voru naktar hæðir, eins lausar við trjágróður og billiardborð. Frá sjónum að sjá voru húsin smá þrifaleg og hvítleit. Þegar tundurspillirinn kom inn á höfnina, sáum við heiðursvörð sjóhers, landhers og flughers á hafnarbakkanum og að baki þeirra mikla mannþyrpingu á götum, í gluggum og um borð í hverju einasta nærliggjandi skipi. Þarna stóðu þúsundir ís- lendinga. Það var lostið upp gífurlegu fagnaðarópi, þegar Mr. Churchill steig á land. Þegar hann hafði skoðað her- vörðinn, ók hann af stað í bíl til að heilsa upp á Ríkisstjórann, Svein Björnsson. Frá svölum íslenzka þinghússins ávarpaði hann, að uppástungu Ríkis- Stjóra, mikinn mannfjölda og lofaði því, að meðan á -ófriðn- um stæði, skyldi Bretland og Ameríka vernda ísland, en að ófriðnum loknum ábyrgjast sjálfstæði þess. Síðan ók hann af stað til að skoða her og líta á landið sjálft. Við Howard Spring helguð- um okkur aftur á móti Reykja- vík og það með glöðu geði eftir að hafa lengi verið fangar um borð, og Reykjavík birtist okk- ur eins og glampandi samband af París og New York. Þetta er lítil borg — íbúarnir eru 40 þúsund — bersýnilega efnuð og störfum hlaðin og algerlega ó- lík nokkuru því, sem eg hafði búizt við að sjá. í stað kulda- klæddra íbúa á hreindýrasleð- um, tyggjandi hvalaspik, sáum við okkur til undrunar margar tízkuklæddar stúlkur með ekta ljóst hár og furðulegasta úrval af höttum. Á þessi ljósu höfuð var tyllt höttum, sem voru ekkl stæri en eldspýtustokkar allt upp í hatta á stærð við boga skotmörk, þar voru hattar, sem ætla mætti að gerðir hefðu ver ið fyrir leikbrúður og hattar, sem í rauninni voru ekki annað en taubútar. Hvaðan komu þeir? Eg hafði ekki kjark í mér til að spyrja, en ef þeir koma frá Englandi, eins og flest annað í búðunum, þá verð eg að furða mig á því að vér skulum geta framleitt þá og flutt út um úfið haf á ófriðartímum. Það er víst þetta, sem kallað er að halda útfiutningsverzluninni gangandi. Ófriðurinn beitir okkur undar- legustu hrekkjabrögðum. í Eng- landi ganga nú þúsundir kvenna berfættar og taka sig aðdáanlega út. En á íslandi, þar sem maður allra hluta vegna á helzt von a því að sjá hlýja ullarsokka, geng- ur undantekningarlaust hver ein- asta stúlka í silkisokkum. Við rákumst á búðir, fullar af silki- sokkum, “Made in England”. og það voru margir búðargluggar> þar sem ekkert annað var sýnt. Það er auðvitað við því að búast, að þegar allri framleiðslu- getu þjóðar er beint að hergögn- um, muni hygð og þokki lífsins fjara út smátt og smátt, eins og gerzt hefir í Englandi. Það er einnig við því að búast, að' a eylandi, sem flytur inn meginið af neyzluvörum sínum og allar ónauðsynlegar vörur, muni lífið verða hversdagslegt. En við ger- um okkur það ekki ljóst, hversu langt við erum komnir frá líf1 fyrirstríðsáranna, fyrr en við komum til landa eins og Ný- fundnalands og íslands, þar sena skemmtiferðafólk kom sjaldan áður fyrr, þar sem enn er hægt að kaupa glys fyrir peninga. Það sem olli okkur enn meiri uncjrunar ðn búðiir, sðm sem hægt var að kaupa smjör 1 pundatali, stóra osta, svínslærn dósir með íslenzku kavian, potta af rjóma, súkkulaði og jafnvel ljósmyndafilmur, voru þó bókabúðirnar í Reykjavík. Þær eru svo mar^ar og vel bók- um búnar, að þær væru til sóma fyrir hvaða enska borg sem er þótt hún væri 2—3 sinnum stærri en Reykjavík. Það er eftirtektar- vert, hversu margt fæst þar bóka á erlendum tungumálum, einkum á ensku og þýzku. Þarna sáum við heilan. glugga, fullan af ensk- um bókum, og okkur var sagt að þær væru ekki keyptar af her- mönnunum okkar, heldur af ís- lendingum sjálfum. ísland hlýtur að vera mennt aðasta land heimsins og hið undarlegasta að andlegu inn- ræti, ef nokkuð er að marka tölu prentaðra bóka á nef hvert. Þarna er prentað eitt bindi fyr' ir hverjar 466 sálir, en sam- kvæmt því virðast Englending- ar allt að því ólæsir með sínar 3205 sálir fyrir hverja bók og Ameríkumenn blátt áfram skrælingjar með eina bók fyr' ír hverja 12.497 íbúa. En til allrar hamingju er ekki einhlitt að byggja á slíkum staðreynd' um. En þær sýna þó að íslend- ingar þjást af óvenjulega al' mennu hungri eftir prentuðu máli, ekki einungis á íslenzku, heldur og á erlendu máli. Mer var líka sagt, að það væri ekk1 Látið ekki tækifærið ganga úr greipum yðar! Verzlunarmennlun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennar nýiur, hefir aeiíð forgangs- réii þegar um vel launaðar siöður er að ræða. Það margborgar sig, að finna oss að máli, ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið iil sölu við frægusiu og fullkomnusiu verzlunarskóla vesian lands. The Columbia Press Limited Toronio og Sargent, Winnipeg Ifc

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.