Lögberg - 18.11.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.11.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1943. IVA Eftir Gösta af Geijersiam. og hóstandi, og höfðu ekki einurð til að biðja um það, sumir höfðu komið þar ár eftir ár að biðja um hey, og þeir sögðust æfinlega ætla að borga það aftur að haustinu til, þegar þeir væru búnir að heyja en gleymdu því mjög oft. “Eg hef Sliver rétt eins og eg vil,” sagði hann og bankaði á vestisvasann sinn. Fólkið kallaði sýslumanninn “Sliver”. Krispinús hafði horfið um tíma, eftir þetta kom fyrir. Það var ekki fyr en hann kom aftur að hann fór að láta mikið á sér bera. Hann virtist hafa mikil peningaráð, því nú eyddi hann öllum sínum tíma í stórkaup og viðskiftabrask, og lét konu sína. Petru, annast þessa litlu búð sem þau höfðu byrjað með. Hún var sístarfandi, sagði aldrei neitt, en virtist að fara að dæmi Krispinus í öllu. Hún var lítil vexti, kringlu- leit í andliti, sem næstum altaf var hulið undir skýluklút, sem hún hafði á höfðinu, og lét slúta langt ofan á andlitið. Engin var viss um hvernig hún í raun og veru leit út. Enginn’virtist eigin- lega veita henni neina eftirtekt. Þau áttu engin börn, svo Guð má vita, því þau keptust svo mikið eftir að komast yfir meiri og meiri pen- inga. Iva lá í hvílupokanum sínum, og lét aftur aug- un. Aftur og aftur, flaug sársauka kend minn- ing um allt sem skeð hafði í huga hans, og hið kveijandi eyrðarleysi þjáði hug hans og líkama; þörfin að gera eitthvað, taka eitthvað til bragðs, einhversstaðar. En hann vissi ekki hvað hann át^ti að gera, á hverju ætti að byrja, eða hvar. Hann sofnaði af og til, en hann hrökk strax upp aftur, og kvíði og ótti ásótti huga hans. Draumar og veruleiki, rugluðust saman í huga hans. Andlit föðurbróður hans. Vitlausi Anders sem lá einhversstaðar organdi. Hinn vilti fögn- uður sem hann fann til, þegar hann gaf Krisp- inus á kjaftinn. Rödd sýslumannsins, endur- takandi boðin, eða, þegar hamars höggið reið af, og einhver hlutur var sleginn hæstbjóð- anda. Og ofan á það alt — tillit fólksins. Hann hugsaði ekki um framtíðina, hugurinn var bundinn við það liðna. “Fara til Guttorms föðurbróðir”, hafði móðir hans sagt daginn sem hún fór, en hann hafði bara hrist höfuðið við slíku. Að lifa á náðar- brauði ættingja sinna, eins og uppá’halds þjónn? Nei. Hann var fæddur erfingi, hlekkur í langri keðju, sem átti engin upptök né endir. Hann var fæddur til að vera herra, til að rækta jörð feðra sinna, vernda hana og viðhalda sem best .til loflegrar minningar þeim, sem höfðu ræktað og vgrndað hana_ frá' grárri forneskju, þegar fólk hafði borið fram fórnar offur, til andans í plógfarinu, til að tryggja sér góða uppskeru. Loks féll hann í svefn. Þegar hann vaknaði var honum kalt, og eldurinn í hlóðunum var brunninn út, svo það var bæði dimt og kalt í kofanum, en vorkvöldið úti var bjart, og vind- urinn hvein í trjátoppunum kringum kofann. Hann var svo svangur, að hann næstum var veikur, en hann fór ekki á fætur til að fá sér eitthvað að eta. Hann holaði sér inn í hvílu- pokann, lét aftui’ augun og neyndi að sofna aftur. Allt í kringum hann lá dauða kyrð og lamandi þögn. Hann blundaði sem snöggvast, en hrökk jafnskjótt upp aftur, og honum virtist sem heil eilífð heíði liðið, áður fyrstu morgun- geislarnir byrjuðu að gæjast inn í gegnum litla gluggann á framstafni kofans. Þegar hann loks- ins fór á fætur og leit út, sá hann að úti var þykk snjódrífa. I skjóli undir kofaveggnum stóð hesturinn hans, með þykka snjófönn á bakinu. Er fram á daginn leið, breyttist þessi.slyddu- bylur í rigningu, með nístingslega köldum vindi sem blés af jökulfönnunum í fjöllunum. Svörtu regnskýin lágu lágt og þungbúin yfir fjöilun- um. Iva fór með hestinn í bátaskýlið. Það vai ekki mikið rúm þar. Uppi í loftinu héngu gömul barkarlituð fiskinet, og gamall árabátur var á hvolfi á miðju gólfinu, að hálfu hulinn í snjó, sem hafði fennt inn gegn um dyr og undir veggina. Svo sem hálftíma gang frá kofanum, til vest- urs, var lítill dalur, þar höfðu sumir af dal- bændunum selstöðvar. Dalurinn var kallaður Slindalen, og sum af selunum voru kölluð sama nafni. Iva lagði aí stað þangað til að ná sér í svolítið af heyi handa hestinum. Hann gat ekki látið hestinn vera úti í þessu veðri. Vegurinn var brattur og erfiður upp að sel- kofunum, sem voru fyrir ofan þar sem skógur óx. Kringum kofana var þykk snjóbreiða, sem var að byrja að bráðna. Sum húsin voru alveg á kafi í snjó, svo aðeins sást á bustirnar og strompana. Fyrir neðan var stöðuvatn, sem var kallað Sliuvatnet, alveg hulið undir ís og snjó. Iva fór inn í eitt hevbirgið sem tilheyrði ein- um bónda niður í dalnum, og batt sér stóra byrgði af heyi. Asmund Fretta, mun varla taka þetta illa upp fyrir mér, hugsaði hann, þó hann lánaði ofurlitla heytuggu handa hungruðum hesti. Hann myntist nú hvernig það var heima á Storgaarden snemma á vorin, hvernig menn voru vanir að koma og biðja um hey handa hungruðum búpeningi. Þeir stóðu þar, ræskjandi Iva hafði lyft heybagganum á bak sér, en alt í einu henti hann honum af sér. Hann var að stela! Taka hey úr annars manns hlöðu. Lána það! — hann mundi aldrei .borga það! Iiann var eins og þeir sem komu til Storgoorden til að fá “lánað” hey — nema hann var að stela, í staðinn fyrir að biðja um það. Hann lét heyið aftur í hlöðuna, vafði upp reipið, sem hann. hafð; bundið það í og fór út. Þegar hann kom heim, fór hann niður að bátabirginu og lét hestinn út, sem strax leitaði eftir smáblettum sem voru orðnir auðir. Iva fór inn og kveikti upp eld. Þakið á kofanum lak, og á gólfinu var stór pollur af mórauðu vatni. Hann settist niður og át vindþurkað kinda- kjöt óg glóðarbakað flatbrauð. Tré vatnsfatan, sem hann hafði haft með sér, var dottin í stafi, svo hann sótti sér vatn í gamla silfur- bikarnum, og drakk úr honum. Veðrið breyttist, nú var kominr. mildur og hlýr sunnanvindur með regnskúrum, svo vetrar- snjóinn leysti nú, bæði af láglendf og fjöllum. Svarthamars vatnið óx og flæddi út úm skóginn sem í kringum það var og fyllti allar dældir og fen. Áin valt fram kolmórauð, með stranm- köstum langt út í vatnið; en þar sem hún rann út úr vatninu, á leið til sjávar, flaug úðinn frá fossinum hátt í loft. Skógurinn var blakkur af vatni, og gróðurilmurinn angaði upp frá þiðn- aðri jörðinni. Rjúpurnnr voru að fá brúna bletti í fiðrið, og hérarr.ir voru að verða gráir. Næt- urnar ómuðu af vor dönsum rjúpnanna, og í birkiskógunum, vældu uglurnar sitt þunglyndis- lega væl, á hverri nóttu. Allt í einu breyttist veðrið aftur. Kaldir norð- anvindar blésu, svo jörðin gaddfraus aftur, ög snjóleyfarnar í fjöllunum urðu harðar sem ís. En þetta kulda íhlaup varði ekki lengi. Vetur- inn var á enda. Sólin kom hærra á loft með degi hverjum, og allt endurlífgaðist við ylslýja geisla hennar. Eitt kvöld, er Iva var að kljúfa við fyrir utan kofa sinn sá hann stóran hóp af lævirkjum koma fljúgandi og setjast í tré í kringum kof- ann. Þeir sátu þar tístandi og syngjandi, og teygðu gula nefið sitt upp í loftið, og fiðrið gljáði sem stál til að sjá. Iva studdi sig fram á axarskaftið og hlustaði á söng þessara fallegu vorfugla. Andlit hans var orðið nærri svárt af óhreinindum og órækt- ar skeggi. Föt hans skorpin og hrukkótt, þakin hári úr hreindýrsskinns hvílu pokanum, sem hann svaf í. Hann hafði tapað af dagatalinu og vissi ekki hvort það var sunnudagur eða annar dagur Hugur hans hvarflaði til æskustöðv- anna. Nú er allur dalurinn orðinn grænn, hugs- aði hann. Vorannirnar búnar, sauðféið rúið og farið til afrétta, og lævirkjarnir í gömlu birki tröðinni að syngja fyrir framan fugla húsið, sem Jói og hann höfðu hengt upp í tréin þegar þeir voru drengii, og með fram skurðunum var allt þakið af sóleyjum og fíflum. Hlaðið og kringum húsin hafði allt verið hreinsað, og sópað, og allt rus! sem þar hafði safnast saman yfir veturinn tínt í burtu. Ný herfuðu akrarnir svartir, og fyrstu korn nálarnar að skjóta höfði upp úr moldinni. Það var á slíkum kvöldum sem þessu, sem bændufnir gengu berhöfðaðir í kringum heimili síi), og litu eftir öllu. < Iva tíndi upp spíturnar sem hann var að kljúfa og fór inn. Hann var búinn að koma ofurlitlu lagi á kofann og því sem í honum var. Hann var búinn að hreinsa út versta óþverrann að minsta kosti, og þekja gólfið með nýgræðings trjábrumi. Hann tók nú upp rakhnífirtn sinn og spegil, og skóf af sér skeggið. Hann þvoði sér um höfuðið, og greiddi hárið með gömium látúns- kambi. Því næst fór hann í hreina skyrtu. Meðan hann gjörði þetta, heyrði hann og hlust- aði á söng lævirkjanna. Hvíta hreina skyrtan var eins og hvíld, eða hlé frá einhverju, eins og ljúft sunnudagskvöld — hvíld. Það var eins og honum virtist hann heyra gömlu kirkjuklukkuna heima, vera að hringja frið yfir héraðið, með sínum stuttu og litlu slögum. Hann fór út og gekk í kringum kofann sinn. Hann gekk niður að bátaskýiinu, til að líta eftir fiskinetunum. Hann stakk þumal og vísifingri gegnum möskvana, til að reýna hvort þau væru ófúin. Hann gætti vel að bátn- um; það þurfti að bika hann og þétta, áður en hægt væri að brúka hann. Sólin var að setjast, og setti eins og eldhúfu á fjallatindana, og loftið var að verða svalara, en dimman féll yfir. Hann hugsaði um hvað hesturinn væri, og lagði á stað til að leitá að honum. Harin þurfti að leita góða stund þar til hann fann hann. Hann lá í lítilli laut, milli tveggja þúfna, eftir lautinni rann ofurlítil lækjar- spræna og meðfram henni var gott haglendi. Þegar hann kom þangað varð hann var við, fremur en hann sæi, eitthvert stórt, svart flykki hverfa inn í skóginn. Bjarndýr, flaug honum strax í hug. Hann hljóp ofan í lægðina. Hesturinn lá þar dauður, en var ekki orðinn kaldur. Höfuðið var eitt stórt sár og hálsinn var rifinn í sundur. Það dreyrði enn blóð úr sárunum. Það var strax auðséð hverslags vopnum hafði verið beitt. Hann leit í kring, jörðin var tröðkuð og grasvörðurinn rifinn af kringum þar sem hest- urinn lá. Hann aðgætti hestinn, þar sem hann lá í votu grasinu, með út teygða limina, svo skein í hálfslitnu skeifurnar undir fótum hans. Milli tannanna á hestinum sá hann hárflygsu. Hann tók hana út úr honum. Það var stykki úr bjarndýrsskinni. Jæja, jæja, sá brúni hefur sannarlega sýnt góða vörn! Það var Storegaard- en blóð í honum! Iva vöknaði um augu. Bara hann hefði komið í tíma til að sjá viðureign- ina. Sólin var gengin undir. Neðan við Nátind lá þykkur þokubakki. Hann var með rauðleitu geislaskini hér og hvar, en tindurinn fyrir ofan skein sem gull. Bjarndýrið kemur líklega ekki aftur í nótt, hugsaði hann, en til að vera viss dysjaði hann hestinn méð grjóti og viðar sprekum, sem hann fann þar í kring. Þegar björninn kemur, hugs- aði Iva, mun eg ekki verða langt í burtu. Lævirkjarnir í trjánum þar í kring, voru allir sofandi þegar Iva gekk heim. Hvað var um að vera, reykjarmökkur teygði sig hátt í loft, upp úr strompnum. Það hafði áreiðanlega einhver komið meðan hann var í burtu. Það greip hann kvíði fyrir því hver kominn væri, en er hann opnaði hurðina og sá hver inni var varð hann feikna glaður. Það var Guttormur föðurbróðir hans. Iva gekk til hahs og heilsaði honum. “Og þú kominn hingað uppeftir,” sagði Iva. “Já,” sagði Guttormur. “Eg fór með vinnu- manninn með mér upp að selinu, til að líta eftir og lagfæra þar, áður seltíminn byrjar, og eg bara skrapp hingað til að sjá hvernig þér liði.” Hann hló við dálítið vandræðalega. “Eg hélt að bú værir, ef til vill, uppi í Storgaarden selinu, en svo var auðvitað ekki við því að búast.” Iva tók upp spítu sem lá á gólfinu og fór að tegla. Þeir sátu lengi án þess að segja orð. Þeir höfðu báðir ofmikið á huga sínum, sem þeir vildu dylja hvor fyrir öðrum, svo þeim varð ógreitt um samtal. Iya rauf þögnina, með því að segja Guttormi frá því að bjarndýrið hefði drepið hestinn sinn. Guttormur leit kænskulega til Iva. “Svo það varð það .síðasta af hesti Sletins. Hann gerði heilmikið veður út af því að þú tókst hann.” “Nú gerði hann það?” Iva hafði aldrei hugsað um það á þann hátt, að hann hefði strokið til fjalla á stolnum hesti. “Jæja, eg hefi bætt honum skaðann.” “Þú hefðir ekki átt að gera það,” sagði Iva. Guttormur lét sem hann heyrði það ekki. “Það sem eg vildi spyrja þig um er, hvað þú ætlar þér fyrir.” “Hvað eg ætla mér fyrir?” “Já, ætlarðu að vera hér?” “Ætli það sé ekki eina úrræðið”. Hugsaði Iva með sér. Hvernig gat hann sagt Guttormi hvað hann ætlaði sér fyrir, þegar hann hafði enga hugmynd um það sjálfur. Guttormur strauk hökuskeggið með hendinni, ráðleysislega. ‘“Þú veist að það er margt sem er ógert út- um ennþá ” ' “Margt, sem er ógert út um ennþá?” sagði Iva. Guttormur stóð á fætur og horfði beint í augu hans. “Hefir þú ekkert hugsað út í það?” Fyrirlitningin skein úr augum hans, og djúpar línur komu á andlit hans, beggja megin við nefið. “Það er svo sem auðvitað að þú ekki hugsar um hag þinn ennþá. Þý hefir bara hlaupið í burtu, eins og krakki, eða vitlaus maður, án þess að hugsa hið minsta um að rækja skyldu þína.” Iva ætlaði að fara að segja eitthvað. “Þegiðu bara drengur! Það er eg sem nú er að tala,” Þegar óðalið var selt, hélt eg að þú vissir hvað þú værir að gera. Þú átt óðalsréttinn, svo eg hélt að þú mundir koma til okkar.” “Okkar?” “Auðvitað. Við héldum að þú mundir koma til ættingja þinna. Við erum ekki svo fátæk að — Auðvitað veit enginn um hvað móðir þín kann að eiga, en ef þú kæmir og talaðir við hana, mundi hún líklega segja þér það sem dygði. í herrans nafni maður, heldur þú að peningar muni falla þér í skaut, án þess að gera svo mikið sem blístra til þeirra?” Guttorm- ur talaði í lágum og alvarlegum róm. “Þú veist hvernig það er hjá okkur í Brennu. Það ert þú og Jói, sem fáið jörðina og það sem eg á, þegar eg dey. En eg hefi aldrei boðið neinum hjálp, nema hann hafi beðið mig,” sagði hann fremur hranalega. “Skrattinn tekur það allt, hvort sem er. Því léstu Storgaarden fara. Eg hélt að eg mundi ekki lifa þann dag að sjá það koma fyrir.” Iva sat drjúptu höfði, og blóðið sótti mjög í andlit hans. “Jæja, hver djöfullinn hefir beðið þig um hjálp, nú?” muldraði Iva í barm sér. Hann stóð upp, svo þeir stóðu andspænis hvor öðrum, og störðu hvor á annan. “Eg gaf þér mfna ráðleggingu núna, án þess þú beiddir mig,” sagði Guttormur. Iva myntist nú dagsins, þegar honum var til- kynnt að síðasti gjaldfrestur væri útrunninn. Hann fór þann dag til Guttorms að leita ráða. Þegar hann kom til Brennu, stóð á máltíð. Það var skömmu fyrir jól, gnægð af nýju kjöti var á borðinu. Guttormur var í góðu skapi og brennivínsflaskan stóð á borðinu, sem hann var að veita öllum úr, ásamt spaugsyrðum, sem vöktu gleðskap og hlátur, meðal allra sem inni voru. Þegar máltíðinni lauk, hafði Iva reynt að ná tali af föðurbróður sínum, en því lengur . sem hann beið, þeim mun ómögulegra var fyrir hann að ná tali af honum, og segja honum frá kringumstæðum sínum. Á leiðinni heim, um nóttina, fanst honum, sem honum hefði verið synjað viðtals og ráða, sem hann var kominn að leita eftir, þó engin orð hefðu farið þeirra á milli. Að síðustu sagði Guttormur, “ef þú vilt, þá viltu.” “Eg hélt altaf að eitthvað mundi koma fyrir, sem greiddi mér leið út úr þessu.” Guttormur tók hann á orðinif. “Þú hefir kannske búist við að Gabriel engill mundi fljúga ofan til þín, með peningapoka?” Svo sagði.hann í lægri róm. “Eg hef ekki mikið álit á neinum sem kærir sig ekkert um þó alt, sem hann hefir komist yfir, og eignast, fari til djöfulsins, án þess að gera neitt til að koma í veg fyrir slíkt. Já, eg veit það vel, að það er ekki sársaukalaust að biðja um hjálp, en stundum verður að gera það.” Hann þrýsti hendinni þétt á borðið, og varir hans kipruðust saman. “Nú er það komið svona! Þú hefur þó ennþá óðalsréttindin þín; og Jói líka, hann hefur sömu réttindi og þú. Eg get tekið Storgaarúen, ef þú. . ” Hann hætti allt í einu, og gremjusvip brá yfir andlit hans, og veik talinu að öðru — upp- skeru horfunum, selheyjum — en þetta tal var allt út í hött. “Þú verður hér í nótt,” sagði Iva, en Gutt- ormur fór að taka mat upp úr malpoka sínum, og settist niður til að eta. Iva stakk upp á að þeir skyldu setja batinn ó flot, þar þeir voru nú tveir. Nú er rétti fiski- tíminn, því fiskurinn gengur upp að landinu þegar vorhlýjan er komin. Þeir fóru og settu gamla bátinn á flot, og greiddu sundur netið og vaðina. “Er netið fiskhelt,”. spurði Guttormur. “Eg veit það ekkl, eg hefi ekki reynt það ennþá.” Guttormur sagði eitthvað um, að það gæti verið fúið, eins og hann meinti pitthvað meira en hann hagði. Þeir lögðu netið. Bleikur var hálfmáninn var rétt yfir Nátindi, og kastaði endurskini í einni línu, ofan á Svarthamars- vatn, eins og hann meinti eitthvað meira en hann sagði. Þeir lögðu netið. Bleikur hálfmán- inn var rétt yfir Nátindi, og kastaði endur- skini í beinni línu, ofan á Svarthamarsvatn, sem lá þar í næturkyrðinni, hreifingarlaust og dökkt á lit. Daginn eftir, um hádegisbilið fór Guttormur Iva horfði á hann, er hann seildi nokkra fiska upp á viðartág. Hugsunin um það að verða nú einn aftur, setti hroll að honum, þó honum væri enn heitt um hjartaræturnar eftir sam- tal þeirra, og hann var hræddur um, að Gutt- ormur mundi byrja aftur. En hann vlssi með sjálfum sér að Guttormur mundi ekki tala framar um þessi mál. Ef þessu máli yrði nokkurntíma framar hreift, þá yrði það að vera hann sem gerði það, “Jæja, megum við ekki eiga von á að þú komir ofaneftir bráðum?” spurði Guttormur, þar sem hann stóð með fiska kippuna í hendi sér. Hann -stóð hreifingarlaus, eins og hann væri að bíða eftir einhverju. Iva svaraði engu. “Jæja,” sagði Guttormur að skilnaði, “líði þér vel.” “Eg óska þér þess sama,” svaraði Iva. Hann horfði á eftir föðurbróður sínum ofan eftir götunni, og hversu fimlega hann stikaði á hálum stíflusteinunum yfir ána. Hann óskaði með sjálfum sér að hann hefði verið búinn að gera við brúna, sem hafði skemst í vatnsflóði fyrir löngu síðan Guttormur hvarf inn í skóg- inn, og Iva var einn eftir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.