Lögberg - 23.12.1943, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1943
15
Grundvallarrit um
íslenzka menningu
Frh. frá bls. 11.
glöggskyggni í kaflanum um það
efni; þá er íslenzkum hirðskáld-
um, íþrótt þeirra og hlutverki,
eigi lýst af minna skilningi í
kaflanum um þau, enda hafa bók-
menntir vorar að fornu og nýju
verið höfundi hugstætt og frjó-
samt viðfangsefni frá því á náms
árum hans.
Einna mest kveður samt að
kaflanum um “Heiðin dóm”, sem
ritaður er af fágætri skarpskygni
enda hefir höfundur áður mikið
fjallað um það efni, bæði í sér-
stökum fyrirlestrum og með
hinni. ágætu útgáfu sinm af
Völuspá. Segir höfundur á ein-
um stað í umræddum hluta bók-
ar sinnar, að sér sé það mjög
fjarri skapi “að boða heiðinn dóm
af íslenzkri, norrænni eða germ-
anskri fordild”. Mun og enginn
með sanni geta borið honum á
brýn, að svo sé. Hinsvegar ætti
það að liggja í augum uppi, að
mönnum hlýtur að vera það ein
hvers virði fyrir þekkingu á
sjálfum sér, að kunna nokkur
skil á lífsskoðunum forfeðra
sinna, því að eins og höfundur
segir annarsstaðar í þessum snild
arlega kafla sínum: “Eitt verður
norrænum fornmönnum aldrei
borið á brýn: að þeir væru ginn-
ingarfífl tilverunnar, hvikuðu
sjónum frá beiskum veruleikan-
um eða leituðu svikahælis í
skýjaborgum. Þessi vægðarlausa
bensýni veldur miklu um, að
hugsanir þeirra og frásagnir
standa enn í gildi”. Þá get eg
eigi stilt mig um að taka upp í
þessu sambandi nokkuð af skil-
greiningu höfundar á orðinu og
hugtakinu drengskapur.
“íslenzk tunga varðveitir enn
í dag orð úr heiðnum sið, sem
gild ástæða er til þess að telja
með dýrustu eignum þjóðarinn-
ar. Það er orðið drengur — ásamt
orðunum drengskapur, dreng-
lyndi, drengilegur, orðasambönd-
ujm eins og “dröngur góður”,
“mestur drengur” o. s. frv. Þó að
þetta orð sé eldra en íslands bygð,
hefir það auðgast hér að merk-
ingu og lifir ekki annarsstaðar í
sama skilningi, verður ekki þýtt
til hlítar á neina erlenda tungu
fremur en t. d. enska orðið genile
man. Það er eitt þeirra orða, sem
vaxið hefir utan um lítinn kjarna
eins og perla um sandkorn, —
þar sem hugsjón hefir kristallazt
svo, að hún geymist frá kynslóð
til kynslóðar. Slík orð er torvelt
að skilgreina fyrir öðrum en
þeim, sem aldrir eru upp við
þau. Þegar talað er um dreng-
skap. leikur um orðið heiður
blær óspilltrar æsku, hreinlyndi
og trausts. Allir munu fúsir að
trúa, að kjarninn sé skír, úr því
að hefir aukist á þessa lund.
Flestir ættu líka að geta fallizt
á annað, sem máli skiptir fyrir
það efni, sem hér er um rætt.
í íslenzkum fornsögum er svo
lýst dæmum drengskapar, að vér
finnum varla nein ljósari né full-
komnari frá síðari öldum, þótt
nýjar og jafngildar manndygðir
kunni að koma þar við sögu.”
Þetta bindi nær fram undir
1264, eða til loka Þjóðveldistíma-
bilsins; er tildrögunum að þeim
tímamótum, menningu þeirrar
aldar og aldarfarinu sjálfu, lýst
í þáttamörgum niðurlagskafla
bókarinnar, er ber sama svip djúp
stæðs lærdóms höfundar og víð-
sýni hans sem aðrir kaflar henn-
ar.
Höfundur hefir tileinkað hana
þeim Árna Magnússyni, Hannesi
Árnasyni og hinum ameríska
fræðimanni Charles Eliot Norton.
En Nordal naut á skólaárum
sínum námsstyrks úr sjóði Árna
Magnússonar, síðar styrks til
framhaldsnáms og fyrirlestra-
halda úr sjóði Hannesar Árna-
sonar; loks var hann (1931—32)
Charles Eliot Norton prófessor í
Harvard háskóla í Bandaríkjun-
um og flutti þar fyrirlestra um
íslenzkar bókmgnntir. Telur
hann sig því eiga þessum ágætis-
mönnum mikla skuld að gjalda,
og eru þeir vel sæmdir af því,
að þetta mikla verk höfundar er
tileinkað þeim.
Ytri frágangur bókarinnar er
hinn vandaðasti; hún er prýdd
fjölda mynda, og valdi Matthías
Þórðarson fornminjavörður þær
í samráði við höfundinn. Eiga
allir þeir, sem að þessu verki
standa, skilið þjóðarþökk, og
megi þess verða sem skemmst að
bíða, að næsta bindi sigli í kjöl-
far hins fyrsta.
Nú mun marga langa til að
vita eitthvað um efni síðari
bindanna, en því lýsti Sigurður
Nordal á þessa leið í framan-
nefndu viðtali við MorgunblaSið:
“Annað bindið byrjar á þætti
um fornsögurnar. Þær eru í senn
mesta veraldarsögulegt afrek Is-
lendinga og hafa orðið furðu ör-
lagaríkar fyrir þá jafnan síðan.
Rudy’s Pharmacy
Cor. Sherbrooke and Ellice
Phone 34 403
Filling Prescription is our Specialiy
HÁTÍÐAKVEÐJUR!
^bebjur
frá
UNITED GRAIN GROWERS LIMITED
HAMMILTON BUILDING. WINNIPEG
Á undan i gæðum, ábyggileik og tízku
Vér óskum vinum vorum og viðskiftavinum
GLEÐILEGRA JÓLA
og
SIGURSÆLS NÝÁRS
Ónhöóit's (Íiunpamj.
INCORPORATED 2MAV 1670.
Að þeim og frá þeim liggja allar
leiðir. Þá verður yfirlit um sög-
una frá 1262—1700 og þáttur um
samhengið, ekki aðeins í máli og
bókmentum, heldur lífsskoðun,
þjóðarvitund, ættavitund. Þá
kemur þáttur um fornfræði, sem
mun sýna hvernig íslendingar
glaðvöknuðu samtímis til þess
að horfa til fortíðar sinnar, bera
sig saman við aðrar þjóðir og
líta fram til vjiðreisnar. Einn
þáttur er um hinn mikla kristin-
dóm 17. aldar og annar um al-
þýðumenninguna, þar sem allt
var ávaxtað, sem þjóðin átti til
af menningu, mitt í hinni furðu-
legustu fátækt og viðburðaleysi
að bjargast á veraldlega vísu.
Og loks er yfirlit um tímann frá
1700—1800, með vonum hans og
tilburðum til viðreisnar, þegar
öllu virtist stundum vera glat-
að.
Þriðja bindið nær frá 1830 til
nútímans, segir frá sjálfstæðis-
baráttunni, andlegum og verald-
legum frmaförum, hvað víð höf-
um afrekað og hverju við kunn-
um að vera að glata eða kunn-
um að geta glatað. Síðari þáttur
þess bindis, íslenzkir örlagaþælt-
ir, mun skýra tilgang bókarinn-
ar betur en nokkuð annað, sem
áður er komið.”
Hitt og þetta
Óvanur reiðmaður leigði sér
hest til skemtunar stund úr degi.
Eigandi hestsins vill að hann
borgi hestlánið fyrirfram. Hinn
tekur það óstint upp og segir:
“Eruð þér hræddur um að eg
muni ekki skila hestinum aftur?”
“Ónei, nei,” svaraði eigandinn,
“en hitt er að hesturinn kynni
að hafa það til að skila yður
ekki aftur.”
Hún: Eg heyrði nokkuð í dag,
sem eg hefi lofað að segja eng-
um manni nokkurn tíma meðan
eg lifi.
Hann leggur frá sér bókina,
sem hann var að lesa, og segir:
“Jæja, eg hlusta.”
Málaflutningsmaður átti það
til að vera nokkuð margorður.
Dómarinn sagði eitt sinn við
hann, þegar hann átti að fara að
taka til máls:
“Eg vil biðja yður að vera
stuttorður, rétt í þetta sinn.”
Málaflutningsmaður stendur
upp og ávarpar kviðdóminn og
segir:
“Andstæðingur minn hefir
rangt fyrir sér. Eg hefi á réttu
að standa. Þið eruð beztu dóm-
arar, sem til eru.”
Síðan þagnar hann og sezt
niður.
Skjólstæðingur hans var sýkn-
aður.
HÁTÍÐAKVEÐJUR TIL ÍSLENDINGA!
JOHN'S SHOE REPAIR SHOP
748 SARGENT AVENUE
HATÍÐAKVEÐJUR TIL ÍSLENDINGA!
Chas. Riess & Co.
Vermin exterminators
372 COLONY STREET — SIMI 33 525
1
L
Innilegar jóla og nýársóskir til íslendinga
Canadian Stamp Company
324 SMITH STREET
S. O. BJERRING, framkvæmdarstjóri
SARQENT FLORIST
D. OSBORNE, eigandi
Gefið blóm um jólin. Blómaplöntur pg Skrautblóm við
ýmsu verði. Pantanir afgreiddar með iitium fyrirvara.
Gleðileg jól og farsælt nýár!
739 SARGENT AVE. (við Beverley Street)
SIMI 26 575
i
Booky’s Arlington
Sick Room Supplies
. Sargent and Arlington
Phone 35 550
HÁTÍÐAKVEÐJUR!
Hátíðarkveðjur til vorra íslenzku viðskiptavina
með von um framhalds viðskipti
CCyAL yCRK CÁfC
629 SARGENT AVENUE
ISLENZKIR BYGGINGAMEISTARAR VELJA
TEN/TEST í allar sínar byggingar
Þessi Insulating Board skara fram úr að gæðum ...
Seld og notuð um allan heim —
Fyrir nýjar byggingar, svo og til aðgerða eða end-
urnýjunar fulinægir TEN/TEST svo mörgum kröf-
um, að til stórra hagsmuna verður. Notagildi þess
og verð er ávait eins og vera ber. Og vegna þess að
það kemur í stað annara efna, er ávalt um auka-
sparnað að ræða.
TEN/TEST hefir margfaldan tilgang sem insulating
board. pað veipr vörn fyrir of hita eða kulda, og
tryggir jöfn þægindi hvernig sem viðrar. pessar auð-
meðförnu plötur tryggja skjótan árangur og lækka
innsetningarverð.
í sumarheimilum eða borgarbýlum, skrifstofum, fjöl-
mennisfbúðum, ötvarpsstöðvum, samkomusölum og
hótelum, tryggir TEN/TEST lffsþægindi, ótilokun
hávaða, og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngus^u
byggingarlistar.
Otbreiðsla og notkun um allan heim gegnum viður
kenda viðskiftanxiðla, er trygging yðar fyrir skjótri,
persónulegrl afgreiðslu. Ráðgist við næsta TEN/
TEST umboðsmann, eða skrifið oss eftir upplýsingum.
HLÝJAR
SKREYTIR
ENDURNÝJAR
TEN -TEST
Insulaling Wall Board
LÆKKAR
KOSTNAÐ
VIÐ HITUN
I NTERNATIONAL FIBER BOARD LIMITED, OTTAWA
WESTERN DISTRIBUTORS: ARMSTRONG DISTRIBUTORS LTD. winhipeg. mín