Lögberg - 16.12.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 16.12.1943, Blaðsíða 4
4 Högberg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR DÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg”' ia printed and publishea by The Columbia Press, Limíted, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitooa PHONE 86 327 Vinsamleg rödd úr fjarlægð íslendingar, sem búsettir eru í höfuðborg Bret- lands hins mikla, hafa fyrir nokkru stofnað til félagslegra samtaka, sín á milli, með það mark- mið fyrir augum, að útbreiða þekkingu á ís- lenzku þjóðinni meðal hins enskumælandi lýðs og vinna að hagsmunum hennar á sem allra flestum sviðum; stofnun þessa félagsskapar er góðs viti og má vel ætla, að hann beri giptu- drjúgan árangur fyrir hina íslenzku þjóð, sem nú er í þann veginn að stíga eitt allra mikil- vægasta sporið í þróu'narsögu sinni; er þá gott til þess að hugsa, að sendiboðum góðviljans fyrir hennar hönd, fari því meir fjölgandi, sem tímar líða. Ekki alls fyrir löngu efndi áminst íslendinga- félag í London til samkvæmis, og bauð þá til sín ýmsum Canadiskum íslendingum, er þar voru staddir og í herþjónustu taka þátt. Einn af útgefendum Canada’s Weekly, A. H. Christ- ensen, sendi Lögbergi nokkura greinargerð af samkvæminu, ásamt ræðu, er sendiherra íslands í London, Hon. Pétur Benedikasson flutti við það tækifærij-lét Mr. Christensen þess getið, að bæði fréttagreinin og ræða sendiherrans hefði farið formlega í gegnum ritstkoðun, og þess vegna væri ekkert því til fyrirstöðu, að hvort- tveggja yrði birt í Lögbergi; kann blaðið honum ásamt öðrum aðiljum, alúðarþakkir fyrir hugul- semina. Ræða sendiherra fer hér á eftir: Það var vel til fundið af þeim, sem fyrir þessari samkomu gengust, að gefa okkur tæki- færi að hittast, íslendingum frá gamla Fróni og ykkur, löndum okkar að vestan. Eg geri ráð fyrir, að fæstir ykkar séu fæddir heima, og sjálfsagt eru margir, sem ekki hafa komið til íslands, en það eitt, að þið hafið komið hér í kvöld er nokkur sönnun fyrir því að hún er ekki alveg slitin hin ramma taug, sem rekka dregur föðurtúna til. Mér er ókunnugt, hvaða afstöðu þið hafið gagnvart gamla landinu. Ekki man eg hvort það stóð í skólabókunum, en einhvernveginn lá það í loftinu, þegar eg og mínir jafnaldrar vorum að læra íslandssögu, að það hefði verið kjarninn úr norsku þjóðinni, sem flúði land fyrir ofríki Haralds konungs forðum og nam land á íslandi. Á sama hátt þykir mér líklegt, að sagt sé vestra, að kjarni íslenzku þjóðarinnar hafi rifið sig upp frá kúgun og vesaldómi og numið nýtt land í Vesturheimi. Þetta er ekki óskemtileg skoðun fyrir ykkur, að vera þannig kjarninn úr kjarn- anum, einkum ef þið þekkið Norðmenn eins og þeir eru í dag, því að flestum myndi víst þykja leit á tápmeiri þjóð. En kannske að við höldum okkur nær jörð- inni og látum okkur nægja að halda því fram, að það hafi verið almennir Norðmenn sem byggðu Island á 9. og 10. öld, ásamt nokkru af Vestmönnum frá eyjunum kringum Skotland og frá Irlandi. Og ef við sýnum þessa hófsemi gagn- vart Norðmönnum, þá reiðist þið kannske ekki, ef við förum fram á að þið sýnið okkur sömu tilhliðrunarsemina og fallizt á, að Islendingarn- ir, sem fóru vestur tíu öldum síðar hafi aðeins verið almennir íslendingar, upp og ofan eins og við hinir. Þúsund ár í erfiðu landi höfðu sett mark á fólkið. Margur landinn hafði verið kveðinn í kútinn er hann reyndi að skanderast við óblítt veðurfar og aumt stjórnarfar margra alda. En ekki er hægt að neita því, að nokkur seigla var eftir, það sem þurfti var ný hvöt til að leysa afl þjóðarinnar úr læðingi. Þessi nýja hvöt barst okkur í þjóðfrelsiskenningum sein- ustu alda|r. Sjálfstæðisbaráttan vakti menn. Sumum leizt næsta vonlaust að ná nokkrum frama á Islandi og fóru vestur um haf. Margir þessara manna voru kotbændur eða kotbænda- synir og dætur — eins og mestur hluti þjóðar- innar var þá. En þeir létu ekki hlut sinn fyrir nokkrum manni, — og ekki aðeins það, að þeir létu hann ekki fyrir nokkrum manni, heldur létu þeir ekki sigrast af náttúruöflum, sem ein- att voru eignalausum nýbyggjanum enn erfiðari en þau höfðu verði heima. Þessar nýju þrautir sýndu, hvað í landanum bjó. íslendingum vestra tókst að vinna sér þann sess þar, sem við heima megum vera stoltir af. Og hvað eftir annað sýndu landar vestra, að þeir voru tilbúnir að rétta okkur hjálparhönd. Við höfum ekki gleymt aðstoð þeirra, þegar við vorum að stofna Eimskipafélagið heima, og við höfum heldur ekki gleymt þeirri hvöt, sem við ætíð fengum að vestan í sjálfstæðismálinu, ekki sízt frá kraftaskáldinu góða, Stefáni G. Stephans syni. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. DESEMBER, 1943 Það hefir margt breyzt á Islandi síðan vestur- ferðirnar hófust. Þjóðin hefir verið að rétta sig úr kútnum, og nú erum við að því komnir að stíga seinasta sporið í sjálfstæðismálinu og endurreisa hið forna íslenzka lýðveldi. Við þykjumst vita, að landnemarnir íslenzku vestra og afkomendur þeirra munu fagna með okkur, er sólin rennur aftur upp yfir alfrjálsu íslandi. /Þið, landar að vestan sem hér eruð, og margir aðrir, sem ekki hafa haft tækifæri til að koma hér í kvöld, eruð komnir vestan um haf til að berjast fyrir hugsjónum frelsis og jafnréttis. Þetta voru hugsjónir íslenzku landnemanna vestra, og hefir þeim ekki tekizt að sanna, að þar sem þessar hugsjónir fá að ráða, þar fær manngildið'að njóta sín? Þótt við allir teljum ættir okkar til hersa og konunga, þá er okkur víst flestum nærtækara að rekja ættina til ein- hvers bóndans, sem átti fullt í fangi með að halda sínu gegn höfuðskepnunum í búskapnum á íslenzkri harðbalajörð. Eg gæti sagt ykkur sögu af hreppsnefnd á Norðurlandi, sem hjálp- aði fá'tækum barnamanni að komast vestur, af ótta við að hann kynni að komast á hreppinn. ef illa áraði. Sonur hans 4 vetra, sem var í för- inni varð einn fremsti maður í stjórnmálum fylkis síns vestra. Þið gætuð hver um sig áreið- anlega sagt mér fjölda af sögum svipaðs efnis. Við þurfum ekki að rekja þær, en við skulum muna hvað þær kenna: hvötin og tækifærið til athafna, þar sem þetta tvennt er fyrir hendi, þar fær það að sýna sig, hvað býr í góðum dreng. i Það er þessi ofureinfaldi sannleikur, sem átt er við með orðunum frelsi og jafnrétti. Fylgi ykkur heill í baráttunni fvrri þessum hugsjónum. The Icelandic Canadian Desember 1943. Hefti þetta er fyrir flestra hluta sakir hið prýðilegasta, og hefir margt raunverulega nyt- samt til brunns að bera; það flytur meðal annars ágæta grein “The New Art of Giving”, eftir Lauru Goodman Salverson; þá er og að finna í riti þessu stórfróðlega og snildarlega samda grein, “Christmas in Iceland”, eftir séra V. J. Eylands; “Icelanders in Utah”, eftir Elbert D. Thomas, Bandaríkjasenator; “Christmas Means So Much”, eftir íslenzka læknirinn, frú Harriet G. Mc. Graw; “Canada”, eftir Guttorm J. Gutt- ormsson, í þýðingu T. A. Anderson; ritdóm um bók Jóns Dúasonar, Landkönnun og Landnám íslendinga í Vesturheimi, eftir Tryggva J. Olsen; stuttorða greinargerð á æfiferli og ritstörfum frú Jakobínu Johnson, eftir Einar P. Jónsson, og prýðilegt kvæði eftir Esther Guðjónson, “Spell of the Moon”; þá er og í heftinu áframhald sög- unnar “Child of Fear”, eftir George Salverson, ásamt merku og miklu myndasafni, sem allmjög eykur á gildi þess. Þá flytur og ritið faguryrt minningarorð um frú Jórunni H. Lindal, eftir Miss K. M..Haig. Hefti þetta er öllum þeim, sem að útgáfu þess standa til hinnar mestu sæmdar. Tímamót Mannlífið er alt eins og ólgandi haf; þar sem öldur rísa og öldur falla; rísa og falla á ný. Sumar þeirra flytja með sér björg og blessun; aðrar böl og dauða. Eg hefi átt heima við sjó og því haft tækifæri til þess að skoða þetta og athuga. Eg hefi stund- um séð öldur bera upp að ströndinni allskonar lífsnauðsynjar, svo sem tré, þöngla og fleira til eldsneytis, eða alls konar fisk til fæðu. En öðrum stundum — og jafnvel samstundis — köstuðu öldurnar skipum og skútum með heljarafli upp að skerjum eða klettum, svo að allir þeir, sem innanborðs voru mistu lífið, en heimili þeirra stóðu uppi forsjár- og fyrirvinnu- laus. Yfir höfuð er í þessu sambandi ekki til neins að kvarta; hér ráða blind og tilfinningalaus náttúruöfl, sem engum rökum taka, og mánn- legum krfati er ofvaxið að veita mótstöðu. Samt sem áður hefir mikið verið til þess gert í seinni tíð að tryggja líf manna gegn árásum þessara blindu afla. Enda eru allir sammála um þörfina á þeirri tryggingu. Öldurnar á hafi mannlífsins eru að mörgu leyti líkar öldum hafsins; þær flytja ýmist bless- un eða bölvun, ýmist gæfu eða glötun, ýmist líf eða dauða. Ógæfuöldurnar eiga það allar, eða flestar, sameiginlegt að þ^ær liggja niðri og láta lítið á sér bera á vissum tímum, en hefjast og hækka og færast í aukana þegar minst varir. Þær eru mismunandi hættulegar, mismvmandi máttugar og mismunandi illkynjaðar. Margar þeirra mætti telja og nafngreina, en einungis tvær — eða í raun og veru aðeins ein — gera þessar línur að umtalsefni. Þær tvær taka öflum hinum fram; þær eru skyldgetnar systur. Ágirnd og yfirgangur eru foreldrar þeirra; þær eru öllum hinum voldugri vopn í höndum glöt- unar og eyðileggingar; þær heita: Stríð og áfengisverzlun. Þær eru báðar álíka eyðileggj- ■ ■ . andi. Stríðin eru þó að því leyti skárri að þau eru oftast bundin við ákveðin lönd eða takmarkað svæði —• alheimsstríð eins og þetta, sem nú stendur yfir, eru mjög sjaldgæf — en áfengis- salan, brennivínsdjöfullinn, ræðst á alla garða háa jafnt sem lága um alla veröld í senn. Svo er annað: Þessar systur eru álík- ar að því leyti að áfengissalan er aldrei nauðsynleg, aldrei afsak- anleg, aldrei á göfgi eða gæðum bygð. Stríð aftur á móti getur verið óhjákvæmilegt og af göfug um hvötum sprottið: Stríð getur verið háð sem sjálfsvörn, það er hugsanlegt til varnar öðrum sak- lausum, sem á er ráðist og það er til sem vörn göfugum og háleit- um hugsjónum. Ekkert slíkt er mögulegt að segja, eða hugsa sér um brennivínsdjöfulinn; öldur hans bera hvergi að landi björg né blessun. Eg sagði að þessar öldur risu upp og mögnuðust á vissum tím- um, en hefðu hægt u msig á milli. Nú eru liðin hundrað ár síðan hinir mætu og miklu synir Is- lands — Fjölnismenn — gerðu sér grein fyrir því að brennivíns aldan, sem þá rann yfir, færi svo hækkandi og drekkjandi, að marg ir hinna ágætustu sona ættjarð- arinnar hlytu að láta þar lífið, eða að minsta kosti að lama sína andlegu og líkamlegu krafta ef ekki væri í taumana tekið. Þeir tóku sig því til og stofnuðu bind- indisfélag, sem þeir unnu fyrir af hinum mesta áhuga. Um þetta farast Pétri Zóphóníassyni orð á þessa leið: “Árið 1843 munu Fjöl- nismenn hafa horft fram á það að fylking hinna glæsilegu og hugdjörfu gáfumanna, sem tekið höfðu upp merki andlegra og pólitískra framfara á íslandi, mundi þynnast hryggilega og ó- giftusamlega vegna drykkjuskap arins, sem þá var aldarháttur bæði í Höfn og heima. Þeir stofn- uðu því bindindisfélag í Höfn, og annað var stofnað af helztu mönn um í Reykjavík”. Pétur getur þess einnig að þetta félag hafi átt við ramrnan reip að draga, og skömmu eftir 1850 hafi Konráð Gíslason staðið einn upp (í fél- aginu) af Fjölnismönnum, og eini maðurinn í Reykjavíkur deildinni skömmu síðar hafi ver- ið Björn Gunnlaugsson. Um og eftir síðustu aldamót var brennivínsaldan orðin svo há og ægileg hér að nokkrir menn og nokkrar konur meðal Islend- inga tóku til sömu ráða og Fjör- nismenn, knúð af sömu hvötum og þeir, og stofnuðu bindindis- félög (Goodtemplarastúkur); en þeim varð betur ágengt sökum þess að brautin hafði áf ýmsum verið gerð greiðari þau fimtíu árin, sem á milli lágu. Goodtemplarafélagið íslenzka hér í landi er ekki fyrirferðar- mikið né hávaðasamt nú sem stendur, en þeir dagar eru enn þá í minni margra, þegar sá félagsskapur var ein aðal menn- ingarstöð meðal íslendinga. Þau heimili, sem félagið bjargaði frá eyðileggingu, eru ótalin og þeir einstaklingar, sem það reisti á fætur eða varði falli, voru fleiri en flesta grunar. Þegar brennivínsaldan lækkaði bæði fyrir áhrif Goodtemplara og annarar starfsemi, minkaði áhug- inn fyrir starfinu; mátti heita að öll bindindisfélög féllu niður. Var mörgum svo gersamlega blinduð sýn að þeir töldu engrar frekari bindindisstarfsemi þörf. En þá fór sem fyr, eins og vænta mátti, að óvinurinn raknaði úr rotinu, reis á fætur og spúði eitri í allar áttir; er hann nú orðinn mörgum sinnum sterkari en fyrt, mörgum sinnum skæð- ari en fyr og jafnvel mörgum sinnum óskammfeilnari en fyr. Áður hafði hann t. d. einungis lokkað karlmenn í snörur sínar, en kvenfólk hafði yfirleitt gætt sín fyrir þemi; nú hefir hann tælt konur jafnt sem menn á eiturbeitu sinni. Eg mintist þess að Goodtempl- \ arar létu ekki mikið til sín taka nú sem stendur; eg gat þess einn- ig að brennivínsaldan hefði risið hærra einmitt nú en nokkru sinni fyr: “Hvers vegna láta þá ekki Goodtemplarar til sín taka?” spyrja sumir. “Ef nóg verkefni er fyrir höndum, hvers vegna eru þá ekki hendur látnar standa fram úr ermum?” Öldur geta stundum risið svo hátt að fífldirfska sé að veita þeim mótstöðu; þar sé engin sig- urvon, en eyðilegging vís. Sann- leikurinn er sá, hvort sem það er viðurkent eða ekki að hér er ekki um áfengisöldu að ræða, heldur allsherjar brennivínsflóð, sem flæðir yfir hvert einasta land og spáir eyðileggingu hverri ein- ustu þjóð. Og hver er ástæðan? Hún er sú að stjórnir svo að segja í hverju einasta landi hef- ir svikið þjóð sína og gengið í lið með hennar versta og hættu- legasta óvini — brennivínsdjöfl- inum. Sú stefna hefir verið leidd í gildi að stjórnirnar séu full- trúi brennivínsvaldsins — Brenni vínsdjöfullinn hefir blátt áfram tekið æðstu stj'órnendur þjóð- anna í þjónustu sína. Þetta hefir ver'ið gert á lævíslegan hátt: Stjórnirnar hafa tekið að sér sölu áfengiseitursins í nafni fólksins sjálfs; rakað saman fé með þeirri sölu og talið fólkinu trú um að brennivínssalan sé blessun, sem afli gjaldeyris í fjárhirzlu ríkis- ins og greiði fyrir það skatta og önnur útgjöld. Brennivínsdjöf- ullinn er þannig orðinn verndar- engill fólksins og frelsari þess. Og fólkið trúir þessu í blindni sinni, brosir með þakklætissvip við brennivínsdjöflinum, réttir honum höndina og býður hann velkominn. Áður var hann þó af flestum fyrirlitinn og fór að meiru eða minna leyti huldu höfði, nj hefir honum verið lyft upp í hefðar- og virðingarstöðu. Meðan svona standa sakir er það ekki “fáum og smáum” fært að leggja til sigurvænnar orustu við þau öfl sem hér eru að verki. En hvað á að gera? Og hvenær verður mögulegt að hefjast handa? Frh. Sig Júl. Jóhannsson. Skólasetur og tilrauna- stöð að Reykhólum Samkvæmt áliti síðasta Alþing is var skipuð nefnd til þess að gera tillögur um framtíðarmögu- leika Reykhóla í Reykhólasveit sem skólaseturs og tilraunastöðv- ar fyrir Vesturland. Gísli Jónsson alþingismaður, sem var formaður nefndarinn- ar, skýrði blaðinu frá í gær að nefndin hefði lokið störfum 16. f. m. og þá þegar skilað áliti sínu til atvinnu- og samgöngumála- ráðuneytisins ásamt uppkasti að frumvarpi til laga um skólasetur og tilraunastöð á Reykhólum ásamt ýtarlegri greinargerð fyrir frumvarpinu og nákvæmri lýs- ingu á jörðinni. Nefndin lagði til að jörðinni yrði skipt þannig að á nokkr- um hluta hennar yrði reist til- raunarstöð í jarðrækt fyrir Vesturland, en nokkur hluti hennar gerður að skólasetri. — Skal aðalmarkmið þess skóia að veita þá kunnáttu. sem nauð- synleg er til þess að lifa á land- búnaðarstarfi, smærri bátaút- vegi og iðnaði í sambandi við búrekstur. Skal skólanum skipt í tvær aðaldeildir, verknáma- deild kvenna og verknámadeid ,karla. Ráðuneytið hefir í dag, sagði Gísli, skýrði mér frá því að það hafi ákveðið — eftir að hafa kynnt sér öll skjölin — að senda málið til landbúnaðarnefndar al- þingis og verður væntanlega gengið frá því þegar á þessu þingi. Fullkomið samkomulag var í nefndinni og gerði séi hver nefnd- armaður sér far um að komast að sem heillavænlegastri niðurstöðu sagði Gísli ennfremur. — Þess er því að vænta að ekki dragist lengi að þetta forna höfuðból verði endurreist. Þá sagði Gísli að það hefði flýtt mikið fyrir störfum nefnd- arinnar, að Pálmi Einarsson lét henni í té miklar upplýsingar um jörðina, sem hann hafði áður unnið að. Mbl. 13. okt. Eg eiri þessu ekki lengur Mér hafa borist mörg bréf með fyrirspurnum um það, hvernig á því standi að eg hafi hætt að birta “Ferðahugleiðingar” mínar í Heimskringlu, í þessum bréf- um hafa éinnig verið ýmsar get- gátur um ástæðurnar fyrir því. T. d. hvort hið opna kunningja- bréf til mín frá Jónasi Jónssyni alþingismanni hafi haft þau áhrif á mig að eg hafi þess vegna hætt. Þetta er alt saman helber mis- skilningur, kunningjabréf frá vini mínum og vini okkar allra V.-Islendinga hefir engin þess- konar áhrif haft á mig, síður en svo. Það þvert á móti hvatti mig til þess að halda áfram að skrifa og koma því út í bókarformi. Eg hefi nú handrit sem nægir í tvær bækur á stærð við “Sögu Vestur-Islendinga” er nú verið að prenta fyrri bókina hjá Columbia Press og að öllu for- fallalausu kernur síðara bindið út næsta sumar. Með kunningjabréfi frá J. J. veittist mér leiðrétting á því mis- hermi í einni af greinum mínum í Heimskringlu, “að íslenzka stjórnin hefði greitt bændum vet- urinn 1941 og 1942 helming af því kaupi, sem þeir hefðu orðið að borga vetrarvinnumönnum sínum.” Var eg svo grunnhygg- inn að grípa þetta eftir sögu- sögn manns, sem kom að heiman þann vetur. Kom mér afar vel að fá þessar leiðbeiningar frá J. J. Hitt annað í kunningjabréfi hans, hafði engin áhrif á mig í þá átt að eg hætti að skrifa eða birta hugleiðingar mínar af ferð inni og heldur ekki það, að það breytti skoðun minni að neinu leyti. Eg tók mér það ekki til, þótt hann gripi tækifærið til þess að greiða mér högg fyrir mis- sagnirnar í þessu kaupgjalds- máli. Winnipeg, 14. des. 1943 Soffónias Þorkelsson. Alt er gott ef endirinn er góður Nú stendur til mikil gleðihátíð hjá Goodtemplurum hér í Winni- peg, út af því að það á að brenna skuldabréfin, sem voru á sam- komuhúsi þeirra, sem var bygt á hornlóðinni á Sargent og McGee strætum, árið 1906. Það kostaði með lóð og sætum, 18,837,00, Þetta hús hefur verið margendur bætt, með miklum kostnaði, sem nú er alt endurgoldið. Til þess að ná því takmarki, hefur Full- trúanefndin orðið að leggja mik- ið á sig, sem ekki verður virt í peningum. Fulltrúanefndin hefir verið kosin á ári hverju, til að fullnægja lögum Manitoba fylkis, sem Skuld og Hekla eru löggilt hjá. Þessi nefnd hefur borið alla ábyrgðina fyrir hönd stúknanna, og oft átt erfitt, ekki sízt á árun- um þá 20 % af verkalýðnum varð að þyggja hjálp frá því opin- bera. Það gafst margur upp á þeim árum, og sumir töpuðu al- eigu sinni. En fulltrúar Goodtemplara gáfust ekki upp, nei, þeir tóku á öllu sem þeir gátu til að halda í eignina, og með mikilli vinnu og sjálfsafneitun sigruðu. Bræð- urnir og systurnar elskuðu mál- efnið, og lögðu alla sína krafta fram til að varðveita það. Nú þegar bardaginn er á enda, og heimilið er okkar, þá langar okkur til áð minnast þess með dálitlu samsæti í húsinu okkar, á afmælisdegi stúkunnar þann

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.