Lögberg - 16.12.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 16.12.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. DESEMBER, 1943 7 Útdráttur úr fréttaskýrslu upplýsinga ráðuneytisins á Íslandi Nýbyggingar. Fjárveiting.. til nýbygginga á vegum var 4,2 milj. kr. Meginið af fé þessu hefir verið notað, en þó ekki alt, bæði vegna þess, að nægur vinnukraftur hefir ekki fengist og einnig liggja til þess ýmsar aðrar orsakir. Við Krýsuvíkurveginn hefir ekkert verið hægt að vinna, hvorki í ár né í fyrra vegna skorts á verkamönnum. Ekki hef- ir verið hægt að halda áfram að leggja veginn yfir Siglufjarðar- skarð af sömu ástæðum og einn- ig vegna snjóþyngsla á háskarð- inu, en þangað er vegurinn nú kominn. Ætl)anin var, að Fljóta- vegurinn yrði í sumar lagður alla leið heim að Hraunum, ysta bænum í Fljótum, en ekki er víst, hvort það getur orðið. Mikið fé hefir verið veitt til Vestfjarðavegarins, sem liggja á frá Arngerðareyri um Langadal og Þorskafjarðarheiði, svo að hann níái að sameinast vega- kerfinu í Austur-Barðastrandar- sýslu. I sumar hefir flokkur unn- ið að lagningu vegarins að norð- an, en lítið hefir verið unnið að sunnanverðu. Ætlunin var að byrja í sumar að leggja Oddsskarðsveginn, sem á að liggja milli Eskifjarðar og Ness í Norðfirði, en vegna fólks- eklu og annara ástæðna hefir það ekki orðið. Nú síðustu dagana var byrjað að vinna að vel að Hafnarfjalls- veginum milli Akraness og Borg- arness. Verður unnið þar eitthvað ^fram á haust. 600 þús. krónur voru á fjár- lögum veittar til vinnu við veg- ina yfir Vatnsskarð og Öxnadals- heiði. I sumar verður að líkind- um lokið við 5 km. nýjan vegar- spotta á Vatnsskarði norðan Vatnshlíðarvatns. Á Öxnadals- heiði verður nýr vegur lagður frá Grjótá og niður fyrir Bakka- sel. Kemur þessi spotti í góðar þarfir, því að á þessum kafla teppist norðurvegurinn fyrst á haustin. í Breiðdal verður vegurinn gerður akfær alla leið að Beru- firði. Unnið var að því í sumar að leggja veg milli Fáskrúðs- fjarðar og Reyðarfjarðar. Er hann nú kominn niður að sjó við Kolmúla. Er þaðan hægt að fara á bátum til Eskifjarðar og Reyð- arfjarðar. Norðfjarðarvegurinn um Við- fjörð hefir verið endurbættur, og hafa verið um hann áætlunar- ferðir í sumar. I Skagafirði hefir verið full- gerður vegur um Viðvíkursveit, svo að nú er bílfært á vetrum frá Sauðárkróki og alla leið að Hjaltadalsá. Bygðar brýr. Fjárveiting til brúa var á síð- ustu fjárlögum um 700 þús. kr. en vegna erfiðleika á útvegun efnis hefir ekki verið hægt að framkvæma eins mikið og ráð var fyrir gert. í Vopnafirði voru þessar ár brúaðar: Vesturdalsá, Böðvars- dalsá, Austurdalsá og Skjald- þingsstaðaá. í Vestur-Skaftafells sýslu: Eldvötn og Eldvatnsskorur í Meðallandi. Á Ljósavatnsskarði. Kambsá og Tjarnará. Á Mýrum: Urriðaá. Dalir: Laxá í Hvamms- sveit. Vestfirðir: Bjarnardalsá í önundarfirði, Langadalsá á Vest- fjarðarvegi við ísafjarðardjúp. Væntanlega verða bygðar nú í haust 1—2 nýjar brýr á Kjalar- nesveginum og einnig að líkind- um ný brú yfir Varmadalslæk í Rangárvállasýslu. Þá hafa brýrnar yfir Hólmsá og Leirvogsá báðar verið gerðar tví- breiðar. Viðhald vega. Til viðhalds vega voru á síð- ustu fjárlögum veittar 3,3 milj. króna, en vegna aukinnar um- ferðar og aukins kostnaðar verð- ur viðhaldskostnaðarinn ekki undir 9 milj. krónum. Árið 1939 var viðhaldskostnaðurinn tæp 800 þús., 1940 ca. 1,3 milj., 1941 ca. 3,75 milj. og 1942 ca. 7,7 milj. Herstjórnin hér hefir á þessum árum greitt um það bil helming kostnaðarins. Umferðin á vegum landsins, einkum norðanveginum, hefir aukist stórum. í júlímánuði var umferðin á norðurveginum helmingi meiri en í sama mánuði í fyrra. Tíðarfar sunnanlands hefir verið þannig, að erfitt hefir ver- ið að halda vegunum við. Þurk- ar hafa verið svo miklir, að þótt einhver spotti hafi verið heflað ur, þá hefir hann orðið jafn- slæmur og áður eftir nokkra daga, vegna þess, hve mikið rýk- ur upp við umferðina. Hinsveg- ar er gagnslítið að bera ofan í vegina án þess að þeir séu hefl- aðir. Vegamálastjórnin hefir nú að nafninu til 19 veghefla til um- ráða, en 7 þeirra eru úr sér gengnir, og hefir ekki, þrátt fyr- ir ítrekaðar tilraunir, tekist að fá í þá nýjar vélar. Vonandi verð- ur hægt að fá til lar.dsins fleiri hefla. Nýjar vélar. í ágústmánuði síðastliðnum komu til landsins 3 vélar, svo nefndar “jarðýtur”, og eru þær eign vegamálastjórnarinnar. Er þetta stórar vélar um 10 smálest- ir að þyngd, og mjög stórvirkar. Hverri vél fylgja tvær stórar skóflur, sem taka um 3 rúm- metra hvor. Eru þær hentugar til að flytja vegarefni stutta leið. Á vetrum má nota vélarnar til snjómoksturs. Vélarnar eru hentugar 4il veg- arlagningar á þurrlendi, melum, holtum og skriðum. Vegamálastjórnin hefir um tíma í sumar haft yfir 6 slíkum vélum að ráða, 2 hafa verið not- aðar á Öxnadalsheiði, 1 á Vatns- skarði, 1 í Eyjafirði, 1 á Hafnar- fjallsvegi og 1 um tíma við Sand- skeið. Vélar þessar kosta um 60 þús. kr. hver. Borga þær sig upp á skömmum tíma, því að þær spara svo mikinn vinnukraft. En þær koma ekki að notum nema við vegagerð, sem stendur yfir sam- fleytt í alllangan tíma. Ætlunin er einnig að fá hing- ’að til landsins grafvélar til þess að nota við að moka á bíla. Háar tölur. Af eftirfarandi tölum má sjá það, að þau eru mörg dagsverk- in, sem unnin eru í vegavinnu hér á landi. Árið 1939 voru unn- in við vega- og bvúargerð 93 þúsund dagsverk, 1940 122 þús. dagsverk,1941 174 þús. dagsverk og 1942 201 þús. dagsverk. Flugið í ágúsi. Landflugvél-Flugfélags íslands flutti í ágústmánuði 375 farþega, og var á flugi alls 85 klukku- stundir. Hún fór 21 ferð til Akureyrar, 7 til Egilstaða og 2 til Horna- fjarðar. Sjóflugvélin' var í síldarleit allan mánuðinn, og hafði hún að- setur á Akureyri. Fór hún í 2 sjúkraflutningaferðir. Embæiti, sýslanir m. m. Árni Pálsson prófessor við Há- skóla Islands hefir fengið lausn frá embætti fyrir aldurssakir. í stað hans hefir dr. Jón Jóhannes- son verið settur prófessor frá 15. sept. að telja. Jóhann Gunnar Ólafsson bæjar fógetafulltrúi í Hafnarfirði hefir verið skipaður sýslumaður í ísa- fjarðarsýslu og bæjarfógeti á ísa- firði frá 1. okt. þ. á. Valgeir Björnsson bæjarverk- fræðingur í Reykjavík hefir ver- ið kosinn hafnarstjóri í Reykja- vík. Bæjarráð Reykjavíkur hefir samþykkt að leggja til við bæjar- stjórn, að Helgi Sigurðsson verk- fræðingur verði skipaður for- stjóri fyrir hitaveitu- og vatns- veitu bæjarins. Nokkur mannalái. Estíva Björnsdóttir, húsfreyja, Þingeyri. Jón Jónsson bóndi að Vestra- íragerði, Stokkseyri. Þórarinn Bernódusson, Vest- mannaeyjum. Þórunn Elfar, húsfreyja, Rvík. Þorsteinn Þorsteinsson, Beru- stöðum, Holtum. * . Kjartan Vigfússon frá Seli. Þórarinn Jónsson, Steinboga, Garði. Jónina Guðný Jónsdóttir Fjall seli í Fellum. N Magnús Gíslason frá Efstadal. Guðmundur Þ. Runólisson, Hvanneyri. Jón Jónsson formaður, Iragerði við Stokkseyri. Guðmundur Eyleifsson fyrrum skipstjóri, Reykjavík. Matthildur Guðmundsdóttir, Fossi, Síðu. Vigfús Sigurðsson trésmiður, Egilsstöðum í Fljótsdal. Steinunn Guðlaugsdóttir frá Þingeyri. Olgeir Júlíusson fyrverandi hafnarvörður, Akureyri. Bogi Daníelsson smiður Akur- eyri. Thórstína Jackson Wallers: íslenzkri konu, prófessor við fjölmennaáta háskóla Bandaríkjanna veitiát ný sæmd Síðastliðið vor, var Dora S. Lewis, prófessor í heimilishag- fræði og hússtjórn, við New York háskólann, í borginni New York, kjörin forseti Heimilis Hagfræðisfélags Bandaríkjanna, sem er það fjölmennasta félag í þeirri grein í lndinu og er aðal skrifstofa þess í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington. Þessi ábyrgðarmikla staða er að- eins ein af þeim mörgu störfum sem prófessor Lewis gegnir og er það eðlileg afleiðing af tiltrú þeirri og áliti, sem hún hefur áunnið sér fyrir sitt yfirgrips- mikla starf í s. 1. tuttugu ár svo nú er hún þekkt um land alt sem frábær sérfræðingur í sinni grein, brautryðjandi sem aldrei kannast við tálmanir eða erfið- leika, ötull leiðtogi meðal eldri og yngri í öllu því sem tryggir velferð heimilisins, svo sem sam- vinnu milli foreldra og barna. Prófessor Lewis er ávalt boðin og búin til þess að leiðbeina þeim ungu, greiða spor þeirra frá heim ilinu til nágrennisins og þaðan stig frá stigi út í víðtækara um- hverfi og er aðal tilgangur þessa starfs að gera ungdóminn full- komnari sem einstaklinga og nýt- ari meðlimi þjóðfélagsins í heild sinni. Prófessor Lewis er dóttir ís- lenzkra frumbýlinga, fædd í grend við þorpið Milton í 'Cav- alier sýslu í Norður Dakota. Fað- ir hennar var Sumarliði, gull- smiður, Sumarliðason frá Kolla- búðum í Þorskafirði. Sumarliði var vinsæll og velmetinn maður bæði á íslandi og meðal íslend- inga í Ameríku. Séra Friðrik Bergmann skrifaði ítarlega um hann og starf hans í Almanak Ólafs Thorgeirssonar, 1917. Hann var æskuvinur Séra Matthíasar Jochumssonar, sem fórust þann- ig orð um hann: “Helzti sonur Sumarliða frá Kollabúðum.” Móðir prófessors Lewis, enn á lífi háöldruð í borginni Seattle á Kyrrahafsströndinni, er Helga Kristjánsdóttir frá Dalsmynni í Isafjarðarsýslu, dóttir merkis- hjónanna Kristjáns Franzsonar og Hallfríðar Jónsdóttur. Ung að aldri giftist prófessor Lewis ungum Bandaríkjamanni, Lee Clare Lewis, sem hún hafði þekkt frá barnæsku og verið samferða á mentabrautinni. Hann tilheyrði velmetinni fjöl- skyldu sem átt hafði rætur í þjóðlífi Bandaríkjanna frá fyrstu tíð. Sambúð þeirra hjóna var að- eins nokkra mánaða, þá fór hr. Lewis sem liðsforingi í her Banda ríkjanna til Frakklands, í sam- bandi við fyrra veraldarstríðið. Þar hlaut hann heiðursmerki fyr- ir hrausta frammistöðu en auðn- aðist ekki að hverfa aftur til föðurlands síns. Hann féll á víg- vellinum og hvílir á Frakklandi. Prófessor Lewis hefir ekki gifst aftur. Minningin um ást og heimili sem var hennar í vor- blóma lífsins hefur vakið hjá henni sterka löngun til þess að Dora S. Lewis hjálpa öðrum til þess að stofna eins fullkomin og farsæl heimili og möguleikar leyfa. Stórblaðið “Oregon Journal” fórust þannig orð um hana eitt sinn í ritstjórn- argrein: “Kona ein er stödd í hinu víð- áttumikla Oregon ríki á afmælis- degi sínum. Sumum myndi ef til vill finnast að hún ætti ekki að halda upp á daginn, því árin hafa flutt henni margar raunir. Einn af krossunum í amerískum her- manna grafreit á Frakklandi merkir staðinn þar sem ungi maðurinn hennar hvílir; von þeirra og draumar um börn og framtíðar heimili hafði snöggan enda — en síðar hefur hún hjálp- að aragrúa af ungu fólki víðs- vegar um land til þess að stofn- setja heillarík heimili. Hugrekki og framtakssemi til almennings heilla eru kostir, sem hún hefir til að bera í ríkum mæli. Hún er ein af þeim kvenhetjum sem með næmum skilningi, þolinmæði og atorku notar síná miklu hæfileika til þess að greiða fótspor sam- ferðafólks síns, auka von og styrk og löngun til þess að njóta á full- komnari hátt þess sem lífið hefur að bjóða.” Prófessor Lewis hefur helgað heimilinu í víðtækari skilningi krafta sína þar til nú að starf hennar er viðurkent af sérfræðingum í hússtjórn og heimilishagfræði um allt land. Prófessor Lewis útskrifaðist úr hússtjórnardeild kennaraskóla Washington ríkis 1920 og hóf kenzlustarf í þeirri fræðigrein í því ríki og sýndi hún brátt sér- staklega hæfileika. Eftir eins árs kenzlu var hún skipuð yfirkenn- ari í hússtjórnardeildinni við kennaraskólann í borginni Cheneé í ríkinu Wash- ington og gengdi hún því starfi í fjögur ár. I lok þessa ofan- skráða tímabils byrjaði hún fram haldsnám við Columbia háskól- ann í New York og hlaut þar meistarastig 1926. Frá 1927—29 hafði hún yfirumsjón yfir kvenna deild háskólans í Hawaii eyjun- um og einnig var hún þar að- stoðarprófessor í hússtjórnar- deildinni. Árið 1929 hvarf hún aftur til Washington ríkis og Mynd þessi er af Milchell B. 25 sprengjuflugvélinni, sem víðkunn er fyrir árásir sínar að degi til. Hafði umsjón og eftirlit á kenzlu í hússtjórn fyrir mentamáladeild Washington ríkis, gengdi hún því starfi frá 1929 til 1933. 1933—34 var henni veittur Laura Spelman Rockefeller námsstyrkur og stundaði framhaldsnám við há- skólann í borginni Cincinnati, einnig við Minnesota háskólann og Kennaraskóla Columbia há- skólans. • Árið-1934 var prófessor Lewis útnefndur af hinni sameinuðu mentamálanéfnd Bandaríkjanna í Washington til þess að hafa aðal umsjón yfir hússtjórn og heimilis hagfræði í ríkjunum á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og gegndi hún því starfi frá 1937 til 1939 að henni bauðst staða sem prófessor í mentamál- um og forseti hússtjórnardeildar New York háskólans í borginni New York. Hún var sú fyrsta kona sem fékk prófessorstitil í ofanskráðri deild við þenna há- skóla, sem er fjölmennasta menta stofnun landsins. Prófessor Lewis hefur nú verið við þenna háskóla í fjögur ár og áunnið sér þar sinn vanalega orðstýr fyrir dugn- að, framsýni og atorku og þó ekki sízt hæfileika til þess að fá eldri og yngri til þess að hafa sterkan áhuga fyrir verkefni sínu, með öðrum orðum, þegar Dora Lewis er annars vegar þá verða lærisveinarnir svo hrifnir að þeir gefa sig við lærdómnum með lífi og sál. Prófessor Lewis hefur skrifað mikið í ýms mentamála tímarit. I ritgerð sem birtist eftir hana í tímariti miðskólanema Kali- forníu sagði hún: “Sérstök áherzla hefir verið lögð á það að víkja frjá þefirri hugmynd að heimilishagfræði og hússtjórn til heyri aðeins sérstakri deild. Leit- ast hefur verið við að gera þá grein að sterkum þræði sem vefði sig inn í mentakerfið svo að námsfólkinu lærðist að meta hvað það þýðir að gera heimilin viðfeldnari og að skilningur þeirra yrði næmari fyrir listræni, innkaupum á því sem að heimil- inu lýtur svo sem matvælum, fatnaði, húsmunum og öllu þess- konar. Einnig þekking á því hvernig best er hægt að nota það sem fyrir hendi er. Sömuleiðis aukin þekking á barnauppeldi, þroska þeirra og vellíðan.Áhersla hefur verið lögð á að auka samúð meðal fjölskyldunnar og vaxandi skilning á þýðingu heimilisins bæði gagnvart einstaklingum og þjóðfélaginu í heild sinni.” 1 sambandi við það að kenna ungdómnum sparnað, nytsemi og skilning á gildi hlutanna segir prófessor Lewis: “Eg er sann- færð um að einhver markverðasti þátturinn í því að leiðbeina ung- dómnum er að kenna þeim að meta og gagnrýna gildi þess marga sem umkringir ungling- ana svo að þeim lærist að skilja hvað það er í raun og veru sem þyngst er á metunum hvort sem það snertir einstaklinginn, heim- ilið eða fjölskylduna. Nú í seinni tíð höfum við séð á allar hliðar dýrkun auðæfanna þar til svo er komið að fjöldi eyðir mest- megnis æfi sinni til þess að safna sér peningum sökum þess mis- skilnings' að hamingja og vel- líðan sé grundvölluð á því að vera auðugur. Aðrir harma þungt fátækt sína. Tilgangur okkar er að færa æskunni heim sannin um það að peningar hafa aðeins gildi hlutfallslega við það hvað þeir gera mögulega vellíðan og ánægju. Þeim ungu þarf að lær- ast að skoða það sem keypt er í ljósi þess hvað það er nota- drjúgt, og hvað mikið gildi það hefur í sambandi við ánægjulega og farsæla sambúð hjá fjölskyld- unni. Það ætti að vera hægt að gera þeim ljóst að gildi þess sem keypt er felst aðallega í því hvað notadrjúgt og þarflegt það er á einn eða annan hátt. Þeim ungu þarf að skiljast að fjölskyldan getur notið ánægju og vellíð- unar jafnvel þó að möguleikarnir til þess að kaupa hitt og þetta séu takmarkaðir. Æskan ætti að læra að gera sér grein fyrir því að farsælt líf byggist meira á næmum skilningi að hagnýta sér sem allra best það sem milli handa er og margt af því sem kastar .tólfunum milli hamingju og óhamingju á ekki rót sína að rekja til peninga.” I ritstjórnargrein eftir prófess- or Lewis sem birtist nýlega í mentamálatímaritinu “Journal of Educational Sociology”, segir hún sem fylgir: “En á ný erum við á alvarlegum tímamótum. Við leggjum alla okkar krafta fram til þess að yfirstandandi stríð nái sigursælum endalokum og einnig gerum við okkur ljóst að við þurfum að tryggja.okkur friðinn, sem sagt, sigra öll þau flóknu málefni sem liggja fyrir friðarborðinu. Við erum samhuga um það að fylgjast með aðal atr- iðunum sem verið er að berjast fyrir. Við viljum leitast við að hjálpa yngri og eldri í gegn um uppfræðsludeildir okkar. Við erum öll á sama máli hvað því viðvíkur að vinna sigur í stríðinu. Fjölskyldur og einstakl- íngar leggja til sinn skerf. Þátt- taka hvers og eins verður að byggjast á þeirri sannfæringu að hver einstaklingur hafi sína byrði að bera til þess að úrslit stríðsins verði á þann hátt sem við æskj- um eftir.” Prófessor Lewis ferðaðist til ís- lands 1933 og lagði leiðir sínar aðallega, eins og við fleiri Vestur- íslendingar, þar sem föður og móðurfólk hennar átti ættstöðv- ar. Hún hefur í hyggju að heim- sækja ísland aftur og kynnast betur landi og þjóð. Rit háskólans sem prófessor Lewis útskrifaðist frá í ríkinu Washington fórust nýlega þannig orð um hana: “Vinir og bekkjar- systkyni Doru Lewis minnast hennar sem fríðrar stúlku með ljóst hár og blá augu. Hún var prúð og vingjarnleg í fram- göngu og naut almennra vin- sælda í skólanum.” Þetta sama má segja um prófessor Lewis enn í dag. Hún er fríðjeigskona með blátt áfram framkomu og alúð- legt viðmót. Viðkynning við hana færir manni heim sanninn um það að það eru persónulegir eig- inleikar hennar sjálfrar sem eru aðal þátturinn í því hvað mikinn orðstýr hún hefur getið sér. Hún er fáorð um sjálfa sig og verk sín, aðeins kemur það fyrir að hún minnist þess að halda námi áfram og komast langt á menta- brautmni, því hafi verið nokkuð sem maður hennar hvatti hana til að gera. Manni dylst ekki að starf hennar sem snertir heimilin fjær og nær er það sem hún hef- ur helgað líf sitt.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.