Lögberg - 23.12.1943, Síða 2

Lögberg - 23.12.1943, Síða 2
10 - LÖGBERG. FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1943 Hátíða Kveðjur MACDONALD SHOE STORE LTD. 492—4 MAIN STREET “You Are As Young As Your Feet” Gleðileg Jól og Farsælt Nýár ra Eill allra fullkomnasia hljóðfærahús Winnipegborgar 383 PORTAGE AVE UD WINNIPEG, MAN. Góðvíld manna á meðal Við hátíðir þær, sem nú fara í hönd, stefna allar óskir til þeirra þjóða, er berjast fyrir lýðréttindum í heiminum. Vér ölum þá ósk í brjósti, að norrænar þjóðir endurheimti brátt frelsi sitt, og taki að nýju tignar- sess sinn á sviði mannfélagsforustunnar. Samvinnustefnan í þessu landi, stendur í djúpri þakkarskuld við hið norræna fólk, sem hér á bú- setu, og með það í huga flytja Canadian Wheat Pool samtökin því innilegar jóla og nýársóskir. Canadian Co-operative Wheat Producers Limited MANITOBA POOL ELEVATORS LTD., Winnipeg, Man. SASKATCHEWAN WHEAT POOL. Regina. Sask. ALBERTA WHEAT POOL, LTD, Calgary. Alla. INNILEGAR JÓLA- OG NÝARSÓSKIR! Roberts & Whyte Ltd. Sargent og Sherbrook Sími 27 057 KAUPIÐ-LESIÐ-BORGIÐ LÖGBERG Grundvallarrit um íslenzka menningu Efiir prófessor Richard Beck. Arfur íslendinga. Sigurður Nordal: íslenzk Menning. Fyrsia bindi, 360 bls. Mál og Menn- ing, Reykjavík, 1942. Síðan það varð hljóðbært, að dr. Sigurður Nordal hefði í smíð- um mikið rit um menningarsögu íslands, hafa þeir vafalaust verið margir, sem beðið hafa útkomu þess með eftirvæntingu. Og nú er fyrsta bindi þessa margum- rædda rits fyrir nokkru komið í höfn, en það kom á bókamark- aðinn laust fyrir jólin í fyrra. Nefnist það íslenzk menning. og er eins og til stóð fyrsta bókin af hinu stórfellda ritverki Arfur ís- lendinga, sem Bókmenntafélagið Mál og Menning hefir ráðist í að gefa út. Samkvæmt greinargerð ritstjóra útgáfunnar, Kristins E. Andréssonar magisters, koma framhaldandi rit safnsins út eins fljótt og ástæður leyfa, en 4>að er öllum auðskilið mál, hverjum vandkvæðum útgáfa bóka er háð nú á tímum. Er þá skemmst frá því að segja, að íslenzk menning Sig- urðar Nordals verður áreiðan- lega hið mesta grundvallarrit, er samið hefir verið enn sem komið er um íslenzka menn- ingu, og mun lengi til þess vitn- að; í reyndinni er hér um að ræða fyrstu samfellda menning- arsögu hinnar íslenzku þjóðar, þó að ýms önnur merk rit og þörf hafi áður um það efni verið rit- uð, eða um einstakar hliðar þess. I ítarlegu forspjalli og snjöllu að sama skapi gerir höfundur grein fyrir því, hvernig þessi bók hans er til orðin og Jivað sér- staklega vaki fyrir honum með henni. Kemur þar glöggt í ljós, að hún hefir eins og hann sjálf- ur segir verið lengi í smíðum, enda ber hún þess hvarvetna vott, að efni hennar er þaulhugsað og grandskoðað frá mörgum sjónar- miðum, og málmur málsins sorf- inn og fágaður, svo að þar sér hvorki hrukku né blett á. Má hiklaust segja, að þetta stórbrotna og sérstæða rit verði æfistarf höfundar, og að fyrri rannsóknir hans og ritstörf, sem jafnan hafa borið svip fágætrar ritsnildar og fræðimennsku, hafi beint og óbeint verið undirbún- nigur þess og aðdragandi. Kunn- ugt er einnig, að hann lítur sjálf- ur á bók þessa sem aðal verk sitt. Fórust honum þannig orð um það atriði í athyglisverðu samtali við Morgunblaðið í Rvík í tilefni af útkomu bókarirmar (20. des 1942); “Þegar eg lít yfir farinn veg, get eg ekki annað sagt, en eg hafi unnið að þessari bók alt frá því eg komst til vits og ára. Þar leitast eg við að draga saman það helsta, sem eg þykist hafa reynt, séð, lesið og lært um þjóðina, sögu hennar, sérkenni og menn- ingu.” I þessu viðtali tekur höfundur, sem dvalið hefir langvistum er- lendis, það einnig fram, að bókin sé upprunalega hugsuð handa út- lendingum og fer um það eftir- farandi orðum: “Mér var ekki aðeins metnaðarmál að fá er- lenda kunningja mína og áheyr- endur til þess að viðurkenna gildi íslenzkra menta og menningar, bæði frá fyrri og síðari öldum. Eg lærði sjálfur á því að vinsa úr handa þeim og setja það fram. Þá skildi eg fyrst til hlítar, hví- líkt ævintýri, fjarstæða, skop- leikur, sorgarleikur og hetjuóður saga íslendinga hafði verið og er.” Frekari grein gerir Nordal fyr- ir þessu sjónarmiði sínu í for- spjalli bókarinnar og segir þar meðal annars: “Eg stóð í vörn og sókn í senn, dró allt það saman, sem mér hugkvæmdist til þess að sannfæra umhverfi mitt um tilverurétt íslendinga, að vert væri að vita meira um þá og virða þá betur en gert væri. Auðvitað þóttist eg hafa leyfi til þess að leita að hinu verðmæt- asta og lýsa því, en sleppa mörgu sem miður fór, af því að það var ekki frásöguvert. Samt reyndi eg að láta þessa aðstöðu aldrei leiða mig í þá freistni að stæra íslendinga heimskulega í samanburði við aðrar þjóðir né mæla tveimur tungum, svo að eg lofaði neitt, sem mér þótti ekki lofsvert, né drægi of mikið undan. “Manni er vitanlega gagnslaust að reyna að telja öðrum trú um það, sem hann trúir ekki sjálfur, enda er til lítils að vinna að hljóta viðurkenningu þeirra, sem kunna ekki að greina falsaða mynt frá ófalsaðri. Þess vegna varð þessi viðleitni til málsvarn- ar fyrir gildi og tilverurétti Is- lendinga hreinsunareldur fyrir ættjarðarást mína, sem hafði til þessa verið bæði fátækleg og í molum. Athyglin beindist frá landinu að þjóðinni, hinni líðandi og stríðandi þjóð, fyrr og nú. Það var málstaður hennar, ekki jökla, fossa og dala, sem varð að halda fram og reyna að skilja. Ef eg gæti ekki elskað þessa þjóð, eins og hún var nú og hafði verið á öllum öldum, með kostum henn- ar og göllum (og það er alt ann- að en elska gallana sjálfa), fannst mér eg vera ættjarðarlaus, ekk- ert hafa að verja, engin skilyrði til varnar. Það varð að hafa það, þó að þessi ást gæti ekki orðið eins draumsæ og á fegurð lands- ins eða ljóma fornaldarinnar. Eg varð að spyrja þess alveg hreinskilningslega, hvort Islend- ingar væru ógæfuþjóð og ógæfa að vera fæddur meðal þeirra. Málaflutningsmaður má aldrei heimta meira en réttlæti. Sé það réttlátt, að aðrar þjóðir meti Is- lendinga nokkurs og gefi þeim gaum, hlýtur það að vera vegna einhvers annars en illra örlaga. Tómt volæði er aðeins aumkun- arvert. Árangurslaus barátta er of tilbreytingarlaust söguefni. En hafi eitthvað, sem verðmætt er, myndazt við baráttuna, þrátt fyr- ir hana eða vegna hennar, verð- ur að spyrja, hvað það vegur fyrir þjóðina sjálfa á móti því, sem hún hefir þolað. Er nokkurt æðra réttlæti í því öllu saman. Þetta er spurning, sem getur leitt á marga óravegu og von- laust er að svara til hlítar. En ekki varð hjá því komist að bera hana upp.” Riti þessu er því um annað fram ætlað að verða íslenzku þjóðinni leiðarljós til aukinnar sjálfsþekkingar og heilbrigðara sjálfsmats; en slíkrar leiðsagnar er henni sérstök þörf á þeim tímamótum, sem hún stendur nú á, og tekur það einnig til ís- lendinga hér í landi. Annars er tilgangi bókarinnar best lýst í þessum orðum höfundarins sjálfs: “Eg vildi, að hún væri ný Crymogæa, málsvörn íslendinga út á við á tímum óvenjulegs vanda og háska, —greinargerð fyrir dýrmætasta menningararfi þeirra, þar sem hismi væri skilið frá kjarna, — skoðun nútíðar- meina í ljósi örlaga þeirra frá upþhafi, — leiðarvísan um liðna reynslu fyrir þá, sem vilja hugsa um samtíð og framtíð, hvað þjóð- in á bezt, þarfnast, skortir helzt, — um hlutverk hennar, takmörk og takmarkanir. Eða með öðrum orðum: bókin er hugleiðing um ▼anda þess og vegsemd að vera íslendingur nú á dögum, studd við þá þekkingu á forlíð þjóðar- innar, sem höfundur hefur getað aflað sér og lalið mestu varða. (Leturbr. höf.). Að vísu bætir höfundur því við, að þau ummæli hans séu ekkert fyrirheit um, að hugleiðingin nái Vði óskum öllum íslendingum gleðilegra jóla og farsæls nýárs! Verzlum með allar tegundir af málningavörum og veggjapappír. ASGEIRSON’S PAINT & WALLPAPERS 698 SARGENT AVENUE — SÍMI 34 322 HÁTÍÐAKVEÐJUR TIL ÍSLENDINGA með þökk fyrir góð viðskifti- Baldwin’s Service Station COR. SARGENT & MARYLAND ST. GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝÁR! Föt hreinsuð, pressuð, og allar viðgerðir fljótt og vel af hendi leystar. ENGLISH TAILOR SHOP 795 SARGENT AVE. SÍMI 25 160 Innilegar jóla og nýársóskir til vina og viðskiptavina Bjornsson Book Store 702 Sargenl Ave., Winnipeg Án skrums og skjalls, en í fylstu einlægni— GLEÐILEG JÓL »8 GÆFURiKT NÝÁR HollinsCorth & Co. Limited Nafnið sem táknar TÍZKUSNIÐ — EFNISGÆÐI — KJÖRKAUP Jóla og nýársóskir til íslenzkra viðskiptavina! BRIGKMAN S CONFECTIONERY 664 SARGENT AVE. SÍMI 37 673 :=Tl Látið ekki tækifæríð ganga úr greipum yðar! Verzlunarmenntun er ómissandi nú á dögum, og það fólk, sem hennar nýtur, hefir ætíð forgangs- \ rétt þegar um vel launaðar stöður er að ræða. Það margborgar sig. að finna oss að máli, ef þér hafið í hyggju að ganga á verzlunarskóla; vér höfum nokkur námskeið til sölu við frægustu og fullkomnustu verzlunarskóla vestan lands. The Columbia Press Limited Toronlo og Sargent, Winnipeg I-

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.